Tíminn - 10.01.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.01.1931, Blaðsíða 1
LAN0S8ÓKASAFN Jft 123905 ÍSIÁNDS ©iaíbferi og, afevciöslumaöuv íTímans er H a n u p e i c, l>orsteinsoóttir, £o?fjara,ötu 6 á. %.eyt']avít. $lu&a£>Za& Cimans er í Cœfjargöfu 6 a. (Dpin baq,kq,a fl. 9—6 Sími 2353 II. árg. Reykjavík, janúar 1931. 1. blaS. J. C. Christensen Ári miður en hálfáttræður féll J. C. Christensen fyrir fangbrögð- um Elli kerlingar — hinn stóri, sterki Jóti. Karlmannlegri mann gat ekki að líta og þann manns- aldurinn, sem hann tók >átt í stjórnmálalífi Dana sópaði að honum meir en nokkurum öðrum stjórnmálamanni fyrir vitsmuna sakir og stjórnmálakænsku, og enginn danskur stjórnmálamaður núlifandi á eins mikið í núgild- andi danskri löggjöf sem hann. Ekki er það ofmælt að síðustu fjörutíu árin hefir hann notið meira og traustara trausts meðal danskra bænda en nokkur maður annar. Gagnsóknarlaust var hann venjulega kosinn á þing. Og um alla Danmörku hefir mörgum manninum flogið sú hugsun í hug við lát hans, að nú hafi til mold- ar hnigið mesti stjómmálamaður Dana á þessari öld. Við Islendingar höfum og ástæðu til þess að minnast J. C. Christensens. Hann kom hingað með Friðreki konungi áttunda 1907, fyrstur danskra forsætis- ráðherra. Hann kom hingað aft- ur 1918 til sambandslagasamn- inganna. Hann var án alls efa mjög einlægur IsJandsvinur, eins og flestir hinna fyrri Grundtvigs- sinna. Hið stóra spor sem danskir stjórnmálamenn stigu 1907, í átt- int til þess að viðurkenna sjálf- stæði íslans, er meir honum að þakka en nokkrum manni öðrum. Og þegar það fréttist að hann kæmi af hálfu flokks síns til samninganna 1918, þá vissu það fróðir menn að samningar myndu takast á þeim grundvelli sem Is- lendingar myndu við una. Hann gekk ekki til slíkra verka, J. C. Christensen, án þess að ná niður- stöðu. Förin til Islands 1918 er eitt af síðari störfum hans sem stjórnmálamanns. Hann dró sig í hlé, út úr stjórnmálunum, skömmu síðar og sat síðasta ára- tuginn á friðstóli heima á Jót- landi, við það starf, sem formað- ur Heiðafélagsins, að rækta skóg og þurka mýrar — breyta ónýtu landi í ræktarland. — Aðeins einstaka sinnum lét gamli maður- inn til sín heyra, og þá hlustaði þjóðin öll á það sem honum bjó í brjósti. — Nú er það ekki ætlun mín að segja sögu þessa stjórnmála- kappa og bændaforingja. En ég vildi segja frá nokkurri kynningu sem ég hafði af honum fyrir stuttu. n. Það var vorið 1928. Ég fór þá utan með lögin frá Alþingi til staðfestingar, í fyrsta sinn. Þá höfðu meðal annars áburðarlögin náð samþykki þingsins — loks- ins. Til þess að reyna að ná beinu sambandi um áburðarkaupin ákvað ég að fara suður til Ber- línar, því að þar er höfuðsetur hins mikla félags, sem framleiðir áburðinn. Og eins og gengur vildi ég jafnframt hafa eitthvað meira upp úr ferðinni og ákvað því að fara um Jótland heimleiðina. Mig langaði til þess öðru fremur að fá að sjá eitthvað af hinni stór- feldu ræktun Heiðafélagsins á józku heiðunum — staðnum, sem sumir vildu gera að heimkynni íslendinga einu sinni. Formaður þess var þá J. C. Christensen og hann vildi ég fremur flestum dönskum mönnum sækja heim. Ég sendi honum því skeyti frá Höfn áður en ég lagði af stað til Berlínar, sagði frá erindi og nefndi til dag, er ég gerði ráð fyrir að geta verið kominn norð- ur á Jótland úr Þýskalandsferð- inni. Ég fékk skeyti um hæl að ég væri velkominn. Og föstudaginn fyrir hvítasunnu kom ég, glaður eftir góð erindislok í Berlín, með járnbrautinni norður eftir Jót- höfðingjar álfunnar þá er heimsstyrjöldin hófst, einkum þeim er mægðir voru konungs- ættinni dönsku. Stórt brjóstlíkan af sjálfum sér hafði Vilhjálmur Þýskalandskeisari gefið, en marg- ar myndir minntu á keisaraætt- ina rússnesku og konungsættina ensku. Myndir þriggja síðustu konunga Danmerkur og Islands héngu þar — gjöf frá hverjum um sig. Á mynd sína hafði nú- verandi konungur ritað: „Til ráð- herra afa míns, föður míns og' ráðherra míns". — Og svo skip- uðu þar veglegan sess myndir af Hannesi Hafstein ráðherra og frú Ragnheiði Hafstein og marg- ar myndir voru þar frá íslandi, og frá heimsókn íslenzkra al- þingismanna til Danmerkur 1906. Hann spurði margs frá Islandi og af töluverðum kunnugleik. En I landi og gisti í Ringkjöbing, stutta leið frá heimih J. C. Christensens. Morguninn eftir í býtið kom hann svo og sótti okk- ur hjónin í sínum eigin bíl og var á ferðinni með okkur allan dag- inn. Ekki sá ég þreytu á honum, er hann skildi við okkur undir miðnættið. Þá var hann tveim ár- um betur en sjötugur. Hann tók á móti okkur með liinni mestu alúð. Það var auð- fundið, að við vorum mjög hjart- anlega velkomin. Allmörgum vin- um sínum og samherjum hafði hann stefnt til sín, til þess að borða með okkur á heimilinu. Og hann lét allan bæinn vera fánum skreyttan út af komu okkar. Húsið, sem J. C. Christensen bjó í, ásamt konu sinni, sem enn lifir, er að ytra útliti sem sveita- bær, heldur meiri háttar; mjög fallegur garður umhverfis og vel hirtur — en annars ekkert sér- stakt við bústaðinn að sjá. En þegar inn var komið var ekki um að villast að þar átti óvenju- legur maður heima. Fyrst og fremst hið geysimikla og fallega bókasafn — langstærsta her- bergið í húsinu — og svo hinir mörgu gripir, sem minntu á forna frægð. Gjafir voru þar, meiri og minni háttar, frá mörg- um þeitn, er mestjr voru þjóð- það fann ég, að Hannes Hafstein var honum hugstæðastur ís- lenzkra manna. III. Þá er Danir urðu fyrir hinu mikla tjóni og miklu sorg, 1864, að missa Suður-Jótland, — voru það nokkurir föðurlandsvinir og bjartsýnir menn, sem vildu beina huga þjóðarinnar til þess að stofna til nýrra landvinninga inn á við, í stað hins, er tapast hafði. Þeir hófu baráttuna fyrir því að rækta jósku heiðarnar. Og getur nú að líta hinn furðulega árangur af því starfi í tvo mannsaldra. Ég hefi ekki á hraðbergi tölur um það hve mikill hluti Jótlands var þá óbyggðar heiðar, algerlega ónothæft land, hulið gríðarlega þéttvöxnu lyngi sumsstaðar, en íoksandur annarsstaðar — en það voru geysimikil landflæmi. Og enginn kunni aðferðir til þess að breyta þessu landi. Nú er mikill hluti þessa lands þakinn hávöxnum skógi, sem bæði gefur af sér miklar tekjur og hefir auk þess bætandi áhrif á veðurfarið; en annarsstaðar eru nú blómleg héruð, þéttbýlar sveitir, þorp, kirkjur og rjóma- bú, járnbrautir og bílvegir — þar sem áður var lyngheiðin, engum til nytja. Og svo miklir era land- vinningarnir orðnir inn á við, að grasafræðingarnir eru farnir að hafa orð á að ekki megi rækta heiðina upp, heldur þurfi að „friða" nokkur landsvæði, til þess að geta sýnt hvernig józku heið- arnar voru áður. Er það vel á minnst, því að ekkert hefi ég séð, sem betur sýnir atorku og kunnáttu dönsku þjóðarinnar, en samanburður á heiðinni ræktaðri og óræktaðri. Ég hefi ekki séð land, sem mér hefir virzt ólíklegra til ræktunar — þar sem annars nokkur jarð- vegur er — en józku heiðina. Heiðafélagið hefir haft fram- kvæmdirnar á hendi og formaður þess hafði J. C. Christensen ver- ið eftir að hann dró sig í hlé úr stjórnmálunum. Hann ók með okkur fram og aftur um heiðar- löndin, sýndi gróðrarstöðvarnar á ýmsum stigum og hið fullrækt- aða land, býlin og skógana. Hann sagði mér sögu þessa mikla verks, sem gerði hvort- tveggja að auka svo gífurlega hið ræktaða land Danmerkur, og jók svo vel bjartsýni þjóðarinnar og traust hennar á landið — en þess var mikil þörf eftir hinn beiska ósigur. Hann mundi sjálfur ósigurinn, J. C. Christensen og þegar ást- vinir og sveitungar komu heim úr styrjöldinni, sigraðir. Og hann hafði lifað með í öllum landvinn- ingunum á józku heiðunum. Það var ekki hægt að fá þann leið- sögumann, sem betur segði sögu þessarar baráttu við óræktina á heiðinni. Af mörgum, ekki síst hinum lærðu og mest ráðandi í þjóð- félaginu þá, var það talið nálega óðs manns æði að ætla sér að rækta skóg á józku heiðunum eða breyta þeim í akurlendi. Við námum staðar þar, sem skógurinn var einna hávaxnastur. J. C. Christensen benti mér á greni- og furutrén margra mann- hæða há, gild og beinvaxin: Ein sagan um vantrúna á skógrækt- inni á heiðinni, sagði hann, er sú, að kunnur skógfræðingur í Kaup- mannahöfn sagðist skyldi hengja sig í fyrsta trénu á heiðinni, sem yrði nógu hátt til þeirrar fram- kvæmdar. Við gengum um stóra verk- smiðju mitt í skóginum. Þar var sagað timbur í stórum stíl og tjara unnin úr úrgangi viðarins. Stóðu járnbrautarvagnarnir þar á teinum, hlaðnir timbri og tjöru- tunnum: Annar lærður maður, sagði J. C. Christensen, kvaðst mundu taka það að sér að drekka alla þá tjöru, sem fram- leidd yrði úr skógunum á józku heiðunum. Mikið dæmalaust lá vel á gamla manninum þegar hann var að segja þessar sögur. Enda býst ég við að fátt sé ánægjulegra í lífinu én að geta í elli litið yfir árangurinn af langri baráttu fyr- ir hugsjónum þeim er allur þorri fólksins taldi óframkvæmanlegar — og geta látið verkin tala um að hugsjónirnar hafi ræzt í rík- ara mæli en hinir allra bjartsýn- ustu höfðu gert sér vonir um. Fáar þjóðir geta sýnt farsælla verk en þetta, er danska þjóðin, kynslóðin, sem ólst upp með J. C. Christensen, framkvæmdi land- vinningana á józku heiðunum. Mér fannst J. C. Christensen eins og sýna í sinni persónu, þennan mikla þrótt og ættjarðarást. rv. Þegar degi fór heldur að halla lét J. C. Christensen aka með okkur til síns eigin heiðarlands. Fyrir nokkurum árum vildu bændurnir dönsku sýna foringja sínum vináttu sína og þakklæti í verkinu. Þeir keyptu landflæmi mikið, þar sem meðal annars var æskuheimili J. C. Christensens, og mjög víðáttumikið heiðaland og gáfu honum landið. Mjög mik- ill hluti landsins var þá vaxinn efnilegum skógi, og þeirri ræktun hafði gamli maðurinn haldið áfram dyggilega. En nú voru þar orðin mikil umskipti og sorgleg. Slæpingjar nokkurir og drykkju- ræflar höfðu verið þarna á flakki í skóginum nokkurum dögum áð- ur en við komum. Það höfðu g-engið miklir þurkar. Viljandi <ða óviljandi höfðu ólánsmennirn- ii kveikt í skóginum, eins og öl- kofri forðum í Þingvallaskógi. Varð ekkert við skógareldinn ráð- ið lengi og þar brann gjöfin bændanna til J. C. Christensená, mörg hundruð dagslátta hins feg- ursta skógar. Fátt getur ömurlegra en að ganga um nýbrunninn skóg. Hann var þungur á brúnina gamli mað- urinn, er hann sýndi okkur þessa eyðimörku — sviðna trjábolina svo langt sem augað eygði, eins og óendanlega stóran kirkjugarð alsettan þessum svörtu minnis- merkjum, hálfbrunnum trjábol- unum. Þarna höfðu slæpingjarnir eyðilagt á nokkrum klukkutím- um, það sem margar iðnar hend- ur höfðu hjálpað náttúrunni til þess að skapa á lengri tíma en mannsaldri. Ég sé ekki eftir því fjárhags- tjóni, sem ég hefi beðið, sagði gamli maðurinn. En ég fæ ekki að lifa það að sjá úr þessu bætt. Það kostar áratugi að láta aftur skóginn skrýða þessa eyðimörku. En þó skal það verða gert. V. Við komumst mjög lítið inn á það að tala um stjórnmál, ís- lenzk eða dönsk. Þó vil ég minn- ast á tvennt. Umræðurnar og yfirlýsingarn- ar á Alþingi um uppsögn sam- bandslaganna voru þá nýlega um garð gengnar. Höfðu vakið mikið umtal, ekki síst í Danmörku, og verið útlagt á ýmsa vegu, eins og gengur. J. C. Christensen braut upp á umræðum um það. Til eru þeir danskir menn, sem rætt hafa það mál við mig af jafnmiklum skiln- ingi og hann, en enginn af meiri skilningi og samúð. Hann skildi til fulls, að þetta var hin eðlilega rás viðburðanna, afleiðing fram- faranna á Islandi og aukins fjár- hagssjálfstæðis. Hin formlega hlið á sambúð Islands og Dan- merkur virtist mér vera honum íullkomið aukaatriði. En það fann ég, að honum var hið mesta alvöru- og áhugamál, að menningarsambandið og hið frjálsa samstarf milli Islands og Danmerkur mætti vera sem fölskvalausast og að honum var það hið mesta áhyggjuefni ef Is- land ætlaði að fjarlægjast hina norrænu fjölskyldu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.