Tíminn - 31.03.1923, Síða 2

Tíminn - 31.03.1923, Síða 2
26 T 1 M i N N heppilegt, að meiri hluti þjóðar- innar dragist hingað. pjóðin verð- ur þá sem kryplingur, sem höfuð- ið vex á, en líkaminn veslast upp, og þá er afleiðingin auðsæ. Hæstvirt landsstjórn varði 'um 60 þúsund krónum til þess að láta gera við gagnfræðaskólahúsið á Akureyri síðastliðið sumar. Nú er það vel útbúið og veglegt skóla- hús. Og stjómin hefir fengið lof en ekki last fyrir þessar fram- kvæmdir. Ekki einu sinni háttvirt fjárveitinganefnd hefir neitt við það að athuga. Eg tel, að stjórnin hafi með þessu undirbúið stofnun lærdómsdeildar þessa skóla. Hún er nú búin að verja til stofnkostn- aðar hennar því fé, sem til hans þarf að verja. Og þökk sé stjórn- inni fyrir það nauðsynj averk. En eins og háttvirt deild virðist sammála stjórninni með það, sem hún hefir gert fyrir framgang þessa máls, þá vona eg að hún verði mér sammála um frv. þetta. Að endingu vil eg taka fram: þetta er stórmál, sem ekki má svæfa og ekki er hægt að svæfa. pað er mál, sem snertir hagsmuni mikils hluta landsins. það er mál, sem sker úr því, hvort engir eiga að verða lærðir menn í landinu, nema synir Reykvíkinga eða stór- efnamanna, því að öðrum er ókleift að kosta börn sín hér um mörg ár í skóla. petta er ekki fjárhagslegt eyðslumál, heldur stórkostlegt sparnaðarmál. Að lokinni þessarí umræðu óska eg að málinu verði vísað til mentamálanefndar. ----o---- Opinberar yfirheyrslur hafa ver ið háðar undanfarið út af hinu geysilega tapi Landsmandsbank- ans danska. Er nú áætlað að tap- ið sé 300 milj. kr. Allir gömlu bankastjórarnir og bankaráðs- mennirnir eru yfirheyrðir og stærstu blöðin flytja orðréttar yfirheyrslumar. það á ekki að hilma yfir neitt. Gliickstadt, aðal- bankastjóranum, hefir verið varp- að í gæsluvarðhald, þar eð líkurn- ar virðast afarsterkar fyrir því að hann hafi falsað síðasta banka- reikninginn sem hann gaf út. Verð ur nánar sagt frá þessu merka máli síðar. — það er föst regla á Englandi, að þegar einhver þingmaður verð- ur ráðherra, verður hann að leggja niður þingmensku og bjóða sig fram á ný í kjördæmi sínu eða öðru kjördæmi. pótt stutt sé lið- ið frá síðustu kosningunum ensku hafa þó fjórir ráðherrar orðið að ganga til kosninga af þessum ástæðum. þeir hafa allir fallið, ýmist fyrir frambjóðahda frá frjálslynda flokknum eða verka- mönnum. Voi'u þó a. m. k. sum þessai'a kjördæma talin mjög viss íhaldsmannakjördæmi. þykir þetta benda stei'klega í þá átt, að íhalds- mannastjómin sé að missa fylgi þjóðarinnar. önnur tíðindi úr hin- um enska stjórnmálaheimi enx þau, að flokkar Lloyd George og Asuuiths ei’u mjög að sameinast og er talið vxst, að klofningurinn sem vei’ið hefir þeirra í milli muni senn alveg úr sögunni. — Fyrir þrem vikum bar svo við, að sænskur geðveiki’alæknir að nafni K. 0. N. Olander, var að stíga upp í bifreið fyrir framan hús sitt í Stokkhólmi. þá vatt sér að honum ungur maður og skaut á hann finxm skammbyssuskotum. Ijæknirinn dó samstundis. Moi'ð- inginn náðist, var það ungur mað- ur, hafði verið geðveikur og hafði læknirinn stundað hann. Olander var einn hinn merkasti geðveikra- læknir Svía. það er álitið að morð- io hafi verið framið af sjúkum hefndarhug. — Eftirfarandi er glöggur vott- ur um ástandið sem rxkir sums- staðar í þýsku héruðunum, sem Frakkar hafa hernumið: Félög ungra manna heimta það, að eng- in þýsk stúlka megi tala eitt orð við frönsku hermennina. Síðan eru hafðar strangar gætur á. Falli ein- hver fyxir þessai’i freistingu, er henni tafarlaust í’efsað. Og refs- ingin er sú, að sjálfboðaliðar þess- ii’ í'aka af henni alt Ixárið. Urðu margar fyi’ir þessu í fyi’stu, en talið er að þetta meðal hafi oi'ð- ið býsna áhi-ifamikið. — Síðustu þrjá máixuði ársins pantaði rússneska stjórnin 3 miljónir af byssum fi'á þýska- landi og Svíþjóð, og fékk 40 flug- vélar fxá Svíþjóð og mörg önnur tæki til hemaðar. — Uppreistarmennirnir írsku eru ekki enn af baki dottnir. Fyrir hálfunx mánuði var háð orasta, sem stóð í þrjá daga, milli upp- reistaimanna og stjómarhersixxs. Urn 400 uppreistamienn tóku þátt í orastunni, urðu þeir að lokum að flýja og höfðu þá mist 21 mann. Átta menn féllu af stjórn- arhernum. — Um miðjan síðastliðinn mán- uð höfðu Frakkar afsett og í’efs- að 600 þýskum embættismönnum, í hinum hemumdu héraðum, fyrir það að þeir höfðu þi'jóskast við að hlýða fyrirskipunum þýska hei’sins. — Fyrsta konan sem sæti fékk í enska þinginu, er frú Astor. Ný- lega vakti hún á sér mikla eftir- tekt. Hún bar franx framvarp um það í neðri málstofu þingsins að bannað væri að selja unglingum innan 18 ára aldurs áfengi. Fnxm- vaipið var samþykt með miklum meiri hluta atkvæða. Kvörtuðu andstæðingai’nir sáran undan ósigri sínum og telja þetta fyrir- boða fullkomins áfengisbanns á Englandi. þetta er fyrsta fram- varpið sem frú Astor flytur í þinginu. En hvað hefir fuliti'úi ís- lenskra kvenna gert í þessum mál- um á alþingi íslendinga? — Sanxkvæmt kröfu íisku stjórnarinnar hafa um 100 írskir uppreistarmenn verið handteknix í írskum borgum á Englandi. — Fyrir stríðið gilti rússneska í’úblan nálega 2 kr. Nú kostar það hálfa aði-a miljón pappírsrúbla á Rússlandi að aka í sporvagni, einn steikarréttur kostar 4—8 miljónir rúbla og ölflaskan kostar 10 milj. rúbla. Fyrir 80—90 sænskar krón- ur má fá miljai’ð í’úbla. ----o---- Tvær bækur. Jakob Thorarensen: Kyljur. Fyrir nokkrum mánuðum birt- ist þriðja ljóðabókin eftir Jakob Thorarensen. Áður vora komin Snæljós og Sprettir. Jakob vai'ð þegar af sinni fyrstu bók þjóð- kunnur maður, og viðui’kendur einna fremstur af núlifandi skáld- um landsins. Sú skoðun hefir styrkst við alt sem út hefir kom- ið eftir Jalcob síðan. það er ómögu- legt að gleyma kvæðum Jakobs, eða láta þau eins og vind um eyr- un þjóta, en svo er varið nxestöllu því, sem hagyrðingar landsins láta nú prenta. það er í’ím og annað ekki, slétt og felt stundum, en alt- af dauft og dautt. Um kveðskap Jakobs má með réttu segja, að eigi við lýsing St. G. St. á skáldskap: Djúpur eldur falinn í þunnri ösku. Flest kvæði J. Th. eru í einu hetju- og ádeilukvæði. Hann dáist að stói’hug, kjai’k og di'engskap. Konur eru honurn þessvegna hug- þekt yrkisefni. Stundum eru það foi’nkonur, eins og Ásdís á Bjargi, sem fylgir syni sínum áleiðis í von- lausa baráttu við mannfélagið. Stundum nútíðarkonur, með hin fornu Bergþóra-einkenni í skap- gerðinni, eins og Hrefna á Heiði. J. Th. þarf ekki einu sinni hinn yti'i umbúnað um hetjur sínar. Eldabuskan er ógleymanleg og því- nær lýtalaus perla í íslenskum ljóðskáldskap. þar er engin ytri dýrð eða ljómi af jarðneskri veg- Smásöluverð á tóbaki má ekki yera hærra en hér segir: ZE^ey.kztó’ba-k:: Moss Rose enskt.........V4 lbs. pakkinn kr. 2,00 — — danskt...........50 gr. — — 0,80 Louisiana...............50 — — — 0,80 Golden Shag..............100 — — — 1,45 Vii’ginia Birdseye.......Vg lbs. — — 1,10 Utan Reykjavíkur nxá verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ékki yfir 2°/0. Xja.rxcLs'vex'sluLxx. Moelven Brug, Moelv, Norge, anbefaler sine sommer og vinterarbeidskjöredskaper, lijul og axler. Pi’isene betydelig í’educeret. Forlang katalog og pi’islister. Telegramadresse: „Aktiebruget‘£, Noi’ge. Til kaupfélaga! H.f. Smjöplíkisgerðin í Reyjkjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á.við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. Tilbúinn áburður. Þau kaupfélög, sem þurfa að fá tilbúinn áburð til þessa ár.s not- kunar, ættu að senda oss pantanir sínar fyi’ir þann 15. apríl n. k. Samband ísl. samvinnufélaga. semd. Ekkert nema svikin, hrakin og hrjáð mannssál, sem snild skáldsins gerir yndislega og aðdá- anlega einmitt í hinni nxestu eymd örbirgð og auðnuleysi. 1 „Kyljum“ er ný hetjukona, „Hrossa-Dóra“, æst, sterk og öfgafull. Hálf úr mannheimi, með djúpar, mannleg- ar kendir, hálf úr jötunheimi skáldskaparins. það má deila um, lxvort nokkur kona hafi vei’ið til, eða muni verða til, sem þessi lýs- ing ætti bókstaflega við. En fram- drættir skapgerðarinnar eru sann- ir og réttir, hvað sem líður ein- stökum atriðum. Og enginn gleym- ir kvæðinu, sem það hefir lesið. það er undarleg hepni, að mað- ui’, sem skrifaði í vetur um J. Th. „in the paper of the snobs", fanst það dásamlegt og gott, hversu J. Th. húðfletti miskunnarlaust lítil- menskuna, titla-togið, uppskafn- ingsskapinn og alla eymd; og rotn- un lundai’farsins. þetta er sönn at- hugasemd, þó að hún kæmi fram á óvæntum stað. J. Th. kemur í Ijóðum sínum eins og stormbylur yfir þá menningu, sem er máluð rauð og hvít á vöram og vöngum, en hið innra rotin og ormsmogin. Mér dettur í hug í því sambandi óprentað kvæði eftir J. Th. Eg man ekki titilinn. Ungur maður er að biðja sér til handa ungrar stúlku. Hún setur kostina. Hann á að afla mikils auðs, eiga fallega höll, hafa mai’ga þjóna, bei’ast mikið á, lifa hvem dag í glaumi og gleði og’ dýrlegum fögnuði. Maðui’inn gengur að öllu, því að hugui’inn ber hann hálfa leið. Myndin hverfur. Mörgum ái’um síðar kemur sama fólkið fram á sjónarsviðið. Gömul hjón, slitin og hrörleg, við kofann sinn. Engin höll, engir þjónar eða vei’aldai’veg- semd. Lífið hefir ekki efnt hið gá- lausa heit, sem gefið var gálaus- um kröfum. Kvæðið er fullljóst. I aðaldrátt- um er það gullvægur sannleikur. í smáatriðum er það rangt. Senni- lega er engin kona til, sem setur fram slíkar kröfur við biðil sinn, og þessvegna enginn karlmaður, sem lofar þannig upp í ermina sína. En hvað mikið er undir skilið af slíkunx kröfum og svörum í ásta- b'fi karla og kvenna í hinum svo- kölluðu „fáguðu“ stéttum í hinum svokölluðu mentuðu löndum ? Menn ingin hefir sett skoðanir einstakl- inganna í þröngan venjuhundinn stakk. En andi skáldsins sér gegn- um hjúpinn. í kvæðinu um Hrefnu á Heiði lýsir hann sterki’i, óspiltri mannssál, sem veit hvað hún vill og lætur ekki gyltu hnappa hins borgai’alega félags villa sér sýn. I óprentaða kvæðinu er hið afvega- leidda tilfinningalíf tildurs- og tískufólksins leitt fram á sjónar- sviðið til að vei’a dæmt. » þannig er J. Th. Hann er sterk- ur maður og frumlegur. Hann á töluvei't af hinum djúpa eldi list- arinnar. Hann dáist að gamla ís- landi eins og það var, og hann fyr- iiTítur nýja ísland, eins og hægt er að kynnast því nú á kaffihús- um, í kvikmyndahúsum, í tepui's- skrúða, með langa, tóma titla og heiðursmerki, sem ekki hefir verið unnið fyrir. Jakob Thorarensen var settur hjá, eins og Stefán í Hvítadal, við úthlutun skáldalaunanna á dögun- um. Plans mun þó verða minst, þegar sumir litlu söngfuglarnir verða hættir að skemta þjóðinni. Jón Thoroddsen: Flugur. Kver þetta kom út í haust sem leið, og mun kosta tvær krónur. Ekkert af blöðunum hefir getið þess. Hefir þó vei’ið minst á marg- an byrjanda, sem minni *vonir gefur. Jón þessi er lögfræðings- efni, á Jón Thoroddsen sagnaskáld Húseignin BRÆÐRATUNGA á Stokkseyi'i, ásamt exTðafestu- löndum, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Á eigninni er gott íbúðarhús 11X12 al„ heyhlaða, sem tekur ca. 500 hesta, fjós fyrir 7 kýr, hesthús fyrir 15—20 hesta, fjái'- hús fyrir 70 fjár. Eigninni fylgja ennfremur 30 kúggildi í fi'íðu. Mjög hægir borgunai’skilmálai'. Semja ber við eiganda eignai’- innar. Stokkseyri 10. mars 1923. Árni Tómasson. KINDAKOT ÁGÆTT. Yi’jar í Landmannahi’. fást í vor til ábúðar, og keyptar fyrir lágt verð. þar má og hafa haust- vetrai’beit fyrir tugi hesta. Reykjavík, Laufásv. 43, 27/3 1923. Vigfús Guðmundsson. Á næstliðnu hausti var mér dregið hvítt hrútlamb með mínu marki: Stýft, biti aftan hægra. Lamb þetta á eg ekki. Réttur t ig- andi vitji andvii’ðis lambsins og semji við mig um markið. Gunnarsstöðum 1. jan. 1923. Ragnheiður Árnadóttir. fyrir afa, og Theódóra Thorodd- sen fyrir móður. Skáldakynið er því ótvírætt. Flugur era skáld- skapur í óbundnu máli. Setning- arnar stuttar og fallegar. Efnið stundum djúpviturt. Af þessu litla kveri má sjá það, að Jón Thor- oddsen hinn yngri getur orðið snjall og einkennilegur x’ithöfund- ur. í því litla, sem hann hefir rit- að, bregður fyrir alveg óvenjuleg- um neistum. ** ----o—— þykkvibajrlnn í hættu. í fyrra sumai tók þveró að flæða rneir en fyr hafði verið, yfir engi jxykkvbæinga og allmikinn hluta af Safamýri. Eru þar nú í hættu 40—50 hýli, og um 40 þús. hesta engi, surnt af því liið grösugasta, sem lil er á landinu. Verði ekki flóð þetta stemt að ósi, flosria upp ó þessu svæði um S00 manns og jaröirnar leggjast í eyði. Senniiega yrði að kosta fólkið til Ameriku, ef landið hefir þá efni á því. Nýlega komu tveir fulltrúar þykkbæinga til fundar við stjórn og þing, þeir Hafliði i Búð og Ingimund- ur í Hala. Lýstu þeir ástandinu greinilega fyrir landsstjóminni og ijárveitinganefndum þingsins. Var af- ráðið að setja tvær timburstýflur i ósa þá, sem vatnið flæðir nú um, yfir ræktarlandið, og lilaða síðan torf- garða hak við þær. .Jafnframt því verð- ur leitast við að hjálpa ánni til að dýpka meginósinn, svo að neðar graf- ist farvegurinn og straumurinn leiti minni á bakkana. Geir Zoega stýrir verkinu, og verður hafist handa snemma í vor. ----o----- Veðurátta. Einmunatíð um alt land, þítt í bygð dag- og nótt viku eftir viku. Undir Eyjafjöllum era tún farin að grænka mikið. í Mý- vatnssveit er búið að sleppa bæði ám og gemlingum. Nýtt blað. Símfréttir úr Skaga- firði og Borgarfix’ði herma að Mag-nús Guðmundsson og hans nánustu félagar leitist við að safna fé í nýtt blað. Mun það vei-a' kosningablað, einskonar útibú fi’á Morgunblaðinu. Fjársöfnunin kvað ganga ti’eglega. þingmennirnir Guðnx. Guðfinns- son og þorleifur Guðmundsson fóru austur yfir fjall á skíi’dag, í bíl. Vegurinn auður eins og á sum- ardag. þeir sitja heima að búum sínum yfir hátíðina. Ritstjóri: Txyggvi þórhallsson. Laufási. Sími 91. Pi’entsmiðja Acta h/f.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.