Tíminn - 28.03.1931, Blaðsíða 1
©faíbferi
oo, af§rei6slumaour Citnans ef
Kanrtpeia. £>orsteinsöótttr,
£a:fjarQÖtu 6 a. Hevfjaoíf.
J2^fgtct5sía
Címans er í Sœfjargðtu 6 a.
(Dpin oaaJega fl. 9—6
Sími 2353
XV. árg.
Reykjavík, 28. marz 1931.
20. blaö.
Gengisiiiálið
ogr Jón Þorláksson
Eins og flestum mun kunnugt, I
var leitað álits eins hins þekkt- |
asta hagfræðings Norðurálfunnar,
l)rófessors Gustav Cassels, um
vérðfestingu íslenzkra peninga.
Nú vilja ekki allir fylgja ráð- 1
um Cassels um verðfestinguna og
er ekkert við því að segja. En
allt um það, virðist verða óþarfi
af íslenzkum stjórnmálamönn-
um þó að persónulegar skoð-
anir þeirra séu ekki í samræmi
við skoðun vísindamannsins, sem
leitað hefir verið til, til hjálpar,
að ráðast á hann með skömmum
og aðdróttunum? En þetta hefir
einn af alþingismönnunum, Jón
Þorláksson, leyft sér bæði í fyr-
irlestri, sem prentaður er í Isa-
fold 1929 og svo aftur í þinginu
1931 eftir frásögn Morgunblaðs-
ins þann 10. þ. m.
Þar sem prófessor Cassel hefir
verið kennari minn um nokkurt
skeíð og ég þekki hann persónu-
lega og veit, að ásakanir J. Þ. eru
langt frá því að vera réttmætar,
get ég ekki látið hjá líða að fara
nokkrum orðum um málið, þar sem
líka er óhugsandi, að hann geti
varið sig, sökum þess, að hann
er í fjarlægu landi og getur auð-
vitað ekki fylgzt með pólitískum
deilum hér uppi á Islandi.
J. Þ. segir meðal annars í áður-
nefndum fyrirlestri um Cassel:
„Mér þykir það ekki undarlegt,
þótt þessi maður, sem hefir bið-
ið skipbrot í þrem löndum, að
því er snertir þessa Hið starf-
semi hans, telji það nokkra máls-
bót fyrir sig, gæti hann feagið
því áorkað, að fjórða land Norð-
urlandanna færi að hans kenning-
um og ráðum". J. Þ. getur ekki
ímyndað sér það, að Cassel haldi
fram verðfestingunni af því að
vísindin hafa sýnt, að hún er
heppilegasta lausnin, og Cassel vill
fylgja sínum vísindalegu niður-
stöðum og sannfæringu, nei, „það
er orðið kappsmál" fyrir Cassel
og hann vill fá það í gegn sér til
huggunar og til þess að geta
sagt, að hanri hafi þó einu sinni
sigrað! Þetta álítur J. Þ. að
liggi til grundvallar fyrir áliti
Cassels.
Þeir, sem þekkja próf. Cassel
virta, að hann er allt of heiðar-
legur maður til þess að hugsa
þannig, og hann þarf heldur ekki
Island til þess að hugga sig við.
Cassel er orðinn þekktur fyrir
vísindastarfsemi sína um mestan
hluta hins menntaða heims, og
svo hefði það ákaflega litla
þýðingu fyrir hann, hvort Islend-
ingar fylgja ráðum hans eða ekki.
Við erum alt of fáir til þess að
eftir því verði tekið úti í heim-
inum. Stærri lönd hafa líka fylgt
ráðum Cassels um verðfestingu
gengis, eins og t. d. Finnland,
sem festi mynt sína í V7 af
upphaflegu verði hennar og
Frakkland, sem festi frankann í
Vs af verði hans fyrir stríð. Ég
skal líka geta þess, að á alþjóða-
stefnu fjármálamanna í Genf
1922, var meirihluti þeirra full-
trúa, sem þar voru, fylgjandi
skoðunum Cassels um gengisfest-
ingu og hefir skoðun hans nrjög
aukizt fylgi síðan. Það hefir því
ákaflega litla þýðingu fyrir álit
á Cassel, hvort við Islendingar
fylgjum ráðum hans eða ekki, og
hvort J. Þ. er á sömu eða annari
skoðun en hann.
J. Þ. segir ennfremur um álit
próf. Cassels, að það sé snautt
af rökum, það séu aðeins allstór-
orð fullyrðing. Þetta er ekki rétt,
prófessor Cassel færir fullgild rök
fyrir máli sínu, eins og hans er
vandi. Það yrði of langt mál, ef
ég færi að telja þau upp hér, og
læt mér því nægja að vísa til á-
litsins sjálfs, sem er að finna í
þingskjali nr. 96.
J. Þ. telur sig nú ekki lengur
neitt smáibarn í gengismálunum,
þar sem hann setur þekktustu
hagfræðinga á kné sér sem börn.
Til samanburðar við það, sem J.
Þ. skrifar nú um gengismálið,
tek ég nokkur orð úr formála,
sem hann hefir skrifað fyrir bók
sinni „Lággengi" 1924, þar sem
hann er ekki eins viss um fuli-
komleika hagfræðisspeki sinnar:
„Þótt ég finni mjög til þess, að
mig skortir mikið á þá undirbún-
ingsmenntun í hagfræði, sem
þarf til þess að ná fullkomlega
föstum tökum á þessu margþátta
vandamáli, vona ég, að það þurfi
ekki að fæia þá, sem mér eru
færari, til þess einnig að rita
um málið". Og þá fer J. Þ. öðr-
um orðum um Cassel, sem hann
alveg hefir stutt sig við, er
hann ritaði áðurnefnda bók, og
segir: „Um skýringu á samhengi
þessara mála hefi ég farið mest
eftir ritum G. Cassels háskóla-
kennara í Stokkhólmi; hann hefir
náð viðurkeiumigu um allan heim
fyrir skarpskyggni sína á þessu
sviði".*)
Nú eru orðin endaskifti. J. Þ.
er orðinn stór, en Cassel lítill.
Persónulega skoðun J. Þ. er ekki
lengur í samræmi við vísindi
Cassels, og þá er það auðvitað
Cassel, sem hefir rangt fyrir sér!
Þá lætur J. Þ. sér nægja að af-
greiða rökfærslur Cassels og vís-
indalegu niðurstöður, með því að
segja, að þær séu stórorðar, raka-
lausar fullyrðingar. — Allir
hljóta nú að geta séð, hvílíkur
vísindamaður Jón Þorláksson er.
Af því að Jón Þorláksson hefir
með skrifum sínum ruglað svo
mjög hugsun manna um gengis-
málið ætla ég með nokkrum orð-
um að gera ýmsar athugasemdir
við „gengisvísindi" hans.
1 fyrirlestri sínum, sem prent-
aður er í ísafold, hefir J. Þ. lagt
fram alla sína gengisvizku. Það
sem hann hefir sagt og skrifað
um það efni síðar, eru aðeins
endurtekningar á því, og legg ég
því þennan fyrirlestur til grund-
vallar fyrir athugasemdir mínar.
Ég skal geta þess, að ég þýddi
þennan fyrirlestur fyrir prófess-
or Cassel. Af því að hann vissi,
að ég var íslendinur, spurði hann
mig oft, hvernig gengi með verð-
festinguna hér heima. Fannst
mér því bezt að láta hann lesa
rókin, sem færð væru á móti
verðfestingunni. Að loknum lestr-
inum, spurði ég Cassel, hvernig
*) Leturbr. roín. G. R.
honum litist á. Hristi hann þá
höfuðið og sagðist aldrei hafa
séð aðra eins hagfræði og- hefði
hann þó seð sitt af hverju, og
spurði mig, hvernig stæði á því,
að þessi maður væri að skrifa
um hagfræðileg efni, sem hann
sýnilega hefði engan skilning á.
Víkjum nú að fyrirlestri Jóns
Þorlákssonar. Hann segir, að
Danmörk, Noregur og Svíþjóð
hafi engin fylgt ráðum Cassels.
Þetta er rétt, en hverjar urðu
afleiðingarnar af því. Það eru
afleiðingarnar, sem skifta máli.
Fjölmörg fyrirtæki urðu gjald-
þrota, hrepparnir urðu að taka
stór lán og ennþá eru afborgan-
irnar af gengislánunum að sliga
gjaldendurna, sem hrepparnir
verða að leggja á háa skatta til
þess að geta borgað látnin. At-
vinnulífið komst í ógöngur og
atvinnuleysið óx hröðum fetum.
Og sama sagan var í Englandi.
Þó voru peningar þessara landa
ekki nálægt því eins langt undir
gullgengi og íslenzka krónan er.
(Sænska krónan í rúmum 98 og
varð þó fullerfið).
J. Þ. heldur því fram, að verð-
festing krónunnar í núveranda
gengi hennar, myndi verða hættu-
legt fyrir lánstraust Islands. Þá
gét ég bent J. Þ. á, að Finnland,
sem festi sína peninga í V? og
Frakkland í 1/5 af hinu uppruna-
lega verði þeirra, haía hvorugt
átt erfitt með að afla sér láns-
fjár utanlands. Og það er ekki
sennilegt, að áhrifin fyrir Is-
land myndu verða önnur.
Þá talar J. Þ. um, að váð með
verðfestingu krónunnar útilok-
umst frá myntsambandi Norður-
landa. Þetta sýnir aðeins, hve J.
Þ. fylgist illa með því, sem er
að gerast í heiminum. Myntsam-
band Norðurlanda, er löngu upp-
leyst. Það féll úr gildi á stríðs-
árunum, þegar peningaverð Norð-
urlandanna breyttist, misjafnlega
mikið. Prófessorarnir Cassel og
Heckscher, sem ég hefi átttal við
um þetta, hafa báðir sagt slíkt
myntsamband þýðingarlaust, og
mjög ósennilegt, að það yrði end-
urnýjað. Eða hvert gagn álítur J.
Þ. að við Islendingar höfum af
því að vera í slíku myntsam-
bandi?
Ein af grýlum J. Þ. er sú, að
fólk muni verða hrætt við að
leggja fé sitt í sparisjóði og
banka, ef krónan verði fest í því
gengi, sem hún nú er í, sökum
þess að innlausnarskylda barik-
anna geti alltaf orðið upphafin.
En hækkun krónunnar í gullverð
er auðvitað engin trygging fyrir
því, að ekki sé hægt að upphefja
innlausnarskyldu bankanna aftur.
En það er vafalaust það sem
hann meinar, að það fæli fólk
frá að leggja í bankana, þegar
það lætur krónu með 100 gul-
aura gildi í bankann, en fær aft-
ur út krónu ineð 82 gullaura
gildi. En þesar breytingar á gull-
gildi krónunnar eru ekki daglega
cg það er nrjög ólíklegt, að fólk
sé alltaf að hugsa um breyting-
ar á verðgildi peninganna, þegar
það hefir krónuafgang, sem
það getur sparað. Það er meðan
gengið er óstöðugt, sem fólk
hugsar þanhig, en ekki þegar
gengið er fast, þó svo að það
hafi einhverntíma breytzt Og
ekki virðist festing marksins í
Finnlandi hafa verkað eins og J.
Þ. heldur að hún muni gera hér.
Finnlendingar hafa aldrei sparað
meira en einmitt nú. „Lítum á
Þýzkaland", segir Cassel, „mark
þeirra féll og varð verðlaust og
var aldrei hækkað upp í sitt
fyrra verð, en Þjóðverjar leggja
ennþá í sparisjóð alveg eins og
áður". Og þar fengu sparifjár-
eigendur ekkert eða sama og
ekkert af sparifé sínu. Það er
mjög ósennilegt, að festingin
myndi að þessu leyti hafa nokk-
ur önnur áhrif hér á íslandi en
í þessum löndum.
J. Þ. segir á einum stað: „Um
hækkun pappírspeninganna þarf
ekki mikið að segja, því að mönn-
um er kunnazt af reynslunni
hvað hún felur í sér". En það
er einmitt það, sem J. Þ. sjálfur
virðist ekki skilja, þar sem hann
segir: „... ennfremur, ef vörur
eru hækkandi, getur krónuhækk-
unin komið svo að segja án þess
að menn viti af henni". Þegar
Gassel las þetta, hristi hann höf-
uðið og sagði: „Hann þekkir ekki
stafróf hagfræðinnar". Hvernig
getur þetta átt sér stað? Skilur
J. Þ. ekki, að hækkun vöruverðs
er sama og lækkun krónunnar,
og að hækkun krónunnar er sama
og lækkun vöruverðs. Eftir því
sem krónan er verðmeiri, hefir
meiri kaupkraft, fáum við meira
af vörum fyrir hverja einstalca
krónu, og eftir því sem hún er
lægri, fáum við fleiri krónur fyr-
ir jafnmikið af vöru. Ef bóndinn
t. d. fær 1 kr. fyrir eitt kg. af
kjöti nú, en ef krónan hækkar
um 18% í verði, fær bóndinn
auðvitað 18 aurum minna fyrir
kg. af kjötinu.
Slík verðhækkun peninganna
myndi auðvitað koma mjög hart
niður á bændum, og þjóðinni yfir-
leitt. I stað þess sem bændur
fá 1 krónu fyrir kjötið, fengju
þeir 82 aura, en verkalaun myndu
ekki lækka jafnfljótt, og bónd-
inn myndi þurfa að borga hér
um bil jafnmargar krónur út,
en fengi miklu færri inn. Sömu-
leiðis myndi útlenda varan ekki
lækka samtímis.
Þá eru það þa ulán, sem menn
hafa tekið. Þau þurfa þeir að
borga aftur með jafn mörgum
krónum, en verðmeiri. En nú er
J. Þ. þó farinn að sjá, að það
muni vera óheppilegt og gerir
ráð fyrir í frumvarpi sínu, fram-
lögðu á Alþingi 1931, að allar
þær skuldir og skuldbindingar,
sem taldar eru í ísl. krónum og
stofnað er til á tímabilinu frá
7. ág. 1914 til 1. jan. 1934 skuli
lúkast í íslenzkum pappírskrón-
um". Annars inniheldur áðurnefnt
frumvarp í rauninni engar aðrar
breytingar frá fyrri skoðun J. Þ.
Verðhækkun peninganna er að-
eins flutt fram um nokkur ár.
Loks er það úrlausn J. Þ. á
gengismálinu. Hann vill samkv. 1.
gr. frumv. nr. 52, að „Lands-
banki Islands gefi út og setji í
umferð gullgilda, innleysanlega
seðla". En samtímis verða auð-
vitað gömlu seðlarnir að vera í
umferð. Erfiðleikarnir við þetta
eru ekki miklir, segir J. Þ. Hver
maður þarf bara að hafa 2 spari-
sjóðsbækur. 1 aðra leggur hann
gullgildu seðlana en í hina papp-
írspemngana! (Það minnir sann-
arlega á Eberöds bank!). „Þessi
fjölgun viðskiftareikninga", segir
J. Þ., að muni „útheimta nokk-
urn aukinn starfskraft í bönkun-
um. % get ímyndað mér, að
Landsbankinn mum* í 2 til 3 ár
þurfa að bæta við sig 2 mönnum
og Islandsbanki einum manni".
Þetta væri kannske gott í at-
vinnuleysinu!
Hver áhrif ætli þessi tvenns-
konar mynt hefði? — Það er al-
gilt lögmál, að þar sem tvenns-
konar mynt er í umferð í einu, í
einu og sama landi, ryður lakari
myntin alltaf hinni betri burt.
Það er því miður ekki rúm hér til
þess að sýna rækilega fram á
hvernig þetta verður, en þannig
er það.
Menn draga betri myntina und-
an og geyma, því að hún er
trygg, eða borga sínar erlendu
skuldir með henni, en nota alltaf
þá lakari til þess að borga með
daglegar þarfir sínar. Lögmál
þetta, sem kallast Greshamslög-
mál, hefir fengið nafn sitt eftir
manni þeim, sem fann það upp
og var einn af ráðgjöfum Elísa-
betar Englandsdrottningar, svo
að þetta er engin ný speki. Ef
Island féngi þannig tvennskonar
mynt, þar sem önnur yrði lakari,
sem hún yrði, þar sem önnur er
innleysanleg með gulli en hin
ekki, myndi ísland geta orðið á-
gætis uppskeruland fyrir útlenda
gengisbraskara. Vér Islendingar
stöndum líka mjög - illa að vígi
gagnvart útlendum gengisbrösk-
urum, þar sem við erum svo lít-
il þjóð.
Ég skal ljúka máli mínu með
nokkrum orðum, sem prófessor
Cassel sagði við mig í vor, áður
en ég fór: „Það er um að gera
að festa krónuna sem fyrst, af
því að almenna verðlagið lækkar,
það hefir lækkað um 10%*) síð-
an ég gaf mitt álit fyrst, um
festingu krónunnar. Island hlýt-
ur að verða að lækka sitt vöru-
verð svipað. Ef nú ætti að hækka
krónuna upp í gullverð, þarf að
lækka vöruverð um nær því 20%.
öll lækkunin á ísl. afurðum yrði
þá um 30%, og það er ég hrædd-
ur um að verði of erfitt'.
Það eina, sem virðist vera
skynsamlegt í þessu máU, er að
festa krónuna í því gengi, sem
hún nú hefir, og hefir haft í
51/2 ár, og sýnilega er hið raun-
verulega verð hennar.
Guðlaugur Rósinkranzson.
Ósigui- Valtýs
á Hallærisfundinum.
Frægasti viðburður á fundi
íhaldsmanna er það, þegar Jón
Þorl. tók þá til bæna ritstjóra
MbL, Valtý og Jón. Sagði hann að
hjá þeim væri að leita skýringa á
ósigrum flokksins. Jón gæti ekk-
ert skrifað, og Valtýr ekki nema
það, sem væri svo ósmekklegt,
bögubósalegt og ruddalegt, að það
kæmi óorði á allan flokkinn. Val-
týr reyndi að bera sig mannalega
og spotta Jón fyrir það, að hann
hefði ekki tímt að leggja peninga
með Árna í Múla, þegar Árni
var sendur austur.Þá viðurkenndi
Valtýr, að hann ætti nú mest í
Mbl. og Jón yrði að biðja um gott
veður hjá sér. Endaði umræða
þessi með því að bæði Valtýr og
Jón höfðu í eitt skipti sagt satt,
og skoðað hvor annan eftir rétt-
um málavöxtum. *
*) Lækkunin er nú oríSin miklu
meiri. G. R.