Alþýðublaðið - 18.05.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.05.1927, Blaðsíða 2
g ALHYÐDBLAðíÖ ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va—10 Va árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindállta. « Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan J J (í sama húsi, sömu simar). > Alpingi. Sameinað fiing hélt tvo fundi í gær. Auk kosn- inga þeirra, er skýrt var frá í gær, voru kosnir bankaráðsmenn Landsbankans, aðrir en formað- urinn, sem ríkisstjórnin velur.og fór kosningin mjög fljótlega fram eftir að Landsbankalögin höfðu verið hömruð í gegn um þingið. Kosnir voru af listum án atkvgr.: Jónas frá Hriflu, Jón Árnason, framkvæmdastjóri Sambands ísl. samvinnufélaga, Jóhannes bæjar- fógeti og Magnús dósent. Vara- menn voru kosnir á sama hátt: Metúsalem Stefánsson, Bjarni Ás- geirsson á Reykjum, Árni frá Múla og Jón Kjartansson. Kosn ingin er til fjögurra ára, sem telst frá því, að lögin verða staðfest. — I fulltrúaráð íslandsbanka var Magnús Kristjánsson kosinn til ársins 1935. Fengu þeir Björn Kristjánsson fyrst 20 atkv. hvor, en við endurtekna kosningu fékk M. Kr. 21, en Björn 19 atkv. I. H. B. var ekki á fundi meðan kosningar þessar fóru fram. Yfirskoðunarmenn landsreikning- anna 1926 voru kosnir: Árni frá Múla og Pórarinn á Hjaltabakka af íhaldslista, sem fékk 21 atkv., og Pétur Þórðarson af „Fram- sóknar“-flokkslista, sem fékk 18 atkv. Jörundur var 2. á þeim lista til endurkosningar, en féll. Einn seðill var auður. Tilmæli höfðu borist frá Dön- um um, að fjölgað yrði mönnum í ráðgjafarnefndinni íslenzk- dönsku, svo að fjórir yrðu úr ávoru landi, til þess að stjórn- málaflokkarnir fjórir gætu haft hver sinn mann í nefndinni. Einn- ig átti að kjósa mann í hana í stað Bjarna heitins frá Vogi. Varð allmikill úlfaþytur I þinginu út af fjölgun nefndarmanna. Ben. Sv. hóf andmæli, og virtist telja það inikið sjálfstæðismál, að nefnd- ormenn voru þrír, en ekki fjórir, frá hvorri þjóð. Fylgdu þeir P. Ott. og Jörundur því eftir, en Magn. Torf. kvað það brot á gefnu loforði, ef nefndarmönnum yxði nú ekki fjölgað. Eftir nokkr- ar sviftingar var borið undir at- kvæði, hvort svo skyldi gert, og var fjölgun nefndarmanna sam- þykt með 23 atkv. gegn 13 að við höfðu nnfnakalli. Nei sögðu: Ben. Sv., Jakob, Hákon, Jörxmd- ttr, Einar á Geldingalæk, H. Stef., J. A. J„ Ásg., P. Ott., Þórarinn Jón Kjart., J. ól. og Jóh. Jós Tveir greiddu ekki atkv., Árni og Halld. Steinsson, og þrjú voru ekki við, I. H. B., Sigurj. og Magn- ús dósent. Hinir greiddu allir at kvæði með fjölgun nefndarmanna Tók Ben. Sv. fram, að I. H. B. og Sigurj. hefðu verið á móti fjölg- uninni, en ekki varð það að at- kvæðum. Rétt er, að kosning þá nefnd sé svo háttað, að sinn maður sé úr hverjum stjórnmála- flokki. Komu fyrst fram tveir list- ar. Var Jón Baldv. á öðrum, en Einar Arnórsson á hinum. Ekki vildi Ben. Sy. taka Einar gildan sem fulltrúa „Sjálfstæðis“-manna eða hvað sem sá flokkur heitir nú, og bar fram þriðja listann með Jakobi á. J. Bald. var kos- inn með 17 atkv. og Einar Arn- órsson meÖ 15 atkv. Jakob fékk 2 atkv. Þrír seðlar voru auðir. v- Ónákvæm frásögn um kosn- ingaraðilja, er blaðinu barst í gær þegar það var að verða fullbúið í prentun, mun hafa stafað frá kosningimni á yfirskoðunarmönn- um landsreikninganna. Neðri deild. Launakjörin á strandvarnar skípunum. Frv. um þau kom til 2. umr. Þurfti leyfi deildarinnar til að taka til umræðu nefndarálit, sem of skamt var síðan fram hafði komið. Neitun þess gat tálmað samþykt frv„ þar eð nú mun brátt draga að þingslitum. Þeir einir, sem neituðu, voru: Héðinn, Hákon, J. Guðn., Tr. Þ., Sveinn og Þorleifur. M. T. greiddi ekki atkv. Ingólfur og Jörundur voru ekki. við. Hinir játuðu allir 18. % atkvæða þarf til samþyktar, og vantaði því eitt atkv. til að synja afbrigðanna. Héðinn Valdi- marsson kvað tilganginn með frv. vera þann að Iækka kaup sjó- manna, og myndi síðar verða vitnað til launanna á strandvam- arskipunum sem fordæmis, ef frv. yrði samþ. Það kom líka upp úr Jóni Þorlákssyni, að hann vildi, að kaupið væri sem minst. Tók hann það sérstaklega fram, að skipverjarnir fengju fæði og dval- arstað ókeypis á skipunum, og J. A. J. kallaði, að þeir hefðu þar ókeypis bústað, og virtist þvi á- líta, að skipverjar nú ættu að vera munkar. Héðinn benti á, hversu dvalarstaðartíundin væri fráleit, eða hvort Jón Þorláksson teldi það geta komið til mála, að’ skipverjarnir dveldu annars stað- ar en á skipunum, á meðan þeir gegndu þar starfi, eða hvort hann ætlaðist ti!, að þeir greiddu bú- staðark'igu fyrir skiprúmið. Jón Þorl. ympraði á þvi, að reksturs- halla á verzlunarskipunum þyrfti að jafna með kaupfækkun sjó- mannanna. Héðinn benti þá á, að kaup danskra sjómanna og ís- lenzkra sé líkt, og sé ekki að sjá, að Sameinaða félaginu standi það fyrir þrifum. Ef Eimskipafé- lag Islands tapi, þá muni því frek- ar um að kehna, hvernig félaginu er stjörnað, en Jón Þorl. sé þar í stjórn. Væri mjög ótilhlýðilegt, ef ríkið níddist á sjómannastétt- inni og gengist fyrir því að lækka 'kaup hennar. Myndi og ríkið síður en svo græða á því að útrýma með lági®> , kaupgjaldi dugandi ptönnum af skipum sinum. — Við þessar umræður gerði Ól. Th. yf- ■jrlýsingu, sem sjómenn þurfa að muna eftir síðar, en tíminn leiðir í Ijós, hve mikið verður að marka. Hann kvaðst lýsa yfir því sem formaður Félags íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda og fyrir þess hönd og taka sjálfur ábyrgð á þeim orðum, að félagið skyldi ekki nota sér af samanburði við laun á strandvarnarskipunum, þó að frv. yrði samþ., til þess að knýja fram kauplæk,kun á togur- unum, þegar síðar kæmi til samn- inga um kaup á þeim. Rétt í sömu andránni var Jón Auðunn þó byrjaður á tilvitnunum í kaup og tekjur þeirra, sem hann mun hafa talið lakast setta af lands- mönnum, og vildi með því sanna, að kaup varðskipverjanna yrði nógu hátt eftir frv„ og er nú eftir að vita, hvort því líkar raddir heyrast ekki framar í félagi tog- araeigendanna. Þótti J. A. J. und- arlegt, að svona mikið væri deilt um þeita kaup. Og Jón Þorí. and- varpaði og jiótti ekki blása hyr- lega fyrir almennri kauplækkun starfsmanna ríkisins að ári. Há- kon sá ósamræmið í launum þeim, sem farið er fram á í frv., og kaupi, sem greitt er á verzl- unarskipunum, og tók að þessu sinni betra viðhorfið og mælti með hækkun launaákvæðanna í frv. Jafnframt gat hann þess, að samræmi væri ekki miikið í kaup- lækkunartillögum frv. og því á- kvæði þess, að nú verandi skip- stjórar varðskipanna haldi sínum launum, eins og áður hafi verið um samið, þó að laun „skipherr- anna“ séu tilgreind í frv. Það á að eins við um eftirmenn þeirra. Ætlaði Hákon þenna varnagla standa í sambandi við uppruna frumvarpsins. Ásgeir vildi, að varðskipin yrðu skólaskip, þar sem skipstjóraefni fengju verk- lega æfingu. — Frv. var vísað til 3. umr. með 16 atkv. gegn 6. Stjór'nárskráln o. fl. Jón Þorláksson lagði kapp á að stjórnarskrárbreytingin fengi að koma til einnar umr. í gær í n. d. Til þess flýtis þurfti af- brigði (undanþágu). Þeim neituðu að eins fjórir: Héðinn, Jakob, Sveinn og Tr. Þ. M. T„ P. Þ. og Þorleifur greiddu ekki atkv. Ben. Sv„ J. Guðn., Jör. og Ingólfur voru ekki við. Hinir 16 játuðu allir. _ Þó að stöku „Framsökn- ar“-flokksmenn vilji sftja fætur fyrir stjórnarskrárbrellu íhaldsins, þá brestur aðra þeirra kjark til þess, og sumir fylgja íhaldinu að þeim málum. Full raun verður þó á þvi í dag í n. d„ því að þegar til kom, var stjórnarskrár- breytingin þó bráðlega tekin út af dagskrá og geymd þangað til í dag, eftir ósk stjórnarskrárnefnd- arinnar, svo að hún gæti talað saman nokkur orð, áður en fulln- aðarúrslit vrðu gerð. Tr. Þ. spurði J. Þorl.: Hvenær verða kosningar látnar fara fram, ef stjórnarskrárbreyting verður samþykt? — Því vildi Jón ekki svara af hreinskilni, en kvaðst óska álits þingflokkanna þar um og taldi bezt að fresta ákvörðun- inni. — „Fals undir fögru málí fordildar-hræsnin ber“. Frv. um gjald af innlendum tollvörutegundum var afgreitt sem lög eins og e. d. breytti því, svo og frv. um sorp- og salerna- hreinsun á Akureyri, bæði við eina umr. Hið síðar nefnda tók þeirri breytingu í e. d„ að hreins- unargjald megi ekki að eins leggja á húsin, heldur og á íbúa þeirra. Fljótaskrift mikil var höfð á samþykt frv. um undanþáguna fyrir íslands- banla frá að þurfa að draga neitt af seðlum sínurn úr umferð þetta ár. Var því snarað gegn um allar. — þrjár — umræður í n. d. á þremur samfeldum fundum í gær- kveldi, svo að „fundi er slitið, — fundur er settur" rak hvað annað í sífellu, og tóku tveir síðustú fundirnir samtals þrjár mínútur. Við fyrstu umræðu urðu dálitlar umræður. Mæltu þeir Klemenz qg J. Þorl. fyrir frv. Talaði Klemenz úm erfiðleika á þessum kreppu- tímum. Kunnugt orðtak. Jón ÞÖrl'. lét sér nægja að vísa í ástæður, er færðar hafi verið fyrir sams konar samþykt í fyrra. H. Stef. spurði, hvort J. Þorl. áliti þá á sama hátt rétt að samþykkja sams konar undanþágu enn á næsta þingi, ef íslandsbanki óskar. — Þá verður komið Landsbankaráð,. sem getur sagt álit sitt, anzaði Jón, í stað þess að svara spum- ingunni. Efrf deild. Þar var landsbankafrv. afgreití sem lög, svo sem sagt var frá í gær. "Var síðan tekið til umr. frv. um sölu á Mosfellsheiðar- landi, en fundi var slitið, áður en henni var lokið. önmir orðsendmg. Herra ritstjóri! Mér þykir það Ieitt, að blað yðar (eða sá, sem skrifar um listir í það) skilur ekki hið einfalda lögmál bergmálsins, — ftð _það endurkallar — stælir — hljóð- bylgjur. Með öðrum orðum að segja, að einhver sé bergmál af öðrum, er sama og að segja, að honn hafi eftir öðrum. Hitt kom mér ekki á óvart, að listdómarinn gæti ekki gert grein

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.