Tíminn - 11.11.1922, Síða 1

Tíminn - 11.11.1922, Síða 1
©jaíbferi oq, afgrei&sluma&ur Cimans er Sigurgeir ^ri&rifsfon, Samban&síjúsinu, KeYfjauíf. iZKfgtEibsía C í m a n s er i Sambanösljúsinu. 0pin öaijlega 9—\2 f. b Sími 496. VI. ár. lleykjavík 11. nóvember 1922 47. blað SHOKING lIXTQRfe ^J^SGOW & BRIST^ GLASGOW MIXTURE er indælt að reykja. Smásöluverð kr. 3.50 ‘L Ibs. bankar. Dón sódwíii. Af tveim málum verður Björn Kristjánsson kaupmaður lengst kunnur í sögu þessa lands. Hvort- tveggja málið heyrir nú orðið sög- unni til. Og dómur sögunnar verð- ur hinn sami um framkomu hans í báðum: þungur áfellisdómur. Fyrir 13 árum runnu þau ráð undan rifjum hans að Tryggva Gunnarssyni var sparkað út úr Landsbankanum, ásamt tveim öðrum alkunnum mætismönnum. Var þá ekki nema hálfur annar mánuður þangað til Tryggvi Gunnarsson átti að fara úr bank- anum með löglegum hætti vegna nýrrar skipunar um stjórn bank- ans. Og nú í haust, rétt fyrir aðal- kauptíðina, sendi hann út með mestu leynd undirferlislegt árás- arrit á langstærsta innlenda versl- unarfélag íslendinga, Samband íslenskra samvinnufélaga. pessi tvö mál, sem Björn kaup- maður Kristjánsson verður lengst „frægur“ af virðast í fyrstu óskyld. En þegar nánar er at- hugað kemur það í ljós, að margt og næsta eftirtektavert má benda á sem er líkt um bæði. Skal bent á fjögur atriði. I. Ráðist á þjóðnýtasta manninn og þjóðnýtustu stofnunina. Alviðurkent er það nú — senni- lega af öllum Islendingum, nema ef til vill af B. Kr. — að Tryggvi Gunnarsson hafi verið einhver þjóðnýtasti maður íslands á sinni tíð. Hann bar af öllum um óeigingimi. Hann bar af flest- um, ef ekki öllum um dugnað og framkvæmdaþrek. Tryggvi Gunnarsson átti sitt langa æfistarf að baki þegar hann var rekinn úr bankanum. þann mann kaus B. Kr. sér frem- ur öðrum, til þess að svala sér á, til þess að sýna á mátt sinn. þótt Tryggvi Gunnarsson ætti ekki eftir nema hálfs annars mán- aðar vist í bankanum, gat B. Kr. ekki beðið. Hann varð að svala heift sinni á Tryggva Gunnars- syni. Hann mátti ekki losna úr Landsbankanum, nema með end- emum. — Og stofnunin sem B. Kr. réð- ist á í haust, er þjóðnýtasta stofnunin, sem nú starfar á þessu landi. Samband íslenskra sam- vinnufélaga er í fyrsta lagi eina veralega sterka og öfluga við- leitnin sem hafin hefir verið af íslendinga hálfu um að gera verslunina innlenda: En sam- vinnufélögin era jafnframt bjarg- ráðafyrirtæki fjölmennustu stétt- ar landsins. Og samvinnufélögin hafa unnið þeirri stétt óumræði- legt gagn á undanförnum árum. þroski samvinnufélaganna er eitt aðalskilyrðið fyrir farsælli fram- tíð þessa lands. þessa stofnun kaus B. Kr. sér fremur öðram til að svala heift sinni á. Og tíminn, sem hann valdi til árásarinnar, árásar í mestu leynd, það er mesti kreppu- tími sem dunið hefir yfir þetta land og það var í byrjun kaup- tíðar. II. Tortrygnin réði. Hvernig stóð á því að B. Kr. gat ekki beðið þann hálfan ann- an mánuð sem Tryggvi Gunnars- son átti eftir að sitja í bank- anum ? því er auðsvarað. það var tor- trygni B. Kr. sem því réði. Ilann taldi sjálfum sér trú um það fyrst og því næst öðrum, að ekki væri alt með feldu í bankanum, að bankastjórnin myndi ekki geta staðið í skilum með fé bankans. þessvegna réði B. Kr. því að hann kom í Landsbankann „eins og þjófur á nóttu“. Hann heimt- aði það að Tryggvi Gunnarsson og meðstjórnendur hans skiluðu af sér fé bankans fyrirvaralaust og þegar í stað. Hann sat á glóð- um meðan þeir voru að telja fram féð. Hann skifti litum þeg- ar þeir skiluðu af sér þannig að fyrirvaralaust kom hver einasti eyrir til skila. Tortrygnin hafði svona ógur- lega hlaupið með hann 1 gönur. Tryggvi Gunnarsson, Eiríkur Briem 0g Kristján Jónsson reynd- ust aðrir menn en hið tortrygna ímyndunarafl B. Kr. hafði bú- ist við. — Tortrygnin er undirrót herferð- ar B. Kr. gegn samvinnufélögun- um. Tortrygnina elur hann í brjósti gegn forstöðumönnum kaupfélaganna og Sambandsins. Tortrygnina vill B. Kr. vekja í brjósti samvinnumanna íslensku, gegn þeirra eigin sjálfbjargar- félagsskap. Tortrygnina vill hann vekja í annara brjósti. Hann vill smita aðra menn sinni tortrygni. Tor- trygni á að vera aðalbitvopnið á samvinnufélögin. En í annara augum en B. Kr. eru forstöðumenn kaupfélaganna og Sambandsins jafnhátt hafnir yfir tortrygnisgruninn og Tryggvi Gunnarsson og meðstjórnendur hans reyndust að vera, er B. Kr. tókst að fá aðra í lið með sér til óhæfuverks, sem bygt var á tor- trygni. III. Hvötin var eigingirni. það þarf ekki að fara á nein- ar grafgötur um það, hvað B. Kr. gekk til um að gera aðsúg- inn að Tryggva Gunnarssyni í Landsbankanum. B. Kr. ætlaði sér að komast í bankann sjálfur. Hann þoldi ekki við að bíða eftir því í hálfan annan mánuð. Eigingirni og ekkert annað en eigingirni lá á bak við þessa at- höfn B. Kr. Eigingirnin er „kær- leikslögmálið“ sem B. Kr. lifir eftir. Var það þessvegna sem B. Kr. þurfti að svala sér þannig á Tryggva Gunnarssyni. Ólíkari menn að því leyti hafa aldrei lif- að á íslandi. — Eigingirni er líka hvötin sem rak B. Kr. af stað í herferðina gegn samvinnufélögunum. því að B. Kr. er kaupmaður. Hann er þessvegna hræddur við sam- vinnufélögin. Hann er hræddur um að þau dragi viðskiftamenn frá V. B. K., þ. e.: Versluninni Björn Kristjánsson. Vitanlega sér B. Kr. þarna öld- ungis rétt. En er nokkur afsok- un í því fólgin? Hverskonar „kærleikslögmál“ er það að láta gróðafíknina knýja sig til að semja og lauma út árásarriti á viðskiftaandstæðing, og það á hinum hættulegustu krepputím- um. Eigingjörnu hvatirnar í mál- um þessum báðum hanga utan á B. Kr. Hver einasti íslendingur horfir á þær — og kveður því- næst upp dóm sinn. IV. Úrslitaósigur um bæði málin. B. Ki’. vann bráðabirgðasigur yfir Ti-yggva Gunnarssyni. Hon- um tókst að sparka Tryggva Gunnarssyni út úr Landsbankan- um og setjast í sætið. En sannarlega var það ekki annað en bráðabirgðasigur. For- dæming heillar þjóðar, fordæming allra núlifandi íslendinga hvílir á herðum Björns Kristjánssonar fyrir það tiltæki og fordæming sögunnar mun æ hvíla á Bimi Kristjánssyni fyrir það. Og það er eins og örlögin hafi tekið það í sínar hendur að birta refsidóminn yfir B. Kr. því að hver var hin hinsta ganga hans ur Landsbankanum, þeirri stofn- un, sem hann bolaði sér inn í? Hann dæmdi sig sjálfur burt úr bankanum. Hans eigið lundarfar rak hann út úr bankastjóraher- bergi bankans og fram í biðstof- una. Og þaðan fór hann píla- grímsgöngu öreigans til Alþing- is. — Sá er eldurinn sárastur sem á sjálfum brennur. — B. Kr. mun hafa talið sig vinna bráðabirgðasigur er hann laum- aði út pésa sínum í'étt fyrir kaup- tíðina á kreppuárinu mikla 1922. Og hátt var sungið og dátt dans- að í Morgunblaðinu og Lögréttu. En nú er það fram komið að B. Kr. hefir beðið úrslitaósigur. Einum rómi fordæma sam- vinnumennirnir þessa ritsmíð. Dylgjurnar og rökvillur laumu- pésans eru að engu hafðar. Skrif samvinnumanna hafa svo gersamlega rifið niður rökvillur B. Kr., svo að þar stendur ekki eftir steinn yfir steini. Og það er öldungis víst að laumupésinn hefir þveröfug áhrif hjá því sem B. Kr. ætlaðist til. þessi herferð hans verður áreið- anlega til þess, að samvinnu- menn treysta enn betur fylkingar sínar en áður. Samvinnumönnum hefir gefist tækifæri til þess að sanna það enn einu sinni fyrir alþjóð ís- lendinga hversu þjóðnýtur sam- vinnufélagsskapurinn er og hversu samvinnufélögin eru langtrygg- ustu og farsælustu stofnanirnar sem nú era reknar á íslandi, þótt þau eigi nú að sjálfsögðu við erfiðleika að stríða. Og nú á að mega telja að þess- ari herferð Björns kaupmanns Kristjánssonar sé lokið. Vonast Tíminn til að þurfa ekki að verja miklu rúmi í viðureignina við hann eftirleiðis. „Hann hefir gert ykkur eftirleikinn auðveldan“, sagði gamall bóndi nýlega. það er orð og að sönnu. ----0--- Enn um fslandsbanka. Danir hafa rekið frá Land- mandsbankanum bankaráðið og bnkastj órnina, alla þá, sem kom- ið höfðu nærri því að steypa stofnuninni í skuldafenið. þar að auki leggja hinir burtviknu fram eigur sínar upp í skaðann, það sem þær ná. Hér á landi er engin veruleg breyting orðin á stjórn ísl.banka, nema að sr. Eggert á Breiðabóls- stað er hættur að fá 10 þús. á ári fyrir að undirskrifa ársreikn- inginn. Svo hefir Sighvatur Bjarnason hætt að vera banka- stjóri, en fær 6000 kr. í eftir- laun. Með dýrtíðarappbót hefir það verið um 12 þús. kr. íslenska þjóðin hefir látið bank- ann hafa enska lánið að mestu, og óhemjumikið af óinnleysan- legum seðlum. þetta er lagt upp í hendurnar á sömu mönnunum sem hafa verið svo óhepnir að stýra bankanum þannig, að bú- ið er að gefa upp um 5 miljónir, og þó er það ekki tapið alt. Að- eins ein breyting hefir orðið. Hluthafamir hafa ráðið nýjan bankastjóra, E. Claessen. Hann var áður einn hinn umsvifamesti málfærslumaður í bænum, mjög nátengdur viðskifta- og kynning- ar böndum við marga þá menn sem Tofte hafði lánað mest, og málfærslumaður sumra þeirra. Bankinn hefir ekki gert þá skuld- ugustu af þessum mönnum gjald- þrota, heldur gefið þeim upp. Og það hefir verið aðalhlutverk Claessens að koma einhverju formi á skuldasúpu þá, sem Tofte og Sighvatur höfðu látið mynd- ast. þetta hefir verið gert með því að gefa upp mörg hundrað þúsund krónur sumum aumustu skuldunautunum. Fyrir það fé sem búið er að gefa upp, hefði mátt byggja akveg með viðeig- andi brúm milli helstu undirlenda á landinu. Líka hefði mátt nota það til að leiða rafmagn heim á hvert heimili á stórum svæðum hér á landi. En féð er sokkið í sjóinn og fæst aldrei aftur. Og glettin forlög hafa hagað því svo til, að einn hinn fjölsóttasti mál- færslumaður í Reykjavík hefir gefið upp úrvalsmönnunum í út- gerðar- og kaupmannastétt lands- ins. þetta hefir sjálfsagt verið nauðsynlegt. En það hefði eigin- lega ekki átt að vera það eina, sem gert var til að tryggja hags- muni almennings í þessu máli. það mun vafalaust koma að því, að þingið grenslist efth' af- stöðu og aðgerðum hvers einstaks af þeim mönnum, sem hér hafa farið með vald. B. Kr. og þor- steinn í hagstofunni verða að svara til „matsins“ nafntogaða. Bjarni frá Vogi verður að svara til vottorðs síns frá 1920, um hið ágæta heilsufar bankans. Síðan kemur heill hópur af ráðherrum og bankaráðsmönnum, sem hver hefir sína sögu að segja. Merki- legt atriði verður það, hversu fylgt verður eftir kröfunni um að gamlir bankastjórar og banka- ráðsmenn skili aftur ofborguðum gróða frá tapárunum. Allar líkur benda til, að næstu kosningar muni snúast um ís- landsbanka. Annar flokkurinn, samvinnumennirnir, eru líklegri til að taka svipaða afstöðu og öll danska þjóðin tók gagnvart Landmandsbankanum. Að hrainsa burtu þá, sem riðnir voru við tapið, og láta endurborgun koma til greina, eftir því sem efni era til. þar næst að freista að hjálpa bankanum til lífsins aftur. Gera enska lánið að forgangshlutum. Afnema gamla bankaráðið og setja nýtt ráð frá atvinnuvegun- um fyrir báða bankana og reyna að samræma störf þeirra. Láta lækka í verði þau skip og útvegs- tæki, sem bankinn hefir nú veð í, en bera sig ekki, af því þau voru keypt með þreföldu verði í stríðslokin, og era nú að sliga þjóðina alla. því miður eru allar líkur til að margir verði til að berjast á móti þessari heilbrigðu lausn. það verða braskararnir, þeir sem hef- ir verið gefið upp, og þeirra blöð og fylgifiskar. Og verði þeir of- an á, er sennilegt að tvennar og þrennar 5 miljónir fari í súginn, beina leið á eftir hinum fyrstu. Hvaða alment ástand í landinu muni leiða af slíku áframhaldi hefir hver borgari best af að gera sér hugmynd um með sjálf- stæðri athugun. J. J. ---o---- Til Þórðar Sveínssonar læknis. Síðustu 2 greinar yðar til mín era þannig úr garði gerðar, að eg skil ekki í öðru en að allir, sem áður voru ókunnugir rithætti yð- ar um trúmál, og „sanngirni" í trúmáladeilum, sjái, eins og kunn- ugir vissu áður, að það sé ekki ómaksins vert að skrifast frekar á við yður um þau efni. Eg vona að þér sjáið það síðar, að það var ógætni að byrja trúmálaárás út af bamahjali, sem þér misskild- uð, — og þegar þér erað orðinn sanngjarn kristindómsvinur, er mér ánægja að skrafa við yður um sameiginleg áhugamál, og eins um hitt, sem á milli kann að bera, verði það þá nokkuð. í þeirri von að það verði fyr en yður varir nú, kveð eg yður með bestu óskum. Sigurbjörn Á. Gíslason. -----0---- Margar greinar verða að bíða næsta blaðs.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.