Alþýðublaðið - 17.05.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.05.1927, Blaðsíða 2
I 2 A LI? Y Ð Ú tí L A t) IÐ ALÞÝBDElAíI® kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin Irá kl. 9 árd. til ki. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9V2-10Va árd. og kl. 8-9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skriistofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálisa. Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan (i sama húsi, sömu símar). Pólitísk loödarabrogð. Þó að þaö megi á ýmsa vegu líkja stjórnmálunum við fjölleika hús, og þó að þar séu leiknar margar listir og misjafnlega glæsilegar, þá mun það þó fá- títt, að stjórnmálaflokkur, stærsti flokkur í þingi, stjórnarflokkur, gangi fram á sviðið og sýni kjös endum töfrabrögð, loddaraskap á borð við það, sem flökkulýður býður upp á í smáþorpum suður í löndum, þar sem menn stíga ekki í mentunina. Það verður nógu fróðlegt að vita, hvort stjórnarflokkurinn íslenzki ætlar að þora að ganga fram á sviðið með auðvalds-pípuhattinn sniðhalt á höfðinu, þaó augað í pung, sem að íhaldsmönnum veit, og snúa sér að kjósendum, smokka há tíðlega ermunum upp fyrir oln boga, svo að aliir sjái, að engin svik séu i tafli, og segja rétt eins og venjulegir trúðar: „Hátt- virta samkoma! Hámentuðu kjós- endur! Ég ætla í dýpstu auð mýkt að leyfa mér að sýna ykkur dálítið bragð. Hérna sjáið þið gal- tóman stokk. Það er engin kjör dagsfærsla í honum. Og hérna sjáið þið stjórnarskrárfrumvarp sem ég legg í stokkinn og loka honum, svo að allir sjái, að hér sé alt með feldu. Svo samþykk- ir neðri deild stjórnarskrárfrum varpið, og nú opnum við stokkinn aítur. Sko! Þarna liggur kjördag- urinn færður, háttvirtu kjósend- ur! Þó að færslan væri áðnr feld með íhaldsatkvæðum. Auðvitað er þetta engin galdur, því að stjóm- arskráin mælir svo fyrir, að ef breyting á stjórnarskránni sé sam- þykt, skuli rjúfa þing og efna til nýrra kosninga innan tveggja mánaða. Þetta er því alt náttúr- legt.“ Nei, J>að er satt; það er enginn galdur; — það er auðvirðilegasta ioddarabragð, sem ekki er sæm- andi nema pólitískum apatrúðum. Fyrst er lhaldsflokkurinn hinn staffýrugasti með að samþykkja ftv. um færsiu kjördagsins, en þegar á daginn kemur, hvað ein- róma almenningíálitið er þvi and- vígt, íara sum ókærnustu ihaldsat- kvæðin að titra, leggja niður róf- una og eyða síðan þessu ástfóstri sínu. S^órnln hef ir lagt fram st órn- arskrárfrv,,—ekki af því, að hún eóa hennar Lið væri óángegt með stjórnarskrána, heldur þvinguð af einróma almenningsáliti, sem þyk- ir hún öfrjálslynd. Frv. er því borið fram af hræsni, og svo er gengið frá því, að engum rnuni líka, hvorki liði stjórnarinnar né öðrurn. Hún læzt hafa gert skyldu sína með því að hafa borið frarn frv., en óskar þess á hinn bóg- inn, að það nái ekki fram að ganga. Svo fellur kjördagsfærsl- an, og alt í einu lifnar áhugi í- haldsflokksins fyrir stjórnar- skránni, því að sé bréytingin sam- pykt, flyzt kjördagurinn sjálf- krafa. En íhaldsmenn geta ekki að því gert; þeir eru á móti kjör- dagsfærslunni eftir sem áður. Það er ótrúlegt, að íhaldsflokkurinn haldi, að landslýður klappi hon- um lof í lófa, þó að hann leiki þetta bragð. Þáð sjá allir í gegn um það, og afleiðingin verður sú ein, að við kosninguna verður flokkurinn „píptur út“, sem kall- að er, en það er þó tæplega til- gangur flokksins. í „Mgbl.“ í fyrra dag eru auglýstir kosninga- tilburðir flokksins, en það verð- ur engu að síður að ganga að þvi vísu, að enginn stjörnmálaflokkur setji sig svona á bekk meÖ far- andloddurum. En ef svo skyldi þó reynast hér, sem ólíklegt er verður það verst fyrir flokkinn sjálfan. Meðrl deilð. F áíækralagafrumvarpið samþykt. Það er alkunna, að þegar rétta- bótakröfur alþýðunnar eru orðnar svo háværar, að auðvaldið treyst ir sér ekki lengur til annars en að láta örlítið undan síga, þá not- ar það öll ráo til að flækja málin og skóbæta gömul ólög, í stað þess að nema þau úr gildi. Svo er um gerðir íhaldsstjómarinnar og alþingis í fátækramálinu. Sama daginn og auðVald efri deildar fellir aftur burt úr stjórnarskrár- frv. ákvæðið um, að sveitarstyrk- ur valdi ekki missi kosningarétt- ar, afgreiðir n. d. skóbótina á fátækralögin, frv. um þau eins og það kom fíá e. d. Þetta var í gær við eina umr. Auðvaldið von- ar, að erfiðara reynist að fá bæt- ur ráðnar á gömlum ólögum, ef nýtt ártal er komið á þau. Þó voru nokkrir auðvaldsþingmenn óánægðir, en af mismunandi á- stæöum. Hákoni þótti t. d. það að frv., að starf hreppsnefnda yk- ist eitthvað við breytinguna. E. d. haföi sett það inn í frv., að styrk- þegi sjálfur, ef hann er innsveitis- maður, og meiri hluti hrepps- nefndar þurfi að skrifa undir í sveitarbókinni, að styrkur sé veitt- ur, til þess að bókunin sé sönn- un fyrir skuldinni. Þáð kallaði Hákon að skmmskæla lögin. Híhs vegar er það nú komið inn í þau, að sveitarstjórn fái alt að þriggja tnánaða frest til að ákveða, hvort styrkur skuli endurkræfur eða eigi og að ákvörðun þar um geti styrkþegi eða sveitarstjórnarmað- ur skotið innan mánaðar til úr- skurðar sýslumanns í sveitum, en í kaupstað til atvinnumálaráðherra. Getur þá t. d. einn rnaður i bæj- arstjórn Reykjavikur komið til M. Guðm. eða eftirmanns hans og sagt: Meiri hlutinn á bæjarstjóm- arfundinum samþykti, að þessi „æsingabelgur“, hann Jón Jóns- son, mætti halda kosningarétt- inum, þó að hann þiggi styrk frá bænum. Nú skora ég á þig að önýta þá siamþykt. — Og svo ræður ráðherrann einn gerðum sínum um það mál. Til dómstóla kemur það aldrei. — Einnig kom auðvald efri deildar því inn í iögin, að enginn geti unnið sér sveit næstu 10 árin eftir að hann befir þegið styrk, hvort sem hann er endurkræfur eða ekki, t stað fjögurra ára, svo sem nú hefir verið um skeið. Frá því fáa, sem samþykt var af brtill. Héðins Valdimarssonar, hefir áður verið skýrt, en till. Jóns Baldv. í e. d. voru samkvæmar auknum réttar- kröfum, er Héðinn bar áður fram í n. d. — H. Stef. lagði til, að frv. yrði vísað aftur til stjórnar- innar, en sú tillaga var .feld með 15 atkv. gegn 6. Síðan var frv. gert að lögum með 18 atkv. gegn 6, en ekki ganga þau þó í gildi fyrr en um áramót. Þessir greiddu atkv. gegn frv.: Héðinn, H. Stef., Hákon, Jakob, J. A. J. og P. Þ. Þrír voru þá ekki við: Ingólfur, Sveinn og Tr. Þ. Hinir játuðu allir. j Landsbankafrumvarpið o. fl. Um það fór frarn 3. umr. Komu fram nokkrar br.till., flestar frá „Framsóknar“-flokksmönnum, en tillögur þeirra voru allar feldar, Þar á meðal var ein frá H. Stef. og Sveini um, að opinbera sjóði skuli geyma í Landsbankanum og útibúum hans. Þó tóku þeir Söfn- unarsjóðinn undan. Féll sú till'. með ’ jöfnum atkv. (13 gegn 13), en Sveinn, annar flutningsmaður- inn, var ekki á fmrdi. Við þá at- kvæðagreiðsluna urðu þau manna- skifti, að Klemenz gekk með í- líaldsmönnum, rétt í þetta skíftið, og hjálpaði þeirn til að felía til- löguna, en Hákon var að þessu sinni í staðinn með stjórnarand- stæðingunum og tillögunni. H. Stef. og Sveinn vildu og breyta I nafni bankans og héti hann Þjóð- banki fslands, en það var felt. En þótt tillögur þeirra „Fram- sóknar“-flokksmanna væru allar feldar og Tr. Þ. kvartaði sáran um, sem eðlilegt var, hve af- greiðsla málsins væri gerð 1 ílaustri,þá greiddi enginn úr þeim fíökki atkv. gegn frv., en sumir með því, og var það samþykt með 19 atkv. gegn þrernur, Héðins, Ben. Sv. og Jakobs, . og endur- sent e. d. — Þannig braut „Fram- sóknar' -flokkuiinn gegn aðalkenn- ingu sinni, að ábyrgð á fjárreið- um eigi ekki að vera takmörkuð, með því ýmist að samþykkja eða láta viðgangast, að ábyrgð ríkisins á skuldbindingum síns eigin banka sé takmörkuð að lögum. Frv. um breytingu á skemtana- skattslögunum var afgreitt sem lög danzleikja- og kúlnaskáka- (billiard-) skatturinn. Einnig var lögleidd heimildin fyrir stjórnina til að veita „Fáki“ veðmálaleyfi við kappreiðar, og sé það veitt til 5 ára í senn. Var frv. samþ. með 14 atkv gegn 2. Hvort tveggja var afgreitt við eina umr. Efri deiSd. Stjörnarskrárfrumvarpið samþykt. Draugur kjördagsfærslunnar vakinn upp með spánnýrri sær- ingar-aðferð. Stórmerk raeða 2. landkjörins frk. Ingibj. H. Bjarnason. Tveir framsóknarmenn draga asna ihaldsins úr dýki. Frv. um breytingu á stjórnar- skránni var til einnar umr. í gær. Urðu umræðurnar alllangar og beindust mest að því, sem undir. steini liggur hjá íhaldinu, færslu kjördagsins. Ihaldið þykist hafa gert sína skyldu að hjálpa til að fella færslu kjördagsins, en frammi fyrir kjósendum mun það reyna að þvo af sér, að kjördag- urinn hafi verið færður; það sé — því miður — öhjákvæmilegt nú, af þvi að stjórnarskrárbreyt- ing hafi verið samþykt. Það var blátt áfram raunalegt að sjá flokk, sem vill láta taka sig alvarlega, leika þennan skrípaleik með sunnudagsandliti í sjálfu þinginu. Það bætti ekki úr skák fyrir í- haldinu, að einn merkasti þing- maður flokksins, frk. Ingibjörg H. Bjarnason, taldi sér ósamboðið að vera með í leikspilinu. Frammi- staða hennar var þeim hmn meiræ auðmýkjandi fyrir flokkinn, sem það ér í annað sinn á þessus þingi, að hún af siðferðilegum á- stæðum neitar að taka þátt í braski flokksins. Afstaða frk. Ingibjargar til málsins er hrein og glögg; hún er ílxaldsmaður af beztu gerð, trúir á málstað sinn„ en vill ekki, að flokkur hennar afli sér gengis með brellum. Hafði hún borið fram br.tíll. í þeim anda og mælti fyrir þeim. Hún kvaðst enga breytingu vilja á aðstöðu landskjörinna þingmanna frá því„ sem nú er, af því að þeir hefðu þann höfuðkost að vera óháðari kjósendum og stjórn en aðrir þingmenn bæði vegna lengdar kjörtímábilsins og áhrifaleysis. þingrofs á þá. Enn fremur séu peir landskjörnu ’/7 annarar þing- deildarinnar og því viðunanleg kjölfesta í þinginu. Taldi hún. landskjörið hafa gefist sæmilega þau 10 ár, sem það hefði verið í lögum; af 12 landskjörnum hafi: 5 oróið ráðherrar og þar af 3 for- sætisráðh. Því skal hér skotið inn i, að Alþbl. er þessum skoðunum frk. Ingibjargar algerlega ósam- mála; það er hins vegar skylt að.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.