Tíminn - 11.04.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.04.1931, Blaðsíða 1
©iaíbferi og afgret&slumaöur Címans et Hannpeig þorsteins&óttir, £a>fj«rgötu 6 a. 2íeyfjauíf. ^.fgreibsla í i:n a n s er í €cef jargdtu 6 a. (Dpin fcaglega fl. 9—6 Sími 2353 XV. árg. Reykjavflc, 11. aprfl 1931. 24. blað. Mokksþingið Nefndarálit um fjárhag ríkisins. Á flokksþingi Framsóknar- manna, sem nú er nýlokið, var kosin 7 manna fjárhagsnefnd, er vinna skyldi að því að afla sér nokkurs yfirlits um fjárhag rík- isins og fjármálastjórn og leggja fýrir þingið álit sitt og tillögur. I nefndinni áttu sæti si. Sigfús Jónsson kaupfélagsstjóri á Sauð- árkróki, Guðmundur Kristjánsson bóndi á Víkingavatni í Norður- Þingeyjarsýslu, Jósep Jónsson bóndi á Melum í Hrútafirði, Hall- grímur Nielsson hreppstjóri á Grímsstöðum í Mýrasýslu, Hallur Kristjánsson bóndi á Gríshóli á Snæfellsnesi, Jónas Björnsson bóndi í Gufunesi í Kjósarsýslu og Hólmgeir Þorsteinsson bóndi á Hrafnagili í Eyjafirði. Degi áður en flokksþinginu lauk lagði nefndin fram álit sitt. Var það samþykkt einum rómi á þinginu. Hér fer á eftir nefndarálitið: „Á flokksþingi Framsóknar- manna 1931 vorum vér undirrit- aðir kosnir í nefnd til þess að athuga nokkur mál, sem snerta fjárhag ríkisins. Mál þessi eru þau, sem nú skal greina: 1. Skuldir ríkisins. 2. Rekstursreikningur ríkisins yfir árið 1930. 3. Bókhald ríkisins. 4. Ábyrgðir ríkissjóðs. Á þeim stutta tíma, sem vér höfum haft yfir að ráða, höfum vér athugað þessi mál eftir föng- um, og skal nú í stuttu máli að þeim vikið, hverju fyrir sig. Um það eru eflaust ailir sam- mála, að æskilegast væri, að skuldir ríkisins væru sem allra minnstar. En þess ber að gæta, að fé þarf til framkvæmda, og ef ekki hefði verið horfið að því ráði að taka lán til þess að hrinda í framkvæmd þeim um- bótum, sem orðið hafa á þjóðar- búinu hin síðari árin, þá mund- um vér eiga stórum lengra í land til þess að ná því umbótatak- marki, sem meginhluti þjóðar- innar hefir óskað og þráð að náð yrði. Vér lítum svo á, að þó skuldir ilkisins hafi hækkað að mun við hina síðustu lántöku, sem allir flokkar þingsins voru sammála um að fela núverandi stjórn að taka, þá hafi sú skuldahækkun verið nauðsynleg og sjálfsögð, til þess að kostur yrði á að koma í framkvæmd þeim stórfelldu og víðtæku umbótum, sem gjörðar hafa verið á svo mörgum sviðum, til þess að búa í haginn fyrir þjóðina og bæta lífsskilyrði henn- ar. Að voru áliti hefir fáum eða engum lánum, sem ríkið hefir tekið, verið jafnvel, og því síður betur, 'varið, en láni því, sem nú- verandi stjórn tdk á næstliðnu ári. Aldrei hefir meðferð ríkis- fjárins yfirleitt sýnt jafnljósan vott víðsýni og umbótaáhuga og síðustu þrjú árin. Aldrei hefir jafnmiklu fé verið varið til styrktar og eflingar landbúnaðin- um, aldrei jafnmiklu til sjávar- útvegs, aldrei jafnmiklu til nauð- synlegra opinberra bygginga, brúa, vita og síma, aldrei jafn- i miklu til samgöngubóta á sjó og landi, aldrei jafnmiklu til fræðslu- mála o. fl. o. fl. Fénu hefir því ekki verið kastað á glæ, heldur varið til þeirra umbóta, er brýna nauðsyn ber til og meginþorri landsmanna óskuðu og þráðu. Við uppgerð á tekjum og gjöldum ríkisins yfir árið 1930, sem f jármálaráðherra hefir lagt fram á yfirstandanda Alþingi, höfum vér ekkert að athuga, og erum þess fullvissir, að þar sé allt rétt tilfært, eftir því sem vit- að varð á þeim tíma, er uppgerð þessi fór fram á. Hið nýja ríkisbókhaid, sem þegar er byrjað að taka upp, teljum vér að hafi marga kosti umfram hið gamla, og álítum, að þó því kunni að f ylgja einhver aukinn kostnaður í byrjun, þá muni það, ásamt breyttri og bættri endurskoðun landsreikn- inganna, reynast hagfeldara og öruggara en hið eldra. Teljum vér því æskilegt, að það verði lögfest. ; , . í sambandi við framangreint álit á fjárhag ríkisins, leyfum vér oss að bera fram svofellda tiliögu: „Flokksþing Framsóknarmanna 1931 lítur svo á, að i rekstri þjóðarbúsins í tíð núverandi stjórnar komi umbótahugur hennar ljóst íram, og sé í fullu samræmi við stefnu og kröfur Framsóknarflokksins. Fiokksþing- ið vottar því stjórninni og sam- verkamönnum hennar, alþingis- mönnum Framsóknarflokksins, þakkir fyrir þann áhuga, áræði og atorku, til alhliða umbóta, sem hún og þeir hafa sýnt". Þá er fjórða atriðið: Ábyrgðir ríkissjóðs. í árslok 1929 voru ábyrgðir ríkisins um 10V* miljón, bar af voru 5 miljonir króna ábyrgðir vegna Landsbankans, og er ekk- ert við það að athuga. Aðrar ábyrgðir voru ca. 51/* miljón króna. Þar af hér um bil 23/4 miljón fyrir bæjarsjóð Reykjavíkur. Um sumar af þess- um ábyrgðum er það fulvíst, að þær hafa fallið (Vestmannaeyj- ar) og munu falla (Kári) á rík- issjóð, og nema þær upphæðir að minnsta kosti hálfri miljón króna. í tilefm' af þessum ábyrgð- um leyfir nefndin sér að bera fram þessa tillögu: „Flokksþingið telur nauðsyn- legt, að gætt sé ítrustu varfærni i því, að binda ríkissjóð ábyrgð- um, nema sérstaklega brýn nauð- syn sé til, vissa fyrir því, að þær verði til almenningsheilla, og full trygging fyrir því að ríkisBJóður bíði ekki fjárhagsiegt tjt'm af þeim". ! k Reykjavík, 7. apríl 1931. Sigfús Jónsson. Guðm. Kristjánsson. Jósep Jónsson. Hallgr. Níelsson. Hallur Kristjánsson. Jónas Björnsson. Hólmgeir Þorsteinsson". Aðvðrun. Samkvæmt reglum um hagnýtingu útvarps ber hverju því heimili, sem hagnýtir sér útvarpið, að greiða hið lögmælta gjald, hvort heldur þau nota eigin tæki eða lagnir frá tækjum annara heimila til gjallarhorna á heimili sínu. Vegna undirbúnings innheimtunnar fyrir árið 1931 aðvarast allir þeir, sem ekki hafa enn sent skrifstofu útvarpsins tilkynn- ingu um tæki sín, að gera það nú þegar. Þó ber ekki að tilkynna þau viðtæki, sem hafa verið keypt hjá Viðtækjaverzlun ríkisins og útsölumönnum hennar. ^ Sérstaklega aðvarast allir þeir, sem nota einungis gjallarhorn með lögnum frá viðtækjum annara heimila, að tilkynna það nú þegar, hvort heldur gjallarhornin hafa verið keypt hjá Viðtækja- verzlun ríkisins eða ekki. Þeir, sem kynnu að vilja hagnýta sér útvarpið á óleyfilegan hátt, mega búast við því, að gagnvart þeim verði beitt fyrirmæl- um laga um óheimila notifun útvarps. Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri. getur fengið stöðu yfir sumarið á Reykjum í Mosfellssveit. Upp- lýsingar í síma Álafoss 6A. (Frsm. Sigurður Sigurðsson bún- aðarmálastjóri). Fundarstjóri var Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri á Reyð- arfirði. Kl. 8V2 um kvöld hélt fundur- inn áfram og var þá, af því að ekki var hægt að fá K.R.-húsið, fluttur í Kaupþingssalinn í Eim- skipafélagshúsinu. Þessi nefndar- álit voru afgreidd: 1. Álit menntamálanefndar. (Frsm.: Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri). 2. Álit utanríkismálanefndar (Frsm.: Benedikt Sveinsson al- þm.). 3. Álit skipulagsnefndar (Frsm.: Páll Zophoníasson ráðunautur). Því næst fóru fram kosningar samkvæmt reglum þeim um skipulag flokksins, er samþykkt- ar voru. Þessi var síðasti fundur flokks- þingsins. Kl. að ganga 3 um nótt- ina sleit forseti þinginu með stuttri ræðu. Þá mæltu einnig að skilnaði: Jón Þórarinsson bóndi í Hvammi í Dýrafirði, Jósef Jóns- son bóndi á Melum og Jónas Þor- bergsson útvarpsstjóri. Sungið var: „Eldgamla Isafold". Samþykkt var í þinglok svo- hljóðandi yfirlýsing einum rómi: „Flokksþing Framsóknarmanna lýsir fyllsta trausti á núverandi ríkisstjórn og vottar henni þakk- ir fyrir ötula forystu í stefnumál- um flokksins, alþjóð tí.1 heilla". 1 gær lagði meirihluti aðkomu- manna þeirra, er þingið sátu, af stað úr Reykjavík. Fimmtudaginn 9. þ. m. hófst fundur kl. 9^ og stóð til hádegis. Þessi nefndarálit voru afgreídd: 1. Álit verkamálanefndar (Frsm. Sig. Bjarklind). 2. Álit saragöngumálaníifndar, (Frsm. Þórólfur Sigurðsson bóndi í Baldursheimi). 8. Álit fóðurtrygginganeft,\dar. Jarðabótastyrkurinn er að þessu sinni 585 þúsundir króna. Mbl. skýrir frá því í morgun að ríkisstjórnin geti ekki greitt þetta fé af höndum. Blaðið fer hér sem oftar með staðlaus ósannindi. Metúsalem Stefánsson búnaðarmálastjóri hefir í dag tjáð Tímanum, að allur jarðabóta- styrkurinn sé þegar útborgaður úr ríkissjóðL PÁLL J. ÓLAFSSON D.D.S. tanulæknir Reykjavíkur Apótek Herbergi 39. Utanbæjarfólk, sem óskar gerfitanna hjá mér, geröi vel að láta vita áður en, eða um leið og það kemur til bæjarins, svo að hægara sé að gera þvi greið skil. — Símar 501 og 1315. Æfisaga Valtýs. Þegar V. St. var að skrifa skammirnar um útvarpsráðið á dögunum sagði fyndinn maður við útvarpsráðið. „Ég skal kenna ykkur ráð til að hefna ykkar á Mbl. og það eftirminnilega. Bjóðið þið Valtý Stefánssyni að segja æfisögu sína í útvarpið". — Full- yrt er, að útvarpsráðinu hafi of- boðið svo grimmileg hefnd. Fréttlr Kannsókuarneíiid hefir lögreglu- stjórinn í Reykjavík tilnefnt til að athuga tildrögin að gjaldþroti fs- landsbanka í fyrra. I nefndmni eru þórður Eyjólfsson lógfr., Stefán Jóh. Stefánsson hæstaréttarmálaílutnings- maður og Einar Arnórsson prófessor. Einari Ástráðssyni lækni hefir ver- ið veitt Eskifjarðarlæknishérað. Tók hann sér, ásamt konu sinni og barni, fari austur þangað með Súðinni í gærkveldi. Lárus H. Bjaruason hæstaréttar- dómari hefir sótt um lausn frá embætti. Kúban-kósakkarnir komu hingað um síðustu helgi og hafa sungið hér þrisvar sinnum við mikla aðsókn. Karlakór þessi er einn hinn frægasti í Evrópu. f kórnum eru 26 manns, rússneskir Kósakkar, sem þatt tóku í uppreisninni í Suður-Rússl. gegn ráðstjórninni um 1920. Hröklaðist uppreisnarherinn úr landi, er Bolsé- víkar urðu yfirsterkari. Kuban- Kosakkarnir sungu fyrst opinberlega suður a Balkan og svo í Wien 1921. í ráði er að þeir fari héðan til ísa- fjarðar og Akureyrar og syngi þar, en komi aftur hingað 18. þ. m. og láti þá einnig til sin heyra. Eins og að líkum lætur fýsir marga að sjá og heyra þessa ættjarðarvana farand- söngvara, enda er list þeirra af fróð- um mönnum frábær talin. Perlur heitir lítið en eigulegt tíma- rit, sem byrjaði að koma út í Reykja- vlk síðastL ár. Efni þess er einkum helgað listrænum efnum. í heftinu »De Reszke« (borið fram: Du Resk) The Aristocrat of Cigarettes Aður 2 krónur. Nú 1 krónu. er einhver alfínasta virginia- cigarettan sem til er á heims- markaðinum. „De Reszke" hefir um langt skeið verið seld hér á landi og kostað 2 krónur pakkinn með 20 stykkjum, en í dag og framvegis verður hún seld á lta.Zltt.Ntt eða jafnódýrt og þær léleg- ustu cigarettur sem hér fást. „De Reszke" fæst „Ivory tipped" og án munnstykk- is með sama verði. „De Reszke" var reykt í öll- um veizlum á alþingishá- tíðinni. „De Reszke" er allstaðar reykt þar sem meim vilja f á það bezta. „De Reszke" fæst nú í hverri búð og verður bráðum í hvers manns munni. HaiiisUirii umboðsmaður „De Reszke" á fslandi. sem út kom í tilefni af Alþingishatíð- inni, hafa þessir rithöfundar og lista- menn lagt til efnið: Jón porleifsson málari, Tryggvi Magnússon málari, Sigurður Skúlason mag. art., Stefán frá Hvitadal, Einar H. Kvaran, Davíð Stefánsson, Emil Thoroddsen, Túmas Guðmundsson, Soffía Ingvarsdóttir, Jakob Thorarensen, Jakob Jóh. Srnári, Guðm. Einarsson frá Miðdal, Jóhs. Kjarval, Björn Björnsson málari, Halldór Kiljan Laxness, Sigvaldi Kaldalóns, Finnur Jónsson málari, Lárus Sigurbjörnsson, Svanhildur porsteinsdóttir, Kristmann Guð- mundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.