Tíminn - 11.11.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.11.1922, Blaðsíða 4
154 T 1 M I N N Notið að eins íslenskar vörur. Kaupið að eins íslenskar vörur. Hafiið þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka o. m. fl. til prýðis á íslensku heimili. WFF" íslenskir dúkar klæða íslendinga best. Klæðasmiðjan Álafoss, p. t. Reykjavík. Tál sölu: Jörðin Stóravatnsleysa í Yatnsleysustrandarhreppi í Q-ullbringu- sýslu, fæst til kaups og ábúðar nú þegar, með öllum áhöldum, búpen- ing og heyjum. Jörðinni fylgir íbúðarhús og fénaðarhús. Jörðin er með stærstu jörðum í G-ullbringusýslu, bæði að landvíð- áttu, túnstærð og matjurtagörðum. Jörðin er álitin með einhverjum bestu útigangsjörðum á Suður- landi. — Jörðin liggur við þjóðveginn og akvegur heim á hlað. Ennfremur er höfnin með betri höfnum fyrir mótorbátalegu í Paxaflóa. Allar frekari upplýsingar gefur ábúandi og eigandi jarðarinnar Bjarnl Stefánsson, Stóruvatnsleysu. Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið uin íslenska smjörlíkið. er enginn kveðskapur, Kolbeinn. Annars hefðuð þið átt að forð- ast það, að nefna fiskbitann á nafn. því hann reyndist við rann- sókn að vera algerlega hrár, að undantekinni ystu húðinni. þetta er ykkur vel kunnugt um, og var ykkur því vorkunnarlaust að sjá það, að fiskbitinn er ólíklegup til þess að verða yfirlækninum til málsbóta. —■ Annað aðalatriðið í frásögn minni er það, að læknir- inn gerir mér kost á því að vera kyr, ef eg lofi því að senda ekki fleiri bita eða bréf. þetta sam- þykkið þið með þögninni. Nú hefi eg efnt það sem eg lofaði og sýnt ykkur fram á það, að þið hafið algerlega samþykt frásögn mína í höfuðatriðunum. Frh. Páll Vigfússon. ----o--- „SamYlnnufélögin". Páll Jónsson og Jónas þorbergs- son á Akureyri hafa ritað bók um verslun landsins, 112 bls. að stærð. Er hún jafnframt hefti í Tímariti ísl. samvinnufélaga. Acta prentsmiðja prentaði bókina, og er það mál manna, sem til þekkja, að aldrei hafi jafnstór bók verið gerð á jafnstuttum tíma hér á landi, enda var unnið að henni bæði dag og nótt, til að ná í nóvemberpóstana út um land. B. Kr. kaupmanni var sýndur sá óverðskuldaði sómi að senda honum fyrsta eintakið sem sent var út til almennings. Yar það gert af því, að laumupésinn alræmdi var látinn verða ástæða til að skrifaðar voru þessar tvær fræðiritgerðir sem í bókinni eru. Rit þetta var sent kaupendum Tímans um allar sveitir, og auk þess nokkrum öðrum mönnum, sem ætla mætti að það ætti sér- stakt erindi til. þegar B. Kr. sendi laumupésa sinn út, komst athæfi hans upp á síðustu stundu, svo að Tíminn gat sent út áréttingu, sem síðar var bætt við í blaðinu sjálfu. Var þar myndaður einskonar rammi utan um bók þá, sem hér ræðir um. Pési B. Kr. var ein endileysa frá upphafi til enda, en saminn og sendur út um land í laumi í tilgangi, sem liggur nokkuð nærri atvinnurógi.Tíminn sannaði þetta, og hverjar væru hvatir B. Kr. Ilvaða tilraunir hann hefði fyr gert til að gera samvinnufélögun- um skaða, hvernig öll sú viðleitni hefði orðið honum til varanlegr- ar minkunar, en þó árangurslaust, á þann hátt, sem til var stofnað. Ennfremur var sýnt fram á.hvers- konar maður B. Kr. hefði verið, og hvað maður, sem þekti hann lengi og náið eins og þorsteinn Gíslason ritstjóri Morgunblaðs- ins, höfðu sagt um karlinn. Sá vitnisburður var ekki frýnilegur. þar er þó ekki neinni stundar- æsingu til að dreifa, heldur rök- studdu áliti þorsteins, sem hann endurtók í blaði sínu ár eftir ár, með miklum sannfæringarkrafti. þessi aðferð, að lýsa aðalvit- leysunum í pésanum, B. Kr. sjálf- um, fortíð hans gagnvart sam- vinnufélögunum, og loks vitnis- burður samtíðarmanna hans, alt þetta var meir en nóg til að stað- setja B. Kr. þar sem hann á heima meðal auðnuleysingja, sem halda að þeir séu miklir menn, en geta í raun og veru ekki neitt. En með því að kaupmannastétt- in var nógu gáfnasljó og nógu illa ment til að gleðjast yfir hugs- anarugli B. Kr. og að gera orð hans að sínum að nokkru leyti, var heppilegt tækifæri til að sýna þeim á hvaða andlegu stigi þeir voru. þessvegna tóku tveir ágæt- lega ritfærir menn sér fyrir hend- ur að skrifa um verslunarmálið og nota B. Kr. fyrir mótstöðu- mann. Með því að taka laumu- pésann eins og rit, og B. Kr. eins og mann, sem til mála gæti kom- ið að tala við, veittu þeir öllum þeim vesaldarlýð, sem hélt fram svipuðu rugli, átakanlega ráðn- ingu í eitt skifti fyrir öll. Páll Jónsson og Jónas þorbergsson nota B. Kr. á gamals aldri þann- ig á svipaðan hátt, eins og her- flotar stórveldanna nota afgamla, ónýta skipsskrokka, þ. e. fyrir skotspón til að mæla með mátt skotvopna sinna. En alveg eins og enginn hirðir um að skjóta skipsflökin í kaf, vegna hættu sem stafi af þeim, þannig er og B. Kr. notaður hér eins og sam- nefnari fyrir fáfræðishjal og róg- mælgi allmikils hluta af stétt þeirri, sem hann heyrir til. Páll Jónsson tekur svo að segja hvert einstakt atriði í laumupés- anum, liðar það í sundur. Fer þar alt á sömu leið með kenning- ar B. Kr. um milliliðina, gáfuð- ustu mennina í Ameríku, sögu kaupmenskunnar hér, sögu kaup- félaganna, Sambandsins, vamir B. Kr. fyrir dönsku kúgunar- verslanimar o. s. frv. Páll leys- ir allan svika- og blekkingavef- inn sundur, og sýnir höf. eins og fáfrótt, volað, hrakið og hrjáð gamalmenni, sem langar til að gera skaða, en vantar mátt og getu. Gott dæmi um vinnubrögð Páls við þessa miskunnarlausu tyftun á B. Kr. er það, að karl vissi ekki betur en að Samband- ið væri stofnað í Rvík 1919 af fáum mönnum, og hélt því fram. Páll lætur þetta gott heita, en segir frá stofnun Sambandsins í Ystafelli fyrir 20 árum, og síð- an sögu þess, ár frá ári, fram að 1919. Kemur þá í ljós, að hreyfingin hefir farið vaxandi jafnt og þétt, haft fjölmörg störf með höndum, og að hinir mæt- ustu menn, svo að segja í hverri sveit á landinu og nokkrum kaup- stöðum, hafa tekið þátt í mynd- un þess. Að hér er stórfeld þjóð- arhreyfing á ferðum, sem er bor- in fram af sameiginlegum áhuga nokkurra þúsunda af borgurum landsins. B. Kr. féll ennþá dýpra á þessu atriði af því að hann gumaði sérstaklega af að sér væri persónuleg kunnugt um þetta at- riði, sem mun vera áþreifanleg- asta blekking og stórþvættingur, sem borinn hefir verið fram af ófullum manni. Ritgerð Jónasar þorbergssonar birtist fyrst í Degi. Hún er nokk- uð styttri, en gengur alveg í sömu átt. í stað þess að taka hvert einstakt atriði til meðferð- ar, lætur J. þ. sér nægja að draga fram í dagsljósið helstu meinlok- urnar í framburði B. Kr. og stétt- arbræðra hans um verslunarmál- ið. Er sú grein eins og hin full af fróðleik um samvinnufélögin og íslenska verslunarhætti. 1 stað þess að láta sér nægja að verj- ast, snúa báðir höfundarnir rit- gerðum sínum í harða sókn á hendur samkepnisstefnunni og öfgum hennar og skaðsemi. Er í því efni margar stórfróðlegar at- hugasemdir, t. d. skýringar J. þ. á samábyrgð sveitarfélaganna, sýslufélaganna og þjóðfélagsins, sem gi’unnhygnir menn vita varla af þótt til sé. þá er gerð ræki- lega grein fyrir því, hversu harð- indavetrar sum undanfarin ár hafa haft stórkostlega þýðingu í þá átt að auka bændum verslun- arerfiðleika. Rit þeiira félaga er að vísu skrifað fyrst og fremst fyrir fá- fróða og skammsýna síngirnis- menn. En sökum rithöfundar- hæfileika höf. á það erindi til þeirra, sem betur eru gerðir. það mun meira að segja mega full- yrða, að það séu ekki nema mjög fáir menn hér á landi, sem ekki hafa til muna gott af að lesa bók þeirra. J. J. ----o---- Innlendur iðnaður. það er eitt höfuðmein íslands að „bjargræðistíminn“ stendur ekki yfir nema nokkrar vikur, en vetrarmánuðina standa fjölmarg- ir atvinnulausir í kaupstöðunum. En utan yfir pollinn flytja skip- in iðnaðarvörurnar. Útlendar hendur hafa starfað að þeim, en við kaupum dýru verði vinnu þeirra. Er þetta búskaparólag allra bersýnilegast t. d. um ull- ina er við flytjum út óunna og göngum svo velflestir í útlendu fataefni. Meiri innlendur iðnaður er þessvegna eitt af mestu nauð- synjamálunum. Er gott til þess að vita að ýmsir áhugasamir menn vilja nú stofna og hafa þegar stofnað til innlends iðnað- ar. þeir eiga að fá til þess styrk stjórnarvaldanna með löggjöf. þeir eiga að fá til þess styrk al- mennings með viðskiftum. Hið sérstaka tilefni þessara ummæla er það, að nýlega er tekið til starfa hér í bænum iðn- aðarfyrirtæki sem stofnað er með stórhug og myndarskap, en það er: Sápuverksmiðjan Hreinn. Fyrir nokkr-u síðan var hafin sápugerðin „Seros“ hér í bænum fyrir forgöngu Sigurjóns Péturs- sonar og fleiri. Var hún rekin í smáum stíl og kom það í ljós, að meira þurfti til til þess að geta kept við útlendu sápumar, eink- um um gæði vörunnar. Og þá var eflt til öflugri félagsskapar, nýir menn bættust í hópinn, sem lögðu til meira fjármagn. Skipa nú stjóm félagsins: Gísli Guðmunds- son gerlafræðingur, Haraldur Ámason kaupmaður og Guð- mundur Hlíðdal verkfræðingur. Hefir Gísli Guðmundsson reynst hinn atorkumesti maður, einnig á öðrum sviðum iðnaðarins, því að hann stofnaði gosdrykkjaverk- smiðjuna Sanitas, var einn aðal- hvatamaður um stofnun Smjörlík- isgerðarinnar og aðalráðunautur Mjólkurfélagsins um stofnun ger- ilsneyðingarstöðvarinnar. Sápuverksmiðjan Hreinn er því nú viðbúinn að framleiða jafngóð- ar vörar og þær er bestar flytj- ast hingað frá útlöndum. Hún hefir fengið í þjónustu sína út- lenda sérfræðinga. IJún ræður yf- ir efnafræðisstofu af fullkomn- ustu gei'ð, og verður þannig kom- ið við fullkomnu eftirliti daglega um gæði vörunnar. Áhöld em öll ný og fullkominnar tegundar. Húsnæðið er gott. Og frágangur allur hinn snyrtilegasti. Verksmiðjan framleiðir fyrst og fremst allar sáputegundir, blaut- sápu, stangasápu, og margar teg- undir af handsápu. Auk þess steypir hún kerti og býr til alls- konar áburð: á stígvél, gólf, vagna o. s. frv. — Var það verulega ánægjulegt að sjá húsaskipun, vélarnar, vinnu- brögð og frágang allan í þessari nýju innlendu verksmiðju. það bar alt þann svip, að um mynd- arlega framkvæmd væri að ræða. En allra ánægjulegast væri hitt, að reynslan sýndi hvorttveggja: að það takist vel að framleiða þarna góðar vörar og að almenn- ingur verði tryggur viðskiftayin- ur þessa innlenda fyrirtækis. í öðrum löndum þykir það sjálf- sögð þjóðræknisskylda að kaupa og nota aðeins innlendar vörur, ef þær eru fáanlegar. Sá siður á og að sjálfsögðu að hefjast á landi hér. En það er enn ekki athugað til fulls hversu löggjöfin getur rétt- látlega stutt iðnaðarviðleitnina innlendu. ----o----- Sigurður ráðunautur Sigurðs- son segir í „Frey.‘ (ágúst— sept) að í Vestur-Skaftafellssýslu séu 15—20 sláttuvélar. En sann- leikurinn er sá, að í Hörgslands- hreppi era þær 9, í Kirkjubæjar- hreppi 2, í Leiðvallarhreppi 1, í Skaftártungu 2, í Álftaveri 2, í Hvammshreppi 15 nýjar og 3 gamlar og í Dyrhólahreppi 2. Era þetta samtals 36 sláttuvél- ar. — Ráðunauturinn ferðaðist um sýslu þessa í sumar. — þá segir ráðunauturinn að í Borgar- fjarðarsýslu sé ein sláttuvél. En þær eru þó a. m. k. þrjár, því að á Hvanneyri era þær þrjár. Höfðingleg gjöf hefir háskólan- um borist frá Guðmundi Magn- ússyni prófessor og Katrínu Langaveg’ 20 B. Sími 830. Við sendum gegn eftirkröfu: Ljósakrónur og allskonar hengi- lampa, borðlampa, straujárn, suðu- plötur ýmsar stærðir o. fl. Ennfremur allskonar efni til inn- lagninga, svo sem: Pípur, vír, slökkvara tengla og fleira. Aðeins fyrsta flokks vörur. G-reið viðskifti. Þjóðjðrðin Ánastaðir í Hjaltastaðaþinghá er laus til ábúð- ar í fardögum 1923. Umsækjendur snúi sér til Sveins Ólafssonar í Firði. Dökk-sótrauð hryssa tapaðist síðastliðið vor frá Hnausum í Húna- þingi, sjö vetra gömul, tamin en ómörkuð. Finnandi geri Sveinbirni Jakobssyni á Hnausum viðvarf. Yður er óhætt að kaupa allar þær vörur er bera ofanskráð vörumerki. H.f. Hreinn mun að eins framleiða fyrstaflokks vör- ur sem þola allan saman- burð við útlendar og verð- ið mun verða svo lágt sem unt er. Islendingar látið ekki bjóða yður út- lendar vörur þegar þér getið fengið jafngóðar og ódýrar íslenskar vörur. H.f. Hreinn framleiðir fyrst urn sinn: Blautsápu, Stangasápu, Handsápu, Kert, Jólakerti. I næsta mánuði verður bætt við: Skósvertu Leðurfeiti, Gólfáburð, Reiðveraáburð, Vagnáburð. Reynið Hreinsvörur Skúladóttur frú hans. Gefa þau 50 þús. kr. í verðbréfum og á að verja vöxtunum til styrktar ís- lenskum læknanemum til fram- haldsnáms erlendis. Er þetta hin langstærsta gjöf sem háskólan- um hefir borist og er Guðmundur pi'ófessor í engu meðalmaður. Dýrtíðarappbót embættismanna lækkar um það bil um þriðjung á næsta ári og verður 60%. Dulmætti og dultrá heitir ný- útkomin bók eftir Sigurð þórólfs- son fyrrum skólastjóra. Veitist höf. mjög að kenningum guð- spekinga. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.