Tíminn - 07.02.1931, Síða 1

Tíminn - 07.02.1931, Síða 1
©iaíbferi o*j afgreiðshimafcur ÍC í m a n s et Hanupeig þorsteinsöóttir, Ccefjargötu 6 a. íJeyfjapif. 2^.fgt:ei5sía QT í m a n s er í Sœfjargötu 6 a. ©pin öaglega fl. 9—6 Simi 2353 XV. árg. Reykjavík, 7. febrúar 1931. 8. blað. Þar sem íhaldið ræður Eftir blöðum íhaldsins að dæma, hefir sá flokkur sérstaka yfirburði við að stjórna fyrir al- menning. Aftur á móti láta hin sömu blöð mjög lítið yfir getu samvinnumanna við almenna fjárstjórn. Þá er að spyrja reynzluna. Hvað segja verkin? Hver er dóm- ur staðreyndanna? 1. Magnús Guðmundsson skilur við landið í botnlausum skuldum árið 1922, og hefir nýtekið enska lánið, til að fleyta braskaralýð landsins enn um nokkur ár. Hann hefir há veðsett tolltekjumar og gert landið að undri í augum ])jóða, er til þekktu. Hann hefir borgað dönskum stórsvindlara og Páli Torfasyni 100 þús. kr. fyrir að útvega lán, sem Magnúsi bar sjálfum skylda til að útvega. 2. Jón Þorláksson skilur við 1927 með tekjuhalla á tveim síð- ustu stjómarárum sínum. Hann hefir tekið 8 miljónir að láni og gerti landinu hneisu með því að færa þá skuld ekki á réttan hátt í reikningum landsins. Þó var hitt verra, er hann hækkaði krónuna um nálega fimtung, og hækkaði þannig skuldir atvinnu- rekenda, og lamaði þá hundruð- um saman, svo að þeir bera þess ekki bætur meðan þeir lifa. Gengishækkun Jóns Þorl. skaðaði bankana um margar miljónir og innsiglaði dauðadóm Islands- banka. 3. Ihaldið hefir meirihluta í tveim bæjarstjómum, í Vest- mannaeyjum og .Reykjavík. Hvergi er ástandið verra en í þessum bæjum. Hvergi er at- vinnuleysið meira. Hvergi er dýr- . tíðin meiri. Eftir nýkomnum skeytum, hefir „litli bróðir“ í Vestmannaeyjum beðið „stóra bróður“ í Reykjavík að lofa sér að vera með í dálitlu bjargráða- láni. En íhaldið í Reykjavík neitaði. Það vildi ekki hjálpa hinu íhalds-sveitarfélaginu. Lík- lega má til sanns vegar færa, að Reykjavík hafi nóg með sig. Eftii' því sem Mbl. segist frá, er Reykjavík alltaf að taka smálán til hins almenna reksturs. Það eru venjuleg eyðslulán, en meir en miljón kvað vera óinnheimt af útsvörum. 1 öllum hinum kaupstöðunum er ástandið betra og bezt á Akureyri, þar sem samvinnumenn ráða miklu um stjóm bæjarmálanna. 4. Eimskipafélagið. Þar eru allir stjórnendumir íhaldsmenn nema fulltrúi landsstjómarinnar, Jón Ámason. I fyrra græddi fé- lagið um 400 þús. Þá kom Jón Þorl. í spilið og breytti áætlun- inni þannig, að nú er enginn gróði, og er engin sýnileg ástæða til þessarar breytingar, nema heimskuflan J. Þ. — Auk þess lagði félagið í að byggja nýtt skip og tók til þess lán sem kost- aði 7,2%. Ekki tókst Jóni Þorl. og Claessen þar að sýna dugnað sinn við 5% Lán, eins og þeir munu hafa talið auðfengin fyrir landið. 5. Islandsbanki. Þar var banki íhaldsins. Þar voru Eggerz og Claessen að stjóma. Þar voru viðskiftamenn nálega eingöngu rótttrúaðir íhaldsmenn. Einmitt slík stofnun átti að sýna yfir- burði íhaldsins, þar sem flokkur- inn var í verki einráður um störf og stefnu. En hvemig fór. íhald- ið drap Islandsbanka. Það sukk- aði fyrst 20 miljónum af fé hans. Vegna hans var „ókjara“-lánið tekið 1921. Vegna hans var Landsbankinn kúgaður til að taka „National City Bank“ lánið handa íslandsbanka. Að lokum koma svo hinir ráðsettu fjármálafræð- ingar, J. Þorl. og Claessen, til Alþingis og biðja þingið með einnar nætur umhugsunartíma, að taka ábyi'gð á öllum skuld- bindingum bankans, sem námu meira en 30 miljónum. Aldrei hefir stærra gjaldþrot komið fyrir á íslandi og aldrei hefir Alþingi og fjármálasjálf- stæði landsins lent í meiri hættu en það kvöld, sem þeir Jón Þ. og E. Claessen ætluðu að lokka þingið til að ganga í allsherjar ábyrgð fyrir gjaldþrotabú Is- landsbanka. Ihaldið skilur jafnan við fjár- málin í rústum. Reykjavíkurbær og Vestmannaeyjar, Islandsbanki, veðsetningin 1921 og gengis- hækkun J. Þ. ber allt vott um hið dæmalausa getuleysi íhalds- ins til að geta ráðið fram úr fjármálum fyrir almenning. Ihaldið segist nú vilja komast í meirihluta á Alþingi. Langar þjóðina til að láta slíka menn eyðileggja fjárhag allra Islend- inga og framtíð þjóðarixmar. Framsóknarmaður. ----o---- Þingmálafundur í Borgarnesi Ár 1931, föstudaginn 30. jan., var þingmálafundur settur í barnaskólahúsinu í Borgarnesi, af þingmanni kjördæmisins, Bjarna Ásgeirssyni, samkvæmt áður auglýstu fundarboði. Tvær uppástungur komu fram um fundarstjóra fyrir fundinn: Jóhann Magnússon bóndi að Hamri og Jósef Bjömsson bóndi að Svarfhóli. Kosinn var Jóhann Magnússon með 69 atkvæðum. Jósef Björnsson fékk 33 atkv. Fundarskrifarar voru tilnefndir: Bergþór H. Bergþórsson bóndi að Ölvaldsstöðum og Jónas Ein- arsson í Borgamesi og vom þeir samþ. án atkvæðagreiðslu. Þingmaðurinn lagði fram svo- látandi dagskrá: 1. Stjórnarfrumvörp. 2. Fjármál. 3. Landbúnaðarmál. 4. Samgöngumál. 5. Yms mál. Var dagskxáin síðan tekin fyr- ir í ofangreindri röð. 1. Þingmaðurinn lýsti sitjóm- arfrumvörpum þeim, sem lögð verða fyrir næsta þing, eftir því sem þau eru kunn orðin, var það langt mál og ýtarlegt. Nefndi hann ýms væntanleg fmmvörp um landbúnaðarmál, samgöngu- mál, stjómarskrárbreytingu, tó- bakseinkasölu, verðfesting krón- unnar o. fl. Eftirfarandi tillögur komu f ram: a. Stjórnarskrárbreyting, flm. Vigfús Guðmundsson: „Fundurinn skorar á Alþingi aÖ breyta stjórnarskránni þannig, að allir hafi kosningarrétt til Alþingis, sem eru orðnir 21 árs að aldri og hafa óflekkað mannorð". Samþykkt með 91 samhlj. atkv. b. Raforkuveitur í sveitum, flm. Magnús Jónsson. Afgreidd með svohlj. dagskrá frá Vigfúsi Guðmundssyni: „þar sem nú er starfandi nefnd, skipuð af landsstjóminni, í raforku- málinu, vill fundurinn bíða eftir til- lögum hennar með ákvarðanir, og tekur því fyrir næsta mál á dag- skrá“. Samþ. með 64:45 atkv. c. Verðfesting krónunnar, flm. Friðjón Jónsson: „Fundurinn skorar á næsta þing að samþykkja lög um verðfestingu íslenzkrar krónu í núveranda gengi“. Samþ. með 71:7 atkv. 2. Fjármál. Þingmaðurinn tók fyrstur til máls og rakti nokkuð fjármálasögu yfirstandandi kjör- tímabils, nefndi tekjuafgang og tekjuhalla á þessum árum, af- borganir af skuldum, eignaaukn- ingu ríkisins og skuldir ríkis- sjóðs eins og þær eru nú eftir beztu heimildum og hverjar þær hafi verið á hverjum tíma frá 1921—1929, sett upp eftir sömu reglu og LR. 1929. Að síðustu gerði hann grein fyrir því, hvem- ig varið verði ríkisláni því, sem tekið var á síðastliðnu hausti og hvernig það mundí skiftast milli ríkissjóðsins og' einstakra fyrir- tækja, sem standa eiga straum af því að sínu leyti. a. Tillaga frá Guðbrandi Sig- urðssjmi: „Um leið og fundurinn lýsir á- nægju sinni yfir stefnu undanfar- andi þinga um afgreiðslu fjárlag- anna, skorar hann á næsta þing að halda áfram sömu reglu um tekju- hallalaus fjárlög, enda þótt það verði til að draga úr verklegum framkvæmdum í bili“. Samþ. með 74:35 atkv. b. Tillaga frá Vigfúsi Guð- mundssyni: „Fundurinn skorar á Alþingi að lækka og helzt afnema tolla á nauð- synjavörum almennings, en vill í þess stað afla tekna ríkissjóðs: 1. Með verðhækkunarskatti á lóð- um og löndum einstaklinga, er hækka í verði fyrir aðgjörðir hins opinbera. 2. Með hækkuðum eigna- og tekju- skatti, einkanlega á miklum eignum. 3. Með landsverzlun á tóbaki og fleiri vörum". Samþ. með 60:32 atkv. 3. Landbúnaðarmál. Tillaga frá Pétri Þórðarsyni: „Fundurinn þakkar þingi og stjórn undanfarandi ára hinar miklu framfarir á ýmsum sviðum, einkum í landbúnaðarmálum“. Samþ. með 73:2 atkv. 4. Samgöngumál. Tillaga frá Vigfúsi Guðmundssyni: „Fundurinn skorar á Alþingi og stjórn að kaupa eða byggja hentugt skip til ferða milli Reykjavíkur og Borgarness eða að öðrum kosti að styrkja ríflega einstaklinga, er kynnu að vilja reka slíkt skip“. Samþ. með 67 samhlj. atkv. 5. Ýms mál. a. Tillaga frá Hervald Bjöms- syni: „Fundurinn þakkar stjóm og þingi stórkostlegar framkvæmdir í alþýðu- skólamálum þjóðarinnar". Samþ. með 66 samhlj. atkv. Utan úr heimi. (Útvai'pserindi). Er hætta á ófriði í Evrópu? Þessari spumingu hefir allt í einu skotið upp víða í erlendum blöðum. Og hún hefir verið rædd svo víða og af svo mikilli alvöru, að ekki þykir annað hlýða en að geta hennar að nokkm í útvarp- inu. Ástæðumar, sem taldar eru fyrir ófriðarhættu, em í stuttu máli þessar, að því er ráða má af þeim gögnum, sem hingað hafa borizt: í nokkum tíma hafa verið sí- feldar viðsjár á landamæmm Pól- lands og Þýzkalands, en þó geng- ur ekki á öðru en kærum og kvörtunum, svo að stjómir beggja landa hafa hvað eftir ann- að orðið að láta til sín taka. I Frakklandi hefir komið fram tillaga um að framlengja og auka enn á ný lagaboð um herskyldu, sem upprunalega voru sett á ófriðarárunum, og rökin talin ískyggilegt útlit í Evrópu. Tillaga hefir verið borin fram um það í ýmsum blöðum, bæði í Frakklandi og Englandi að færa vátryggingar skipa í það horf, sem var á ófriðarárunum; rök fyrir nauðsyn þess hafa ekki bor- izt svo skýr, að á verði byggt. Sovét-sambandið er víða um lönd grunað um að róa að því öllum árum að rækta hemaðarhyggju í löndum sínum. Á milli Frakka og Itala hafa verið talsverðar viðsjár í seinni tíð, stjómmálaeðlis, og er svo að sjá, sem þar trúi hvomgur öðr- um. — Um þetta fer hið merka blað Manchester Guardian svo- felldum orðum nú nýlega: „Innra ásigkomulag Vestur-Evrópu er nú verra en nokkm sinni síðan frið- ur var gjör. Og það er verra af því, að gegn vandkvæðum hinna fyrstu ára eftir stríðið óg sú full- vissa, að sálblær stríðsóranna og ófriðarhugur myndi með itíman- um viðrast burtu. En þó að tólf ár séu liðin síðan ófriðinum lauk, þá ec þó ennþá eftir að brúa djúpið milli valdboðins friðar, og þess friðar, sem hvílir á jafnvægi og innri einingu (a peace of con- cord and unity). Þetta djúp verð- ur augljóslega stærra og stærra, b. „Fundurinn telur heppilega atefnu heilbrigðismálaráðherrans i læknaveitingamálinu, að veita engu síður ungum efnilegum læknum em- bættin og taka tillit til vilja fólks- ins sem læknanna á að njóta. Fundurinn skorar á Alþingi að leiða í lög, að óski 3/4 hlutar kosn- ingabrorra íbúa læknishéraðs ein- hvers sérstaks umsækjanda, þá skuli þeim lækni veitt héraðið. Loks lætur fundurinn i ljósi megna óánægju sína yfir aðförum Læknafélagsins í læknaveitingamál- inu og framkomu ýmsra forsprakka þess gagnvart dómsmálaráðherra sl. vetur". Samþ. með 65:16 atkv. c. Till. frá Hervald Bjömasyni: „Um leið og fundurinn þakkar rík- isstjórninni röggsamlega meðferð Hnifsdalsmálsins, minnist hann sér- staklega Halldórs Júlíussonar sýslu- manns, fyrir skarplega rannsókn 0g ýtarlegan undirbúning málsins". Samþ. með 68 samhlj. atkv. og að því skapi hættulegra“. Sama blað gerir þjóðemissinna- hreyfinguna þýzku að umræðu- efni á öðrum stað, og ófriðar- hæbtu þá, er af henni mætti stafa. Blaðið kveður svo að orði, að ónógar og vesælar úrlausnir þjóðabandalagsins í afvopnunar- málinu, séu orsök þess hve flokki Hitlers hafi vaxið fiskur um hrygg. Hitlersstefnan sé afkvæmi þjóðabandalagsins. Flokkur Hit- lers hatar auðvald nútímans og hatar Youngáætlunina, segir blað- ið. Hann lítur á hana sem lævís- lega tilraun (til þess að leggja þrælaok á þýzku þjóðina um ókomin ár. Þetta kann að vera fávísleg skoðun. En hún verður eigi að síður alvarleg, af því að hún er skoðun margra miljóna. Þá er hún orðin krafan um, að þeim tíma verði takmörk sett, er Þýzkaland sé eina vopnlausa stór- veldið, krafan um að þýzkum mönnum í Póllandi sé sýnd sanu- girni, og krafan um að Þýzkaland verði ekki lagt í auðn með skaða- bótagreiðslum, sem augljóslega eru of háar. Verði þessum kröf- um ekki sinnt, megum vér vera við því búnir, að hnefaréttur verði látinn skera úr“. I sama streng tekur blaðið London Star. Það segir: Vér get- um ekki látið vera að minnast þeirrar stundar fyrir tólf árum, er allar þjóðir kváðust þess al- búnar að smíða plógjárii úr sverðum sínum, en engin rödd hóf sig til mótmæla gegn því, að við það yrði látið sitja, að taka vopn og hergögn úr höndum gjörsigraðs óvinar. Hverj u erum vér nær eftir þessi tólf ár? Vér eigum ekkert annað við að styðj- ast en áætlanir og samninga, sem lappaðir hafa verið saman af grunsemdum, viðsjám og afbrýðis semi stjómmálamanna og siðan beygðir og Ýeygðir eftir ráðum sérfræðinga, sem haga sér eins og eiturgas væri þeim lífsloftið sjálft“. Loks segir Review of Reviews um þessi mál: „Þjóðabandalagið getur ekki knúið fram afvopnun. Stjómir þjóðanna einar eru þess megnugar. En þær munu aldrei gera það nema almenningsálitið í löndunum neyði þær til þess“. Þetta ætti að nægja til þess að sýna hve alvarlegur er tónninn í þeim umræðum, sem nú fara d. Till. frá Vigfúsi Guðmunda- syni: „AÖ gefnu tilefni lýsir fundurinn megnri óbeit á, aö nokkur Stjórn- málaflokkur eða landsmálablöö haldi verndarhendi yfir og aísaki hjá flokksmönnum sínum vaxtatöku em-1 bættismanna af fé ekkna og munað- arleysingja, sjóðþuröir og grunsam- leg gjaldþrot, atkvæðafölsun við kosningar, óreglu í embættisrekstri og yfirleitt aðra óreiðu og ósóma sem fyrir kemur í þjóðfélaginu". Samþ. með 59:8 atkv. e. Till. frá Friðjóni Jónssyni: „Fundurinn þakkar þingmannin- um fyrir góða framkomu í málefn- um héraðsins og þjóðarinnar og skorar á hann að gefa kost á sér til þingsetu framvegis“. Samþ. með almennu lófataki. Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin og samþykkt. Fundi slitið. Jóhaitn Magnússon. /Jónag Einarsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.