Tíminn - 02.12.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.12.1922, Blaðsíða 2
162 T 1 M 1 N N Notið að eins íslenskar vörur. Kaupið að eins íslenskar vörur. Hafið þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka o. m. fi. til prýðis á íslensku heimili. gj^T- íslenskir dúkar klæða íslendinga best. Klæðasmiðjan Álafoss, P. t. Reykjavik. Til taupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin í Reykjavík: er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Ódýrustn 09 bestu olíurnar eru: Hvítasunna, Mjölnár, Gasolía, Bensín, BP nr. 1, á tunnum og dunkum. Biðjið ætíð um olíu á stáltunnum, sem er hrein- ust, afiinest og rýrnar ekki við geymsluna. Landsverslunin. Eílið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. Fuiltrúi Islands í íslandsbanka. þess er áður getið hér í blað- inu að það var bankaeftirlits- maður Dana sem fletti ofan af vandræðum Landmandsbankans danska. Vegna einurðar hans og hreinskilni var grafið fyrir ræt- ur hins mikla meins. Hinir gömlu stjórnendur bankans voru látnir fara og stjóm bankans fengin öðnim í hendur, eftir að ríkið og aðrar stofnanir höfðu styrkt bankann með tugum miljóna. Island á líka sína fulltrúa í ís- landsbanka. það eru bankaráðs- mennimir sem kosnir eru af al- þingi. það er augljóst hversu ábyrgðarmikið starf þeirra hefir átt að vera undanfarið. þeir hafa átt að vera sérstaklega á verði um hagsmuni íslenska ríkisins og einstaklinga gagnvart Islands- Nú er það alkunnugt orðið, hversu ófarsæl stjórn bankans hefir reynst íslandi. En hvað hafa þá bankaráðs- mennirnir gert? því er fljótsvarað um einn, og sá fulltrúi íslands gagnvart ís- landsbanka heitir Bjarni Jónsson frá Vogi. Á hinu örlagaþrungna ári í sögu íslandsbanka, árinu 1920, tók Bjami sér fyrir hendur að rannsaka hag bankans sérstak- lega. Hann gaf um það skýrslu til bankaráðsins. það er fullyrt að Bjarni hafi fengið 4—5 þús. kr. borgun fyrir skýrslugerðina. Bankastjórnin gaf skýrsluna út með þessum ummælum meðal annars: „Skýrslu þessa sendir bankinn í þeim tilgangi að gefa almenn- ingi tækifæri til að kynnast starf- semi bankans nokkuð gjör og sjá óréttmæti árása þeirra, sem gerð- ar hafa verið á bankann“. Reykjavík 20. ág. 1920. Bankastjómin. En skýrsla þessi er harla merkilegt plagg. Verður að henni nánar vikið í næsta blaði, en í þetta sinn látið nægja að birta úr henni meginkafla. Orð Bjarna eru þá á þessa leið: „Á fundi fulltrúaráðs íslands- banka í júlíbyrjun var ákveðið að líta eftir starfsemi bankans nokkm gjör, en áður hefir verið gert. Skyldi aðgæta: 1) við hverj- um atvinnugreinum bankinn eink- um gæfi sig, 2) hvernig lán hans væri trygð, 3) að hverju leyti mætti kenna bankanum um yfir- standandi viðskiftakreppu, og 4) hvað hæft væri í ýmsum ásökun- um, sem komið hafa fram við hann. Ýms atvik lágu til þess að eg gerði þessa skoðun einn af hendi fulltrúaráðsins. Af hendi bank- ans var mér fenginn bókari hans, Jens B. Waage, til þess að veita mér þær upplýsingar, er eg þætt- ist þurfa. Fundi fulltrúaráðsins var frest- að þar til er eg hefði lokið skoð- un þessari. Eg fór yfir öll reikningslán, ábyrgðarlán,' handveðslán, f ast- eignaveðslán. og sýslu- og bæjar- félagalán og víxla, sem vora í bankanum þá dagana. Upphæðirn- ar reyndust eins og taflan sýnir: *<D fi M :0 C/J co g &D U c3 *o I Ph u /O e 6 fl :© s cð in bD © s <V bJj cð w a <o cí fi >o fi £ U <v > fi •ce bC e o § X lO o o o (M o O o rH CO O O ,1 M oo O O 05 co CO oo o o 8 _ M 05 co 04 CO iO o lO <50 04 00 co CO CO to ^** ^ S O S ^ woœ ^ lO O O ..§8 00 o o o tP o (M b-8 lO O iC 00 00 Ol o co o 04 co fH o o o O O 04 O 05 ^ lO O 05 o 3 o o o co o o co co o 2 04 o o - o o o o o o O LO ^ oq 04 Cb co o o o 04 co o o 04 S *a 43 zÁ c e§ <p Æ ö cl £} O m • 13 tn o Ö . ‘rS s 05 U1 CO ao •I—S O & . > cá rO r~m G b£) • *o <v bU o 04 o .o 04 o o 05 co c— o o >o 05 co CO 04 o o o co o iO 05 r—< 05 05 04 CO L— iO 04 O G5 L— o 05 05 co 04 04 co 04 m rS Auk þess er skuld ríkissjóðs 800000 kr. þessar upphæðir sýna að bank- inn starfar mestmegnis að versl- un og fiskveiðum, því að dagana sem eg skoðaði stóðu í þessu tvennu sem taflan sýnir 30897- 155 kr., en í öllu öðru samtals 8179374 kr. Af þeim rúmum 23 miljónum, sem stóðu í verslun, vora 11831035 kr. í fiskverslun. Af þessum tölum getur full- trúaráðið séð ljóslega stefnu bank- ans, en þær sýna ekki allskostar rétt, hve mikið bankinn átti úti- standandi í raun og veru, því að eg hefi tekið hæstu upphæð reikningslánanna, en gaf mér eigi tíma til að rannsaka, hve mikið stóð eftir af láni hvers einstaks manns. Eg get þessa til þess að fyrirbyggja misskilning. II. Eg athugaði um leið nákvæm- lega tryggingaraar fyrir þessum lánum öllum. Lánin a, b, c, d eru öll ramlega trygð og verður ekki að þeim tryggingum fundið frá bankans hálfu, en hitt væri að- gætandi, hvort bankinn væri eigi óþarflega kröfuharður uin trygg- ingar fyrir smáum lánum yfir höfuð og hvort hann byndi eigi með því að óþörfu lánstraust fátækra manna. Um víxillánin (e) er sama að segja, að hinir smærri víxlar mega heita ki’oss- trygðir, en hinir stóru verslunar- víxlar gæti eigi átt sér stað með slíkum krosstryggingum, því að þá mundi alt sitja fast. Eg þótt- ist því þurfa að athuga sérstak- lega, hversu vel þessir stóra víxl- ar væri trygðir. þar vora þá al- staðar vörur til tryggingar, sem voru langsamlega nægar til lukn- ingar, þótt seldar yrði mun lægra en nú er verðið. En auk vöru- tryggingar stóðu og eignir, sem voru í flestum tilfellum næg trysrgfng einar út af fyrir sig, og þar sem minst var, reyndist þó vara og eignir til samans svo næg trygging, að bankinn mundi fá skuld sína, hversu sem til tækist. Eiginlegir verslunarvíxlar hafa oltið og velta áfram, gjaldast og koma aftur á skömmum fresti og eru því tryggingarnar og þekk- ing bankastjómar á mönnunum full trygging fyrir að engin hætta stafar af þeim. Fiskveiðavíxlarn- ir hafa verið með sama hætta, á nokkru lengri fresti, en allir trygðir með fiski, skipum, veið- arfærum og öðrum eignum út- gerðarmanna. Verður eigi séð að bankinn hafi gengið þai- lengra en skylda hans var til viðhalds svo miklum og arðvænlegum at- vinnuvegi. Fisksöluvíxlarnir orka mest tvímælis manna á milli, enda eru þeir stærsta upphæðin, sem staðið hefir föst um langan tíma. Eg aðgætti þá því nákvæmlega og komst að þessari niðurstöðu: það er fjarska ólíklegt að svo takist illa til um sölu á því, sem óselt er af fiski og lýsi, er stend- ur til tryggingar, að skuldin greið ist eigi að fullu næstu 3—4 mán- uðina. En færi þó svo illa, þá stendur á bak við meira en full- virði í stóreignum ríkustu manna sem hér gerast.i) Að þessari nið- urstöðu komst eg með þeim hætti, að eg krafði bankastjórnina um eignaskýrslu og efnahag þeiraa manna, er standa fyrir lánunum. Fékk eg af henni greið svör um þetta og sjálfur þekki eg svo mikið til þessara manna, að eg þori að fullyrða það, sem sagt var hér að framan. Fulltrúaráðið sér á þessu, að fé bankans er fullkomlega trygt og hann getur eigi orðið fyrir eignatjóni, hversu sem veltur. Sú eina hætta, sem hann hefir ver- ið í og er að einhverju leyti enn, er að dræm sala bindi um of fé hans, svo að meiri eða minni kyr- staða komi í viðskifti hans. þetta !) Leturbr. hér. er í sjálfu sér ilt fyrir bankann, en þó verst fyrir þær atvinnu- greinar, sem fyr var sagt að hann ætti mest fé sitt í. þess skal getið, að bankinn er lítið rið- inn við síldina. Frh. ----o---- Fyrirspíirnír til Ástu Hallgrímsson Ásta Hallgrímssin matsölukona hér í bænum skrifar 28. f. m. óskiljanlega grein í Morgunblað- ið um það, að Tíminn hafi und- anfarandi laugardag dróttað ófrómleika að B. Kr. En sökum þess að í þessu tbl. er ekki eitt orð um þjófnað í sambandi við áðurnefndan kaupmann, er óhjá- kvæmilegt að konan geri nánari grein fyrir máli sínu, hvort hún talar í vöku eða draumi. Áður en grein hennar getur skilist verður hún að birta svör við þessum spurningum: 1. Hvar og með hvaða orðum er dróttað óráðvendni að B. Kr. í nefndu tbl. Tímans? Aðrir hafa aðeins séð minst þar á B. Kr. sem rithöfund. 2. Hvað kemur matsölukonunni til að segja alla þessa raunasögu um menningarástandið á Eyrar- bakka á æskuáram hennar og B. Kr. ? 3. Álítur hún það greiða við B. Kr. að segja öllum lesendum Mbl. frá því að úri hafi verið stolið á Eyrarbakka í æsku henn- ar og að B. Kr. hafi verið einn af þeim, sem prófskjölin segja mikið frá? %I Tímanum er ekki minst einu orði á úrstuldinn, eða hver valdið hafi. 4. Vill matsölukonan gefa glögga skýrslu um það, hver stal úrinu, og hvaða hegningu sá maður fékk? 5. Hvar var úrið og í hverra manna vörslum frá því að það hvarf úr vasa eigandans og þang- að til hann fékk það aftur? 6. Vill konan birta í Mbl. þær gömlu greinar í blöðum, þar sem tekið kann að vera fram um sak- leysri vissra manna í þessu máli, sem áður voru grunaðir? 7. Hversvegna talar konar eins og það sé sannað, að B. Kr. hafi skrifað lof um sjálfan sig í Mbl. undir dularnöfnunum „Egill“, „Ingimundur gamli', og „Skag- firskur kaupfélagsmaður“ ? Hefir hann gengist við þessum krógum í viðtali við hana, eða hefir hún vitneskjuna annarsstaðar frá? Væntanlega reynir Ásta Hall- grímsson að gera grein fyrir frumhlaupi sínu, því annars hlýt- ur hún að standa ber að ósann- indum frammi fyrir öllum lands- lýð, og það um ekki duldara mál en það, hvað stendur í fjöllesn- asta blaði landsins. ** ----o---- Menningarsjóður S. I. S., Morg- unblaðið og síra Arnór. það kemur engum á óvart þótt Morg- unblaðsmönnunum sé illa við menningarsjóð samvinnumanna, sem í Sambandinu era. það fæst enginn um þótt þeir rithöfundar beri fram dylgjur um það, hvern- ig samvinnumenn verji og hafi varið fé úr þeim sjóði. Rithöf- Laugaveg’ 20 B. Sími 830. Við sendum gegn eftirkröfu: Ljósakrónur og allskonar hengi- larnpa, borðlampa, straujárn, suðu- plötur ýmsar stærðir o. fl. Ennfremur allskonar efni til inn- lagninga, svo sem: Pípur, vír, slölckvara tengla og fleira. Aðeins fyrsta flokks vörur. Greið viðskiftL undar Morgunbl. hafa það starf á hendi að bera fram ósannar dylgjur sem gætu valdið tor- trygni um starfsemi leiðtoga samvinnustefnunnar. Og þess- vegna er það síst að undra, þótt þeim verði skrafdrjúgt um menn- ingarsjóðinn. því að þeim mun finnast með réttu, að þeir hafi orðið fyrir hörðu af menningar- sjóðnum. þeir mega meðfram kenna menningarsjóðnum um framgang samvinnulaganna. þeim svíður það í augum, að vegna réttlátrar löggjafar er nokkrum tugum þúsunda króna af ranglát- um sköttum árlega létt af sam- vinnufélögunum. þeir munu ekkj heldur hugsa til þess með neinni blíðu að menningarsjóðurinn hef- ir stórum aukið samvinnumentun í landinu, gert mjög marga menn betur hæfa til að sjá við brellum kaupmanna og skilja félagslega þýðing samtaka samvinnumanna. Vissulega er það jafneðlilegt að Morgunblaðsmönnunum sé illa við menningarsjóðinn, eins og t. d. að kláðamaurunum mætti hafa verið illa við Myklestad gamla. Og eru nú hvorirtveggja úr sög- unni, kláðamaurarnir og Morgun- blaðsmennirair. — En málið horf- ir töluvert öðruvísi við þegar Arnór prestur gerist svo djarfur að bera fram opinberlega illkvitn- islegar dylgjur um hvað sé orðið af menningarsjóði Sambandsins. því að Arnór prestur hefir átt sæti á undanförnum Sambands- fundum, heyrt skýrslur Sam- bandsstjórnar og samþykt alla reikninga Sambandsins. Arnóri presti er það vel kunnugt hvern- ig menningarsjóðnum hefir verið varið: til hinnar margvíslegu vinnu til undirbúnings samvinnu- lögunum, til aukinnar samvinnu- mentunar og skólahalds, til kaupa á bókum um samvinnumál, til út- gáfu rita um samvinnumálefni, til fyrirlestraferða um samvinnumál o. s. frv. Og nú dirfist hann að bera fram dylgjur um það opin- berlega að stjóm Sambandsins hafi farið á einhvern hátt óheið- arlega eða a. m. k. miður vel með þetta fé. Vegna slíks tiltækis er ekki ofmælt um Arnór prest að hann sé orðinn vargur í véum í hóp samvinnumannanna íslensku, því að sá félagsskapur er reistur á grundvelli drengskapar og inn- byrðis tiltrúar. Dylgjur Amórs prests í garð stjórnar og fram- kvæmdastjóra Sambandsins, eru algerlega ósamboðnar þeim manni, sem hefir verið fulltrúi á Sambandsfundi, átt þar kost á að kynna sér alla meðferð Sam- bandsstjórnarinnar á fé Sam- bandsins og loks samþykt alla reikninga þess. Og það er loks óverjandi af slíkum manni að nota Morgunblaðið til- þess að flytja slíkar dylgjur, það blað, sem kaupmenn snara í tugum þús- unda króna árlega til þess að það flytji níð um samvinnufélögin og forgöngumenn samvinnumanna. Arnór prestur veit hvað orðið ,,apostata“ þýðir. Undan því við- urnefni getur hann ekki komist héðan af, lífs eða liðinn. Ritstjóri: Ti-yggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.