Tíminn - 01.03.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.03.1931, Blaðsíða 4
4 TlMINN dóttur frá Berlín á Seyðisfirði, Kat- rín, Ijósmóðir (f. 29. ág. 1891), gift Einari bónda Einarssyni í Nýjabœ undir Eyjafjöllum, og Anna (f. 11. apr. 1897), sem enn er heima á Brúnum. Auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn, Markús ísleifsson trésmið í Reykjávík (f. 4. febr. 1901) og Lilju Ingvarsdóttur á Brúnum (f. 28. júlí 1907). Vigfús var mikill vexti, rammur að afli á yngri árum og ágætur verk- maður. Gáfaður og gjörhagall um margt, vel ritfær, og neytti þess lítt. Eitt hið síðasta, er hann ritaði, var minningargrein um Jón Sveinbjarn- arson, kennara hans og aldavin, í Óðni 1930. Geymir sú grein ekki síður mannlýsingu höfundarins, en þess, sem hún er um rituð, þó þeir væru menn ólíkir. Rétt þykir mér að geta þess, í sambandi við það sem þar segir um atvik, að byggingu Markar- fljótsgarðsins við Seljalandsmúla, að Vigfús átti frumkvæði að því, að ungmennafélagið „Drifandi" hóf máls á því verki og lagði fram vinnu til þess. þetta var fyrsta sporið í þá átt, að' Markarfljót yrði hamið. og var Vigfúsi mikið áhugamál að sjá því verki hrundið til framkvæmda, En ekki lifði hann það. Vigfús var geði’íkur maðui’ að eðl- isfari, en hafði tamið svo lund sína, að fáir munu hafa séð hann skifta skapi á efri árum. Hann vai stiltur maður og dagfarsprúður, glaðvær og góðui-. Einn í’íkasti þátturinn í skap- gjöi’ð hans var barnslegt og innilegt traust á guði og frelsai-anum, og ein- læg þi’á eftir meira ljósi. Hann fagn- nði allri nýrri þekkingu, en einkum þeirri, er sálarrannsóknir samtiðar- manna hans hafa leitt í ljós um sambandið við annan heim. Hann andaðist síðastliðinri jóladag (25. des.) að kvöldi, eftir stutta legu, bg varð hjartabilun banamein hans. þótt mér sé málið skylt, þar sem um föður minn er að ræða, þá hygg ég að lýsing mín á honum sé nærri sannþ Ég hefi sagt svo frá, sem ég veit sannast og'réttast, enda er fáum kunnara en mér um æfi hans og ' skapferli, — og engum skyldara að minnast hans, sem var mér hinn ástríkasti faðir, ráðhollur og x’áð- svinnur. Honum var hvíldin góð, stárfslúnum og öldruðum manni. En þó hygg ég að hann hafi ekki fagnað hreyft við strengjum endur og eins en aldrei fengið ró til neins. Kvæðabrotin, brot, sem nota mætti mig hefir þrotið þolið við, — þau hafa hiotið stundarbið. Ailt er í molum, molum þol og f jörið; líf í kolum glóð sem gaf. — Gleymskan skolar öllu í kaf. Vísur þessar þurfa engra með- mæla við, vona ég að lesendur hafi gaman af og að Sigurður fyrirgefi þó að ég taki þær með hér til að vega dálítið upp á móti öllu hinu. Sumstaðar komu konumar og stúlkumar af afskekktum bæjum, gangandi, og óðu jökulámar, sem á leið þeirra voru og sumar all- vatnsmiklar. Dönsuðu síðan þar til glæta sást af degi og héldu svo heim sömu leið og á sSma hátt. Það er táp í þeim konum. Þetta var bæði í Skaftafellssýslu og Rangárþingi. — Þær hafa ekki lært neina „Plastik" („látbragðs- Iist“ á blaðamáli Reykjavíkur) og hamingjunni sé lof fyrir það, en eru „fríar við allt yfirlæti í sín- um gangi, eður líkamans hegðan eður viðmóti“ eins og þjóðsagan íslenzka lýsir sjálfri Maríu mey. Matthías hefir rétt fyrir sér í þeirri vísu eins og fleirum, þar sem hann segir: „Víðar en í siklings sölum svanna fas er prýði glæst. Mörg í vomm djúpu dölum drottning hefir bónda fæðst“. Svo fullur er ég aðdáunar fyrir hinni tápmiklu kvenþjóð hinna íslenzku sveita, að ég held það sé bezt, að ég skrifi ekki meira um það. — En skömmu eftir að ég kom í höfuðborgina aftur gafst umskiftunum hennar vegna, heldur liins, að hann treysti þvl að nú mundi hann fá ný tækifæri og nýj- an þrótt til þess „meira að starfa Guðs um geim“. 1. jan. 1931. SigurSur Vigfússon. -----O----- Bækur Hvammar. Ljóðmæli eít- ir Einar Benediktsson. ■— Rvík 1930. — Útgefandi ísafoldarprentsm. h.f. Fyi’ir nokkru er komin út ný ljóða- bók eftir Einar Benediktsson, er hann nefnir „Hvamma". Er hún að stærð og fx-ágangi öllum áþekk hin- um fyrri ljóðabókum hans. þó að vera megi, að kvæðin séu nolckuð misjafnari að gæðum i Hvömmum en hinum fyrri bókum E. Ben., bera þó mörg þeirra ótviræð merki þeirrar orðsnilldar og kyngi- máttar, sem gert hefir hann að einu hinu fremsta ljóðskáldi í Evrópu á sínum tíma. Lífsskoðun og heimspeki skáldsins munu að vísu, að sumra á- liti, koma of víða fram á kostnað listrænnar byggingar kvæðanna og endurtekninga gæta nokkuð. Sum kvæðin þurfa vandlegs lesturs við, en þau hafa líka yfirleitt þann kost að batna við hvem nýjan lestur, í augum lesandans, og verða lionum ef til vill ógleymanleg að lokum. Annars mun sú skoðun, er sumir hafa, að kvæði Einars Benediktsson- ar séu myrk og torskilin, oftar eiga rót sína að rekja til liugsunarleti lesenda en óljósrar hugsunar eða framsetningar skáldsins. Ekki er hægt að neita þv., að til eru í þessari síðustu ljóðabók kvæði, sem litlu auka við hróður E. Ben., en þar eru jafnframt önnur, sem teljast mega meðal hins bezta, er hann hefir látið frá sér fara. Má þar nefna kvæði eins og „Stórisandur", „Langspilið", „Frosti", „Landinn í Vesturvegi", og ýms fleiri. í kvæðinu „Stórisandur", er þessi mér kostur á að horfa á dans á ,milli veitingaborðanna á Hótd Borg. En þar hefði verið efni til að bera kaupstaðar-„dömur“ sam- an við sveitastúlkumar. Ekki er ég í vafa um minn dóm, þó ég ekki lengi þessa grein með hon- hún sé orðin nógu löng. Öllu má ofbjóða, dálkum Tímans líka. Ferðalok. Þegar við höfðum lokið erindi okkar undir Eyjafjöllum, þá var aðeins Þykkvibærinn eftir og þangað skyldi nú halda. Við feng- um mesta úrhelli og ofsaveður milli Dalsels og Sámstaða, en skapið var í góðu lagi eftir skemmtunina um nóttina. Lítið var í vötnum og auðfarið. Á Sámsstöðum skildum við Klemenz ' bónda eftir og þökkuðum honum góða samvinnu og samveruna og héldum að Efra-Hvoli til Björg- vins Vigfússonar sýslumanns Rangæinga. Undum við okkur þar hið bezta um kvöldið við söng og spil og dans. Er Björgvin sýslu- maður bæði fróður og ræðinn og það sem mest er um vert, segir m,argt skemmtilegt. En morguninn eftir, er halda skyldi til Þykkvabæjar, voru allir bílar bilaðir, þar nærlendis. Jafn- vel sjálfur Eyjólfur frá B. S. R., var í ólagi •— þ. e. a. s. bíllinn, því Eyjólfur sjálfur er alltaf í góðu lagi. Seint og síðarmeir, náð- 'ist þó í bíl frá Þykkvabæ, en svo itafðist hann á leiðinni, svo fyrir- sjáanlegt var að við myndum ekki komast til Þykkvabæjar fyr en um kvöldið. Hætti ég því við að fara þangað, en ákvað að fara „suður“ til Reykjavíkur næsta morgun. Og lítið samvizkubit höfðum við gagnvart Þykkbæing- um, því þar vóru þeir Páll Zóph. og Helgi í „Sumla“; (sunnl. stytt- ing fyrir Sumarliðabse) og eins tröllaukna og dásamlega lýsing á sandroki: Nú dreymir mig um Stórasand í stormi. Hann steypir hörðu, svörtu regni á landið. Hans nekt er ekki næring handa ormi; en nátthjúp rifnum sveiflar hann á fjöllin. Allt hvolfið flekkast, er sem blóði fclandið. Svo bresta á mökkvarjáfrin ótal gluggar. Og stjömublysin leiftra um vígavöllinn, þar vopnum skipta ljós og hrikaskuggar. „Landinn í Vesturvegi' segir frá Islendingi, sem fellur á vesturvíg- stöðvunum í styrjöldinni miklu. það liefst á þessari lýsingu á orustu- svæðinu: Húmblæjan ófst yfir Frakkafold. Flóðbreiðar teiguðu sóldreyrans veig. í blóðlitum föðmuðust móða og móld hjá mállausum hverfum og örendum lundum. Ómar af hófdynum hljóðnuðu á grundum. Af hafinu skuggi dauðans steig. Eitt eldblik í vestri af himninum fcneig, hægt — eins og sverð úr óvigum mundum. í heiði brá máninn hálfri sigð; við hæðir var skugginn að staulnst á legg. Svæðið var eldlierjuð, blóðstokkin byggð, brunarúst ein í vopnþreyttri álfu. Kveldið lét siga hjálminn að hálfu. Hér og þar kveikti það smáblvs á vegg. En vígblikur munduðu odda og egg í uppreisn, í hersókn mót guðsríki sjálfu. Á banastundu íslendingsins bregður fyrir hann sem leiftri endurminn- ingu að heiman: I dauða hjá einstöku áfangastað á öræfum tímans vor sál stendur við. Hans íyrst var eyri — á ferð vfir vao. Fljótið var lygnt, en það rann á hnakkimi. og menn vita óbilandi túli á báð- um tveim. Urðum við Lúðvík því aðra nótt til hjá þeim sýslumanns- hjónum á Efra-Hvoli og undum ,okkur eigi ver en hina fyrri. En morguninn eftir kvöddum við á Efra-Hvoli og héldum heimleiðis, því þá var „Eyjólfur“ kominn í lag. Var nú þessi mikla vegferðar- aeisa að enda. Bíllinn brunaði ó- venjulega hratt. Við stönzuðum við Ölfusá, eins og flest heiðar- legt fólk gerir og héldum svo á- fram stanzlaust til Reykjavíkur. Var þó kvöldað er þangað kom. En er við vorum komin inn í ljósadýrð borgarinnar og bíllinn stanzaði augnablik, þá gáði ég út um gluggann, til að sannfæra mig um að við værum virkilega komnir „suður“. Stórletraðar aug- lýsingar mæta auganu fyrst af öilu; — í einum glugganum stendur: „Húllsaumur, plisser- ing, blúndukastning, yfirdekn- ing“; — jú, það var ekki um að villast, ég var kominn „suður í ;menninguna“ aftur, þangað, sem „móðurmál“ Guðbr. Jónssonar er talað og ritað. En tíðum hefi ég siðan hugsað til margra ánægjustunda með sveitafólkinu austan og vestan Fúlalækjar. Samkomuhúsin. Mikið er rætt og ritað um bætt húsakynni til sveita og er sízt vanþörf á því. Er þó þar eitt at- riði, sem mörgum skýzt yfir, þeg- ar rætt er um þau efni, en það er samkomuhúsin í sveitunum — sem ættu að vera, og eru sum- staðar eiginlega heimili heimil- anna. Víða eru þau af vanefnum gjörð eins og gefur að skilja, hús, sem byggð ei*u fyrir mörgum ár- um. Víða er viðleitni í þá átt að Á staðnum var hringt. þar blasti við bakkinn. Bæði foreldrin riðu á hlið. Hann mundi fjarlæpan flúðanið. Á folanum hans var glófextur makkinn, — Hér er ekki tími né rúm til fleiri tilvitnana, en viða glitrar bókin af slíkum perlum. Ég vil minna á, auk þeirra kvæða, aem ég hefi þegar get- ið, kvæðin um Björn Gunnlaugsson, Meistara Jón, Arfa þorvalds (Thor- valdsen) og suma kafla Alþingis- hátíðarljóðanna og Davið kor.ung. Menn munu hafa veitt því athygli, að samkennd er á mílli heitanna á hinum íjórum ljóðabókum skáidsins — Hafblika — Hranna — Voga -- llvamma. I.eiðin heíir legið gcgnum brim og boða unz skáldið stendur ) skjóli Hvammanna með fasta jörð undir fótum. Hann dvelur nú í sól og sumri AfríkustranJa, og enginn, sem þekkir lífsþrótt og orku Einars Benediktssonar muri t.elja örvænt um að lianri eigi tindana eftir. M. Á. Ljóðmæli eftir Herdísi og Ólínu Andrésdætur. önn- ur útgáfa, aukin. Roykja- vík 1930. þær systurnar Herdís og Ólína eru löngu þjóðkunnar orðnar. þær gáfu út ljóðmæli sín fyrir nokkrum árum. og birtist nú önnur útgáfa af þeim, aukin um þriðjung. Fyrri útgáfan hlaut svo góðar viðtökur, að lnn seldist upp á skömmum tírna, og má telja víst að þessi útgáfa verði ekki langlíf í bókabúðum heldur, enda standa hin nýjú kvæði, sem iiún hef- ir að geyma sízt að baki hinum Jyrri. Skerfur sá er þessar tvær alj'ýðu- konur hafa lagt til íslenzkra bók- mennta, er harla merkilegur, og mun verða metinn að verðleikum, er tim- ar liða fram. Hinn þjóðlegi alþýðu- kveðskapur rís upp í kvæðum þeirra i fágaðri mynd. Ferskeytlurnar, þulu- og þjóðkvæðastillinn virðist þeim tamastur og eiginlegastur, þótt þær yrki einnig mætavel undir nýrri hátt- um. Orðaval þeirra er allt fágað og ram-íslenzkt og braglýti verða þar enguin að hneykslunarhellu. Yrkis- efnin eru sjaldan langsótt, en þó tíð- vanda sem bezt til þeirra, þvi öllum er ljóst hve mikla þýðingxi samkomuhúsin hafa fyrir lífið í sveitunum. En sumstaðar þar sem sam- komuhús hafa verið byggð nýlega og verið vandaði til þeirra, sést glöggt, að eigi hefir verið til góð teikning að fara eftir og hús- in því að ýmsu leyti ólánleg hið innra. Er slæmt að ekki skuli vera til góðar fyrirmyndir að sam- komuhúsum til sveita og vert að bæta úr þeirri vöntun. Mætti gjarnan efna til samlceppni meðal byggingafróðra manna og verð- launa beztu teikningarinnar af samkomuhúsum, sem á þann hátt fengjust. Máske væri hægt að fá góða uppdrætti af samkomuhús- um fyrir 1—2—3 hundruð manns á þann hátt. Fatageymslur þurfa )iar að vera og snyrtistofur fyrir konur og karla og önnur þægindi. — T. d. er það óþægilegt í hinu nýja og vandaða samkomu- og skólahúsi Fljótshlíðarinnar, að aðalveitingastofan er beint uppi yfir salnum, þar sem fyrirlestrar og annað þessháttar er flutt; því veitingum fylgir æfinlega nokkur hávaði, sem gerir mönnum erfitt að hugsa og tala. Og óþarfi virð- ist, þar sem lóðarverðið er nálega þýðingarlaust, að byggja nema eina hæð. Þá losna menn við óþarfa ráp, eins og t. d. í Fljóts- hlíðarhúsinu, ýmist upp eða nið- ur stigann, sem „húsameistarinn“ hefir gjört svo mjóan, að ómögu- legt er eða illmögulegt er að mæt- ast í honum. Góð samkomuhús geta haft mikla þýðingu, því allt ætti að fara fram með meiri prýði, þar sem umhverfið er hentugt og snyrtilegt. Póstsamgöngur. Síðustu dagana, sem ég dvaldi um djúp-viturleg. Sum kvæðin eru hreint og beint verðmætar menning- ar heimildin um þá kynslóð, sem fer að líða undir lok eða undir lok er liðin, t. d. Breiðfirðingavísur Ólínu. Ljóðræn tilþrif eru víða með af- brigðum einkum í þulunum. í þul- unni „Margt er það í steininum" kveður Ólína m. a.: Slegin er þar gullliarpa glóandi skær, glymurinn í strengjunum grætur og hlær. Heyrði ég með hjartanu, hugur minn sá, að fjórhent var leikið á fiðluna þá. Fjórhent var leikið í fjallsalaborg öðru megin gleði og öðru megin sorg. Vængbrotnar vonir og vegalausar þrár sátu þar á gullstólum meS silíurhvítt hár. Hér er ekki tækifæri til að koma með fleiri tilvitnanir. Menn liafa bezt af að lesa bókina sjálfa. Iiér skal ekki farið út í þ:i að gera upp á milli þeirra systra. Kvæðin virðast benda til að þær hafi alizt upp við sömu lífskjör og lífsskoðan- ir og skáldskaparsmekkur þeirra muni vera líkur. Við nákvæma at- liugun mun þó oftar hægt að þekkja móðerni kvæðanna. Hinsvegar má geta þess að Ólína hefir ort alit að tveim þriðju bókarinnar, og verður því að telja hennar lilut meiri, þótt ekki kæmi annað til. Islenzkir lesendur og ljóðvinir eiga að sýna þeim systrum þakklæti sitt meðan að tími tr til með því að kaupa þessa bók þoirra, sem þa*r hafa gefið út á gamalsaldri af litlum efnum. Og vel ætti við að iúð opin- bera sýndi þeim einnig nokkura viðurkenningarvott, áður en það verður um seinan. M. Á. -----O----- Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Ásvallagötu 27. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta. í Rangárvallasýslu, vakti það eftirtekt mína hversu mörg bréf ég var beðinn fyrri til Reykja- víkur. Fannst mér að nær lægi að senda þau með pósti, þar sem bílar fara nú daglega á milli um allt Suðurlandsundirlendið. „En- við erum marghvekktir á að setja áríðandi bréf í póst“, sögðu menn, „þau komast að vísu til skila; en ekki fyr en seint og síðarmeir og af þeirri orsök verðum við oft fyrir mestu óþægindum“. Og svo minntust menn með söknuði þeirra tíma, þegar pósturiim fór urn upp á gamlan móð; þegar Ilans póstur og fyrirremiari hans fluittu allt á hestum. Þá mátti reiða sig á, að allt stæði við áætlun. En nú hugguðu menn sig við, að póstmálanefnd myndi hafa nýlokið störfum og þetta myndi lagast með vorinu, því langlund- argeð landans sýnist oft nærri því ótakmarkað. En á Efra-Hvoli bættist á mig allt fasteignamatið úr Rangár- vallasýslu, ásamt ábyrgðarbréfi því víðvíkjandi, sem ekki þótti ráðlegt að setja í póst. Var ég því sæmilega klyfjaður, morgun- inn eftir að ég kom í höfuðstað- inn, er ég rogaðist með þessar sendingar upp í stjórnarráðið, sendandi hlýja þanka póstmála- nefndinni fyrir góðar tillögur um haganlegt póstsamband við Rang- árvallasýslu í framtíðinni. Vonandi nálgast sá tími aftur, eins og í „þann tíð“, er Hans heitinn sá um flutninginn, að Rangæingum verður óhætt að láta bréf og sendingar fara póstleiðis. En er ég kom heim, lá þar bréf til mín, sem borist hafði á 10 dögum sunnan frá Afríku til Reykjavíkur, myndi það sennilega hafa þurft jafnmarga daga, ef ekki fleiri, austan úr Rangár- vallasýslu. Ragnar Ásgeirsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.