Tíminn - 30.12.1922, Page 1

Tíminn - 30.12.1922, Page 1
(§>jaíbtex <xj afgreiÖsluma&ur íTimans er Sigurgetr ^riðrifsfon, Sambanbsfjúsinu, ReYÍjauif. ^jgrexböía í í m a n s er i Sambanbsfjúsinu. ©pin bajleja 9—\2 f. I) Sími 496. VI. ár. Rej kjayík 30. desember 1922 51. blað föears* ELEPHANT CIGARETTES £júffengar og kaldar að reykja Smáaöluverð 50 aur. pk, Tást alstaðar. THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. - ♦ ♦ * ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Fyrir 100 árum, 27. des. 1822, fæddist í litlu sveitaþorpi í Aust- ur Frakklandi einn hinn mesti vel- gerðamaður og snillingur mann- kynsins Louis Pasteur, hinn heimsfrægi efnafræðingur sem lagt hefir grundvöllinn að læknis- fræði nútímans með því að upp- götva hinar ósýnilegu smáverur, sóttkveikjurnar, sem mennirnir eiga í hvíldarlausri baráttu við. En það var ójafn leikur meðan annar aðilinn hafði bundið fyrir bæði augu. Faðir Pasteurs hafði verið undirforingi í her Napoleons og tekið þátt í mörgum af herferð- um keisarans, í glæsilegum sigr- um og þungum raunum. Eftir að styrjöldunum lauk var gamli Past- eur sútari í litlum sveitabæ, vann mikið, varð bjargálna maður en ekki ríkur. En í tilbreytingar- leysi, hins daglega lífs gleymdi gamli Pasteur ekki fornum frægð- ardögum. En hann þagði og vann, en elskaði þó land sitt öllu öðna framar. Son sinn setti hann til menta í skóla þorpsins. Síðar komst Louis fyrir heppilega tih viljun í framhaldsskóla í París. Drengurinn var ekki bráðger, en viðkvæmur og fastlyndur. 1 höf- uðborginni þjáðist hann fyrst af óyndi, en brátt læknaði vinna,n hann. Námið gekk hægt en slysa^ laust. Skylduræknin var frábær. Við eitt próf var hann neðarlega í röðinni, en gat þó komist yfir næsta lærdómsstig. En hann vildi ekki byrja á nýju námi með ónógum undirbúningi. Trúmensk- an í vinnunni var í öllu fyrsta boðorð hans. Hann eyddi ári til að búa sig betur undir, og var þá ánægður með úrslitin. Hann lagði stund á efnafræði og vann sér tiitölulega fljótt mikið álit. Hann giftist ungur ágætri konu, sem var hans önnur hönd upp frá því í öllu hans starfi. Arf sinn eftir foreldrana gaf hann systrum sín- um. Snemma hneigðist hugur hans að því, að skilja, hverju sætti gerð í mjólk, öli og vínum. Sannaði hann, að gerðinni valda ósýnilegar smávex’ur, bakteríur. Áður höfðu menn um allan heim haldið, að slíkar lífagnir væru sjálfmyndaðar, þ. e. ættu ekki sér líka foreldra. Pasteur sannaði með löngum rannsóknum, að slík sjálfmyndun er helber heilaspuni, en að yfirborð jarðar, loftið og vatnið er fult af óendanlegri mergð af smáverum, sem lifa sjálf- stæðu lífi, hver tegund eftir sínu eðli. Skaðleg landfarsótt spilti silkirækt Frakka. Tjónið var met- ið 100 miljónir franka árlega. Pasteur fann sóttkveikju þá, sem sýkinni olli, og fullkomið ráð til að lækna hana. Vann hann með þeirri uppgötvun þjóð sinni ómet- anlegt gagn. Framan af átti Pasteur oft í vök að verjast. Hann átti öfundarmenn, sem lögðu alt hans starf út á versta veg, og glöddust yfir hverri hindrun, sem varð á vegi hans. En smátt og smátt breyttist þetta. Læknar sannfærðust um, að hann hefði opnað þeim nýjan heim, og gefið þeim þar að auki vopn til að berj- ast með móti sumum hættulegum sjúkdómum. þar að auki reis upp margskonar iðnaður, sem bygður var á rannsóknum hans, allskon- ar gerilsneiðing, niðursuða, bjór- gerð o. s. frv. Honum var þá feng- ið fé til að stofna mikla rann- sóknarstöð í París, sem ber nafn hans, og er alt til þessa dags ein hin frægasta rannsóknarstofa sem til er í nokkru landi, og heldur áfram æfistarfi hins mikla manns, rannsóknum á hinum ósýnilegu smáverum, sem valda sjúkdóm- um, dauða og rotnun. Eldri Pasteur eyddi afli æsku- ára sinna í að þjóna hinum mesta herkonungi, sem sögur fara af. En yngii Pasteur varð herkon- ungur, langtum giftumeiri sjálf- um Napoleóni. Napóleon þjónaði sjálfum- sér og dauðanum. Og riki hans hrundi í rústir. Pasteur gleymdi sjálfum sér en vann að eflingu og sigri lífsins. Ríki hans nær nú um heim allan og verður því voldugra, sem tímar líða. þess vegna minnast menn nú um jóla- leytið hins mikla lífgjafa, sem fyrir einni öld síðan sá dagsins Ijós í húsi umkomulítils sútara suður í Júrafjöllum. ----o---- »Dýr mundí Maflíði allur«. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir alveg nýlega samþykt fjárhags- áætlun bæjarins fyrir næsta ár. Útsvörin sem á að leggja á bæj- arbúa í þessu árferði, verði nokkr- um tugum þúsunda króna hærri en í fyrra. það á að jafna niður einni miljón króna og þriðjungi miljónar betur. Eitt atriði þessarar fjárhags- áætlunar stingur svo í augu, að ekki verður orða bundist. það á að malbika vegarspotta á Hvei-f- isgötu, frá Smiðjustíg að Vatns- stíg. Vegarspotti þessi er um það bil 110 — eitt hundrað og'tíu — faðmar á lengd. Og bæjai-stjórn- in hefii’ heimilað að verja 60000 — sextíu þúsund — krónum til þess að malbika þennan vegai’- spotta. Vafalaust verða þeir margir, sem trúa þessu alls ekki. þeir geta sannfærst með því að lesa fjárhagsáætlunina og með því að stíga vegalengdina. það er óhugsandi annað en að eitthvað verulega muni vera at- hugavert við vinnubrögðin að geta grafið sextíu þúsund króna í rúmlega 100 faðma löngum vegarspotta. En hitt er þó ennþá merkilegra, að meiri hluti Bæjarstjórnarinnar skuli telja það verjandi, að veita sextíu þúsund krónur til slíks starfs í þessu árferði. Og að borg- ararnir skuli þola það, að sóttar séu sextíu þúsund krónur ofan í vasa þeirra í þennan vegarstubb. |>ví þá ekki heldur að þekja göt\ma með tveggja krónu pen- ingum, eða með Islandsbankaseðl- um? Mætti þá vera, að höfuð- staðarbúarnir sýndu hinni dýru götu hæfilega virðingu. Áður er búið að grafa, með þessum hætti, á annað hundrað þúsund krónur í Hverfisgötu. Einir þrír af bæjarfulltrúunum höfðu greitt atkvæði gegn þess- ari fjárveitingu. En suður í Fossvogi er ágætt land til ræktunar. Að nokkru leyti er það skurðað fyrir löngu, Frás- vélin hefir unnið þar stórar spild- ur. Iðgrænn akur var þar í sum- ar á blettunum, sem Búnaðarfé- lagið hirti um. En Bæjarstjóm- arsvæðin öll í flagi og hirðuleysi. Bærinn altaf mjólkurlaus. Mjólk- in í miklu hærra verði en þyrfti að vera, ef fullur kraftur væri lagður á ræktun Fossvogar. Mikla vinnu í atvinnuleysinu hefði mátt fá fyrir þessar sextíu þúsund krónur — úr því endilega átti að veita þær, — við ræktun í Fossvogi, og stórum hefði mátt auka þar ræktaða landið. Sumum hefði þótt það betri og farsælli meðferð fjárins. En Bæjarstjórn Reykjavíkur álítur hitt nauðsyn- legra að hafa malbikaðan stein- inn undir fótinn, þennan hundrað og tíu faðma vegarspotta, en að fá ódýrari mjólk og auka rækt- aða landið á berangrinum kring- um bæinn. „Dýr mundi Hafliði allur“. Dýr- ar verða þær orðnar, Reykjavík- urgötumar, þegar búið er að mal- bika þær allar, úr því hver 110 faðma spotti kostar 60 þús. kr. Sem betur fer mun annað eins ráðdeildarleysi alls ekki þekkjast neinstaðar annarsstaðar á íslandi. En ýmsir munu spyrja sjálfa sig, hvað það eigi að ganga lengi að landsstjómin skrifi upp á ný og ný lán fyrir Reykjavík, sem nema hundruðum þúsunda króna, í viðbót við skuldasúpuna, sem fyrir er, þegar Bæjarstjórain sýn- ir slíkt ráðdeildarleysi í stjórn fjármála bæjarins. ---o----- Ábyrgðin. Lausafrétt gengur um það, að Tofte bankastjóri hafi sagt af sér í Khöfn, eða lofað að gera það,um áramótin. Litlu skiftir hvort það er rétt eða ekki. Ilitt skiftir meiru, að allur þorri hugsandi manna í landinu sér nú glögglega, að allir forráðamenn Islandsbanka, st-m ráðið hafa sjóm bankans síð- an 1S18—19, verða að bera ábyrgð íyrir gerðir sínar, alveg á sama háít og frændþjóð okkar, Danir, xtur þá, sem ráðið hafa fyrir I.andmandsbanken síðustu missir- in, standa dönsku þjóðinni reikn- ingsskap gerða sinna. Við borð liggur nú, að fjöldi hraustra karla og kvenna telji sig nauðbeygð að flýja ættjörð sína og leita til framandi landa. Og agentar fjarlægra ríkja em nú þegar teknir að nota sér neyð landsins, vilja taka á móti mesta verðmæti Islands, etarfskrafti þess. það þarf nákvæmlega að rannsaka það, hvem þátt hin frámunalegu töp Islandsbanka hjá braskaralýð landsins eiga í þessu þjóðaróláni. Og það er margt fleh’a viðvíkjandi enska láninu, sem þarf að rannsaka, meðferð þess, veðið fyrir því hjá Islandsbanka o. s. frv., og láta síðan hvern valdhafa bera ábyrgð eftir sínum tilverknaði. Á næsta ári má búast við að áhrif undangenginnar fjármála- glópsku fari að koma mjög alvar- lega við allar stéttir manna hér á landi. þá ber svo við, að al- menningur getur og hlýtur að verða að fella sinn dóm um þetta mál, með kosningunum. það er lítill vafi á, að þær geta ekki snú- ist um armað en Islandsbanka- málið og afleiðingar þess. þjóðin fær þá tækifæri til að dæma um, hvort hún vill lengur hafa fjár- mál sín í höndum þeirra manna, sem hafa stýrt Islandsbanka und- anfarin ár, tekið enska lánið og varið því eins og gert var. það er gott að athuga undir eins þessi tvö atriði: 1. Að þeir, sem bera ábyrgð á ástandi Is- landsbanka, eins og það er nú, og áhrifum þess á þjóðina, verða að bera ábyrgð gerða sinna. 2. Að næstu kosningar hljóta að snúast um Islandsbankamálið og hvern- ig þjóðin getur bjargast úr þeim ógöngum, sem hún er nú kom- in í. J. J. ---o---- Fulltrúi landsins í íslandsbanka afsakar sig. Bjami frá Vogi varð í einu reiður, hryggur og aumur, þegar Tíminn birti part af hinni frægu skýrslu hans um íslandsbanka frá 1920. Ilann sá, hversu verk hans bar nú höf. vitni. Verður skýrsla hans síðar krufin til mergjar. Iðrun Bjarna kom fyrst fram í því, að hann var að snúast utan um menn, sem hann hélt að væru í kynnum við samvinnumenn, og tala utan að því, að Tíminn léti málið falla niður útskýringar- laust. Um síðir bjóst hann þó til að verja sig, og hélt ræðu í Bíó á annan dag jóla og seldi aðgang á krónu. Við fyrirlestur þennan var tvennskonai* prettvísi beitt. Stúdentar höfðu ætlað að koma á „stjórnmálaviku", þar sem full- trúar allra flokka leiddu saman hesta um landsmál kvöld eftir kvöld. En allir hinir eiginlegu flokkar, samvinnumenn, sameign- arrnenn og samkepnismenn, höfðu synjað þátttöku. Bjarni einn var til með að tala fyrir E-flokkinn. þar með var málið fallið. En í von um að fá fleiri áheyrendur auglýsti Bjarni erindi sitt sem „stjórnmálaviku", en bað svo áheyrendur um gott veður fyrir skrumið, þegar inn kom. í öðru lagi gaf Bjarni í skyn í auglýs- ingunni, að hann ætlaði að ráð- ast á stefnu Tímans. það var önnur veiðibrellan til að lokka kaupmenn og verslunarfólk, sem er andstætt samvinnuhreyfing- unni, til að kaupa sig inn. En er til kom, var þetta ósatt líka, að- eins lítilfj örlegt fjái-plógsbragð. Á sitt eigið nafn og umræður um E-pólitíkina hefði Bjarni ekki fengið fleiri áheyrendur en rétt- látir voni í Sódóma. Á nafn „stjórnmálavikunnar“ og Tímans fékk hann slæðing í húsið. En eitt af bæjarblöðunum fann þó ástæðu til daginn eftir að afsaka tóm- leikann með því, að Reykvíking- ar væru alment ekki vaknaðir kl. 21/2 eftir hádegi. Efni x-æðunnar var að gylla póiitík Bjarna, afsaka töpin í Is- landsbanka og vitlausu skýrsluna. Ekki vildi hann láta skifta um forstjóra í bankanum, og víst ekki _ um bankaráð. Sambandið vildi hann setja undir eftirlit, lík- lega þeirra kaupmanna, sem bú- ið er að gefa upp miljónir af fé landsins. Samvinnufræðslu vildi liann eyða, en koma kaupmanna- skólanum á landið og fjölga dó- sentum og prófessorum við há- skólann. Tíminn -var óalandi fyrir að hafa andmælt legátafargan- inu. því fleiri legáta erlendis, og því fíeiri legáta hér, því betur bæri þjóðarbúskapurinn sig. Bein- an gróða á Gunnari Genúa-legáta taldi hann 7 miljónir (á hverju ári sem Spánverjar kúga landið til vínkaupa). Gróði á Lundúna- legátanum nam líka miljónum. Gróði á Bjama sjálfum, þegar hann var legáti, 10 kr. á hverju útflutningshrossi. (Merkileg til- viljun að Bjarni skyldi vinna sinn stærsta heiðurskrans í sam- bandi við hrossakaup.). Á dýrasta sendimanninum, Sv. B., tilfærði hann engan beinan gróða. Sam- ábyrgð kaupfélaganna þótti hon- um óhæfileg, en hefir þó eins og B. Kr. lögfest hana sem skyldu fyrir öll íslensk kaupfélög, með samvinnulögunum. Að lokum komst Bjarni að því, að samning- urinn frá 1918, sem hann fékk 1000 kr. og tvo krossa fyrir að vinna að, og hefir þóst mestur að, væri mesti viðsjálsgripur, af því að umboðsmaður Dana hér væri eklci nefndur á réttri blað- síðuskrá yfir danskar m.annvirð- ingar. þóttust áheyrendur skilja, að ræðumaður vildi hefja nýja sjálfstæðisbaráttu, með E-forkólf- ana í fararbroddi, til að knýja Dani til að hafa stöðunafn um- boðsmanns þeirra á réttri blað- síðu í áðurnefndri bók. Ýmislegt sagði Bjarni fleira, t. d. að bænd- ur ættu að spara sem mest (vegna letigarðsins) og láta fjólur gróa á torfhúsum sínum, en alt vai efnið á sömu bókina. Áheyrendur sárkendu í brjósti urn Bjama, fyrir að vera svo geix samlega genginn í barndóm, án þess að vita sjálfur af. Einn fundaimaður sagði, er hann gekk út: „Eg sé eftir að borga Bjarna krónu fyrir þannan vaðal, en þó meira eftir tímanum, sem eg hefi evtt hór“. Svo fór um ijóferð þá. * X. ----o-----

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.