Tíminn - 16.04.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.04.1931, Blaðsíða 1
©íaíbferi oo, afgrat>sluma&ur tT i m a n s et Hqnnpeig p orsteinsöóttir, Cœfjargötu 6 a. SeYfjaoíf. J2^fgrei6sía C í :u a n s er t £œfjargötu 6 q. (Dptn fcaglega fl. 9—6 5tmi 2353 XV. árg. Reykjavík, 16. apríl 1.931. 27. blað. Áfrýjunarrettur i. Sérhver einstaklingur þjóðfé- lagsins á áfrýjunarrétt um þau mál flest er skifta liann mestu. Telji hann að hinir óæðri dómar- ar hafi eigi tekið tillit til réttar hans, á hann rétt á að áfrýja máli sínu til æðra eða æðsta dómstóls. Telji hann að hrepps- nefnd, eða niðurjöfnunamefnd hafi lagt á hann ofmikið útsvar, á hann áfrýjunarrétt til æðri stjórnarvalda. Að sjálfsögðu eru það ekki einstaklingarnir einir, sem eiga áfrýjunarrétt. í öllum þingræðis- löndum er stjórnum landanna tryggður áfrýjunarréttuv. Ríkis- stjórnirnar eiga rétt til þess að áfrýja málum sínum undir dóm- stól þjóðarinnar. Þjóðþingið sem er, er hinn óæðri dómstóll í mál- efnum ríkisstjómanna. Hinn æðsti dómstóll yfir þeim mönnum, sem fara með þau mannaforxáð að vera raðherrar, eru kjósendumir, hinir fullveðja menn og konur í þjóðfélaginu. Með þingrofi leita stjórnir allra þingfrjálsra landa dómsúrskurðar alþjóðar. Með nýj- um kosningum skipa kjósendur landsins hina nýju dómara ríkis- stjómarinnar — hið nýkjörna þing. Eiga þeir menn, sem skipaðir eru til hinna mestu mannaf orráða, að missa hin almennu mannrétt- indi: að mega áfrýja máli sínu til hins æðsta dómstóls? í þeim löndum, sem búið hafa við þingræði um langa hríð er þetta fyrir löngu viðurkennt, og er orðið samgróið réttarmeðvit- und almennings, að ríkisstjórnin á einnig þessi almennu mannrétt- indi, að mega áfrýja máli sínu til hins æðsta dómstóls. En nú gerast til þess málgögn tveggja íslenzkra stjófnmála- flokka að neita því að stjórn Is- lands eigi áfrýjunarrétt — rétt til þess að leita dómsúrskurðar al- þjóðar um mál sín og þjóðarinn- ar. 1 engu þingræðislandi í Norður- álfunni dytti nokkurum heil- skygnum manni í hug að halda fram slíkri kenningu. Og það er kallað einræðis- stjórn, þegar við skjótum málum okkar til dómstóls þjóðarinnar og lýsum því yfir um leið, að undir eins og dómurinn er fallinn með kosningunum, munum við kalla hið nýkosna þing saman til þess að það felli dóminn og þangað til munum við stjórna sem bráða- birgðastjórn. Það er einræði þjóðarinnar, sem hér er um að ræða, sem hér er skírskotað til. Til einræðis þjóð- arinnar skjótum við málum okkar. II. Áfrýjunarréttur ríkisstjórnanna er hliðstæður almennum mann- réttindum og á almennt við um öll mál. En undir sérstökum kringum- stæðum er sérstök ástæða til þess að stjórnin neyti afrýjunarrétt- arins með því að rjúfa þing og leita dómsúrskurðar þjóðainnar. Slík ástæða er fyrir hendi nú, eins og nú mun sagt: Við kosningarnar 9. júlí 1927 var um það barist hvort íhalds- Þingrof erletidis stjórnin ætti áfram að fara með völdin í landinu, og stefna íhalds- ins að vera áfram hin ráðandi. Meiri hluti kjósendanna kaus þá meira hluta þings móti íhald- inu. í j Það voru tveir flokkar, sem kosnir voru þannig, Framsóknar- j flokkurinn og Jafnaðarmanna- flokkurinn. En þjóðin gaf báðum umboðið ' til þess að fara með völdin móti íhaldinu. Á grundvelli þessara kosninga | hafa bæði Framsóknarmenn og í Jafnaðarmenn unnið í aðalatrið- ! um, í samræmi við kpsninga- úrslitin, móti íhaldinu — þangað til á þessu þingi. Þá gerast þau tíðindi, að Jafn- aðarmenn ganga til víðtækra samninga við íhaldsmenn, um mörg mál, meðal annars um að koma fram gjörbreytingu á kjör- dæmaskipun landsins, og stofna á grundvelli þessara mála til stjórnarskifta við lok kjörtíma- bilsins. Slík samvinna íhaldsmanna og Jafnaðarmanna er í fyllsta ósam- ræmi við kosningarnar 1927. Jafnaðarmenn voru ekki kosnir til þess 1927 að vinna með ihaldinu. Kjósendurnir veittu þeim þing- mennskuumboð í því trausti að þeir færu með það móti íhaldinu. Þegar Jafnaðarmenn í lok kjör- tímabilsins koma þannig fram þveröfugt við það sem kjósend- ur fólu þeim að gjöra 1927, og snúast nú með fullri andstöðu gegn okkur Framsóknarmönnum, sem í fullu samræmi við kosning- arnar 1927 höldum áfram að vinna móti íhaldinu — þá skapa þeir okkur alveg sérstakan rétt til þess að áfrýja máli okkar undir dómstól þjóðarinnar, því að það erum við Framsóknarmenn, sem erum í samræmi við dómsúrskurð síðustu kosninga, en Jafnaðar- menn hafa flutt sig á nýjan grundvöll. Þegar loks samningar íhalds- manna og Jafnaðarmanna um samstarf i bili, eru einkum við það bundnir að stofna til víð- tækra breytinga á kjördæmaskip- uninni, sem stefna að því að svifta héruðin, sýslumar, sem nú eru sérstök kjördæmi, þeim rétti og stofna til hlutfallskosninga, sem hefðu í för með sér mikla skerðingu á hinu pólitíska valdi bændastéttarinar, þá höfum við ekki einungis rétt til þess, heldur líka ríka skyldu að áfrýja þessum málum undir dómstól þjóðarinnar — því að það eru sérstaklega við, sem erum fulltrúar bændastéttar- innar og hinna einstöku héraða út um landið. Tryggvi Þórhallsson. ------o------ Að gef nu tilef ni í Mbl. í dag i skal það tekið fram, að álit frá lögfræðingi, sem birtist í Tímanum ígær, er ekki eftir Hermann Jónasson lögreglu- stjóra. íhaldsmenn og Héðinn Valdi- marsson voru búnir að gera leyni- samning um að gjörbylta kjör- dæmaskipun landsins næstu ár, eftir að þeir hefðu komið á und- irbúningi nú í vetur með breyttri stjómarskrá. Almenningur út um land átti ekki að fá að vita fyr en eftirá hvaða gerbylting hér var á ferðum. Hér var um að ræða launráð móti hinu foma kosningaskipulagi landsins, sem haldist hefir í aðalatriðum ó- breytt síðan Alþingi hóf störf sín laust fyrir miðja 19. öld. Aldrei var þingrof eins sjálf- sagt og nú. Ef bylting íhalds- manna og Héðins Valdimarssonar ætti í'ram að ganga, þá var hið minnsta, sem hægt var að heimta, að þjóðin væri ekki leynd því, sem átti yfir hana að ganga. En íhaldsmönnum og sumum leiðtogum jafnaðarmanna kom þetta illa. Launmakkið hefir korhist upp. Verkamenn sjá nú þá undarlegu sjón, að formaður verkamannafélagsins hér er á daglegum fundum við Ólaf Thors, svæsnasta og ruddalegasta and- stæðing fátæku stéttanna í bæn- um. Verkamönnunum þykir þetta skrítið, að vonum. Þeir vita þó að sumir forkólfar alþýðunnar hafi gleymt því, að Ólafur Thors og Jón Þorláksson hafa jafnan verið á móti hverju umbótamáli verkamanna, jafnt vökulögunum eins og húsnæðismálum, og að engin umbót á kjörum verka- manna hefir náð fram að .ganga nema sú, sem Framsóknarmenn hafa stutt að. Verkamenn í Reykjavik þurfa aldrei að búast við neinu góðu af ihaldinu. Og ef leiðtogar þeirra „ganga í íhaldsflokkinn" (sbr. „einn flokk" Sig. Eggerz og Ól. Thors), þá er það aðeins byrjun á svikum og ósigrum fyrir hina fátæku stétt. Annars hefir komið fram mik- il vankunnátta í skrifum Mbl. og Alþ.bl. um þingrofið. Þessir að- ilar vita ekki, að þingrof er einn af elztu þáttum lýðstjórnarinnar. Þingrof er óaðskiljanlega vaxið saman við líf parlamentarismans eins og hann hefir þróast í Eng- landi. Þar er það alsiða, að ef stjórn fær vantraust, einkum ef það er í mikilvægu máU, þá bið- ur hún konung um að rjúfa þing. Hann gerir það. Síðan er kosið um máhð. Nýtt þing kemur saman og myndar sér nýja stefnu, eða heldur hinni gömlu áfram, eftir því sem kosningar hafa bent til. Þingrof eru ákaf- lega algeng í Bretlandi og tilgang- ur þeirra er jafnan hinn sami: að fá dóm þjóðarinnar um mikil- væg þjóðmál. Þingrof eiga að vera til þess að æfintýramenn geti ekki laumast að þjóðinni með gömlu umboði og gert þar stórbreyting- ar, sem þjóðin óskar ekki eftir. Nefna mætti mörg dæmi úr sögu nábúalandanna er sanna þetta. ÞegarMae Donald myndaði stjórn í fyrra sinn naut hann hlutleysis frá frjálslynda flokkn- um. En svo kom snurða á þráðinn um samheldnina. MacDonald leysti upp þingið þegar í stað. Ef ensk- ir þingmenn úr íhalds- og frjáls- lynda flokknum hefðu verið jafn skemtilega illa að sér um þingrof að eðli þeirra eins og Jón Þorl. og Héðinn Valdimarsson, þá | myndu þeir hafa setið eftir í þingsalnum og sagt, að þeir væru * „þing" þrátt fyrir þingrofið. Sama kom fyrir Stauning, er hann var í fyrra sinn stjómar- ; formaður. Hinir „radikölu" gerðu ) hoinum lífið leitt, er til lengdar lét, þó að þeir hefðu veitt stjóm hans hlutleysi í byrjun. Stauning rauf þingið þegar í stað, og veitti hinum gömlu bandamönnum sín- um áminningu, sem þeir gleyma ekki fyrst um sinn. — En þá var í alh'i Danmörku enginn sá skyn- skiptingur til, sem reyndi að halda því fram, að þingrofið væi-i ekki sama og missir umboðs itil þingmennsku, þar til nýjar kosn- ingar hefðu farið fram. Þegar það fréttist út yfir haf- ið að um það bil helmingur ís- lenzkra þingmanna látast standa í þeirri trú, að þeir geti setið á þingi, samþykkt lög, og myndað landstjómir eftir að þeir hafa misst umboð sitt, þá verður það áreiðanlega til mikillar hneisu fyrir þjóð, sem nýlega er búin að halda vegiegt þúsund ára af- mæli sitt. En þar sem Jón Þorl. kemur nærri, þar verður alltaf einhver óhöpp með vitsmunina. Félagi hans ólafur Thors hefir bezt skil- ið þetta með ummælum sínum um Jón, er hann var — líka með stuðningi sósíalista — að hækaa íslenzka krónu. Hér hefir það eitt gerzt, að stjórnin hefir gert skýlausa skyldu sína gagnvart þjóðinni, með því að láta hana strax fá að dæma um stórbyltinguna um kjördæmaskipun landsins. Ef forsætisráðherra hefði vitað um, hvað var á seyði, og samt ekki rofið þing, þá hefði hann brugð- ist skyldu sinni. Tr. Þórhallsson hefir gert það eitt, sem hver ein- asti stjómarformaður í menntuðu landi hefði gert í hans sporum. Og þeir sem ámæla honum fyrir það, hafa komið fram með ofsa og æsingum af lægsta tægi. Þeir óttast dóm þjóðarinnar. Þeir ótt- ast að íslenzka þjóðin ætli nú við ^osningarnar að senda inn meirahluta þings, sem vill vinna á móti byltingu Héðins Valdi- marssonar og Ólafs Thors. * Ofsjónii-. Skynfæri stjómarandstæðinga margra virðast vera illa leikin um þessar mundir. Samkvæmt fregnum, sem tíðindamemi þeirra breiða út um bæinn, á Jónas ráð- herra Jónsson að hafa sézt á fimm stöðum á samri stundu seinnahlutann í gærdag: Austur á Laugarvatni, suður í Hafnar- firði, í stjórnarráðsbíl uppi í Mosfellssveit, úti i vaiðskipinu Ægi, og loks um borð í „Botníu", á leið til útlanda. Ekki er að undra, þó að þeim gangi illa að skynja skýringar á stjómar- skránni! ------o------ Næsta blað Tímans kemur út á morgun. Stjórnarskráin og þingrofið Frá ónafngreindum lögfræðingi, sem birti álit sitt á þingrofinu í Tímanum í gæx, hefir blaðinu borizt eftirfaranda: Yfirgnæfandi meirihluti Jög- fræðinga hér í bæ, án tillits til stjórnmálaskoðana, hafa látið það álit sitt uppi, að þingrof nú- verandi stjórnar brjóti ekki stjórnarskrána. Þó finnast þeir, er láta aðra skoðun í ljósi, þar á meðal einn í Morgunblaðinu nú í dag. Heldur hann því fram og byggir niðurstöðu sína emgöngu á því, að ákvæði 18. gr. nái einn- ig til 20. gr. og vitnar í því efni til sjálfs sín, þar eð enginn ann- ar lögskýrandi mun áður hafa komizt að sömu niðurstöðu. Höfundur Morgunblaðsgreinar- innai* viðurkennir, að þingrof og þingslit sé sitt hvað. Sem lög- fræðingur hlýtur hann þessvegna að álykta svo, að lógjöfnun sé heimil frá 18. gr. til hinnar 20. Þ. e. að hinar sömu ástæður að lögum (ratio juris) séu fyrir hendi, er þing er rofið eins og þegar því er shtið. Nú munu flestir lögfræðingar vera á þeirri skoðun, að ástæð- ui-nar séu ekki hinar sömu, enda iiggur það í augum uppi. I 18. gr, er gert ráð fyrir, ákveðið, að Al- þingi sé stefnt saman ár hvert, þ. e. með árs millibili, sbr. 31. gr. stjórnarskráriimar. Þetta er hin almenna regla. Fjárlög ei*u ekki sett nema til 1 árs, er því nauð- synlegt að Alþingi afgreiði fjár- iög áður en því er slitið, þ. e. hættir störfum að sinni. Þegar svo stendur á — eins og venju- legast — er, að það á ekki að koma saman fyrr en eftir ár. Þegar þing er rofið, tryggir stjórnarskráin það, að það verði kallað saman innan ákveðins tíma, sem er skemmri en 18. gr. gerir ráð fyrir. Ákvæðið á að tryggja, að fulltrúar þjóðarinnar hafi lokið þeim nauðsynlegustu störfum, áður en þeir fara heim með fullt umboð. Regla 20. gr., sem er ættuð frá föðurlandi þingræðisins, Eng- landi, hefir verið beitt mikið þar og þykir nauðsynleg trygging þingræðisins. Með það fyrir aug- um hefir hún verið tekin upp í stjórnarskrá flestra þingræðis- landa, engu síður lýðvelda en konungsríkja. Þingrofsrétturinn er settur til þess að stjórn, sem að völdum situr, geti borið það undir alla kjósendur landsins, hvort mál, sem meirihluti þing- manna ætlar sér að þvinga fram gegn vilja hennai', hafi fylgi þjóðarinnar, t. d. ríkisábyrgð. Sézt af þessu hve mjög ólíkaf á- stæður liggja til gmndvalla þing- slitum samkvæmt 18. gr. og þing- vofi skv. 20. gr. og lögjöfnun þessvegna gersamlega óheimil. — Sem dæmi þess, í hvaða 6- göngur lögjöfnun gæti leitt, mætti nefna það, að þingrof gæti aldrei farið fram, ef mál það, er ágreiningur risi um, væri fjár- lagaatriði. Eftir kenningu lög- fræðings Morgunblaðsins ætti þá fyrst að vera unnt að rjúfa þing, er ágreiningsatriðið væri orðið að lögum, þ. e. búið væri að sana-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.