Tíminn - 01.04.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.04.1931, Blaðsíða 4
76 TfMINN — 662 hús hafa verið seld fyrir verð, sem er lægra en núveranda brunabótamat. — 233 hafa verið seld fyrir hærra verð en núgild- anda brunabótamat, en munurinn er óverulegur. — 84 hafa verið seld fyrir mun hærra verð en nú- gildanda brunabótamat. Væru eig- endur þeirra skyldaðir til að leigja þau út fyrir 10% af bruna- bótamati, mundu þeir ekki fá venjulega peningavexti af kaup- verði húsanna. 8. Meðal þeirra húsa, sem eru leigð tiltölulega ódýrast út, er meira af steinhúsum en timbur- húsum, meðan það aftur er til- tölulega fleira af timburhúsum rneðal þeirra húsa, sem eru leigð dýrast. 9. Það er sýnilegt, að meiri hluti húseigenda hefir haft hag af þeirri verðhækkun á húsum, sem átt hefir sér stað (2081), enda meðal þeirra nokkrir af þeim 662, sem keypt hafa hús undir brunabótavirðingu, sem nú leigja hús sín út fyrir hartnær eða alveg sama verð og þeir á sínum tíma hafa keypt þau fyrir. 10. Hvenær húsin hafa verið byggð, virðist engin áhrif hafa á húsaleiguna í bænum; hús, sem eru byggð fyrir aldamót, eru ekki leigð ódýrara en hús, sem byggð eru, þegai' dýrast var að byggja. 11. Brunabótavirðing húsanna, sem hér hefir orðið að miða við, er gerð á misjöfnum tímum. Væri því horfið að því í'áði að miða húsaleiguna við hana, verður hún að samræmast og miðast við nú- veranda ár. 12. Fasteignamatið er um 2/3 af brunabótavirðingu húsanna, og væri húsaleiga miðuð við það, verður að taka tillit til þess“. AJvarlegt íhugunarefni eru þessar niðurstöður. Dýrtíðin í Reykjavík er að sliga þjóðina. ----o----- ýmsa annmarka, en þeir voru ekki meiri en svo, að hægt ætti að vera, að því er virðist, að yfir- buga þá með tíð og tíma. En að- gætandi er að þá — er ég færði þetta í tal 1925—27 var ekki sá grundvöllur, sem nú er til, sem sé einkasala hér heimafyrir. Síldar- einkasalan, og líklega hún ein, er þess megnug að gangast fyrir stofnun slíks félagsskapar. Þegar svona félög eru komin á alstaðar, sem þeiiTa er þörf, og náin samvinna milli þeirra og Einkasölunnar um að tryggja verzlun með íslenzka síld og vernda þá alla er eiga afkotmu sína undir þeirri vöru, er hægt að vinna að sameiginlegum hags- munum svo sem aukinni neyzlu almennings, lítillegri verðhækkun o. s. frv. Sú er trú mín, að ef ekkert áþreifanlegt verður gert fljótlega til að breyta í skipulag því illa ástandi, sem undanfarið hefir far- ið ískyggilega versnandi, mun- um við Islendingar eftir fá ár mega horfa á eftir Svíunum, þessum föstu kaupendum síldar- framleiðslu okkar, fara til anri- ara. Og hvemig stöndum við þá? Aðeins ætla ég að setja örfá orð um „Monopols" nafnið. Sænskur almenningur hefir yfir- leitt óbeit á Gyðingum, og hans álit er að bak vdð öll „monopol“ standi Gyðingar. Ég mundi því álíta mjög heppilegt að breyta erlendu nafni Einkasölunnar í „Institut“ eins og ég gat um hér framar. IV. Af þessu, sem að framan er skráð, munu menn skilja að mér finnst afar varhugavert að á ann- an bóginn skulum við láta sænska síldarmarkaðinn alveg hirðulaus- an, en á hinn bóginn sé alltaf verið að reyna að „finna“ nýja markaði í Rússlandi, Þýzkalandi, Póllandi o. s. frv. Harla einkennilegar eru þ»r Bæða Tryggva Þórhallssonar (Framh. af 1. síðu). \ Næsti fundur flokksþings- ins hefst kl. 8 '|2 í kvöld í íþróttahúsi K. R við tjörnina Svo sem heill og hamingja hef- ir jafnan fylgt hingað til Fram- sóknar- og samvinnumönnum — óslitið er á heildina er litið, síðan við fyrst hófum starfið — svo mæli ég svo um, að gifta fylgi enn störfum okkar á þessu flokks- þingi. — og við hildarleikinn sem í hönd fer og háður verður eftir þrjá mánuði. Ég fer að ljúka þessum inn- gangsorðum. Ýmislegt annað þarf að gera á þessum fundi, en fundartíminn er takmarkaður. Ég ætla aðeins að rifja upp eina minningu enn frá fyrra flokksþingi okkar — Þingvalla- fundinum. Mig minnir að það væri það síðasta, sem gjörðist á fundin- rnn — síðasta ræðan sem haldin var. Það var aldursforseti okkar þá, sem flutti ræðuna, Jón Davíðsson frá Reykhúsum, tengdafaðir Hallgríms Ki'istinssonar, faðir Páls í Einarsnesi og Davíðs á Kroppi — þá hátt á níræðisaldri. Hann minntist þess, að hann hafði áður komið á Þingvöll, á þúsund ára hátíðinni 1874 — orð- ið þá ungur í annað sinn og búið að þeim minningum í mörg, mörg ár. „Ég bjóst ekki við“ — sagði öldungurinn — „að meir en fjöru- tíu árum síðar myndi ég fara aðra ferð til Þingvalla, og verða ungur í þriðja sinn“. Hann lýsti þvinæst tilfinning- um sínum í hópi okkar Framsókn- armannanna á fyrsta flokksþingi okkar. Hann sagði að fyrir aldurs miklu gróðavonir, sem menn gera sér út af væntanlegum viðskipt- um við Rússaveldi. Vonimar spruttu fram 1919, þær spretta fram enn þann dag í dag. Enn einkennilegar eru þessar miklu vonir manna víðsvegar um heim, þegar þess er gætt, að í raunixmi kaupir þetta mikla veldi, 150 mil- jónir manna, varla eins mikið frá útlöndum og 6 milj. Svía. Og enn einkennilegra er, að einmitt von- beztu mennimir skuli vera þeir, sem í hjarta sínu innilegast for- dæma gjörðir Rússastjómar, og láta málpípur sínar bera á borð fyrir almenning hverja óhróðurs- söguna af annari um ástandið þar. Rússaríki er stórt. Fyrir því standa menn, sem vel vita hvað þeir vilja, og þeir hafa sýnt það, þrátt fyrir hrakspár umheims- ins, að mestar líkur era til að þeir komi fyrirætlunum sínum, 5 ára áætluninni, í framkvæmd. Þessir menn þekkja vel ástand umheimsins, annarsvegar, og kaupgetu þegna sinna hinsvegar. Þeir nota því þá afstöðu, sem þeir hafa vegna samtaka sinna, að kaupa aldrei neitt nema fyrir lægra verð en nokkur annar, og færri fá en vilja selja þeim þrátt fyrir lágt verð. Rússamir kaupa nú líkt og Gyðingar á uppboðum. Rússneskur verkalýður vinnur fyrir svo lágu kaupi, að kaupget- an er mikið minni en annarsstað- ar. — Fyrir stríðið var árleg neyzla saltrar síldar í Evrópu um 5 miljónir tunna; en nú og undan- farið um 3—4 milj. Allar þær þjóðir, sem síld framleiða mundu fengins hendi grípa tækifærið, ef hægt væri að selja meira til Rúss- anna, því hið núverandi minna neyzlumagn stafar einmitt af minni sölu til þessa ríkis. Svo er og aðgætandi, að Rússar eru, og er það einn liður 5 ára áætlunar- innar, að koma sér upp miklum fiskifloka; og hver veit nema þeir eftir fá ár heimsæki sfldarmiðin sakir væri að vísu að því komið, að Elías færi að koma með vagn- inn til þess að fara með hann upp í hina háu sali — en þó langaði sig til að kasta nú ■ ellibelgnum, eins og gert hafði erlendur kon- ungur, sem hann nefndi. Og öld- ungurinn lauk máli sínu á þessa leið: „En úr því Elías ekki sendir bílinn sinn eftir mér nú þegar þá fer mér eins og konunginum, sem vaknaði til lífsins aftur. Eg heimta sverð og skjöld til þess að geta gengið fram í orustuna og skipað mér undir merki þeirra ungu djarfhuga manna, sem á þessum fundi hafa gefið mér eld æskunnar í þriðja sinn“. Svo lauk hinu fyrsta flokks- þingi Framsóknarmanna. Þessi var og er svipurinn yfir flokksþingum Framsóknarmanna. Verkefnin eru ekki síður fyrir hendi fyrir Framsóknarmenn nú en þá. Þörfin á mönnum, sem skipa sér undir merkin með sverð og skjöld til sóknar og varnar er vaxandi. Ábvrgðin um það að stýra til farsældar málum ættjarðarinnar hvílir á okkur með enn meiri þunga nú en þá. Víkjumst undir þá ábyrgð glaðir og gunnreifir! Heill fylgi störfum þeim, sem unnin verða á öðru flokksþingi Framsóknar og samvinnumanna! Rísum á fætur allir og ámum ættjörðinni heilla. ísland lengi lifi! -----o---- utan landhelgi norðanlands. — Hvaða afstöðu ættum við íslend- ingar svo að hafa til að tryggja okkur fastan markað hjá Rússum fyrir síld okkar? Á þessu má skilja, að ég er ekki bjartsýnn á framtíðina hvað viðkemur sölu til Rússa á saltsíld, en ekki má misskilja mig á þann hátt að halda að ég vilji ekki sölu þangað. Síður en svo. Og ég álít að lítil hætta sé á að Rússarnir ekki borgi það, sem þeir kaupa með gjaldfresti. En í stuttu máli er álit mitt á Rússamarkaðinum fyrir saltsíld okkar þessi: Það er ágætt ef hægt er að selja Rússum fyrir kostnaðarverð þá íslenzka síld, sem ekki er hægt að koma út annarsstaðar, og á meðan ekki eru tæki, svo sem frystihús, sem geymt geta síldina ár frá ári, en að ætla sér að láta síldarútveginn byggjast aðallega á þeim markaði er rangt, því Rússar era sem einn voldugur kaupandi, og við Íslendingar get- um ekki haft nein áhrif á það hviort mikið eða lítið selst í því landi meðal ahnennings. Þá kem ég að Þjóðverjum, Pól- verjum og öðrum Eystrasalts- þjóðum. Þær neyta afarmikillar saltrar síldar og hafa gert það öldum saman. En þar hafa Hol- lendingar og Englendingar svo trygga fótfestu, að áður en menn fara að kosta miklu til að finna íslenzku síldinni marltað þar, verður að gera sér fyllilega ljóst við hvaða öfl yrði að stríða, og rannsaka hverjar líkur væra til að koma á líku skipulagi og ann- arsstaðar þarf að komast á. 1 Svíþjóð hefir almenningur þá skoðun yfirleitt, að Islandssíld sé betri en önnur saltsíld, og á þessu byggist markaðurinn þar; en al- menningur hinna landanna álítur hollensku og skozku síldina bezta. Hversu mikið það nú kost- ar og hve langan tíma það tekur, að fá hinni síðari skoðun breytt skal látið ósagt að svo stöddu, Flokksþingið var sett kl. 5 síðdegis í gærdag í templarahúsinu við Bröttugötu. Formaður flokksins, Tryggv4 Þórhallsson forsætisráðherra setti þingið með ræðu, sem birt er í útdrætti á öðrum stað í blaðinu. En þingheimur hrópaði ferfalt húrra fyrir ættjörðinni og þakk- aði ræðuna með dynjandi lófa- taki. Þá skýrði ræðumaður frá fyrir- huguðu skipulagi þingsins og vinnubrögðum. Þá var lesin skrá yfir nöfn þingmanna þeirra, er skráð hafa sig til þátttöku og reis hver þing- maður úr sæti sínu um leið og nafn hans var nefnt. Um það leyti, sem skráin var samin, kl. 10 í gærmorgun, voru enn margir þingmenn ókomnir. En alls munu þeir verða á þriðja hundrað, sem búsettir eru utan Reykjavíkur. I fundarlok var sungið: „Eld- gamla Isafold“. Fundir flokksþingsins verða eftirleiðis í íþróttahúsi K. R. við tjörnina. Forseti þingsins er Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra. Ritarar þingsins eru Metúsal- em Stefánsson búnaðarmálastj óri og Ragnar Ásgeirsson ráðunaut- ur. I framkvæmdanefnd þingsins eru Guðbrandur Magnússon for- stjóri, Hannes Jónsson dýralækn- ir og Sigurjón Guðmundsson starfsmaður á skrifstofu Tímans. Gefa þeir flokksmönnum upplýs- ingar viðvíkjandi þinginu og starfsemi þess. I dag — miðvikudag — hefst fundur kl. 8^ síðdegis, í í- þróttahúsi K. R. Þar verða um- ræðuefni lögð fyrir þingið og nefndir skipaðar. Með Goðafossi kl. 11 í gær- kvöldi komu þátttakendur úr Skagafirði, 15 að tölu; ennfrem- ur þeir fulltrúar Suður-Þingey- inga, sem áður voru ókomnir. ----o---- Dýrtíðin í Reykjavík. Hér birtist á öðrum stað í blað- inu niðurstöður af rannsóknum þeim, sem atvinnumálaráðherra hefir látið gjöra við-víkjandi hús- næðismálunum í Rvík. Ilér í blað- inu hefir verið bent á það hvað eftir annað, fyrst í grein Her- manns Jónassonar lögreglustjóra 20. des. sl. og síðar í greinum Jónasar Jónssonar ráðherra og Jóns Árnasonar framkvæmda- stjóra, að dýrtíðin í höfuðstaðn- mn sé eitt alvarlegasta íhugunar- efni þjóðarinnar nú sem stendur og komi niðui' niður með óbæri- legum þunga, ekki eingöngu á Reykjavíkurbæ, heldur þjóðinni allri. Ríkisstjórmn hefir þegar gjört ráðstafanir, til að lækka til verulegra muna verðið á einni að- alneyzluvöru bæjarins, fiskinum. Húsaleigan mætti vera næsta skrefið. Rannsóknir þær, sem hér birtast, sýna, að þar er aðgjörða þörf. ----o---- enda er það órannsakað mál. En þó mætti gera sér í hugarlund, að það mundi að sínu leyti verða jafnerfitt og að fá íslendinga til að drekka annað kaffi en Ríó. Allt öðru máli yrði að gegna með Danmörku, Finnland, og svo Bandaríkin. I þessum löndum er emi ekki svo rótgróið í meðvitund hins neytandi almennings hverra landa saltsíld er bezt, að ekki séu möguleikar á að fá yfirburði Islandssíldarinnar viðurkennda. Menning þessara landa er það betri en slavnesku landanna, að hægara er að nota nútíma- leiðir til uppfræðslu. En skilyrði til góðs árangurs á sem stytztum tíma og kostnaðarminnst fyrir okkur framleiðendurna eru þau sömu og t. d. Svíþjóð. Fyrsta sporið yrði það að koma á föst- um samtökum og félögum meðal þeirra, er ættu að fjalla með þessa vöru, og sem eingöngu væru byggð á íslenzkri saltsíld sem grundvelli. Ég ætla að minnast fáum orð- um á Bandaríkin til að gera mönnum ljóst hverjir möguleikar eru þar um sölu íslenzkrar síldar t. d. framyfir Rússland og Þýzka- land. Verðið á íslenzkri síld (sein líklega hefir verið norskveidd) var í fyrra allt fram að nýjári rúml. $ 15 hver timna í heildsölu í Chicago, eða um 68 ísl. krónur, en allt í einu í miðjum janúar hækkaði verðið upp í rúma $20, og þóttu þetta fréttir er allar aðr- ar vörur voru að lækka í verði. Og eftirspumin hefir verið stöð- ug. Nú er að vísu 1 cent innflutn- ingstollur á pundið samkvæmt Hawley-Smooth-lögunum alræmdu frá í fyrra, eða segjum $2 á tunnuna; svo er síldin geymd í kælihúsum, og hátt flutningsgjald til Chicago. En þrátt fyrir þenn- an mikla kostnað verður verðið að kallast afargott, og framtíðar- möguleikar fyrir skipulagðri sölu eru miklir. Síldin í fyrra þótti með afbrigðum góð. V. Þegai* menn, hvort eru einstak- lingar eða samsteypur, ætla að framkvæma einhver verk, er það siður þeirra að leggja niður fyrir sér þegar í byrjun að hvaða tak- mörkum á að stefna, og síðan haga framkvæmdum eftir því. Við höfum fyrir okkur Rússana með 5 ára áætlunina sína, og þrátt fyrir megna örðugleika era ailar likur á að þeim muni heppn- ast að halda hana í velflestum atriðum. Mér mundi finnast alveg rétt hjá okkur Islendingum og Einkasölunni að ákveða þegar viss takmörk, sem yrðu að nást á vissu árabili. Og því ekki að setja sér 5 ára áætlun er t. d. gengi út á: að auka neyzlu sfldar á mann í Svíþjóð sem öðrum löndum. að vinna á móti verðsveiflum, sem allir, framleiðendur, milli- liðir sem neytendur, viður- kenna að eru óeðlilegar, að koma upp nýtízku frysti- geymsluhúsum á framleiðslu- stöðunum, Siglufirði, Akur- eyri o. fl., sem hægt yrði að afgreiða frá ágæta síld hve- nær sem væri, að hreinsa hafið fyrir Norður- landi algerlega fyrir öllum útlendingum, sem veiða utan landhelgi, svo ég nefni aðeins fátt eitt. Við höfum sýnt það, Islending- ar, að við erum ekkert síðri Rúss- um. Við höfum sýnt, að við er- um menn fyrir að koma í fram- kvæmd erfiðum verkefnum með samtökum og samvinnu. Það ætti því að vera hægt að koma full- i komnu skipulagi á síldaratvinnu- veginn allan út á við eins og iim á við. Að það er erfitt verk dylst engum, en að það muni að end- ingu takast er víst, þar eð sam- vinnan er fyrir hendi og hún lög- skipuð. Ingólfur G. S. Espholin. ---------o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.