Tíminn - 21.02.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.02.1931, Blaðsíða 3
TTMINN 3S Yfirlit um útgjöld ríkissjóSs 19 24—1930, incL, í þús. króna*). • - 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930 I. TLl eignaaukningar ríkisins og atvinnuvega: þús. kr. þúi. kr. þús. kr. þús, kr. þús. kr. þús. kr. þús. kr. a. Afborganir lána 968 889 954 768 740 632 705 b. Byggingar, nýir símar og vitar 59 203 730 928 971 900 1.131 c. Landbúnaður 808 626 1.218 791 874 1.484 1.779 d. Sjávarútvegur 241 234 881 492 420 449 507 e. Hafnargerðir, lendingabætur og rekstur vita .. 272 313 420 486 418 587 407 f. Samgöngur á sjó 321 855 426 461 441 409 525 g. Samgöngur á landi 865 490 817 1.109 1.206 1.592 1.843 h. Flugferðir 42 28 Samtals kr. 2.584 8.110 4.941 5.085 5.070 6.095 6.925 II. Kennslumál 1.075 1.142 1.191 1.192 1.220 1.474 1.852 m. Heilbrigðismál 1.079 1.269 1.842 1.685 1.630 1.405 1.291 Samtals kr. 4.662 6.521 7.474 7.912 7.920 8.974 10.068 IV. Alþingishátíð 49 811 594 V. önnur gjöld 4.815 5.389 5.167 4.867 5.208 5.899 6.504** Gjöld alls 9.503 10.910 12.641 12.779 13.177 15.184 17.166 ATHS. Útgjöldin 1930 eru tekin inn á yfirlit þetta eftir því, sem ætla má að þau verði, og í samræmi við bráðabirgðauppgjör fyrir það ár. — Eigi þótti annað fært en að færa útgjöldin vegna Alþingishátíðarinnar, sem sérstakan lið vegna sérstöðu þeirra. Ella hefðu þau valdið því, að eigi hefði fengist réttur samanburður gjalda einstakra flokka, frá ári til árs. — Undir önnur gjöld kemur hér beinn starf- rækslukostnaður ríkisins, svo sem Alþingi, stjóm, vextir, dómgæzla, kirkjumál, eftirlaun, reksturskostnaður pósts og síma o. s. frv. *) Til þess að réttur samanburður fengist é öðrum gjöldum þurfti að draga hér frá 180 þús. kr. vaxta frá Landsbankanum af stofnfé hans, sem eigi var talin til frádráttar vaxtagjöldum með tekjum 1929. **) það athugast sérstaklega um hækkun annara gjalda 1930, að ca. 85 þús. af henni eru vegna ráðstafana síðasta Alþingis út af íslandsbanka. og fyrir góðra manna íhlutun, munu þessi blaðaskrif ekki hafa valdið skaða. Ég minnist á þetta vegna þess, að þetta tiltæki er svo einstakt. Þetta hefir aldrei komið fyrir síðan Islendingar fengu fjárforræði, og vonandi verður aldrei framar þvílík póli- tík rekin. Undanfarið hefir nokkuð um það verið deilt, hverjar hafi verið skuldir ríkissjóðs einstök ár, og hversu lán þau, er ríkissjóður hefir tekið, skuli bókfærð. Þar sem deilur um þessi efni eru óviðunandi og úr þeim þarf að skera til þess að grundvöllur undir f j ármálaumræðum verði réttur, hefir Hagstofan, fyrir til- mæli mín, gert yfirlit um skuldir ríkisins frá 1921—29. Hefir Hagstofan skipt skuldun- um í tvo aðalflokka eftir eðli þeirra og uppruna. Annarsvegar eru taldar þær skuldir, sem stofnaðar eru vegna sjálfs ríkis- sjóðsins og hans fyrirtækja, en hinsvegar þær, sem ríkissjóður hefir stofnað vegna banka lands- ins og annara sjálfstæðra fyrir- tækja. Er skipting þessi glögg og eðlileg. Ber að gera glögg skil á milli þeirra lána, sem ríkissjóður tekur til afnota í sín fyrirtæki, og hinna, er haim tekur, sem milliliður banka og annara stofn- ana og erlendra lánveitenda. Fer hér á eftir yfirlit Hagstofunnar: (Sjá yfirlit um ríkisskuldir 1921—1929 hér að framan). Rangt skuldaframtal í tíð fyrver- andi stjórnarvalda. 700 þús. kr. skuldalækkun 1927—’29. Samkvæmt þessu yfirliti hafa skuldir ríkisins verið vantaldar um nær 12 milj. kr. í árslok 1926 og rúmlega I6V2 milj. kr. í árs- lok 1927. Stafar þetta af því, að mörg lán voru alls eigi talin með skuldum ríkisins, og ennfremur voru ýms þeirra lána sem með voru talin, of lágt tilfærð, þar eð eigi var tekið tillit til gengis- munar innlendrar og erlendrar myntar. Yoru þær skuldir, sem tilfærðar voru á Landsreikning- um 1926 og 1927 taldar fullri 1 milj. kr. of lágar bæði árin. Á Landsreikningnum 1929 voru skuldir ríkisins færðar á réttan hátt, og var yfirlit þetta síðan samið af Hagstofunni til þess að glöggur samanburður fcngist um skuldimar einstök ár. Við athugun skýrslu þessarar kemur það fljótt í Ijós, að frá því 1927 hafa skuldir vegna banka hækkað um tæplega 3 milj. kr. til ársloka 1929 og er ástæðan til þess stofnfjárframlag til Landsbankans. Á sama tíma hafa aðrar skuldir ríkissjóðs lækkað um ca. 700 þús. kr. Ríkisskuldimar og skipting þeirra í árslok 1930. Þá hlýðir að gera nokkra gi’ein fyrir skuldum ríkissjóðs í árs- lok 1930. Hefi ég látið reikna þær út og skipti í 2 aðalflokka, nákvæmlega á sama hátt og Hag- stofan hefir gert fram til árs- loka 1929. Eru í fyrra flokki skuldir ríkissjóðsins sjálfs og hans fyrirtækja, en í þeim síðara skuldir vegna banka og annara sjálfstæðra fyrirtækja (þar með talin síldarbræðslan). í árslok 1930 voru skuldimar þessar: Skuldir vegna ríkis- sjóðsins og hans fyrirtækja .. .. kr. 15.180.000 Skuldir vegna banka og annara sjálf- stæðrafyrirtækja — 25.080.000 Állar skuldir ríkisins kr. 40.210.000 Séu þessar niðurstöður bom- ar saman við skuldimar í árslok 1927, kemur í, ljós, að skuldir, vegna ríkissjóðsins, hafa hækkað um ca. 2.774.000. Þar af er lán til símastöðvar ca. 1.218.000 kr. og Útvarpsstöðvar ca. 260.000 kr. Tæplega 1 milj. kr. af hækkun skuldanna er því fram komin vegna skrifstofubyggingar ríkis- ins, Landsspítalans, Súðarinnar o. fl. stórframkvæmda. En svo sem fjárlagafrumvarpið ber með sér, mun skrifstofubyggingin fyllilega standa straum af því fé er í hana hefir verið lagt og gera má ótví- rætt ráð fyrir, að sú bætta að- staða símans, sem nýja bygging- in og ný tæki veita, valdi tekju- auka, er fyllilega svari til þess fjár, sem til hans hefir verið lagt. Vegna stórframkvæmda þeirra, sem orðið hafa á síðustu árum, hefir skuldaaukningin, sem ríkis- sjóður verður að bera hita og þunga af því orðið sem næst 1,2 milj. króna. Helstu framkvæmd- irnar, sem valdið hafa þessari skuldaaukningu eru: Útvarpsstöð- in, strandferðaskipið og Lands- spítalinn. Allar eru þessar fram- kvæmdir unnar samkvæmt heim- ildum eða ákvörðunum Alþingis, og eru til þjóðnytja. Skuldir vegna banka og sjálf- stæðra fyrirtækja hafa aukist um 9,4 milj. Er það stofnfé Landsbankans, lánshluti Búnað- arbankans og Síldarbræðslunnar. Ennfremur 1.5 milj. kr., sem teknar voru að láni til kaupa á hlutabréfum í Útvegsbanka Is- lands h. f., samkvæmt ákvörðun síðasta Alþingis. Eru öll þessi lán og framlög framkvæmd sam- kvæmt ákvörðun Alþingis. Þá vil ég taka það fram, að ég geri samanburð á skuldunum í árslok 1927 og 1930 vegna þess, að andstæðingar stjómarinnar hafa í blöðum sínum haldið fram hinum mestu fjarstæðum um aukningu ríkisskuldanna á síð- ustu 3 árum, en þó einkum síð- astliðið ár. Vil ég með yfirliti þessu upplýsa hið rétta um þetta efni, bæði um upphæð rík- isskuldanna í heild, og eins hversu þær skiptast í flokka eft- ir uppruna. Kemur þá í ljós, að eigi hefir þyngt á ríkissjóðn- umvegna framkvæmda hans nema um 1,2 milj. kr., þrátt fyrir öll þau merku fyrirtæki, sem ráðist hefir verið í, og eigi þoldu bið. Hin einu verulegu þyngsli af skuldum, sem á ríkissjóðinn hafa fallið á síðustu árum, eru vextir og afborganir af þeim 3 milj. króna, sem ríkið varð að leggja af enska láninu frá 1921 til hluta- bréfakaupa í Útvegsbankanum 0g þeirri 1.5 milj., sem ríkið tók að láni í sama skynL Orsökin til þess að útgjöldin hækka: HzaSvaxandi opinberar framkvamd* ir. — Elgnaaukning riklsins. — Stórankln framlög til atvinnuvega og uppeldism&la. Áður en ég skilst við ríkissjóð- inn sjálfan, vil ég enn gera nokkra grein fyrir útgjöldum hans. Má skipta þeim í tvo aðal- flokka eftir eðli þeirra. 1. Bein útgjöld við stjórn lands- ins og rekstur ríkisstofnana. 2. Útgjöld í þarfir atvinnuvega og samgangna, og heilbrigðis- og menntamála. Eins og landsreikningamir hafa verið færðir hingað til er ennfremur að finna á reksturs- reikningi ríkisins. þriðju tegund útgjalda. Eru það útgjöld til eignaaukninga ríkisins. Afborgan- ir skulda þess og framlög til ný- bygginga. Síðasta áratuginn hafa útgjöld ríkissjóðsins stöðugt farið hækk- andi. Af hverju stafar sú hækk- un? Eru aðalorsakir hennar auk- inn beinn kostnaður við rekstur þjóðarbúsins? Eða hafa framlög ríkissjóðsins til eignaaukningar ríkisins sjólfs, þjóðnytjafram- kvæmda og aukinnar menningar landsmanna fyrst og fremst vald- ið hækkuninni? Síðari spuming- unni ber að svara hiklaust ját- andi. Og til þess að mönnum gef- ist kostur á að kynna sér þetta atriði rækilega, hefir skýrsla ver- ið gerð um þetta efni: (Sjá yfirlit um útgjöld ríkis- sjóðs 1924—’30, hér að ofan). Samkvæmt þe3su yfirliti er ljóst, að hinn beini kostnaður við rekstur þjóðarbúsins er litlum sveiflum háður. Fer hann jafnt hækkandi undanfarin ár af eðli- legum ástæðum. Stafar töluverð- ur hluti þeirrar hækkunar af auknum reksturskostnaði við fyr- irtæki ríkissjóðs, póst og síma, en sá aukni kostnaður sýnir að við- skipti nefndra stofnana fara vax- andi, og vaxa því tekjurnar eigi síður en gjöldin. Stafar nokkuð af hækkuninni af bættu eftirliti með tekjuinn- heimtu ríkissjóðs. Og ennfremur tekur í-íkið í sínar hendur æ fleiri og fleiri verk til hagsbóta fyrir þjóðina, sem hafa hækkandi áhrif á hin beinu útgjöld ríkis- ! ins. | Sé aftur á móti litið á hinn að- ' alflokk gjaldanna, útgjöld til eignaaukningar ríkisins, atvinnu- i veganna og menningar og heil- I brigðismála, síst greinilega, að í ! þeim flokki er að finna aðal út- gjaldahækkanimar. Hafa útgjöld til þessara mála meira og minna margfaldast á síðastliðnum 7 ára- tímabili, og við athugun hinna einstöku liða kemur fram, að stórfelldust hefir aukningin orð- ið á framlögum til landbúnaðar- ins og til samgangna á landi. Skipaútgerðin. — LandssmiSjan. Ríkisprentsmiðjan. Að lokum vil ég taka fram nokkur atriði viðvíkjandi þeim ráðstöfunum er stjómin hefir gert um það, að ríkissjóður tæki sjálfur að sér rekstur á ýmsum þeim framkvæmdum, er hann hefir áður látið aðra inna af hendi. Eru það þá sérstaklega: Skipaútgerðin, Landssmiðjan og Ríkisprentsmið j an. Um Skipaútgerðina er það að segja, að á árinu 1929 ákvað stjórnin sérstaklega skrifstofu, sem hefði á hendi útgerðarstjórn allra ríkisskipanna. Eru þá talin, auk strandferðaskipanna, varð- skipin og vitabáturinn. Útgerð allra þessara skipa kostar ríkið um 1 milj. kr. á ári, ef ekki eru dregnar frá sektartekjur varð- skipanna. En þær fara nú alltaf minnkandL Eimskipafélag Islands hefir haft á hendi útgerð Esju fyrir ríkissjóð fram til ársloka 1929 og hefir félaginu verið greitt fyrir útgerðarstjómina milli 30 og 40 þús. kr. En rétt er að geta þess, að um þær mundir sem ákveðið var að ríkið tæki reksturinn í sínar hendur, gerði E. 1. tilboð um að lækka til muna útgerðar- pt j ómarkostnaðinn. Nú er lokið reikningum 0 g starfskýrslu Skipaútgerðarinnar fyrir 1930, og er með því fengið yfirlit yfir reksturinn þetta 1. ár. Á árinu voru keypt 2 skip, strandferðaskipið Súðin, sem kom hingað í apríl og björgunarskip- ið Þór, sem kom hingað í nóv. Eignarverð Súðarinnar, með kæli- tækjum, er nú 237 þús. kr. og Þórs 205 þús. kr., hafa þá verið gerðar nauðsynlegar endurbætur á báðum skipunum. Útgerðin hefir á árinu annast stjóm og reikningshald eftir- taldra skipa: Strandferðaskip: Esja og Súð- in. Varðskip og varðbátar: óðinn, Ægir, Hermóður (1. jan. til 80. apríl), Þór, Geir Goði, Ægir (bát- ur), Jón Finnsson (bátur). Vitaskip: Hermóður og Sigríð- ur. Sjómælingaskip: Haföminn. Flóabáturinn Skaftfellingui*. Kolaverð var allt árið óhag- stætt, 20—25% hærra en árið á undan. Esja eyddi kolum fyrir 93 þús. kr., Óðinn 85 þús., og Súðin, 8 mánuði ársins, fyrir 49 þús. kr. Skrifstofukostnaður nam rúmL 41 þús. kr., en af því fékkst end- urgreitt frá Skaftfelling og vita- skipunum 3 þús. kr. Þær 38 þús. sem þá em eftir, skiptast þannig, að landhelgisgæzlan ber 12 þús. og strandferðaskipin 26 þús. Sá liður skiptist svo, að Esjan ber 15 þús. en Súðin 11 þús. kr. Breytt var til um fæðissöluna á Esju þann veg, að útgerðin tók hana í sínar hendur, og er talið að á því hafi sparast um 10 þús. kr. Reksturshalli á Súðinni varð 94 þús. kr. og á Esju 140 þús. kr. Er reksturshalli Esju 27 þús. kr. lægri en árið á undan, og var þó hvorttveggja, hærra kolaverð og óhagstæðari skipaútgerð, sak- ir rýmandi vöruflutninga, eins og giæinilega kemur í Ijós hjá Eimskipafél. Islands. Auk þess var Esja í förum allt árið 1980 en 1929 byrjaði hún ekki ferðir fyr en í febrúarlok, og gengu þá úr 2 lökustu siglingamánuðir árs- ins. Um landhelgisgæzluna er það að segja, að allur kostnaður við hana varð um 700 þús. kr. og er það líkt og árið á undan. Eldsneytiskostnaður Ægis varð 32 þús. kr. lægri en óðins. Sjómælingar voru framkvæmd- ar á vesturhluta Húnaflóa undir stjórn Friðriks ólafssonar skip- stjóra. Varð kostnaður við það tæpl. 20 þús. kr. Þá er að minnast á Lands- smiðju íslands. Á undanförnum árum hefir ríkissjóður greitt mik- ið fé til einkafyrirtækja fyrir smíði brúa og viðgerð á eignum sinum, einkum skipum. Fyrir ail- möigum árum hafði ríkissjóður sitt eigið vélaverkstæðL Voru þar smiðaðar brýr og unnin önn- ur verk íyrir ríkið. Þetta verk- stæði haíði litil storf með hönd- um hin síðari árin, en ríkið keypti vinnu af einkafyrirtækj- um. I janúar síðastl. ár var véla- vei’kstæðið reist úr rústum sam- kvæmt ákvörðun stjórnarinnar. Hefir Landssmiðjan nú gert upp reikning sinn og sýnir hann reksturshagnað sem nemur liðl. 23 þús. kr. Er þó ætlað ríflega fyrir fyraingu á eignum hennar. Um nýár 1930 tók ríkissjóður við prentsmiðjunni Gutenberg til eignar og hefir hún verið rekin af ríkinu síðan. Reikningar prent- smiðjunnar hafa eigi enn verið gerðir upp að fullu, vegna las- ieika forstjórans, en það er hægt að upplýsa nú, að þegar bráða- birgðauppgerð fór fram, eftir að hún hafði starfað í 7 mánuði, var hreinn ágóði fullar 30 þús. kr. og er engin ástæða til að ætla að niðurstaða síðari hluta ársins verði lakari. Þá læt ég máli mínu lokið. Ég hefi ef til vill reynt um of á þolgæði háttv. þingmanna, með því að tala all-langt mól og nefna margar tölur. En ég fann ástæðu til þess að gera mitt til þess að láta það koma fram um þessi mál, sem þjóð og þing þarf að 1 vita.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.