Tíminn - 16.04.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.04.1931, Blaðsíða 2
92 TIMINN þykkja fjárlögin. Annað dæmi mætti nefna það, að ekki næðist samþykki þingsins á afgreiðslu fjárlaga. Samkvæmt kenningu lögfræðings Morgunblaðsins, ætti þingið þó að sitja út kjörtíma- bilið — sem verið gæti allt að 4 árum — án þess að slíta mætti eða rjúfa það. Erlendir stj órnlagaf ræðingar eru nokkuð á öðru máli um þetta, því þeir nefna það sem ástæðu til þingrofs, að ekki náist sam- þykki á fjárlög. Fymefndur lögfræðingur Morg- unblaðsins telur tilvitnanir til stjómlagafræðinga, er fram hafa komið, ekki koma málinu við, þar eð þeir hafi ritað sínar bækur áður, en ákvæði 18. gr. var lög- tekið. Til skýringar þessu atriði skal tekið fram, að núverandi stjórnarskrá Dana (Grnndloven irá 17. sept. 1920) hefir sömu fyrirmæli og 18. gr. íslenzku stjórnarskrárinnar um að ekki megi slíta þingi fyrr en fjárlög eru afgreidd, sjá 19. gr. stjórnar- skrár Danmerkur. Núverandi prófessor Dana í stjórnlagafræði, Knud Berlin, sem enginn frýr vits og ekki er hægt að gruna um græzku, er hann skrifar um stjórnarskrá Danmerkur, segir í nýútkominni stjórnlagafræði (sjá K. Berlin: Den Danske Statsforfatningsrex I. Del 1930, bls. 429 og 449): „Þar eð 19. grein grandvallar- laganna takmarkar aðeins rétt konungs til að s 1 í t a reglulegu ríkisþingi, er hún ekki því til fyrirstöðu að konungurinn geti á þeim tíma, er þar um ræðir, rofið ríkisþingið eða frestað því, með því að konungur getur sam- kvæmt 21. og 22. gr. grundvall- arlaganna, hvenær sem er, notað þennan rétt sinn, enda er hann engum beinum takmörkunum háður. ... Eigi ríkisþing setu, er það er rofið, hefir rof þar að auki svipaðar afleiðingai og slit þess. Á þetta að öllu leyti við, ef ríkisþingið er að fullu rofið, aðeins með þeirri takmörkun, að ef um reglulegt ríkisþing er að ræða, sem ekki hefir gengið frá íjárlögum, hlýtur hið nýja ríkis- þing að erfa hina góðu réttar- stöðu hins rofna, þannig að leggja ber fjárlagafrumvarpið fyrir það og má ekki slíta því, fyrr en skilyrði eftir 18. gr. grundvallarlaganna eru fyrir hendi“.(Leturbr. gerðai- af grein- arhöfundi). Á frummálinu: „Da Grl. § 19 kun begrænser Kong- ens Ret til at slutte den ordentllge Rigsdag, er den ikke til Hinder for, at Kongen kan oplöse eller udsætte Rigsdagen, idet Kongens Ret, i Hen- liold til Grl. § 21 og 22 i Mangel av positiv Indskrænkning maa kunne benyttes naarsomhelst. ... Er Rigs- dagen samlet, naar Oplösningen sker, har Oplösningen derhos en lignende Afbrydende Virkning som slutning av Rigsdagen. Dette gælder fuldtud naar hele Rigsdagen oplöses. Men med den Modifikation, at livis den Oplöste Rigsdag var en ordenttig, som endnu ikke havde skaffet en lovlig Finanskvittering til Veje, maa den nyvalgte Rigsdag arve den op- löstes fortrinligere Retsstilling, saa- ledes at den paa ny maa have Fin- anslovforslaget forelagt og ikke kan sluttes för Betingelserne efter Grl. § 19 er til Stede". (Allar leturbr. gerð- ar af greinarhöf.). Tilvitnanir þessar í viðbót við það er áður er komið, ætti að nægja Morgunblaðs lögfræðingn- um og öðrum, til að sannfærast um hvernig önnur þjóð, er hefir samskonar ákvæði í sinni stjóm- arskrá og vér um þingslit og þingrof, að því leyti, er hér skipt- ir máli, lítur á þingrofsréttinn. Yfirlýsingar Út af ummælum Mbl. og sumra ræðumanna á fundum hér í bæn- um undanfarna daga-, hefir Tím- inn verið beðinn fyrir eftirfai’- andi yfirlýsingar: Mér er ekki kunnugt um að nein skjöl, sem í skjalasafni at- vinnu- og samgöngumálaráðu- neytisins eiga að vera, hafi verið flutt burtu úr stjómarráðshús- inu. í atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytinu, 16. apríl 1931. Vigfús Einarsson. Úi’ skjalasafni dóms- og kirkju- málaráðuneytisins hafa engin skjöl verið flutt burtu úr stjórn- arráðshúsinu, svo mér sé kunn- ugt. í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu, 15. apríi 1931 G. Sveinbjörnsson. Samkvæmt beiðni ríkisstjórnar- innar vottast hérmeð, að mér vit- anlega hafa engin skjöl eða skil- ríki verið flutt úr fjái’málaráðu- neytinu, sem þar eiga að vera. Fjármálaráðuneytið, '16, apríl 1931. Sigurjón Markússon. Fyrirspurn tii landssímastjóra. Undanfarna tvo morgna hefir verið varpað út frá loftskeyta- stöðinni í Reykjavík fréttum um stjórnmálaviðburði síðustu daga í formi talskeyta. Hefir þar sann- anlega verið farið með bein ó- sannindi í þágu málstaðar stjórn- arandstæðinga. Þar sem Iííkisút- varpið hefir, samkvæmt tilkynn- ingu þess í gær, gert sérstakar varúðarráðstafanir, til þess að gæta hlutleysis í fregnum af stjói-nmálaatburðum, þykir und- arlega við bregða, er loítskeyta- stöðin er tekin í þjónustu stjórn- málaæsinga. Fyrir því leyíir Tíminn sér að beina til landssímastj óra, sem er yfirmaður loftskeytastöðvarinn- ar, eftirfarandi spurningum: 1. Eru slík „talskeyti“, sem að framan getur, send með vitund hans og vilja? 2. Má vænta áframhaldandi „talskeytasendinga“ af líku tagi? Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Ásvallagötu 27. Sími 1245. Kennaranámsskeiö lýðháskclans á Askov var auglýst hér i blaðinu íyrir nokkru. Námsskeið þetta er ; einkum ætlað kennurum við alpýðu- skóla. Eiga þeir þar kost á að fuli- komna sig i flestu því, sem kennt er við alþýðuskóla. þeim, sem nAms- skeiðið sitja, er gefinn kostur á að velja sér námsgreinar. Og geta menn þá lagt stund á þau e.fni, sem þeim eru hugljúfust, og þeir finna mesta þörf á að fullkomna sig í. Til þess j að árangurinn verði sem mestur, er mönnum svo skipað í lesflokka eftir námsgreinum. Hefir þetta kennslufyrirkomulag gefist vel. Al- þýðuskólakennarar, sem fara utan til að lesa og hlusta á fyrirlestra, eiga erindi til Askov. þai' er um þaulvana i og áhugasama kennara að ræða og tíminn (3 mán.), sem námsskeiðinu er ætlaður, er nógu langur til þess, að menn geti haft gott gagn af dvölinni, ef vel er á haldið. En jafn- framt er mikil upplyfting í að dvelja á slíkum stöðum, sem Askov er, því að óvíða í Danmörku mun vera fegurra en þar. Prentsmiðjan Acta. Tilkynning um veiðileyfi og sBltunarleyfi. Allir þeir, sem á árinu 1931 ætla sér að veiða síld til útflutnings verða fyrir 15. maí næstkomandi að hafa sdtt um veiðileyfi til Sildareinkasölu Islands á Akureyri. — Hverri umsókn fylgi skilríki fyrir því að framleiðandi hafi tök á að veiða þá síld, sem hann óskar veiðileyfis fyrir. Skal í því skyni tiigreina nöfn og tölu þeirra skipa og báta, er nota á til veiðanna, og hver veiðitæki þeim er ætlað að nota. Umsækjandi tilgreini og alla aðstöðu sína til veiðanna eftir því sem framkvæmdarstjórn einkasölunnar krefst. Ef umsækjendur óska eftir að leggja síldina upp til verkunar á ákeðnum stað, skal það tekið fram í umsókninni. Þeir, sem óska að taka að sér söltun og kryddun á síld við Siglufjörð og Eyjafjörð, eru einnig ámintir um að gefa sig fram við Síldareinkasölu Islands fyrir 15. maí og tilgreina aðstöðu sína til verkunar. Bæði veiðileyfi og söltunarleyfi verða tilkynt hlutaðeig- endum svo fljótt sem auðið er. Skipaeigendum ber að til- kynna Síldareinkasölunni tafarlaust, ef þeir hætta við að gera skip sín út á síldveiðar, eða óska eftir að skifta um skip. Sé skipið ekki komið á veiðar 1. ágúst, fellur veiði- leifi þess niður nema sérstakt leyfi sé fengið til, að það megi byrja veiðarnar síðar. Söltunarleyfið telst niðurfallið ef leyfishafi hefur ekki gert skriflegan samning um söltun- ina fyrir 1. júní n.k. Veiðileyfi verður aðeins veitt eiganda skips eða þeim er hefir sannað umráðarétt sinn yfir skipinu yfir síldarvertíðina. P. t. Reykjavík 10. apríl 1931. / Fyrir hönd útflutningsnefndar Síldareinkasölu Islands. Erlingur Friðjónsson. Á víðavanöí. Afturgöngur í Alþingishúsinu. Nokkrir fyrverandi alþingis- menn úr íhalds- og jafnaðar- mannaflokknum voru í gær á ferli um Alþingishúsið og efndu þar jafnvel til fundahalda í þingsölunum. Virðist þetta fólk enn standa í þeirri meiningu, að það hafi umboð fyrir kjósendur, þrátt fyrir þingrofið, og jafnvel, að því muni verða ófalin stjórn- armyndun. Minna þessar aðfarir mjög á lýsingar spiritista af sál- um bráðkvaddra manna, sem með engu móti geta áttað sig á því, að þeir séu í raun og veru dauðir. Vill Tíminn vænta þess af þeim, sem umsjón hafa með Alþingishúsinu, að ekki verði meinast við umgangi þessara manna í þingsölunum, meðan þeir eru að átta sig á hinni nýju til- veru! Umhyggja Einars Arnórssonar fyrir ís- lenzku þjóðinni kemur ekki fram í fyrsta sinn í skýringum hans á stjórnarskránni. Fyrir nokkrum árum fór E. A. í máí við íslenzka ríkið, út af því að kaup hans í sambandslaganefndinni var lækk- að niður í 500 kr. Einar flutti málið sjálfur fyrir hæstarétti og tapaði því þar. Yfirleitt má segja, að meirahluta þeirra mála, sem þessi „merki“ lögfræðingur hefir flutt fyrir dómstólunum, hafi hann tapað — þjóðmni til' gagns! Framferði íhaldsins og kommúnista. í gærkveldi héldu íhaldsmenn og kommúnistar æsingafund við Varðarhúsið. Töluðu þar af svöl- unum Árni Pálsson vísindamaður háskólans, Guðbrandur Jónsson og Valdimar hersir. Voru allir sýnilega undir áhrifum víns, og einn var svo illa haldinn, að í- haldið lét hann hætta. Laust fyr- ir háttatíma hélt Magnús Jónsson fyrrum docent æsingaræðu af svölum þinghússins. Að því loknu sendu kommúnistar og íhalds- menn heilan hóp af krökkum úr barnaskólunum um bæinn með ópi og' óhljóðum fram eftir nóttu. Eru ekki óskemmtileg fyrstu uppeldisáhrifin í bænum af sam- starfi kommúnista, Héðins og í- haldsmanna. Áheyrandi. Það, sem þeir „ætluðu4' að gjöra! Mbl. flytur í gær útdrátt úr ræðu þeirri, sem Jón Þorláksson „ætlaði“ að flytja við umr. um vantraustsyfirlýsinguna. „Meinleg örlög margan hrjá“! Þrisvar sinn- um „ætlaði“ J. Þ. að verða þing- maður og ekki varð það. Einu sinni „ætlaði“ haim að verða fyrsti maður í ráðuneyti og ekki varð það. I dag „ætlaði“ íhaldið að stíga í stjórnarsætin og ekki varð það! Nú „ætlar“ það að ganga milli bols og höfuðs á Framsókn eftir næstu kosningar — og ekki verður það! ----o---- öryg‘g’1 sfómamia. (Niðurl.) ------- það eru ómetanleg hlunnindi, að skip geti þannig sjálf tekið afstöðu sína hvenær sem þau þurfa, en þcgai' er um margar stöðvar eða vitu að gera, þarf að háfa loftskeytamann, sem með þekkingu sinni á merk.ia- kerfinu getur greint þá í sundur. Einn radioviti fyrir sæfarendur hef- ir verið reistur hér á landi við Dyr- hólaey, en það mun sannieikur, að hann sé alveg óþarfur og þeim pen- ingum eytt einskis. Hann miðast ekk- ert lengra en loftskeytastöðin í Vest- mannaevjum, það er engu betra að miða iiann, og óhætt or að segja að betra hefði verið að koma á stöðug um verði í Vestmannaeyjum úr því að engin skip hér við land hafa mið- unarstöð, nema þau líka hafi loft- skeytastöð. það gæti iíku stuðlaö að því, að einhver yrði þá til að svara þeim skípum, sem árangurslaust kalla næturnar út fyrir sunnan land, vegna þess að allir soi'a á næstu loft- •skeytastöð. Lan'dssimastjórnin hefir líka sýnt litinn skilning i þessum efnum og virðist sjaldan muna, að síminn sé eign almennings og til orðinn vegna almennings lieilla. Loftskeytastöðin á Hesteyri, sem er einn loftskeytastöðin á Vestfjöröum, hefir aldrei verið notuð til opinherra viðskipta. Skip, sem hafa verið að villast i blindbyl út af Vestfjörðum, hafa ekki fengið að miða hana. Talstöðvamar í Flatey og Gríms- ey nyrðra mega ekki skipta við slcip, þótt allir sjái þvílíkt gagn það gæti verið fyrir síldarskipin á sumrin að geta haft samband við þær stöðvar. Sá, sem þetta ritar, hefir útbúið smá talstöðvar í því augnamiði að hægt væri á hinum minni fiskihátum að tala sín á milli með þeim, út í rúmsjó. þær kosta ekki ineira en venjulegur móttakari. Talstöðvar þessar hafa verið reýndar í bátum samvinnufélagsins á ísafirði og revnzt svo vel, að þær gefa lítið eftir stöðvum, sem kosta 5000 krónur eða meira, en eru mikið auðveldari við að eiga. Sem dæmi um langdrag þeirra, er, að stöðugu sambandi hefir verið haldið með þeim við Grimsey fyi'ir noi'ðan — sunnan úr Faxaflóa. En það hefir verið bannað að nota þessor stöðvar, af þvi þær hafa verið íslenzkar og of ódýrar. og þvi borið \ ið að þær fullnægi ekki settum skil- yrðum um truflun út frá sér. En all- ir, sem hafa heyrt til þessara stöðva og getað. borið þær saman við tal- stöðvar í finnskum, þýzkum og ensk- um skipum hér við land, vita þvílík fjærstæða sú afsökun er, það væri lika ekki fyrirgefanlegt, ef þeir, sem eiga að semja um þessa hluti fyrir þjóðina, iiugsuðu ekki um áð fá sér- staka undanþágu fyrir fiskiflota sinn, cins og aðrar þjóðir, sem líkt ej' ástatt um. Bóndinn í Málmey á Skagafirði, sem er fyrirmunað allt samband við meginlandið mikinn hluta ársins, í'ékk stöð til tilrauna, og var svo ánægður með úrangurinn, að hann kaus ekkert frekar en mega halda lienni, því ineð henrii gat hann haft daglegt samband við landssímastöð- ina í Grímsey. En það var ekki við þetta komanda. Svo blindur var landssíminn fyrir 'þessu, að hann vildi ekki hafa hagn- að þann, sem hann gat haft að skeytaviðskiptum bóndans. Hann varð nauðugur að hætta við stöðina, annars var honurn hótað hörðu; irann vissi hvað við lægi, ef iiann notaði stöðina, enda þótt lif lians lægi við. Útvarpsstöðin er þarfari fyrir sjó- menn vora en búizt hefi, verið við. það er ekki einungis að hún tærir þcim veðirrspána hvar, sem þeir eru á miðunum, heldur er hún hezti radioviti, sem hægt er að hugsa sér. pegar hún er í gangi, hefi ég at- líugað með hjálp skipstjórans á „Hannesi ráðherra", að það er hœgt nieð fullkominni nákvæmni að miða liana og sjá afstöðu sína frá henni hvar sem maður er fvrir sunnau land eða vestan. Ef hægt væri að fá send merki frá útvarpsstöðinni nokkrar mínútur úr hverjum klukku- tírna allan sólarhringinn út, þyrfti engan annan vita. þarna kemur líka það, sem smærri skip geta hagnýtt sér, ef miðunar- stöðvar fást með skaplegu verði. því ckki þyrl'ti neina sérþekkingu til að þekkja útvarpsstöðina, og allir geta iengið að vita nákvæmlega hvar hún er. liezt væii að hún yrði látin senda eitthvað sjálfvirkt lag seinuslu þrjár mínúturnar af liverjum klulckutíma, sem. hún er ekki í gangi. Lagið gæti verið byrjunin á: „Ó, guð vors lands“. Norðmenn láta Oslostöðina senda úr- drátt úr laginu: „Ja, vi elskei'“ milli þátta hjá sér, og hafa tii þess sér- stakt áhald. þetta gera þeir til þess, að memi eigi betra með að þekkja stöðina. Væri það ekki betra, að við kæmum svipuðu i gang; ekki ein- ungis til að hægt væri að þekkja stöðina frá öðrum, heldur og lika til þess göfuga hlutverks að leiðbeina sjómönnunum á hafi úti. Ennþá er ein aðferð á notkun radiovita, sem getur komið að gagni fyrir smábáta, sem liafa viðtökutæki, það eru snæiduvitar, sem Engleud- ingar haaf verið að reyna og eru að setja upp hjá sér (radiophare tour- nant). þeir eru þannig úr garði gerð- ir, að sendiloftnetið er hönk, sem sendir hljóð frá sér í ákveðna átt. þegar hönkin snýst i sifellu gefur hún iiljóðið fra sér í ýmsar áttir, eftir þvi sem liún liorfir við. Snældúvitinn getur haft visst hljóð eða merki fyrir hvert strik áttavit- ans, sem sæfarinn getur heyrt í við- ■tæki sitt og eftir þvi séð í hvaða átt hann er frá vitanum. það er nú orðið tímabært, að þetta sé telcið til íullrar athugunar, og reynt að bæta öryggið á sjónum. Til- lög'ur mínar held ég að séu þess verð- ar að þeim sé gaumur gefinn. Grein- in er skrifuð af fullri alvöru eða réttara sagt brýnni þörf, og ekken hirt um þótt ekki líki öllum ve), sem við málið koma og litið framtak hafa sýnt. Henry Hálfdánarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.