Tíminn - 09.04.1931, Page 1

Tíminn - 09.04.1931, Page 1
Ofaíbferi og afgreiösluma&ur fE í m a n s er Hannpeitj £>orsteins&óttir, Ccvfjargötu 6 a. 2?oyfjaDÍf. ^fgteifcsía Cínians er í £cefjargötu 6 a. (Ðpin öaglega fl. 9—6 Simi 2353 XV. éig. Kaldar kvedjur. Dómur íhaldsins um íslenzka bændur. Flokksþing Framsóknarmanna er háð þessa dagana, í höfuðstað landsins. Nokkuð á þriðja hundr- að manna hvaðanæva að úr byggð- um landsins, utan Reykjavíkur, eru hingað komnir til að heyja flokksþingið. Þó að meðal þeirra séu menn úr flestum eða öllum stéttum landsins, fór þó eins og við mátti búast, að bændurnir eni þar langfjölmennastir. Innan bændastéttarmnar á flokkurinn meginþorra atkvæða sinna og það eru því eðlilega bændurnir, sem fyrst og fremst setja svipinn á störf hans, einnig á þessu flokks- þingi. Það hefir löngu verið vitanleg-t, og foi’vígismenn íhaldsflokksins hjer í höfuðstaðnum bera ekki hlýjan hug til bændastéttarinnar. Þeim er það vel Ijóst, íhaldsmönn- unum, að það eru bændurnir, sem valda þeim pólitísku hrakförum, sem íhaldsflokkurinn beið við síð- ustu kosningar. Án samtaka bændanna væri Framsóknarflokk- urinn ekki til. Ef bændurnir hefðu ekki gengið saman til pólitískra átaka og heimtað þann rétt, sem þeim bar til áhrifa á úrslit þjóð- málanna, væri íhaldið ennþá við völd í Islandi. Það eru bændumir, sem með djarfmannlegri íhlutun hafa tekið í taumana og hindrað alveldi braskaranna yfir peninga- stofnunum þjóðarinnar. Það eru sömuleiðis bændur landsins, sem hafa krafizt þess, að nokkr- um hluta þess fjár, sem áður fór til þess að fullnægja óhóflegum lífskröfum eyðslustéttarinnar í Reykjavík, yrði varið til að rækta landið og hjálpa til að koma upp viðunandi híbýlum yfir það fólk, sem vinnur fyrir lífsframfæri þjóðarinnar. Það eru bændumir, sem hafa heimtað það, að lög landsins gengju jafnt yfir ríka og óríka og að fullkomins heiðarleika væri krafizt af trúnaðarmönnum þjóðarinnar. Þeir, sem eitthvað þekkja hugs- unarhátt þeirrar manntegundar, sem mest á undir tilveru íhalds- flokksins, vita, að í huga þeirra manna eru tvær tilfinningar rík- astar gagnvart bændastéttinni. Annarsvegar er gremjan út af þeim áhrifum, sem bændumir hafa áunnið sér með pólitískum samtökum. En þó sú gremja hafi sollið heit undir niðri, hefir henn- ar þó sjaldan gætt opinberlega. Helzt hefir hennar orðið vart í því, að íhaldsblöðin hafa verið að ala á því öðru hverju, að sveit- irnar ættu of marga fulitrúa á Alþingi, og að því fyrirkomulagi þyrfti að breyta með nýrri kjör- dæmaskipun. Hin tilfinningin, sem er engu síður rik, er fyrir- litningin á bændastéttinni. Þó að íhaldið í Reykjavík hafi, þrátt fyrir gífurlegustu misbeitingu fjármunanna sér í hag, farið hall- oka fyrir Framsóknarflokknum á pólitískum vettvangi, skortir það bæði vit og skapstillingu til að viðurkenna þá yfirburði í menn- ingu, sem gefið hafa bændasam- bökunum sigurinn. Þvert á móti skoðar braskarastéttin í Reykja- vík, í allri sinni niðurlægingu, sjálfa sig ennþá sem einskonar aðal í þjóðfélaginu, og lítur niður á bændastéttina með því hugar- fari, sem þeim mönnum einum er gefið, sem sjálfir eiga 1 senn litla hógværð og lítið vit Það kemur ekki af góðu, að gremja og fyrirlitning Reykja- víkuríhaldsins í garð bændanna, hefir brotizt svo sjaldan út hingað til, sem raun er á. Óttinn við bændurna hefir lokað munni íhaldsblaðanna hingað til. Jafnvel allra grunnhyggnustu íhalds- menn, eins og Valtýr Stefánsson, vissu, að íhaldið mátti ekki við því, að fæla frá sér það af bænda- atkvæðum, sem því hefir tekizt að halda í fram að þessum tíma. Svo mikið sem Ólaf Thors og hans líka hefir langað til þess að segja bændunum það upp í opið geðið, að þeir séu ómannaðir dónar, sem ekki eigi að láta sjá sig við kjör- borðin, hefir lítilmennskan orðið freistingunni yfirsterkari. Magn- ús Guðmundsson mátti ekld missa bændaatkvæðin í Skagafirði, Pét- ur Ottesen í Borgarfirði eða Sig- urður Eggerz í Dölum. Og því hafa ólafur og hans líkar setið á strák sínum — þangað tii nú. Loksins nú er þögnin rofin. Og það er hin mikla sókn bænd- anna til flokksþingsins, sem gjört hefir út af við skapstillingu íhaldsins í Reykjavík. Sjálfan páskadaginn hefir Reykjavíkuríhaldið valið til þess, loksins, eftir áralanga þögn, að segja skoðun sína á bændunum. Á stórhátíðinni, um hámessu- tímann, er hún borin út um bæ- inn, hin glæsilega(!) lýsing Mbl. á bændunum, sem hingað eru komnir á flokksþingið. Og svona hljóðar lýsingin: „það eru ekki sællegir menn. þeir eru veðurbarnir eftir góðærin (þeir af þeim*), sem eru úr bændastétt). það eru magrir menn og svangir, beygðir af striti og skuldum ... þeim er samlað (ekki fatast Mbl. orðfærið!) saman af ríkissjóðsskipunum eins og skuldaföngum. — þeir koma hver með sinn mal, bognir og hlýðnir1'. Og enn heldur hún áfram, lýs- ingin af komu bændanna til höf- uðstaðarins: „Og nú eru þeir komnir úr kuldan- um og myrkrinu, sultinum og skulda- þjáningunum ... peir þvo sér úr sápu ofj strjúka fiSrið af tötrunum og mosann úr skegginu**). Frama- vonin og auðmýktin eiga þar harða glímu. Framavonin vill rétta úr bnjám og lierðum, auðmýktin legst á eins og kaupfélagsskuld". Svona hljóðar páskaguðspj all Morgunblaðsins um íslenzka bændur. Vitanlega eru það ekki Fram- sóknarbændurnir einir, sem hlut eiga í þessari páskahugvekju ihaldsins í Reykjavík. Óneitanlega er það nýstárleg dægrastytting fyrir kjósendur íhaldsins t. d. í Skagafirði, Döl- um, Borgarfjarðarsýslu eða á Snæfellsnesi, að gjöra sér í hug- arlund, hvernig „samherjar'1 þeirra elskulegir í Reykjavík tala sín á milli um bændurna, sem *) þ. e. fulltrúunum á flokksþing- inu. **) Leturbr. Tímans. Reykjavík, 9. apríl 1931. Flokksþingið Annar fundur flokksþingsins hófst í K. R.-húsinu á miðviku- dagskvöld 1. apríl kl. 8V2. Forseti þingsins nefndi til fundarstjóra Ásgeir Ásgeirsson alþm. forseta sameinaðs þings og varafundar- stjóra Þorleif Jónsson alþm. — Næsti fundur var á fimmtudag árdegis. Þeim fundi stýrði Guð- mundur ólafsson alþm., forseti efri deildar, en varafundarstjóri var Ingvar Pálmason alþm. Á báðum þessum fundum voru mál reifuð af frummælendum og nefndir kosnar. Kl. 81/2 síðdegis á fimmtudag hófst fundur í Gamla Bíó, stærsta samkomusal bæjarins. Reyndist K.-R.-salurinn þá allt of líttll. Þar fluttu þeir yfirlitser- indi Tryggvi Þórhallsson forsæt- isráðherra, um landbúnaðarmálin og Jónas Jónsson dómsmálaráð- herra, um dómsmálin. Á laugardagsmorgun var fund- ur í K.-R.-húsinu og- hófst kl. 10 árdegis. Fundarstjóri var Jör- undur Brynjólfsson alþm., for- seti neðri deildar Alþingis og varafundarstj. Ingólfur Bjarnar- son alþm. og Halldór Stefánsson alþm. Á þeim fundi var lokið fyrri framsögu mála og nefndarkosn- ingum. Þessi mál höfðu þá verið lögð fyrir þingið af hálfu flokksstjórn- arinnar. (Nöfn frummælenda í svigum): 1. Fjárhagsmál (Einar Árnason f jármálaráðherra). 2. Utanríkismál (Bjarni Ás- geirsson alþm.). 3. Heilbrigðismál (Jónas Jóns- son ráðherra). 4. Byggingamál (Jónas Jónsson ráðherra). 5. Verzlunar- og samvinnumál (Jónas Þorbergsson útvarpsstj.). 6. Sjávarútvegsmál (Ingvar Pálmason alþm.). 7. Fóðurtryggingamál (Jónas Jónsson ráðherra). greitt hafa íhaldsþingmönnunum atkvæði. Þeir öfunda sjálfsagt ekki sjálfa sig af því, þessir íhalds- menn, að hafa neyðst til þess að klöngrast inn í þingið á atkvæð- um mannanna með „fiðrið á tötr- unum og mosann í skegginu“. Það má svo sem næni geta, hvernig t. d. Magnúsi Guðmunds- syni muni hafa liðið í ráðherra- stólnum, sem borinn var uppi á bökum hinna „svöngu og mögru skuldafanga“ í Skagafirði. Og það er heldur ekki vandi að gizka á, hvemig Mbl.-ritstjórunum og öðru vel búnu íhaldsfólki muni hafa liðið öll þessi ár í samfélagi við menn, sem aldrei „þvo sér úr sápu“ nema þá sjaldan þeir koma í hina dásamlegu paradís brask- aranna, höfuðstað íslands! Það er heldur ekki vandi að gizka á, hvemig á því stendur, að íhaldið í Reykjavík úthverfist svona skyndilega og opinberar sinn innra mann og hugarþel gagnvart bændastéttinni. Morgunblaðsliðið óttast — hin geysilega aðsókn að flokksþingi Framsóknarmanna bendir sterk- lega í þá átt — að dagar íhalds- 8. Raforkumál (Halldór Stef- ánsson alþm.). 9. Bankamál (Jón Árnason framkvæmdastjóri). 10. Skattamál (Helgi Briem bankastjóri). 11. Landbúnaðarmál (Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra). 12. Iðnaðarmál (Guðbrandur Magmússon forstjóri). 13. Menntamál (Vísað til nefnd- ar án framsögu). 14. Verkamannamál (Hermann Jónasson lögreglustjóri). 15. Samgöngumál (Þórólfur Sig- urðsson bóndi Baldursheimi). 16. Skipulagsmál flokksins (Jón- as Jónsson ráðherra). 17. Blaðaútgáfumál flokksins (Gísli Guðmundsson ritstjóri). Var hvert þessara mála falið sérstakri nefnd til athugunar. Auk þess var kosin sérstök alls- herjamefnd, til að hafa umsjón með nefndastörfum flokksþings- ins í heild sinni. Á laugardagskvöld kl. 8)4 hófst fundur aftur, í Nýja Bíó. Ásgeir Ásgeirsson alþm. flutti þar er- indi um stjórnmál og Hermann Jónasson lögreglustjóri um verkamannamál. Þessi fjögur erindi, er nú hafa verið nefnd, (á fimmtudags- og laugardagskvöld) sótti fjöldi Framsóknarmanna, búsettra í Reykjavík, sem eigi gat fengið aðgang að þinginu að öðru leyti sökum húsþrengsla. Á mánudag, 6. apríl, stóð fund- ur í K.-R.-húsinu kl. 2—4, kl. 5 —7 og kl. 9—11 síðdegis. Fund- arstjóri var sr. Sigfús Jónsson kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki. Þessi nefndarálit voru af- greidd: 1. Álit sjávarútvegsnefndar. Frsm.: Sveinn Ólafsson alþm. 2. Álit rafmagnsmálanefndar. Frsm.: Halldór Stefánsson alþm. 3. Áht bankamálanefndai*. — Frsm.: Jón Ivarsson kaupfél.stj. Umræðum um álit skattamála- nefndar (Frsm.: Þórir Steinþórs- son bóndi á Litlu Strönd) var flokksin s í sveitakjördæmunum séu þegai' taldir. Allar sínar vonii* um þingfylgi eftir næstu kosningar byggir í- haldið nú á því, að takast megi að fjölga þingmönnum Reykja- víkur og samvinna fáist við jafn- aðarmenn í kosningunum. Foringjar íhaldsflokksins eru nú sjálfir þeirrar ti*úar, að þeim þýði ekki framar að fara til „mögru mannanna með mosann í skegginu“ og biðja þá um at- kvæði við kosningar. Lengi hefir hún sollið þeim í geði, gremjan og fyrirlitningin til bændanna. Ef til vill álíta þeir nú síðustu forvöð, íhaldsmennimir, að svala sér á bændunum, á meðan flokk- urinn ennþá er þess umkominn að halda úti víðlesnu landsmála- blaði. Foringjar íhaldsflokksins í Reykjavík hafa sagt meiningu sína um íslenzka bændastétt. Þökk hafi þeir fyrir hreinskiln- ina. En mennirnir „með mosann í skegginu“ eiga eftir að sýna, hvað þeir geta, — við kjörborð- in í sumar. ----0---- 23. blað. frestað og málinu vísað til alls- herjamefndar. Þriðjudag 7. apr. hófst fundur kl. 10 árdegis. Afgreidd voru álit heilbrigðismálanefndar (Frsm.: Lárus Rist kennari á Akureyri) og byggingarmálanefndar (Frsm. Jóhann Fr. Kristjánsson húsa- meistari). Fundarstjóri var Bjarni Jensson bóndi í Ásgarði. Kl. 7 síðdegis sama dag hófst samsæti á Hotel Borg. Stóð það til kl. 1 eftir miðnætti. Þátttak- endur voru hátt á þriðja hundi'að. Yfir 20 í-æðm- voru fluttar í sam- sæti þessu. Létu margir svo um mælt, að eigi myndu þeir annan mannfagnað ánægjulegri, þann er þeir hefðu tekið þátt í. Samsæt- inu stýrði forseti flokksþingsins. Á miðvikudag stóð fundur kl. 91/2—12 f. h. og 81/2—12 e. h. — Þessi nefndarálit voru afgreidd frá fundinum: 1. Álit landbúnaðarnefndar (Frsm. Jón Jónsson alþm.). 2. Álit iðnaðarmálanefndar. (Frsm. Guðm. Hlíðdal verkfræð- ingur). 3. Álit viðskipta- og samvinnu- málanefndar. (Frsm. Ingimar Ey- dal ritstjóri). 4. Álit fjárhagsnefndar. (Frsm. sr. Sigfús Jónsson kaupfélags- stjóri). 5. Álit skattamálanefndar (Frsm. áður getið). Fundarstjóri var Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri í Húsa- vík. -----o---- Álit dómnefndarinnar um samkeppnina um prófessors- embættið í Islandssögu varð opin- bert á þriðjudag. Nefndin telur tvo af keppendunum, Áma Páls- son og Þorkel Jóhannesson, „að vísu báða hæfa til þess að gegna embættinu, en að öllu athuguðu hefir hún þó orðið sammála um að leggja það til við deildina, að hún mæli með því, að Árna Pálssyni verði veitt embættið“. Ólíklegt er, að allir nefndar- menn hafi verið á einu máli um það, að hér væri um heppilega úrlausn að ræða. Eftir því, sem nefndin segir sjálf frá átti Ámi Pálsson svo miklu ólokið af verk- efni sínu, að tæplega virðist verj- anda, að hafa tekið ritgjörðina gilda. Sá hluti ritgjörðai'innar, sem honum tókst að ljúka „tekur aðeins yfir lýðríkistímabilið“ (þ. e. fram til 1262), eftir því, sem nefndin sjálf segir, en verkefnið var: „Frjálst verkafólk á Islandi til siðaskipta“ (1550), og er þá ókönnuð erfiðasta heimildin, sem sé fornbréfasafnið. Þorlcell lauk hinsvegar ritgjörðinni, og ber liún, að dómi nefndarinnar „höf- undinum ágætt vitni um dugnað, rannsóknai'hæfileika og góða dóm- greind“. Um það verður eigi deilt, að Ámi Pálsson sé vel gefinn maður á ýmsan hátt og ritfær mörgum fremur. Hitt verður ekki af líkum ráðið, að hann muni reynast afkastamaður til fræði- starfa. — Hliðstæð ráðstöfun af hendi háskólans hefir einu sinni áður verið varin með því, að maðurinn, sem embættið fékk, yrði orðinn gamall eða fallinn frá, þegar því yrði slegið upp næst! Bera slíkar rökfærslur óneitanlega fremur vitni um hjartagæzku en skarpleik. Eftir er að vita, hvað heimspekideildin og kennslumála- ráðuneytið leggja til málanna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.