Tíminn - 09.12.1922, Síða 2

Tíminn - 09.12.1922, Síða 2
164 T 1 M I N N Kverið. n. Gamla testamentið byrjar á tveim frásögum um sköpun heimsins; það getur engum leynst, sem les með athygli, enda nú orð- ið viðurkent af öllum fræðimönn- um. Er hin fyrri í fyrsta kapítula fyrstu Mósebókar, og skýrir frá því, hvemig óskapnaðurinn, Kaos, hafi greinst sundur og orð- ið að hinum reglubundna heimi, kosmos, er vér nú lifum í, hvern- ig fyrst hafi myndast hinar ófull- komnari skepnur, en síðan hinar fullkomnari, og að lokum karl og kona, er sköpuð voru í guðs mynd. Síðari sköpunarsagan er í öðrum kapítulanum, og segir þar frá á nokkuð annan veg. Maður- inn hafi fyrst verið skapaður, síðan jurtix og dýr, en konan seinast, þegar séð var, að ekkert dýranna gat orðið manninum meðhjálp. þessari sögu fylgja svo frásögurnar um veru Adams og Evu í Eden, brot þeirra og burt- rekstur. Nú skulum við bera saman frásögur þessar og kver- ið. þeir sem kverkenslunni eru hlyntir, múnu flestir byggja fylgi sitt á þeirri trú, að kenning- ar kversins muni vera í samræmi við ritninguna. Komi því í ljós, að guðfræði kversins komi ekki heim við frásögn biblíunnar, þá er fótunum kipt undan því. I kverinu segir, að guð hafi skapað heiminn á sex dögum (§ 31). Fátt annað er þar tekið eftir hinni fyrri sköpunarsög- unni. þess aðalatriðis sögunnar, að það sem áður var kaos, hafi orðið kosmos, og að allar tegund- ir lifandi; vera hafi orðið til hver af annari, hinar lægstu fyrst, en æðstu síðast, lætur kverið ekki getið. En um það, að þetta hafi gerst á seks dögum, er langt mál. Og hlýtur það þó að vera oss nútímamönnum álíka aukaatriði, þegar um sköpun heimsins er að ræða, og það, að skáld skifti ljóð- um í seks vers. Að vísu leikur á því enginn efi, að í frásögu biblí- unnai- er átt við seks daga og annað ekki. Kenning kversins um þetta efni er því í fullu samræmi við hana að öðru leyti en því, að tekið er aukaatriði en slept aðal- atriðum. En með þessu móti kemst kverið í beina mótsögn við náttúruvísindin. því hvað sem öðru líður, þá er það full- sannað, að sú verðandi, er vísind- in nefna þróun en biblían sköp- un, hefir tekið miljónir ára en ekki seks daga, og er það ærinn munur. Er það ilt, að kenna börn- um heldur gamlan misskilning en ný sannindi. Nú kann einhver að segja, að það komi fyrir ekki þó hætt sé að kenna börnum í kver- inu þetta og annað, sem í milli ber því og nútímavísindum, því alt þetta og fleira til læri þau í hverjum biblíusögum. Engum muni detta í hug að semja bibílu- sögur, meðan biblíufræði séu kend í barnaskólum, þar sem slept sé sköpunarsögunni úr 1. Mós. og komi þar þó fram sú heimsskoðyn, að jörðin sé flöt en himininn sé festing, sem haldi uppi vötnum, er streymi niður þegar flóðgáttir himinsins ljúk- ast upp, að sól, tungl og stjöm- ur séu ljós, er hafi þann einan tilgang, að lýsa jörðunni og ráða nótt og degi o. s. frv. En þess ber vel að gæta, hver munur er á kveri og útdrætti úr gamla testamentinu. Á því er sami raunur og t. d. á kenslubókum í náttúrufræði og í Islandssögu. það er ekkert hneyksli þó sköp- unarsaga Snorra-Eddu sé sögð í Islandssögunni, en hneyksli væri að taka hana upp í náttúrufræð- ina sem fullgóðan sannleik. Kver- in eru nútímarit og hafa engan rétt á sér nema þau tilgreini það eitt, er vér vitum sannast um þau efni, er þau fjalla um, en biblíu- sögumar eru útdráttur úr forn- um söguritum, sem vitanlega get- ur skeikað frá því, sem vér nú vitum réttast. J>ó það sé e. t. v. ekki viðurkent í orði, þá er það þó viðurkent á borði. Eg þekki engan þann hér á landi, sem kom- ið hafi til hugar að kenna börn- um þær skoðanir á himni, sól, tungli og stjörnum, sem sköpun- arsagan í 1. Mós. 1 er bygð á og um var' getið, í stað kenninga Brunos, Kopernikusar og New- tons, um jörð vora og himin- hnetti. Má af þessu skiljast mun- urinn á kveri og biblíusögum. Niðurstaðan er, að í kverinu eru kenningar, sem tvímælalaust ríða í bág við þekking nútímans og að slept er aðalatriðum en langt mál um aukaatriði. Kverið segir, að guð hafi skap- að Adam á sjötta degi sköpunar- verksins, líkama hans af moldu og gætt hann lifandi sálu, en Evu af rifi úr síðu mannsins (§ 32). Hér er ruglað saman tveim at- riðum úr 1. Mós. 1 og 1. Mós. 2, sem eru ósamrýmanleg. 1 1. Mós. 1 segir að guð hafi skapað mann og konu síðast af öllu á sjötta degi. En í 1. Mós. 2, en þaðan er tekin lýsingin á því, hvernig Adam og Eva hafi; verið sköpuð, segir að Adam hafi fyrst verið skapaður, síðan dýr og fuglar, í þeim tilgangi að i'á manninum meðhjálp, en þegar kom í ljós að ekkert þeirra var við hæfi manns- ins, þá fyrst gerði guð Evu úr síðu mannsins. Frásögurnar eru því ósamrýmanlegar. Kverið get- ur þess, að guð hafi gætt Adam lifandi sál, en ekki er þess getið um Evu, og er það í samræmi við 1. Mós. 2. Er það oe- í fullu samræmi við hugsunarhátt aust- urlenskra fj ölkvænismanna. í Austurlöndum hefir lítilsvirðing fyrir konunni legið í landi;. það hefir jafnvel víða" verið trú, að karlmaðurinn hefði sál en kven- maðurinn ekki. Konan hefir ver- ið talin eign mannsins. það hefir því verið talið brot á eignarrétt- inum að gimast eiginkonu náunga síns. Kemur þessi hugsunarháttur skýrt fram í tíunda boðorðinu, þar sem konan er talin með öðr- um eignum mannsins, þrælum hans, fénaði og öðru, sem hans er. þessi hugsunarháttur ríkir hvarvetna þar sem fjölkvæni við- gengst. Upp úr þessum jarðvegi er sprottin hin síðari sköpunar- sagan í 1. Mós. 2. Konan er skyld- ari manninum en dýrin, en þó ekki jafningi hans. pað er and- inn í sögunni. Er það mjög ólíkt hugsunarhætti Norðurlandabúa í heiðni og kristi. Hér hafa kon- ur og kariar jafnsn notið jafn- réttis. í þeim anda er sköpunar- saga mannsins í Snorra-Eddu, þar sem segir að goðin hafi skapað Ask og Emblu' af tveim trjám. Hin bebreska heiðni er því aftur- fór frá norrænni heiðni. Og svo halda menn að þetta sé kristin- dómur! Og þeir sem í fáfræði sinni halda fastast í þessa hluti, halda að þeir séu að verja helga dóma kristinnar trúar! Ef öllum væri það ljóst, að hér er um he- breska heiðni að ræða en engan kristindóm, þá myndi enginn hreyfa hönd né fót til að verja þessa hluti. — í 1. Mós. 1 stend- ur að guð hafi skapað „þau karl og konu“. þar er karli og konu gert jafnt undir höfði. I þessu efni, þar sem um tvent var að velja, hefir því kverið tekið upp þá kenninguna, sem ber vott um minnii þroska. Á það höfuðatriði sköpunar- sögunnar, að guð hafi skapað manninn í sinni mynd, er að vísu drepið í kverinu, en því er jafn- framt haldið fram, að guðdóms- eðli mannsins hafi spilst í upphafi. Hin upphaflega guðsmynd manns- ins segir kverið að hafi verið fólgin í „háleitri þekkingu, hreinu hugarfari og sæluríkum sálar- friði; en samfara þessu var þján- ingalaust líf og ódauðlegt líkams- eðli“ (§ 36). Manni verður að spyrja í hverju hin háleita þekk- ing Adams og Evu hafi, verið fólgin ? Er átt við fróðleik og vís- indi? Eða er átt við siðferðilega þekking? Maður er engu nær þó leitað sé svars í biblíunni. I. 1. Mós. 3 virðist þvert á móti gefið í skyn að hinir fyrstu menn hafi verið fávísir og ekki einu sinni þekt mun góðs og ils. það kem- ur heldur hvergi fram í 1. Mós. 3 að maðurinn hafi verið gædd- ur „ódauðlegu líkamseðli“. það er að vísu sagt að maðurinn myndi deyja jafnskjótt og hann æti af skilningstrénu, en þar með er ekki sagt að hann hafi verið gæddur ódauðleika. þar að auki reynist hitt sannara, sem högg- ormurinn segir, að maðurinn muni „vissulega ekki deyja“. 1 frásögunni kemur og skýrt fram sú hugmynd, að það sé ávöxtur lífsins trés sem veiti ódauðleik- ann, en það tré var manninum bannað (1. Mós. 2, 22). Jafnskjótt og hann hafði rænt af ávexti skilningstrésins, var settur sterk- ur vörður um lífsins tré, svo ekki skyldi hætta á að hann æti sér til ódauðleika. pað er því svo fjarri því, að það sé bygt á 1. Mós. 3, að „hin upphaflega guðs- mynds mannsins“ hafi verið fólg- in í háleitri þekking og ódauðlegu líkamseðli, að þar er ljóslega sagt frá því, að manninum hafi ver- ið bannað bæði skilnings- og lífs- ins tré. í. 1. Mós. 3 er manninum nánast lýst sem bami. Hann er saklaus vegna þroskaleysis síns. Hin tvö einkenni „hinnar upphaf- legu guðsmyndar mannsins“, sem kverið greinir, eru því jafnósönn, þvi þar er átt við „hreint hugar- far og sæluríkan sálarfrið“ hins fullroskaða manns, eins og sam- hengið ber með sér. En hreinleiki og sálarfi-iður bamsins og hins fullþroskaða manns er tvent ólíkt. þar má með sanni segja að ekki eigi saman nema nafnið. En hvernig stendur þá á þessari lýsingu kversins ? Hún er ekki tilbúningur höfundar kversins fremur en annað sem í því stend- ur, heldur er hún einn þáttur miðaldaguðfræðinnar, sem enn teygir skugga sína inn í íslensk- ar skólastofur. Er og í kverinu tekinn upp sami þáttur þeirrar guðfræði, þar sem sagt er að guðsmynd hinna fyrstu manna hafi spilst er þau átu af skilnings- trénu (§ 53). þeirri kenningu má að vísu finna stað í bréfum Páls postula. Um hana skal ekki rætt hér nánar, en aðeins bent á að hún er síst samkvæmt 1. Mós. 3. þar kemur skýrt fram sú skoð- un, að maðurinn hafi orðið guði líkari við að eta af skilningstrénu. 22. veris hljóðar svo: „Og Drott- inn Guð sagði: Sjá maðurinn er orðinn sem einn af oss, þar sem hann veit skyn góðs og ills. Að- eins að hann rétti nú ekki út hönd sína og taki einnig af lífs- ins tré og eti, og lifi eilíflega". Samkvæmt þessu vantaði ekki annað á en að maðurinn næði í ávöxtinn af lífsins tré til að hann yrði guði líkur. En það liggur jafnframt í orðunum að það megi ekki með nokkru móti verða. Maðurinn er því rekinn burt úr garðinum, og settur vörður um lífsins tré, kerúbarnir og logi hins svipanda sverðs. Nú kemur upp sú spurning: Af hverju bannaði drottinn manninum að eta af skilningstrénu ? Kverið svarar á þá leið, að hann hafi gert það „til þess að þau fengju færi á að beita frjálsræði sínu“ (§ 54). það er heimspekisbragð að þessu svari. það á ekki rót sína að rekja til 1. Mós. 3. 1 22. v., sem tilfært var, er skýrt og ótvírætt fólgið það svar, að guð hafi vilj- að koma í veg fyrir að. maðurinn yrði „sem einn af oss“. Einn af „oss“ hverjum? Oss guðunum? Hér skín það bert fram, að frá- sögn þessi á rót sína að rekja til fjörgamallar fleirgyðistrúar, enda er öll guðshugmynd frásögunnar þess eðlis. Guðirnir vilja ekki selja mönnunum í hendur allan guðdóm sinn. Ávöxtui' skilnings- og lífsins trés veitir þekking og ódauðleik, en er heimill guðunum einum. Minnir þessi guðafæða á Mímisbrunn og Iðunnar epli, en Eden, þar sem guð var á gangi í kvöldsvalanum, á Miðgarð og Olymp. — Af þessu er ljóst, að hvorutveggja fullyrðing kversins, að maðurinn hafi í upphafi verið alfullkominn og hafi þó að vörmu spori glatað guðdómseðli sínu, er gagnstæð þeirri biblíufrásögu, sem heita á að bygt sé á, enda ekki skýrt rétt frá um ástæðuna til forboðsins gegn því að eta af ávexti trésins, sem þó liggur í augum uppi þegar lesið er hleypi- dómalaust. Enn greinir kverið frá orsök- inni til þess, að „vorir fyrstu for- eldrar“ brutu forboðið. „Djöfull- inn tældi þau til að óhlýðnast guði, með því að hann ginti Evu til að eta af skilningstrénu“, seg- ir þar (§ 53). En í frásögn biblí- unnar er enginn djöfull nefndur á nafn. þar er sagt að höggorm- urinn, sem var slægari en öll önn- ur dýr merkurinnar, hafi' tælt konuna til þess. Og það er ekki hægt að finna flugufót fyrir þvi að þar sé átt við annað en venju- legan höggorm. Drottinn segir við höggorminn: „Af því þú gjörðir þetta, skalt þú vera bölvaður meðal alls fénaðarins og allra dýra merkurinnar". Reynum nú skýringu kversins. Samkvæmt henni á djöfullinn að vera bölv- aður meðal alls fénaðarins! það hljómar illa í eyrum. Imyndun- Komandi ár. Samvinnubyggingar (írh.). Nú hefir verið sýnt fram á, að i kaupstöðum á ís- landi verður langódýrast og best, fyrir fólk, sem ekki er stórefnað, að leysa úr húsavandkvæðunum með því að sameina garðaborgar-fyrirkomluagið og eignaryfirráð samvinnunnar. Með því geta húsin orðið best og ódýr- ust, leigu haldið niðri á sanngjörnu lágmarki, og húsa- brask fyrirbygt. Fyrir einstaklingana og þjóðfélagið er þetta hið besta þekta úrræði í húsamálum bæjanna, hvort heldur sem litið er á nútíðina eða framtíðina. Öðru máli er að gegna um sveitabæina. þar er að- staðan gersamlega ólík að því leyti, að þar getur ekki verið um sambyggingar eða félagseign á húsum að ræða. En vandkvæðin í sveitunum í byggingarmálunum eru raörg og ihugunarverð. A næstu 30 árum þarf að byggja að nýju flestalla sveitabæi. þeir hafa verið reistir úr haldlitlu efni, eru mjög oft ósmekklegir að formi, til- högun hinna einstöku herbergja óhagkvæm, mikill hús- kuldi og lítil ending. Allmörg af þessum húsum hafa samt verið reist úr timbri eða steini, með ærnurn kostnaði. það fyrsta, sem úr þarf að bæta, er skipulagið, því að það kostar lítið fé, aðeins meiri þekkingu og skyn- samlegri hugmyndir. Fomíslendingar hafa fundið upp nýjan húsastíl, sem var hentugur landsmönnum, í góðu samræmi við byggingarefnið, og fór einkar vel við nátt- úru landsins. það voru gömlu torfbæirnir, með mörg- um göflum fram á hlaðið, háu risi, og einni eða tveim- ur húsaröðum bak við bæjardyr, skemmu og stofu. Hver slíkur bær minti á fjallaþyrpingarnar í nágrenninu, þar sem háir kambar voru aðskildir hver frá öðrum með djúpum giljum. Torfbæirnir voru smekklegir, fóru vel í landslaginu, voru sæmilega hlýir, svo að húskuldinn spilti ekki heilsu manna. Vitaskuld voru á þeim ýmsir gallar. þeir voru haldlitlir, þurftu mikils viðhalds. Regn- ið komst oft til skemda gegnum húsþökin. Gólfflöturinn var töluvert stór, og þurfti nokkuð milila vinnu við að halda bæjunum hreinum. Fyrir liðugum mannsaldri breyttist húsagerðin. Timb- urhús, járnvarin, komu víðaj í stað torfbæja, einkum í rigningarhéruðunum. Síðar hafa allmörg hús úr höggn- um steini og steinsteypu verið reist í sveitunum. Að sumu Jeyti er framför að þessari breytingu. Nýju bæ- irnir M-u oft bjartari, og auðveldara að halda þeim hreinum. þar að auki eru þökin oftar vatnsheld, held- ur en fyr var. En um meiri hlutann af þessum nýju iiúsum má segja, að þeir séu stórgallaðir. Flest eru þau ósmekkleg að ytri sýn, njóta sín illa í landslaginu. Tveggja hæða hús, með hallalitlu þaki, eru eins og íiskar á þurru landi, þegar horft er á þau uppi í is- lensku fjalladölunum. Danskir sveitabæir, ein hæð með háu þaki og sneitt af göflum, fara einkar vel á frjóum sléttlendum, í þröngum skógarlundum. í Noregi og Svisslandi eiga timburhús, með mörg- um útbyggingum, stórum gluggum og háum, bröttum þökum, vel við greniklæddar hlíðar sundurleitra fjall- garða. Islendingar hafa aðeins átt einn fallegan bygg- ingarstíl, torfbæina. Breyttar kringumstæður valda því, að sá stíll og húsaskipun á ekki nema að litlu leyti lengur við. Og það verkefni, að finna nýjan og heppi- legan sveitabæjastíl, er enn að mestu óleyst. þetta hlýt- ur að verða verkefni listamanna og byggingarfróðra manna. Alþingi getur á mjög einfaldan og kostnaðarlítinn hátt hjálpað mikið til í þessu efni. það ætti að veita fé til að gefa út á hverju ári dálítið hefti með myndum og teikningum af húsum og skipulagi bæja. Verðlaun yrði að greiða fyrir hinar bestu fyrirmyndir. Ársrit þetta myndi seljast töluvert, og þannig minka hinn ár- lega kostnað. En þó aö engar tekjur yrðu að slíkri út- gáfu af húsafyrirmyndum, þá skifti það litlu máli. Á næstu árum verður bygt hér á landi fyrir margar miljónir allskonar hús í bæjum og sveitum. Tjónið við að byggja fjölda af slíkum byggingum lakar en vera þyrfti, sökum vantandi kunnáttu, yrði ótrúlega mikið. Nýja hverfið í Skólavörðuholtinu ætti lengi að geta orðið þjóðinni til viðvörunar um voða og skaðsemi van- þekkingar og skipulagsleysis. í slíku ársriti um byggingar ættu fyrst og fremst að koma myndir af nýjustu og best gerðu húsum, sem reist kunna að vera hér á landi eða erlendis. Ennfrem- ur um götu- og garðaskipun í borgum og bæjum. I þriðja lagi þreifa sig áfram eftir hinum nýja, ófædda íslenska byggingarstíl, sem er í samræmi við náttúru landsins og byggingarefnið, steinsteypuna. þar væri ótak- rnarkað verkefni fyrir listgáfu listamanna okkar. Tveir af þeim frægustu og snjöllustu, Einar Jónsson mynd- höggvari og Ásgrímur Jónsson málari, hafa báðir gert merkilegar tilraunir í þessu efni. Framhliðin á listasafni Einars Jónssonar er ljómandi byggingarafrek í íslensk- um stíl, þar sem listamaðurinn lætur anda blágrýtis- fjallanna móta verk sitt. Sama má segja um teikningu Ásgríms málara af bankabyggingu fyrirhugaðri. Eru þar prýðilegir frumdrættir að íslenskum byggingarstíl. En ytra útlitið er ekki nema nokkur hluti þessa vandamáls. Öll gerð húsanna, innra skipulag þeirra, skift- ir geysimiklu. þoir sem byggja úr steini, eiga að minn- ast þess, að eftir mörg hundruð ár eiga þeir að bera ábyrgð á hugmyndum sínum. Margar kynslóðir nota slík hús. íslendingar ættu að hafa þann metnað að vilja reisa byggingar, sem hefðu ævarandi gildi eins og hof Forngrikkja, eða hinar gotnesku kirkjur miðaldanna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.