Tíminn - 07.03.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.03.1931, Blaðsíða 2
48 TÍMINN Þurrtví í Reykjavít allálitlegri fjárfúlgu fyrir íhalds- ráðherranum Jóni Þorlákssyni. I áfengisverzluninni hefir ver- ið, eftir því sem Mbl. og Alþ.bl. kemur saman ura, „eytt fyrir í- . haldsstjóminni“ 70—80 þúsund- um, í beinum reikningsfærðum töpum. Ennfremur kom það í ljós, rétt eftir að forstjóraskipti urðu við þá verzlun, að einn af áhrifa- mestu mönnum í íhaldsflokknum, Garðar Gíslason stórkaupmaður, muni hafa „eytt fyrlr stjóminni“ talsverðum fjárupphæðum með því að láta verzlunina kaupa af sér víntegundir, sem kostuðu meira en hægt var að fá þær fyr- ir annarsstaðar. Og ennþá er ekki allt talið, sem eytt var fyrir íhaldsstjórninni. Utgjörðarmenn togaranna í Reykjavík heimtuðu af Jóni Þor- lákssyni, að hann lækkaði stóram toll á kolum og salti á þinginu 1927 og eyddu þannig fyrir hon- um nokkmm hundruðum þús- unda. Og ef þeir hefðu fengið að ráða, hefðu þeir gengið lengra í „eyðslunni“ með því að láta lækka tekjuskatt togarafélaganna. Það voru Framsóknarmenn, sem í það sinn komu til liðs við Jón Þor- láksson, þegar Mbl.-útgjörðar- mennirnir ætluðu að eyða þess- um tekjuskatti fyrir íhaldsstjórn- inni, og voru búnir að fá hana sjálfa til að samþykkja „eyðsl- una“. V. „Þeir eyddu fé fyrir henni, en hún ekki“, segir Mbl. sjálft um íhaldsstjómina og fylgismenn hennar, braskarana í Reykjavík. Er þetta ekki ein af skýring- unum á því, hversvegna svo lítið var um opinberar framkvæmdir á síðasta kjörtímabili, samanborið við það, sem orðið hefir á því, sem nú er að líða? Var við því að búast, að í- haldsstjómin gæti varið pening- um til vega, brúa, jarðræktar, skólabygginga, útvarpsstöðvar o. þvíl. úr því að „þeir (þ. e. flokks- menn hennar) eyddu fénu fyrir henni"? Því að á meðan braskarar í- haldsins, í embættum og utan, eyddu þeim, áður en það kom inn í ríkissjóðinn, sátu ráðherr- arair í stjómarráðinu og lásu „Manninn frá Suður-Ameríku“. -----------------o---- Búnaðarþingi er lokið. ítarleg frá- sögn um störf þess kemur í næsta blaði. Ferðaminningar úr Borgarfirði. ---- Frh. Laugardaginn eftir Borgamess- fundinn, þann 31. jan., átti fund- ur að standa á Sturlureykjum í Eeykholtsdal. Lögðum við Pétur af stað um kl. 11 f. h. með bifreið úr Borgamesi. Hlákustormurinn á föstudaginn hafði endað með snjókomu og frosti undir morg- uninn. Lá víða nýfallinn snjór á veginum en þó hvergi til verulegs farartálma. Leiðin lá nú í annað sinn yfir þvert undirlendið, en miklu ofar en ef farið er í Skorradal. Liggur leiðin upp í Reykholtsdal fyrst norður á við, yfir Gljúfurá og Norðurá, um Stafholtstungur austur á við og loks yfir Hvítá skammt frá Síðu- múla. Síðumúli er næst neðsti bær I Hvítársíðu, en sú sveit liggur inn með Hvítá að norðan og telst til Mýrasýslu, því að sýslumörk eru um ána. Sunnan árinnar er Reykholtsdalur og þar ixm af Ilálsasveit. Fjallsýn úr Hvítár- síðu, fram til Eiríksjökuls þykir mér hin fegursta, sem ég hefi séð á landinu. Um Reykholtsdal og Hálsasveit liggur vegurinn upp á Kaldadal til Þingvalla. Hvítársíða er fræg úr sögu Hellismanna. Innar af sveitinni er Halimundarhmm, «n í því hxauni Hneykslismál í bæjarstjóm Reykjavíkur. Reykjavíkurbær hefir með samningi við vátryggingahluta- félagið „Albingia" í Hamborg fal- ið félaginu að annast brunatrygg- ingu á öllum húseignum í Reykja- vík, og gengið að þeim skiljrrð- um, að allir húseigendur í bænum séu skyldir að tryggja húseignir sínar hjá nefndu félagi. Gekk samningur þessi í gildi 1. apríl 1929, og hefir „Albingia" frá þeim tíma annast allar brana- tryggingar í Reykjavík. Sá orðrómur hefir legið á und- anfarið, að borgarstjórinn í Reykjavík, Knud Zimsen, myndi þiggja umboðslaun frá hinu út- lenda félagi fyrir störf í þess þágu, í sambandi við branatrygg- inguna. Á bæjarstjómarfundi fyrir fá- um dögum gjörði einn af bæjar- fulltrúunum fyrirspurn um það, hvað hæft væri í þessum orðrómi og ef svo væri, hve stór væri sú fjárupphæð, sem borgarstjórinn hefði veitt viðtöku frá hinu er- lenda vátryggingarfélagi. Gaf borgarstjórinn þá þau svör, að orðrómur þessi væri sannur, en umboðslaun, sem sér á þann hátt hefði verið greidd á síðastliðnu ári, næmi 2af ið- gjöldum, sem mun jafngilda um fimm þúsundum króna. Það er naumast orðum að því eyðanda, hve gjörsamlega óvið- eiganda það er, að borgarstjór- inn, sem út á við kemur fram sem æðsti trúnaðarmaður bæjar- ins skuli leyfa sér að taka að sér jafnframt trúnaðarstarf fyrir að- ila, sem hefir hagsmuna að gæta gagnvart bænum og taka borgun fyrir. Eftir að umræddur atburður varð á bæjarstjórnarfundinum, hefir Tíminn haft tækifæri til að kynna sér samning þann, sem gjörður hefur verið rriilli Reykja- víkurbæjar og h.f. „Albingia" og gekk í gildi 1. apríl 1929. í samningi þessum stendur m. a. þetta ákvæði í 9. gr.: „Svo framanlega sem borgarstjóri Reykjavikur hefir hið raunverulega eftirlit með stjórn rekstursins og störfum brunamálastjóra, ef hann sér um, að iðgjaldaskránni og ákvæðum hennar sé rétt beitt, og að fyrirmæl- um félagsins sé framfylgt, ef hann er Surtshellir, þar sem útilegu- mennirnir höfðust við. Ég kom í hellinn sumarið 1926 og var fylgt þangað frá Kalmanstungu, því að ókunnugum er eigi hent að fara um hann einföram. Niðamyrltur er niðri í hellinum og nístings- kalt, jafnvel á sólríkum sumar- degi. Þekki ég engan stað eins ömurlegan nema Katakombumar 1 Rómaborg. Er ýmislegt skylt með þessum tveim myrkraheim- kynnum, því að hvortveggja vekja endurminningar um „mein- leg örlög“. Efir því sem sagan segir varð sonur bóndans í Kal- manstungu til þess að véla Hellis- búa í hendur byggðamanna. Voru Hellismenn. drepnir allir nema einn, sem komst á handahlaupum upp á jökulinn, en lét annan fót- inn á flóttanum. Síðai kom hann fram hefndum fyrir sig og félaga sína á bóndanum í Kalmans- tungu. — Nú búa í Kalmans- tungu þeir bræður Stefán og Kristófer Ólafssynir, og hafa mikinn áhuga á innflutningi hr'eindýi'a. Eru þeir bræður þaul- kunnugir í hrauninu, og fyrir nokkrum árum fann Stefán þar helli einn mikinn og víðan, áður cþekktan, sem nú er kallaður Stefánshellir. — Á fundinum á Sturlureykj- um mættu um 40 manns. Þar er þinghús, hitað með hveragufu. Þar í húsinu hafði verið komið fyrir spunavól, som hreppsbúar sér um, að iðgjöldin, þegar þau eru innheimt, séu greidd mn á reikning félagsins, skal félaginu heimilt að veita honum persónuiega þóknun fyrir þetta“. Hvort sem ákvæði þetta er fyrir athugaleysi fyrverandi bæj- arstjórnar inn komið í samning- inn eða knúið þar fram upphaf- lega vegna meirahlutaaðstöðu borgarstjórans í bæjarstjóm, má ganga út frá því sem gefnu, að öllum þorra bæjarbúa hafr verið ókunnugt um það, að aðaltrúnað- armaður bæjarins stæði þannig í launaðri þjónustu hjá hinu er- lenda vátryggingarfélagi. Hér í blaðinu var það á sínum tíma harðlega vítt, þegar þáver- andi forsætisráðherra Islands, Jón Þorláksson, tók að sér að fara með atkvæði hinna erlendu hlut- hafa í íslandsbanka jafnframt því sem hann var trúnaðarmaður þjóðarinnar gagnvart bankanum. Jafn fordæmanlegt er athæfi Knud Zimsens borgarstjóra nú gagnvart íbúium í Reykjavíkur- bæ, er hann gjörist til þess að gæta tvennra andstæðra hags- muna og tekur fé fyrir. ----o---- Davið Östlund látinn. Harm var fæddur í örebro í Svíþjóð hinn 19. maí 1870. Til íslands kom hann 1897 og dvaldi hér til 1915. Hann veitti hér for- stöðu söfnuði aðventista, stofnaði og starfrækti prentsmiðju, sem starfaði bæði hér í Reykjavík og á Seyðisfirði. Meðal bóka þeirra, sem hann kostaði útgáfu á voru ljóðmæli Matthíasar Jochumsson- ar í 5 bindum. Héðan fluttist hann til Bandaríkjanna, og gjörð- ist þar einn hinn helsti bindindis- o g bannfrömuður. Árið 1919 fluttist hann til Svíþjóðar og vann þar að sömu áhugamálum allt til dauðadags. Var östlund mörgum hæfileikum búinn. Eftir að hafa dvalið hér á landi 6 vik- ur tók hann að flytja ræður á ís- lenzku og áður langt leið reit hann og talaði íslenzku eins og innlendur væri. Hafa Tímanum borizt sænsk blöð, þar sem því er haldið fram, að með fráfalli Östlunds, sem bar að hinn 26. jan. s. 1., hafi fallið í valinn einn hinn áhrifamesti málsvari bind- indis- og bannmála í Svíþjóðu. 1 51. tölubl. Tímans síðastliðið ár, skrifaði ég um þurrkví í Reykjavík. Engar opinberar und- irtektir hefir það mál mitt feng- ið enn sem komið er. Samt hefi ég orðið var við að margir hafa nrikinn áhuga fyrir málinu, en það þarf meira til en athafna- lausan áhuga. Þurrkvi verður að byggja hér og það sem fyrst. Það er ekki langt frá að hægt sé að kalla það ófyrirgefanlegt hugsunarleysi af þeim sem stjórna dýrustu höfn í heimi, eins og láta mun nærri að Reykjavíkurhöfn sé, hlutfallslega við stærð og gæði, skuli ekki hafa hugsað fyrir þurrkví. Eða að útgerðarmenn hér skuli með góðri samvizku, án þess að hefj- ast handa, hafa horft á það rnikla tap, sem sjávarútvegurinn verður árlega fyrir vegna þess að senda þai*f skipin til útlanda þegar þau þurfa botnhreinsunar eða aðgerðar við. Kvartað er mikið undan at- vinnuleysi hér í bæ og bæjar- stjórnin leggur heilana í bleyti til að ráða fram úr því, en lokar augunum fyrir að vinna fer út úr landinu árlega fyrir ca. miljón króna, fyrir botnhreins- un og aðgerðir skipa, sem allt væri hægt að framkvæma hér ef aðeins væri til þurrkví. Þá er ekki úr vegi að minnast á þá hlið málsins sem snýr að ör- yggi skipa og um leið lífi sjó- imanna, sem á þeim era. Það er vitanlegt, að ekki er mögulegt að skoða botninn á skipum til hlít- ar með því að leggja þeim upp í fjöru, enda mun það hafa komið fyrir, að skammt hefir verið milli lífs og dauða af þeim ástæðum, og miklum óhug slegið á sjó- mennina þegar þerr hafa í þurr- kví erlendis séð botninn á skipi því, sem nýbúið var að fleyta þeim yfir hafið. 1 fyrri grein minni um þetta efni hefi ég bent á margt fleira sem krefst þess, að þurrkví verði byggð og sé ég því ekki ástœðu til að taka það upp aftur. Ég læt nú fylgja uppdrátt af þurkví eins og ég hugsa mér hana útbúna, til að taka 2 tog- ara hvorn fram af öðrum, og er hún þá nægilega stór til að taka allt að 3000 tonna skip, ef á þarf að halda, og mun það verða nægilegt í náinni framtíð. Þá er að minnast á kostnaðar- hliðina. Auðvitað verður það at- riði að athugast vel og vandlega áður en hafizt er handa, en þó má geta þess, að hvað sem kostnaðinum líður, verðum vér að eignast þurkví fyr eða seinna ef vér á annað borð viljum telj- ast sjálfbjarga. Það mun varla langt frá að 320 feta þurkví lík þeirri, sem sézt á uppdrættinum og á þeim stað, muni kosta 250—300 þús- und krónur, en þá ber að að- dal, hinu gamla fræga höfuð- bóli Jóns Arasonar og Guð- brands Þorlákssonar. Hólar eru í meðvitund þeirra heimili heillar sýslu. Mér segr svo hugur um, að „heim að Reyk- holti" muni á sama hátt verða orðtak í Borgarfirði áður langir tímar líða, er þar tekur að blómgvast alþýðumenning við nú- tímahæfi á höfuðbóli hins mikla sagnaritara, sem öðrum mönnum fremur hefir varpað ljóma á nafn íslands og Islendinga. I Reykholti býr nú Þorgils Guð- mundsson frá Valdastöðum í Kjós, áður kennari á Hvanneyri, einn af okkar þjoðkunnustu glímumönnum. En jörðinni mun fyrst um sinn óráðstafað til fram- búðar. Vatnsafl til virkjunar er ekki mikið í Reykholtsdal. Aðal fall- vatnið, sem um er að ræða er í Rauðsgili litlu innar en Reyk- holt, að sunnanverðu í dalnum. En þó að skilyrðin til rafvirkjun- ar séu svona lítil, á naumast nokkur sveit á landinu jafnmikið af hagnýtanlegri náttúruorku og Reykholtsdalur. Reyk j armekkim- ir hjá Deildartungu, Kleppjáms- reykjum, Sturlureykj um og Reyk- holti búa yfir því jötunafli, sem brýtur af sér klakaviðjar hinna grimmustu vetra, og einhvem- tíma verður mikilvirkt í þjónustu menningarinnar. Mánudaginn 2. febr. var fundur eiga, en fékk nú „frí“ meðan stóð á fundinum. Á Sturlureykjum býr Jóhannes Erlendsson hrepp- stjóri. Erlendur faðir hans varð til þess fyrstur manna í Reyk- holtsdal að hita bæ sinn með hveragufu. En nú er slík hitun komin í Deildartungu og Klepp- j árnsreykj um (læknissetrinu), auk sjálfs böfuðbólsins, Reyk- holts. Fundurinn á Sturlureykjum mun hafa verið einna styztur þeirra funda,sem ég var á í Borg- arfirði. Olli nokkru þar um, að skemmtisamkoma var ákveðin á Iivanneyri um kvöldið, og þangað ætlaði margt fundarmanna. En það vorum við Pétur vissir um, að við myndum vera stórum óskemmtilegi'i en dansinn á Hvanneyri og, að bezt væri að ljúka sér sem fyrst af. Voru um- ræður á fundi þessum friðsam- legar og meinleysislegar, og ekki tóku innansveitarmenn til máls þar, svo að ég muni til. Jóhannes á Sturlureykjum stýrði fundin- um. Mér flaug í hug um kvöldið, þegar við voram að fara frá Sturlureykjum, landsmálafundur, sem haldinn var í Reykholtsdal fyrir tæpl. 3 árum, sumarið 1928. Sá fundur hafði meiri þýðingu en landsmálafundir almennt og sjálfsagt meiri en ræður okkar Ottesens nú á sama stað. Að loknum fundinum 1928, þar sem mættir voru fulltrúar aðalflokk- anna, fóru íhaldsmennimir J. Þ. og P. O. niður á leið, til gisting- ar á búum vina sinna, en Jónas Jónsson ráðherra og Bjami Ás- geirsson alþm. lögðu leið sína austur yfir Kaldadal og litu þar eftir vegarstæði. Árangur þeirrar farar er sá, að vegur var raddur yfir Kaldadal og upp tekin hin forna þjóðleið Borgfirðinga á Þingvöll. Ég fór um kvöldið inn að Reyk- holti með sr. Einari Guðnasyni, skólabróður mínum, sem nú er settur prestur. Dvaldi ég þar um nóttina og á sunnudaginn, og notaði tímann, eftir því sem veð- ur leyfði, til þess að skoða hinn fræga sögustað og hrð nýja veg- lega skólahús, sem þar er nú í smíðum. Hitaleiðslan úr Skriflu var þá fyrir nokkra komin í lag, og baðhiti í öllu húsiu þrátt fyrir hvassviðri og lcalsa úti. Vatnið úr hvernum er leitt í lukta þró utan við húsið og kemur sú þró í stað ketils í venjulegri mið- stöð. Vatnið inni í ofnunum er um 80 stig, þrátt fyrir all- langa leiðslu frá hvernum- Eftir- tektarvert er það, að notuð er nú sama leiðslan sem Snorri Sturluson lét gjöra fyrir 700 ár- um, er Snorralaug var byggð og má slíkt til æfintýra telja. Skagfirðingar segjast ætla „heim að Hólum“, þegar leið þeirra liggur að Hólum í Hjalta- Uppdráttur að væntanlegri þurrkví í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.