Tíminn - 10.01.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.01.1931, Blaðsíða 2
2 TlMINN Honum var það áreiðanlega mikið gleðiefni, er ég- fullvissaði hann um, að hugur alls þorra Is- lendinga væri hinn sami; væri um nokkura breytingu að ræða, þá væri hún sú, að íslendingum yrði æ fastara í hendi að stofna til aukins samstarfs með Norður- landaþjóðunum. — Hg braut upp á umræðu um hitt atriðið, úr dönsku stjóm- málalífi. Nokkru eftir stríðslokin fór svo að stærsta Kaupmannahafnar- bankann rak upp á sker. Það var verzlunarbanki fyrst og fremst, Kaupmannahafnarbanki, kaup- mannabanki og stóriðjuhölda. Það var þegar í upphafi vitað að tap bankans var gríðarmikið. En þennan banka tók ríkið að sér og tók ábyrgð á honum. Útkoman er orðin tap, sem nemur nokkurum hundruðum miljóna króna. En nokkuru síðar lenti banki bændanna dönsku, samvinnubank- inn, í erfiðleikum. Þar var ekki um að ræða nema smáræði, hjá því sem var um kaupmannabank- ann — það vissu menn þá þegar. Enda er nú komið í Ijós, og var nokkurnveginn komið í ljós þá, að þrátt fyrii’ fljóta uppgerð, borgaði þessi banki öllum skuld- heimtumönnum meir en 90% af skuldunum. En þessum banka var hlífðar- laust sprakað um koll og af hálfu þings og stjórnar var á það horft án aðgerða sem dugðu. Ég sagði við J. C. Christensen, að ég gæti ekki skilið, að þetta skyldi geta komið fyrir í hinu mikla bændalandi, Danmörku. Ég bætti því við, að ég teldi, að á Islandi væru bændumir svo sterk- ir í stjórnmálunum, að slíkt hefði ekki getað komið fyrir þai', að bændabankanum væri þannig sparkað um koll, allra sízt eftir það, að ríkið hefði reist úr regin- rústum Kaupmannahafnarbank- ann. J. C. Christensen var fáorður um þetta mál og vildi vera fá- orður um það. En það þóttist ég finna, að þama hefði verið farið að mjög á annan veg en hann hefði óskað. Fá orð, en mikill þungi bar vott um það. Og það var ég viss um þá stundina, að liefði J. C. Christensen enn verið leiðtogi bændanna dönsku, er bændabankinn lenti í erfiðleikun- um, þá hefði engum liðist að standa yfir höfuðvörðum þessar- ar blómlegu og afarþýðingar- miklu stofnunar dönsku bænda- stéttarinnar. Að því áfalli búa enn bænd- umir og samvinnumennimir dönsku, en að vísu eru þeir farn- ir að fitja upp á nýjan leik. VI. Við skildum undir miðnættið, í smábæ, inn á miðju Jótlandi. Járnbrautin flutti okkur hjónin til Kaupmannahafnar og eftir fáa daga stigum við á skip heim á leið. En J. C. Christensen ók heim til sín um nóttina í bílnum sínum. Ég vissi að ég mundi aldrei sjá hann aftur. En eftir þessara fáu klukkustunda samvistir var mér | orðið verulega hlýtt til þessa j gamia, sterka manns — sterka manns: bæði að burðum, í skapi, og í ættjaiðarást sinni. Við höfð- um notið með honum langsam- lega ánægjulegasta dagsins á ferðalaginu. Ég samfagnaði í huga mér, bændastéttinni dönsku, að hafa eignast, og notið svo lengi, svo glæsilegs og trausts foringja. Og nú, þegar hann er látinn, þá vil ég gjarna að frá íslandi heyrist þakkarorð og hlýjar minningar, vegna þeirrar samvinnu, sem hann átti við íslendinga, bæði 1907 og 1918, og vegna þeirrar fölskvalausu velvildar, sem ég fann að hann bar í brjósti til Is- lands. Tryggvi ÞórhaUsson. Þegar daginn fer að stytta og veðrin að versna erum við búnaðarfélagsráðunautamir venjulega „látnir út“. Og sinn vetur í hvem landsfjórðung. Og nú stóð til að ferðast um Skafta- felissýslu, hina vestri og Rangár- þing í þetta sinn. Við, gömlu fé- lagarnir Helgi í Sumarliðabæ í Holtum og ég skyldum fara í sýslurnar báðar, og Klemens Kristjánsson á Sámsstöðum. Stór- stúka Islands mæltist til að fá að senda fyrirlesara á samkomur þessar. Þótti sjálfsagt að leyfa l’að og var valinn til þeirrar far- ar Sigurður Tómásson á Barkar- stöðum í Fljótshlíð. Von var og á Sigurði Jónssyni frá Amar- vatni frá S. I. S., en fyrst seinna. Ég lagði upp frá Reykjavík og komst fyrsta daginn í bíl að ölfusá — annan að Þjórsártúni, gangandi í verstu ófærð — þriðja að Sámsstöðum — og fórða til Víkur, rétt eins og í gamla daga. Komust þó 1 bíl frá Seljalandi til Víkur. Þar beið okkar meðreiðarmað- ur vor Magnús bóndi Finnboga- son í Reynisdal, meðstjórnandi Búnaðarsambands Suðurlands, og fylgdarmaðurinn, Jón, sonur míns góða gamla kunningja Páls á Heiði. — Svo lögðum við allir upp frá Vík morguninn eftir á hest- um og býst ég við að hersingin hafi ekki tekið sig iila út, hafi annars nokkur tekið eftir þegar við fórum. Morguninn, sem við fórum frá Vík var fagurt veður og frost töluvert. Logn var þá og er alltaf mikið ánægjulegt að ríða framhjá Víkur- og Fagradalshömrum og Ilöfðabrekkufj allinu í slíku veðri. Fíllinn flaug hátt og hvítir væng- irnir glitruðu í sólskininu. Björg- in í Mýrdal eru öll morandi af lífi og fíllinn leggur sinn tón til í hinum mikla samsöng náttúr- unnar, þó söngfugl verði hann víst naumast talinn. Björgin gróa og grænka undan áburðinum sem er afarmikill og því eru fjöllin þar víða algræn og gróðurmikil. Hvönnin unir sér þar á sillunum, og hefi ég ekki annarsstaðar séð hana stórvaxnari. Víða er ein- kennilegt að sjá til hamranna og ekki síst í Höfðabrekkufjalli við skvompur þær, sem nefndar eru Rúnkakórar. Brátt tekur sandurinn við og Múlakvísl. Nú er hún þur að kalla svo óhætt er að ríða hana með vetlinga á höndum. Við fylgjum stikunum yfir sandinn, sem leið liggur, hann er hvass og kaldur á móti, víst um 10 stig. Við sælu- húsið við Dýralækjarsker er áð, gott er að koma í skjólið eitt augnablik, svo er haldið á stað aftur. Hjörleifshöfði lækkar á bak við okkur, og nú nálgumst við óðum byggðina, sem ber hið fallega nafn: Álftaver. Rökkvað er þegar við komum þangað, við sjáum fyrst ljósið í Hraunbæ, en höldum svo að Herjólfsstöðum, því þangað var ferðinni heitið. Fengum við þar beztu viðtökur hjá Jóhannesi fyrrum bónda á Söndum í sömu sveit, og konu hans. Sandar eru úti í miðju Kúðafljóti, en þaðan fluttu þau hjón eftir Kötluhlaup- ið síðasta. Sandur er aðeins 10 m. yfir sjávarmál, en Herjólfs- staðir rúmlega 40. — Annars sýnist öll byggð í Álftaveri liggja flöt og verndarlaus fyrir ef Katla hleypur í þá átt, aðeins lágir og sandorpnir hraunhólar ei;u milli byggðarinnar og sandsins. En fólkið er tryggt við byggðina sína. Fáir eru þó bæimir í Álfta- veri víst naumast fleiri en 8 eða 9, en tvíbýli sumstaðar. Annan daginn, sem ég var þai', gekk ég yfir að Þykkvabæjarklaustri og skoðaði kirkjuna og legstein gamla ábótans, sem þar er í garð- inum. Altarisklæði á kirkjan í Þykkvabæjarklaustri úr rauðu vaðmáli. Mun á því íslenzk vinna að öllu leyti og er það hið prýði- legasta. — Frú Hildur kona Sveins bónda í Þykkvabæjar- klaustri sýndi mér kirkjuna og gripi hennar og virtist mér hún vel kunna að meta og vilja vemda það, sem þjóðlegt er. Miklu er safnað í Álftaveri af íslenzku korni, melnum. Víst ekki þó eins mikið til manneldis eins og áður var gert, heldur kaupir sandgi’æðslan kornið og notar' til útsæðis. En fullhreinsað korn, tina, sáum við þar einnig. Ágætlega sóttu Álftveringar fundina hjá okkur. Var mér sagt að ekki hefði vantað nema einn karlmann. Og daginn seinni vildi unga fólkið skemmta sér, og um kvöldið komu allar stúlkur sveit- arinnar með tölu. — Þær voru G sem komnar voru yfir ferm- ingu, og ekki þurftu þær að hita bekkjunum meðan danzinn stóð yfir. Mörg sjást sérkennileg andlit meðal Skaftfellinga og sjá má þar menn svo stórvaxna að hálf- tröll mættu þeir kallast. Er mér einkum í minni einn gamall Álft- veringur, Oddur Brynjólfsson. Iiann er með hæstu mönnum og prúður og stilltur í framkomu. Hann kom á fundinn báða dag- ana með syni sína tvo og svo voru þeir hávaxnir, að gamh maðurinn sýndist lítill þegar bann stóð á milh þeirra. Enda munu þeir báðir vera þó nokkuð á 4. alin, og eftir því breiðir um herðarnar. Hefðu þeir án efa sómt sér vel í stafni einhvers drekans forðum. — Sérkennilegri þóttu mér þeir Skaftfehingar vera, sem búa í lágsveitunum milli stórvatnanna, nálægt sjón- um, en þeir sem sveitirnar ’oyggja efra. Úr Álftaveri fórum við áleiðis í Skaftártungu. Var þá bjart yf- ir og sjón að sjá til fjaha með Lómagnúp og Öræfajökul í fjarska. Skálmina fengum við ó- spilta að kalla, enda þótt frost hefði verið undanfarið. Leiðin liggur um eyðisanda og gróður- laus hi'aun. Svo sem miðja vegu mihi Skálmarbæjahrauns og Skaftártungu fórum við af baki við Laufskálavarða. — Þar mun áður byggð verið hafa, en löngu eydd af völdum jökulhlaupa. Þjóðsagan segir að á Laufskála hafi verið 50 hurðir á járnum eitt sinn og örnefnið bendir til að gróðursælt hafi verið þar fyrrum, þó nú sé þar hvergi stingandi strá. Laufskálavarði er heil þyrping af vörðum og þar á hver sem um veginn fer, að leggja stein í eina þeirra. Var einkennilegt að sjá hvíta tinda Öræfajökuls bak við þennan ara- grúa af kolsvörtum steinvörðum, stórum og smáum, á hæðum og í lautum. I Skaftártungu. Oft hefi ég orðið hissa á ýmsu því sem fyrir augu mín hefir borið í íslenzkri náttúru. Sjaldan þó eins og þegar ég fór austur yfir Mýrdalssand í fyrsta sinn að sumri til. Mýrdalssandurinn er ógurleg eyðimörk og hvergi að kalla sézt stingandi strá og hvergi sézt þaðan til grænna grunda. En svo er maður allt í einu kominn að og yfir Hólmsá, í hinar grænu tungur milli djúpra gilja. Gras- og skógarilm leggur móti manni og sandur og auðn er með öllu horfin. Verða menn þeim umskiftum fegnir og hestarnir ekki síður. Ekki er þó verra að koma í Tunguna á vetrardegi, þvi þar er hvert myndarheimilið við annað og fólkið allt hið alúðlegasta. Raf- lýst víða á bæjunum og síma- samband milli allra bæja í sveit- inni. Innansveitarsamband sam- kvæmt nýjum lögum. Hafa bænd- ur þar ekki horft í kostnað til að koma því á og munu ekki eftir því sjá. Áður var einangrunin tilfinnanleg á hinum afskekktu bæjum þar í sveit, en nú er sveitin eins og eitt 'stórt heim- ih. Svo vel sóttu Tungumenn fund okkar félaga, að þar var hver bóndi úr sveitinni. Og um kvöld- ið var skemmtun haldin. Þar hélt séra Björn í Ásum erindi um skáldskap Davíðs frá Fagraskógi og var margt ágætlega sagt og vel athugað. Danzað var síðan fram undir morgun. Óvíða hefi cg séð jafn myndai’legar heima- sætur og í Skaftártungunni. Og þótti mér varla vansalaust fyrir þá félaga okkar, sem ótrúlofaðir voru, að fara þaðan ótrúlofaðir aftur. — En það hefir máske ekki verið þeim að kenna. Eldhraunið. Austur á við héldum við sem leið liggur um Eldhraunið mikla; hinn mjög svo misheppnaða veg, sem grafinn er niður í hraunið, sem þar af leiðandi veiðir hverja snjóflyksu, sem fýkur þar um. En dýrkeypt er sú reynsla, sem af þeirri vegagerð er fengin. Samgöngubætur hafa orðið mikl- ar síðustu árin tvö á þessum slóð- um. Brú koimn á Tungufljót og allar Ásakvíslar brúaðar í einu lagi. Þurfti nú ekki að fara þær spilltar ið neðra eins og fyrst, er ég fór þar um fyrir 8 árum. En vegagerð vantar enn milli brúnna, enda þótt bílar fari þar um eins og nú er. Ráðgert mun, að veg- urinn komi að ári. Lárus alþm. á Klaustri vai'ð okkur samferða austur, frá Hlíð. Aldrei er töf að Lárusi í ferða- lögum. Hef ég ekki þekkt harð- duglegri ferðamann en hann. Þó snjólítið væri, var vitanlega snjór í hinum niðurgrafna vegi. Var þó greitt farið — áð einu sinni í hrauninu og síðan við Dal- bæjarstapa, er þar undurfagurt niður við Skaftána. Eldhraunið er heldur að gróa upp, strá og strá á stangli og einstöku víði- og birkihrísla að byrja að festa sig í mosanum. Má undur heita hversu fljótt það virðist ætla að gróa; ekki lengri tími en liðinn er síðan hraunið vall glóandi úr iði'um jarðar. Og þar eiga bænd- ur von á beitilandi fyrir nokkrar kindur þegar allt Eldhraunið er uppgróið. — Jarðfróðir menn segja að hraun þetta sé hið mesta að rúmmáli og flatarmáli, sem runnið hefir í einu; svo sögur fari af hér á vorri jörð. Framh. R. Á. ----a--- Útvarpið og íréttirnar (Flutt í útvarpið 11. jan, 1931). Frá og með deginum í dag er fyrirhuguð aukning á frétta- ílutningi útvai-psins þannig, að í stað 10—15 mín. útvarpslesturs komi 20—25 mín. lestur. — Um leið er starfinu skipt milli tveggja manna. Til starfsins eru ráðnir til reynslu: Ásgeir Magnússon kennari, til þess að hafa á hendi fréttasöfnun innanlands og séra Sigurður Einarsson, til þess að gera yfirlit um heimsviðbm’ði og til þess að flytja daglega frá- sagnir af merkustu atburðum og þeim málefnum, sem efst eru á baugi á hverjum tíma í stjórn- málum og í menningarlegum efn- um. Það mun verða talið mikið í ráðist af svo fámennri þjóð, sem íslendingar eru, að byggja út- varpsstöð, sem er ætlað að starfa með 16 kw. orku og að halda uppi útvarpsstarfsemi til nokk- urrar líkingar við það, sem tíðkast meðal stærri þjóða. Á hitt verða allir sáttir, að fá- um þjóðum muni vera slík þörf útvarps sem íslendingum, sem búa í dreifðum og sundurgirtum byggðum fjallalands við strjálar póstgöngur og þá samgönguörð- ugleika, sem eru samfara ís- lenzkum landsháttum. Er um það hér á landi mjög ólíkt háttað því, sem tíðkast víðasthvar er- lendis, þar sem járnbrautarkerfi tengir saman byggðir mannanna, og þar sem æðaslög þjóðlífsins og umheimsins berast daglega úf í hvern afkima landsins. Þessar staðreyndir gera það á hinn bóginn Ijóst, að fréttir þurfa að vera einn meginþáttur í íslenzkri útvarpsstarfsemi. Enda mun það vera samhuga álit út- varpsráðsins og alh’a þeirra, sem eiga þátt í stjóm útvarpsins. Skal ég svo í fáum orðum gera grein fyrir því, hversu frétta- starfsemi útvarpsins verður hátt- að, eftir því sem nú er ákveðið og hvaða takmarki það hyggst að ná í þeirri grein. Útvarpið hefir skipt frétta- stai’finu í tvennt, eins og fyr var sagt. Það hefir gert samning við Fréttastofu Blaðamannafélagsms og hefir leyfi til þess að notfæra sér fréttasöfnun hennar eftir vild. Það hefir ráðið fréttaritai'a í hverju héraði og kaupstað landsins. Það hefir þegar og mun iramvegis afla sér beztu og á- reiðanlegustu erlendra blaða og timarita og það mun taka upp það sem markverðast er í erlend- um útvarpsfréttum, enda hefir það þegar tryggt sér góðfúslegt leyfi helztu útvarpsstöðva í ná- grannalöndunum, til þess að end- urútvarpa frá þeim fréttum sem öðru. Loks mun það verða á hnotskóg um það merkasta, er gerist í lífi þjóðarinnar og menn- ingarstarfi. Mun það, við og við, fiytja fréttir frá stofnunum þjóðarinnar, skólum hennar og verklegum framlívæmdum; flytja merkar bókafregnir og annað það, er verða mætti til fræðslu og skemmtunar þeim, er á hlýða. Þörf Islendinga, eigi sízt þeirra er í sveitum búa, að afla sér nóg- samlegrar fræðslu um það, sem gerist í umheiminum, er háð tvennskonar annmörkmn: — I fyrsta lagi samgönguörðugleik- um þeim, sem áður var lýst. I öðru lagi munu iblöð svo fámennr- ar þjóðar, sem Islendingar eru, ávalt verða lítil að vöxtum og bresta bæði rúm og aðstöðu til þess að flytja þjóðinni fjölbreyti- lega og nægilega fræðslu um heimsviðburði og innanlandsmál- efni. Smáþjóð getur ekki skapað blöð, sem standa að neinu leyti á sporði heimsblöðum stórþjóð- anna. I annan stað ber ekki að dylj- ast þess nokkuð almenna álits, að íslenzk blaðamennska hafi enn ekki náð því þroskastigi, sem vænta má, að hún nái, þegar stundir líða fram. Margt ber til þess, að andlegar skylmingar blaðamanna og stjórnmálamanna hér á landi verða nokkru harð- vítugri, en sumir myndu æskja. I smáum þjóðfélgum verða þrengsli og árekstrar meiri en í stórum. Við deilum í návígi, Is- lendingar. Þar á ofan er hugur þjóðarinnar í uppnámi. Við erum að reisa land og þjóð úr margra alda rústum. Framsókn okkar og framfarir á öllum sviðum til lands og sjávar er ein hin stór- felldasta í framfarasögu þjóð- anna á síðustu áratugum. Þetta ris þj óðarhugans, þessi átök við að brjóta fjötur niðurlægingar- aldanna valda því, að eigi er á- vallt gætt hófs né sézt fyrir sem skyldi. Þessar staðreyndir valda mér engum kvíða um framtíð íslendinga. Ég er þess fullviss, að góð greind og drengskapur verða, hér eftir eins og hingað til, rík- astar eigindir í fari Islendinga og að þjóðin rís óbuguð og sterkari en áður úr umbyltingum nútím- ans. Annmarkar þeir, sem ég hefi lýst nú um stund, valda því eigi að síður, að þjóðina brestur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.