Tíminn - 10.01.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.01.1931, Blaðsíða 3
TlMINN 3 fræðslu þvílíka, sem heimsblöð stórþjóðanna veita um þá at- burði, er gerast í lífi þjóðar og umheims. I stórblöðum, sem fylgja ákveðnum stjórnmálaflokk- um eru stjórnmálaumræður af- markaðar í vissri deild blaðanna. Að öðru leyti leggja þau kapp á að flytja alhliða fræðslu um menn og málefni, staðreyndir og mismunandi sjónarmið, þannig að almenningur megi að fullu treysta á sannindi málflutnings. Smáblöð, sem þurfa að verja rúmi sínu nálega eingöngu til stjórnmálaumræðna, geta ekki fullnægt þessari nauðsyn. Markmið útvarpsins er að geta hafið sig upp yfir þessa ann- marka fámennisins og návígisins. Það vill leitast við að verða þjóð- inni það, sem heimsblöðin eru öðrum þjóðum. Það á að verða hlutlaus en eftirtektarsamur áhorfandi, sem flytur sanna, víð- tæka og fyrst og síðast óhlut- dræga fræðslu um menn og mál- efni. — Útvarpið er alþjóðareign. Samkvæmt upphafi sínu, eðli sínu og lögum þeim, sem um það gilda, er hlutleysi æðsta skylda þess. I erindisbréfum frétta- manna útvai’psins verður lögð megináherzla á þetta atriði og vísvitandi og alvarlegt brot á þessari meginreglu mun verða látið varða stöðumissi. Allar út- varpsfréttir eru geymdar í hand- riti, staðfestar af þeim er flyt- ur þær í útvarpið. Hlutverk útvarpsins eitt hið æðsta, verður þá, samkvæmt framansögðu, þetta: Að flytja þjóðinni daglega sem og fyllsta fræðslu um innanlandsatburði og málefni og sem víðtækast yfirlit um heimsviðburði. Takmark þess er að verða sú heimild, sem þjóð- in megi á hverjum tíma hiklaust treysta, til þess að segja satt og veita þá fyllstu fræðslu, sem kostur er á; þar sem greint verði frá staðreyndum og einungis staðreyndum. Þar sem dregin verði fram sjónarmið allra þeirra aðila, er um mál deila og byggt á merkustu heimildum um þau stórmál er mestum þrætum valda í heiminum. Takmarkið er nú ljóst. Hitt vefst í vafa, hvort og hvenær það muni nást að öllu leyti. Vildi ég um það biðja landa mina að leiða sér í hug þá staðreynd, að þessi starfsemi er enn í barndómi eins og allar aðrar greinir þeirrar merku stofnunnar, sem hér er verið að byggja frá grunni. Heilir þér, sem hlýdduð! Jónas Þorbergsson. ----o----- Bækur Vestur-Skaitafellssýsla og íbúar henuar. Svo heitii' bók er á markaðinn kom skömmu fyrir jólin. Útgefandi henn- ar er Björn prestur í Ásum í Skaft- ártungu, sonur Odds prentsmiðju- stjóra á Akureyri. En höfundarnir eru margir og nálega allir Skaftfell- ingar. Segja þeir í stuttum glöggum greinum frá sýslunni sinni og at vinnuvegum þar eystra og á þann liátt að unun er að lesa það, sem þeir skriía. Eg er nýkominn heim austan úr Skaftafellssýslu og hefi hitt flesta þá menn að máli, sem bók þessa hafa skrifað, Eyjólf á Hvoli — Einar í þórisholti — Gísla sýslumann — Ivjartan í Hvammi — Jón og Gísla i Norðurhjáleigu — Svein á Fossi — Snorra lækni og Lárus á Klaustri — og mig furðar enganveginn þó bók verði skýr og skemmtileg, sem þessir og fleiri góðir menn hafa ritað. Hve hressandi er það ekki að fá slíka bók til lesturs, marg- hvekktur af svokölluðum skáld- sögum og „lyriskum" ljóðabók- um. þarna er mörg bragðgóð frá- sögn um baráttu Skaftfellinga við höfuðskepnurnar, í þessari sýslu, sem er um margt einhver einkenni- legasta sýsla landsins. Vatna- og veiðimenn, fjalla- og ferðamenn iiafa þeir alla tíð verið góðir Skaftfeiling- ar og mig undrar hve yfirlætislausar frásagnir þeirra eru, i þessari bók, um svaðilfarir við vötn og veiðiskap á sjó og landi. þakkir á séra Björn slcilið fyrir að hafa forðað svo mikl- um þjóðlegum fróðleik frá gleymsku, því enda þótt Skaftfellingar hljóti um aldur og æfi að glíma við óbrú- anleg stórvötn og aðrar vegleysur, þá er þó margt þar að breytast frá því, sem áður var og óðum að falla í gleymsku. Allur ytri frágangur bókarinnar er hinn vandaðasti og bókina prýða um 60 myndir og sumar ágætar, en flest- ar góðar. það er vandi að velja myndir í bækur svo vel fari, og i þessari eru margar góðar landlags- myndir, en heldur fáar af öðru. Gjarnan hefðu til dæmis mátt vera þar fleiri myndir af Skaftfellingum, því þeii' eru margir einkennilegir og stórhreinlegir á svipinn eins og sýsl- an sjálf. Og í bókinni er t. d. aðeins ein mynd af ungri skaftfellskri konu. þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri, mann langar í meira af svo góðu. — Úr þvi ég minnist á konurnar skaft- fellsku, er bezt að ég bæti einni að- finnslu við um bókina, sem sé þeirri, að konurnar koma þar of lítið við sögu. Á þeirra valdi hefði það verið bezt að lýsa einu og öðru viðvíkj- anda heimilislífi þar í sýslu. Eigi verk eins og þetta að verða sem fullkomnast, sem lýsing á landshluta og lifnaðarháttum fólks, þá verða konurnar að vinna að þvi líka, enda munu þær margar tii þess færar, engu síður en karlamir. Hafi svo séra Bjöm þökk fyrir bók- ina, og mættu Skaftfellingar vel vera honum þakklátir fyrir framtak sitt við söfnum og útgáfu ritsins, því bókin er bæði þeim og honum til sóma. R. Á. Hamar og slgð, kvæði Sigurðar Einarssonar, eiga nokkra sérstöðu í nútímakveðskap vorum, ekki sízt fyrir þá sök, að þar er mjög gengið á snið við jurtagróð- ur, himintungl, fuglafræðilegar hug- leiðingar, ástasorgir og annað af þvi tagi, sem mjög er frægt í borgara- legum ljóðakveðskap. Ljóð Sigurðar eru orkt af miklum áhuga fyrir hag- rænni og' menningarlegri viðreisn fá- tækra manna, sem stunda erfiðis- vinnu, en slíkur áhugi er nú farinn að þykja dónalegur og glæpsamlegur hér á landi eins og víðast annars- staðar í heiminum. Aftur á móti ml það heita huggunarrikt frá ákveðn- um sjónarmiðum, að Sigui'ður er ekki ádeilumaður og veitist til dæm- is hvergi að fólki, sem hefir lagt í fyíirtæki, utan hvað hann segir á einum stað, að fingur einhvers smá- kaupmanns iði i maura; en slikt er gömul alþýðleg athugun hér á landi og hefir aldrei orðið smáum kaup- mönnum að falli, — stórir kaupmenn hafa tekið einkarétt á því að verða smáum kaupmönnum að falli, en ekki skáld. Kvæði Sigurðar eru al- staðar laus við tyrfni og með af- brigðum ljós, en ekki mundi ég kalla þau beinlínis þjóðleg eða alþýðleg á þann hátt, sem gamlar þulur eru, og Sláttuvísur eftir Jónas Hallgrímsson. Sumstaðar hefði verið æskilegt, að þessi ljóð hefðu haft minna svip af Davíð Stefánssyni og jafnvel þor- steini Erlingssyni, — enda þótt á- deilur hins siðarnefnda gœtu verið mörgu skáldi lærdómsríkar. Sum yrkisefni Sigurðar hefðu líklega not- ið sín enn þá betur í byltingar- kenndara formi, því manni finnst eðlilegast, ef saman fer stefna og stíll. Ég get heidur eklci stillt mig um að láta í ljósi, að sumstaðar er ekki örgrant um að kenni jólaræðu- mærðar þar, sem kaldhæðni hefði sómt sér betur, en samt eru ljóðin meistara í samanburði við beztu jóla- ræður og kraftaverk, ef á það er lit- ið, að liöf. hefir átt undir guðfræði- kennurum að búa á þroskaárum sín- um, en reynslan er sú, að vizka, sem þangað er sótt, og það hókuspókut., sem henni fylgir, veitir heilabúum manna að jafnaði slíkar búsifjar, að þeir bera aldrei sitt bar upp frá því. Ég hefi þá trú, að beina málýtn- in eigi einkum heima í útbreiðslu- ritum og á fundum, en óbeina mál- ýtnin í skáldskap. En það hlýtur að vera miklum erfiðleikum bundið fyrir mann, sem er fæddur málflytj- andi og prestur að uppeldi, eins og Sigurður, að þræða leynistigu óbeinn- ar málýtni og beita hennar hót- fyndnu vélabrögðum. Kvæði eins og Yfirstéttarbókmenntir sýnir, að Sig- urður býr einnig yfir þessum hæfi- leik. H.K.U Ræða Pálma Hannessonar, rektors við setnmgu Menntaskólans haustið 1930. I. Góðir áheyrendur: gestir, kenn- arar og nemendur! Verið vel- komin! Einu sinni var ég á ferð uppi á öræfum. Bar þá svo til, að veðri brá til hins verra, og gerði að mér harðviðri með stormi og fjúki. Ég var einn á ferð og á ókunnum slóðum. Á óförnum vegi vissi ég á, mikið vatn og viðsjált, og ég hugsaði til hennar með hlökkun og hrolli. En dimm- viðrið óx og sjóndeildin þvarr að sama skapi, þvarr í gráa kólgu og kafald. — Og framundan var áin. — Hún átti að vera mér leiðar- mál og vegvísir, en hún var einnig hin mesta torfæra, hin mesta hamingjuraun, sem mér var á vegi kunn. — Og svo bai- mig allt í einu að ánni. Þar svall hún fyrir fótum mér, görótt og grá, og stundi þungt undan storminum. Hún var bólgin og breið, svo að ó- gerla sá yfir um hana til annars lands. Og hún var úfin og ófrýn. Alda reis af öldu, æstar öldur, gráar, hvíttenntar, eins og hópur soltinna varga sækti að mér utan úr hríðinni. — En yfir um ána lagði ísköld él, og gráar krapa- flyksur bárust fram fyrir strauminum. Kalt var og ófrítt á ánni, svo að aldrei gleymi ég þeim leik. Bæði vai' að botninn var viðsjáll og vatnið djúpt. En kiárimi bar mig heilu og höldnu að landi, og ég hélt áfram ferðinni. Fyrir réttu ári síðan, þegar ég leit fyrst yfir þennan sal, flaug mér í hug sú mynd, sem ég hefi nú brugðið upp: áin, kólgan og kuldinn. — Fjöldi manna var þá saman kominn. hér, og miklu fleiri en venja er til, þegar skól- inn er settur. Hér var maðui’ við mann, andlit við andlit, hugur við hug, — ókunnir hugir, ó- ráðnir og ýfðir fyrir því kynja- veðri, sem risið hafði í þessari hneykslananna borg út af setn- ingu minni. — Og eitt andartak varð salurinn að fljóti, hugimir að öldum, andúðin að hríð. — Eitt andartak, og ég lagði út í ána. — Síðan er nú liðið ár. — En oft á þessu ári hefir mér horfið í hug hin sama mynd, — hin sama minning — viðureign mín Við óveðrið og fljótið. Stundum hefir verið djúpt á, og stormur og öldur hafa riðið að, svo að erfitt hefir verið að halda í horfi. Stundum hefir botninn verið ótryggur, svo að fara hefir orðið með varúð. Og aldrei gleymi ég þeim leik. — Það skal nú fúslega játað, að íerðin hefir sókst seint, og lái það hver, sem vill, en heilu og höldnu er þó nú að landi komið. Á þessu hðna ári hafa and- stæðingar mínir þráfaldlega fundið mér það til foráttu, að ég væri maður óreyndur og óþekkt- ur. Það munu þeir nú reynt hafa, að ég verði ekki með orð- um veginn, og ef til vill það með, að ég sé ekki svo uppnæm- ur fyrir hverju aðkasti, sem þeir ætluðu í fyrstu. En fyrir hinu hafa þeir sjálfir séð, að ég er íekki svo mjög óþekktur lengur, — og ekki alls óreyndur. Fyrir ári síðan varu þeir menn margir, sem ætluðu, að ég myndi ekki setja hér skóla í annað sinn. Ég hefi það sjálfur fyrir satt, að ef ég ætti ekki að baki mér baráttu við fjöll og ár, við hríð- ar kólgur og kviksendi, þá hefði þeim orðið að ætlun sinni. — En nú er aftur liðið að skóla- setningu. Og enn er ég hér, þrátt fyrir illar spár ýmissa andstæð- inga minna. Og ég er jafn glaður yfir því, að sjá hópinn, sem hér er nú, eins ig ég var kvíðinn yfir fjöldanum í fyrra. Að vísu er hér miklu færra gesta nú en þá. En þess er að gæta, að flestir þeirra, sem hér voru þá, höfðu skolast hingað með þeim háu öldum, sem riðu þá að þessari gömlu stofn- un, vegna mín. Þeir voru hér ekki af áhuga á málefnum skól- ans. Og þeirra gesta sakna ég ekki. Aftur munu þeir, sem nú heiðra skólann með komu sinni, vera hingað komnir flestir af hollustu við hann. Slíkt eru góð- ir gestir, því að það er mála sannast, að þessum skóla er vant vina. Nú stendur ekki stuggur hins óþekkta milli mín og nemanda minna. Þeir þekltja mig flestir og ég þekki þá alla og veit noklr- ur deili á högum þeirra vel flestra. Og nú eru andveður æs- inganna að mestu gengin hjá. Og vatnið líður áfram í ró, þó að enn kunni að bærast í djúpunum sá lyngormur, sem þar er á gulli grafinn. II. Ég hefi nú um hríð rætt nokk- uð um eigin málefni. Vera má, að sumum áheyranda minna virðist það um of, en þá menn vil ég biðja þess að gæta, að hér er minn vettvangur, og hefi ég fárra annara leitað, enda þótt andstæðingar mínir hafi sótt mig í meiri hlutanum af blöðum landsins. En nóg um það. Nú vík ég að skólanum. Það má heita almenn trúar- setning, að þessi skóli sé stór- lega gallaður. Ekki svo mjög fyr- ir það, að kennslan sé ekki talin góð yfirleitt, heldur af hinu, að skólabragurinn, „andinn í skólan- um“, eins og það er kallað, sé ó- hollur. Þegar ég kom að skólan- um, einsetti ég mér að grafast fyrir um það, hvort þessi skoð- un væri á rökum reist eða ekki og yfirleitt kynna mér kosti skól- ans og galla. Var það mér bæði skylt og nauðsynlegt. Að þessu sinni ætla ég ekki að ræða um kosti skóla vors, enda má enginn líta svo á, að ég þykist hafa rannsakað hann til hlítar, svo að ég telji mig þess umkominn að meta til fulls kosti hans og bresti. Ég ætla hér að minnast á nokkra galla skólans, nokkra galla og hættur, sem ég hlýt að benda nemöndunum á til vamað- ar og vegarbeina. Ég hafði ekki verið lengi hér 1 skólanum, er ég átti tal við einn hinna greindustu nemanda. Og þá sagði hann mér frá því, að hann héldi, að hann versnaði á því að vera í skólanum. Ilann sagðist vinna úti í sveit á sumr- in, og' þaðan kvaðst hann koma á liverju hausti með eldheit áhuga- mál og gnægð góðra áforma. En þegar hann hyrfi úr skólanum á vorin, sagðist hann eiga hvorugt aflögu. Þetta er harla eftirtektarvert dæmi, og ég hefi enga ástæðu til að rengja þennan pilt, þó að ekki væri hann minn vinur. — Er ekki fólginn í þessari frásögn al- varflegur áfellisdómur á skól- ann? Er það ekki markmið skól- ans „að efla sálar- og líkams- þroska nemendanna“? Jú, meira að segja samkvæmt reglugerð hans. En þá er illa séð fyrir sál- arþroskanum, ef áhuginn fölskv- ast og áformin visna. Og þetta er ekki eins dæmi. Ég hefi síð- an talað við marga nemendur, en einkum þó þá, sem á einhvern hátt hafa gerst brotlegir við boð- orð skólans, skráð eða óskráð. ■ Ég hefi reynt, að setja mig í spor þessara nemanda, skilja þá, og því er ekki að leyna, að ég hefi orðið margs vísari af þeim um hag skólans. Allir áttu þeir nokkra kæru á hendur skólanum. Sumir höfðu lært hér að reykja, aðrir að neyta áfengis. Sumir höfðu týnt hér áhugamálum sín- um, og enn aðrir lært slæpings- hátt og skróp. Og nánari eftir- grenslan leiddi það í ljós, að þessai’ kærur voru ekki út í blá- inn. Hvað veldur slíkum ófamaði? Er það skólaskipunin eða skóla- stjórnin eða kennaramir eða nemendurnir sjálfir? Enginn sér- stakur veldur, heldur allir og enginn. Enginn á beinan hlut að þessu hamingjuleysi, en allir ó- beinan. Þess vegna finnur eng- inn bjálkann, en allir sjá flís- arnar. Þess vegna finna menn elcki sök hjá sér, en verður því tamara að varpa skuld á náung- ann: kennurum á nemendur, nemöndum á kennara og skóla- stjóm. Það sem veldur, er venjan, venjan „traditionin“, hin gamla fylgja skólans, sem einhverjir kuklarar hafa vakið upp endur fyrir löngu og síðan fylgir öllu því, sem kennt er við þennan skóla. Það er venjan, hin lífseiga sóttkveikja, sem lifir í skúma- skotunum, og tekur kynslóð eftir kynslóð. — Sá, sem fyndi ömggt meðal móti venjunni, væri vel- g-erðaimaður mannkynsins. Kæru nemendur, ég get ekki bent ykkur nógu rækilega á þá hættu, sem fólgin er í þessari bráðnæmu pest, hinni vondu venju. Þið eruð, við erum flest haldin af henni, og hún berst stöðugt frá hinum eldri til þeirra yngri og lifir á því að sjúga saf- ann úr æsku ykkar og vaxandi manndómi, því að venjan sting- ur vitinu svefnþom og leitast við að draga manninn niður á bekk með dýrunum. Ég skal nú reyna að lýsa henni nokkm nánar þessari kyn- fylgju skóla vors. Gefið gaum að crðum mínum, nemendur. Skyldu hinir ófreskustu ykkar í með- a! ekki kannast við kauða. Hinar verstu fylgjur gátu tek- ið á sig mai'gar myndir. Svo er og um íylgju þessa skóla, venj- una. Hún birtist og með ýmsu móti. Eitt gerfi hennar er tóm- læti, annað ástundunarleysi, þriðja drykkjuskapm’, fjórða andúð og hið íimmta skróp. Við skulum nú athuga þessi fyrir- bæri betur. Fyrst er þá tómlætið. Það er tízka 1 þessum skóla, að vera „blaseraður“, að láta sem fæst mál til sín taka, að láta sér finn- ast fátt um málefni skólans, þjóöfélagsins, memoingarinnai’ og ypta öxlum yfir þeim nýjungum, sem koma fram um þau mál. Það þykir ekki „fínt“, að hafa brenn- anda áhugamál. Hitt þykir betur við hæfi að draga dár að áhuga- málum annarra. Það þykir ekki „íínt“ að ætlast mikið fyrir og vilja hrinda fram umbótum. Hitt þykir vænlegra til virðingar að geta sagt smellinn „brandara“ um viðleitni náungans. — Þið hljótið allir að sjá, ef þið aðeins athugið, hve hættuleg þessi tízka er fyrir ykkur sjálfa, fyrir skól- ann og fyrir það félag, sem þið lifið í. Því að hvenær skyldi mað- urinn eiga áhugamál, ef ekki ein- mitt meðan hann er ungur? Um hitt verður ekki deilt, að áhug- inn sé góður og ungum mönnum nauðsynlegui'. Nei, verið þess vís- ir, að lífið á nógan kala, nógan fölskva til að draga að eldunum í hugum ykkar. Þið hljótið að vita, að í heim- inum ríkir ekkert tómlæti nú á dögum. Hin gömlu verðmæti eru óðum að breytast, og hvarvetna er nýgræðingur að spretta upp við hlið liins gamla — eða á rústum þess. Og sumt af hinu nýja er gott og þroskavænlegt, en annað illt eða einskisvirði. Og hið nýja getur komið og krafið ykkur dóms, fyrr en varir. Þess vegna gegnir ykkur bezt að sinna hverju máh af alúð og sanngimi. Ég þykist hafa veitt því eftir- tekt, að tómlætið sé hér meira í lærdómsdeild en gagnfræðadeild. Ég sat flesta fundi „Framtíðar- innar“ á síðastliðnum vetri, og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.