Tíminn - 28.02.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.02.1931, Blaðsíða 3
TÍMINN 45 Húsmædraskóli Næsta kennslutímabil á húsmæðraskóla mínum, hefst 1. apríl n.k. Stendur það yfir í 2 mánuði og verður kennt hvern virkan dag frá kl. 3 — 7 e. h. Kennd verður matreiðsla, meðferð þvotta og gjörð grein fyrir næringargildi fæðutegundanna. Kennslugjald er kr. 45 hvern mánuð og fá nemendur eina máltíð Kennslan fer fram í nýju eldhúsi í miðbænum. Allar nánari upplýsingar veiti eg undirrituð. Reykjavík 26. febrúar 1931 Kristín Thoroddsen Fríkirkjuveg 3 Sími 227 aðra hönd. 1 góðærinu 1925 vildi J. Þ. lækka skatt á stórútgerð, hefir ef til vill hugsað sér að ganga því harðara að henni á vondu árunum! Um það skal þó ekkert fullyrt. En hvernig getur þjóðin tekið mark á þeim mönn- um, sem á Alþingi haga orðum sínum eins og afglapar og ámæla öðrum fyrir ráðstafanir, sem þeir sjálfir bera ekkert skyn á? Fáfræði íhaldsflokksins og úlfúð í garð nauðsynlegustu umbóta, kemur þó hvergi berar fram en í hinni fávíslegu andstöðu þeirra gegn frv. stjórnarinnar um endurbæt- ur á bókfærslu ríkisins. Hefir sérfræðingum þeim, sem að frv. þessu hafa unnið fyrir stjórnina, víst sízt af öllu dottið í hug, að úr þessu gæti orðið flokksmál. Eins og kunnugt er gjörði Jón Þorláksson hér á árunum ýmsar breytingar á reikningsfærslu Magnúsar Guðmundssonar og var þess full þörf, því að Magn- ús var ekki betur að sér en svo, að hann hélt að peninga, sem fengnir voru að láni, ætti að telja með árlegum tekjum(!) ríkis- sjóðs. Hinsvegar náðu breyting- araar mjög skammt, því að J. Þ. haföi ekki manndóm til að ljúka þvi verki, sem hann haíði byrjað á, en skorti hinsvegar iítillæti til að leita aðstoðar annara. I frv. núverandi stjómar er ekki farið fram á annað en að bókfærsla ríkisins sé færð í sama form og tíðkasthjáöðrumríkjum og fyrir- tækjum félaga eða einstakra manna, sem kunna þær vinnuað- ferðir', sem nú tíðkast. Að sjálf- sögðu hefir meirihluti íhaldsþing- mamianna (t. d. Ottesen, Halldór Steinsson og Guðrún Lárusdótt- ir) ekkert vit á því, sem h.ér er um að ræða, og hafa því nokkra aísökun, en íoringjar ílokksins verða óhjákvæmilega að athlægi fyrir þrjóskuna. í tilefni af ummælum Mbl. á miðviku- daginn var, viðvíkjandi ábyrgð ráðherra, þykir rétt að skjóta því fram, hvort ekki væri rétt að lofa Magnúsi Guðmundssyni að svara til þess fyrir landsdómi, hvaðan honum hafi komið heim- iíd tii að veðsetja brezkum fjár- piógsmönnum nál. 3/4 af tekjum íslenzka ríkisins í 30 ár, um leið og hann tók „enska lánið“ 1921. \firieitt tíðkast það, að þeir, sem vilja veðsetja það, sem aðrir eiga, þúrfa að hafa til þess veð- leyíi. Óneitanlega væri það gott fyrir íhaldsílokkinn, ef Magnúsi tækist að hafa upp á veðleyfinu fyiir næstu kosningar. Verri en Valtýr? Það hefir lengi verið álit al- mennings, að Valtýr Stefánsson .væri ógreindastur af ritstjórum íhaldsblaðanna og einna óheppn- astur í orði af núlifandi Islend- ingum. Hafa íhaldsinenn sjálfir óspart núið Valtý því um nasir, að Mbl. undir stjórn hans væri einskonar þyrnikóróna á flokkn- um, og að illur málstaður eins og íhaldsstefnan, sé dauðadæmdur í heimsks manns höndum. En hæðiyrði slík og aðrar yfirtroðsl- ur af hálfu samherja sinna hefir Valtýr borið með einstöku lang- lundargeði, og sýnt í því efni meiri hógværð en stórmennsku. En nú eru horfur á, að Sigurður Kristjánsson, sá er sóttur var til ísafjarðar, muni nokkuð rétta hiuta Valtýs í flokknum. Áður en Sigurður kom hingað, var hann aðallega þekktur fyrir tvennt, tryppasöguna af Suður- landi og skrif hans um Hnífs- dalsmálið. Áleit Sigurður þá, að atkvæðafalsararnir væru sýknir saka en ákærendurnir ættu að fara í tugthúsið. Dómstólamir komust eins og kunnugt er, að allt annari niðurstöðu en Sigurður í því máli. Nú hefir Sigurður uppgötvað, að „braskarar“ séu þörfustu menn í landinu, og að það séu þeir, sem safni í sjóði til hörðu áranna. Á Sigurður enga ósk heitari en þá, að ís- lenzka þjóðin eignist sem flesta „braskara" og muni þá öllu vel famast! Gjaldþrot Stefáns Th. Jónssonar (2 milj.) og Sæmundar Halldórssonar (800 þús.) eru, að dómi Sigurðar, einhver mestu höpp, sem landsfólkinu hafa á- skotnast austan lands og vestan. 33 miljóna töp bankanna, með að- stoð braskaranna, eru, að hans áliti, mesta þjóðargæfan á þeim rúml. 1000 árum, sem lands- byggðin hefir staðið! — Þetta hefði Valtý Stefánssyni aldrei dottið. í hug! Mbl. og bankavextimir. Ólafur Thors og Valtýr láta báðir í veðri vaka, að það sé á valdi ríkisstjórnai'innar að lækka vextina í Landsbankanum. Við þetta er a. m. k. tvennt að at- huga. I fyrsta lagi hefir lögum Landsbankans nú verið breytt á þann hátt, að það er bankaráðið, en ekki ríkisstjórnin, sem hefir úrskurðarvaldið um vaxtakjör og annað, sem við kemur rekstri bankans. Ætti því Mbl. að snúa sér til flokksbróður síns, Magnús- ar Jónssonar, sem sæti á í banka- ráðinu og heita á hann til full- tingis í þessu efni. I öðru lagi ætti Mbl. að vita, að íhaldið, sem réð yfir í'jáimálunum í meira en áratug, var búið að tapa 33 mil- jónum af fé bankanna og að þriðjungur þeirra tapa lenti á Landsbankanum. Hvernig heldur Mbl., að hægt sé að vinna upp þessi gífurlegu töp öðruvísi en með hækkuðum vöxtum? Ef Mbl.-liðið hefði sómatilfinningu, myndi það að minnsta kosti sitja hjá, þegar talað er um háu vext- ina. Stefnuskrá ungra íhaldsmanna hefir nýlega verið birt í æskulýðsblaði MbL- liðsins í Reykjavík, og er furðu skemmtilegt plagg aflestrar. Af sjálfum stefnumáiunum mætti vel ráða, að þessir ungu íhaldsmenn væru „sócialistar“ í húð og hár. En sa galli er á gjöf Njarðar, að „unga fólkið“ ætlar að koma stefnuskránni í framkvæmd með því að „fylgja íhaldsflokknum að málum“. Stefnuskráin minnir því talsvert á lýsingu Tolstoys á ríku mönnunum, sem vildu gjöra allt fyrir fátæka fólkið, nema a'ð hætta að láta það bera fyrir þá baggana! En þetta er alveg í sam- ræmi við stefnuskrá „gamla íhaldsins“, sem vill gjöra allt til að styðja glögg reikningsskil (sbr. ályktanir landsfundarins í ,,sæluhúsinu“), nema að endur- bæta slæmu reikningsskilin! Ottesen á Kaldadal. Þegar Pétur Ottesen var á fundum í Reykholtsdal og Hálsa- sveit, var honum mjög áfram um að taka leiðiria fram Reykholtsdal í tölu þjóðvega, af því að akveg- ur er nú kominn yfir Kaldadal. Vai- þá ekki annað að heyra en að Ottesen væri mjög ánægður með þennan veg. 1 Lundareykja- dal, sem er næsti dalur fyrir sunnan, hafði Ottesen vendilega gleymt nauðsyn þjóðvegarins í Reykholtsdal, en í þess stað upp- götvað, að Kaldadalsvegurinn hefði alls ekki átt að liggja niður í Reykholtsdal heldur í Lunda- rey.kjadal. Þótti Ottesen þá brýna nauðsyn til bera, að þjóðvegur yrði lagður fram eftir þeim dal og að samþykkt yrði áskorun þess efnis. Engu skal um það spáð, hve lengi íhaldið muni lifa á því, að láta Ottesen flytja með sér Kaldadalsveginn milli hreppa í Borgarfirði. Óskiljanlegt er það líka, að hækkun vinnulauna, skuli vera ein af höfuðsyndum stjórn- arinnar (þó hún reyndar eigi eng- an þátt í henni) í kjördæmi Otte- sens, svo lengi, sem ekki sézt til sjávar, en gleymast alveg á fund- um hjá verkamönnum á Akra- nesi, nema ef ske kynni að eitt- hvað af sannfæringu þingmanns- ins hefði orðið úti á hinum póli- tíska Kaldadal íhaldsins. íhaldið og kristindómurinn. Guðrún Lárusdóttir vildi að íhald- ið gengi lengra í því að beita fyr- ir sig kristindóminum við kosn- ingar en gert hefði verið, og komu þá upp raddir um að skíra flokkinn upp einu sinni enn og láta hann heita kristilegan íhalrts- flokk. Ekki leizt Árna Pálssyni á það, og kvað fast að orði um að nóg væri komið af hræsni í sam- bandi við „vissa persónu“ á þingi, þótt eigi væri lengra gengið. * Valtýr og J. Þ. Jón Þorláksson kvað hafa lýst Valtý Stefánssyni á landsfundinum, sem ritstjóra hérumbil eins og oft hefir verið gert hér í blaðinu. Þótti þetta koma úr hörðustu átt, því að stjórn J. Þ. á flokknum er engu betri en ritmennska fjólupabb- ans. Tilefnið til árása Jóns mun hafa verið makk Valtýs við kommúnistana, sem margir efn- aðir íhaldsmenn hafa ekki enn fellt sig við. — Annars tala íhaldsmenn um Valtý eins og meinsemd í flokknum, sem þurfi að skera burt, en segja að þeir þori ekki að gera uppskurðinn fyr en eftir kosningar. * Jl ----o--- Ppéttir Árshátíð samvinnumanna stóð að Ilótel Borg laugardagskvöldið 21. þ. m. Sóttu mótið um 400 manns. Ilöfðu samvinnumenn, sem búsettir eru í Beykjavík fjölmennt mjög á mótið, en auk þess mættu þar fjöldi sam- vinnumanna úr ýmsum héröðum landsins, þeirra sem um þetta leyti. höfðu dvöl í bænum, þar á meðal alþingism. eigi allfáir, sem þú voru skömmu hingað komnir. Hátíðinni stýrði Tryggvi þórhallsson forsætis- ráðherra, með skörungsskap þeim og glœsimennsku, sem hans er háttúr. Ræður íluttu undir borðum: Jónas Jónsson ráðherra, Ásgeii- Ásgeirsson forseti, Guðbrandur Magnússon for- stjóri, Einar Árnason fjármálaráð- herra, Guðmundur Hliðdal verkfræð- ingur, þorkell Jóhannesson skóla- stjóri, sr. Eirikur Albertsson á llesti, Bjarni Ásgeirsson alþm. og Gisli Guð- mundsson ritstjóri. Eftir að risið var frá borðum skemmtu samkomugest- irnir sér við samræður, söng og dans lengi nætur. — þetta er i annað sinn, sem íslenzkir samvinnumenn efna til slíkrar hátíðar i höfuðstaðnum, til minningar um baráttu liðins tíma og virðingar við hina glæsilegustu hugsjón í mannfélagsmálum, sem uppi er i veröldinni. Síra Brynjólíur Maynússon prestur í Grindavík átti 50 ára afmæli 20. þ. m. — Sóknarbörn hans færðu hon- um vandað gullúr að gjöf. Björgunarskipið þór er nýkomið til Reykjavíkur með nál. 20 smál. af iiski, nýjum og söltuðum, sem það hefir aflað, samhliða björgunarstarf- seminni við Vestmannaeyjar. Er fisk- urinn nú seldur hér við sannvirði, beint til neytenda, og er það verð miklu iægra en hér hefir áður tíðk- ast, enda eftirspurn geisimikii. Til- gangur stjórnarinnar með því að láta „þór“ stunda veiðar, er bæði sá að nota skipið svo sem liægt er og að gjöra tilraun til að knyja niður hið óhóflega háa fiskverð, sem er einn lið- urinn i hinni miklu dýrtíð í höfuð- staðnum. Á komanda sumri verður þór við Norðurland, og er þá ætlast til, að hann stundi jafnhiiða strand- gæzlu og síldveiði og bændum verði gefinn kostur á síldinni með vregu veröi til fóðurbætis. Húsmæðrakennsla á Laugarvatni. Eins og auglýst hefir verið áður hér í blaðinu verður haldið sex vikna námskeið fyrir stúlkur frá 1. maí til 14. júní í Laugarvatnsskóla. Er það sérstakt tækifæri fynr stúlkur af Suðurlandi að geta i einu lært sund og fleiri íþróttir við hin beztu skilyrði, og um leið fengið kennslu í matargerð hjá ágætum kennara. Sumir hafa skilið auglýsinguna þann- ið, að kennsla þessi væri eingöngu fyrir stúlkur, sem verið hafi' í skól- anum áður. En svo er ekki, heldur verður kensla þessi fyrir allar full- orðnar stúlkur, sem þess æskja, og sem hægt er að taka á móti vegna liúsrúms. Rit Quðm. Hagalíns á þýzku. 5 af sögum Hagalins liafa verið ' þýddar á þýzku og koma bráðlega út. Pró- fessor Gustav Neckel stendur að þýð- ingunni. Styrkur til skálda og listamannn. Menntamálaráðið hefir útlilutað þeim 6000 kr., sem til hans eru voittar á fjárlögum þessa árs, svo: Til Eggerts Stefánssonar söngvara 1000 kr., Sig. Skagfield söngvara 800 kr., Snorra Arinbjarnar málara 600 kr., Theódórs Friðrikssonar rith. 600 kr., Davíðs þoi'valdssonar rith. 600 kr., Fr. Á. Brekkan rith. 600 kr., Guðm. Matt- liiassonar hljómlistarmanns 600 kr., Guðrúnar Skaftason pianóieikara 600 ki\ og Björns Snorrasonar söngvara 600 kr. Húsbruni og manntjón í Hafnar- firði. Áð morgni hins 25. þ. m. kom eldur upp í stærsta ibúðarhúsinu í Hafnarfjarðarkaupstað, svokölluðu Siglfirðingahúsi. það var timburhús og breiddist eldurinn svo fljótt út, að húsið brann, að sögn, niður í rústir á 45 mínútum. þarna bjuggu 12 fjölskvldur, alls 86 menn. Gat tólkið með naumindum forðað sér úr eldinum, nema gömul hjón, sem bjuggu á efsta lofti, Elís Árnason og Vilboig Vigfúsdóttir. þau brunnu inni og með þeim sonarsonur þeirra, sex ára barn, Dagbjartur Vigfússon. Lá gamla konan veik af innflúenzu. Tilraunir voru gjörðar til að hindra þetta sorglega slys, en árangurslaust, því að húsið var þá alelda, en likin fundust öll í öskunni eftir að húsið var brunnið, þá mikið sködduð. Engu varð bjargað af munuin, sem í hús- inu voru, og stendur fólkið, sem þar bjó, allslaust uppi. Hafnfirðingar hafa skipað nefnd manna til þess að gangast fyrir samskotum. Nokkr- ar skemmdir urðu á húsum í kring. Inflúenza gengur nú hér í bænum. þeir, sem veikjast, fá háan hita, en ná sér fljótlega aftur, ef þeir fara vel með sig. Læknar vara menn við að fara of fljótt á 'flakk. Skólum öll- um liefir verið lokað frá byrjun þess- arar viku, vegna veikinnar, og allar almennar samkomur Lannaðar, svo sem í kvikmyndahúsum, leikhúsum o. s. frv. Víða um land hafa verið gjorðar ráðstafanir til að verjast veikinni. Bæjarbruni. Kvöldið 22. þ. m. hrann prestssetrið Skinuastaðir í Ax- arfirði til kaldra kola. Var það torf- bær, bvggður af séra þorleifi heitn- um Jónssyni og orðinn gamall. Prest- ur á Skinnastað er séra Páll þor- leifsson frá Hólum i Llornafirði. Forsetakosningin í Finnlandi. Svin hufvud hefir verið kosinn forseti Finnlands með tveggja atkvæða meirahluta. Hiaut hann 151 atkvæði Stahlberg fékk 149. Sambandsflokk- urinn (coalition), sænski flokkurinn og bændaflokkurinn, greiddu Svin- hufvud atkvæði. Hafa þá Lappo- menn, eftir allt saman, borið hærra liluta i kosningunni, þó að útlitið benti á annað. Aí hálfu kommúnista var efnt til mótmæla gegn atvinnuleysinu, þann 25. þ. m. og fóru kröfugöngur fram þann dag i flestum stórborgum álf- unnar. Ilvergi kom þó til alvarlegra óeirða nema í Leipzig á þýzkalandi. þar biðu fjórir kröfugöngumenn bana, en nokkrir meiddust. — Lög- reglan hafði hvarvetna gert víðtækar varnðarráðstafanir. Kreppan í Bandarikjunum. Ýmsir liinna helztu fjármálamanna og kaupsýslumanna í Bandarikjunum á- líta, að kreppan, sem nú stendur yf- ir, sé versta kreppan, sem komið hefir þar í landi á undanfömum 50 árum. Atvinnuleysið liefir stöðugt aukizt og er sem stendur eitthvert Tapast hefir brúnn reiðhestur 8 vetra, ójárnað- ur með mikið fax og tagl. Mark: Heilrilað vinstra, en óvíst með undirben á hægra eyra. Ilver sá er kynni að verða var við hest þennan, er vinsamlega beðinn að gera aðvart í síma að Miðkoti í Þykkvabæ í Rangárvalla- sýslu. alvarlegasta vandamál þjóðarinnar. Samkvæmt áreiðanlegum skýrslum eru allt að 5 milj. og 700 þús. — manna, sem hafa atvinnu í hinum ýmsu iðngreinum (industrial work- crs) nú sem stendur iðjulausir. I desembeimánuði jókst tala atvinnu- leysingjanna um hálía miljón. í stærstu borgunum var fjórði hver maður atvinnulaus. Á niu mánuðum iókst tala atvinnuleysingjanna í landinu um hálfa fjórðu miljón, en útflutningur afurða minnkaði að stórum mun og verð ú iandbúnaðar- framleiðslu hrapaði svo, að það hef- ir aldrei komizt eins langt niður síð- an 1915. — Vegna þurkanna miklu í iyrrasumar, hefðu 450 þús. bændur soltið heilu og hálíu hungi í vetur ef þeim hefði ekki verið séð fyrir matgjöfum. - Framanskráðar tölur um atvinnuleysið byggjast á skýrsl- um Verkamannasambands Banda- ríkjanna og Metropolitan liftrygging- arlélagsins, þvi öpinberar skýrslur um þetta eru ekki til. Verkamanna- sambandið og liftryggingaíélagið söfnuðuð upplýsingum um atvinnu- leysið með ólikum hætti, en niður- staðan varð að kalla hin sama. — Forseti Verkamannasambandsins, hef- ir það eftir mönnum, sem unnið hafa að þvi af hálfu sambandsins, að at huga ástandið, að viðreisn iðngrein- anna i landinu sé uin það bii að liefjast, janúar og íebrúar verði erf- iðustu kreppumánuðirnir, en úr því sé hægfara bata að vænta (F.B.). Skýrsla Búnaðarfélags íslands nr.5 er um störf nautgriparæktaríélag- anna á árinu 1929. það ár störfuðu 47 félög, þar af 24 ný. Voru í félög- unum haldnar skýrsiur ails yfir 4156 kýr. Eins og vænta má er mik- inn fróðleik að finna í skýrslunni, og ættu bændur ekki að láta hjá- hða að kynna sér þann fróðleik. í eldri félögunum er auk upplýsing- anna frá árinu 1929 gefið yfiriit yfir þróun félaganna frá byrjun, t d. Nautgriparæktarfélag Rauðasands, Barðastrandasýslu: Meðalársnyt á kú árin 1906—11 2154 kg. MeÖalársnyt á kú árin 1929 3026 kg. Munurinn er augljós og þarf ekki frekari skýringar við. Ein tafla er í bókinni sem sérstök ástæða er til að benda á (bls. 62 —63) um samanburð á nythæð kúnna eftir burð og ársnytinni. Er það skoðun margra að dærna megi um gæði kúnna eftir því í hve háa nyt þær komast eftir burð, en taflan sýnir, að í þessu má fara mjög varlega. Flestar eru kýrnar í þeim ílokki, sem komist hefir í 12 merk- ur eða 395, sumar þessara kúa hafa gefið i ársnyt 1100 kg. en aðrar 3600 kg. Á árinu hafa 127 kýr mjólkað 3500 kg. eða þar yfir. Hæðst er Gullhúfa eign Einars Eyjólfssonar í Flugu- mýrarhvammi í Skagafirði. Mjólkaði hún 4781 kg. á árinu og fékk þó ékki annað fóður en töðu (3357). þess skal getið, að stjórn Búnað- arfélags íslands hefir ákveðið að senda öllum hreppabúnaðarfélögum skýrslur sínar ókeypis, og ættu fé- lagsmenn ekki að láta undir höfuð leggjast að kynna sér þær þar ef þeir hafa ekki ástæður til að kaupa þær sjálfir. ....O-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.