Tíminn - 01.03.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.03.1931, Blaðsíða 1
©}aíbfeti og afgrciöslumaður íímans cr Kannucig £> o r s t e i n s ö ó 11 i r, €a;fjargötu 6 a. KeyfjaDÍf. JluAaBíað n. árg. Reykjavík, marz 1931. 3. blað. Corl LiHdhaien Þegar nafnið Lindhagen heyr- ist í Svíþjóð er enginn í vafa um við hvem er átt, maðurinn er Carl Lindhagen forseti dómstóls- ins í Stokkhólmi. Carl Lindhagen er nú 70 ára, og hefir verið forseti héraðsdóms- ins í Stokkhólmi um 25 ára skeið, svo það er ekki að furða þó mað- ur, sem hefir haft svo storma- sama og ábyrgðarmikla stöðu, og þá ekki sízt þegar maðurinn er gáfaður og sjálfstæður hugsjóna- maður, verði kunnur um ailt land- ið. Lindhagen hefir sjálfur dæmt í flestum viðkvæmafi málum, svo sem erfðamálum, fjárráða- og hjónaskilnaðarmálum, þá hefir hann haft hjónavígslur með hönd- um, og er það orðið svo vanalegt að Lindhagen gifti, að að ganga inn í borgaralegt hjónaband, kall- ast á Stokkhólmsmáli að „lind- hagast“. Ekki er Lindhagen minna þekktur fyrir starf sitt sem Rík- isþingmaður, er hann hefir verið í 36 ár. Síðan jafnaðarmanna- ílokkurinn var stofnaður, hefir hann verið fulltrúi jafnaðar- manna. Lindhagen hefir verið mikill umbótamaður, og komið fram með fjölda frumvarpa, fleiri en nokkm- annai' þingmaður, en sem öll eða flest hafa miðað að því að bæta kjör og réttindi þeirra máttarminni í þjóðfélag- inu. í öllum uppástungum og frumvör-pum hans hefir lýst sér sérstök bjartsýni, manngæzka og réttlæti. Það sama hefir og jafn- an sýnt sig í dómum hans. Lind- hagen hefir aldrei gleymt því, að jafnframt því, sem hann á að vera skai'pskygn og réttvís dóm- ari, er hann líka maður, sem sér hina ógæfusömu meðbræður sína, gerir sér far um að skilja þá og finnur til með þeim. Lindhagen hefir skilið að hlutverk dómar- ans er meira en aðeins að dæma eftir hinum kalda bókstaf lag- anna, og að samvizka hans og manngæði eiga nokkru að ráða. „Hann hefir líka sýnt að góður dómari er betri en góð lög“, eins og einn starfsbróðir L. sagði í kveðjuræðu sinni til hans. Hinir ágætu dómarahæfileikar Lindhag- ens hafa og vafalaust haft þýð- ingu fyrir framtíð og hamingju fleiri manna en maður gerir sér í hugarlund. Lindhagen hefir alltaf verið stórhuga og hefir látið sin gæta utan ættjarðarinnar. Ifonum hef- ir skilizt hve þýðingarmikið er að sambandið milli Norðurland- Mynd af Hallgrími Kristinssyni eftir Ríkai'ð Jónsson. Ríkharður Jónsson myndhöggvari hefir búið til mesta fjölda mannamynda, og hefir oft og tíðum náð andlitsdráttum og svip manna svo vel, að snild má kallast. Yfir þessum línum er mynd Ríkharðar af hinum glæsilega frömuði hins íslenzka samvinnufé- lagsskapar. anna sje sem tryggast og innileg- ast, og á sínu sviði unnið ó- sleitilega að eflingu þess. 1909 gerðist hann hvatamaður að því að Norðurlönd tækju upp sam- vinnu um löggjöf sína, sérstak- lega löggjöf þá er snertir sigl- ingar, verzlun, tryggingar og 'sifjar, til þess að fá sem mest samræmi í lög og réttarfar þess- ara þjóða. f starfi þessu hafa öll Norðurlöndin, að undanteknu íslandi, tekið þátt í. Lindhagen hefir jafnan staðið framarlega í baráttu fyrir þeim málefnum, sem hofrt hafa til umbóta og framfara. Lýðhylli Lindhagens sást líka er hann á sjötugsafmæli sínu lét af starfi, sem dómari. Þá er flokksmenn hans, stéttabræður ;og ýmsir aðrir, svo þúsundum skifti, gengu í skrúðgöngu með blysum um götur borgarinnar upp að ráðhúsinu, þar sem Lind- hagen var staddur, og stéttai'- bræður, samstarfsmenn og aðrir vinir, höfðu búið honum veglega veizlu. Jafnmikill heiður, með svo almennri þátttöku, hefir engum embættismanni í Stokk- hólmi verið sýndur, er hann hefir látið af starfi. Sýnir það allmikið hver maður Lindhagen hefir ver- ið, og er. Gl. R. -----Q--- Grænlandsför. Varðskipið Öð- inn er nýfarinn til Grænlands, til að veita þar hjálp enskum vís- indaleiðangri, sem menn halda að muni vera í nauðum staddur. Hafði Óðinn meðferðis flugvél sem fljúga á á, frá ísröndinni. Alexander Jóhannesson prófessor stjórnar flugleiðangrinum. Með Óðni fóru tíðindamenn blaða hér og ennfremur Ólafur Túbals mál- ari frá Múlakoti. rithöíundur. 1. Árið 1926 kom í fyrsta skipti út bók á islenzku eftir Friðrik Ás- mundsson Brekkan. I-Iann er því ís- lenzkum lesendum tiltölulega nýr höfundur, og þó að nokkuð hafi ver- íð um hann skrifað og bækur hans og þær hlotið vinsældir margra, þá er hann þó varla svo kunnur al- menningi sem vert væri. Hann er svo sérstæður rithöfundur, að sem flestir þeirra, er á annað borð hafa ánœgju aí bókmenntum, þurfa að kynnast bókum hans. 2. Friðrik Ásmundsson Brekkan er fæddur að Ytri-Reykjum í Miðfirði 28. júií 1888, en ólst upp á Brekkulæk í sömu sveit, þar sem faðir hans var bóndi.Á Brekkulæk og Bjargi i Mið- firði var Brekkan til 18 ára aldurs og fékk svipaða fræðslu og börn al- mennt fengu í sveitum á þeim árum. Nítján ára gamall fór hann í skóla á Hvanneyri og var þar við nám og siðar vinnu hjá skóiastjóra þangað til liaustið 1910. þá fór Brekkan itl Dan- merkur og liugðist stunda þar nám í landbúnaðarháskóla. En hann skorti fé til námsins — og fór hann upp í sveit og var um skeið vinnumaður hjá ýmsum bændum á Jótlandi og Sjálandi. Nú hætti hann að hugsa um búnaðarnámið, en fór í lýðskóla á Vejlby og síðar Askov. Dvaldi hann svo í Danmörku til ársins 1919 þá fór hann heim til íslands og dvaldi liér sumarlangt og flutti um haustið íyrirlestra á Austurlandi fyrir ung- mennafólögin. Svo fór hann utan á ný og var í Danmörku og Sviþjóð um níu ára skeið. Hann liafði frá í bernsku haft mikinn bóklegan áhuga og lesið flest það, er hann náði til. Á fyrstu árum sínum i Danmörku afl- aði hann sér mikillar þekkingar í málum og kynnti sér mjög erlendar bókmenntir, skáldskap og sagnfræði. Og síðara árabilið, sem hann var er- lendis, liíði hann á kennslu, ritstörf- um og fyrirlestrum. En brátt fyrir . margra ára nám og starf erlendis og ji vináttu ýmsra ágætra manna með frændþjóðum okkar var heimþrá Brekkans alltaf rík — og þá er hon- j um bauðst viðunandi starf hér heima, tók hann boðinu. Varð hann ritstjóri að „Degi“ og „Nýjum Kvöld- vökurn" á Akureyri og flutti þangað haustið 1928 með fjölskyldu sína; en hann er kvæntur mjög vel menntaðri sænskri konu, E s t r i d F a 1 b e r g frá Gautaborg. En Brekkan mun hafa fundizt blaðamennskan að svo litlu leyti geta samrýmst því, sem honum er hug- leiknast, að hann mun ekki hafa óskað að sinna henni til lengdar — og í fyrra haust varð hann svo kenn- ari við gagnfræðaskóla í Reykjavík. 3. Hina fyrstu sögu síria samdi Brekkan árið 1915 — og kom hún út i dönskn blaði. Heitir hún „Menn- eskebörn". í hitteðfyrra kom hún út á norsku í ágætri þýðingu eítir Inge Krokann. En Krokann er ritlröfund- ur og gat sér í Noregi mikla frægð .fyrir sögu sína „I Dovresno“. Kallar hann sögu Brekkans „Brörne n& Grunn" — og hefir hún fengið mjög góðar viðtökur hjá norskum ritdóm- urum. Fyrsta bók Brekkans á dönsku var „De gamle íortalte", er Aschehougs bókaverzlun gaf út ár- ið 1923. Sú bók fékk ágæta dóma víðsvegar um Norðurlönd — og sömuleiðis „Ulveungernes Broder", er út kom 1924. þriðja bók Brekkans á dönsku er „Öde Strande". Er það kvæðabók, og var hún gefin út árið 1926. Á íslenzku liafa komið út „Gunn- hildur drotning og aðrar sögur" (De gamle fortalte) 1926, „Nágrannar" 1928 og „Saga af Bróður Ylfing" 1929. þá fyrstu af þessurn bókum þýddi Steindór Steindórsson, eri íslenzki búningurinn á hinuin er verk höf- undarins sjálfs. Auk þessa hefir Brekkan skrifað sögur í ýms dönsk blöð og tímarit, og sömuleiðis merkar ritgerðir um irókmenntir og sögu. En síðast en ekki sízt má nefna, að hann heíir þýtt á dönsku „Einokunaiverzlun Dana á íslandi" eftir Jón J. Aðils, cg er sú þýðing á áttunda hundrað blaðsíður í stóru broti. Liggja því eftir Brekkan ærin ritstörf — ekki betri en aðstaða hans hefir oft og tiðum verið. ' 4. Skal þá vikið að bókum Brekk- 1 ans og einkennum hans sem skálds |! — og sakir þess, að ljóð hans eru hvað innilegastur vottur um skáldeðli hans — eða að minnsta kosti þá hlið þess, sem mest hefir komið fram, sný ég mér fyrst að þeim. Eins og áður er getið, heitir ljóða- bók hans „Öde Strande" — og sýna mörg af kvæöunum, að Brekkan læt- ur vel að láta í ljós hugsanir sínar og kenndir í ljóði — og hvergi sézt betur en þarna, hve miklu valdi liann hefir verið búinn að ná á danskri tungu. -— Fyrsta kvæðið í fyrsta flokki í bókinni er samnefnt henni. það lýsir eyðilegum ströndum, þar sem þung aldan veltur upp eð þang- brúnum skerjum og fuglar sveima einmanalegir um haust, senda síðustu "V o x* Nú fer um landið fangbjört nótt og faðmar velli og börð. —Það rignir hægt og rökkurhljótt á rjóðurgrænan svörð. 1 átt til lífs og ljóss er sótt og lagt á efstu skörð. — Nú sendir vorið sólargnótt að signa fósturjörð. Nú vaknar dáð, um teig og tún er traustra handa neitt. Með stórra vona voð við hún er vilja og arði beitt. Og nýrra sagna rist er rún í rækt er sinu breytt. — Frá ysta miði að efstu brún er íþrótt starfsins þreytt. Hér er svo létt að vinna vel er vorið fer um land, um grænan völl og grýttan mel og grund og eyðisand. Og þó hér vanti ei vetrarél svo virðist búið grand, oss tengir fast við sveit og sel — og særinn — ættarland. Við föðurtún skal treysta bönd að tryggja niðja rétt. Við örfokskröftum reisa rönd, — þótt raun sé hvergi létt. — En prýða og stækka plógrudd lönd og planta skjólkjörr þétt. Og beita í einu huga og hönd svo hækki bóndast stétt. Á. G. E. kveðju til kletta og klappa og hverfa á braut til sólríkra, frjósamra og fjar- lægra landa... Er vorar kemur skúta yfir hafið. Hún ber boð frá suðræn- um sóllöndum og framandi menn tala framandi tungur. Að loknum sínum erindum hverfur svo skútan aftur út á sjóinn — en uppi í strjálbyggðum dölum og úti á eyðilegum ströndum sitja eftir ungir og gamlir, með sára þrá í brjósti eftir einhverju fegurra, hlýlegra og frjósamara en þeirra eig- in heimkynni. Og einn af hinum ungu hverfur úr hópnum og fer yfir hafið — fullur af eftirvæntingum og vonum um fullnægingu. En þrá hans fær ekki hvíld. Nú þráir hann hinar eyði- legu strendur heimalandsins og rek- ur rauða þrœði minninganna frá bernsku- og æskuárunum — og heim liggur leið hans um síðir, heim þang- að, sem vindar íshafsins velta breið- um bylgjum upp að eyðilegum hrika- ströndum — og einmitt haustið heima laðar mest, haustið, sem gerir hvort- tveggja í einu; vekur sáran söknuð með minningunum um sumarið — og ugg og kvíða fyrir komandi vetri. — í öðru kvæði, sem er viðtal við dauðann, laðar annarsvegar þráin eftir hvild og eftir því, sem vera kunni bak við tjöldin — en hinsveg- ar lokkar lífið með allri sinni óró og tilbreytni, þjáningu og þrá. Og þann- ig er þetta í flestum kvæðum Brekk- ans. Hann dvelur ekki við líðandi stund, heldur eru ýmist söknuður eða þrá er ljá honum væng., og tíðast er það og svo i sögum lians, að liann er i leit að innilegri og dýpri iifsnautn og fullnægingu, en liðandi stund veit- ir, stanzar raunar við og við og nýt- ur fegurðar og ilms þeirra blóma, er verða á leið hans, en heldur áfram, vitandi það fyrst og fremst, að feg- urð þeirra er fallvölt — að þau blómg- uðust í vor og sölna í haust. — Og jafnvel mitt í nautn sinni finnur hann að þau svara ekki til þeirra vona, er lokaður blómhnappurinn gaí í vor, þegar sólin með hverjum deginum jók honum lífsmagn og golan gældi við hann og vaggaði honum á græn- um, safaríkurn stilknum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.