Tíminn - 20.12.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.12.1924, Blaðsíða 3
T I M I N N 201 hefir sjálf helgað með vígslum og yfirsöng. Fegurð grískrar menn- ingar, festa Rómverja og dreng- skapur germanskrar heiðni er kirkjunni ekki óviðkomandi. J>eir tímar eru undir lok liðnir, að al- menningur fái ágætum „heiðingj- um“ dauflegan dvalarstað hjá ilelju.eins og Dante gerir í„Divina Comedia“. f>að voru til menn eítir guðs hjarta áður en saga kirkj- unnar hófst og utan hennar vé- banda, eftir að vald hennar óx. Kirkjan á að vera svo víð milli veggja, að þeir rúmist í hóp helgra manna. Iiún má engum perlum kasta, heldur safna öllu í sjóð sinn. Kirkjan verður að njóta allra helgra manna, sem standa eins og fjallstindar úr hafi tímans, og enn hefir ekki vatnað yfir. Hin besta stoð kirkjunnar eru lielgir menn. Mannadýrkun er ekki hættuleg, ef þeir menn eru ágætir, sem litið er upp til. það eru menn- irnir, sem eru innblásnir af guðs anda, en hvorki bækur né stofn- anir, nema að svo miklu leyti, sem innblásnir menn eru þar að verki. Sýnir og vitranir hafa án efa átt ríkan þátt í að veita ýmsum ágætum mönnum þrek til að berj- ast hinni góðu baráttu. En þó mun ílest opinberun hafa orðið með sama hætti og þegar hugsunum vorra hversdagsmannanna skýtur upp úr djúpi sálarinnar. lnnblást- ur og opinberun verða ekki skýrð fyr en sú gáta er ráðin, hvernig hugsanir vorar verða til. það er eins og elding slái niður eða öllu heldur ljósi sé brugðið upp í sálu mannsins. En hvernig þetta verð- ur, er hulinn leyndardómur. Hin hversdagslegustu fyrirbrigði sál- arlífsins eru enn óskýrð, en þegar gátur þeirra verða ráðnar, fæst um leið lausn á hinum háleitustu fyrirbrigðum trúarlífsins. Manna- setningar verða ekki greindar frá guðlegri opinberun eins auðveld- lega og kirkjan hefir oft haldið. Hjá hinum ágætustu mönnum rennur hið mannlega og guðlega saman, svo ekki verður sundur greint, eins og grænka jarðarinn- ar rennur saman við bláma him- insins út við sjóndeildarhringinn. Göfgi mannanna er guðleg opin- berun. Helgir menn eru kirkjunn- ar sterkustu stoðir. En þá er ekki átt við helga menn í kaþólskum skilningi. Vorflóð siðbótarinnar sópaði burtu fimm sakramentum, helgum dómum og dýrlingum. Fyrir það verður siðbótin ekki ái'eld. Helgra manna sögur sann- færa lesandann fljótt um það. þar er sagt frá dýrlingum en ekki mönnum með holdi og blóði. Sum- ir eru einsetumenn, sem berjast við djöfla og gera kraftaverk svo undursamleg,að galdrasagnir heið- inna manna komast ekki í hálf- kvisti við það. Aðrir eru riddarar, sem berjast við óvætti. þar er blandað saman þjóðsögum og Keiðnum goðsögnum. Dýrlingur- inn dregur að sér allar undursam- legar sagnir. það hleðst utan á hann þar til ekki sést móta fyrir mannlegum eiginleikum. Kynja- sögur af einum dýrling eru færð- ar yfir á annan. Hver borg og hvert land vill gera sinn dýrling sem dýrlegastan. í frásögninni er vénjulega lítil list og lélegt mál. það er hreinsun að því þegar þess- ir trjámenn trúarlífs miðaldanna sópast burtu með vorflóöi siðbót- arinnar. En siðbótin hefði mátt setja sanna menn í staðmn. Hún hefði átt að setja í kórinn ýmsa hina ágætustu fulltrúa heilagrar kristni. það er ekki allra eðli að líkja eftir Lúther í trúarefnum. það er ekki við allra hæfi að vera steyptir í sama móti og hann. Trúareðli manna er með ýmsum hætti. Einn laðast að Lúther, ann- ar að Melanchton, sá þriðji hefir mest uppáhald á Bernhard frá Clairvaux, hinn fjórði hyllir Thomas a Kempis. Lúthersk kirkja þarf að opna sal sögunnar fyrir börnum sínum. þar er um auðugan garð að gresja. Eitthvað handa öllum. Mikilmenni kristn- innar, innlend og útlend, þarf að diaga fram í dagsljósið. þeir eiga að standa inst í kórnum. en Krist- ur yfir altarinu. Jesús guðspjallanna er hin mikla uppgötvun síðari tíma. Á þeim grundvelli verður reist sú siðbót, er nú stendur fyrir dyrum. I trúar- og kirkjulífi Norðurálf- unnar má sjá öll tákn nálægðar siðbótar. Fyrirboðarnir eru nú jafnskýrir og á 15. öldinni. Hinum vísindalega undirbúningi er um það bil lokið. Vér bíðum hins spá- mannlega eldmóðs, er kveiki í tötr- um gamallar trúfræði, sem enn hylja Kristsmyndina sjónum al- mennings. Siðbót Lúthers opnaði biblíuna fyrir alþýðu manna. Nú- tíminn greinir milli hinna einstöku rita biblíunnar og setur guðspjöll- in í öndvegið. Kaþólsk kirkja horf- ir á Krist gegn um gleraugu há- spekinnar., Lúthersk kirkja lagði höfuðáherslu á bréf Páls postula. Nútíminn leitar Jesú sjálfs eins og honum er lýst í guðspjöllunum eftir sögusögn handgenginna lærisveina. það var eins ástatt um Kristsmynd kirkjunnar og um helgra manna sögur miðaldanna. Siðbót Lúthers skolaði burtu dýr- hngunum. Helgir ménn kristninn- ar eiga því að geta staðið oss fyr- ir hugskotssjónum eins og þeir voru í lifanda lífi. Sú siðbót, sem nú er undirbúin og fyrir dyrum stendur, mun endurnýja Krists- Heirailisiðnaðarfélag Islands. Umsóknir um styrk úi' sjóði félagsins, árið 1925, þurfa að vera komnar fulltrúaráðinu í hendur fyrir 30. apríl n. k. títíla skal um- sóknirnar til félagsins, eu senda þær forseta þess, frú Karólínu Guð- mundsdóttur, að Skólavörðustíg 43 í Reykjavík. Fylgja verða glöggar skýrslur um störf umsækjenda heimilisiðnaði til umbóta. Tímaritið IÐUNN býður nú þessi kostaboð: Nýir kaupendur, sem senda andvirðið með pöntun, fá II.--VIII. árg. fyrir 1,00 krónu hvern, alls kr. 7.00. (Verð kr. 43.00, 1. árg. uppseldur). IX. árg. er nú að byrja og kostar Iðunn eins og áður kr. 7.00. Alls verða menn þvi að senda með pöntun kr. 14.00. 18®?“ Slíkt boð hefir aldrei verið boðið áður, og* verður ekki boðið aftur. Þetta gildir aðeins fyrir þá, sem panta, strax, er þeir sjá þessa auglýsingu, enda upplagið orðið mjög lítið og fá þeir, sem fyrstii' verða. Afgreiðsla Iðunnar, Pósthólf 451 Bergstaðástræti 9. Reykjavík. Heimilisiðnaðarfélag íslands. Félagið lætur kenna vefnað í Réykjavík á næsta hausti. Kenslan hefst 1. október, en endar 30. nóvember. Umsóknir þeirra, er njóta vilja kenslunnar, séu komnar fulltrúaráðinu í liendur fyrir 30. apríl n. k. Stíla skal umsóknirnar tii félagsins, en senda þær forseta þess, frú Karólinu Guðmundsdóttur, ;ið Skólavörðustíg 43 í Reykjavík. Nem- endur eiga sjáltir það er þeir vefa, en greiða 75 kr. fyrir kensluna. Ofið verður úr innlendu efni, er því nemendum hentugt, að bafa að heiman ullarband, t. d. einþa tt fyrirvaf. mynd kirkjunnar. Hin nýja Krists- mynd kirkjunnar verður altaris- tafla tuttugustu aldarinnar. Deil- an um það þagnar, hvort Kristur hafi verið guð eða maður. Á því veltur alt, að menn hafi þroska til að sjá Krist eins og hann var. Hugmyndir manna um Krist fara eftir þeirra eigin sálarþroska, en ekki eftir því, hvað þeir kalla hann. Oftlega hafa þeir, sem hyit hafa Krists fræði fyrri alda, þó dregið hann niður í undirheima meðalmenskunnar í ræðum og riti. þráfaldlega hafa þeir, sem kirkju- legri Kristsfræði afneita, haft há- leitari hugmyndir um Krist. En undir því á kirkj an alt sitt, að Kristsmynd hennar, sem yfir altarinu hangir, sé göfug og tígu- leg eins og lýsingar guðspjall- anna. Um þá lýsingu þarf ekki að bæta. Hún er sönnust mynd þeirr- ar göfgi, er vér þekkjum hæsta. Hún er sú opinberun guðdómsins, sem mannkynið. hefir mesta hlotið. Skólakúsið á Laugum. Smíðinu er nú lokið að sinni, húsið fullgert að utan og innan að undanskildu efsta lofti, sem verð- ur sundurhólfað þegar þörf kref- ur, og eftir á að mála veggi inn- an og dúkleggja. Grunnflötur húss ins er 200 m2, en gólfin fjögur: Kjallari, tvær stofuhæðir og loft með kvistum. í kjallaranum er eldhús, matsal- ur fyrir 40 manns, þvottahús, bað, | salerai og geymslur. Á næstu hæð eru skólastofur tvær, íbúð skóla- stjóra o. fl. Á efri hæð eru heima- vistir og íbúð kennara, og á lofti \-erða heimavistir og íbúð þjón- ustufólks. Útveggir allir, að und- ; anskildum austurvegg,sem byggja ’ á við síðar, eru tvöfaldir, úr járn- bentri steinsteypu, skilveggir og gólf steypt, að undanskildu efsta lofti, sem er af tré. pakið er gert úr borðiviði með pappa og báru- járni. Heimavistir, sem fullgerðar eru, rúma 30 manns, án þess að þrengt sé að, en 10 geta bæst við á efsta lofti. Herbergin öll eru rúmgóð, björt og sólrík; aðeins 3 af 30 íbúðarherbergjum njóta ekki sólar. En það sem mest þykir þó um vert við þetta hús er hin dýr- mæta laugahitun og heita og kalda vatnið, sem leitt er víðsvegar um húsið. þegar jarðhiti er notaður til þess að hita upp hús, þarf ofna- stærðin að vera svo mikil, að næg- ur hiti sé 1 aftakakulda, því ekki verður jarðhitinn aukinn né mink- aður, eins og á sér stað i eidstóm, en auðvelt er að takmarka vatns- renslið og loka fyrir ofnana til hálfs eða fulls. Fyrir þessu er séð á Laugum, en mest er sú aðferð notuð, að hafa opna glugga daga og nætur, þegar of heitt þykir. Húsið er því sannnefnt heilsu- hæli. Heita vatnið er tekið úr laug uppi í fjalli, 500 metra frá húsinu. Fallhæðin að grunni hússins er 60 m., en vatnsmagnið 2*4 lítri á sekúndu. Ekki þyrfti nema helm- ing þessa vatns til hitunar, en vegna vetrarsundlaugar, sem fyr- irhugað er að byggja, er gott að hafa þetta vatnsmagn. Hitinn. í lauginni er 56 stig. C., en heim- Fomið er vatnið 55 st. C. þrent er það, sem styður að því, að vatnið kólnar ekki nema um 1 gr.: Um- búnaður á leiðslunni, fallhæðin og vatnsmagnið. Út úr húsinu fer vatnið 49 stiga heitt. Kostnaður á svona hitun er líkur og á venju- legri miðstöðvarhitun. Mismunur- inn fer eftir vegalengd höfuð- leiðslunnar og hitamagni vatns- ins. Hér lá mismunurinn aðallega í auknum 'vinnulaunum við um- búnað á höfuðleiðslunni. Eigi að meta héita vatnið til peninga og reikna hitann eftir nú- gildandi verði kola og miða eyðsl- una við miðstöð, sem gæfi þolan- legan hita, þá má ekki gera ráð fyrir minni eyðslu en 30 smálest- um á ári, en með flutningskostn- aði gerir það fullar 3000 kr. Sé miðað við 6% vexti, svarar þetta til höfuðstóls að upphæð 50,000 kr. Lóðina undir húsið og allmik- ið land vel fallið til ræktunar hef- ir hr. Sigurjón bóndi Friðjónsson á Litlu-Laugum selt fyrir eitt þús. kr. Slíkt má kalla rausnargjöf en ekki sölu. Auk þess getur skólinn fengið i/g af jörðinni fyrir sann- gjarnt verð. Allur kostnaður við skólahúsið er milli 80 og 90 þús. kr. Ríkið hefir lagt fram * 1 2 * * 5/5 kostnaðar, eða alt að 35 þús. kr., hitt hafa ping- eyingar lagt fram. meistarann í þessari baráttu. í öðru lagi hugsar Sig. Guðmundsson, að hinn endurbætti skóli verði aukinn gagnfræðaskóli fyrir bænduma, að þaðan útskrifist „bændastúdentar", þ. e. menn, sem að loknu námi hverfa heim í átthaga sína og verða þar bænd ur, en njóta góðs af ítarlegri skóla- göngu. þriðja ástæðan, sem vel mætti halda á lofti, er sú, að á Akureyri má á vetrum iðka margar þær íþróttir, sem eru hollar unglingum í löngum skólum. par má róa og sigla á höfn- inni, iðka skíðahlaup og skautagöng- ur. Er aðstaða sú öll miklu betri en i Keykjavík. í þetta sinn ætla eg ekki að segja þér ítarlega frá baráttunni um mál- ið á Alþingi. pú veist sjálfsagt, að það cru Framsóknarmenn, sem hafa borið málið fram til þess sigurs, sem unn- mn er, og að það eru flokksbræður þínir, íhaldsmennirnir, sem hafa bar- ist af öllu afli fyrir að hindra þessa endurbót. Sú saga kastar ekki miklum ljóma yfir samherja þína sem menn- ingarfrömuði. Nú er svo langt komið, að 4. hekkur starfar á Akureyri. Vænt- anlega kemur 5. og 6. bekkur á eftir og svo prófréttur við tækifæri. Síðan þarf að hlúa svo að skólanum, að hann geti á allan hátt verið úrvals- heimili fyrir úrvalsmenn. 1 Noregi er þróunin í þessu efni svipuð og hér. par eru flestir hinir gömlu mentaskólar í bæjunum, og miðaðir við þarfir bæjamanna. petta þoia bændurnir ekki, að láta bola son- um sínum og dætrum frá þeim mentastofnunum, sem öll þjóðin kost- ar. peir hafa krafist að reistir væru serstakir mentaskólar fyrir dugandi námsmenn, sem byrja seint og geta lagt mikið að sér. pessir skólar eru nú 5 í Noregi og verða sennilega fleiri. Stærsti skólinn er í Voss, skamt ofan við Björgvin. par lét vinstrimanna- stjórnin á striðsárunum reisa glæsi- lega höll úr steini fyrir eina miljón króna. Nemendur eru þar nokkuð á þriðja hundrað. Menn ljúka þar stúdentsprófi á 4 árum, en kenslan er í 10 mánuði ár hvert. Eg hlustaði þar á kenslu nokkra daga í haust. Kensl- an virtist vera í ágætu lagi. Piltar í 4. bekk töluðu á fallegri ensku við kennara sinn um leikrit Shakespeares. — í engum ríkisskóla í Noregi þekk- ist það eins og hér er siður, að stækka skólana eins og harmoníkubelg — eft- ir aðsókninni. Skólarnir hafa ákveðna bekkjatölu og ákveðna nemendatölu.Ef fleiri sækja en rúm er fyrir, er skor- ið úr með samkepnisprófi. Eg reyndi að koma á þessari sjálfsögðu reglu við mentaskólann, með þingsályktun í vetur sem leið. Með því mátti spara mörg embætti við skólann og væntan- I lega hreinsa úr skólanum nokkuð af liðléttingum. En íhaldið fann til með bekkjarlöllunum og bjargaði þeim En um leið var flokkurinn sviftur vopni i baráttunni móti þróun Akur- eyrarskólans. Úr því Reykjavík má unga út ótakmarkaðri tölu af stú- dentum, og ekki þarf þar að sálda úr þynningana, þá getur ekki verið hætta, þótt dálitil viðbót dugandi manna komi frá Akureyri. Norsku bændurnir skilja vel hví- líka þýðingu þessi skólahreyfing hef- ir. Héruðin leggja mikið á sig til að fá ! þessa nýju skóla. Upptök þessara j „bændasonaskóla" eru nálega ætíð hin : sömu. Áhugasamir menn skjóta sam- ; an nokkru fé. Sveit eða amt leggur til meira eða minna fullkomið húsnæði. I Kennarar eru fengnir, sem áhuga ! hafa á málinu, og vilja fóma ein- liverju meðan erfiðleikamir eru sem I | mestir. Ríkisstyrkur er veittur til ■ , reksturs skólans. En venjulega er myndað félag til stuðnings skólanum ! hin fyrstu ár. Áhugasamir menn í því I héraði, sem skólinn starfar aðallega fyrir, lofa vissu árgjaldi, eftir efnum cg ástæðum hin fyrstu ár. Nemendur greiða skólagjald, sem gengur til at5 standast kensluna. Smátt og smátt þróast skólinn og ríkið tekur hann að sér. pá koma hinar nauðsynlegu hyggingar, áhöld og kenslulið. í Nor- egi má nú í dag sjá þessa þróun á öll- um stigum. Voss-skólinn er nú full- myndaður og hinir yngri bræður sigla i kjölfarið. Hér þarf vitanlega ckki nema einn slíkan „bændasona- skóla". Námstíminn ætti að vera 5 ár, átta mánuðir á ári, eins og gert var ráð fyrir i frv. porsteins M. Jónsson- ar 1923. pá ættu ekki að vera í Akur- eyrarskólanum nema 100—120 manns a ári, eða eins og þar er nú. Heima- vistin gæti rúmað helming þessara manna, móske alt að 80, með því að gera „langa loft“ á efstu hæð. Ilér er ekki að ræða um dýra end- urbót, heldur um átök milli Reykja- vikur og bygðavaldsins. Reykjavík vill blósa sinn skóla sundur, og opna hórnum sínum götu að námi og lands- sjóðslaunuðum embættum. Bændurn- ir borga líka sinn skerf tii þessa stóra cg dýra skóla. peir eru seinþreyttir til vandræða. Lengi létu þeir bjóða sér það að borga fyrir réttindi, sem þeir voru i verki útilokaðir fró að nota nema með afarkostuin. En nú hafa þeir vaknað. Og jafnhliða þvi að bænd urnir heimta sinn rétt í samgöngum, aðgang að starfsfé, og að þungamiðja þjóðlífsins haldi áfram að vera í bygðum landsins, kemur krafan um jafnrétti í uppeldismálum. Höfuð- staðarbúar hafa nú mentaskóla, sem er sniðinn eftir kröfum fólksins þar, eins og það skilur lífið. íslensku sveitamennimir feta i fótspor frænda sinna í Noregi, og láta ekki afskifta sig um aðgang að langskólanámi fyrir börnin, sem til þess duga. Úrslitin í baráttunni um fyrirkomu- lag Akureyrarskólans eru ekki vafa- söm. Sjónarmið sveitanna hlýtur að sigra þar. Með honum mæla öll skyn- samleg rök. Móti mæla aðeins hags- munir þess hluta þjóðarinnar, sem nú hefir trygt aðstöðu sína til langskóla- náms, en sem ekki getur felt sig við að samborgaramir fái samskonar að- stöðu, miðað við þeirra kringum- stæður. J. J. Kaldalónsþankar III, nýtt lag fyrif harmoníum, eftir Sigvalda j Kaldalóns tónskáld, er nýkomið út. Hvílir yfir því sami þýðleiki 1 og einkennir öll lög hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.