Tíminn - 07.03.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.03.1931, Blaðsíða 1
©ÍQÍbferi 09 afcjrciosluma&ur Címans er 2Í a n n r> e i 0, J^orsteinsoóttir, Ccvrjaraötu 6 a. SevfjaDÍf. Ciaians er í €œfjaro,ötu 6 a. (Dpin oaglegá fl. 9—6 Simi 2353 'W «W "W *W 'W <V iíW 1W' m XV. árg. Reykjavík, 7. murz 1931. 14. blað. Braskarernir og íhaldsstjórnin „peii eyddu fé fyiii henni, en hún ekki". (Morgunbl. 1. marz 1931, bls. 3). I. Eins og flestir vita var árið 1924 eitt hið einstakasta góðæri, sem komið hefir yfir þetta land. Útfluttar íslenzkar afurðir voru meiri að krónutali það ár en nokkru sinni fyr eða síðar» Það væri ekki óeðlilegt að hugsa sér, að slíkt góðæris sæi nokkur merki í landinu, að lífsskilyrði almenn- ings hefðu batnað til mikilla muna og að þjóðin hefði eignast verðmæti ,sem til þess eru fallin að þoka henni fram á leið til menningar, líkamlegrar og and- legrar. En þetta allt fór á aðra leið en ætla mætti. Á árunum 1925 eða 1926 voru engar óvenjulegar framkvæmdir í landinu. Brúa- og vegalagningar voru rétt í meðal- lagi, miðað við vöxt þjóðarinnar. I ræktunarmálunum var heldur ekkert verulegt afrek af hendi leyst á þeim árum. Og ekki er heldur hægt að segja, að hinn námþyrsti íslenzki æskulýður hafi notið góðærisins. Enginn nýr skóli var byggður, og gömlu skólarnir í kaupstöðunum nutu lítilfjörlegr- ar aðhlynningar. Þessi sorglega litli árangur af góðærinu 1924 stingur sérstak- lega í augu, þegar hann er bor- inn saman við árangurinn af öðru yngra góðæri, nefnilega árinu 1928. Allt landið ber merki þeirra átaka, sem gjörð hafa verið af hálfu hins opinbera til þess að láta það góðæri bera árangur. Frá Reykjavík er nú bflfært norð- ur til Húsavíkur, austur að Skeið- ársandi og vestur til Stykkis- hólms. Brýr hafa verið byggðar fleiri en hokkru sinni áður á jafn skömmum tíma. Árlegar fram- kvæmdir í jarðræktinni hafa margfaldast. 1 landinu eru nú starfandi um 60 dráttarvélar. Notkun tilbúins áburðar er nú 4 sinnum meiri en hún var fyrir þrem árum. Nokkuð á annað hundrað vel byggðra steinhiúsa er nú risið upp á tveim árum í sveit- um landsins, þar sem áður voru óvistlegir, hrynjandi moldarbæir. Ríkið hefir eignast strandferða- skip til vöruflutninga og tvö skip til björgunarstarfsemi og land- helgisgæzlu. Veglegir héraðsskól- ar hafa verið reistir í þrem landsfjórðungum og húsmæðra- skóli í þeim fjórða. í Reykjavík hefir verið lokið við Landsspítal- ann, mestu og vönduðustu stór- byggingu landsins, mannúðar- stofnun, sem jafnframt á að gefa íslenzkum læknanemum aðstöðu til náms á borð við þá, sem tíðk- ast við erlenda háskóla. Síldar- bræðsluverksmiðja hefir verið reist á Norðurlandi fyrir nokkuð á aðra milj. kr. Komið hefir ver- ið upp húsi yfir skrifstofur rík- isins í höfuðstaðnum, sem hing- að til hafa hýrst í lélegum og dýrum leiguíbúðum; og nú er vel á veg komið hið nýja stórhýsi landsímans. Loks má telja útr varpsstöðina, sem er í senn á- nægjulegur vottur þess, að ls- lendingar séu nú að verða sam- keppnisfærir í hagnýting verk- legra uppgötvana og skyndilega varpar bjarma nútíma heims- menningarinnar yfir afskekkt- ustu þjóð Norðurálfunnar. Þegar litið er á slíkar stað- reyndir, sem þessar, og þær born- ar saman við hinn rýra árangur góðærisins 1924, er óhjákvæmi- legt að spyrja, hvað þessum mikla mismun valdi. Svarið verður þetta: I góðær- mu 1924, var það annar stjórn- málaflokkur og aðrir stjórnmála- menn, sem höfðu forráð fyrir þjóðinni. Góðærin tvö voru sitt á hvoru kjörtímabili. Mildi náttúrunnar var hin sama á þess- um tveim tímabilum. 1 bæði skiptin lögðu hinar vinnandi stéttir í þjóðfélaginu sitt fram til að afla auðæfanna úr skauti lands og lagar. En á fyrra tíma- bilinu var það íhaldsstjórnin, sem „ávbxtinn gaf". II. Það er auðskilið mál, að eitt- hvað hlýtur að hafa orðið af hinum miklu verðmætum, sem til féllust í landinu í tíð íhalds- stjórnarinnar. Hitt er jafn víst, að þessi verðmæti komu þjóðar- heildinni að mjög litlu leyti til góða. En hverjir nutu þeirra þá? Hvar eru peningarnir frá góðær- inu 1924, sem svara til veganna, brúnna, endurreistu sveitabæj- anna, hinnar stórauknu ræktun- ar, alþýðuskólanna, útvarpsstöðv- arinnar, síldarverksmiðjunnar og annara þeirra stórfelldu fram- kvæmda, sem orðið hafa að til- hlutan hins opinbera, í stjórnar- tíð Framsóknarflokksins? Eina aðalskýringuna á þessu fyrirbrigði er að finna í Morgmv blaðinu, aðalmálgagni ihalds- flokksins, sunnudaginn 1. marz s. 1., í ummælunum, sem valin hafa verið að einkunnarorðum fyrir þessari grein. Stjórn íhaldsflokksins var ekki þess smnis að sjá svo til, að arð- inum af góðærinu yrði varið til að bæta lífskjör þjóðarinnar í heild og létta henni lífsbaráttuna í framtíðinni. Hún lét það viðgangast, eins og Mbl. réttilega tekur fram — þó líkl. sé í ógáti —, að aðrir ,.eyddu fyrir henni" peningunum. Og nú skal það rakið eftir því sem kostur er á í stuttri grein, og nefnd þess nokkur dæmi, hvað rétt er í staðhæfingu Mbl., þegar það segir um íhaldsstiórnina og samstarf smenn hennar: „Þeir eyddu fé fyrir henni, en hún ekki". III. Kaupsýslubraskararnir, sem skiptu við íslandsbanka og Lands- bankann, eru einna augljósasta dæmið málstað Mbl. til sönnunar. Þessir menn, sem vel flestir styrktu íhaldsblöðin og lögðu fé í kosningasjóði Mbl.-liðsins, „eyddu fyrir íhaldssitjórninni" 33 milj. króna. Þessir peningar, sem braskararnir á þennan hátt „eyddu fyrir íhaldsstjórninni", samsvara öllum útfluttum ís- lenzkum landbúnaðarafurðum í fi—6 ár eða 10 ára kaupi 1000 reykvíkskra verkamanna, eftir taxta verkalýðsfélaganna. Þessir peningar, sem íhaldsstjómin lét „eyða fyrir sér" í verzlunarbrask og ýmiskonar óþarfa, t. d. af- mælis- og skírnarveizlur, privat- bíla og utanfarir, hefðu líka nægt til þess að byggja upp sómasam- lega 3300 sveitabýli úr stein- steypu. Ef þessum 33 miljónum hefði ekki verið „eytt fyrir í- haldsstjórninni", þá hefði ekki þurft að taka enska lánið 1921, ekki veðdeildarlán Jdns Þorláks- sonar 1926—'27 og ekki lánið hjá Hambro's Bank 1930, því að sam- anlögð upphæð allra þessara lána er tæplega 32 miljónir. Seint á stríðsárunum keypti ís- lenzka ríkið, sem þá átti íhalds meirahluta í landsstjórn, flutn- ingaskipið Borg, til þess að halda uppi ferðum milli Islands og út- landa. Maðurinn, sem seldi í- haldsstjórninni þetta skip, var Ólafur Thors, þáverandi og nú- verandi framkvæmdastjóri í Kveldúlfi, en núverandi, alþingis- maður og foringi íhaldsflokks- ins. Ólafur seldi ríkinu skipið fyrir 300 þús. kr. hærri upphæð en hann hafði keypt það, en alls var kaupverðið 1100 þús. kr. Nokkrum árum seinna var skipið selt fyrir nokkuð á annað hundr- að þús. kr. Ekki verður annað séð en að Ólafur hafi þarna eytt beinlínis 300 þús. kr. fyrir íhalds- stjórninni og óbeinlínis rúml. 900 þús. þar sem svo mikið tapaðist á skipinu. Láta mun nærri, að þessir peningar, sem Ólafur „eyddi fyrir íhaldsstjórninni", samsvari kostnaðarverði brúnna á Hvítá í Borgarfirði, Héraðsvötn- um, Eyjafjarðará og Skjálfanda- fljóti, allra til samans. Rétt eftir að stjórnarskipti urðu síðast, kom upp sjóðþurð hjá Brunabótafélagi Islands, að upphæð 70 þús. kr. Árni Jónsson frá Múla, fyrverandi þingmaður í íhaldsflokknum og ritstjóri Varðar, var forstjóri í þessu fé- lagi og átti að sjá um að fjár- reiður þess væru í lagi og að engu væri þar „eytt fyrir íhalds- stjórninni". En upphæðin, sem þarna var „eytt fyrir íhalds- stjórninni", er næstum því eins há og sú fjárupphæð, sem varið var til að styrkja íslenzka bænd- ur til að afla sér tilbúins áburð- ar,á árinu 1929. Um sama leyti, þ. e. á árinu 1927, komst upp all stórfelld peningavöntun hjá einum af sýslumönnum landsins. Ihalds- stjórnin hafði á sínum tíma gjört út trúnaðarmann sinn, til þess að ganga úr skugga um, að fjár- gæzla þessa sýslumanns væri óað- finnanleg og virtist honum svo. Hér hafði þó svo hraparlega til tekizt, að sýslumaður þessl hafði, þegar öll kurl komu til grafar, „eytt fyrir íhaldsstjórninni" um 140 þús. króna eða sem samsvar- ar andvirði 20—30 dráttarvéla. IV. Hér hafa verið nefndar ákveðn- ar tölur, sem sanna það, að Mbl. hefir rétt fyrir sér, þegar það segir, að fé hafi verið „eytt fyrir íhaldsstjórninni" á ýmsum tím- um. En jafnvíst er það, að ýmsu hefir verið „eytt" á hliðstæðan hátt, sem ekki verður ákveðið í tölum. Ríkisreikningarnir bera það með sér, að allmikið af sem- enti og járni sem notað var til brúa og húsabygginga af hálfu Utan or heimi. Ofstopi Pólverja. PcSlverjar áttu' lengi við harð- stjórn að búa, af hálfu Rússa, Austurríkismanna og Þjóðverja. Nú eru Pólverjar leystir úr áþján og tók þá litlu betra við. Pólland hefir hvergi eðlileg takmörk. Búa því rússneskir og þýzkir þjóð- flokkar á útjöðrum ríkisins, sam- an við Pólverja, og er sambúð hin versta. Pólverjar þykja nú grimmir drottnar, og minna helzt á róm- verska þræla, er leystust úr ánauð, gerðust ríkir, keyptu sjer þræla og húðstrýktu síðan að til- efnislausu. Óeirðir hafa öðru hvoru brotizt út, í suðausturhluta Póllands, sem Galisía heitir. Þar lifa menn af rússneskum kynstofni, saman við Pólverja og eiga við sárustu áþján að búa. Sjónai'vottur segir þannig frá: Ellefu bændur liggja nú, við lélegan aðbúnað á sjúkrahúsi hér í þorpinu. Þeir hafa verið barðir svo á bert bakið, að allt hold er marið og sundurtætt. Pólverjar fóru um hérað þetta til þess að koma „friði" á eins og þeir orða það. Þetta eru aðeins fáir af mörgum, sem barðir eru óbóta, og líða fyrir ofstopa Pólverja. Enginn læknir gætir þeirra. Presturinn annast þái. Hann sýndi mjer áverkana. Þá voru liðnar 5—6 vikur, og enn lágu þeir sár- þjáðir eftir barsmíðarnar. Prest- urinn tók umbúðirnar og leyfði mjer að ljósmynda sárin. Nú eru þessar ljósmyndir geymdar hjá mjer. — Þannig farast honum orð. En svo vildi til að yfirvöld Pólverja komust að því, að mynd- ir þessar höfðu verið teknar. Létu þau þá þá leita hjá öllum læknum, og á öllum spítölum í héraðinu, að myndum þessum. Þau hirtu ekki um að vita af hverjum þessar ellefu myndir hefðu verið teknar, og neituðu staðfast, að nokkrar barsmíðar hefðu átt sér stað. Allt kapp var lagt á, að handsama þessi sönn- unargögn, svo að pólska þjóðin, og heimur allur, fengi aldrei vit- neskju um, hvað hafði gerst. Bændur í héruðum þessum eru lafhræddir og mega aldrei um frjálst höfuð strjúka. Allir sem vilja forvitnast um hagi þeirra, eru jafnskjótt handteknir og sett- ir í fangelsi. Allsstaðar eru leyni- lögreglumenn og vaka yfir hverri hreyfingu þeirra manna, sem grunaðir eru um njósnir. Pólsk yfirvöld blygðast sín fyrir athæí- ið, og er því stór undur að slíkt og þvílíkt skuli þrífast; í skjóli þeirra. Erlend stórblöð hafa sent fréttaritara sína á vettvang, til þess að sjá hvað gerst hefir, en öllu er haldið rækilega leyndu. Lögreglan pólska er stimamjúk úr hófi, við erlenda sendimenn, en takizt ekki með fortölum að sanna þeim, að ekkert Vjótt hafi gerst, þá er þeim tafarlaust vik- ið úr landi. Lauslegar fregnir bárust fyrst um fólskuverk þessi. Nú stað- festast þær hvaðanæfa. í borg- inni Lemberg, sem kunn er úr stríðinu, eru nú 50 menn nýrisn- ir upp úr langri legu, stór- skemmdir af barsmíðum Pólverja. Margir hafa látist, sumir á með- an á barsmíðunum stóð, en aðrir síðar af sárum og þjáningum. Fregnriturum segist svo frá, að margar séu aðferðir riddaranna pólsku, til þess að „friða" grun- samleg þorp, en ein er siú sem oftast er viðhöfð. Riddaraliðið kemur þeysandi og ryðst inn. í þorpið. Ofboðsleg hræðsla grípur alla. Riddararnir smala bændun- um saman 10—20—50, og reka þá inn í stóra hlöðu eða sam- komuhús þorpsbúa. Síðan ráðast margir að einum, fletta hann klæðum, leggja hann á bekk, og lemja síðan með reyrstöfum, unz hann fellur í ómegin. Þetta er þó byrjunin ein. Maðurinn er vakinn og hýðingin endurtekin, unz tví- sýnt þykir hvort maðurinn lifi. Þá eru talin dæmi til þess að pólskt riddaralið hafi skotið á bændur, sem flúið hafi til skógar. Konur og böm hafa einnig hlot- ið barsraíðar. Vikum saman eða mánuðum liggur svo fólk þetta umhirðulaust, því læknum er bannað að stunda það. Lögregla Pólverja hefir strangar gætur á því, að engin líkn sé veitt, ann- aðhvoit í hefndarskyni eða ótta við að fregnir berist til umheims- ins. Líkn og rannsókn er útilokuð að heita má. Útlendum mönnum er vikið úr landi ef þeir gerast forvitnir, en pólskum þegnum varpað í dýflissur. Það fullyrða menn, að næstum allir, sem orðið hafa fyrir mis- þyrmingum þessum, hafi verið alsaklausir menn, og jafnvel Pólverjar sjálfir bera engar saMr á þá. Mikið af þessumi barsmíð- um hefir orðið þar sem engar ó- eirðir hafa átt sér stað. Það eina sem vitanlegt er, að gerst hafi, er að nokkrir bændur hafa lagt eld í heystakka nokkra og útihús pólskra stórbænda, en engar sannanir eru fyrir því að Ueitt af því fólki, sem barið er, hafi átt neinn þátt í óspektum þeim. Hundruð manna hafa verið hand- teknir og sumir af þeim hafa íeynst sekir um einhverjar óeirð- ir og naumast verður séð að ó- spektir þessar og barsmíðar eigi neitt skylt. Meðan Pólverjar voru undirok- uð þjóð, höfðu þeir samúð allra þjóða, og mönnum rann til rifja kúgun þeirra og undirokun. Nú er fallinn mikill blettur á virð- ingu þeirra, sem erfitt verður að þvo í burt. Skylt er þó að minna á, að eigi má saka alþjóð manna um glæpi þessa, heldur valdhafa Póllands og bera þeir ábyrgð á tiltekjum þessum. Frásagnir þessar eru aðalleÆra teknar eftir enska blaðinu „Man- chester Guardian". Á. M. hins opinbera, var keypt hjá heildsöluverzluninni Jón Þorláks- son & Norðmann í Reykjavík. Það er enginn vafi á því, að heildverzlun þessi hefir á árun- um 1924—27, haft all verulega upphæð í umboðslaun fyrir sölu þessara vörutegunda, og að rík-t inu hefði verið það mjög hag- stætt, ef það hefði getað annast þessi innkaup sjálft og fengið umboðslaunin. Verður því ekki annað seð en að kaupmaðurinn Jón Þorláksson hafi þarna eytt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.