Tíminn - 09.12.1922, Blaðsíða 4
166
T 1 M I N N
Notið að eins íslenskar vörur.
Kaupið að eins íslenskar vörur.
Hafið þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss?
Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka
o. m. fl. til prýðis á íslensku heimili.
íslenskir dúkar klæða íslendinga best.
t. Reykjavík.
Klæðasmiðjan Álafpss, P.
Fiano og Ox-gei.
Fiauo frá hinni viðurkendu verksmiðju „Steinhoff" kosta hér á
hér á staðnum kr. 1050,00.
P i a n o frá konungl. hirðsölum „B o g t & V o i g t" kosta hingað komin
kr. 1250,00. Stór og vönduð.
Orgel frá „Leonhart" alkunnu verksmiðju, kostuðu síðast hingað
komin að eins kr. 450,00.
Þessi hljóðfæri koma aftur fyrir jól. í stórum og fallegum hnot-
tréskassa fimm áttundir 6 register (kupler).
Hljóðfærabús Reykjavíkur,
Laugavegi 18 Sími 656
— pað hefir komist upp, að
brotist hefir verið inn í hergagna-
sbúr norska flotans og miklu stol-
íð af sprengjum, hríðskotabyss^
um og öðrum skotfærum. Ókunn-
agt er hverjir valda og hvort ein-
hver sérstakur tilgangur liggi
bak við þjófnaðhm.
— pýskt skip sigldi nýlega
þvert í gegn um Rússland, alla
leið frá Petrograd, til borgarinn-
ar Astrakan, sem liggur við
Kaspíuhaf við ósa Volgu. Leiðin
er um 4000 kílómetrar og var
skipið 41 dag á leiðinni. Láta
Rússar mikið yfir því að það sé
þannig sýnt og sannað að skipa-
skurðir þeirra séu í góðu lagi.
— Frægur enskur rithöfundur
hefir nýlega ritað mjög merka og
fróðlega bók um ástandið í lönd-
um Tyrkja og Grikkja. Hefir
hann dvalist lengi þar syðra og
ferðast um löndin til kynningar.
Ber. hann Tyrkjum að sumu leyti
betur söguna en áður hefir ver-
ið gert. Að vísu dregur hann alls
ekki úr hryðjuverkum Tyrkja á
kristnum mönnum. En hann full-
yrðir að hryðjuverk þau er Grikk-
iir láta vinna á Múhameðstrúar-
mönnum séu engu minni. Viður-
eignin er yfirleitt öll framin með
svo mikilli grimd, að vart getur
sagan um meiri. Hefir reynslan
nú endanlega kent báðum, að
aldrei verða Grikkir tryggir þegn-
ar í Tyrkjalöndum né Tyrkir í
Grikkjalöndum. Stefna Tyrkja er
því orðin sú að útrýma gersam-
lega kristnum mönnum úr lönd-
um sínum, og sömu aðferð beita
Grikkir í þeim löndum sem þeir
ná af Tyrkjum. pykir þetta nú
orðið jafnsjálfsögð stjórnmála-
stefna þar syðra og okkur finst
það að sótthreinsa herbergi sem
sjúklingur hefir legið í með
hættulegan smitandi sjúkdóm. Af-
leiðing þessa er meðal annars
orðin sú, að þá er almenningur
óttast innrás óvina, þá flýja allir
undan, með alt sem þeir komast
með og láta óvinunum hitt eftir.
pegar það t. d. fréttist að Tyrk-
ir fengju aftur hluta af þrakíu,
flýðu 400—500 þúsund Grikkir
þaðan suður á Grikkland.
Selfoss-fundurinn.
2. des. héldu þingmenn Árnes-
inga fund með fulltrúum úr sýsl-
unni að Selfossi. Er það áreiðan-
lega einn hinn þýðingarmesti
þingmálafundur hér á landi, sem
haldinn hefir verið síðan bænda-
fundurinn var haldinn að pjórs-
ártúni fyrir 6 árum, þar sem
drög voru lögð að myndun Fram-
sóknarflokksins.
Fundurinn á Selfossi stóð ná-
lega heilt dægur. Skipuleg, al-
varleg ræðuhöld um mesta vanda-
mál þjóðarinnar. Engin rödd
heyrðist tala í anda Mbl. eða þess
stefnu. Gegnum allar umræðurn-
ar og ályktanirnar gekk sterkur
undirstraumur móti ráðsmensku
braskaranna í kauptúnunum, sem
dregið hafa til sín vinnuaflið úr
sveitunum, veltuféð úr stærsta
banka landsins og yfirráð versl-
unarinnar, en eru nú búnir að
sigla öllu í strand, senda útslitna,
fátæka fólkið heim á sveitirnar,
láta gefa sér upp margar miljón-
ir í Islandsbanka, og hafa komið
fisksölunni í hendur erlendra stór-
braskara. Jrjár veigamiklar til-
lögur gengu sérstaklega móti þess-
ari stefnu. Hin fyrsta var í sveit-
festismálinu, og stefndi í þá átt,
að þeir staðir, sem draga að sér
vinnuaflið, verði líka að bera
ábyrgð á því fólki, þegar það
verður þurfamenn. I öðru lagi var
vítt harðlega óstjórn sú, sem verið
hefir á Islandsbanka, og heimt-
að að forsætisráðherra landsins
væri ekki í bankaráði hans, né
færi með umboð erlendra hlut-
hafa. Stjórnin eða þeir af ráð-
herrunum, sem ábyrgð bera á því,
að landið hefir ekki enn skipað
trúnaðarmenn í Islandsbanka,
fékk vantraust fyrir hættulegt að-
gerðaleysi í þeim efnum. Var í
sömu tillögu tekið fram að stjórn
Jóns Magnússonar hefði áður fall-
ið frægðarlaus af sömu ástæðu.
þá var í þriðja lagi skorað á
þingið að beitast fyrir umbótum
á afurðasölunni. Frh.
A víð og dreíi
Nýjar soölvtaðferðir.
Með hverju ári vórður augljósara
það erfiða ástand íyrir íslendinga að
liía á lánum mestan hluta ársins.
Eins og allrœkilega hefir verið tekið
fram hér í blaðinu í Komandi ár-
um, hefir það verið þjóðsiður íslend-
inga að skulda upp á framleiðsluna
9—12 mánuði, bœði til lands og sjáv-
ar. pegar vextir eru háir, 7—8%,
verður þessi skuldabaggi nær því
óviðráðanleg byrði fyrir landsmenn.
Skuldirnar hljóta þó jafnan að hvíla
þyngst á sjávarmönnum af því þeir
lifa að minna leyti á framleiðslu búa
sinna en bændur, og þurfa þar að
auka meira erlent efni að kaupa til
sjálfrar atvinnunnar. Nú liggur afar-
mikið af íslenskum fiski óselt erlend-
is, og er j-afnframt fallandi. þess-
vegna hefir íslandsbanki sama sem
alveg hætt að annast greiðslur er-
lendis. pegar svo er komið, verður
I.andsbankinn að draga saman segl-
in líka.
Tvær skyldar kenningar hafa kom-
ið fram i þessu máli. í Tímanum
hefir verið sannað, að freista þyrfti
að koma nýju kældu kjöti á ensk-
an markað, og reyna jafnframt að
koma við lifandi innflutningi þang-
að, svo fljótt sem unt er. Tilraun hef-
ir verið gerð í haust með kælt kjöt,
Ódýrustu 01 bestu
olíurnar eru:
Hvítasunna, Mjölnír, Gasolía,
Bensín, BP nr. 1,
á tunnum og dunkum.
Biðjið ætíð um olíu á stáltunnuin, sem er hrein-
ust, aflmest og rýrnar ekki við geymsluna.
Landsverslunín.
Fr amk væmdarstj óri.
Framkvæmdarstjórastarflð við Kaupfélag Reykvíkinga er laust frá
næstu áramótum.
Umsóknarírestur til 20. þessa mánaðar.
Reykjavík, 4. desember 1922.
Stjórnin.
BAÐLYF
(kreölín)
eru til sölu á kr. 1,25 líterinn.
I*a,nctsvex*sliiii.
og gefur hún nokkrar vonir. í öðru
lagi hefir Timinn sannað, að ef unt
væri að koma upp aftur smjörbúun-
um, hænsnarækt og svínarækt, yrðu
bændur altaf að selja framleiðslu
búa sinna alt árið, og þyrftu þá
minni höfuðstól til verslunarinnar.
Um sama leyti hefir útgerðarmaður
af Vesturlandi, Kristján Torfason á
Flateyri, gert tilraunir að sannfæra
stéttarbræður sina um samskonar til-
raun viðvikjandi fisksölunni. Hr. K.
T. álitur óheppilegt að hafa nær þvi
eingöngu þurkaðan saltfisk til út-
flutnings. Nýi fiskurinn sé sú eðli-
lega og sjálfsagða verslunarvara.
Togararnir eigi að veiða, en sérstök
flutningaskip að taka við nýja fisk-
inum á höfnum hér við land, og
flytja beint til hinna stóru mark-
aðsborga við Norðursjó og Ermar-
sund. Að því leyti sem einstakir tog-
arar flytja nú fisk sinn nýjan til
Englands, sannar hr. K. T. að þær
ferðir eru of dýrar, miðað við vöru-
magnið, og freisting fyrir togarana
að geyma fiskinn of mikið, til að
reyna að fylla skipið. Báðar þessar
tillögur stefna í sömu átt, að gera
England að aðalkaupanda íslenskrar
framleiðslu, eða iaga framleiðsluna
eftir kröfum þeirrar riku en kröfu
hörðu þjóðar, að flytja matinn út
nýjan en ekki gamlan. Að láta pen-
ingastrauminn renna inn i landið
alla manuði ársins, ekki nær þvi ein-
göngu síðustu mánuði érsins. Hér er
að ræða um gagngerða en að því er
virðist óhjákvæmilega breytingu á
framleiðslu og sölu aðalframleíðslu-
varanna hér á landi.
Fundur h]á kaupmönnum.
Kaupmanna- og afturhaldsmanna-
félagið Stefnir hélt fund nýlega. B.
Kr. var málshefjandi og söng sinn
\enjulega söng um kaupfélögin og
bændur, en annars alt sami hræri-
grautur og vant er. Umræðurnar
snérust aðallega um bændur, hversu
kaupmenn gætu beitt við þá kær-
leikslögmaíinu. Jóhannes á Kvenna-
brekku eggjaði kaupmenn lögeggjan
að láta ekki kaupfélögin setja land-
ið á hausinn. Var hlegið að karli.
Tillaga kom um að setja nefnd, sem
gæti undirbúið þær breytingar á sam-
vinnulögunum, sem gætu verið geð-
þekkar kaupmönnum. Jón þorláks-
son dró úr því. Mun hafa munað
ósigur sinn úr neðri deild, er hann
hafði 4 með sér i neðri deild móti
samvinriulögunum, og ekki einu
sinni B. K. í efri. J. þ. sagði að
betra væri að bíða, líklega fram yfir
kosningar. Nú væri nýútsendur ritl-
ingur út um landið, sem best væri
að lofa að hafa sín áhrif. Við þessi
orð hafði B. Kr. litið bljúgum þakk-
lretisaugum til Jóns porlákssonar,
fyrir viðurkenninguna.
Húsaleigan i Reykjavík.
Alt fellur nema húsaleigan í Bvik.
Ai'urðir til lands og sjávar lækka,
skip, veiðarfæri, vinna og nær því
allur útlendur varningur. En húsa-
leigan í höfuðstaðnum stendur í
stað, og heldur við dýrtíðinni i land-
inu. Húseigendur í Beykjavík græða
á ári hverju stórfé á öðrum lands-
mönnum á þennan hátt. Ibúðir sem
fyrir stríðið kostuðu 350 kr., kosta
nú um 2000 kr. um árið. Landsmenn
borga mismuninn. pessvegna þurfa
embættismenn og verkamenn að hafa
hærra kaup en framleiðslan þoiir.
pessvegna er námsfólki illkleift að
dvelja við nám í bænum. Úr þessu
mætti bæta með því að setja skyldu-
mat á allar húseignir í Beykjavík og
leggja til grundvallar almenna vexti,
sæmilega fyrningu og síðasta fast-
eignamat.
Meiri en Glttckstad.
Svo átti grein að heita á fyrstu bl&.
í næstsíðasta tbl. Tímans, en varð
dálítil prentvilla í. Sést það á efn-
inu. Tofte er meiri en Glúckstadt. Ut
I
á við hallar ekki á með töpin í hlut-
falli við þjóðarstærð. Inn á við koma
fram yfirburðir í stjórn bankans,
sem Tofte þykir hæfilegt að launað
sé með 100 þús. kr. Aftur er Gliick-
stadt meiri í óeigingirni. f stað þess
að heimta eftirlaun, gefur hann all-
ar eigur sínar, til að friðþægja fyr-
ir gömlu óhöppin.
Alt er þegar þrent er.
Bjarni frá Vogi rannsakaði ís-
landsbanka sumarið, 1920 og fann að
þar var alt í góðu lagi. Samt er
bankinn nú búinn að tapa og gefa
upp meir en 5 miljónum á fiski og
síld. pað er fiskverslunin. þar næst
kemur útgerðin. Menn vita, að stór-
tap hlýtur að verða á sumum nýju
togurunum. Sumt kemur líklega nið-
ur á landinu, sem er í ábyrgð fyrir
þá. En meira kemur þó vafalaust
niður á íslandsbanka. Er ærið dökt
útlit með fjármal sumra þessara tog-
L1É; 15 IjöS
Laugaveg 20 B.
Sími 830.
Við sendum gegn eftirkröfu:
Ljósakrónur og allskonar hengi-
lampa, borðlanipa, straujárn, suðu-
plötur ýmsar stærðir o. fl.
Ennfremur allskonar efni til inn-
lagninga, svo sem: Pípur, vír,
slökkvara tengla og fleira.
Aðeins fyrsta flokks vörur.
Grreið viðskifti.
DRANGAR á Skógarströnd fást
til kaups og ábúðar í næstu far-
dógum. Jörðin er með bestu út-
beitarjörðum þar um pláss, mik-
il og góð bygging. Allar upplýs-
ingar gefur eigandi jarðarinnar,
sem bjó þar í 19 ár.
Eyjólfur Stefánsson
Hafnarfirði.
arafélaga. Og að lokum koma kaup-
mennimir og húsabraskarar í Reykja-
vík. Hætt er við að einhver töp verði
þar áður en lýkur. A. m. k. er sagt
að B. Kr. hafi verið hræddur um
töpin á húsunum, þegar hann var
að meta hlutabréfin. Samt hefir karl-
tetrið gleymt þessu þegar hann var
að skrifa „Verslunarólagið". petta
heí'ir honum ekki fundist „ólag".
Eða var það af því, að það voru
stéttarbræður hans, braskararnir, en
ekki bændur, sem hafa farið svona
byggilega með fé bankans?
_-----o------
Yfir landamerkin.
B. Kr. hefir tvisvar verið riðinn
við kaupfélagsskap, í annað skifti
suður með sjó, hitt skiftið sauða-
söluna til Englands fyrir Árnesinga.
Hversvegna varð minna en ekki neitt
úr þessum tilraunum?
Ekki vill B. Kr. enn leggja fram
reikningana gömlu fyrir sauðasöluna
og verslanir sínar. pjóðin á fylsta
rétt á að vita um efnahagsástæður
manns, sem hefir hæsta styrk til ör-
eigaframfærslu sem þingið hefir
veitt. Björn er nefnilega grunaður
um að hafa gefið ranga skýrslu. pað
er þessvegna fyrst og fremst í hans
þágu að gefa glögga efnahagsskýrslu,
ef hann vill halda öreigastyrknum.
Kyndugt er það þegar kaupmensku-
snápar þykjast ekki fá nógu glögg
deili um efnahag Sambandsdeild-
anna, þar sem ekki eru nema nokkr-
ir mánuðir síðan H. Kr. forstjóri lét
prenta í Tímanum nákvæmt yfirlit
um allan hag félaganna. Siðan er
það ómótmælanlegt, sem öllum sæmi-
legum mönnum var raunar fullljóst
áður, að Sambandið er fjárhagslega
best statt af öllum verslunarfyrir-
tækjum hér á lándi.
„Óþarfan millilið" í skáldskap
mætti kalla Jón Björnsson, föður hjns
„bersynduga". Hann ætlast til að
þeir sem vilja vita hvað helstu nú-
lifandi skáld landsins hafa til
bruhns að bera, íari og leiti gull-
kornanna í leirburði hans. Hann er
að þessu leyti eins og asninn i ljóns-
húðinni, eða krákan með páfugla-
fjaðrirnar. En skyldu menn ekki
heldur vilja kynnast Nordal, Einari
Benediktssyni, Davíð og Stefáni í
þeirra eigin bókum, heldur en í flat-
rími þessa óþarfa milliliðs, sem
sjélfur er á méla hjá öðrum óþörf-
um milliliðum. X.
------o------
Elís Guðmundsson kaupfélags-
stjóri í Reykjavík hefir sagt lausri
stöðunni og er hún auglýst á öðr-
um stað í blaðinu.
Kyljur heitir ljóðabók nýútkom-
in eftir Jakob Thorarensen skáld.
Verður hennar nánar getið.
Ritstjóri:
Tryggvi pórhallsson
Laufási. _________Simi 91.
Prentsmiðjan Acta.