Tíminn - 16.12.1922, Side 1

Tíminn - 16.12.1922, Side 1
2Kfgreií>öía C í m a n s er í Sambanösfyúsinu. ©pin baglecja 9—\2 f. I). Sími 496. t Hannes Hafstein, ©jaíbfrtx og afgreiöslumaöur Cimans er Sigurgeir ^ri&rtfsfon, Sambartösljúsinu, ífeyfjapif. VI. ár. Hannes pórður Hafstein er fæddur 4. desbr. 1861 á hinu gamla amtmannssetri, Möðruvöll- um í Hörgárdal. Foreldrar hans voru Pétur amtmaður Havstein og þriðja kona hans Kristjana Gunnarsdóttir prests í Laufási, alsystir Tryggva bankastjóra. Móðir þein’a var Jóhanna dóttir Gunnlaugs sýslumanns Briem í Eyjafjarðarsýslu, og er óþarft að rekja þá ætt frekar, því hún er alkunn og margrakin. Frú Krist- jana lifir enn í hárri elli. Pétur amtmaður var af dönskum ættum. Hann var þjóðkunnur fyrir rögg- semi og skörungsskap í embættis- færslu, en þótti um of ofsafeng- inn og sjálfráður. Virti hann því oft að vettugi fyrirskipanir stjórnarinnar í Kaupmannahöfn, og fór sínu fram. Fyrir þessar sakir, og það eigi síst, að hann í bréfum sínum til stjórnarinnar erlendis, fór oft mjög hörðum orðum um stjómdeildarforingj- ann, Oddgeir Stephensen, var honum vikið frá embætti 1870, og flutti hann þá að Skjaldar- vík, og bjó þar til dauða síns, 1875. Hannes ólst því upp við Eyjafjörð, og vandist þar snemma við siglingar og sjóferðir um fjörðinn. Óx honum ekld í aug- um, þótt bára skylli á bátinn, eða jafnvel gæfi á til rnuna, og hafði hann jafnan síðan mikið yndi af sjóferðum. Árið 1874 kom hann í latínuskólann og út- skrifaðist vorið 1880 með hæstu 1. einkunn. Skólanám sitt rækti hann vel; var allajafna efstur í sínum bekk, enda var hann tal- inn einhver hinn gáfaðasti og efni- legasti piltur, er þá um nokkra hríð hafði komið til skólans. Og eftir andlegu atgjörfi hans fór hið líkamlega, því hann var snemma einhver hinn fríðasti maður, hár, þrekinn og vel vaxinn. Og þegar hann eltist, var það einmæli, að meira glæsimenni gæti ekki að líta með þjóð vorri. það kom snemma í ljós, að Hannes var skáldmæltur vel, og orti hann mikið á skólaárum sín- um, einkum kvæði og vísur, er miðuðu til að prísa lífið og nautn- ir þess, eða voru meinfyndin í garð náungans. Sumar af þessum vísum lifa enn, en margar eru að hverfa í gleymskunnar haf, eða gleymdar, og ættu þó skilið að geymast. öll skólaárin hafði hann fast athvarf í húsi hálfsystur sinnai, frú þórunnar Jónassen. oo- manns hennar, og studdu þau hann ætíð síðan, og má fullyrða það, að hann átti systur sinni mikið að þakka, og kunni líka að meta það. þegar Hannes kom til háskólans 1880, var æsing mikil í Danmörku, eigi einungis í stjónimálum, held- ur einnig meðal mentamanna. Allur þorri yngri skálda og mentamanna hafði þá skipað sér fast undir merki Georg Brand- es. Langhelsta skáld Dana um þær mundir, Holger Drachmann, fylgdi þá Brandes eindregið. þennan flokk fylti Hannes þegar i stað, og einkum dáðist hann að Drachmann, enda er auðséð á skáldskap hans um þær mundir, að hann hefir orðið fyrir miklum áhrifum af Drachmann. Nokkur kvæði hans þýddi hann þá, og það snildarvel. Stefna sú, sem kend var við Brandes, var kölluð ,,Realisme“, hún gagntók svo hug Iiannesar og annai-a ungra náms- manna, að þeir gáfu út vorið 1882 rit, er þeir kölluðu „Verð- andi“, og er stefnu þessari þar eindregið haldið fram. í því riti eru mörg kvæði eftir Hannes, jafnvel sum af hans allrabestu, og var hann þó þá aðeins tvítug- ur að aldri; sýnir það, hve bráð- þroska hann var. Hér á landi var hóp þessum tekið með mikilli samúð af yngra fólkinu, en með megnustu andstygð af öllum hin- um eldri mönnum, svo menn skift- ust í flokka, með og móti; sýnir það, hve mikla eftirtekt ritið vakti. Fyrstu Hafnarárin gengu hjá Hannesi því mjög til lesturs út- lendra skáldrita, til skáldskapar, og auk þess lifði hann fjörugu stúdentalífi með félögum sínum, enda hafði hann peningaráð í betra lagi, og átti altaf hauk í homi, þar sem var Tryggvi móð- urbróðir hans, er þá var búsettur í Höfn. Hann mun því lítið hafa Reykjavíb 16. desember 1922 sint laganámi fyrstu árin sín í Höfn, en er Garðvistinni var lok- ið, tók hann til námsins og gekk undir próf í lögum vorið 1886, eft- ir ónógan undirbúning, og hlaut 2. einkunn. Samsumars fór hann upp til Islands. Dalasýsla vár þau árin nokk- urskonar heimasæta, sem beið eftir sínum brúðguma; en lög- fræðingunum þótti hún tekjulítil, og sátu þar því ekki til lang- frama. Eftir heimkomu sína ]>jónaði Hannes þessu embætti frá 1. sept. 1886 þangað til fram á vor. Næstu tvö árin var hann í Reykjavík, og gegndi mála- færslumannsstörfum, sem þá var reyndar lítið um. þessi árin var mjög fjörugt stúdentalíf hér í bæ, svo eg efast um, að það hafi nokkru sinni verið fjörugra síð- an. Átti Hannes mikinn þátt í því; þau árin orti hann flest af sínum þjóðkunnu kvæðum, sem prentuð eni í stúdentasöngbók- inni undir merkinu á. Margir hafa hneykslast á sumum þeirra kvæða, en alveg að ástæðulausu, því þau bera einungis vott um heilbrigða lífsskoðun. þ. 3. nóvbr. 1889 var hann skipaður ritari við landshöfðingja- dæmið, og gegndi því embætti nokkur ár. þann 26. septbr. 1895 var hann skipaður sýslumaður í Isafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Isafirði. Á stúdentaárum sínum hugsaði Hannes lítið um stjórnmál; hug- ur hans hneigðist þá mest að skáldskap og fögnnn vísindum. pó mætti hann á þingvallafundi 1888, en þótti þar mjög íhalds- samur. Hann leitaði síðan kosn- ingar til Alþingis, en náði eigi kosningu fyr en í septbr. 1900 fyrir Isafj arðarsýslu, 0g sat hann í fyrsta sinn á þingi árið 1901. Flokkaskipun og skifting í þinginu var þá nýmynduð. Ann- arsvegar stóð heimastjómar- flðkkurinn, er vildi fá stjómina inn í landið, en hinsvegar stóð flokkur þingmann, er vildu sæta hverju því færi, sem fengist gæti til stjórnbótar, en þá var í boði sérstakur íslenskur ráðgjafl, er væri búsettur í Kaupmannahöfn við hlið konungs. Heimastjórnar- flokkurinn hafði á undanfömum þingum verið í meiri hluta, og felt frumvörp um þennan sér- staka ráðgjafa, en á þinginu 1901 var mótflokkurinn í meiri hluta, og valt þar þó einungis á einu atkvæði. Fmmvarp um sérstakan í-áðgjafa marðist því í gegn á þinginu, en heimastjómar- menn þóttust beittir ójöfnuði af svona litlum meiri hluta, og væntu, að búast mætti við miklu betri undirtektum um langt um frekari umbætur á stjórnarfyrir- komulaginu en þetta, af því vinstrimannastjórn hin fyrsta hafði þá verið skipuð meðan á þingi stóð. Af þessum ástæðum ákvað flokkurinn að senda mann niður til Hafnar til að skýra hinni nýju stjórn og leiðandi stjómmálamönnum frá málinu, og var Hannes kjörinn til þeirrar farar, enda hafði hann haft fram- sögu flokksins vegna í stjórnar- skrármálinu á þingi. þesei sendi- 52. blað för greiddi honum tveim ámm síðar aðgang upp í ráðherrasætið. Niðurstaðan í málinu var eins og kunnugt er, að með boðskap konungs til íslendinga 10. jan. 1902 var gefið fult loforð um að stjóman-áðið fyrir Island skyldi fiutt til Islands, ef Alþingi æskti þess, og var það samþykt á Al- þingi 1902 og 1903. Á fyrra þing- inu átti Hannes ekki sæti; en vorið 1903 var hann kosinn þing- maður Eyfirðinga, og var fram- sögumaður flokksins í stjómar- skrárnrálinu á þingi 1903. Hin nýju stjórnarskipunarlög vom staðfest af konungi 3. oktbr. s. á., og þá um haustið var Hannes kvaddur á konungsfund og falið sem væntanlegum ráðherra að undirbúa stjómflutninginn, og hinn 31. jan. 1904 var hann skip- aður fyrsti ráðherra íslands frá 1. febrúar. Hannes Hafstein var þá í blóma lífsins, aðeins liðlega fertugur. það var mikill vandi því sam- fara að koma hinu nýja fyrir- komulagi í framkvæmd, og þurfti mikla lipurð til þess að leysa þar úr ýmsum vafningum og vafa- spurningum, en honum tókst það furðuvel, enda var hann allajafna liðlegur í samningum, en gætti þess þó jafnan, að slaka aldrei til frá því, sem hann áleit rétt. Hann var mjög aðlaðandi í öllu viðmóti, og kurteis í orðum, og hjálpaði það honum yfir mörg sker. þá var ekki minni vand- inn fyrir fyrsta ráðherrann gagnvart Alþingi og landsbúum sjálfum. því auðvitað gerðu me|n liáar kröfur til innlends ráðherra. Um pólitiska starfsemi hans ráð- herraár hans, 1904 til 1909, næg- ir að vísa til Stjómartíðinda á þann álitlega lagabunka, sem komu út þessi árin. Flest þeirra, einkum hin merkari, komu frá stjórninni. I.angmerkasta málið, sem hann kom í framkvæmd, var ritsímamálið. þrátt fyrir megna mótspyrnu á Alþingi og opinber mótmælafundahöld, sem voru mjög illvíg í hans garð, hikaði hann aldrei eitt augnablik, held- ur hélt því áfram með frábærum kjarki og dugnaði, og- hamingjan fylgdi honum, og tefldi hann þó stundum fulldjarft í því máli. Hamingjan var yfirleitt með honum þessa ráðherratíð hans. Hann hafði þann heiður, að taka á móti Friðriki konungi VIII. og fylgd hans, ásamt dönsku ríkis- þingsmönnunum, 1907, og er öll- um enn í minni, með hve mikl- um skörungsskap hann fyrir hönd landsins tók við þessum tignu gestum. Meðan konungur dvaldi í Reykjavík, var skipuð millilanda- nefndin til þess að koma á end- anlegri skipun á sambandinu milli íslands og Danmerkur. Hannes vænti sér mikils af þessari nefnd, en það fór öðruvísi. Meiri hluti þjóðarinnar vildi ekki aðhyllast frumvarp meiri hlutans, en samt er það víst, að umræður um mál- ið þá hafa haft mikla þýðingu, og vafalaust lagt grundvöllinn undir hina endanlegu skipun, sem varð 1. desbr. 1918. Kosningarn- ar haustið 1908, er aðallega sner- ust um „uppkastið", gengu al- gjörlega á móti Heimastjórnar- flokknum, svo Hannes varð að víkja úr ráðherrasessi á þingi 1909, en hann sat áfram á þingi fyrir Eyfirðinga, og við hið fyrsta landskjör var hann efstur á lista

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.