Tíminn - 15.04.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.04.1931, Blaðsíða 1
©jaíbfeti og afcu;eit>slumai>ur C i m a n s et Kannreig þorsteinsöóttir, ficcfjargöíu 6 a. HeYfjacíf. ^fetciböía limans er í €œfjargðtu 6 a. <Dpin öaalega'fl. 9—6 Síml 2353 XV. éig. Reykjavík, 15. apríl 1931. 26. blað. Þingslit -- þingrof Alit lögmannsins í Reykjavík, dr. jur. Bjarnar Þórðarsonar [Samkvœmt ósk íorsætisréðherra hefir doktor juris Björn þórðarson lögmaður í Reykjavík látið í ljós eftirfarandi álit út af þingroíinu]. Það er ekki að búast við því, að almenningur geti á svipstundu áttað sig á;, að það sé greinar- munur á þessum tveimur ofan- nefndu hugtökum, þingshtum og þingrofi. En við nánari athugun mun hverjum greindum manni verða það ljóst, að munurinn er djúptækur. Um hið fyrra ræðir 18. gr. stjórnarskrárinnar. Þar segir: „Konungur stefnir saman Al- þingi ár hvert og ákveður, hve- nær því skuli slitið. Þinginu má eigi slíta fyr en fjárlög eru sam- þykkt". Að slíta Alþingi er að binda enda á þingsamkomuna, en um- boð þingmanna voru óslitin út kjörtímabilið. Það er ekki lög- bundið hve Alþingi skuli eiga langa setu, en í greininni er sá varnagli sleginn, að þinginu megi eigi slíta fyr en fjarlög eru sam- þykkt. Þingmenn má ekki senda burt með umboð sín í gildi meðan fjárlögin eru ekki samþykkt. Þetta varúðarákvæði var sett inn í síðustu stjórnarskrá, eflaust í því augnamiði, að girða fyrir það, að stjórn gæti hamlað hinum kjörnu fulltrúum þjóðarinar frá að hafa þau áhrif á fjárlagasetn- inguna, sem þeim bæri. Með öðr- um orðum, að tryggja það, sem bezt, að fjárveitingarvaldið væri í höndum þingsins, en ekki í höndum stjórnarinar einnar. En þrátt fyrir þetta gerir 23. gr. stjórnarskrárinnar ráð fyrir því, að þing hafi hætt störfum án þess að fjárlög hafi verið sam- þykkt. Því að í grein þessari er gert ráð fyrir þeim möguleika, að gefái þurfi út bráðabirgðafjárlög, vegna þess að fjárlög hafi ekki verið samþykkt af Alþingi fyrir fjárhagstímabilið. En bráða- birgðafjárlög má ekki gefa út frekara en önnur bráðabirgðalög, nema á milli þinga. Því þingi, sem hætt hefir störf- um áður en fjárlög voru sam- þykkt, hefir ekki verið slitið samkv. 18. grein stjórnarskrár- innar, því að það mátti ekki slíta því fyr en fjárlög voru samþykkt. Nei, þetta þing hefir verið rofið. > Um^þingrof eru fyrirmæli í 20. gr. stjórnarskrárinnar. Þar segir: „Konungur getur rofið Alþingi, og skal þá stofna til nýrra kosn- inga áður en 2 mánuðir séu liðn- ir frá því, er það var rofið, en Alþingi stefnt saman eigi síðar en 8 mánuðum eftir að það var rofið", I stjórnarskránni frá 1874 var í stað orðsins „rjúfa" notuð orðin „að leysa upp" Alþingi og má vera, að það orðalag skýri betur hvað hugtakið „þingrof" þýðir, því að það hefir oft borið við áð- ur í þingsögu vorri, að Alþingi hafi verið „leyst upp". En hvað þýðir þá þingrof? Það, að allir þingmenn, aðrir en hinir landskjörnu, eru sviftir þingmennskuumboðum sínum. Hið síðast kjöma Alþingi er þar með úr sögunni, það er „rofið". Það er höggið upp. Frá því að Alþingi er rofið og þar til hið nýkjörna þing er komið saman, eru ekki aðrir þingmenn til í landinu en þeir landskjörnu. 1 einu tilviki skipar stjórnar- skráin svo fyrir, að Alþingi skuli rofið. Það er þegar breyting á stjórnarskránni hefir verið sam- þykkt. Þá skal samkv. 76. gr. hennar rjúfa Alþingi. Þessi þing- rof hafa ætíð farið fram eftir að þingið hefir lokið hinum mestu nauðsynjastörfum, t. d. samþykkt fjárlaga. Þegar þing er rofið vegna stjórnarskrárbreytingar, er það meirihluti þingsins, sem með samþykkt sinni og þingvilja hef- ir komið til leiðar þingrofinu, og þá að jafnaði einnig samkvæmt vilja stjórnarinnar. Samkv. 20. gr. stjórnarskrár- innar er það engum skilyrðum bundið og því engin takmörk sett hvenær konungur getur rof- ið þing. Það þarf t. d. ekki að bíða með það að rjúfa þingið, svifta þingmenn umboðum sínum, þar til þeim hefir þóknast að samþykkja fjárlög. Þing má rjúfa bæði þegar það er ekki saman og þegar það er saman, og hvað sem stórfum þess líður. Þingi'ofsrétturinn er einmitt fyrir þessa sök harla mikilvæg- ur þáttur hins sanna þingræðis, þingræðis, sem gefur hina rétt- ustu mynd af vilja þjóðarinnar, kjósendana, sem fengið hafa hin- um fyrri fulltrúum umboð sitt, sem og hinna, sem bætzt hafa við síðan síðustu kosningar fóru fram. Þingrofið er hin stjórnskipulega aðferð, sem beita verður og beita ber þegar stjórn vill sannreyna án tafar, hvort hún eða þing- meirihlutinn, sem orðinn er henni andstæður, hefir réttara fyrir sér samkvæmt dóm þjóðarinnar. Nú er fjárlagaafgreiðsla megin- kjarni allrar ríkisstjórnar og má það því vera auðsætt, hvort stjórn, sem hyggur sig fara með völd í samræmi við vilja meira hluta þjóðarinnar, þarf þegjandi og nauðug að beygja sig fyrir fjárlagaafgreiðslu, sem færi þvert í mót hennar vilja. Þingrofið er þá vopn stjórnarinnar til þess að koma í veg fyrir slíka afgreiðslu. Mega menn af þessu sjá að slíta Alþingi og rjúfa Alþingi eru tvær næsta ólíkar athafnir og þingslit og þingrof tvö ólik hug- tök. Annar merkur lögfræðingur hef ir svarað fyrirspurn Tímans um sama efni á þessa leið: Með 18. og 20. greinum stjórn- arskrár íslenzka ríkisins nr. 9. 18. maí 1920 er konungi veitt heim- ild til að slíta Alþingi, og rjúfa Alþingi. Skal hér í stuttu máli skýrt, hver sé munur á þessum tveimur hugtðkum og jafnframt vitnað í þekkta rithöfunda í stjórnlaga- fræði til sönnunar að farið sé með rétt mál. 18. og 20. grein stjórnarakrár- innar eru svohljóðandi: 18. gr. Konungur stefnir saman Alþingi ár hvert og ákveður hve- nœr því skuli slitið. þinginu má eigi slíta fyr en fjárlög eru sam- þykkt. Konungur getur kvatt Al- þingi til aukafunda. 20. gr. Könungur getur rofið Al- þingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga áður en tveir mánuðir séu liðnir frá því er það var rofið, en Alþingi stefnt saman eigi síðar en átta mánuðum eftir að það var rofið. Eins og sést af tilvitnuðum greinum stjórnarskrárinnar er skýr munur gerður á þingslitum og þingrofi. Með því að slíta þingi er átt við það, að þingrnenn hætti störfum að sinni, án þess þeir missi umboð sitt. Ákvæði grein- arinnar um að fjárlög skulu sam- þykkt áður en þingi er slitið, eru sett því til tryggingar að fjárlög séu afgreidd fyrir næsta fjár- hagstímabil, því að við þingslit er ekki gert ráð fyrir því, að þing komi saman fyr en eftir eitt ár. Allt öðru máU er að gegna um þingrof. Þá missa þingmenn fyrst og fremst umboð sitt samstundis, en fyrirskipað er, að kosningar fari fram áður en 2 mánuðir séu liðnir frá þingrofi og Alþingi sé kallað saman innan ákveðins tíma. Fyrir þetta þing er að sjálfsögðu skylt að leggja fjárlagafrumvarp, hafi það ekki verið samþykkt fyr- ir þingrof. Ef heimildin til þingrofs í 20. gr. væri takmörkuð af 18. gr. um að eigi megi slíta Alþingi fyr en fjárlög væri samþykkt, gæti þing- rof ekk farið fram fyr en við þinglok eða milli þinga, en sú lögskýring á 20. gr. stjórnar- skrárinnar er öldungis óieyfileg, og það er fjarsæða að ætla, að stjórnarskráin rugli saman hug- tökunum að „slíta" Alþingi og „rjúfa' Alþingi, enda afleiðing- arnar eins og áður er skýrt frá mjög ólíkar. Að þetta séu skoðanir helztu stjórnlagafræðinga skal sýnt með skírskotun til Statsforfatningsret eftir H. Matzen prófessor, dr. juris, I. Del bls. 46 og II. Del bls. 313 og víðar og stjórnlagafræði Lárusar H. Bjarnason bls. 194 og 195. Um þetta eru allir rithöfund- ar í stjórnlagafræði sammála, þd að hér séu ekki nefnd fleiri dæmi. Væri æskilegt, að forvígismenn andstöðuflokka stjórnarinnar og lögfræðingar þeirra, vildu kynna sér tilvitnaðar heimildir og munu þeir þá fljót komast að raun um, að það er hlægileg fjarstæða að halda því fram, að þingrof áður en fjárlög eru samþykkt sé stj órnarskrárbrot. Hvað er að óttast? Þing-vísa um vantraustið. ¦ Alþingi er rofið. Allar ásakanir stjórnarandstæð inga um að þingrofið sé stjórnar- skrárbrot, eru markleysa. Álit lögfræðinganna, sem birt eru hér að framan, taka af allan vafa 1 því efni. Rökvilla stjórnarandstæðinga er í því fólgin, að þeir blanda sam- an tvennu ólíku, þingslitum og þingrofi. Sú staðhæfing, að ekki megi rjúfa þing fyr en fjárlög hafa verið samþykkt, nær ekki neinni átt. Það hggur í augum uppi, að einmitt afstaða þingsins til fjár- laganna getur orðið með þeim hætti, að stjórnin hafi Jcnýjandi ástæðu til að skjóta henni undir dóm kjósendanna, til þess að koma í veg fyrir, að þingið sam- þykki fjárlög, sem meiri hluti þjóðai*innar er á móti Það væri hastarleg stjórnar- skrá, sem leyfði að skjóta undir dóm kjósendanna öllum málum, nema því þýðingarmesta, þ. e. sjálfum fjárlögunum. Á því getur enginn vafi leikið, að þingrofið er fullkomlega lög- legt. Um það eitt má deila, hvort nægar ástæður hafi verið til að rjúfa þingið. Forsætisráðherrann hefir í for- sendunum fyrir þingrofinu, gjört glögga grein fyrir því, að eng- ar líkur voru til þess, að Alþingi, eins og það nú er skipað, gæti myndað stjórn. Þá er ekki nema um einn mögu leika að ræða. Kjósendurnir verða sjálfir að mynda stjórnina. Þeii- verða að gjöra það með því, að velja þá menn á þing, sem geta framkvæmt nýja stjórnarmyndun. Ef andstæðingar stjórnarinn- ar hefðu góðan málstað, ættu þeir síður en svo að lasta þá ráðstöfun, sem nú hefir verið gjörð. Forsætisráðherrann hefir Iýst yfir því, að stjórnin starfi aðeins til bráðabirgða og þing verði kvatt saman til stjórnarmyndun- ar þegar eftir kosningar. — Sjálfum kosningunum er flýtt um þrjár vikur. Vegna þingrofsins kemur dómur þjóðar- innar þrem vikum fyr en eíla hefði orðið. Ef andstæðingar stjórnarinnar halda, að sá dómur gangi á móti stjórninni, mega þeir vgI v^ð una, að dóminum er flýtt. Skynsamelga ástæðu til þess að vera á móti þingrofinu hafa aðeins þeir, sem eru hræddir viS dóm þjóðarinnar. óvarlegur ástarblossi oftast hefir bruna í för. Áblástur af íhalds-kossi er á Kaupa-Héðins vör. Fundirnir í gær Kl. 5 í gssr söfnuðust ýmsir andstæðingar stjórnarinnar sam- an til fundarhalds hjá „sæluhús- inu" svonefnda, þ. e. samkomu- stað íhaldsmanna, við Kalkofns- veg. Tóku þar ýmsir til máls og hvöttu til stórræða. Ekki varð annað séð, en að bezta samkomu- lag ríkti þarna milli íhaldsmanna og ýmsra þeirra, er telja sig for- vígismenn sósíalista. Komst Hend rik Ottósson, sem kunnur er í Reykjavík sem harðvítugasti só- síahsti og síðar kommúnisti, svo að orði, að nú væru ekki nema tveir flokkar í landinu, Framsókn armenn annarsvegar og andstæð- ingar Framsóknarmanna (þ. e. íhalds- og jafnaðarmenn — og kommúnistar) hinsvegar. Gjörðu íhaldsmenn mikinn róm að þess- um ummælum Hendriks. Þótti þó sumum undarlega við bregða, er Ólafur Thors æpti „heyr" fyrir þessu yfiriýsta bandalagi íhalds- ins við jafnaðarmannaforingjana. Rétt fyrir kl. 6 leystist sam- koma þessi upp og var þá stefnt fylktu liði suður Tjarnargötu að bústað forsætisráðherra. Fyrir leiðangri þessum voru þeir þre- menningarnir Thor Thors, Hend- rik Ottósson og Torfi Hjartarson. Þegar forsætisráðherra varð var þessara mannaferða, bauð hann þeim þremenningunum inn, og innti þá að erindi. Lásu þeir j>á fyrir honum eftirfarandi tiuogu, sem þeir kváðu hafa verið sam þykkta hjá „sæluhúsinu": „Borgarafundur mörg hundruð Reykvikinga af öllum flokkum, mót- mælir algerlega því stjórnarskrérbroti Tryggva þórhallssonar, að slita Ál- þingi áður en það hefir lokið aí- greiðslu fjárlaganna og telur að ráðuneyti hans sé ekki lengur lOg- leg stjórn landsins". Eftir þetta flutti forsætisráð- herra stutta ræðu til fólksins og skýrði frá ástæðunum til þing- rofsins. Þvínæst talaði Thor Thors og bað menn hrópa „Niður með stjórnina", og gjörðu það ýmsir. En forsætisráðherra bað samkom- una hrópa húrra fyrir ættjörð- inni og brugðust menn vel við. Eftir það hélt hópurinn upp að Sambandshúsi, þar sem dóms- málaráðherra býr, og hafði þar nokkurra mínútna dvöl, en eigi hlutust nein vandræði af sam- komu þessari. 1 gærkvöld var enn talsverður mannsöfnuður niðri hjá „sælu- húsi" og töluðu þar ýmsir af for- sprökkum íhaldsmanna. Meðal ræðumanna voru Jón Þorláksson, Steinn Steindórsson, Magnús Guð mundson, Sigurður frá ísafirði, Magnús guðfræðiprófessor, Lárus Jóhannesson og Sig. Eggerz. Tal- aði Lárus einnig á fundi Jafnað- armanna, sem haldinn var um sama leyti í „Fjalakettinum" við Bröttugötu. Var fundur þessi und- ir „sæluhúsinu" svipaður þeim, sem fyr var lýst, en orðbragð ræðumanna sýnu óþvegnara, og það svo, að jafnvel ýmsum íhalds- mönnum, sem á heyrðu, öfbauð sá munnsöfnuður, sem þár var um hönd hafður. Ummæli Magn- úsar Jónssonar urðu t. d. varla öðru vísi skilin en svo, að hann helzt vildi gjöra ráðherrana höfði stytfcri og setti marga hijóða er þeir heyrðu slíkan boðskap af vörum guðsmannsins. Hið nána samband, sem nú á sér stað milli íhalds- og jafnaðar- manna, kom vel fram í eiriu dæmi á fundinum" "í í,Fjalakéttittum.".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.