Tíminn - 11.11.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.11.1922, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 153 III. Nl. Aðalvitnisburðirnir, sem opinber- lega hafa komið fram um hælið, er grein Sig. læknis Magnússon i Mbl. og Páls Vigfússonar í Tímanum. Læknirinn svarar seint og með eng- um rökum. Hann vísar á bug öllum aðfinslum, hælir hinni dönsku yfir- lijúkrunarkonu hástöfum, og tekur þannig á sig sjálfan fulla ábyrgð á öllu sem aflaga kann að fara á hæl- inu, líka hjá undirmönnunum. þetta er vitaskuld rétt í eðli sínu. Yfir- læknirinn velur starfsfólkið, og það er á hans ábyrgð. Af grein Páls Vigfússonar má fá óánægjulegan fróðleik um stærsta og dýrasta sjúkrahús landsins. þangað kemur fátækur, brjóstveikur náms- maður, sem árum saman er búinn að berjast við að halda áfram skóla- námi, þrátt fyrir þessar tvær mikiu hindranir. Ilann kemur í góðri trú á hælið. Litlu síðar er honum neit- að; um alla viðunanlega aðstoð til að hafa nógu hlýtt á sér í leguskál- anum. Og þegar mistök vei'ða með matinn, sem vitaskuld getur altaf komið fyrir, þá er læknirinn uppi með ónot og hörku, tekur aðfinsl- urnar eins og sjúklingurinn sé óviti. Sjúklingurinn finnur, að hjá yfir- manni hælisins er ekki til neins að kvarta. Hann lokar eyrunum ef vand- að er um framkomu undirmanna sinna, sem eru þar þó vegna sjúkl- inganna, eins og hann. þegar svo kemur óætur matur næst, sendir sjúklingurinn sýnishorn til Læknafélags Rvíkur. jiað gekk milli margra lækna og allir voru sammála um að það væri óætt. í stað þess að taka þessu rólega, við- arkenna að „slys“ geta altaf komið fyrir á stóru heimili, þá er nú byrj- að að ofsækja sjúklinginn. Ekkert tiliit er tekið til þess, að læknirinn hefir sjálfur neytt hann til að leita þeirrar réttaraðstöðu utan hælisins, sem húsbóndinn vanrækti að láta í té heima fyrir. Síðan er hótað að reka sjúkling- inn fyrir að finna að óætum mat. Um veikindi hans er ekki skeytt. Honum er gerður kostur á að vera, ef hann beri harm sinn í hljóði. Síð- an er honum ranglega kent um grein „Fyrverandi sjúklings". Síðan er maður, sem hefir haft blóðspýting, hrakinn og hrjáður líkamlega, hrint í ofsafullri reiði út frá lælcni sínum og síðan „útskrifaður", en þó ekki heilbrigðari en það, að hann er taf- arlaust lagður inn á spítala í Rvík. Er þetta eins og þjóðin vill hafa sitt stærsta sjúkrahús? Menn segja að Sig. Magnússon hafi vel vit á brjóstveiki. Segjum svo að það geti verið rétt. En það er ekki nema lielmingurinn af þeim eigin- leikum, sem yfirlæknir á berklahæli þarf að hafa. Hann þarf fyrst og íremst að vera góður liúsbóndi, sterkur, fjörugur, lífsglaður. Sjúkl- ingarnir þurfa að finna yl og dreng- skap anda úr hverju boði hans og banni. í venjulegri læknisstöðu þarf ekki mikið nema þekkingu. Á heilsu- liæli er aðalatriðið að yfirlæknirinn komi fram við sjúklinga sína eins og góðir foreldrar við harn, með miklum kærleik, mikilli umhyggju og miklu langþoli. Læknir einn utan Reykjavíkur hef- ir haldið því fram, að Sig. Magnús- son myndi vera allvel hæfur til að vera berklalæknir í Reykjavík. þar myndi þörf fyrir slíkan mann. Og þar reyndi lítið á nema þekkingar- hliðina. En að Vífilsstöðum yrði að setja annan mann, ef þjóðin ætti að geta fengið þá trú á hælinu, sem er óhjákvæmileg, ef það á að geta rutt hvíta dauðanum úr landi. J. J. II. Nl. Vinnukonum á hælinu er skift niður í eldhús, borðstofu, ganga, þvottahús og skópláss, og er skó- plássið álitið erfiðast; í því var lengi roskin stúlka,sem Ingveldur hét, dugleg og sívinnandi, hún fór fyrst á fætur á morgnana og burstaði 50 til 60 eða 70 pör af skóm, skúraði neðsta ganginn, skrifstofuna, tröppur, kjallara og hjálpaði til að hreinsa til í borð- stofunni eftir kl. 6 á kvöldin. Aldrei kvartaði hún um að hún væri þreytt, en kvaðst oft vera sárlasin og leitaði ráða yfirlækn- isins, Sig. Magnússonar. Hann kvað ekkert alvarlegt að henni, og henni óhætt og ekki ofraun að halda áfram starfi sínu. Trúði hún þessu og vann áður upptalin verk, en svo var hún þreytt á morgnana kl. 9—10, þegar hún kom inn á skrifstofuna, að skúra þar, að hún fleygði sér niður á stól eða dívan, afmynduð af þrautum. Eg talaði þá oft við hana að leita til annara lækna, en ekki vildi hún fallast á það fyr en seint og síðar, leitaði þá til Mattíasar læknis Einarssonar, sem kom henni tafarlaust á Landakotsspítala, og sagði príór- innunni að Ingveldur væri að- framkomin af krabbameini. Eg heimsótti Ingveldi á spítal- anum þær 2 eða 3 vikur, sem hún lifði þar, hún var að sjálfsögðu sárþjáð, en hjartanlega þakklát Matthíasi lækni fyrir hjálp hans og aðstoð. Jarðarfarir frá Vífilsstöðum voru margar, en mjög á einn veg; þó var sá munur á, að þeir sem höfðu verið ríkir eða átt' vandamenn, voru venjulega flutt- ir burt á líkvagni eða bíl, en þá sem höfðu v.erið fátækir og um- komulausir, flutti vinnumaður frá hælinu á skítugri kerru að Görð- um, en jafnan var burtförinni hagað þannig, að sjúklingar væru í leguskála. Virðist þetta undar- leg varasemi, þar sem sjúkling- ar að sjálfsögðu jafnan vita þeg- ar félagar þeirra falla frá. Seint á ái’inu 1917 andaðist Rögnvald- ur Ólafsson byggingameistari, og slapp því við að vera á hælinu frostaveturinn 1918. Hann hafði sem kunnugt er teiknað hælið og stjórnað mest um bygging þess, einnig hafði hann dvalið að mestu eða öllu leyti sem sjúkling- ui' á hælinu eftir að það tók til starfa, var mjög forráðamaður sjúklinga, virtur og elskaður. Sjúklingar og hjúkrunarkonur fóru þess á leit við læknirinn, að húskveðja yrði haldinn yfir Rögnvaldi með prestum og sálma- söng, sem siður er til, en við það var ekki komandi. J>á var beðið um að lík hans yrði flutt í frí- tímum sjúklinga, svo þeir gætu fylgt honum út fyrir hlið eða vestur á veg, og var því einnig þvemeitað. Sigurborg Jónsdóttir. Aths. Grein þessi mun mörgum þykja helst til harðorð. En vegna þess að höf. er kunn kona, sem dvalist hefir lengi á Vífilsstöð- um og gegnt þar trúnaðarstarfi, þótti ekki fært að synja henni birtingar. Ritstj. ——o------ Vífilsstaðapeðin á borði. Drotningarpeðinu var leikið fram á undan kóngspeðinu í Víf- ilsstaðamanntaflinu. Jæja, látum það nú vera, þó það sé að vísu heldur lakari leikur. En nú er kóngspeðið komið fram á borð og er tvípeð. Um tvípeð er það að segja, að oft reynist það litlu meira virði en þó einfalt væri. Og ekki virðist þetta tvípeð líklegt til þess að verða kóngi sínum til öfl- ugrar varnar, ef dæma skal eft- ir þessum síðasta leik, sem birtur er hér í Tímanum, kallaður „Svör“, merktur Valtýr Alberts- son — Jónas Sveinsson. Pistli þessum þarf eg engu að svara vegna lesenda Tímans. þeir sjá nú, þegar þeir hafa lesið „Svör- in“, að frásögn mín í 41. tbl. Tím- ans, sú, er hér ræðir um, er rétt. En vegna ykkar, Valtýs og Jónas- ar, sem setið nöfn ykkar undir „Svörin“, vil eg reyna að fara um þau nokkrum orðum. En eg segi ykkur það satt, drengir mínir, að það þarf góðan vilja til þess að taka ykkur alvarlega og ræða við ykkur, eftir að þið hafið auglýst ykkur fyrir alþjóð manna á þann hátt, sem þið gerið með þessum endemis „Svörum“. En eg skal nú samt reyna, þó aldrei væri nema vegna þess, að við erum gamlir skólabræður. Spurningar mínar reyndi eg að setja fram með svo skýrum orð- um, að hverjum meðalgreindum manni væri auðvelt að svara, ef efni leyfðu. En þrátt fyrir þetta hefir ykkur ekki tekist betur með svörin en svo, að þau eru að mestu leyti aðeins ruglingslegur illhreytingur til mín. En svo greindir held eg þó að þið hljót- ið að vera, að þið sjáið það, ef þið beitið athygli, að persónuleg illindi til mín geta ekki vertó svör vð spurningum mínum eða sannanir fyrir því, að yfirlýsing ykkar sé rétt. Og ekki geta þau orðið yfirlækninum ykkar til öfl- ugrar varnar, þó ykkur sé það mikið áhugamál að duga honum sem best. Viljann vantar ekki, en mátturinn virðist minni, sem von- legt er. En viðleitni ykkar í þessa átt má að vísu meta út af fyr- ir sig. En lítið þið nú á. Eg skal nú segja ykkur hvað þið þurftuð að gera til þess, að lesendur Tím- ans litu ekki á yfirlýsingu ykk- ar sem markleysu eina. þið þurft- uð fyrst og fremst að sýna Ijós- lega fram á það, að eg segði rangt frá höfuðatriðunum í um- ræddri frásögn minni — hvar eg skýrði rangt frá og hvað væri sannleikur. Best hefði farið á því, að þið hefðuð svarað spurn- ingum mínu'- hverri út af fyrir sig, í sö' töluröð og eg setti þær fran. Ög með þeim svörum hrekja einhver orð eða einhverj- ar setningar í frásögn minni. En þið máttuð ekki með nokkru móti samþykkja hana, eins og þið þó gerið. Skal eg síðar reyna að sýna ykkur fram á, að svona sé, þó að ykkru hafi auðvitað orðið þetta óvart. Og svo þurftuð þið að hrekja eitthvað fleira í grein- um mínum um Vífilsstaðamálið, úr því að þið ráðist á þær yfir- leitt, þó að þið farið þar að vísu út fyrir efni yfirlýsingar ykkar og fyrirspurna minna. þetta þurft uð þið að gera. En illindin í minn garð sanna svo átakanlega lítið annað en óvildarhug ykkar til mín, fyrir aðgerðir mínar í Víf- ilsstaðamálinu. þið lýsið í upphafi máls yfir því, að ykkur hafi komið orða- lagið á fyrirspurn minni ein- kennilega fyrir sjónir. þetta hefðuð þið ekki þurft að taka fram. Flestir munu fá skilið af „Svörum“ ykkar, að ljóst. og ákveðið mál hljóti að koma ykk- ur einkennilega fyrír sjónir. En „Svör“ ykkar komu mér ekki ein- kennilega fyrir sjónir, vegna þess, að eg kann svo mikið í manntafli, að eg kannast við mannganginn. þá getið þið til þess, að ætla mætti, að Pétur væri höfundur að fyi'irspurn minni, en ekki Páll. Óheppilegt var nú það, að þið skylduð setja þetta fram. Mjög hætt við því, að það geti leitt meira til nán- ari athugunar á ritháttarein- kennum „Svai’a“ ykkar og dyljist mönnum því síður Vífilsstaða- markið. þið eruð líka svo ógætn- ir, að þið markið „Svörin“ hik- laust og án nokkurs tilefnis und- ir Gróusagnamark fyrri varnar- höfunda Vífilsstaðamálsins. Af þessu virðist ljóst, að þið vitið ekki hvað menn kalla Gróusögur. þá skal eg segja ykkur það. Sagan er svona: Gróa á Leiti sagði: „ólýginn sagði mér“, þeg- ar hún sagði slúðursögur. Síðan eru slúðursögur þær, sem eiga sér engan nafngreindan höfund, nefndar Gróusögur. Svona er nú sagan sú. Jæja, nú vitið þið hvað kallað er Gróusögur, og ættuð því, eftir þessa fræðslu, að geta fund- ið það hjálparlaust, að greinar mínar um Vífilsstaðamálið hafa engar slíkar sögur að geyma. En nú skulum við halda áfram. — Næst minnist þið á moldviðri. því hefðuð þið átt að sleppa. Og eg held, að þið hefðuð hlotið að sleppa því, ef þið hefðuð lesið „Svörin“ ykkai’ yfir, frá upphafi til enda, áður en þið létuð þau frá ykkur fara. En nú fer að verða bragð að bitanum. Nú takið þið að svara spurningum mínum. Fyrsta svar- ið hljóðar á þessa leið: „Okkur þótti yfirlýsingin óþörf vegna þess að við þektum höfundinn“. Já, þessu get eg vel trúað, þyk- ir það mjög eðlilegt. En þið hefðuð nú samt ekki átt að segja frá þessu. því það er hálf óvið- feldið að þið lýsið lítilsvirðingu ykkar á höfundi þeirrar yfirlýs- ingar, sem þið setjið/ sjálfir nöfn ykkar undir. — því næst snúið þið ykkur aftur að mér og finn- ið að því, að eg skuli tilfæra eft- ir yfirlækninum „orð og setning- ar, sem þú kveðst eigi geta ábyrgst að réttar séu“. þania farið þið ekki nákvæmlega með orð mín. Eg sagði: „Orð þau . . .... get eg ekki verið viss um að séu nákvæmlega*) eins og læknirinn talaði þau.............En svo nærri er hér farið réttu lagi, að hvergi mun breytt merkingu málsins“. þið sjáið, að þarna mis- munar nokkru. En svo kemur næsta setning ykkar: „Ekki vantar nákvæmnina". Óheppileg setning á óheppilegum stað. Ein- mitt vegna þess, að eg vildi við- hafa nákvæmni, þá tók eg þetta fram. þá kemur loks að kjarnanum, þar sem þið viðurkennið óvart, að eg fari með rétt mál í frá- sögn minni. Fyrst segið þið: „Eft- ir frásögn þinni að dæma mætti ætla, að yfirlæknir hefði haft við orð að vísa þér forsendulaust eða lítið af hælinu“. Ilvernig hafið þið lesið? í frásögn minni kem- ur það ljóslega fram, að yfir- læknirinn vísaði mér brott af hælinu vegna þess, að eg sendi fqrmanni Læknafélagsins fiskbit- ann og bréfið. Hlýtur hver mað- ur, sem les frásögn mína, að sannfærast um þetta. Næst á eft- ir þessu segið þið svo frá því, að ástæðan fyrir brottvísuninni hafi verið fiskbitasendingin, — sannið þannig algerlega mál mitt. þetta *) Orð þetta var undirstrikað í fyrri grein minni. brallinu að bráð eins og gömlu húseignirnar. Senni- lega verður erfitt fyrir bankann að gera við þeirri hættu. Ilitt er aftur á móti framför, að mörg einstakra manna heimili eru bygð saman, ekki nema ein hæð og loft, svo að hver fjölslcylda hefir hús fyrir sig, og að komið verður við vinnusparandi vélum, og fylsta sparn- aði við sameiginleg efniskaup. Ef til vill hefir þessi til- raun Landsbankans mesta þýðingu í því efni, að þar með er viðurkent, að lánsstofnunum korni við með hvaða skipulagi bygt er, ef þeir lána féð. Húsnæðisvandkvæðin er ein hin erfiðasta þraut, sem bíður eftir skynsamlegri lausn hér á landi. Meginið af öllum húsurn í bæjum og sveitum eru bygð úr liald- lausu efni, og þurfa endurbyggingar við sem allra fyrst. Langflestum íslenskum byggingum er mjög áfátt bæði að því er snertir smekklegt útlit og heppilegt skipulag á herbergjum. í nálega öllum sveitum og víða í sjóþorp- um er húskuldinn voðalegur vágestur alls heimilisfólks- ins. Ofan á þetta bætist svo það, að kauptúnahúsin eru alt af dreifð, götur og leiðslur óþarflega langar, stöðug verðhækkun á liúsum og lóðum. Alt þetta liggur eins og rnara á þjóðinni. Af þeim fáu erlendu dæmum, sem hér hafa verið nefnd, má sjá tvö úrræði, sem grípa mætti til í kaup- túnunum hér á landi. Annað er að breyta öllum ný- bygðum í „garðaborgir". Hitt að þessar nýbygðir væru eign samvinnufélaga, svo að brask með húsin væri óhugs- anlegt. í þessu er fólgin sú breyting, að sameina tvær stefnur til að gera húsin sem best og ódýrust. Að byggja mörg hús i einu, stafn við stafn, til að spara óþarfa út- veggi, og njóta hagnaðar af því að nota vinnusparandi vélar, sameiginlcg innkaup og aðflutninga á efni. Með þessu verður stofnkostnaður liúsanna eins lítill og unt er. Og á liinn bóginn hindraði samvinnuskipulagið óeðli- lega verðhækkun á eigninni síðar meir. Ríkismenn cinir liafa efni á að byggja einstök liús, með görðum alt í kring. En af því að fæstir íslending- ar eru ríkismenn, verði allur þorri kauptúnabúa, sem byggja hús sín fyrir lánsfé, að gæta hófs og framsýni við byggingarnar. Og ef fylgt væri skynsamlegum rök- um og hinni bestu erlendu reynslu, ætti öll nýbygð hér á landi að vera í svipuðu horfi og Port Sunlight, en eign samvinnufélaga. Haustið 1921 liélt sá sem þetta ritar ræðu um bygg- ingarmálið í Reykjavík, fyrir allmarga menn, sem áhuga liöfðu á byggingarmálum. Var þar sýnt fram á, hversu byrja mætti á að breyta nýbygð Reykjavíkur í ódýra garðaborg. í bænum væru mjög nmrgar fjölskyldur sem vantaði hús, og sem vildu byggja, en liefðu ekki efni á þvi. þó myndu allmargir af þeim mönnum geta út- vegað sér eða lagt fram 5—6 þúsund krónur í bygg- ingu, ef unt væri að fá álíka, uppliæð að láni. Og ef skynsamlega væri að farið, hlyti að mega koma upp litl- um en góðum lieimilum fyrir 10—12 þúsund kr. Heppi- lcgt stæði fyrir „garðaborg" væri sunnan og vestan í Skólavörðulioltinu, frá liinum fyrirhugaða Landsspítala og Kennaraskólanum upp að listasafni Einars Jónsson- ar. Ef Bergstaðastræti væri lengt frá Ingólfshúsinu og suður að Kennaraskóla, myndi mega byggja ofanvert við þá götu 50 hús. Framan við gæti verið grasrönd, og runnar milli búsanna og götunnar. Á bak við gætu verið matjurtagarðar upp að næstu götu, en mjór gang- ur milli kálgarðanna og bakhliðar. Skamt frá þessum stað liggur hringjárnbraut utan um bæinn. Með því að leggja st.utta álmu að hússtæðunum, mætti flytja alt efni, timbur, sand, möl og steinlím með járnbraut á byggingarstaðinn, neðan frá höfn og sunnan úr Öskju- ldíð. Bærinn átti lóðirnar og gat látið þær á erfðafestu. Með því að byggja húsin hlið við hlið, eða stafn við stafn, mátti spara útveggi og gera húsin þó hlýrri. Með þvi að byggja -mörg hús í einu mátti nota mörgum sinnum sömu steypumótin. Og aðdrættir á járnbraut áttu að geta verið margfalt ódýrari en akstur í hestvögnum. Bankinn, sem lánaði féð til viðbótur í öll húsin, átti að geta sett það skilyrði, að húsin yrðu jafnan félagseign, þ. e. þó að hver húseigandi væri að vísu eigandi að sinu húsi, þá gæti hann aldrei látið það af hendi, nema við félagið, og það aldrei láta neitt af húsunum hækka í verði við eigandaskifti. Með því að breyta íslenskum kauptúnum smátt og smátt í samvinnu-„garðaborgir“, væri sú þraut ráðin í samræmi við þekkingu nútímans á s^íkum málum. Sennilega verður þó ekki horfið að því ráði, heldur fé. sóað eins og hingað til, í dreifð, dýr, haldlaus hús, ónóg fyrir þá, sem í þeim búa, og byrði fyrir eftirkom- endurna. En ekki veldur sá er varir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.