Tíminn - 14.02.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.02.1931, Blaðsíða 3
TlMINN 29 Yfirlýsing um þingmálafundinn í V estmannaey jum. Til leiði’éttingar á útvarpsfrétt- um af þingmálafundi í Vest- mannaeyjum, 6. febrúar s. 1. ósk- um vér undirrituð — ásamt mörgum öðrum er þennan fund sátu — að getið sé eftirfarandi atriða: 1. Margar tillögur er fram voru bornar fengust lítt eður ekkert ræddar né skýrðar fyrir ofríki þingmannsins og fundarstjóra. 2. Vantrauststillaga sú á ríkis- stjórnina, er fram kom frá þing- manni kjördæmisins og samþykkt var af fylgismönnum hans og kommúnistum, var breytingartil- laga við lengri og ítarlegri van- trauststillögu kommúnista. En hún var ekki samþykkt af þorra fundamanna, eins og í fréttinni stóð, heldur með atkvæðum greinilegs mimiahluta hinna 400 —500 fundargesta, er þá voru í húsinu. 3. Því nær allir ræðumenn á fundi þessum — að fylgismönn- um þingmannsins undanskildum — lýstu megnum mótmælum og óánægju út af stjóm fundarins og meðferð margra framborinna tillágna, er þeim vai neitað að ræða. Vestmannaeyjum, 9. febr. 1931. Ágúst Ámason kennari. Hallgr. Jónasson, kennari. Anna Konráðsdóttir kennari. Guðlaugur Hansson bæjarfulltrúi. Árni J. Johnsen verzlunamaður. Guðm. Sigurðsson verkstjófi. Guðm. Helgason sjómaður. Magnús Magnússon bæjarfulltrúi. Snæbjöm Bjarnason byggingameistari. Héðinn Valdimarsson. Ilannes Jónsson. • - -o--------- Alþingi var sett í dág, og eru þing- inenn flestif i tiingað komftir. Sf. i þorateirm BMiém á Akranési prédik- aði í dómkirkjmini.' þíngsetningar- athöfninni var útvarpað. þessa samgöngutækis kæfði rödd hans. Og svo lítið hefir honum fundist um hinar miklu vegabæt- ur síðustu ára: Þingvallaveginn, Kaldadals-, Kerlingarskarðs-, Holtavörðuheiðar- og Dalavegina, sameining akveganna í Húna- þingi, Vatnsskarðs, öxnadals- heiðar, Vaðlaheiðar og Ljósa- vatnsskarðs, að hann hefir haft allt illt á homum sér út af því að þessi mikla umbót hefir að sjálfsögðu kostað landið tals- verða peninga, um leið og það tengdi saman flest hin stærstu undirlendi landsins. Ekki hefir gengið betur fyrir eiganda Mbl. um framfarir sem snert hafa smekk, þjóðerni, mannúð eða almenna menningu. Verndun og friðun Þingvalla var glapræði í augum Valtýs Stefánssonar, en að dómi þjóð- rækinna manna eitt hið fegursta verk. í þágu íslenzkrar menning- ar. Lögbók íslendinga, sem nú er beðið eftir með óþreyju af öllum sæmilegum mönnum í land- inu, er fást við þjóðmál, var goðgá í augum hins glámskyggna ritstjóra. Arnarhvoll var um langa stund efni í hatursfullar árásir. Jón Þorl. mátti byggja steinkumbalda í miðbænum fyrir lánsfé, til að leigja út og græða á of hárri húsaleigu. En landið mátti ekki eiga hús fyrir skrif- stofur sínar, af því að það átti að féflettast. Ekki tók betra við þegar stungið var upp.á að ríkið ætti prentsmiðju. Valtýr ætlaði þá alveg að ganga af göflunum. Nú sýnir reynslan, að ríkið græð- ir verð prentsmiðjunnar á einu kjörtímabili. Þegar byrjað var á að breyta spítalarústum íhalds- ins á Eyrarbakka í nútízku fang- elsi og vixmuhæli, var Valtýr Stefánason sífellt með stór orð .4 víðavanéi. Þingmálafundir stóðu yfir í Borgarfjarðarsýslu um mánaða- mótin síðustu. Boðaði Pétur Otte- sen til funda þessara, en ritstjóri þessa blaðs mætti þar af hálfu Framsóknarflokksins. Fyrsti fund- ui'inn var á Grund í Skorradal 29. f. m. þann 31. f. m. var fundur á Sturlureykjum í Reykholtsdal, 2. febr. á Stóra Ási í Hálsasveit, 4. febr. á Lundi í Lundareykja- dal, 6. febr. á Ferstiklu á Hval- fjarðarströnd og 7. febr. á Leirá. Að þingmálafundunum loknum boðaði Framsóknarflokkurinn al- mennan landsmálafund á Akra- nesi. Var ritstjóri Tímans þar málshefjandi, en Ottesen var boð- ið á fundinn til að standa fyrir svörum af hálfu íhaldsmanna, Áður hafði hann haldið þar þing- málafund, en þangað hafði Fram- sóknarflokkurinn eigi getað sent fulltrúa-, af því að fundurinn var einungis boðaður með nokkurra klúlckustunda fyrii’vara. Yfirleitt voru fundir þessir vel sóttir, og urðu sumir þeirra þingmanninum til talsverðrar hrellingar, því að flestir innanhéraðsmenn, sem til máls tóku, hölluðust á sveif með Framsóknarflokknum. Á Lundi og á Leirá voru samþykktar traustsyfirlýsingar til núverandi ríkisstjórnar, að þingmanninum sárnauðugum. Á Akranesi hugð- ist Ottesen að bera fram van- traust til stjórnarinnar, en fund- arstjóri, sr. Þorsteinn Briem, benti honum á, að tillögur gætu þar eigi komið til atkvæða með því að fundurinn væri almennur landsmálafundur en eigi þing- málafundur og enginn fundar- skrifari hefði veríð kosinn. Ihaldsmaður nokkur, Bjami öl- afsson að nafni, sem virtist vera gæddur full ríkum skapsmunum í hlutfalli við hæfileika, hafði orð á því, að rangt væri að farið, því að tillogur hefðu þá fyrir skömmu verið samþykktar á fundum dómsmáláráðherra á Sandi og í ólafsvík. Gætti ræðumaður þess og ill út af þessari framkvæmd. En nú er svo skipt um, að íhalds- menn telja stofnun þessa hina þörfustu framkvæmd, enda hefir hún beint, og óbeint sparað Reykjavík tugi þúsunda, og mun- ar þó meira um hina almennu uppeldis- og réttindabót. Ekki leizt Mbl. vel á að kaupa hverajarðirnar í ölfusinu og mátti stjóniarflokkurinn heyra mörg illyrði út af þeirri fram- kvæmd. En nú er það á vitorði allra sæmilegra maima í landinu, að við þessar hverajarðir eru bundnar allar skynsamlegar von- ir um að geta leyst vandann um berklaveikina á Islandi, á þann hátt að þjóðin geti við unað. Ég hefi verið með ótal öðrum Framsóknarmönnum stuðnings- maður allra þessara umbótamála, og til mín hefir Morgunblaðið stefnt alhniklu af eiturblæstri sínum í baráttunni um þessi mál og eignað mér endanlegan sigur þeirra og fjölmargra annara af sama tægi, sem hér er ekki rúm til að fjölyrða um. En þegar litið er yfir þessa baráttu þá verður mönnum ljóst hvílíkur ólánsgarmur Valtýr Stefánsson er.Ólán hans er fólgið í því að gerast bandamaður alls þess, sem er sérlega heimskulegt, og landi og þjóð til hneisu. Hann sýnist vera fæddur undir illri stjömu. Gifta föður hans megn- ar ekkert. Tilraunir föður hans að manna hann verða árangurs- lausar í reyndinni. Náin kynni á æskuárunum við sterka umbóta- menri eins og Hallgrím Kristins- son og Sigurð búnaðarmálastjóra megna ekki að vekjá hjá honum neista af mannlund. Og þegar hin mikla umbótabarátta Framsókn- armanna hefst, þá hegðar hann eigi, að ráðherrann er landskjör- inn þingmaður, og því þar um venjulega þingmálafundi að ræða. — Síðar reyndi Magnús Guð- mundsson að breiða út villandi frásagnir í útvarpinu um fund þennan, en þeim hefir nú á sama vettvangi verið mótmælt af fund- armönnum. — Yfirleitt fóru fundir þessir prýðilega fram, og eru Borgfirðingar góðir áheyr- endur. Mun ritstjóri Tímans í næstu blöðum skýra nánar frá því, sem á fundunum gjörðist og ýmsu, sem fyrir augu bar í för hans um héraðið. Flokksfund héldu íhaldsmenn nýlega í Hafnarfirði og sam- þykktu þar að lýsa vantrausti á núverandi ríkisstjóm. Þykir þetta tiltæki mjög barnalegt, því að sjálfsagt hafa allir vitað fyrir- fram, að íhaldsflokkurinn er á móti stjóminni. 1 Vestmannaeyjum greiddu íhaldsmenn atkvæði með van- trauststillögu, sem borin var fram af kommúnistum. Líklega launa kommúnistarnir þennan stuðning með því að kjósa frambjóðanda íhaldsins í Eyjum á næsta sumri. Þórarinn á Hjaltabakka gjör- ist nú svo ráðríkur í íhaldsflokkn- um, að felmtri hefir slegið á flokksstjórnina. Ætlaðist hún til, að Þórarinn sæti heimá í vor, en að Jón á Akri eða Hafsteinn á Gunnsteinsstöðum yrðu í kjöri í Austur-Húnavatnssýslu af hálfu flokksins. En á flokksfundi ný- lega lýsti Þórarinn yfir því, að hann myndi bjóða sig fram, hvað sem hver segði. Á þessum fundi sagði Þórarinn, að Jón Þorláksson hefði látið kúga sig til að taka við tekjuhallafjárlögum árið 1925 og færist honum sízt að tala um ógætilega fjármálastjóm hjá Framsóknarflokknum. Ihaldsmenn setti hljóða við þessi tíðindi. og þykir Þórarinn hafa hefnt þess grimmilega, er honum var bægt frá landlista íhaldsflokksins síð- astliðið sumar. Orðbragð Valtýs Stefánssonar stærri sem umbótin er, því meiri er gremja hans, því verra orð- bragðið, og því dýpra fall hans og ósigur. Eins og hinir miklu andans skörungar vaxa og eflast með ár- um, að vizku og frægð, af því að starf þeirra miðar að góðu og drengilegu marki, þannig lækk- ar Valtýr Stefánsson með hverju góðu máli, sem hann of- sækir og hverri hrakför sem hann bíður á þennan hátt, og hverju níðingsbragði, sem hann fegrar og afsakar. Ég er að vísu fullkomlega sak- laus af að hafa borgað Valtý Stefánssyni fyrir vesalmennsku hans, en hún hefir að því er virðist, eflst, ef svo mætti að orði kveða, við hvert framfara- mál, sem ég hefi leitast við að styðja. Þessvegna hefi ég óvilj- andi dregið Valtý dýpra niður. Hver umbót sem ég hefi starfað að, hefir gert hann nokkurum stigum lægri og lítilmótlegri en hann var áður. Tvennt hefir einkennt skrif Valtýs nú hinar síðustu vikur. Annað er hið sóðalega orðbragð hans, sem er orðið svo skríl- kennt, að jafnvel hin siðprúða „íhaldsþingmanneskja“ heldur í Vísi, að soramál Mbl. fari veru- lega að spilla fyrir flokknum. Ein tegund af ruddaskap Valtýs er það, að hann lætur, að sögn í- haldsmanna, bera á því 218 sinn- um í einni ritsmíð í Mbl. að við séum þúbræður. Engin nauðsyn rak hann til að auglýsa það, að við höfum einn vetur verið í sama skóla, nema það, að hann vildi draga mig niður, með því að láta landsmenn vita, að ég þekkti hann síðan þá. — Ég játa, að þetta er sérkennileg í Mbl. nú undanfarið vekur al- mennan viðbjóð alstaðar á land- inu. Þegar ritstjóri Tímans var á ferð um Borgarfjörð var hon- um tjáð, að ýmsir íhaldsmenn væri í þann veginn að segja upp Mbl., til þess að komast hjá þeirri vansæmd að láta ókunnugt fólk sjá það í húsum sínum. Landsfundi svokölluðum hafa íhaldsmenn nú hóað saman og hefst hann í dag í „sæluhús- inu“ á hafnarbakkanum. Hefir Magnús Guðmundsson nýlega snú- ið sér bréflega til forstjóra Skipa- útgerðar ríkisins og beðið hann að lofa íhaldsmönnum þessum að fara með varðskipunum, enda nú ekki lengur um að ræða að fá ferðastyrk úr Islandsbanka. Mun skipaútgerðin hafa séð aumur á ferðalöngum þessum, eftir því, sem það hefir getað samrýmst starfi varðskipanna. En lítils metur íhaldið nú í eymd sinni öll sín fyrri gífuryrði um „snatt- ferðir“ varðskipanna. Þingmálafundi hélt dómsmála- ráðherrann nýlega á Sandi og í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Á báðum stöðum voru mótatkvæðalaust samþykktar traustsyfirlýsingar til stjómarinnar. Einnig hélt ráð- herrann fundi með hreppsnefnd- um á þessum stöðum viðvíkjanda landhelgisgæzlunni við Snæfells- nes. Mættu allir hreppsnefndar- menn nema Halldór Steinsson. Létu þeir í ljós einróma ánægju með landhelgisgæzlu „Ægis“. Samskonar fund hélt ráðherrann með hreppsnefndum í Guilbringu- sýslu viðvíkjandi strandvömun- um við Reykjanes, og stóð sá íundur í Keflavik. Pálmi Loftsson forstj. skipaútgerðarinnar mætti einnig á fundum þessum. Hlutleysi ríkissútvarpsins ætti að vera sameiginlegt áhugamál allra flokka og allra manna í landinu og drengskaparskylda við þjóðina að misbjóða því á engan hátt. En hér hefir misbrestur á orðið. íhaldsflokkurinn hefir gjört tilraun til að misnota útvarpið svo herfilega, að öll útvarps- svo aumur, að hann óvirðir and- stæðinga sína með því að láta berast út, að þeir þekki hann, þá er nokkumveginn náð til botns um verðskuldaða sjálfs- fyrirlitningu. Lesendur Mbl. hafa orðið að reyna margt. Um nokkur undan- farin ár hafa þeir getað fylgst með hvernig Valtýr Stefánsson hefir sokkið dýpra og dýpra nið- ur fyrir lægsta botnlag mannfé- lagsins. Hann var fæddur í út- iegð. Hann hefir haldizt í útlegð. Sveitungar hans vilja ekki við- urkenna hann. Allir, sem hann hefir reynt að skaða, loka dyrum fyrir honum. En beiskja út- iegðarinnar nær lengra. Valtýr Stefánsson er ekki á sama landi og flokksbræður hans svokallað- ir. Þeir spotta MbL, orð hans og verk leynt og ljóst. Þeir afneita honum. Þeir sýna honum opinber- lega fyrirlitningu í orði og verki. Þeir hafa slitið af honum einu mannvirðinguna, sem um stutta stund tengdi hann við borgfélag samlanda sinna. Jafnvel það bein hrifsaði Jón Þorláksson af út- laga íslenzku þjóðarinnar og fékk í hendui- Magnúsi á Blika- stöðum. Og þá — þegar þessi vesa- lingur, sem öll umbótamál lands- ins höfðu sökkt eins og mylnu- steini — var orðinn útrekinn úr mannfélaginu, fann hann loks sína líka, þá sem ekki vildu neitt mannfélag, þá sem þráðu óstjórn, byltingar, niðurrif og eyðilegg- ingu. Hjá kommúnistunum, hin- um aumustu meðal hinna aumu, hefir útlagi Islendinga skapað sér einskonar samastað. Eins og steinn,sem er þeytt út í hið mikla haf, leitar botnsins og dvelur þar, þannig hefir mesti ólánsgarmur Islands fallið úr faðmi fag- stjómin sá sig knúða til að gjöra ítrustu ráðstafanir til þess að slíkt kæmi ekki fyrir í annað sinn. Er hér einkum um að ræða íregnirnar af flokksfundi íhalds- '•ns í Hafnarfirði. Mbl. kvartar um það, að Ingi- björgu H. Bjarnason hafi ekki verið nægileg virðing sýnd, er Landspítalinn var opnaður. Lækn- ar spítalans buðu henni þó þang- að um leið og bæjarstjórn og blaðamönnum. En I. H. B. var í illu skapi og kom ekki. Eiga íhaldsmenn sjálfsagt ríflegan þátt í þeirri skapstirfni, er þeir hröktu I. H. B. út úr þinginu og launuðu henni svo trúa þjónustu. Utan af landi berast ýmsar raddir um það, að réttast væri að nema landskjörið úr lögum, með því að það hafi verið mis- notað á hinn hæðilegasta hátt til þess að koma inn í þingið algjör- lega óhæfu fólki eins og Jónasi á Króknum, I. H. B., og Guðrúnu Lárasdóttur. Bágindi íhaldsmanna aukast nú með degi hverjum, því að alstað- ar þar sem til fréttist fer fylgi þeirra þverranda. Bjartsýnustu menn í flokknum vona, að haxrn haldi sömu tölu þingsæta og nú, en aðrir álíta, að Framsóknarfl. muni vinna öll sveitakjör- dæmi, vegna hinna stórfelldu opinbera framkvæmda, sem orðið hafa í sveitum, einkum tvö síð- ustu árin. Segja þeir sem rétt er, að svo hljóti að fara fyr eða síð- ar, að allir bændur greiði bænda- flokknum atkvæði alveg eins og kaupmenn og stórútgjörðarmenn kjósa íhaldsmexm á þing og verkafólkið stendur með jafnaðar- mönnum. -----o---- Ragnar Ólaísson frá Lindarbæ í Rangárvallasýslu lauk í fyrradag embættisprófi í lögfræði við háskól- ann með góðri I. eink., 1242/3 st. Guðfræðiprófi við háskólann luku í gær Bergur Bjömsson prófasts frá Miklabæ í Skagafirði og Valgeir Helgason bónda frá þyrli á Hval- íjarðarströnd. urrar sveitar, og sokkið dýpra og dýpi’a, unz haxm á gamiárs- kvöid naöi botni í félagi vxð þá mexm, sem ætla að eyða menn- ingu og mannfélagi þessarar ald- ar. Þá er haim komixm heim. Þar mun hann að síðustu bera beinin líka í útlegð, en með sínum jafn- ingjum. En eins og fyr er fram tekið, getur Valtýr Stefánsson ekki verið umræðuefni vegna galla siima þó að þeir séu miklir, held- ur fyrn aðstöðu sína í þjóðfélag- inu. Þó að haim sé útrekinn og spottaður allsstaðar, og utan og neðan við garð í mannfélaginu, þá er tilvera hans „problem" í þjóðiífinu, alveg eins og sjúkdóm- ur sá, sem sprottinn er upp úr mestu eymd og spillingu úrkasts mannfélagsins. Sá sjúkdómur kostar þjóðfélögin fé og læknpna fyrirhöfn. Á sama hátt þarf að opna augu allra landsmanna fyr- ir því hvílík þjóðarhætta stafar af því að tii skuli vera í landinu maður, sem hefir aðstöðu til að dreifa út um landið daglega ein- tórnum málleysum og bögumæl- um, hugsunarvillum og smekk- leysum, ofan á það, að hann lastar öll góð mál og lofar allt sem miðar til þjóðarsmánar á Islandi. Það er hægt að vorkenna manni, sem örlögin sýna svo mikla gi’immd, jafnvel þó að menn finni glöggt til þess um leið, að menning landsins þarf að beinast að því, að uppræta þær sóttkveikjur, sem valda þeim fé- lagslega leynisjúkdómi, sem hér hefir verið lýst. J. J. n BimaSnrþingið lióf t í Reykjnvih r j . í i oii stondur yfir nú. ----o---- sér sem fífl í hverju máli. Þvl I hefnd. Og þegar maður er orðinn i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.