Tíminn - 14.04.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.04.1931, Blaðsíða 1
Ojaíbferi 09 afgrct&slumaður Címans er Hannpeia, £>orsteins&óttir, ícvfjargótu 6 a. Reytiamt. ^fgteifcsía Cimans er í Cctfjargötu 6 a. (Dpin 6a$lcaa> fl. 9—6 Sími 2353 XV. árg. Reykjavík, 14. apríl 1931 25. blað. Alþingi rofið Nýjar kosningar 12. júní næstkomanda Framsóknarflokkurinn leggur deilumálin undir úrskurð þjóðarinnar Foringjar íhaldsmanna og jafnaðarmanna »taka höndum saman« gegn Framsóknar^ flokknum og flytja æsingaræður af svölum Alþingishússins Klukkan 1 eftir hádegi í dag var á dagskrá í sameinuðu þingi tillaga íhaldsmanna, sem þeir ætluðu sér að koma fram með fulltingi jafnaðarmanna, um að lýsa vantrausti á núverandi ríkisstjórn. En í fundarbyrjun, áður umræður hæfust um vantrautiðs, kvaddi forsæt- isráðherra, Tryggvi Þórhallsson, sér hljóðs utan dagskrár og mælti á þessa leið: Þar eð borin hefir verið fram í Sameinuðu Alþingi vantrausts- yfirlýsing til- núverandi stjórnar, flutt af hálfu Sjálfstæðisflokksins og vafaiaust við fylgi alls þess flokks og hinsvegar er fullvíst og yfir- lýst að Jafnaðarmannaflokkurinn á Alþingi, sem veitt hefír ríkis- stjórninni hlutleysi til þessa þings, hefir nú tekið ákvörðun um að greiða vantrauststillögu atkvæði, þá er það fyrirfram vitað að van- traustsyfirlýsingin nær samþykki meirahluta Sameinaðs Alþingis — Þar eð samvinna á víðtækara sviði milli Jafnaðarmannaflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins verður að teljast í fullu ósamræmi við alþingiskosningarnar er f ram fóru 9. júlí 1927 og ákváðu í aðalatriðum skipun núveranda þings — Þar eð það er þó fram komið að slík samvinna milli Jafnaðar- mannaflokksins og Sjálfstæðisflokksins er þegar hafin, meðal annars um það að leiða í lög víðtækar breytingar á kjördæmaskipun landsins — Þar eð því annarsvegar er yfir lýst í aðalmálgagni Jafnaðar- mannaflokksins að sá flokkur muni hvorki styðja Sjálfstæðisflokkinn til stjórnarmyndunar né veita honum hlutleysi til þess og af því er ljóst, að þessir tveir flokkar geta nú ekki myndað pólitíska stjórn, og hinsvegar er því yfir lýst af þingmanni úr miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins á fundi í neðri deild Alþingis í gær, að það væri með öllu óráðið hvað við tæM eftir samþykkt vantraustsyfirlýsingarinnar — Þar eð telja má fullvíst að mesta truflun yrði á störfum þings- ins vegna samþykktrar vantraustsyfirlýsingar, þannig, að málum þingsins yrði aðeins fáum lokið, en þingtíminn eigi að síður mundi dragast mjög úr höfi fram, en hinsvegar mætti hafa full not af störf- um þessa þings á mörgum sviðum á nýju þingi síðar á árinu — Þar eð kjörtímabil er nálega liðið og senn liðin fjögur ár síðan þjóðin hefir haft tækifæri til að láta vilja sinn koma fram við al- mennar kosningar — — þá þykir að öllu þessu athuguðu stjórnskipulega rétt og í fylstu samræmi við reglur í öðrum þingræðislöndum, að leita dómsúr- skurðar þjóðarinnar með því að áfrýja nú þegar þeim málum sem milli bera hinna pólitísku flokka, til dómstóls kjósendanna í landinu og efna til nýrra kosninga. Skal það tekið fram, að frá þessum degi og til kosninganna lítur stjórnin á aðstöðu sína sem stjórnar, er starfar til bráðabirgða. Og undir eins og kunnugt er orðið um úrslit hinna nýju kosninga mun Alþingi stefnt til nýs fundar í samráði við formenn andstöðu- flokkanna. 1 samræmi við allt það sem nú hefir verið fram tekið, hefi ég af ráðuneytisins hálfu borið fram tillögu um þetta efni við H. H. konunginn. j í 1 I gærkvóldi veitti ég viðtöku símskeyti fra Konungsritara um að konungur samdægurs hefði undirritað bréf er svo hljóðar: Vér Christian hinn Tíundi, af guðs náð konungur Islands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holtsetalandi, Stór- mæri, Þéttmerski, Láenborg og Aldinborg, Gjörum kunnugt: Með því að forsætisráðherra af hálfu ráðuneytis Vors þegnlega hefir borið upp fyrir Oss tillögu um að rjúfa Alþingi það, sem nú er, og þar sem Vjer höfum í dag allra- mildilegast fallist á tillögu þessa, þá bjóðum Vjer og skipum fyrir á þessa leið: Alþingi það sem nú er, er rofið. Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér þegnlega að hegða. Gjört á Christiansborg 13. apríl 1931. Undir Vor konunglega hönd og innsigli. Christian R. Samkvæmt þessu lýsi ég því yfir að þetta Alþingi Islendinga, sem háð er eitt þúsund og einu ári eftir að hið fyrsta Alþngi var háð að Þingvöllum, er rofið. Vér Christian hinn Tíundi, af guðs náð konungur Islands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holtsetalandi, Stór- mæri, Þéttmerski, Láenborg og Aldinborg, Gjörum kunnugt: Með því að Vér höf um með opnu bréfi, dagsettu í dag, rofið Alþingi, sem nú er, þá er það allramildilegastur vilji Vor, að nýjar almennar óhlutbundnar kosningar skuli fara fram 12. juní næstkomandi. Fyrir því bjóðum Vér og skipum svo fyrir, að almennar óhlut- bundnar kosningar til Alþingis skuli fara fram nefndan dag. Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér þegnlega að hegða. Gjört á Christiansborg, 13. april 1931. Undir Vor konunglega hönd og innsigli. Christian R. Samvinnuútgerð Tryggvi Þórhallsson. Þegar forsætisráðherra hafði lokið máli sínu, varð ókyrrð nokk- ur í þingsalnum. Mest höfðu sig þar í frammi Héðinn Valdemarsson og Ólafur Thors. Frá jafnaðar- og íhaldsmönnum innan og utan þing;- bekkjanna, kváðu við óp eins og „Niður með stjórnina". — „Niður með konunginn" o. s. frv. Alþingismenn flestir yfirgáfu síðan fundarsalinn. Nokkuð af fólki hafði safnast saman utan við Alþingishúsið, er tíðindin spurðust. Bar þar mest á félögum úr Heimdalli, sem komnir voru neðan úr Varðarhúsi. Kom þá fram á svalirnar Jón Baldvinsson alþm. og talaði til fólksins. Á eftir honum töluðu Ólafur Thors, Héðinn Valdemarsson, Magnús Jónsson, Sig. Eggerz og Haraldur Guðmundsson. Kváðust þeir myndu boða til almennra funda í samkomuhúsum bæjarins í kvöld. „Nú tökum við Héðinn Valdemarsson höndum saman", sagði Ólaf ur Thors. 20. gr. sfjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Konungur getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga áður en tvetr mánuðir séu liðnir frá því, er það var rofið, en Alþingi stefnt saman eigi síðar en átta mánuðum, eftir að það var rofið". Reykvískir borgarar! Alþingi hefir verið rofið í dag og efnt til kosninga 12. júní nk. 1 tilefni þeirra atburða hafa nokkrir ákveðnustu andstæðingar núverandi stjórnar boðað til almennra funda í ýmsum samkomuhúsum höfuðstaðarins nú í kvöld. Munið þetta: Það sem gjörst hefir í dag, er ekkert annað en það, að stjórnin og flokkur hennar hefir æskt eftir því, að dómur þjóðarinnar gengi um sín verk og annara. Varizt að ljá eyru orðum þeirra manna, sem ætla sér að nota þetta tækifæri, til að vekja æsingar hér í höfuðstaðnuml Tryggvi Þórhallsson. Tilkynning þingmanna Alþýðuflokksins til Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra Reykjavík, 9. apríl 1931. Vér undirritaðir alþingismenn Alþýðuflokksins á Alþingi 1931 tilkynnum yður hérmeð, herra forsætisráðherra, að eins og yður áður er kumiugt, er hlutleysi Alþýðuflokksins, gagnvart ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins, lokið, og erum vér nú í andstöðu við ríkisstjórnina. Virðingarfyllst. Jón Baldvinsson, 2. lkj. H. Guðmundsson, þm. ísíirðinga. Héðinn Valdimarsson, 2. þm. Reykvíkinga. Sigurjón Á. Ólafsson 4. þm. Reykvíkinga. Erlingur Friðjónson, þm. Akureyrar. Til forsætisráðherra Tryggva Þórhallssonar. Það er fyrst fremst einkennir ] síðustu árin í íslenzku þjóðlífi, er hraður vöxtur. Atvinnuhættir og I allt lífsstarf þjóðarinnar hefir Itekið meiri breytingum á síðustu | 30 árum en um undanfarnar alda- raðir. Þess er naumast að vænta, að þjóðin hafi ennþá áttað sig á þessum stórfelldu breytingum í atvinnuháttum og lífsstefnu. Það eru enn til margir, sem stritast við að halda dauðahaldi í hverf- andi hluti. — Það eru enn til ýms- ir menn, sem vilja taka þátt í daglegum viðburðum þjóðlífsins, en hafa dagað uppi og sMlja ekki hina breyttu tíma. Víða hafa breytingarnar verið hraðstígar, en hvergi eins stórfelldar og snöggar og í útgerðarmálunum. 1 stað smábáta og smáskipa, sem mannshöndin og vindurinn knúði út á miðin, koma vélbátar og eim- skip með gjörbreyttum starfs- aðferðum. Þar sem eigandi og formaður áður fylgdi oftast há- setum sínum út á fiskimiðin og tók þátt í striti þeirra og áhættu, koma nú útgerðarstjórar, sem eiga og stjórna fyrirtækinu, en þurfa hvergi nærri að koraa strit- vinnu eða hættustbrfum. Sjó- mennirnir bera oftast nú meira úr býtum með þessu nýja skipulagi, en aðstaðan er breytt og ánægjan yfir að afla virðist minni en áð- ur. Samstarfið er ekkert milli út- gerðarstjóranna, sem mestu hagn- aðarvonina hafa, og þeirra, sem leggja á sig áhættu og erfiði í auðæfaleitinni. Margar leiðir hafa verið reyndar til að bæta úr þessu og auka hagnaðarvon sjómanna af starfi sínu með ýmiskonar afla-„premíu", en alltaf finnst þó sjómönnum undir þessu skipulagi, að aðalagóðavonin sé hjá þeim, sem eiga og stjórna útgerðar- fyrirtækinu. Það yrði langt mál að rekja sögu þessara deilumála, og það er alls ekki tilgangurinn með þess- um línum, heldur að vekja athygli á leið, sem sýnist vera hepjpileg lausn þessa máls, og sem ofur- lítið er reynd, en á þó vonandi eftir að reynast betur. Þessi leið er útgerð, byggð á grundvallar- lögmáli tsamvmnmuiai-. Það er öllum kunnugt, að á síð- ustu árum hafa mörg- einstaklings f yrirtæki orðið að hætta störf um með miklum halla, sem skollið hefir á bönkunum og þar af leið- andi orðið allri þjóðinni til stór- tjóns, en í kauptúnum og héruð- um, sem slík fyrirtæki hafa ver- ið starfrækt, standa menn uppi með tvær hendur tómar og hafa engin tæki til að afla sér lífsvið- urværis. Ein slfk saga hefir gerzt síðastliðið ár í Stykkishólmi. Út- litið þar var þannig síðastliðið haust, að líklegt var, að meiri- hluti sjómanna neyddist til að flytja í burtu og skilja hús sín eftir auð og verðlaus. En erfið- leikarnir þrýsta mönnum til sam- starfs. Á yfirstandandi vetri voru haldnir almennir fundir til um- ræðu um atvinnubætur í kaup- túninu, og sem afleiðing af þeim umræðum og samtökum hefur myndast félag til útgerðar. Eru flestir heimilisfeður í kauptúninu f élagsmenn og allmargir einhleyp- ir menn. Hefur félagið þegar haf- ist handa, þótt í smáum stfl sé,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.