Tíminn - 21.02.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.02.1931, Blaðsíða 1
(ðjaíöferi oa afovcib&íutviaður límans cr H a n n v e i <} p o r 51 e i n s b ó 11 i r, ta'Pjargötu (5 a. Seyfjat>íf. 2^fgreiÖsía (T i m a n s er t Ccefjarjötu 6 a. ©pitt öaglega fl. 9—6 Stmi 2353 * XV. árg. Reykjavík, 21. febrúar 1931. 11. blað. Samvinna bændanna Atvinnumálaráðuneytið hefir, eins og kunnugt er, gefið út foók með þessu heiti um Kaupfélag Eyfirðinga eftir Ingimar Eydal. Bókin hefði eins mátt heita sam- vinna heimilanna, því kaupfjelag er í rauninni samstarf heimil- anna, hvort þau eru í sveit eða foæ, um kaup nauðsynja og sölu Vilhjálmur J»ór íramkvæmdastjóri. afurða. Þó undarlegt megi virð- ast þeim, sem nú alast upp, þá er ekki langt um liðið frá því að íslenzk heimili, einkum í sveitum, bjuggu mest að sínu. Hús og heimili, klæði, skæði og fæði, var ’að miklu leyti unnið og framleitt heima. 1 þann tíma var ekki eins mikils um vert verzlunina og nú er, og þóttu þó ýms höft fvrii tíma þrengja svo fyrir dyrum að ekki væru aðrar plágur verri. Er það og jafnan verst, sem er af manna völdum, þvi tilfinningarn- ar mæla hið ósjálfráða, sem telj- ast má af náltúrunnar völdum, á annan kvarða. Má þá nærri geta hversu mikils er nú vert fyrir afkomu og menning þjóðarinnar um verzlunarhætti, þegar flest er keypt og selt, sem neytt er eða framleitt. Er því vel farið, að almenningi sje gert ljóst, hvemig famast hefir hinum merkustu tilraunum um skipulag verzlunar og viðskipta. Þeim sem eru kunnugastir Laugaveginum bregður í brún, að koma til Akureyrar. Laugavegur- inn í Reykjavík er ímynd marg- skiptrar og skipulagslausrar verzl- unar. Hver foúðin við aðra eins og álagningin þolir mest. Hlutfalls- lega margar búðir eru vottur ó- þarflega hárrar álagningar, sem enginn græðir á. Með hálfu færri búðum gæti hver verzlunarmaður haft helmingi hærri tekjur og þjóðfélagið sparað mikið tap á vinnu, sem betur er varið til framleiðslu ýmsra verðmæta. Al- menningur borgar allan ofvöxt í ófrjóum atvinnugreinum. Það er meginhætta einstaklingsreksturs í verzlun, að fljótlega verði at- inn er neinu bættari við slíkan ofvöxt. Samvinna heimilanna ein megnar að koma í veg fyrir þá ógæfu. Á Akureyri er Kaupfélag Ey- firðinga hjarta bæjarins. Sam- starf heimilanna, bæði sveitar- og bæjarheimila, er svo öflugt, að ekkert vekur eins athygli að- komumannsins. Ég kom í sumar í hið nýja verzlunarhús kaupfé- lagsins og fann, mér til undrun- ar og aðdáunar, að þar hefir samvinna heimilanna skapað bezta verzlunarhús landsins. Byggingin er mjmdarleg á að sjá að utan, en þó er meir um allt vert, þegar inn kemur. Veggir eru gerðir af sterkum stoðum og stórum gluggum, en* skilveggir milli deilda úr léttu efni og má flytja þá eftir þörfum með litl- um kostnaði. Kjallari er allur neðanjarðar og fellur ljósið gegn um þykk gler í gangstétt inn í kjallarann. Þar er vörugeymsla, miðstöð með olíukyndingu og sjálfvirk innanhússsímstöð. Á neðstu hæð er matvörudeild, járnvörudeild, vefnaðarvörudeild og brauðsölubúð og snyrtiklefar. Gamalt einkenni bændaverzlunar hér á landi er einkennilegur, samsettur þefur af grænsápu, vefnaðarvöru, gráfíkjum, súru smjöri o. fl. En hér er allt svo snyrtilegt, að fullkomlega jafnast á við sérverzlanir stórborga. Á annari hæð eru skrifstofur kaup- íélagsins, Búnaðarbanka og bæjarfógeta, en á þriðju hæð aðrar leiguskrifstofur og læknis- bústaður. Á þakhæð eru funda- og samkomuherbergi. Húsið er sannkölluð samvinnuhöll, heim- kynni þess verzlunarskipulags, sem er frjálsast. Eftir því hvaða skipulag leysir flestar viðj- ar viðskiftamannanna ber að meta verzlunarfrelsi. 1 sam- vinnufélagi remia hinir andstæðu hagsmunir kaupanda og seljanda saman í eitt. Kaupandinn er sjálfur seljandi og leitin að sannvirðinu er sjálfvirk eftir settum reglum og samþykktum. Þar þarf hvorki „prútt“ eða „prócentur*. Breytingin er stór- kostleg frá því sem var fyrir þremur aldarfjórðungum, þegar verzlun landsins var gefin frjáls tilstilli Jóns Sigurðssonar. Bændur og bæjarbúar við Eyja- fjörð hafa notað til hlítar þá möguleika, sem frelsið bjó þeim. Án þess er frjálsræðið fánýtt að möguleikar þess séu notaðir af neytendunum og jafnvel skað- legt þegar seljendumir einir hafa manndóm til að færa sér þá í nyt. Mikill er orðinn munurinn á Eyfirðingnum, sem fyrir hálfri öld kom með ullarlagðinn sinn til „faktors" danskrar selstöðu- verzlunar og bóndanum, sem nú skiptir við sitt eigið fyrirtæki. Jafnvel gesturinn, aðkomandi, verður gripinn af sterkri tilfinh- ingu, sem þau fyrirtæki ein vekja, sem vinna að almennings- heill. Kaupfélag Eyfirðinga er stofn- að 1886, sama ár og Landsbank- inn, en vex fyrst fiskur um hrygg eftir að Hallgrímur heit- inn Kristinsson tekur við fram- kvæmdastjórninni 1902. Þá hefst öflug viðreisn félagsins undir stjóm frábærs foringja, sem var vel að sér um allt er að heil- brigðri samvinnu lýtur. Kaupfélag Eyfirðinga hefir verið heppið um val framkvæmdastjóra. Sigurður Kristinsson tók við af Hallgrími bróður sínum og barg félaginu yfir hina alvarlegustu tíma, sem Nýja kaupfélagshúsið. stýrt félaginu við sívaxanda gengi og frá 1923 hefir Vilhjálmur Þór stýrt félaginu við sívaxandi gengi til þessa dags. Mannval er ekki síður nauðsynlegt samvinnunni en öðru skipulagi. Framtakið ræður þar eins og annarsstaðar úrslit- um. Það er hinn mesti misskiln- ingur, að nokkur ein stefna hafi einokun á einstaklingsframtak- inu, en hitt er víst, að skipu- lagið getur ráðið úrslitum um gildi framtaksins fyrir almenn- ingsheill. Áður var sagt, að Kaup- félag Eyfirðinga hafi verið „hepp- ið“ um framkvæmdarstjóraval.Þar mun. tæpast- rétt að orði komizt. Mannvalið er engin tilviljun, held- ur stendur það í sambandi við þann þroska, sem samvinnustefn- an hefir fengið í Eyjafirði. Hinir tveir síðari framkvæmdastjórar eru svo að segja aldir upp innan kaupfélagsins. Þannig skapar samvinnufélagsskapurinn sjálfur þann félagsþroska, sem honum er nauðsynlegur og réttdæmi um starfsmannaval. Það er eftirtektarvert, hversu ónóg hin frjálsa samkeppni í verzlun hefir reynzt Islendingum. Súgjskipun hefir jafnan búið við meiri og minni óvinsældir af hálfu landsmanna og þá einkum bændastéttarinnar. Andstæðan milli kaupanda og seljanda, sem báðir vilja skapa sér sem mest- an arð, hefir þar auðvitað ráðið mestu eins og í öðrum löndum. En við það hefir bætzt strjál- býli landsins, sem veldur því að samkeppnin hefir víða hvar ekki orðið nein samkeppni á sama hátt og í þéttbýlh löndum. Frá því á fyrra hluta 19. aldar hafa íslenzkir bændur stofnað til ýmiskonar verzlunarsamtaka, en samtökin áttu sér aldrei langan aldur, þar til hin þingeyska sam- vinna hófst og áhrifa frumherj- anna frá Roehdale fór að gæta meir og meir. Rochdale-vefaramir gömlu eru postular samvinnu- stefnunnar. Það er aðdáanlegt hvernig þeim tekst að setja, þeg- ar í upphafi, fastar reglur, sem tæplega verður um bætt. Reglur þeirra um jafnan atkvæðisrétt, opinn félagsskap, eigið rekstrar- fé, dagverð, vöruvöndun 0. s. frv. tryggja framtíð hvers sam- vinnufélags, sem kappkostar að fylgja þeim. Frjálslyndi, víðsýni og festa einkennir þessar megin- reglur. Með Hallgrími Kristinssyni blés hressandi andvari Rochdale- .. skipulagsins inn yfir Eyjafjörð. Og er það aðdáanlegt að sjá hversu langt hefir komizt í því að fylgja reglunum frá Rochdale. Dagverð hefir verið upp tekið, og þó jafnan, eins og rétt er, sett í upphafi nokkuð fyrir r eðan kaupmannaverð. Allsherjar verðlækkun hefir jafnan átt sér stað, þegar kaupfélagið hefir fært starfsemi sína yfir á nýtt svið. Verður það aldrei talið hversu mikinn hagnað almenningur utan félags hefir haft af slíkri verð- lækkun. En hinsvegar hefir verð- lagi verið haldið nægilega háu til að útdeila arði og safna í sjóði félagsins til tryggingar og vaxt- ar. Sjóðir nema nú hálfri annari miljón og mun starfsemi félags- ins rekin að mestu með eigin fé. Vafasamar skuldir félagsmanna frá kreppunni miklu eru komnar niður í helming af eign skuld- tryggingasjóðs og hafa ekki aðr- ar stofnanir unnið glæsilegri sig- ur á skuldasöfun þeirra ára, þeg- ar verð innlendrar vöru féll að óvöru um 40% og óvenjuleg fóð- urbætiskaup lögðust á að auki. Á vöruvöndun hefir verið lögð rík áherzla og ekki síður á hitt að vinna svo úr aðalframleiðslu- vörum sem markaðurinn heimt- ar. Mjólkursamlag og smjörlíkis- gerð hafa stórlega aukið umsetn- inga félagsmanna. Stöðugt er beinzt að nýjum viðfangsefnum, þegar öimur eru leyst og spáir aðfleygari framför samvinn- unnar á öllum sviðum. Þarf eng- inn að halda, að slíkum árangri verði náp án þess að félagsmenn neiti sér um stundarhagnað. En einmitt það ber gleggstan vott um samvinnu og félagsþroska Eyfirðinga. Slíkur félagsandi og frábær forusta hefir skapað Kaupfélag Eyfirðinga, sem nú er lýsandi fyrirmynd íslenzkrar sam- vinnu. Eitt einkenni Kaupfélags Éy- Kaupiélagshúsið 1898. vinnurekendurnir fleiri en þörf kaupendanna krefur eða þá að hringmyndun eigi sér stað, en hvorttveggja borgar almenningur, til einskis ábata fyrir þjóðar- heildina. Það veldur óhug að ganga fram hjá búðarholu í öðru- hverju spori, svo að segja. Það er sannanleg staðreynd, að eng-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.