Tíminn - 28.03.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.03.1931, Blaðsíða 2
78 TlMINN Ferðaminningar úr Borgarfirði. ----- Nl. Kalastaðakot er ferjustaður við Hvalfjörð að norðanverðu. Ýmsir, sem leið eiga milli Norð- urlands og Reykjavíkur kjósa fremur landleiðina upp að Hval- firði en sjóleiðina til Borgamess. Yfir fjörðinn er örstutt, en það- an liggur sumarvegur um hérað- ið ofanvert, um Svínadal, Skorra- dal og þaðan niður að Hvítár- bmnni nýju. Ef brýr væru á Grímsá og Flókdalá, væri hægt að ha'da áfram óslitið hið efra um l.traðið og yfir Hvítár hjá Síðu- mnla. Við Hvalfjörð er mjög fagurt. Fyrir fjarðarbotninum eru Botns- súlur og þar liggur leiðin austur til Þingvalla um Leggjabrjót. Má af nafninu ráða, að vegur sá sé ógreiður yfirferðar. Á Hvalfirði er Hólmurinn, sem frægur er úr Harðar sögu. Þaðan synti Helga til 'lands nóttina eftir víg Hólm- verja, með sonu sína tvo unga. Örlög Hólmverja og Hellismanna eru ekki ósvipuð, þó að þjóðsögn- in hafi á sér minni glæsibrag en „Islendingasagan". Á mestu niðurlægingartímum Islands stafai' í annað sinn ljóma yfir Hvalfjörð*. Þá var sá tími liðinn, er „hetjur riðu mn héröð“ og „skrautbúin skip flutu fyrir landi“. Þá átti Hallgrímur Pét- ursson heima á Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Hinir glæsilegu Hólmverjar voru þá gleymdir og vopnabrakið þagnað fyrir mörg- um öldum, en í lágu hreysi orti helsjúkur maður ógleymanleg ljóð um dauða og þjáningar. Passíu- sálmarnir og „Allt eins og blómstrið eina“ urðu til á Hval- fjarðarströnd. Hallgrímur dó á Ferstiklu 1674. I vetur er Saurbær í eyði. Séra Einar Thorlacius, sem er maður hniginn á efra aldur, hefir orðið að flytjast til Reykjavíkur vegna sjúkleika konu sinnar, en brauð- inu heldur hann ennþá. Mjög var liðið á nótt, er við komum að Kalastaðakoti. Varð okknr því svefnsamt um morg- uninn og lögðum ekki af stað fyr en undir hádegi. Þann dag, 7. febr.*), vai' fundur ákveðixm á Leirá í Leirárhreppi. Þar hafa ýmsir hugsað sér framtíðarveg frá Akranesi að Hvítárbrú. Leirá er kirkjustaður, og er þar þéttbýli mikið í nágrenninu. I Leirárgörð- um bjó Magnús Stephensen, og þar hafði hann prentsmiðjuna. Því var sálmabók sú, er Magnús gaf út, af óvinum hans nefnd Leirgerður. Inn í Leirársveit ligg- ur símalína að Vogatungu. Daginn, sem fundurinn stóð á Leirá, var kominn talsverður snjór, og þung færð. Þó fóru bílar þann dag milli Akraness og Vogatungu. Þeim vegi var lokið á síðastl. sumri. Færðin hefir sjálfsagt táhnað nokkuð fundar- sókn, en mikill áhugi var í fund- armönnum. íhaldsmenn voru í minnahluta á fundinum. Var m. a. samþykkt traustsyfirlýsing til stjórnarinnar og áskorun til þings og stjórnar um að hafa gætur á því, ef íslenzk blöð skrifuðu ógætilega um lántraust ríkisins. Hafa mönnum þar sem víðar of- boðið skrif Mbl. meðan á lántök- unni stóð s. 1. sumar. Af innan- sveitarmönnum tóku til máls Eggert bóndi í Leirárgörðum, Júlíus bóndi á Leirá og Arnór bóndi á Narfastöðum, ennfremur Böðvar í Brennu. Urðu allhörð orðaskipti milli Eggerts og þing- mannsins. Skemmti Eggert fund- armönnum með því að lesa upp lýsingu á Ottesen úr ræðu, eftir fyrriverandi þingmann, sem Otte- sen einhvemtíma sagði, að jafnan hefði borið sannleikanum vitni. Fundarstjóri var Júlíus á Leirá, *) Ég nota tækifærið til að leiðrétta prentvillu í síðasta tbl. Fundurinn á Ferstiklu var 6. febr., ekki 5. en fundarritari Sigurður hrepp- stjóri í Lambhaga. I fundarlokin, þegar búið var að samþykkja tillögumar, gat Ottesen þess, að sér þætti úrslit fundarins hafa orðið á annan veg en hann hefði óskað. Var Pétri þungt í skapi, og lét orð falla á þá leið, að Framsóknarmenn myndu hafa „smalað“ atkvæðum á fundinn. Stóð þá upp Arnór bóndi á Narfastöðum og kvað um fullkominn misskilning að rseða hjá þingmanninum, en hitt er rétt, sagði Amór, að Framsókn- armenn eru yfirleitt áhugasamari um landsmál en kjósendur íhalds- flokksins og mæta því betur á umræðufundum. Var gjörður góð- ur rómur að þessari skýringu. Meðan á fundi stóð komu þeir Jón Sigurðsson alþm. á Reyni- stað og Sigurður Bjömsson á Veðramóti í Skagafirði, og voru á leið að norðan til Reykjavíkur. Höfðu farið sjóleiðis yfir fjörð- inn frá Borgamesi, en voru þang- að komnir landveg- að norðan (með snjóbíl yfir Holtavörðu- heiði). Biðu þeir á Leirá, unz fundi lauk um kvöldið. Höfðum við Pétur pantað bíl af Akranesi og var hann kominn að Voga- tungu. En á milli Leirár og Vogatungu, en stuttur vegur, og áttu margir fundarmenn samleið þangað. I Vogatungu skildi ég við Böðvar bónda í Brennu, sem manna mest hafði gjöntí til að greiða för mína um héraðið, og sjálfur verið leiðsögumaður minn þrjá síðustu dagana. En við Pét- ur stigum inn í bílinn og héldum af stað út á Akranes og voru Skagfirðingamir tveir okkur sam- ferða. Fóru þeir að Innra-Hólmi til Péturs, en ég gisti hjá sr. Þor- steini Briem, og vakti þar upp um miðja nótt. Hefi ég tvisvar komið á Akranes og í bæði skipt- in raskað svefnfriði fólks. Komi slíkt fyrir í þriðja sinn, hlýtur hér að vera um álög að ræða! Með fundinum á Leirá 7. febr. var lokið fundahöldum þeim, sem þingmaður kjördæmisins hafði stofnað til. En með því, að ég hafði ekki haft tækifæri til að mæta á fundinum á Akranesi, sem þingmaðurinn hafði haldið áður en hann lagði af stað til fundahalda um héraðið, ákvað ég í samráði við miðstjóm Fram- sóknarflokksins að boða til fund- ar þar og bjóða þingmanninum að mæta þar til andsvara. Hafði ég í fyrstu hugsað mér, að fundur þessi gæti orðið seinnahluta sunnudags þann 8. febr. Við nán- ari athugun og eftir bendingum kunnugra manna, þóttist ég þó sjá, að sá tími væri óheppilegur, því að bátar höfðu farið til fiskj- ar á sunnudagsnótt, og því fyrir- sjáanlegt, að sjómenn yrðu önn- um kafnir fram eftir deginum og gætu ekki sótt fund á sunnudags- kvöld. Dvaldi ég því um kyrrt á sunnudag. Næstu nótt var veður hvasst og eigi fært á sjó. Ákvað ég þá fundinn á mánudagskvöld, og gjörði Pétri aðvart. Fundurinn var haldinn í svo- nefndu Báruhúsi. Er þar sam- komusalur, sem rúmar um 300 manns, og var hann þéttskipaður um kvöldið. Sr. Þorsteinn Briem stýrði fundinum. Var okkur Pétri ákveðinn jafn ræðutími, og hafði svo einnig verið á hinum fundun- um, að öðru leyti en því, að þing- maðurinn hafði hálfa klukku- stund fram yfir til að segja þing- fréttir. Hófst fundurinn kl. 5 og stóð til kl. 11. Fór hann vel fram, og varð lítið vart ærsla þeirra og ókyrrðar, sem oft á sér stað með- al áheyrenda í slíku fjölmenni. Sennilegt þykir mér, að íhalds- menn hafi átt meirahluta á fund- inum, enda hefir meginfylgi Otte- sens hingað til verið á Akranesi. Fékk ég þó gott hljóð og komu andstæðingar mínir undantekn- ingarlítið vel fram og prúðmann- lega. Af búsettum mönnum á Akranesi tóku til máls Oddur Sveinsson, Sveinn Guðmundsson hreppstjóri og Bjarni ólafsson útgerðarmaður. Eru tveir hinir síðamefndu andstæðingar Fram- sóknarflokksins og áhrifamenn miklir í þorpinu. Sveinn mun vera, að ég hygg, voldugastj hreppstjóri á landinu, því að á Akranesi eru nú um 1300 manns. Fyrir tveim árum samþykkti Al- þingi að skipa þar lögreglustjóra, en lögin hafa ekki komið til fram- kvæmda, og heldur gamli maður- inn enn valdi sínu óskertu. Á eftir fundi bauð Sveinn mér heim til sín áður en ég færi af Akra- nesi, en það boð gat ég því miður ekki þegið, af því að ég varð að fara til Reykjavíkur snemma næsta morguns. Akranes mun vera nú sem stendur eitt af lífvænlegustu þorpum á landinu. Um 20 mótor skip ganga þaðan til fiskjar á vetrarvertíð en stunda á sumrum síldveiði fyrir Norðurlandi. Akr- nesingar eru iðjusamir og ötulir að bjarga sér, og óregla er mjög lítil í þorpinu. Ibúðarhús eru flest lítil og byggð úr timbri, og flestar fjölskyldur eiga þak yfir höfuðið. Bölvun lóðahækkunarinn- ar hefir ekki ennþá skollið yfir Akranes. Þessvegna er ódýrara að koma þar upp byggingum og húsaleiga lægri en á ýmsum sam- bærilegum stöðum. Eitt er það sérstaklega, sem gjörir Akranes að ytra útliti ólíkt öðrum þorp- um. Það eru kartöflugarðamir. Garðræktarskilyrði eru þaróvenju góð, og kartöflurnai', sem mikið eru notaðar heimafyrir og auk þess seldar til Rvíkur, eru góður styrkur fyrir sjómannafjölskyld- urnar. Hefir þorpið nú nýlega eignast allmikið af ræktanlegu landi til viðbótar því, sem áður var, en það er kirkjujörðin Garð- ar. Óþarfi sýnist það vera, ef vel er á málum haldið, að á Akra- nesi þurfi að verða tilfinnanlegur munur á efnahag manna, þó er þar nú kominn vísir til stórút- gerðar einstaklinga, samfara launadeilum. Einna harðastar urðu þær síðastliðinn vetur. Sigr- uðu verkamenn í þeirri deilu og fengu því áorkað, að verkamanna- félagið var viðurkennt sem samn- ingsaðili, en því mótmæltu út- gerðarmenn í fyrstu. En öll skil- yrði sýnast vera til þess að sam- vinnufélagsskapur svipaður og á Isafirði ætti að geta tryggt sjó- mönnunum viðunandi afkomu og forðað þeim frá að eiga undir högg að sækja um afkomu at- vinnu sinnar, ef ráð er í tíma tekið, áður en stórútgerðin vex þeim yfir höfuð. Alþýðuskóla vantar tilfinnan- lega á Akranesi. Líklegt er að þar eins og víðar, þar sem ver- tíð er seinna hluta vetrar, þyrfti að miða skólatímann við atvinnu- hættina, þannig að ungu menn- irnir gætu sótt skólann þann tím- ann, sem þeir eru ekki á sjónum. Höfnin á Akranesi er slæm og hafa þorpsbúar sýnt góða við- leitni til að bæta úr því meini. Var á síðastl. sumri byggður þar skjólgarður fyrir um 80 þús. krónur. En mikið vantar á, að því verki sé lokið, og er þar þörf stuðnings frá hinu opinbera, enda um mikið nauðsynjamál að ræða og ekki sízt ástæða til að sinna því, þar sem svo myndarlega er hafizt handa af Akmesingum sjálfum. G. G. ----o---- LeiðréUing. Ranghermt var það í síðasta tbl., að Stóri-Kroppur sé í Andakílshreppi. Sá bær er talinn með Reykholtsdal, ásamt bæjunum i Flókadal, en Flókadalur er milli Reykholtsdals og Lundareykjadals. þess skal ennfremur getið, að á sú, er fellur um Reykholtsdal, er, þó ein- kennilegt sé, venjulega kölluð Reykj- ardalsá. í augl. írá Ormsbræðrum, í 18. tbl. hafði myndamótið af vangá prent- smiðjunnar verið sett á hliðina, Ritstjóri: Gísli Guðmundason. Ásvallagötu 27. Sími 1245. PrentamiSjan Aeta. 8 SlilHfltllsskÉni verður haldið námskeið fyrir konur frá 3—11. maí næst- komandi. Verður þar sýniskennsla í ýmsu: matreiðslu pylsu- gerð niðursuðu o. fl. Þar verður einnig flutt erindi um heimilishald, næring- argildi fæðutegunda í hlutfalli við verð þeirra o. fl. Staðarfelli 15. mars 1931 Sigurborg Kristjánsdóttir Mynda- og rammaverzlunin Freyjugötn 11. - Siguröur Þorsteinsson - Sími 2105 hefir sérstaklega fjölbreytt úrval af veggmyndum, íslenzk mál- verk, afar ódýr, ljósmyndir af Hannesi Hafstein og Har. Níels- syni. — Sporöskjurainmar af flestum stærðum. Verðið sanngjarnt. Nýjungar Auk þeirra smá-vatnsaflsstöðva sem við nú höfum allt frá 30 Watts og uppeftir, höfum við nú einnig smá vindaflsstöðvar til þess að nota þar sem engir vatns- aflsmöguleikar eru fyrir hendi. Má þá heita, að nú sé öllum mögulegt að fá sér eitt eða fleiri ljós eftir efnum og ástæðum, auk þess sem áhöldin eru tilvalin til að hlaða útvarps rafgeima. — Undirritaðir gefa allar nánari upplýsingar. Bræðurnir Ormsson Reykjavík. Evers & Co. Þakpappi. Gólf- og veggflísar. Símnefni: Eversco. Kaupmannahöfn K. Símnefni: Evei-sco. Merkurpappi (tjargaður þakpappi). Solidolpappi (ótjargaður þakpappi). Carbolinum. Asfalt til vegagerða. Asfalt, óbráðið til einangrunar á múrsteypu. Asfalt, fljótandi, svart og grátt til einangrunar á múrsteypu. Asfalt, óhreinsað, itil utanhússbikunar. Eldföst efni. Gler í gangstéttaglugga. Hornalilífin „Stabil“ á múrsléttuð hom. (Q Auglýsingar í Tímanum fara Yíðast og eru mest lesnar! @ T. W. Buch (Iiltasmiðja Bnclis) Tietgensgade 64. Köbenhvan B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parisarsorti og allir Utir, fallegir og sterkir. Mælum með NuraUn-lit, á ull og baðmull og silki. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“ og „Evolin" eggjaduft, áfengis- lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvert- an, „ökonom“-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil", „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápudufti5, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. Bninspónn. LITAVÖRUR: Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þornar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fœst alstaðar á. íslandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.