Tíminn - 28.02.1931, Qupperneq 2

Tíminn - 28.02.1931, Qupperneq 2
44 TÍMINN Frv. mn hafnargerð á Akranesi. Flm.: Pétur Ottesen. , tilheyrandi Svohljóðandi tillaga frá Jóni por- mann til að stjórna þeim. lákssyni: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera tafarlaust ráðstafanir til, að dr. med. Helgi Tómasson verði aftur seltur inn í yf- irlæknisstöðuna við geðveikrahælið á lvleppi'1. — Er þetta sama tillagan sem J. p. var með á Alþingishátið- inni í sumar, sem frægt er orðið. Frv. um einkasölu rfkisins á tó- baki og eldspýtum. Flm.: Jón Bald- vinsson og Erlingur Friðjónsson. Frv. um lendingarbætur á Eyrar- bakka. Flm.: Magnús Torfason og Jörundur Brynjólfsson. Frv. um ræktunarsamþykktir. Flm.: Halldór Stefánsson og Ásgeir Ás- geirsson. Frv. er tilraun til löggjafar um skipulagsbundna ræktun landsins, þannig að íbúar í hreppi eða á öðru tilteknu svæði geti gjört ræktunar- samþvkkt, þar sem ókveðið er að slétta eða rækta svo mikið af landi, hlutfallslega eftir ástæðum á hverri jörð, að útengjaheyskapur, „sem eigi svarar kostnaði“ geti .lagst niður á svæði því, sem samþykktin nær yfir. Framkvæmdum, sem gjört er ráð fyr- ir í samþykktinni, skal lokið á 4 ár- um. Búnaðarfélag íslands leggur til ókeypis aðstoð við áætlanir og mad- Ríkisstjórnin ber fram nú á þessu þingi frumvarp um bók- hald og endurskoðun ríkisins. Með frumvarpi þessu er ætlunin að lögfesta fullkomið nýtízku skipulag í þessum efnum í sam- ræmi við það, sem tíðkast með nágrannaþjóðum vorum og bezt hefir reynst þeim og fullkomnast þótt. Af bókhaldinu leiðir svo breyt- ing á f.vrirkomulagi landsreikn- inga á þann veg, að þeir verða samdir eftir sömu grundvallar- reglum og reikningar venjulegra fyrirtækja og viðskiptastofnana, og er ennfremur tryggt að sömu grundvallarreglum verði fylgt um samning reikningsins frá ári til árs. Aðalbreytingin á landsreikn- ingnum frá því, sem nú er, verð- ur sá, að gerður verður greinar- munur á raunverulegum tekjum og gjöldum við ríkisreksturinn og greiðslur til eignaaukningar rík- isins, lántökum og öðrum inn- og útborgunum, sem ekki hafa áhrif á rekstursniðurstöðuna. Verður því hægt að sjá hinn raunveru- legu rekstursniðurstöðu þjóðar- búsins af reikningum þess, en hingað til hefir slíkt eigi verið unna nema með því að vinna upp úr reikningum. Minntist fjármála- ráðherra allítarlega væntanlegra breytinga í þessu efni í fjárlaga- ræðu sinni. Ennfremur mun vera von á grein um sama efni í Eim- reiðinni eftir Eystein Jónsson skattstjóra í Reykjavík, sem unn- ið hefir að þessum endurbótum ásamt Birni Steffensen endurskoð- anda og kynnt sér sérstaklega fyrirkomulag þessara mála í ná- grannalöndum vorum. Þar sem breyting nokkur verður á efnis skipun reikninga og fjárlaga frá því, sem áður var, en hinsvegar mjög nauðsynlegt að eigi tapist í neinu samanburður við niðurstöð- ur fyrri ára hafa verið sett ákvæði um það í frumvarpið, að fyrsta reikningnum með nýja forminu fylgi ítarlegar skýringar og samanburður við niðurstöður samkvæmt fyrra formi. Er og mjög auðvelt að sýna samanburð þennan fyllilega. Fjárlagafrum- varpið fyrir 1932, er með þessu nýja formi, og er í athugasemd- um við það gerð grein fyrir hver niðurstaða þess hefði orðið sam- kvæmt eldra forminu. Er þetta gert til þess að útiloka með öllu, að samanburður tapist við fyrri ár vegna endurbótanna. Bráða- birgðauppgjör ríkissjóðsins fyrir 1930 er. gert eftir sömu reglum og áður, og koma því breyting- ingar, en ríkissjóður dráttarvélar með jarðyrkjuverkfærum og Fram- kvæmdastjóm verksins sé skipuð 3 mönnum. Nefni atvinnumálaráðherra einn, Búnaðarfél. íslands annan og viðkomandi sveitarstjórn þann þriðja. Frv. um skatt af húseignum í Nes- kaupstað. Flm.: Ingvar Pálmason. Flutt eftir beiðni bæjaistjórnarinnar | í Neslcaupstað. Frv. um verðfestingu pappírsgjald- eyris. Flm.: Jón þorláksson og Bjöm I Kristjánsson. í frv. þessu felast tillög- ur þær um tvennskonar gjaldeyri og umreiknun skulda, sem ýmsir ihalds- menn hafa haldið fram á þingunum 1929' og 1930, eftir að J. þ. varð að gefast upp við hækkun krónunnar. Umræður hafa verið hóflegar og 1 tíðindafáar undanfama daga. Fundir 1 stuttir og stjómarfrumvörpin enn óltomin úr nefndum. I.angmesta at- hygli vekur framsöguræða fjármála- ráðherrans, sú er birt var hér í blað- inu, og hinar ítarlegu skýrslur, sem þar eru birtar. Á almenningur nú tiltölulega auðvelt með að átta sig á, hversu ástatt er um fjárhag rikis- sjóðs og bankanna — og hefir verið undanfarið — og hvað hæft er i sögusögnum stjórnarandstæðinga um fjárhaginn og fjárstjórnina yfirleitt. srnar fvrst til greina í fjárlaga- frv. 1932, sem nú liggur fyrir þinginu. Þá eru eigi ómerkari nýmæh um fyrirkomulag endurskoðunar ríkisins. Hingað til hefir þeim málum verið svo háttað, að tölu- verður hluti af endurskoðunar- vinnu ríkisins hefir verið falinn ýmsum, sem unnið hafa að henni í hjáverkum. Hefir hjáverkavinna þessi oft veríð ríflega borguð, þótt frægast sé dæmið úr tíð fyrv. stjórnar er greiddar voru 5 þús. krónur á ári fyrir endur- skoðun reikninga Áfengisverzlun- arinnar. Ennfremur er þess að gæta, að til þessara verka hafa eigi verið valdir menn, sem sér- þekkingu hafa á þessum efnum og því engin trygging fyrri, að þeir hafi það vald á verkefnunum, sem nauðsynlegt er, enda hefir rekið til fullra óhappa í þessum málum. Á fyrirkomulagi þessu voru því tveir höfuðannmarkar. Engin fullnægjandi trygging fyrir því, að endurskoðunin væri unnin svo sem þörf var á og kostnaður- inn við hana úr hófi fram, enda þótt búið væri að lækka hann stórkostlega frá því, sem var í tíð fyrv. stjórnar. Þar við bættist, að enginn endurskoðun- arfróður maður var í fjármála- ráðuneytinu, sem þó hefir með höndum mikinn hluta endurskoð- unarinnar, og mörg vandasöm verkefni á þessu sviði. Það var því sýnt, að hér þurfti bót á að ráða ef vel átti að vera um öll reikningsskil ríkisins og stofn- ana þess. Var því horfið að for- dæmi annara ríkja, sem haft hafa svipaða reynslu um hjá- verkaendurskoðun, og er lagt til í frumvarpinu, að öli endurskoð- un ríkisins og stofnana þess verði lögð undir fjármálaráðuneytið og þangað ráðinn sérfræðingur í þessum efnum, til þess að vinna vandasömustu verkin og hafa á hendi verkstjóm. Eru góðar horf- ur á, að með því að bæta þannig manni við í ráðuneytið verði hægt að afkasta þar allri endurskoðun- inni, og er þar með talin endur- skoðun á reikningum fyrirtækja, sem greiddar voru fyrir nær 14 þús. kr. í tíð fyrv. stjómar, og hafa þó mörg bætzt við síðan, sem sæta myndu sömu vinnu- brögðum í endurskoðun ef eigi kæmi ný skipun á þessi mál. Er því með endurbótinni fengin auk- in trygging á góðum úrlausnum verkefnanna og stórspamaður. Z. -----o---- 19. febrúar er minnisstæður dagur öllum Framsóknarflokksmönnum í land- inu og þó einkum í Reykjavík. Þann dag fyrir ári síðan var gjörð tilraun til að ráða niður- lögum eins af foringjum flokks- ins, eins af mikilhæfustu stjóm- málamönnum íslenzku þjóðarinn- ar, með þeim hætti að seint mun firnast, og með þeim ódrengileg- ustu vopnum, sem spurnir fara af í stjórmálasögu íslendinga. Þann 19. febr. s. 1. — á ársafmæli þessa eftirminnilega atburðar — | var gestkvæmt á heimili Jónasar j Jónssonar ráðherra og konu hans. : Margir þingmenn Framsóknar- flokksins og aðrir vinir þeirra hjóna voru þar þá mættir, til að láta í ljós, að þeir væru minn- ugir þeirra atburða, sem fyrir ári síðan vöktu meiri athygli en allt annað um endilangt Island og jafnvel víðar um heim. Óhætt má fullyrða, að þeim mönnum öllum hafi þá verið svipað í hug — að þó að stundarhatur skammsýnna mótstöðumanna yrði til þess að varpa um hríð óþægilegum skugga á mannorð lítilsmegandi þjóðar, þá bendi þó úrslit þeirra atburða til þess, að „íslands óhamingju" verði ekki allt að vopni. Heillaskeyti barst öldungnum Benedikt Jóns- syni frá Auðnum, dagsett að kvöldi hins 21. þessa mán. á árs- hátíð íslenzkra samvinnumanna í Reykjavík, svohljóðanda: „Samvinnumenn í Reykjavík senda þér alúðarkveðjur og heilla- óskir. Tryggvi Þórhallsson“. Vel er það, að íslenzkir sam- vinnumenn hafa á þennan hátt heiðrað hinn aldna „föður elzta kaupfélagsins í landinu". Leidréfcting- Má ég biðja yður, herra rit- stjóri, að ljá eftirfylgjandi leið- rétting rúm í blaði yðar. í greinarstúf héðan úr Horna- firði í 4. tbl. Isafoldar þ. árs, með undirskrift Sigjóns á Meðal- felli, er birt prívatbréf, sem ég skrifaði Sigjóni, dags. 22. des. f. árs, þar sem ég mótmælti, sem sóknarnefndarmaður, að hin margumtalaða jólamessa f.eri fram hér í sóknarkirkjunni. En umgetið bréf mitt hefir verið, sjálfsagt óviljandi, rangfært í afritun eða prentun, svo ég set það hér eins og ég skrifaði það. Dilksnesi 22. des. 1930. Góði vin! Með þvi að ég tel mig hafa sann- frétt, að fyrverandi prestur Ólalur Stephensen í Bjarnanesi, œth að messa í Bjarnaneskirkju á jóiadag- inn nrestkomandi, þá vil ég sem sóknarnefndarmaður mótmæ!a því, að nefnd messugerð fari fram i kirkjunni, því ég tel að settar regiur þjóðkirkjunnar séu þar með brotnar. Til þess, að þessu verði ómótmœLt frá hálfu sóknarnefndar, yrði fyrver- andi prestur, að geta sýnt skrUieg skilríki frá kirkjustjórninni fyrir því, að hann hafi fengið leyfi til þess, að hafa messugerð í kirkjunni þenna dag eða aðra helgidaga þjóo- kirkjunnar. Vrenti ég þess, að þú, sem formað- ur sóknarttefndar, gefir el.ki leyíi tii þess, að reglur þjóðkirkjunnar séu þannig brotnar. — Vinsamlegast. Björn Jónsson. Að öðru leyti hirði ég ekki um að svara því, sem til mín er beint í grein þessari. Björn Jónsson. -----o---- ' Á srírtavaníH. Samvinnan í sæluhúsinu. Á landsfundi íhaldsmanna í sæluhúsinu, var talsvert um það talað, hvaða ráð væru hugsanleg til að bjarga íhaldinu frá yfirvof- andi niðurlægingu við næstu kosningar. Vildu sumir kasta nafni flokksins en aðrir fara að dæmi heiðinna manna á Alþingi forðum og fóma Valtý á altari hinna reiðu goða. Kom þá fram uppástunga um, a ð íhaldið léti stofna „ópólitísk“ samvinnufélög í sveitunum eftir fyrirmynd „Verzlunarólagsins" í Skagafirði, sem alið er í skauti Jóns á Reyni- stað. En „ópólitiskur" á máli í- haldsins er sama og að vera á móti núverandi ríkisstjórn (sbr. ummæli Ólafs Thors um Mjólkur- félag Reykjavíkur, sem birtust í Mbl. í gær). En jafnskjótt sem minnst var á samvinnu, reis Garðar Gíslason á fætur með þjósti miklum og þótti sér og smni stétt illa goldin dygg þjön- usta, ef stofna skyldi samvinnu- félög til höfuðs kaupmönnum. Sagði Garðar, sem satt er, að kaupmenn hefðu frá upphafi borið hita og þungá af að halda lífinu í flokknum, því að þeir hefðu kostað íhaldsblöðin og jafnan lagt til peningana í kosn- ingasjóðinn. Þótti Garðari hart, ef Jón á Reynistað og aðrir miðl- ungsmenn, sem skriðið hefðu inn í þingið fyrir atbeina kaup- manna, ætluðu nú að standa yfir höfuðsvörðum velgjörðamanna sinna. Var Garðar hvassyrtur og ómyrkur í máli og þótti mörgum hann hafa lög að mæla. Af opin- berum undirtektum fundarmanna hefir lítið fréttst annað en það, að Jóni Þorlákssyni hafi orðið all hverft við lausmælgi Garðars og talið þetta óþarfa hreinskilni á slíkum stað. En orð Garðars, sem voru í einlægni töluð, sýna glöggt, hvernig kaupmannaklíkan í Reykjavík. lítur á tilveru íhalds- flokksins og hlutverk í þjóðlífinu. Hallærið á íhaldsfundinum. Rétt eftir að landsfundurinn hófst í sæluhúsinu birti Mbl. skrá yfir „fulltrúa", sem mættir væru á fundinum. Var íhaldið mjög í mannahraki, því að fáir höfðu fengizt til að koma, þrátt fyrir endurtekin loforð um góðgerðir hjá Ólafi Thors og velvild af hálfu ríkisstjómarinnar, sem samkv. beiðni lét íhaldsmönnum heimilt far með varðskipunum eftir því sem við varð komið. Meðal mættra „fulltrúa" voru t. d. taldir nokkrir unglingar úr Skagafirði, sem voru á leið til sjóróðra suður á nesjum, og hafði verið boðið að skoða „sæluhúsið" í leiðinni. Fljótlega kom það í ljós, að Morgunblaðinu hafði farið fremur óráðvandlega í skýrslunni og tekið með valdi nöfn ýmsra manna, sem af tilviljun voru staddir í bænum og komu hvergi nærri fundarhaldi þessu. Daginn eftir, að skýrslan birtist, kom t. d. Páll Oddgeirsson kaupmaður í Vestmannaeyjum inn á skrifstofu Tímans og bað þess rækilega get- ið, að Mbl. teldi sig ranglega þátttakanda í samkomunni í ,.Sæluhúsinu“. Hafði hann af hendingu rekist á Mbl., áður en hann fór úr bænum. — Áskell Ilannesson bóndi í Grenivík í Þingeyjarsýslu lét þess líka get- ið í viðtali við merkan mann í Rvík, að sér hefði komið mjög ó- kunnuglega fyrir, að sjá nafn sitt í Mbl. Meðal „fulltrúa“ var ennfremur talinn Einar nokkur Vigfússon „í Stykkishólmi", en Einar þessi er, að sögn, kaupm. hér í Vesturgötunni, en mun vera ættaður af Vesturlandi! Þá þótti það athyglisvert, að sumir þeirra, sem taldir voru „fulltrúar", og hafa sennilega verið það, neituðu því harðlega í viðtölum við kunn- ingja síná, að svo væri, og þótt- ust hafa komið til Reykjavíkur „til lækninga“! Virðist þessum mönnum hafa þótt lítill sæmdar- auki að samneytinu við íhaldið í Reykjavík. íhaldið og ríkisskuldivnar. Helmingur íhaldsmanna í neðri deild flytur nú frv. um ríkisá- byrgð fyrir 3 milj. kr. láni til bátaútvegsins. Gefur frv. þetta tiiefni til ýmsra merkilegra í- hugana. I fyrsta lagi virðist nú mjög þverra ótti íhaldsins við samábyrgðina, því að í frv. er gjört ráð fyrir, að bátaeigendur myndi lánsfélög með ótakmark- aðri sameiginlegri ábyrgð. Er um | annað af tvennu að ræða, að Ólaf- ur Thors telji nú ómerk hin fyrri ummæli flokksbróður síns, B. Kr., eða að honum er í meira lagi ó- sárt um smáútgerðina. I öðru lagi mætti það þykja einkennilegt, eftir skrifum Mbl. að dæma og vandlætingu þeirri, sem þar kem- ur fram út af framkvæmdum fyrir lánsfé, að íhaldsmenn skuli nú allt í einu vilja auka ríkis- skuldirnar um 3 milj. vegna sjáv- arútvegsins. En hvað sem öðru líður, væri það óneitanlega heppi- legra, ef Ólafur hefði, að sínu leyti verið á verði um það, að sú aðstaða, sem útgerðarmönnum var veitt, með löggjöf þingsins um veð í íiski, hefði haldizt ó- breytt. En svo raunalega hefir tekizt til, að þessi velunnari út- gerðaiinnar, á ekki minnstan þátt í, að þetta bjargráð útgjörðar- mannanna, reynist nú haldlaust, vegna sviksemi sem átt hefir sér stað, nokkuð viðkornandi fyrir- tæki því, sem hann veitir for- stöðu, þar sem þetta fyrirtæki hefir keypt fisk, sem veðsettur var bönkunum og neitar nú að skila honum. Er ástæða til að geta þess, að um það leyti sem uppvíst varð um sölu Þórðar Fiygenrings til Kveldúlfs á fiski, sem veðsettur var bönkunum, hafði Útvegsbankinn góða von um endurkaup á fiskvíxlum hjá erlendum banka, en að verzlun þeirra Flygenrings og Ólafs hefir alveg gjört út af við þann mögu- leika. — Um ábyrgðina vegna bátaútvegsins er raunar ekki mikið að segja í samanburði við viðleitni íhaldsins á öðrum svið- um, til að steypa ríkinu í óbotn- andi skuidir, því að hér gæti þó verið um verjanlega ráðstöfun að ræöa. En þegar sá sami flokkur, sem vildi verja 80 miljónum tii ao leggja raítaugar um hið fá- menna íslenzka strjálbýli, fyrir- hyggjulaust og ábyrgðarlaust og varpa á ríkið 35 milj. kr. skuld- bindingum íslandsbanka, talar um óvarlega skuldaaukningu, þykir víst flestum komið að þeim takmörkum, sem sæmileg eru, jafnvel hinum aumasta málstað. Pólitískir afglapar. I umræðum um skattamála- frumvarp á Alþingi íyrir nokkr- um dögum sagði Magnús Jóns- son: „Það, á að hlífa atvinnuveg- unum á góðu árunum, til þess að geta gengið hart að þeim, þegar vondu árin koma“. Ihalds- flokkurinn var þá nýbúinn að kjósa þennan stjórnvitring í fjár- veitinganefnd í neðri deild. Lík- lega myndu flestir skynbærir menn snúa reglu M. J. við og segja: Það á að ganga hart að atvinnuvegunum á góðu árunum, til þess að geta hlíft þeim, þeg- ar vondu árin koma. Reyndar hafa samherjar M. J. stundum farið eftir þessari fáránlegu kenningu hans. Fjármálaráðherr- ar íhaldsins, B. Kr., Sig. Eggerz og M. G., vanræktu að innheimta skatt af stríðsgróðanum, með þeim árangri, að í árslok 1921 voru eyðsluskuldir ríkissjóðs komnar upp í 18 miljón. Og þá skuldarupphæð hefir þjóðin ver- ið að afborga til þessa dags og f verður lengi enn án þess að fá nokkurt varanlegt verðmæti í Ríkisbókhald og endu skoðun

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.