Tíminn - 24.01.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.01.1931, Blaðsíða 1
2^fgreifesía i í m a n s er í Sœfjargötu 6 a. ©pin öaglega fl. 9—6 Sími 2353 ©faíbfcti og afgreiöslumaöur Címans er R a n n d e i g o r s t e i n s i> ó 11 i r, Ccefjanjötu 6 a. Seyfjaoíf. XV. árg. Syndir íhaldsmanna Mbl. hefir nú um stund flutt langar greinar um syndir núver- andi stjómar. Er þar öllu öfugt snúið. Bjargráðum Framsóknar við land og lýð er lýst, sem mis- tökum og óhappaverkum. En í t raun og veru er í þessu sam- bandi eingöngu að ræða um yfir- sjónir Mbl.-manna, og þær ekki smáar, eins og nú mun sýnt verða. I. Raforkuveitur. Mbl. telur hið vitlausa frv. íhaldsmanna um að leiða rafmagn um allt landið t'yrir 80 miljónir kr. vera sama sem að allir Islendingar hefðu íafmagn. Hvar átti að taka allar miljónimar að láni? Iiver átti að borga brúsann, þótt slíkt lán hefði fengizt? Hugmyndin var tóm endileysa, eins og íhaldið bar málið fram. Og svik íhaldsins sá- ust bezt á því, að í Rvík, þar sem 1 /4 hluti landsmanna býr, og • íhaldið hefir meirihluta í bæjai’- stjórn, þar vildi íhaldið ekki virkja Sogið. Knútur Zimsen cg allt hans lið barðist á móti, unz verkamenn og frjáls- l>mt fólk í bænum kúgaði þá síð- astliðinn vetur til að látast vilja vera með. Þá var Jakob Möller sendúr til útlanda, en þá gat Rvík, með sín góðu skiiyrði, bor- ið saman við aðra landsmenn,, ekki féngið einn eyri að láni í rafmagn, nema með ríkisábyrgð, og raunverulega miklu hærri vöxtum en landið sjálft, ef miðað var við hið háa verð á stöðinni. En meðan íhaldið hefir pre- dikað um 80 miljóna fyrirtækið handa öllu landinu,en ekkert get- að aðhafst í Reykjavík með Sog- ið að baki sér, á meðan hefir raf- lýsing og hitun sveitabæja, eink- um undir stjórn hugrvitsmanna úr Skaftafellssýslu, farið hröðum skrefum um sveitir landsins. Framsókn hefir stutt þessa menn og þeirra iðju. Þar tala verkin. Þar eru bjargálnamenn að starfi. Þar er hóf og undirstaða. En í ráðagerðum íhaldsins er ekkert nema kosningaloforð og svik. II. Síldarmjölið og bændur. Mbl. segir að stjómin hafi ekki útvegað bændum síldarmjöl. Á Mbl. við að stjómin eigi að búa á bændabýlum landsins? Heldur Iraltýr, að þótt hann espi heimska kommúnista upp til hermdarverka, þá sé Framsókn- arflokkurinn skyldur til að búa á jörðum landsins eins og hér væri ríkisbúskapur? Bændur hafa aldrei fengið eins mikið og gott síldarmjöl og nú. Það er þakka ríkisverksmiðjunni, kaupfélögun- um og Sambandinu. Enginn Mbl.- maður hefir svo kunnugt sé gert neitt af viti, velvild eða fyrir- hyggju til að tryggja bændum síldarmjöl. Og eftir að dómsmála- ráðherra hafði ritað hér í blaðið um að Þór myndi næsta sumar verða látinn veiða síld í verk- smiðjuna handa bændum, til að tryggja bændum síldarmjöl undir almennu framleiðsluverði, þá lætur Mbl. ekki af illindum út af því að þetta skip skuli vera til. í þessum efnum er allt um íhaldið, eins og Ól. Thors, þegar hann lofaði á fundi í Vík að senda bónda í Mýrdal poka af mjöli úr síldarverksmiðju Kveld- úlfs. Pokinn er Ókominn enn, og bóndinn hefir gert landfleygan skopbrag um ólaf og sviknu lof- orðin hans um síldarmjöl. III. „Bændakjötið“. Mbl. talaði í sumar á sinn smekklega hátt um „kjöt af íslenzkum bændum“. Nú segir Mbl. að forsætisráð- herra hafi ýtt erlendu kjöti inn í landið fyrir hátíðina, stórskað- að bændur, helzt flutt gin- og klaufaveiki inn í landið, skaðað landið um 40—50 þús. kr., eyði- lagt markaðinn fyrir bændum o. s. frv. Og hver er svo sannleikurinn ? Að hátíðanefndin lét undan ein- róma kröfu frá þeim, sem stóðu fyrir veizlufagnaði á Þingvöllum og í Rvík, og báðu forsætisráð- herra að leyfa innflutning á lítil- ræði af því kjöti, sem ekki feng- ist1 hér svo að nægði, svo sem alifuglum og svínakjöti. Tr. Þ. var afartregur til að verða við þessari beiðni; geisði allt, sem unnt var til að sem minnst ýrði flutt inn og sem tryggilegast um- búið, bæði í Danmörku og hér. Maður sá, sem hátíðanefndin byggði á í þessu var bryti henn- ar, Theodór Jónsson bóndi í Hjarðarholti í Dölum. Dalamenn vita, að hann hefir verið mjög ákveðinn andstæðingur' Fram- sóknar. Framkvæmdarstj. nefnd- arinnar er Magnús Kjaran, ný- sloppinn úr bæjarstjóm, og hafði þar verið fyrir Mbl.-flokkinri. Og fomiaður nefndarinnar var Joh. Jóhannesson, gamalt goð af stalli íhaldsins. Magnús Kjaran og Jóh. Jóh. hafa hvað eftir annað leiðrétt mishermi Mbl. um „bændakjötið" og sagt hið sanna um innflutn- inginn, að það hafi verið nefndin, en ekki forsætisráðherra, sem stóð fyrir innflutningnum. Sann- leikurinn er sá, að Tr. Þ. sá um að innflutningurinn af kjöti yrði svo lítill, sem minnst varð af komist með, til að synja ekki alveg þ'rábeiðni þeirra þriggja íhaldsmanna, er mest reyndi á í þessu efni, Theodórs bryta, Kjarans framkvæmdarstjóra og Jóh. Jóh. formamis nefndarinnar. IV. Jai'ðræktai'styrkurinn. Mbl. ásakar Tr. Þ. fyrir að hafa lækk- að verðlaun úr ríkissjóði til ný- yrkju. En hverjum er styrkur sá að þakka, að hann er nokkur? Tímanum og fyrveranda ritstjóra hans, Tr. Þ.. Það var Tr. Þ., sem beitti sér fyrir eflingu Búnaðar- félags íslands. Það var hans verk, að Hallgrímur Kristinsson tók að sér að fara í stjóm fé- lagsins og Sigurður Sigurðáson varð framkvæmdarstjóri þess. Það var Valtýr Stefánsson, sem sat á svikráðum við Sig. Sig. og vildi hindra hann frá að verða forseta, í þess stáð koma Sigurði ráðunaut þar að, en velta honum síðan þaðan og komast sjálfur í sætið. Hallgr. Kristinsson og Sig. Sigurðsson undirbjuggu jarðrækt- arlögin, en Tr. Þ. fleytti þeim gegnum þingið í skjóli þeirrar trúar á viðreisn landbúnaðarins, sem blað hans hafði skapað. Eftir að Tr. Þ. kom sjálfur á þing, beitti hann sér fyrir hverri stór- framförinni af annari, landbúnað- inum til handa; Kæliskipinu, kæli- húsunum, ódýrum erlendum Reykjavík, 24. janúar 1931. áburði, búnaðaríánadeild og síð- ar búnaðarbanka, verkfærasjóðn- um o. m. fl. Jarðræktin tók risa- framförum, og með hinum miklu vélum og ódýra áburði varð rækt- unin ódýrari, stærri blettur kom íyrir hvert dagsverk. Búnaðar- lag íslands átti að gera tillögur hve mikið átti að leggja í dags- verk gagnv'art ríkissjóðsstyrk. í stjórn félagsins er bróðir Jóns Þorlákssonar, íhaldsmaðurinn Magnús á Blikastöðum. Hann bar framfyrstur tillöguna um breyt- inguna á dagsverkamatinu. Hún er réttmæt vegna breyttra skilyrða. Stjórn Búnaðarfélags ís- lands samþykkti hana. En Mbl. ásakar Tr. Þ. fyrir tillögu Magn- úsar Þorlákssonar, tillögu, sem var réttmæt, og samþykkt að undangenginni rannsókn af fær- ustu leiðtogum landbúnaðarins. V. Vinnudeilur. Mbl. ásakar Tr. Þ. fyrir að miðla málum í vinnu- deilum veturinn 1929. Saga máls- ins er sú, að Mbl.-menn í Rvík voru búnir að sigla atvinnuvegi sínum í strand. Eggert Claessen og kaupmenn í meirahluta ístjórn þess voru reiðubúnir að stöðva skip Eimskipafélagsins og Esj- una, sem þeim var trúað fyrir. Um leið voru togaraeigendur van- megnugir að koma út skipum sínum. En veiði var hin bezta við landið og verð á fiski hátt. Út- gerðarmenn höfðu gert allt, sem þeir gátu til að semja og koma skipum sínum. út. Þeir þráðu gróðann. Þeir bölvuðu hverjum degi sem skip þeirra gátu ekki aflað. En þeir voru seinir að hugsa, sljóir og úrræðalausir. Helst leit út fyrir, að togaraflot- inn myndi liggja alla vertíðina, gullið vera við landsteinina, en verkamenn hanga hungraðir í landi, en útvegsmenn svíkja skuldbindingar sínar í bönlíunum. Góðærið var á leið með að verða hallæri fyrir einstaklinga og þjóð- félag. Ef ís hefði komið, gat fell- ir orðið á Norður- og Austurlandi ef ekkert íslenzkt skip hefði hreyft sig með ströndum eftir nýjár. Tr. Þ. tókst að jafna þessar kaupdeilur með lægni og fram- sýni. Hann sá, að úr því að ríkis- sjóður borgaði hátt á annað hundrað þús. kr. til Eimskipa- félagsins, þá var óvitaskapur að láta fólk eins og Eggert Claessen og Jón Þorláksson stöðva allar siglingar við landið fyrir einar 10 þús. kr. Hversvegna var fært að eyða hinni stóru fúlgu til Eim: skipafélagsins, en ekki hinni litlu upphæð til að jafna deiluna. Fyrir ááttasamning Tr. Þ. varð árið 1929 góðæri en ekki hallæri. Ríkissjóður fékk miklar tekjur úr auði hafsins, og þeim auði var í stríðum straumum veitt inn í byggðir landsins til viðreisnar landi og lýð. Mbl. kennir sætt þessari um hátt • kaup verkafólks 1929. En hverjum er að kenna háa kaupið liér á .landi? Óráðsmönnum Mbl.- flokksins, sem hafa boðið í fólk- ið um hávetur upp í 4—5 þús. kr. fyrir nokkra mánaða vinnu. Þa'eru glæframenn landsins, sem hafa stofnað til skulda við bank- ana, sem þeir aldrei ætluðu að borga. Það eru mennirnir, sem hafa sukkað 30 milj. af fé ís- lenzkra banka, þar á meðal drep- ið Islandsbanka. VI. Kreppan. Mbl. segir, að kreppan sé að kenna stjóminni! Ekki vantar álitið á mátt stjóm- arinnar. Hefir stjórn Tr. Þ. skap- að kreppu um heim allan? Hitt vita allir, að núverandi kreppa er alheimsböl, en angi hennar er hér á landi að kenna fjárglæfr- um og svikum Mbl.-burgeisanna. Einn af erlendu viðskiptamönn- um Islandsbarika sagði í sumar, að í Reykjavík væru 30 fjölskyld ur, sem væru að sökkva landinu í eymd og vesöld. Maður sá þekkti vel til hér, og átti við eigendur og stuðningsmenn Mbl. eins og Garðar Gíslason, sem býr í höll, sem kostar yfir 100 þús. kr., en er í rauninni fátækur maður. Mbl. áfellir stjómina fyrir að rétta við fjárhag ríldssjóðs 1928. Jón Þor- láksson var þá búinn að sigla með tekjuhalla, hátt á aðra miljón í tvö ár. Sá tekjuhalli hvarf, og hinar mestu framkvæmdir hóf- ust: Vegir, brýr, símar, skólar, sjúkrahús, smjörbú, og fjöldi bændabýla var byggt með mesta dugnaði og ræktun er færð út meira en nokkm sinni fyr. Og svo segir Mbl., að stjórnin hati ejrit tekjum ríkissjóðs í ekki neitt. Nei. Svikarar íhaldsins geta ekkert lagt fram á borðið fyrir peninga þá, er þeir höfðu handa milli. Framsókn getur sýnt hinar mestu framfarir, sem gerð- ar hafa verið hér á landi. Góð- ærið endurspeglast þar um marg- ar aldir. VII. Framfaralánið. Mbl. lætur eins og ríkislánið 1930 hafi farið til einskis. Vita ekki fífl þau, er í blaðið skrifa, að Alþingi hafði svo að segja einróma ráðstafað hverjum eyri af því láni. Á þingi 1927 hafði íhaldið samþykkt lög um að taka 3 miljónir að láni til að rétta við Landsbankann, eftir skaða þann, sem fjársvikarar íhaldsins höfðu bakað honum. Á þingi 1928 og 1928 höfðu íhalds- menn neyðst til að fylgjast með í að taka 5 miljónir að láni handa Byggingar- og landnámssjóði. Þar era komnar 8 miljónir, auk annara deilda Búnaðarbankans. Þá hældi Ingibjörg Bjarnason sér af því að Jón Magnússon og Jón Þorláksson hefðu lofað sér því, að landspítalinn skyldi verða til 1930, og hótaði ríkinu málsókn og skaðabótum, ef ekki yrði við staðið. En til að fullgera land- spítalann síðustu tvö árin þurfti eina miljón króna. Þá eru komn- ar 9 miljónir Þá hafði íhaldið langað til að fá síldarverksmiðju á Siglufirði, og að Jón Þorláksson fengi „beín“ við að koma henni upp. Ihaldið samþykkti bygginguna og til hennar fór nokkuð á aðra miljón. Þá var komið á 11. miljónina. Þá hafði form. Alþingishátíðamefnd- ar, íhaldsforkólfurinn Jóh. Jóh., sagt á þingi 1928, að hann segði af sér formennsku í nefndinni, ef ekki yrði gerður nýr vegur til Þingvalla. Taldi hann sig ekki vilja bera ábyrgð á þeim mörgu siysum, er af því myndu hljót- ast, ef öll sú mikla umferð yrði á einum vegi. Þingið lagði fyrir stjórnina að gera veginn fyrir lánsfé og með honum var komið nærri 11 miljónum. Má af þessu sjá, að íhaldið hafði haft for- göngu að ráðstöfun nálega helm- ings af lánsfénu, en dragnast með um ráðstöfun þess, er beint fór í landbúnað. Svo að fráleitt geta íhaldsmeim verið hissa, þótt 5. blað. ekki sé nú mikið handbært í sukk handa fjái’plógsmönnum, eins og þeim, sem eyddu láni þeirra 1921. VIII. Reikningsfærsla. Ihaldið segir, að reikningsfærsla Fram- sóknar sé slæm. Fremur ættu drykkjurútar að tala um bindindi en íhaldið um góða reiknings- færslu. öll reikningsfærsla ríkis- ins var í aumasta lagi, er íhaldið skyldi við. Framsókn hefir komið á nútímabókhaldi og árlegri end- urskoðun hjá sýslumönnum lands- ins. Vaxtasvik eins og þau, sem íhaldið varð bert að, era þurk- uð út. Bókhald ríkisins og helztu stofnana þess er gert eins og hjá siðuðum mönnum. Jón Þorláksson hafði samið villandi landsreikn- inga, sumpart vísvitandi, en sum- pai*t af vankunnáttu. Hann hafði vantalið nærri 8 miljóna skuld í Danmörku, og hann hafði gert sig sekan í þeirri frábæru glópsku, að telja sumar af skuld- um landsins í dönskum krónum! Þannig leit ríkisskuld Islands út miklu lægri á pappímum'' fyrir þessa tvennskonar sviksemi og aulahátt. Auk þess var bókfærsla stjórnarráðsins, sú sem Fram- sókn erfði frá íhaldinu svo hrak- smánarleg, að vegir út um land voru stundum taldir eins og pen- ingar í sjóði. Það hefir orðið hlutverk bónd- ans á Eyrarlandi að afmá af stjóra landsins þennan smánar- blett, sem heimska og menntunar- leysi íhaldsráðherranna hafði sett á landið í sambandi við bók- færslu sýslumanna og stjómar- ráðs, og endurskoðun í þeim efn- um. Gott sýnishom er það, að Einari Jónassyni tókst að leika á stjómarráðið í nálega 10 ár, koma upp sjóðþurð töluvert á annað hundrað þús. kr. og gera gys að útsendara Jóns Þorláks- sonar úr hans eigin deild og sem „heili heilanna" sendi vestur til að leita. En ekki var piltur "sá betur taminn í deild Jóns Þor- lákssonar en að hann fann ekki sjóðþurðina frekar en húsbóndi hans, en fór í þess stað að kaupa eignir vestra á uppboðum, í félagi við hinn brotlega og vesæla sýslu- mann. Svona var bókhalds- menntun íhaldsins! IX. Krossanesverkfallið. Nú er uppvíst orðið um samsæri Valtýs Stefánssonar og kommúnistanna og að hann hefir alið á óeirðum þeirra og staðið í nánu sambandi við Einar Olgeirsson í þeim eina tilgangi að láta rauðálfa hans spilla friði í landinu. Mbl. þykisr harma verkfallið í Krossanesi. En þar var annarsvegar íhaldsmað- urinn Holdö, og hinsvegar brjóst- vinur Valtýs, Einar Olgeirssón. Svo skammar Mbl. stjómina fyi- ir afglöp íhalds og kommúuista. Er helst að sjá sem blaðið haldi að Tr. Þ. hafi nú átt að semja fyrir óvitana. Þetta gerði Tr. Þ. Hann kom því um síðir til leiðar, að forkólfamir komu í flugvál hingað suður og tókst sáttasem.i- ara, dr. Birni Þórðarsyni, að sætta þá. — Annars hefði íhaldið og kommúnistarnir orðið sér til gagnkvæmrar háðungar. X. Síldarverksmiðjan á Siglu* firði. Bygging hennar var síð- asta stórvirki M. Kr. Hann vildi með því höggva ánauðarhlekkina af hinum þrælkuðu Mbl.-möxm- um, sem ár eftir ár voru leiddir eins og fénaður til slátrunar að nauðungarsölu afurða sinna hjá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.