Alþýðublaðið - 20.05.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.05.1927, Blaðsíða 2
/ a ALBYÐ Ú BLAðlö kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama staö opin kl. 9Va—lO1/^ árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindállia. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama husi, sömu simar). I „Hnndrat daya Hlngið.“ Stéttarþingburgeisa,fjandsamlegt alpýðu. Aljúngi, sem orðið hefir í þetta sinn lengra en oftast fyrr, er nú loks slitið. p>egar litið er yfir störf pess og svipast um eftir megindrátt- ;um í þeim hina löngu setu, verð- ur ekki komið auga á neitt, sem miði að breytingu til batnaðar fyrir þjóðarheildina, ekki nein til- (þrif í þá átt að greiða fyrir batn- andi hag þjóðarinriar í heild eða meginþorra hennar, alþýðu. í stað þess að létta byrðar hennar ann- aðhvort með þvi að minka álög- urnar eða lyfta undir þær með ráðstöfunum' til bættra atvinnu- skilyrða hefir þingið gert alveg hið gagnstæöa. t>að hefir fram- • lengt gengisviðaukann og við- haldið öðrum hinum lítt bæru tollum, klipið framlög til verk- legra framkvæmda við nögl og jþar á ofan gert sitt tii að stuðla að kauplækkun með því að fyrir- skipa lækkað kaup við vegavinnu 'óg sámþykkja lágt kaup á varð- skipum ríkisins. Það hefir jrannig gert sig bert að því að vera verkfæri í hðndum eignastéttar- innar tii að kúga vinnustéttina með löggjafarvaldi til þess að sætta sig við lakleg lífskjör. Það hsfir ekki látið við þetta sitja. Það hefir gert ítrekaða til- raun til að ráðast á afskiftaréít alþýðu af þjóðmálum. Til þess að draga úr áhrifum he.nnar á þau, reyndi þingið eða aðalflokk- ar þess að gera alþýðu örðugra að neyta kosningarréttar sins með því að flytja kjördaginn á mesta annatíma vinnustéttar frá hinum mjnsta, o g þrgar það tilræði reyndist of greinilegt, var að vísu horfið frá því, en sama takmarki náð með brögðum, undir yfir- skýni lítilfjörlegra hreytinga á stjórnarskránni. Þó að slík þirigstarfsemi sé ó- sæmileg, þá er hún ekki óskilj- anleg. Þjóðina hefir hent það slys nð láta ginnast til að velja þon-a fulltrúa sinna til löggjafarstarfs- ins úr minnihlutastétt þjöðfélags- ins, sem ríður á því að halda í völdin vegna hagsmuna siima. Með þjóðskipuiaginu, sem nú er, verður ekki komist hjá stéctabar- áttu, þar sem það skapar stétt- irnar, og þá gildir það líf hvorrar stéttarinnar sem er að hafa yfir- ráðin. Meðan eignastéttin hefir þau, getur vinnustéttin ekki vænst, að hag hennar verði séð borgið; þar sem eignastéttin er minni- hlutastétt, hljóta ráðstafanir henn- ar að vera meiri hluta þjóðarinn- ar til bölvunar. Þess vegna þarf vinnustéttin að ná yfirráðunum til þess að breyta skipulaginu og af- nema þar með stéttaskiftinguna. Það er skilyrði þess, að alþingi verði þjóðnýt stofnun og geti löggefið þjóðheillavænlegar ráð- stafanir. Til þess að fá slíkt þjóðnýtt þing verður alþýða að taka hönd- um saman í kosningabaráttunni, sem í hönd fer, til að velja að eins á þing fulltrúa úr sinni stétt. Vígorð alþýðu í framsókn hennar til að slá ríkisvaldið úr hönd- um hurgeiisa á þess vegna að vera: yfirráðin til alpýðunnar! Seðri deiSd. Þar kom þingsál.-till. M. Guðm. um kaupin á Hafnarstræti- 16 til síðari umr. í gærmorgun, óg var henni vísað frá með dagskrártill. frá fjárhagsnefnd, en stjórninni falið að rannsaka, „hvernig hag kvæmast verði til frambúðar ráðin bót á húsnæðisskorti landssímans og póststofunnar í Reykjavík“ og leggja fyrir næsta þing tillögur um það mál. Var helzt ráðgert, að síðar verði pósthiúsbyggingin tekin til afnota símans í framtíðinni, auk símahússins, þar eð húsin liggja saman og geymslurúrn fyrir 1 póstböggla sé einnig orðið of lítið í pósthúsinu, en pósthús verði þá reist á öðrum stað. Varð Magnús Guðm. að láta sér nægja þessi málalok, en var þó ekki ánægður með þau. Vikuleg greiðsla verkakaups. Frv. Héðíns og Ásgeirs um vikulega greiðslu verkakaups var afgreitt sem Iög við eina umr. í n. d., eftir að það hafði verið igamþ. í efri deild (sjá e. d.-fréttir). Hefir þar áunnist góð réttarbót fyrir verkamenn, því að víða á landinu hefii verið mikill dráttur og mishrestur á greiðslu verlca- | kaups hjá sumum atvinnurekend- um, svo sem alkunna er. Hins vegar mun sumum íhaldsþing- mannanna hafa þótt vissara að samþykkja eitthvað annað en ein- tóm ólög svona rétt fyrir kosn- ingar. Þrír íhaldsmenn í n. d. voru þó nógu forhertir til að greiða atkv., ði g?gn frv., Jón Kjart., Axrii og Þórarinn. Magn. Guðm. varð hvumsa við, þegar hann skyldi segja já eða nei við Lögunum, þvi að nafr.akall var, og greiddi haim ekki atkv. ól. Th, Bj. Línd., Jörundur, Klemfmz og P. Þórð. voru ekld við, auk þ.eirra þriggja deildarmanna, er farnir voru af þingi. Hinir 16 játuðu all- ir. Auk ákvæðisins um vikulegar kaupgreiðslur er verkamönnum, sem atvinnu stunda annars staðar en heima í sínu héraði, svo sem er um fjölda manns, t. d. v.ið síld- arvinnu, gert með lögum þessum miklu auðveldara en áður að ná rétti sínum, ef atvinnurekendur reyna að pretta þá urn kaupgjald. ;Lögin ganga í gildi þegar eftir að þau hafa verið staðfest, og þar eð verkamenn þurfa nauðsynlega að vita sem greiniiegast, hvernig þau geta orðið þeim að notum, verða efni þeirra og þýðing nánar útskýrt hér í blaðinu áður en langt líður um. Efri deild. Frv. um heimild ti! að undan- þiggja Islandsbanka inndráttar- skyldu seðla árið 1927 var til 3. umr. Hafði Jónas frá Hriflu borið fram brt. þess efnis, að undan- þágan yrði veitt með ,því skilyrði, að fslandsbanki setti riiður útláns- vexti sína, svo að þeir yrðu ekki hærri en vextir Landshankans. Urðu nokkrar hnippingar milli hans og forsrh. um þetta, og fór svo, að brt. var feld, en frv. af- greitt sem lög frá alþingi. Frv. um sölu Mosfellsheiðarlands og frv. um breyting á lögum um umboð þjóðjarða voru bæði afgr. sem Iög umræðulaust, en frv. um greiðslu verkakaups, sem var til 3. umr, var sþ. og endursent n. d. Þar með var störfum deildar- innar að þessu sinni lokið, og þakkaði forseti samvinnuna og óskaði deildarmönnum árs og friðar, en Jóh. Jóh. þakkaði for- seta starf háns. Jónas frá Hriflu kvartaði undan ýmsu athæfi, sem hefði verið haft í frammi á und- an förnum þingum og vonaði, að slíkt kæmi ekki oftar fyrir. Þingslitafundur var kl. 5 í gær. Fyrst skýrði Jóh. Jóh. frá störfum undirbúnings- nefndar alþingishátíðarinnar 1930 (yfirlitsskýrsla). Pétur G. Guð- mundsson hefir tekið sæti í nefndinni af hálfu Alþýðuflokks- ins. Jón Þorláksson hefir komið í hana í stað Ólafs Thors. Magnús Torfason hélt hjákát- lega þingslitaræðu, þar sem hann mót venju hélt því fram, að stjórnin og þinglð hefði rétt við f járhaginn(!). Kvað hann og þing- ið hafa staðið af sér tillögur, er miðað gátu til sundrungar. Vissu menn ekld gerla, hvort hann meinti þar þingsál.tillögur Jónas- ar frá Hriflu um aukna réttar- vernd fyrir samvinnufélög lands- ins og gróðaskattstillöguna, sem báðar dagaði uppi í sameinuðu þingi, eða sína eigin tillögu um lækkun vaxta, sem gat orðið að • gagni, en fjárhagsnefnd e. d. vildi vísa til stjórnarinnar, og var svo svæfð með hvíldum. Hefir Magn- ús stundum verið hreinskilnari en í lokaræðunni. — Þar með sleit þessu þingi. Þingmálin. Alls voru borin fram 94 laga- frumvörp, þar af 25 stjórnarfrv. og 69 þingmannafrv, Afgreidd voru 49 lög. Voru 20 þeirra frv., er að lögum urðu í einhverri mynd, stjórnarfrumv., en 29 þing- mannafrv. Auk þess var stjórnar- skrárfrv. íhaldsins. Feld voru 13 frv'., þar af eitt stjórnarfrv., heima- vistirnar' við Mentaskólann. Eitt frv. var tekið aftur, fylgifrumv. kjördagsfærslunnar. 5 frv. voru afgreidd með dagskrártill., þar af eitt .stjórnarfrv. um útrýmingu fjárkláðans. Þremur þingmanna- frv. var vísað til stjórnarinnar: Frv. um forkaupsrétt kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkj- um o. fl. (frá J. Baldv.), vörn- um gegn gin- og klaufna-veiki og sauðfjárbaðanafrv. 22 frv. urðu óútrædd, þar af 2 stjórnarfrv., samskólafrv. og undanþágur frá siglingalögunum. Varð ónytjungs- háttur stjórnarinnar því fyrra að fjörlesti, en hræðsla hennar við almenningsálitið hinu síðara. Bornar voru fraiít 38 þingsál- till. Voru 20 þeirra samþyktarP 4 feldar, 3 afgreiddar með dag- skrártill., 3 vísað til stjórnarinn- ar og 8 dagaði uppi. — Tvær fyr- irspurnir kornu fram í e. d., og var talið, að báðum liefði verið svarað. Var önnur um starf Gunn- ars Egilssonar á Spáni, en hin um yfirsíldarmatsstarfið á Aust- urlandi. Þingmálin voru þannig alls 134. Alls voru haldnir 174 þingfundir: S2 í n. d., 79 í e. d. og 13 í sam- einuðu þingi. Meðal lagafrv., er þingið sam- þykti, eru: Vikuleg greiðsla verka- kaups, br. á 1. um notkun bif- reiða (skoðun og tryggingaraukn- ing til slysabóta), svo og lögin um erlenda verkamenn, — og hins vegar: Varðskipalögin og kaupgreiðslan á þeim, lánsheim- ildin mikla, berklavarnalagabreyt- ingin og framlenging gengisvið- aukans. — Þá eru: Fátækralög,. sveitarstjórnarlög, lög um iðju og iðnað og um iðnaðarnám, Lands- bankalögin, gjald af innlendum tollvörutegundum, „Titan“-sérleyf- ið, veðjanaleyfi „Fáks“ og sala Mosfellsmýranna og Hests í Ög- urþingum. Enn er endurreisn Mos- fellsprestakalls og afnám „grísku- dósents", viðbót skemtanaskatts, og undanþága handa IsLands- hanka frá seðLainndrætti í ár. Þá er enn fremur viðauki við lög umi varriir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma, varnir grgn sýkingu nytjajurta, bankavaxtabréfaviðbót veðdeildar Landsbankans, friðun hreindýra, rannsókn banameina; sandgræðslulagahreylingin, tillag- ið til hafnarbótanna í Vestm.eyj- um, útvegun lyfja o. fl., viðauk- inn við barnafræðslulögin, land- skiftalagahreyting, landamerkja- máL, lagabr. um afstöðu foreldra:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.