Tíminn - 10.01.1931, Síða 1

Tíminn - 10.01.1931, Síða 1
LANDS8ÓKASAFN Í2S903 Ojaíbfeci 09 afo,rci6slutiui6ur ÍE i m a n s er Hannueig l^orsteinsöóttír, £cefjargötu 6 a. KeyfjaDÍf. J2^gceibsía Címans er í Cœfjargötu 6 a. ©pin öaglega fl. 9—6 Sími 2353 XVI. ár. Reykjavík, 10. janúar 1931. r Ospektírnar í Reykjavík Viðtal við Hermann Jónasson lögreglustjóra. Aðdragandi. Þann 30. f. m. var skýrt frá því hér í blaðinu, að æsingamenn nokkrir úr hópi kommúnista hefðu þá daginn áður gjört hark nokkurt úti fyrir stjómarráðshús- inu. Vakti þetta tiltæki raunar litla eftiítekt, en atvikaðist þann- ig, að sendinefnd frá verkamönn- um kom í stjórnarráðið í þeim tilgangi að eiga tal við atvinnu- málaráðherra viðvíkjandi atvinnu- bótum hér í bænum en. kommún- istarnir, sem höfðu pata af för nefndarinnar, söfnuðust saman og veittu henni eftirför. Nokkrir þeirra skipuðu sér við imigang hússins og höfðu rauðan fána á lofti, en aðrir þyrptust að grindunum, sem lykja um stjórn- arráðslóðina. Höfðu þeir þar í frammi háreysti nokkra og sungu m. a. níðvísur um einn ráðherr- anna. Eftir að nefndin hafði lokið máli sínu, dreifðist hópurinn fljótlega, enda var veður í kald- ara lagi. Munu þeir, reykvisku kommúnistornir, öðru vanari en að standa úti í vondum veðrum og því fremur hafa kosið húsa- skjólið að þessu sinni. Engin slys urðu eða óskundi af mannsöfnuði þessum og lögreglan, sem var viðstödd, lét hópinn afskiptalaus- an. Frásögnina um hliðstæða at- burði, og þó alvarlegri, sem síðar hafa orðið, byggir Tíminn á skýrslum sjónarvotta og viðtali við lögreglustjóra, sem góðfús- lega hefir látið blaðinu í té upp- lýsingar um óspektir þær, sem orðið hafa, og lögreglan hefir lát- ið til sín taka. Bæjarstjómarfundurinn 30. des. Þriðjudaginn 30. des. var fund- ur í bæjarstjóm Reykjavíkur. Fundarstaður bæjarstjómar er í samkomusal goðtemplara við Templarasund. Hófst fundurínn eins og venja er til kl. 5 síðdegis. Til umræðu var þá fj árhagsáætl- un bæjarins fyrir næsta f járhags- ár, og var gjört ráð fyrír, að þær umræður myndu standa nokkuð fram eftir kvöldinu. Svo hagar til á fundum bæjarstjómar, að grindur era í miðjum sal, og eru sæti bæjarfulltrúa þar fyrir inn- an. En framan við grindurnar er svæði ætlað áiheyrendum. Var áheyrendasvæðið þéttskipað þflim- an dag, og m. a. staddir þar nokkrr þeir menn, sem að Verk- lýðsbláðinu svonefnda standa og beitt hafa sér fyrir kommúnista- samtökum hér í bænum. Klukkan átta síðdegis veitti forseti bæjarstjómar fundarhlé til kvöldverðar. En jafnskjótt sem lýst hafði verið yfir fundar- hléi reis upp meðal áheyrenda kommúnisti einn, Guðjón Bene- diktsson að nafni, og kvaddi sér hljóðs. En að sjálfsögðu er það ólögmætt, enda eigi venjulegt, að áheyrendur tali á fundum bæjar- stjómar. Krafðist Guðjón þess, að hætt yrði umræðum um fjár- hagsáætlunina, en í þeirra stað hafnar umræður um atvinnubæt- ur verkamanna, og kvað hann forseta hafa heitið sér því, að það mál skyldi tekið fyrir þá um kvöldið. Lýsti G. B. jafnframt yfir því, að þar væri nægur lið- styrkur til taks til þess að knýja bæjarstjómna til þess að verða við kröfu þessari, ef á þyrfti að halda. Eftir, að hann hafði lokið máli sínu, varð aftur kyrrt um hríð og yfirgáfu bæjarfulltrúam- ir þá fundarsalinn um stund. Kl. 9Vz hófst fundur á ný, og var þá enn haldið áfram umræð- um um fjárhagsáætlun bæjarins. En að stuttri stundu liðinni tók að bera á ókyrrð frammi í saln- um meðal áheyrendanna. Um kl. 10 hafði Jakob Möller bæjarfull- trúi kvatt sér hljóðs. Hávaðinn meðal áheyrenda var þá orðinn mjög mikill, svo að til vandræða horfði, ásamt tóbaksreykingum, sem bannaðar eru í salnum. For- seti ávarpaði þá áheyrendur og bað þá hætta slíku athæfi. 1 stað þess að gefa gaum að orðum hans, tóku kommúnistar að þoka sér inneftir salnum og ixm fyrir grindurnar, þar sem bæjarfull- trúarnir sitja. Vörpuðu þeir þá jafnframt fram harðyrðum í garð bæjárf ulltráanna. - Þegar svo var komið máli og sýnt þótti, að bæjarstjómin fékk ekki að halda áfram fundinum óáreitt, sneri forseti sér til lög- reglustjórans, sem fundinn sat, ásamt öðrum bæjarfulltrúum, og bað um lögregluvemd handa fundinum. Eftir skipun lögreglu- stjóra, vora þá fimm lögreglu- þjónar, sem nærstaddir vora, kvaddir inn í salinn. Tóku þeir sér stöðu innan við grindumar, og báðu áheyrendur að rýma fundarsvæðið. Tókst Iögreglu- mönnunum í fyrstu að ýta þeim, sem komnir vora inn fyrir grind- urnar, aftur fram á áheyrenda- svæðið, án þess að til átaka kæmi. Hófst þá skyndilega gaura- gangur mikill frammi í salnum. Nokkrir kommúnistar stukku upp á bekki á áheyrendasvæðinu og höfðu 1 frammi ógnanir við bæj- arstjómina. Hvöttu þeir félaga sína til þess að vama bæjar- stjóminni útgöngu. uns hún hefði látið að kröfu kommúnista. Þeir sem mest bar á af upphlaups- mönnum þessum vora Guðjón Benediktsson, Haukur Bjömsson og Þorsteinn Pétursson. Þegar svo var komið, gjörðu sumir bæjarfulltrúamir tilraun til að sefa óeirðimar með því að tala til áheyrenda. Bentu þeir upphlaupsmönnunum á það, að samþykkt fjárhagsáætlunarinnar, væri beint skilyrði til þess, að um atvinnubætur gæti verið að ræða. Þegar orð þeirra bára eng- an árangur kvað forseti frekara fundarhald þýðingarlaust. Bjugg- ust bæjarfulltrúamir þá til út- göngu. Gekk þá fyrstur út einn af fulltrúum jafnaðarmanna. En kommúnistamir vömuðu hcnum með valdi útgöngu og hrandu honum aftur inn í salinn. Tveir lögregluþjónar, sem stað- ið höfðu meðal áheyrenda, og ekki vora í einkennisbúningi, tóku sér nú stöðu við hlið félaga sinna. Skipti nú engum togum, að upphlaupsmennimir réðust á lög- regluna, og létu ganga á henni það, sem lauslegt var í salnum. Með því, að lögregluþjónarnir voru fáir, og lögreglustjóri hafði ekki talið rétt að gefa þeim skip- un um að beita bareflum að þessu sinni, tókst nokkrum upphlaups- mönnum að komast inn fyrir hana í salnum og sóttu þá að lienni aftan frá. Hlutust þá meiðsl þau, er síðar verða greind. Um þetta leyti hafði kommún- istum komið liðstyrkur nokkur. Hófu þeir þá á loft rauða íánann og spjöld, sem á voru letruð slag- orð byltingarmanna. Að stundu liðinni leiddisr, þeim þó þófið og urðu á brott úr hús- inu, og hurfu bæjarfulltrúamir þá einnig á brott, enda funcL- þá fyrir nokkra slitið. Þrír lögregluþjónar meiddust í viðurveigninni. Karl Guðmunds- son lögregluþjónn fór úr liði á þumalfingri hægri handar. Sveinn Sæmundsson lögregluþjónn hlaut áverka mikinn á enni af flösku, sem varpað var í höfuð- honum, og auk þess hnefahögg í andlitið. Magnús Eggertsson lögrogluþjónn hlaut sömuleiðis áverka í andliti. Bæjarfulltrúarnir sluppu hinsveg- ar óskaddaðir. Þegar út úr fundarhúsinu kom söfnuðust kommúnistamir saman í Vonarstræti og vora þar flutt- ar æsingaræður. Að því loknu stefndi hópurinn suður Tjarnar- götu og nam staðar við bústað forsætisráðherra.Gjörði hann þar einnig hávaða nokkum og söng byltingarsöngva, en hvarf því- næst brott, enda var ráðherrann eigi heima, og eftir stutta stund dreifðist hópurinn. óspektimar á gamlárskvöld. Undir eins næsta dag — gamlársdag — eftir að uppþotið varð á bæjarstjómarfundinum, hóf lögreglan rannsókn i málinu, í því skyni, að komast fyrir um upptök þess, og hverjir brotlegir hefðu orðið við landslög. Varð hún þess þegar vís, að sumir þeirra manna gengust fyrir lið- safnaði í því skyni að koma af stað óeirðum á gamlárskvöld, og að áforrn þeirra myndi vera að ráðast á lögregluna og ráða niður- lögum hennar. Lögreglustjóri gjörði þá þegar ráðstafanir til þess að tryggja viðbúnað til að halda uppi reglu í bænum, ef eitt- hvað skærist í. Þótti fyrirsjáan- legt, að ýmsir miður löghlýðnir borgarar, sem oft láta venju fremur á sér bera þetta kvöld, myndu snúast til liðs við komm- únistana, ef stofnað yrði til mót- þróa við lögregluna af þeirra hálfu. Eins og áður var fram tek- ið, hafði lögreglan í uppþotinu á fundinum, farið að svo vægilega sem frekast var unnt og ekki neytt bareflanna, sér til vamar, þegar á hana var ráðist, sem henni er þó jafnan heimiLt. Mátti við því búast, að óeirðaseggimir álitu þessa hlífisemi stafa af van- mætti lögreglunnar og yrðu því aðgangsfrekari. Á áliðnum degi, þegar umferð- in fór að aukast á götunum, var allt lögregluliðið til taks, og auk þess hafði lögreglustjóri fengið því aukavarðmenn til aðstoðar. Jafnframt gaf hann lögreglu- mönnunum fyrirmæli um að nota kylfur, ef á þá yrði ráðist, til þess að árásarmönnum yrði það ljóst, að reglu yrði haldið uppi, með öllum þeim ráðum, sem lög frekast leyfðu. Jafnframt því, sem lögreglan gekk fram í því að halda uppi reglu almennt á götunum, hefði hún strangar gætur á þeim mönnum, sem uppvísir voru orðn- ir að óspektum á bæjarstjóraar- fundinum. Reyndist það ekki að nauðsynjalausu. Seint um kvöld- ið réðst einn þeirra, Þorsteinn Pétursson, með hóp manna inn á samkomu á Hótel Heklu, og neit- uðu þeir félagar að fara þaðan, unz lögreglumenn komu á vett- vang, en þá urðu þeir á brott janfskjótt. Um Guðjón Bene- diktsson, sem einnig vora hafð- ar nákvæmar gætur á, varð lög- reglan þess vís, að hann sat nokk- urn hluta kvöldsins inni á rit- st j órnarskrif stof u Morgunblaðs- ins, en ekki tók hann þátt í óspektum með félögum sínum þetta kvöld. Víðsvegar um bæinn urðu áflog og ryskingar. Nokkrum sinnum réðust óspektarmennimir á bifreiðar með fólki í, og gjörðu tilraunir til að velta þeim um koll. Tókst lögreglunni þó að hindra slys af þeim orsökum. Hvað eftir annað var ráðist á lögregluna sjálfa og aðstoðar- menn hennar. Neytti hún þá bar- eflanna sér til varnar og tvístr- aði árásarmönnunum jafnharðan. Bar lögreglan fullkominn sigur úr býtum í öllum þeim viðskift- um. En ekki varð hjá því kom- izt, að sumir árásarmannanna hlytu meiðsl í þeim viðskiptum, og gyldu á þann hátt ólög- hlýðni sinnar. Eru mál þeirra manna nú undir rannsókn, eftir því sem lögreglustjóri hefir tjáð blaðinu. Handtökurnar. 2. jan. voru eftirgrennslanir lögreglunnar komnar það á veg, að ástæða þótti til að hefja rétt- arrannsókn út af upphlaupinu á bæjarstjómarfundinum. — Þann dag tók lögreglan fasta fjóra kommúnista, sem staðið höfðu fremst í óspektunum.*, Þessir 4 menn eru: Guðjón Benediktsson, Haukur Bjömsson, Magnús Þor- varðsson og Þorsteinn Pétursson. Lágu tveir hinir síðastnefndu áð- ur undir sektardómi fyrir af- brot þessu máli óviðkomandi. Guðjón Benediktsson og Hauk- ur Björnsson voru þegar næsta dag leiddir fyrir dómara og yfir- heyrðir. Játuðu þeir viðstöðu- laust þátttöku sína í óspektun- um á bæjarstjómarfundinum. Guðjón Benediktsson játaði enn- fremur, að ákveðið hefði verið fyrirfram af kommúnistum, að beita bæjarstjóraina ofbeldi, ef, atvinnubótamálið yrði ekki tekið á dagskrá. Kvað hann kommún- ista hafa haft liðsafnað og ann- an viðbúnað í þessu skyni og hefði ætlunin verið sú að loka bæjarfulltrúana inni í fundar- salnum þangað til krafan yrði uppfyllt, en standa vörð um hús- ið, svo að þeim gæti eigi komið hjálp að utan. En í þeirri ringul- reið, sem orðið hefði í bardagan- um við lögregluna, hefði fram- kvæmd þessa áforms lent í handaskolum. Voru þeir Guðjón og Haukur úrskurðaðir í gæzluvarðhald, unz lokið væri undirbúningsrannsókn málsins. Við frekari yfirheyrslu játuðu einnig þeir Magnús Þorvarðsson og Þorsteinn Pétursson þátttöku sína í uppþotinu og árásinni á lögregluna. Miðvikudag 6. jan. var rann- 1. blað. sókninni lokið. Vora þá fang- arnir látnir lausir en þeim jafn- framt tilkynnt, að sakamál yrði höfðað gegn þeim. Meðan á rannsókninni stóð var talsverður uggur í bænum um uppþot af hálfu kommúnista og jafnvel búist við tilraunum til þess að leysa þá félaga úr varð- haldinu. Lögreglan var því jafn- an til taks, ef á þyrfti að halda. En ekki munu æsingamennirnir hafa talið slíkar tiltektir væn- legar. Um kvöldið 3. jan. var fundur háður í verkamannafélaginu Dagsbrún. Var fundurinn fjöl- mennur og af sumum forsprökk- um kommúnista gjörðar tilraun- ir til að eggja fundarmenn til uppþots. Hinsvegar réðu ýmsir hægfara jafnaðarmenn, svo sem Héðinn Valdemarsson og Ölafur Friðriksson, eindregið frá því að grípa til slíkra óyndisúrræða. Máttu þeir sín meir en kommún- istarnir og endaði fundurinn fi'iðsamleg<ji, að öðru leyti en því, að hópur kommúnista fór, að honum loknum um nokkrar götur borgarinnar og lét dólgslega. M. a. staðnæmdust þeir félagar úti fyrir bústað forsætisráðherra og kyrjuðu byltingasöngva. Að öðru leyti var allt með kyrrum kjör- um. Á fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var síðastliðinn fimmtu- dag, fór allt friðsamlega fram. Til frekari vaniðar var, að fyrir- mælum lögreglustjóra, haldinn lögregluvörður um húsið. En kommúnistarair gjörðu enga tik raun til að hindra störf fundar- ins og létu ekkert á sér bæra. Var fjárhagsáætlun bæjarins af- greidd frá fundinum, en þar er m. a. gjört ráð fyrir, að hraða ýmsum framkvæmdum bæjarins, sem ákveðnar era, og er það gjört í því skyni að auka at- vinnuna í bænum næstu mánuð- ina. Við fyrirspum frá blaðinu hef- ir lögreglustjóri gefið þau svör, að lögreglan hafi sýnt lofsverðan vaskleik og þó jafnframt fyllstu gætni, í afskiptum sínum af framangreindum óspektum og að sér hafi engar kærar borizt, um að hún hafi þar farið út fyrir lögmæld takmörk. Menn þeir, þeir, sem talað er um að hafi orðið hart úti í þeim viðskiptum, virðast ekki hafa séð ástæðu til að kvarta við hann um fram- komu lögregluþjónanna. Réttarrannsókn út af óeirðun- um á gamlárskvöld stendur nú yfir, og yfirheyrslur margra manna, sem þar koma við sögu. -----o---- Yfirlit er nú fengið um rekstur ííkis- skipanna á síðastliðnu ári. Tapið á rekstri Esjunnar er nál. 50 þús. kr. miima en næsta ár á undan, og má sjálfsagt aðallega þakka breytingu þeirri, sem varð á rekstri skipanna, og hinni á- gætu útgjörðarstjóm Pálma Loftssonar. Hæfilegur munnbiti handa íhaldinu, sem aldrei hefir linnt látum, að ásaka ríkisstjórn- ina fyrir ráðstöfun hennar á rekstri ríkisskipanna. Steingrímur Steinþórsson skólastjóri á Hólum er stadd- ur hér í bænum, kom landveg að norðan nú í vikunni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.