Tíminn - 18.11.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.11.1922, Blaðsíða 1
(ðjaíbfeti og afgreioslumaour Cimans er Sigurgeir $tit>v\fs\on, Sambanbsbústnu, Hevrjat>íf. 2^fðreií>sía '. í m a n s er í Sambanösín'isinu ©pin öaalega 9—^2 f. b Simi 496. VI. ár. Reykjavík 18. nóvember 1922 48. blað Auknar j ar ðr æktarfr amkvæmdir. Búnaðarfélag íslands hefir ný- lega ritað stjómarráðinu merki- legl bréf og tillögur um styrk- veitingar hins opinbera til jarð- ræktarframkvæmda. Tillögur þess ar munu verða opinberleg ræddar bæði á alþingi og búnaðarþingi. Og þar sem um svo merkilegt mál er hér að ræða, verða meg- inkaflar bréfsins birtir hér á eftir. Fyrst kemur sögulegt yfirlit um styrkveitingar hins opinbera til jarðræktarframkvæmda og er það bert af því yfirliti hversu mikið ósamræmi hefir ríkt um þetta atriði. Styrkur ríkisins til Flóaáveit- unnar er 1/4 af stofnkostnaði. Styrkur ríkisins til fyrir- hleðslu fyrir þverá og Markar- fljót er 3/4 af kostnaði. Styrkurinn til Miklavatnsmýr- aráætlunarinnar varð samtals um 35 þús. kr., en bændur tóku 20 þús. kr. lán og lögðu eitthvað meira fram. En síðan sú áveita varð fulígerð, hefir lítið verið um hana hugsað. Hefir sandur safn- ast við skurðopið þar sem vatn- ið er tekið úr þjórsá, þannig að aldrei hefir náðst það vatn á áveitusvæðið sem möguleikar voru til, ef vel hefði verið" um hirt. „J>egar stofnað var til áveitunn- ar virðist hafa vakað fyrir mönn- um, að hér skyldi gera tilraun með áveitu úr jökulvatni, en oss er eigi kunnugt um hver hefir átt að stjórna þeim tilraunum, eða að nokkur lög eða reglur séu til um það, að aðrir en áveitu- stjórn Miklavatnsmýraráveitunn- ar hafi nokkuð að segja um það, hvernig henni er hagað eða hald- ið við". Styrkur til Skeiðaáveitunnar er i/4 kostnaðar. „Kostnaður við áveituna hefir farið langt fram úr áætlun, svo líklega má 3 eða 4falda hann". pá er loks styrkurinn til bún- aðarfélaga. Var hann fyrst veitt- ur árið 1888. Hefir reglan verið sú síðari árin að veita hann eft- ir dagsverkatölu með ýmsum skil- yrðum. Fer nú hér á eftir allur síðari hlutinn af þessu bréfi og tillögum Búnaðarfélagsins: „Hvernig þessum skilyrðum hefir verið framfylgt, skulum vér ekkert um segja, en hitt er víst að eftirlitið hefir verið lítið. Um styrkinn til búnaðarfélaganna hefir verið deilt, en hvað sem um hann verður sagt með og móti, er það víst, að fáar fjárveiting- ar hafa komið að betri notum eða borið meiri árangur. pessi litli styrkur hefir komið því til leiðar, að meiri hluti hinna smærri búriaðarfélaga hefir verið stofnaður. Hann hefir hjálpað mönnum víða til þess að koma á félagsvinnu og útvega sér jarð- yrkjuverkfæri, sem hvorttveggja hefir mjög stutt að auknum jarða- bótum. Á öðrum stöðum hefir styrknum hinsvegar verið skift upp á milli félagsmanna, hlut- fallslega eftir því, hve mikið þeir hafa látið vinna. petta hefir að sjálfsögðu eigi borið eins mikinn árangur og hið fyrtalda, þó það hafi verið hvöt fyrir marga, sem voru að stíga fyrstu sporin í jarðyrkju. Eins og kunnugt er hafa jarðabætur mjög aukist síð- an búnaðarfélögin tóku til starfa. 1893 voru 34.000 dagsverk unn- in, 1895. 50.000, 1900 56.000, 1905 76.000, 1910 113.000, 1915 140.000 og 1920 82.000. Allar jarðabætur búnaðarfélag- anna frá 1893—1919 eru 2.356.- 000 dagsverk samtals. Fyrir þetta starf hafa búnaðarfélögin fengið á sama tíma 509.000 kr. styrk úr ríkissjóði, eða að meðal- tali fyrir hvert dagsverk um 21.1/2 eyri. Af því, sem þegar er sagt, er auðsætt, að ósamræmi er í styrk- veitingum til jarðyrkjuumbóta. þetta ætti eigi að viðgangast. það er jafn þýðingarmikið fyrir þjóðfélagið hvar sem jarðabæt- urnar eru unnar, aðeins að það sé veruleg umbót og að þeim sé viðhaldið. Samskonar jarðabót, sem er unnin austur í Flóa, er eigi þýðingarmeiri en jarðabót, sem unnin er á Norðurlandi eða í Reykjavík. Með jarðabótinni eykst framleiðslan líkt á öllum stöðum. J>að myndast ný fram- leiðsla, sem á að vera varanleg fyrir einstaklingana og þjóðfélag- ið, ef rétt er á haldið. Hinsvegar getur verðmæti þessarar vöru ver- ið mismunandi og breytilegt eft- ir afstöðu til flutninga 0. fl. Eins og nú standa sakir geta menn fengið jarðabótastyrk eftir gildaridi lögum og reglum, 20 aura - til kr. 2,50, eða kr. 7,50 (dagsverk 10 kr.) fyrir að vinna 1 dagsverk að jarðabótum. Jarða- bæturnar geta að sjálfsögðu ver- ið mismunandi arðvænlegar og þýðingarmiklar fyrir komandi tíma. Framræsla er nauðsynleg, svo votlendum mýrum sé hægt að breyta í ræktað land. það er því víða frumskilyrði allra jarða- umbóta, sem víðast hvar erlend- is hefir verið látið ganga á und- an öllum öðrum jarðabótum. Að þessu hefir framræslu verið lítið sint hér. Áveitur eru þær jarða- bætur, sem víða gefa fljótastan arð af sér, en oft og tíðum eru þær einskonar rányrkja, sem tæmir jarðveginn að næringar- efnum, og sem veldur því, að grasaukinn endist eigi nema nokk- ur ár. öll jarðvinsla, sléttun o. fl. eru mjög þýðingarmikil jarð- yrkjuatriði. Á sléttu landi er notkun véla fyrst möguleg. Áburður notast þar betur, þar er auðveldara að reiða hann út, dreifa honum til og mylja niður. Heyaflinn verður mikið fljóttæk- ari. Með sama mannafla er hægt að afla 4—5 sinnum meiri heyja á sléttu landi en þýfðu, ef vélar eru notaðar (sláttu-, rakstrar- og snúningsvélar). — Haganleg hirð- ing og notkun áburðar er- mjög þýðingarmikið atriði við grasöfl- un og grasaukningu. Ennfremur girðingar til þess að verja rækt- aða landið ágangi og gera beiti- landið nothæfara. Frh. GLASGOW MIXTURE er indælt að reykja. Smásöluverð kr. 3.50 Ibs. baukar. Sfróðar bækur nýprentaðar: Grimms æfintýri, með mörgum og góðum myndum, 1. hefti. Verð í bandi 3 krónur. Kross og Hamar, smásaga frá Noregi, eftir Edw. Knutzen. Verð í kápu 1 króna. Bækur þessar fást hjá öllum bóksölum um alt land. aURT r, menn í nefndinni: Sigurbjörn Á. Gíslason cand. theol., Flosi Sig- urðsson trésmiður, Haraldur Sigurðsson og Júlíus Árnason verslunarmenn og Páll Jónsson verslunarstjóri. þessi nefnd er það sem unnið hefir alt að stofn- un Elliheimilisins og mun annast rekstur þess eftirleiðis. Rúmlega 20 gamalmenni geta búið á Grund og yfirleitt er allur aðbúnaður orðinn í besta lagi. Húsið er ágætt og rúmgott og hefir feng- ið mikla viðgerð. Ráðskona og stúlkur eru ráðnar og er almenn ánægja með þær. Um 20 gamal- menni eru þegar komin á heim- ilið. Elliheimilið á Grund. Elliheim- ilið á Grund, eða gamalmenna- hælið sem það var áður kallað, er nú tekið til starfa. En Grund er vestast í bænuin, rétt á merkjum Seltjarnamess og Reykjavíkur. Er sú stofnsaga Elliheimilisins að fyr- ir fáum árum kusu Templarar nefnd til þess að veita forstöðu matgjöfum til fátæklinga hörð- ustu vetrarmánuðina. Hefir sú nefnd nú starfað þessi árin og unnið mjög mikið gagn með „Samverjanum", Eru þessir Hverjír græða? Hverjir tapa? Ef þjóðn legði þessa spurningu fyrir sig, í sambandi við rekstur Islandsbanka hin síðustu ár, myndi svarið verða mjög ein- kennilegt. þeir sem í fyrsta lagi græddu á bankanum, voru útlendir menn, sem áttu mestöll hlutabréfin. Til þeirra rann arðurinn af starf- semi bankans, gróði af óinnleys- anlegum seðlum og íslensku spari- sjóðsfé. I öðru lagi voru það bankastjórarnir. Menn vita að laun þeirra hafa skift tugum þúsunda árlega. Um einn vita menn, að hann hefir nú um eða yfir 40 þús. og að fyrir stuttu hafði annar 80 þús. kr. I þriðja lagi eru bankaráðsmennirnir, þrír þingmenn og forsætisráðherrann. Tekjur hvers þeirra hafa stund- um undanfarin ár verið yfir 10 þús. kr. þessir menn hafa þá grætt á starf i bankans: Hluthaf arnir, flest útlendingar, og svo stjórn bankans, bankastjórar og banka- ráð. Tapið kemur annarsstaðar nið- ur. Búið er að gefa upp kring um 5 miljónir, og náði þó Tíminn ekki nema í einn skuldalistann. J>etta er tjón fyrir þjóðina alla. Fáeinir braskarar fengu féð, hjá yfirstjórn bankans og söktu því í sjóinn. En öll þjóðin borgar hinar töpuðu miljónir, með okur- vöxtum. Vorið 1920 hætti bank- inn að annast greiðslur erlendis. Hann rauf gerðan samning vi'ð landið. Ávísun lndssjóðs á bank- ann lá ógreidd erlendis. Sú trú myndaðist ytra, að landið væri gjaldþrota. Traust þess og álit þvarr. þjóðin leið þarna öll fyrir gallana á stjórn bankans. Enska lánið var tekið vegna Islands- banka, með mestu afföllum, hæstu vöxtum, sem landið hefir nokkurntíma orðið að borga. þar að auki varð landið að veðsetja tolltekjurnar, og fullkomna þann- ig dóminn um sitt fjárhagslega ósjálfstæði. þjóðin leið þar líka fyrir ófullkomna stjórn íslands- banka. Að lokum kom svo hið lága gengi íslenskrar krónu. það byrjaði sökum vandkvæða Is- landsbanka, að standa í skilum erlendis. Lága gengið hefir auk- ið dýrtíðina í landinu, óvissu í fjármálunum, hækkað dýrtíðar- uppbótina, og þó gert verri lífs- kjör allra neytenda í landinu. þennan gengiskaleik hefir þjóðin drukkið í . botn vegna þess að ólag var á stjórn íslandsbanka. Veruleikinn er þá þannig, að ófullkomin stjórn þessa lands hefir skapað þjóðinni hin mestu vandkvæði á nær því öllum svið- um. En sjálfir stjórnendurnir hafa haft meiri gróða af iðju sinni en nokkrir aðrir Islending- ar. Og þegar svo að þessir vand- ræðalegu „óhepnu" fjármála- menn hætta að starfa fyrir land- ið, þá heimta þeir hæstu eftir- laun, sem nokkurntíma hafa ver- ið greidd hér á landi. J. J. Á flótta. B. Kr. hefir gersam lega kastað árunum, eftir að hafa lesið greinar þeirra Páls Jónssonar og Jónasar þorbergs- sonar. Og undantekningarlaust viðurkenna menn það, jafnvel nánustu fylgiliðar Björns, að ósigur hans sé endanlegur og hinn háðulegasti. Nú lýsir Björn því yfir í Morgunblaðinu kjökr- andi, að hann geti ekki ritað meira um málið nema hann fái að sjá reikninga Sambandsins. En hann gat ritað sinn alræmda laumupésa án þess að hafa neitt í höndunum. þannig er samvisku- seminni varið hjá karli þeim. Nú heimtar hann að fá að sjá fund- argerðir Sambandsins frá 1918, en áður hefir hann tvívegis full- yrt að Sambandið sé stofnað 1919. önnur eins framkoma í op- inberum máJum er óþekt áður á landi hér. í fullri einlægni vill Tíminn benda Morgunblaðinu á, hvort ekki sé rétt að það vitji ákveðins læknis hér í nágrenni bæjarins handa B. Kr. Virðist svo sem læknism-skurður þess læknis sé eina mögulega lausn þessa máls. Yfir lanclamerkiu. B. Kr. kvað nú vera orðinn svo . kærleiksríkur, að hann þorir ekki að draga andann. Heldur að hann taki þa andrúmsloftið með ófrjálsu móti fra skaparanum. í Danmörku hefir Gluckstad feng- ið sínum banka allar eigur sínar, upp í tap það, sem orðið hefir undir sljórn hans. Hér er Tofte að inn- heimta skuldir sínar og búa sig undir heimflutning til Danmerkur rceð allan gróðann, sem myndaðist meðan bankinn var að tapa miljónum. Kaupmannablöðin alt i kring um lund þora ekki að segja þjóðinni frá þeim miljónum, sem búið er að gefa upp nokkrum mönnum í stétt þeirra. Copland lagði upprunalega 10 þús. kr. hlut í eitt þeirra. Loftur Lofts- son 5000 kr. því nœr allir, sem búið er að gefa, áttu hlut í þessum blöð- um. B. Kr. vill fá að sjá fundargerðir og reikninga kaupfélaganna. Hvern- ig dettur honum í hug að fá réttindi félagsmanns í félagi sem hann er ekki í, og hefir meir að segja hags- muni af að skaða. En fyrst B. Kr. vill fá að sjá reikningsskil einka- fyrirtækja, ætti hann að ganga á undan og birta almenningi alla reikn- inga sinnar verslunar frá því hann byrjaði skinnasöluna, og fram á þcnnan dag. þarnæst ætti hann að gefa nákvæman reikning fyrir sauða- verslun sinni fyrir Árnessýslu, sér- staklega af því að bændur fengu svo lítið, þar sem mest fór í sölukostn- að og óhöpp. í þriðja lagi ætti hann að leggja fram fullkomna skra yfir alla þá, sem gjaldþrota eru gagnvart íslandsbanka, eða hefir verið gefnar upp miljónir. það er þjóðmál, því að a þeim gögnum bygði B. Kr. að blutabréfin væru nálega í fullvirði. pegar B. Kr. sér að alt hans hjal um úrgöngu í kaupfélögum eru tóm ósannindi, spyr hann um úrgöngu skuldugra. Alveg auðséð að hann álítur engu skifta um skuldir. Var því svo háttað með víxla í Lands- bankanum í hans tíð, að skuldunaut- ar væru frjálsir að refjast um borg- un? Eða er karltetrið orðinn rugl- aður í dagatalinu? Komist hefir upp, að legið hefir verið á hleri á Vífilsstöðum, meðan nefndin yfirheyrði sjúklinga, og framburði óhagstæðum lækni og yfir- bjúkrunarkonu slengt framan í nas- ir sjúklinganna. þetta kvað hafa haft mjög óþægileg áhrif. Dregið kjark úr mörgum sjúklingum að segja hispurslaust frá öllu. x. -------n------- „Útlagar". Theódór Friðriks- son sendir nýja sögu á markað- inn með því nafni, ellefu arka bók. Arinbjörn Sveinbjarnarson gefur út. Hafa áður birst sögur eftir sama höfund. Sagan lýsir sjómannalífi við hákarlaveiðar, er heldur djarfmannlega sögð. og skemtilega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.