Tíminn - 14.03.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.03.1931, Blaðsíða 2
56 TIMINN lega borizt til eyma ummæli þau, sem próf. Cassel hafði um skrif hans í gengismálum, en þau skrif taldi pi’ófessorinn einhverja fá- ránlegustu vitleysu, sem fyrir hans augu hefði borið á lífsleið- inni. Síðasta fregnin af tiltekt- um Jóns er sú, að upp hafi skot- ið í skjalasafni þingsins plaggi nokkru undirrituðu af Jóni, þar sem því er haldið fram, að tekju- halli ársins 1930 sé rúmar 6 mil- jónir, en samkvæmt skjalfestri skýrslu fjármálaráðherrans var tekjuafgangur á árinu. Mbl. sér ástæðu til þess í gær, að taka það skilmerkilega fram, að þetta plagg Jóns sé „ekki leikfang“. Hvað, sem því líður, er útlit fyrir, að maðurinn, sem í fyrri daga féll við kosningar oftar en flestir aðrir frambjóðendur á Islandi, sé nú á efri árum að verða í annað sinn „leikfang“ hæðilegra örlaga. Fiskur úr „Þór“. Nú síðan vertíð byrjaði, hefir Þór haft gæzlu á Faxaflóa og Breiðafirði og jafnframt aflað. í gær kom hann inn í þriðja sinn á fáum dögum með mikinn afla og enskan togara, er hann tók að veiðum í landhelgi við Öndverðar- nes. Fiskurinn er seldur í Reykja- vík til neytenda hérumbil helm- ingi lægi’a verði en fólk hefir venjulega áður orðið að kaupa hann. Er aðsókn svo mikil að oft verða margir frá hverfa, af því þeir geta ekki beðið. Mikið er saltað, og verður selt upp í sveit- ir í vor og sumar með tilsvarandi sanngjömu verði. Menn furðar á því, að Ólafur Thors skuli aldrei hafa fimdið upp á að selja fisk með sanngjörnu verði í bæinn, til að reyna að minnka dýrtíðina. Undarlegt þykir að fhaldsstjóm- in, sem studdist við útgerðarmenn skyldi aldrei geta látið sér í hug koma, að láta varðskipin fiska. Bæjarbúi. Dýr lækning. Jón Auðunn virðist hafa skrif- að í Mbl. nýlega út af geðveikum manni úr sveit hans. Segir hann að bróðir sjúklingsins hafi heim- sótt hinn veika á Kleppi og sjái engær batavonir. Nú sé eina ráðið að koma manninum fyrír hjá Helga Tómassyni, en það muni kosta um 6000 kr. fyrir missirið. Jón Auðunn þykist viss um að maðurinn yrði heill heilsu fyrir 6000 kr. En svo illa vildi til, að maður þessi var eitt ár undir stjóm Helga á Kleppi og batnaði ekki neitt. Hvaðan kemur Jóni þá vissan um að sjúklingnum batn- aði nú á sex mánuðum? Helgi gat ekkert gert við mann- inn á 12 mánuðum á Kleppi. Skyldi lækninum hafa aukizt gáf- ur við að vera útrekinn úr tveim þjóðlöndum? Eða er tilgangur Mbl. sá, að koma sjúklingum til Iíelga þannig, að það kosti að- standendur þeirra 1000 kr. á mánuði ? Z. Cassel og lítill lærisveinn. Margir vita að Jón Þorl. hafði m j ög sómasamlegar námsgáf ur, þegar hann var unglingur. Af þessu hafa sumir, sem lítið þekktu manninn komizt á þá skoðun, að hann myndi hafa hag- nýtar gáfur til félagsstarfa. En það er hinn mesti misskilningur. ISíðan Jón byrjaði að taka þátt í opinberum málum hefir hann sýnt þar hið frekasta gáfnaleysi. Hneykslismál hans frá Alþingls- hátíðinni og notkun hans á Kolku á framboðsfundum í vor, setti hann á lægsta bekk meðal skyn- semi gæddra manna í landinu. Og dæmum af sama tægi fjölgar. Þegar Einar ráðherra lagði fram frv. sitt um festingu krónunnar, sýndi Jón á sér Korpulísstaða- svipinn. Ráðherrann lagði fram álit hins langfrægasta hagfræð- ings á Norðurlöndum, Cassels prófessors í Stokkhólmi, þar sem hann ráðleggur íslendingum ein- dregið, að festa krónuna, og var- ar sérstaklega við þeirri ágæfu- leið, um að hafa tvennskonar peninga í umferð samtímis, sem Jón Þorl. hefir lagt til að fylgt yrði. Jón rís þá upp og þykist knésetja hinn mikla hagfræðing. Játar, að hann sé vitur, frægur og í heiðri hafður út heim, en hér á landi megi ekki taka tillit til orða hans. Þegar Jón var ráð- herra ritaði hann ómerkilegan pésa um gengismálið. Og nálega það eina, sem lesandi var í pés- anum var lélegur útdráttur úr skoðunum Cassels. Þá lá Jón, sem vonlegt var við fætur meistarans, og þekkti ekki aðrar tilfinningar en auðmýkt og aðdáun. En svo dró hagsmunabarátta Jóns sem sementskaupmanns hann í hags- munaáttina og hann misnotaði stöðu sína til að skaða allan landslýð með hækkun. Nú þykist þessi litli lærisveinn Cassels, sem í engu hefir sýnt atorku nú um langt skeið, nema að verzla með sement, þess umkominn, að tala eins og hann geti knésett meist- arann! X. Ólafur Thors í vandræðum. Tvö mjög leiðinleg mál hafa nýlega lagst þungt á Ólaf Thors. Annað eru Borgarkaupin gömlu. Það er vitanlegt, að Ólafur hækk- aði skip í verði landinu til handa um 300 þús. kr. auk flutnings- ívilnana. Hann notaði sér neyð iandsins og góðsemi Jóns Magnús- sonar. Árið sem leið var Ólafur oft að gera gys að núverandi stjórn fyrír að kaupa tvö sterk og góð skip, Súðina og Þór, fyr- ir liðlega 300 þús. kr. bæði til samans. En síðan hann var minntur á hvernig hann keypti skip inn fyrir landið hefir brosið horfið af vörum hans og hann heíir staöið hnípinn og orðlaus. nitt ei' framkoma Ólafs gagn- vart bönkunum. Hann tekur við fiski, sem þeim er veðsettur. Hann tekur réttmæta eign tveggja banka, verðmæti sem nemur hundruðum þúsunda. Og haim neitar að borga bönkunum, nema hann verði dæmdur til þess í hæstarétti. Ólafur veit að með þessu gerir hann ekki aðeins sér minnkun, heldur landinu stór- skaða. Fram að þessu hafa bank- arnir lánað út á fisk, eins og hann væri veðhæfur. En nú er fiskur ekki veðhæfur, vegna til- tekta Ólafs, fyr en hæstiréttur er búinn að þvinga hann til að borga bankanum, það sem bank- ans er. Mikið hallæri má vera í þeim fiokki, þar sem maður eins og Ól- afur Thors getur setið 1 fremri manna röð. ** „Stóra íhaldsnautið“. Fyrir nokkrum árum, þegar Jón Þorl. var að hækka ísl. krón- una, sagði Sigurjón á Álafossi á fundi í Mosfellssveit við Ólaf Thors að hann ætti að stöðva Jón við þetta skaðræðisverk. Ól- afur svaraði hiklaust: „Farðu niður í Korpúlfsstaði og snúðu niður stóra nautið hans föður míns!“ Thor Jensen mun um þetta leyti hafa átt stórt naut í fjósi sínu. Og þegar Ólafi er bent á villigötu hins pólitíska leiðtoga hans, þá dettur Ólafi í hug undir- eins: Jón er naut í fjármálum, stórt naut. Líkingin var andlegs eðlis, enda átti við andlega hæfi- leika Jóns Þorlákssonar. Sjaldan hafa Ól. Th. ratast af munni setningar, sem lifa nema augnablikið. En þessi setning hef- ir lifað í nokkur ár og er líkleg til að lifa jafn lengi og fólk man eftir manni þeim, sem lýsingin er af. Jón Þorl. sýnir þessa umtöluðu Korpúlfsstaðahæfileika sína svo að segja daglega. Seinast með fyrirspurn sinni til fjármálaráð- herra. Eftir hugsun hennar má fullyrða, að ef Jón hefði haft leyfi til að byggja járnbraut aust- ur að Þjórsá fyrir 8 miljónir og taka til þess 50 ára lán, þá hefði hann talið allan þann kostnað til venjulegra útgjalda á fjárlögum, og lánið til verksins tekjuhalla árs þess, þegar lánið var tekið. Annað dæmi er um Sogsvirkj- unina. Rvík vill taka til hennar 7 miljónir að láni, og reyndi að fá það lán í haust en fékk ékki. Eft- ir Korpúlfsstaðaröksemdum Jóns Þorl. hefði Kn. Zimsen átt að uppfæra lánið til rafstöðvarinnar sem halla á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1930. Englendingar segja: „Let every day- have his day“. Ólafur Thors hefir lifað sitt bezta augnablik og sagt satt orð um hinn fallna leiðtoga, Jón Þorláksson. J. Ósigur „f jólulæknanna“. Eins og Valtýr er kenndur við ritblóm sín, þannig er klíka sú af prektiserandi læknum í Rvík, sem í fyrravetur undirbjó sam- særi gegn heilbrigðisstjóm lands- ins, líka kennd við fjólur vegna heimskulegra og löglausra at- hafna. En klíka þessi hefir ekki haft gæfuna með sér. Hún ætlaði að veita öll læknaembætti. En hún hefir ekki veitt neitt embætti. En stjórnin, sem átti að afsetja, hef- ío getað fullnægt þörfum almenn- ings með læknaveitingum betur en nokkru sinni áður. Sigvaldi Kaldalóns fór til Grindavíkur, og er þar elskaður og virtur. Hér- aðsbúar hafa byggt honum vand- að hús. Lárus Jónsson situr í fríði og ró á Kleppi og hefir kom- ið góðri reglu á spítalann, eftir uppiausn þá, sem þar var komin. Læknislaust var á Ströndum og þangað er kominn nýr lælaiir, sem heilbrigðisstjórnin sendi þangað. Að iandsspítaianum réði heiibrigðisstjómin þrjá yfirlækna og prja aöstoóariækna án þess að íjóluiæknarnir væru hið minnsta með í ráðum. Líkaði þeim þetta stórilla og vildu reka ungu læknana þrjá úr læknafélaginu. En er til kom þorðu þeir það ekki. Þeir fundu vanmátt sinn, og vansæmd frá í fyrravetur, og þeir sáu dóm almennings í landkjör- inu í vor. „Fjóiuiæknarnir“ eru að íá á sig Korpúifsstaðasvip eins og Valtýr og Jón. H. F. Litlu fegnir! Mbl. er nú, eftir fulla tvo mán- uði, að reyna að gjöra sér mat úr því, að upphafsstafir dóms- málaráðherrans (J.J.), féllu af vangá niður í nokkrum eintök- um af 74. tbl. Tímans f. á. Segir blaðið, að blöðin, þar sem greinin var naínlaus, hafi verið send til bænda, en hin borin út um bæinn. Til þess að sýna sanleiksást Mbl., þó að í litlu sé, skal það tekið fram, að svo vildi til, að blöðin, þar sem nafnið vantaði, voru ein- mitt borin í bæinn, en ekkert þeirra mun hafa farið út um land! Jafnframt skal tækifærið notað til að skýra frá því, að frá- sögn Mbl. um, að Tíminn sé sendur til ónafngreindra ábúenda á jörðum víðsvegar um landið, er með öllu tilhæfulaus. „Færilúsalappir“. Mbl. skýrir frá því í gær, að maður nokkur gjöri það að at- vinnu sinni að skoða „færilúsa- lappir“, þegar hann hafi ekki annað þarfara fyrir stafni. „Mik- ið lán væri það, ef Valtýr fengi svona mikinn áhuga fyrir „færi- lúsalöppum", sagði gamansamur maður við ritstjóra Tímans. „Þá kæmi ÍVIorgunblaðið aldrei út!“ í annað sinn talar nú Mbl. (í gær) um „sleðaflutning á mjólk“ yfir Hell- isheiði. Vonandi verður komið skautasvell á mjólkina, þegar blaðið kemur út í fyrramálið! ----«----- frnisékiarlilao Rtiikjiilkiir lieldur fund í Sambandshúsinu þriðjud. 17. þ. m. kl. 8'/2 slðdegis. Umræðuefni: Landbúnaðarfrumvörpin á Alþingi. Formaður milliþinganefndarinnar í landbúnaðarmálum, Jörundur Biynjúlfsson alþm. hefur umræður. Félagsstjórnin. Iieiðrétting1 Mbl. hefir orðið fyrir ]?ví ó- láni að segja alveg nýlega tölu- vert ósatt um mig í sambandi við ríkislánið, sem tekið var í haust. Blaðið segir að ég- hafi tekið lánið. Þetta er rangt. Magnús Sigurðsson bankastjóri tók lánið, þó að ég á hinn bóginn ynni nokkuð að' undirbúningi þess. I öðru lagi segir blaðið, að sér- stök trygging sé sett fyrir þessu láni. Þetta er með öllu ósatt. Fyr- ir láninu 1930 er aðeins hin al- menna ábyrgð ríkissjóðs, eins og lægar enska ríkið sjálft tekur lán. En ef þing eða stjórn ákveð- ur síðar, að veðsetja sérstaklega eignir og tekjur landsins fyrir nýjum lánum, þá nær sú veðsetn- ing sem aðrir (og þá aðeins í- haldið) kunni síðar að fram- lcvæma, líka til þessa láns. Ef í- haldið fer aldrei með völd fram- ar, munu eignir og tekjur aldrei verða veðsettar. En ef það byrj- ar á veðsetningum eins og 1921, þá ber það ábyrgð þessa máls. í þriðja lagi áfellir Mbl. mig fyrir að hafa ekki talið skuldir ríkissjóðs þannig, að ég bætti lántökum Jóns Þorl. við eins og Ilagstofan hefir nú gert. Ég taldi skuldir landsins þá eins og þær voru taldar í lands- reikningum. Það var hin viður- kennda skýrsla þjóðfélagsins. Ég vissi persónulega að Jón Þorl. ■hafði falsað landsreikningana, með því að fella niður lántökur sínar. En mér kom ekki til hugar að fara að ljósta því upp erlend- is. Það er ekki siður okkar Fram- sóknarmanna, að flytja hneyksl- ismál andstæðinga okkar út yf- ir pollinn. Hitt er annað mál, að öllum þeim fjármálamönnum er- lendum, sem til mála kom að semja við um ríkislán, bæði sænskum, frönskum og enskum, var vel kunnugt frá öðrum heim- ildum en ríkisstjórninni, um hin- ar leyndu lántökur Jóns Þorl. Þeir átöldu form hans mikið og fullyrtu að það spillti fyrir land- inu. Ég hafði sjálfur oft og harð- lega átalið íhaldsmenn, hér heima fyrir, út af því, að þeir skyldu viljandi falsa landsreikninginn, til að leyna lánum, sem þeir höfðu tekið. En mér kom ekki til hugar að fara að leiðrétta lands- reikninginn út í löndum. Það átti fjármálaráðuneytið og hagstofan að gera. Og það hafa þau gert. Ef ég hefði átt að setja upp skuldalista landsins, eftir kröfum Mbl. til uppbyggingar erlendum fjármálamönnurn, þá hefði reikn- ingarnir orðið að vera í tveim liðum. I. Skuldir landsins samkvæmt margra ára uppgjöf landsstjórn- anna. Þann lið gaf ég upp eftir þeim heimildum. II. Skuldir landsins, sem íhalds- stjórnin hefði myndað, en leynt af pólitískum ástæðum. Reikn- ingar landsins hefði verið falsað- ir af þessum tilteknu mönnum, og væri það nú hérmeð leiðrétt. Mbl. má áfellast mig eins mikið og það vill fyrir að telja ekki fram í Englandi, þessar síðast- nefndu skuldir, áður en búið var að leiðrétta villuna opinberlega hér heima af þeim stjórnarvöld- um, er þar voru réttir aðilar. En ég mun aldrei gera leik til að Leikhúsið Októberdagur. Sjónleikur í 3 þáttum eftir Georg Kaiser. Leikfélag Reykjavíkur sýndi leik þennan í fyrsta skipti á fimmtu- daginn var. Leikurinn gerist í Frakklandi. Aðalefnið er þetta: Ung hefðarmær, bróðurdóttir að- alsmanns, Coste að nafni, verður ástfangin í ungum liðsforingja við fyrstu sýn, þar sem hann er að skoða gullhringa í skartgripa- búð. Síðar um daginn ber fund- um þeirra saman í kirkjunni og enn síðar í leikhúsinu. Loks vænt- ir hún hans um nóttina, en tekur á móti illa inm’ættum og óglæsi- legum slátrarasveini í misgripum. Fundur þeirra hefir fyllstu afleið- ingar. Síðan vefst leikurinn um það, að ráða þessa gátu, sem slátrarasveinninn einn veit með sannindum. Ef meta skal leik þennan eftir almennum hugsunarreglum og heilbrigðri skynsemi nútíðar- manna, þá verður hann vitleysa. Til þess að finna viðhlítandi skýr- ingu á svo ólíklegum atburðum sem þeim, að óspillt hefðarmær taki í rekkju til sín mann, sem hún hefir séð í fyrsta sinn og ekki talað orð við og taki svo í misgripum klúran slátrarasvein, þá verður að gera ráð fyrir, að hún lifi ekki né hrærist í veru- leikanum, heldur í draumi, harla fjarlægum líðandi stund. Gull- hringaskoðunin verður henni trú- lofun, mótið í kirkjunni hjóna- vígsla, leikhúsið hátíðartilbrigði og nóttin brúðkaupsnótt; með öðrum orðum: hugarburður einn verður henni veruleiki um stærstu atburði lífsins. Að þessu leyti fell ur leikurinn í farveg Jæirrar öfga- stefnu, sem einkennir list margra nútíðarskálda bæði í ljóðum og lausu máli, þar sem leitast er við að fegra meira og minna sjúklega ástaróra með rómantísku hugar- flugi. Meðferð hlutverkanna er ærið misjöfn. Haraldur Bjömsson leik- ur aðalsmanninn og gerir það í aðaldráttum mjög vel. Leikur hans er virðulegur og öfgalaus að kalla og ber lítið á þeim leiðu kækjum í fasi og málblæ, sem hafa um of verið fylgifiskar hans í mörgum hlutverkum. Smámun- ir eru það og mun vera slys fremur en smekkleysi að handar- kossinn heyrðist um allt húsið. Haraldur ber uppi leikinn með sæmd og bætir fyrir nokkrar fyrn misgerðir á leiksviði. Gestur Páls- son leikur slátrarasveininn mjög vei í tveimur fyrri þáttum en lakar í þeim síðasta, enda er síð- asta þætti leiksins að mestu of- aukið, auk þess sem hann er raun- ar viðbjóðslegur og spillir öllum fyrri áhrifum af rómantík þessa æfintýris. Sigrún Magnúsdóttir leikur stúlkuna og er leikur henn- ar snotur á nokkrum stöðum, en yfirleitt lítilfj örlegur. Brynjólfur bera út skömm landa minna er- lendis, jafnvel þó að til kunni að vera menn, sem ég veit, aðmeð hreytni sinni hafa gert landinu skaða og skömm, eins og sannar- lega er um að ræða í þessu til- felli að því er snertir forkólfa íhaldsins. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.