Tíminn - 17.04.1931, Side 1

Tíminn - 17.04.1931, Side 1
©jaíbferi oo, afijrciösluma&ur ÍE i m a n s er 2íanuoeig þ o r s I ei nsbóttir, Sœfjargötu 6 a. SeYfjaDtf. ^fgreibsía QT í m a n s er i £œfjargötu 6 a. ®pin öaglega fl. 9—6 Simi 2353 XV. ár*. Reykjavík, 17. aprfl 1931. 28. blað. Dtanstefnumaðurinn hefir orðið Einar Arnórsson og þingræðið Einar Arnórsson fyi*v. ráðherra hefir í Mbl. í gær tekið sér fyrir hendur að gjöra tilraun til að sanna, að núverandi forsætisráð- herra hafi framið stjórnarskrár- brot með því að rjúfa Alþingi og skjóta deilumálum flokkanna und- ir dóm þjóðarinnar. Einar Arnórsson er íhaldsmað- ur og pólitískur andstæðingur nú- verandi stjórnar. Allir vita það. En hitt er líka vitanlegt, að margir lögfræðingar, sem eru pólitiskír andstæðingar stjórnar- innar, hafa metið meir fræði- mannsskyldu sína en hagsmuni pólitískra samherja. Þessir menn hafa látið það ótvírætt í ljós í viðtölum, þó þeir af eðlilegum á- stæðum hliðri sér hjá að koma fram opinberlega, að staðhæfing- ar póli-tískra æsingamanna um stjórnarskrárbrot í sambandi við þingrofið séu á engum rökum byggðar. Til Einars Arnórssonar, sem kennara í lögum við háskólann, mætti sérstaklega gjöra þá kröfu, að hann færi gætilega í þessu efni. Því að ekki væri óeðlilegt að borgarar landsins legðu nokkurn trúnað á orð manns í slíkri stöðu. Og það myndi almenningur líka gjöra, ef sá sem í hlut á væri ekki einmitt Einar Arnórsson. Því að það vill Tíminn segja Einari Arnórssyni, að alh’a manna sízt á þessu landi hefir hann rétt að ætlast til, að þjóðin taki mark á orðum hans um þingræði og virðingu fyrir lýð- ræði í landinu. íslenzka þjóðin hefir aldrei fyr heyrt þess getið, að Einar Am- órsson léti sér sérstaklega annt um verndun þingræðisins hér á landi. En allir þeir, sem muna þau pólitísku tíðindi, sem urðu hér í landi fyrir 16 árum, kannast við utanstefnumanninn Einar Arn- órsson. Einar Arnórsson er sá síðari- tíma íslendingur, sem dyggileg- ast hefir fetað í fótspor Sturl- ungaaldarmanna um það að leggja íslenzk deilumál undir er- lendan konung. Einhversstaðar í fórum sínum mun þessi verndari lýðræðisins eiga símskeyti, sem honum barst handan yfir pollinn í ársbyrjun 1915 og svo hljóðar: „Samkvæmt allra mildilegastri skipun H. Hátignar konungsins, bið ég yður koma til Kaupmannaliafn- ar, með fyrstu skipsferð, cf þér get- ið, sem gestur konungsins, með því að konungurinn óskar eftir að íáðg- ast við yður um stjórnmálahorfur á íslandi. Krieger handritari konungs." Foringi þess flokks, sem E. A. þá taldist til, Sigurður Eggerz, vildi ekki að Einar gegndi utan- stefnunni. En Einar gegndi utanstefnunni samt. Eftir þá utanstefnu varð Einar Arnórsson ráðherra íslands. Hann var skipaður í það sæti af kon- ungi Dana, ekki af sínum eigin flokki, ekki af þingmeirahlutan- um, ekki í samræmi við þjóðar- viljann. Og þegar gengið var til kosn- inga árið eftir, hlaut flokkur Ein- ars Arnórssonar (langsummenn- imir frægu) þá herfilegustu út- reið, sem nokkur stjómarflokkur hefir nokkumtíma hlotið á Is- landi -— og það fyrst og fremst af því, að foringi flokksins hafði þverbrotið bæði þjóðræði og þing- ræði. í þeim tilgangi að hjálpa Ein- ari Amórssyni til að hressa upp á sína eigin samvizku í þessu efni, skal hann nú minntur á til- lögu sem samþykkt var á fjöl- mennum fundi í Reykjavík þann 5. maí 1915, daginn eftir að E. A. varð ráðherra af náð Dana- konungs. Tillagan var borin fram af Bjama heitnum Jónssyni frá Vogi og hljóðaði svo: „Fundurinn átelur það, að ein- stakir menn, umboðslausir, gjörist til þess að semja leynilega við kon- ungsvaldið um ágreiningsmál milli konungsvaldsins og Alþingis og treystir eigi þeim ráðherra, er tekur við stjórn með þeim hætti, sem orð- ið er.“ Þessar fáu endurminningar úr sögu utanstefnumannsins, frá 1915, verða að nægja í bráðina til þess að benda honum á, að slíkum mönnum hæfir bezt að láta gleymskuna gæta sín, þegar talað er um lýðræði. Hvað hefir gjörzt á Alþingi? Á undanförnu lcjörtímabili hafa Framsóknarmenn, og Jafnaðar- menn staðið saman á Alþingi, til þess að hnekkja íhaldinu, svifta j)að umráðum yfir bönkunum, stöðva óhevrilega meðferð þess á fé bankanna og styðja viðleitni til skiljanlegra vinnubragða í vel- ferðarmálum aljiýðunnar til lands og sjávar. Þessi tilraun aljiýðunnar að brjótast undan yfiráðavaldi fjár- braskara Reykjavíkur virðist ætla að fá óvæntan og hastarlegan enda. Nú nafa gerzt á Alþingi þau ótíðindi að forsprakkar jafnaðar- manna hafa allir með tölu gengið yfir í fylking íhaldsins með þá ætlun framundan, að styðja það til valda að nýju og selja þ„nnig höfuðandstæðingum alþýðunnar sjálfdæmi í hinum djúptæku á- greiningsmálum burgeisanna ann- arsvegar og alj)ýðunnar hinsvegar. Hver yrði afleiðingin af j essu fýrir alþýðuna i bæjunum fyrst og fremst? Hún yrði sú: 1. Að fjárbraskarar Reykjavíkur næðu aftur valdi yfir bönkun- um, gætu aftur hafið hinn fyrri leik með fjármuni jijóð- arinnar, ausið fé bankanna í blöð sín og kallað það tapað, sóað aftur 33 milljónum af fé bankanna. 2. Að menn eins og Ólafur Tliors, Jón Þorláksson o. fl. gætu hrifs- að til sín gersamlega öll umráð i atvinnumólum Reykjavikur, samþykkt ríkislögreglu til þess að berja á alþýðunni, numið úr gildi togaravökulögin og beygt háls verkamanna í stein- tak sinnar ómannúðlegu og eig- ingjörnu lífsstefnu. Slíkar myndu liöfuðafleiðingar af svikum svokallaðra „foringja“ alþýðunnar fyrir verkamenn i bæj- mn ef íhaldið kemst aftur til valda. *** Reykjavík, 16. apríl 1931. Út af fyrirspurn til mín í blaði yðar Tímanum, sem út kom í dag, skal ég taka þetta fram: 28. janúar 1929 var tilkynnt með auglýsingum og umburðar- bréfi, að senda mætti talskeyti um loftskeytastöðina í Reykjavík til skipa, sem engin senditæki hefðu og afskekktra staða, sem hefðu útvarpstæki, og hefir vitan- lega öllum verið heimilt síðan að senda slík skeyti gegn venjulegu gjaldi. Þó mér hefði fyrirfram verið kunnugt um innihald umræddra pólitiskra fréttatalskeyta, þá hefði ég ekki látið stöðva þau frekar en önnur pólitísk frétta- símskeyti, því til þess hafði ég enga heimild. Annars skal ég geta þess hér, að ég hefi í bréfi til ráðuneytis- ins, dags. 4. fyrra mánaðar, lagt til að hætt yrði að senda tal- skeyti frá lofskeytastöðinni til afskekktra staða, en ráðuneytið hefir fyrst í dag samþykkt þessa tillögu mína. Gísli J. Ólafson. Aths. Tímans. Þessi skýring landsímastjóra verður að svo komnu að teljast fullnægjandi og verður honum ekki gefin sök á þeirri óheyrilegu svívirðingu íhaldsins að svíkjast með pólitískar lygar sínar gegn- um loftskeytastöðina. Er það í samræmi við fyrri framkomu þess við notkun útvarps M. Guðmundssonar fyr á árum og gefur ljósa bendingu um hversu flokkurinn mjmdi notfæra sér út- varp ríkisins, ef ekki væru gerðar af útvarpsráðsins hálfu strangar varúðarreglur gegn misnotkun þess. Ólafur Friði’iksson hefir nú tvívegis í Alþ.bl. kall- að það fals og lygi, að í sambandi við þingrofið verði gengið til kosninga fyr en ella myndi og segir að kosningar hefðu hvort sem var farið fram í júní. Sam- kvæmt núgildandi lögum eiga kosningar að fara fram fyrsta laugardag í júlí, en það hefði í ár orðið 4. júlí. Samkv. konungs- Rökræður um þingroííð Miðstjórn Framsóknarflokk&ins skorar á stjórnarandstæðinga að rökræða þingrofið í útvarpinu Jónas Jónsson ráðherra hefir í dag, í umboði miðstjórnar Framsóknarflokksins, ritað formönnum stjómarandstöðuflokkanna á þessa leið: Herra alþm. Jón Þorláksson, (Jón Baldvinsson), Reykjavík. Ég leyfi mér hérmeð, fyrir hönd miðstjóniar Framsóknar- ílokksins, að senda yður og alþm. Jóni Baldvinssyni (Jóni Þorláks- syni) áskorun um, að flokkar þeir, sem þið eruð formenn fyrir, taki þátt í rökræðum um þingrofið, sem fram fari í útvarpinu frá kl. 4—8 e. h. næstkomanda sunnudag, ef samkomulag næst við stjóm út- varpsins. Þar sem báðir andstöðuflokkar stjómarinnar eru algerðir samherjar í þessu máli, legg eg til, að Framsóknarflokkurinn hafi í þetta sinn jafnan í'æðutíma móts við sameinaða stjórnarandstæðinga. Eg tel rétt, að ræðum þessum yrði ennfremur útvarpað með gjallar- homum frá svölum þinghússins og samskonar ráðstafanir gerðar í fleiri bæjum, þar sem því verður við komið. Virðingarfyllst, Jónas Jónsson bréfi fara kosningamar fram 12. júní eða 22 dögum fyr. Þetta er að vísu ekki stórt atriði. En hversvegna segir ólafur Friðriks- son vísvitandi ósatt um þetta? Er hann, sem mun hingað til hafa átt nokkuð af einlægum umbóta- vilja í garð alþýðunnar, að verða falsari og ósannindamaður, af því að þurfa að dansa nauðugur með alþýðusvikurunum í flokki hans? *** ----o----- Fyrirspurn til Einars próf. Amórssonar. Þér hafið, herra prófessor, í Morgunblaðinu í gær látið uppi þá skoðun, að þingrof samkvæmt 20. grein stjórnarskráriimar megi ekki koma til íramkvæmda fyrr en fullnægt sé ákvæðum 18. grein- ar um afgreiðslu fjárlaga, og telj- ið þannig að afgreiðsla f járlaga sé óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að þing megi upp leysast að yfir- lýstu þingrofi. Út af þessu leyfir Tíminn sér að óska fastlega eftir áliti yðai’ um eftirfarandi atriði: 1. Setjum svo, að f járlög ekki geti náð afgreiðslu á þingi, sökum þess að ekki fáist meiri hluti þings til þess að greiða þeim atkvæði. — Teljið þér, að þá beri eigi að síður að fullnægja ákvæðum 18. gr. um afgreiðslu fjárlaga áður en þingrof yrði látið koma til framkvæmda? 2. Hvernig hugsið þér yður að slíkt mætti verða? Með því að þér hafið gengið fram fyrir skjöldu hjá andstæð- ingum Framsóknarstjórnarinnar sameinuðum og leggið lögvit yðar og heiður yðar sem lögfræðings að veði fyrir málstað þeirra, er hérmeð skorað á yður, að svara tafarlaust ofangreindum fyrir- spurnum. ----o—— Erlend blaðaummæli um þlngrofið Berlinske Tidende segja um þingrofið (miðvikudag): „Þingrofið stríðir ekki móti stjómarskránni, því að á íslandi gilda um þetta efni sömu reglur og hér*) (þ. e. í Danmörku). Það er ekki leyfilegt að slíta þingi fyr en búið er að samþykkja fjárlög, en hinsvegar er í sér- stakri grein konungi veittur rétt- ur til að rjúfa þingið og boða til nýrra kosninga, þó að þingstörf- um sé ekki lokið. Þessi tvö á- kvæði eru samræmd á þann hátt, að þingrof áður en fjáriog hafa verið samþykkt, er ekki talið brot á fyrri reglunni, ef hið nýja þing afgreiðir fjárlögin. Gott dæmi um þetta, var það, þegar fyrra ráðuneyti Staunings og ráðuneyti Madsen-Mygdals lentu í minnahluta og rufu þessvegna ríkisþingið. Það sem ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar nú hefir gjört, er alveg samskonar“. Á frummálinu: Oplösning ikke forfatnings- stridig idet Island har samme regler som her Ikke tilladt hjem- sende rigsdagen for finansloven vedtaget men paa anden side giver anden § kongen ret til at oplöse rigsdagen og udskrive ny valg midt i samlingen. Disse to regler kom- bineres paa den maade at man ikke regner oplösning af rigs- dagen inden finanslovens vedtag- else for brud paa förstnævnte regel naar blot nye rigsdag færdigbehandler finansloven. Det var god eksempel det der skete da förste ministerium Stauning og ministeriet Madsen-Mygdal kom i mindretal og som fölge deraf oplöste rigsdagen og det er det samme ministeriet Thor- hallsson har gjort. ——o—— *) Leturbr. Tímans.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.