Tíminn - 09.12.1922, Qupperneq 1

Tíminn - 09.12.1922, Qupperneq 1
©jalbfeti 09 afgra&slumaöur Cimans cr Sigurgeir ^ri&rifsfon, Samban&síjúsiuu, Jveyfiamf. ^fðteiböía Cimans er t Samban&sljúsinu ®pin baglega 9—f. b Stmi 496. YI. ár. Reykjavík 9. desember 1922 51. blað Shears' ELEPHANT CIGARETTES Sjúffengar og kaldar að reykja Smásöluverð 50 aur, pk, Tást alstaðar, THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Utan úr heimi. Tró fréttaritara blaðsins í pýskalandi. 25. nóv. 1922. Nú er komin ópólitisk minni hluta stjórn í pýskalandi. Kansl- arinn nýi, Dr. Cuno, er aðalfor- forstjóri Hamborgar—Ameríku skipalínunnar, og hefir aldrei komið fram á pólitiska sjónar- sviðið fyr. 1 ráðuneyti hans eru 11 menn, þar af 5 þingmenn. Alment var ekki búist svona fljótt við stjómarskiftunum, en kanslarinn knúði þau fram, enda var það vafalust rétt, því fyrver- andi stjórn var útslitin og vant- aði alt fjör og framtakssemi. Er það skiljanlegt, er saga þess ráðuneytis er athuguð. Fyrv. kanslari, Dr. Joseph Wirth, tók við völdum í maí í fyrra. Höfðu þjóðverjar fengið Londonar- úrslitakostina svonefndu, og þorði þáverandi kanslari hvorki að taka á sig þá ábyrgð, að fallast á þá, né heldur að leggjast á móti þeim. Lá við að ríkið færi í mola, því almenningur örvænti og sagði, að auðséð væri að Bandamenn vildu gera alveg út af við þá. Væri best að lofa þeim það, en Bandamenn myndu líka eyðileggj- ast í hmninu. Ibúar Bayems, sem er annað stærsta ríkið innan pýskalands, vildu losna úr sambandinu við Prússa; og munurinn milli ríkra og fátækra varð svo mikill, að í raun og vem mátti tala um tvær þjóðir, eins og í Róm forðum. Menn voru myrtir ef þeir komu á nýjungum, sem ríkismenn feldu sig ekki við, t. d. Erzberger og Rathenau. Varð þetta alt til að þreyta stjómina, og sást það glegst eftir að Rathenau var fallinn frá, enda var hann hæfasti ráðherrann og framtakssamasti. Við þessi stjómarskifti verður því engin stefnubreyting, aðeins skift um menn. Efst á stefnuskrá nýju stjórn- arinnar er að festa verð marks^ ins, miðað við gull. Vill hún taka hálfan miljarð gullmarka að láni, og hyggur að það muni duga. Aðrír segja, að slíkt geti haldið þýskalandi uppi í 2p^—3 mán- uði, en svo fari alt ver á eftir. Stjómin vill samt reyna það, þó hún viti, að það þýðir alment hrun ef tilraunin mishepnast, því ástandið er ómögulegt nú. Meckl- enburg bauð 25. nóv. út lán upp á 4.000.000 pund — af rúgi, og er því skift í 50—500 punda skuldabréf. Verð bréfsins er greitt í mörkumm og miðað við verð það, sem þann daginn er á rúgi, og arðurinn greiddur í rúgi, þ. e. mörkum, því fleiri, sem rúgur- inn er dýrari. Gert er ráð fyrir sparnaði, þannig að allar skrifstofur ríkis- ins verða minkaðar eftir vissum hlutföllum, og ný embætti má ekki mynda, nema launin við það sparist annarsstaðar. Tekjurnar á að auka með því að taka skattana þar, sem ekki er hægt að velta þeim á aðra og með beinum sköttum. Fyrirtæki ríkisins verða að bera sig, en ekki vill stjórnin láta þau í hend- ur einstakra manna. Framleiðsluna á að auka eftir megni og leggja sérstaklega kapp á útflutning' vandaðra og góðra vara. Verður því að gera verka- menn svo duglega og hæfa sem hægt er, og vill því stjórnin berj- ast móti kröfunni um afnám laga um 8 stunda vinnudag og móti áfengisneyslu. Síðast koma vam- arreglur gegn innflutningi og framleiðslu munaðar- og óhófs- vara. ----o----- -o I öllum löndum kveða nú við hinar sömu raddir: það á að hlynna að hinum innlendu at- vinnuvegum með öllum möguleg- um ráðum. það á að verja þá gegn útlendri samkepni. það á að styrkja þá til þess að þeir geti veitt mönnum atvinnu. Vem- artollar og innflutningsbönn eða höft eru algengari en nokkru sinni áður. Kjörorðið er þetta: Landið á að vera sjálfu sér nægilegt að svo miklu leyti sem mögulegt er. Á hinu leitinu eru stofnuð fé- lög sem starfa að því að vekja eftirtekt almennings á hinum inn- lendu vörum ’og fá menn til að kaupa þær fremur öllum öðrum. Og blöðin telja það skyldu sína að hlynna að innlendu atvinnu- vegunum á allan hátt. Stutt er síðan birtar voru hér í blaðinu tölur þær, er Sigurð- ur Búnaðarfélagsforseti Sigurðs- son kemur með í ritgerð sinni, sem sýna, hversu gríðarmiklu fé við íslendingar verjum fyrir þær vörar, sem landbúnaðurinn ís- lenski gæti framleitt. Og við þær tölur mætti bæta öðram, því að vitanlega er það fjölmargt ann- að en landbúnaðarvörar, sem við gætum sjálfir framleitt innan- lands. þetta búskaparlag kostar okk- ur íslendinga sennilega miljónir króna árlega. Og um sama leyti er það annað aðalvandræðamálið, að mikill fjöldi fólks sténdur með tvær hendur tómar alla vetrar- mánuðina. Nú stendur t. d. yfir hér í Reykjavík deila milli atvinnu- lausra manna og bæjarstjómar um það, hvort þegar eigi að byrja á hinni nýju vatnsleiðslu til bæj- arins. Hafa hinir atvinnulausu menn komið hundruðum saman á fund bæjarstjórnarínnar, til þess að fylgja fastar eftir kröfu sinni. Alla átakanlegasta dæmið um þetta búskaparlag er það, sem áður hefir verið margnefnt hér í blaðinu, að við skulum senda ná- lega alla ullina út óunna og flytja inn dúka við margföldu verði. Nefnd situr að því stai-fi að koma fram með tillögur um það mál. Á mörgum öðram sviðum hafa einstakh’ menn hafist handa um innlenda framleiðslu, og hefir þess verið getið hér í blaðinu. Á fleiri og fleiri sviðum eru innlend- ir framleiðendur og verkamenn famir að keppa við útlendingana. En það er langt frá að nóg sé enn að gert. Og það sem enn vantar er einkum þetta: Alþingi eða landsstjórn þarf að fela hæfum mönnum að rannsaka þær leiðir, sem á að fara, til þess að koma skipulagi á alhliða inn- lenda framleiðslu. þeir menn ættu og að rannsaka hvemig löggjaf- aivaldið gæti styrkt þetta, a. m. k. í byrjun: Með verndarfollum eða öðru. Og loks þurfa bæði blöð, félög og einstaklingar að taka höndum saman um að fá allan almenning til þess að styðja þessar inn- lendu framkvæmdir með viðskift- um. Gætu kaupfélög og kaupmenn ekki síst stutt að þessu með því að flytja einkum innlendu vör- urnar og halda þeim að almenn- ingi. Mál þetta þolir enga bið. Fregn- irnar utan úr heimi reka fast á eftir. Allar aðrar þjóðir keppast við í þessu efni. Við höfum ekki ráð á því, með okkar stutta bjarg- ræðistíma, að láta hina hluta árs- ins miður notaða en hægt væri. Betra væri það, að innlendur maður atvinnulaus fengi borgun- ina fyrir vörana, sem við notum. ----o----- Andstæðingar samvinnunnarsnoppungasjálfasig. Vitrir menn í fornöld álitu það bina mestu mannlegu fullkomnun að þekkja sjálfan sig. þó að ekki verði sagt, að íslensku samkepn- ismennirnir standi yfirleitt hátt að menningu, virðast þeir, á einu litlu sviði, hafa meiri skilning á eigin verðleikum heldur en búast mætti við, eftir öðram dæmum. Altaf öðru hvora hafa blöð kaupmanna og sérstaklega Morg- unblaðið, hamrað á því, að pólitík væri „óhrein“ og vansæmandi. M. a. hafa þeir álitið suma hluti, t. d. kaupfélögin, svo heilög, að þau mættu ekki koma nærri stjóm- málum. Samhliða þessu hafa þessir sömu menn gefið út mörg og dýr pólitisk blöð, boðið fram þingmenn, og hamast eftir valdi í landsmálum. þeir hlutu sjálfir að vera sér þess meðvitandi að þeir sóttust eftir því, sem þeir vissu sjálfir og sögðu að væri saurugt og viðbjóðslegt. þetta var skoðun kaupmanna- blaðanna. Aftur á móti var alt annar tónn í blöðum samvinnu- manna. þau vissu, að sumir læk- ir era saurugir, ef þeir koma úr óhreinum uppsprettum, en hinir hreinir, sem koma úr tærum lind- um. þannig var og með stjóm- málin. Dómur sögunnar álítur pólitík Skúla fógeta, Fjölnis- manna, Jóns Sigurðssonar og Ben. Sveinssonar hreina pólitík. Og í stað þess að vera óhreinir skað- semdarmenn, heiðrar þjóðin minn- ingu slíkra manna, og hvetur hverja unga kynslóð til að fylgja fordæmi þeirra. Aftur á móti áttu allir þessir menn í baráttu við lágt og auðvirðilegt lið, Dana- sleikjur, hrokabelgi, eigingjarna fjár- og valdapúka. það vora óhreinu lækimir. Morgunblaðið hefir nýverið tek- ið þetta spillingarmál til yfirveg- unar. það viðurkennir að Fram- sóknarflokkurinn sé eini flokkur- inn í þinginu, en líkar ekki stefnu- skráin. Ileldur að þeir menn vilji tóm kaupfélög og sterka lands- verslun, svo að kaupmenn hafi enga eftir til að æfa á kærleiks- boðorðið. En þegar kemur að hinum þing- mönnunum og framkomu þeirra, kastar tólfunum. þar er að sögn blaðsins eintómt hringl, stefnu- leysi og aumingjaháttur. Er 'auð- séð, að þar þykist blaðið fá „lif- andi dæmi“ um vesalmenskuna og spillinguna í stjómmálunum, enda er henni átakanlega lýst. þegar loks að hin heilaga vand- læting Mbl. yfir J. M., M. G., E. þorgilssyni, Jóni Auðunni, Jóni þorl., B. Kr„ Sig. í Vigur, Kvar- an, Jóhannesi og hinum öðrum dátum blaðsins, hefir náð há- marki, kemur læknislyfið. það á að stofna nýjan, óspilt- an stjórnmálaflokk, með miðstjóm í Rvík. Hún á að útnefna fram- bjóðendur í öll kjördæmi. Hinir syndum spiltu þingmenn eiga að falla eins og flugur. Nýtt blað á að bera fram merki þessarar siða- bótar. Brögð era að þá barnið finnur. Að dómi Mbl. sjálfs er. stjórn- málastarfsemi sú, sem það og þess nánustu fylgifiskar hafa rek- ið, stefnulaus, hringlandi og svo lítið virðuleg, að ekki er um ann- að að gera en byrja alveg frá grunni, með nýtt blað, sem á að fara inn á hverf einasta heimili, nýja þingmenn, nýja miðstjóm. þetta er þungur áfellisdómur fyr- ii' fylgdarlið J. M. og Mbl. Flokkn- um og blaðinu fer eins og lífs- þreyttum manni, sem horfir með beiskju, iðran og ásökunum yfir liðna tímann, og afræður svo að byrja nýtt líf hinumegin við landamerkin, í ókunna landinu. Ekkert skal sagt um hversu samkepnismönnum gengur að byrja nýtt hreint líf, með nýju, hreinu blaði. öll þjóðin myndi fagna breytingunni, ef hún væri framkvæmanleg fyrir þessa menn. En sennilega er sálin lík og hún hefir verið, þótt skift yrði um nafn og fatnað. En að óreyndu er rétt að von- ast eftir að sektarviðurkenningin verði þeim Morgunblaðsmönnum til einhvers góðs. Áhorfandi. Ýmsar fréttir verða að bíða næsta blaðs vegna rúmleysis. Fulltrúi íslands í íslandsbanka. III. Engin lán bankans eru þess eðlis, að þau geti valdið viðskifta- kreppu, nema fiskverslunarlánin og þau þó því aðeins, að ekki sé seldur fiskurinn. En þar sem lang- ur dráttur á sölunni, við þær upp- hæðir, er þar standa fastar, gæti hindrað eða stöðvað starfsemi bankans, þá væri sanngjarnt, að hann krefðist að sjá öll boð í fiskinn áður en hann framlengir lánin, svo að hann gæti knúið fram söluna og með því séð um að fégimi einstakra menna stofn- aði eigi lánstrausti bankans og þar með landsins í voða. Eg spurði bankastjórnina, hvað hún hefði gert í þessu, og skal eg láta hér getið svara hennar. Hún taldi nokkrar almennar ástæður til þess, að salan á fiskinum hefði hlotið að ganga seinna en vant væri: 1. fiskur var tveim til þrem mánuðum síðbúnari til markaðs en vanalega, 2. við- skiftalöndin áttu bágt með að kaupa sakir óhagstæðs gengis á penipgum þeirra, 3. kaþólskar þjóðir þurftu minni fisk um föst- una en vant var, sakir þess, að páfinn hafði veitt undanþágu frá föstuhaldi. Með tilliti til þessa sá hún sér ekki fært að ganga mjög ríkt eftir sölunni, því að þá hefði fiskur hlotið að falla óþol- anlega í verði og orðið að alþjóð- ar skaði. Yfir höfuð taldi hún banka eigi mega ganga mjög nærri ráðstöfunarrétti manna, nema knýjandi nauðsyn væri til, væri slíkt óvinsælt og óhyggilegt, þar sem sérfræðingar í hverri verslunargrein sæi að jafnaði betur, hvað hyggilegast væri, heldur en bankastjórarnir. Hún kvaðst þó iðulega hafa ýtt fast- lega undir söluna, en þegar henni varð ljóst, að í óefni nokkurt var komið, þá hefði eigi verið fært að ganga hart að sakir hagsmuna almennings eða atvinnuvegarins. Eg tel vafasamt, hvort álasa beri bankanum í þessu máli, en auð- vitað hefði það verið best, að hann hefði séð fyr, hvert stefndi. þó vil eg minna á, að miklu er hægra að vera vitur eftir á. Trúnaðarmenn þingsins hljóta að lúka lofsorði á þessa tilraun bankans að hjálpa til að koma þessari vöru landsmanna í gott verð og óska að því verði haldið áfram, ef stórsalar á fisk hugsa eigi aðeins um að græða sjálfir, heldur og að kaupa af almenn- ingi og útgerðannönnum svo háu verði, sem auðið er, með því að ætla sér hæfilegan hagnað. En - bregði til hins, mun það hvorki verða hagur bankans né landsins, að hann leggi sig í hættu þeirra vegna. Fulltrúaráðið getur af þessu gert sér grein fyrir, hvort það vill kenna bankastjóm um krepp- una eða eigi. þó ber enn að geta þess, að hún hefir nú upp á síð- kastið farið svo langt sem óhætt var að ýta undir söluna“, Jólagjöfin. Steindór Gunnars- son prentsmiðjustjóri sendir enn í fjórða sinn „Jólagjöfina" á markaðinn. Er hún eins og áður fjölbreytt og skemtileg að efni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.