Tíminn - 18.04.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.04.1931, Blaðsíða 1
©jaíbferi 09 ctforctoshimaour tE t m a n s ef 2í a tt n d c i g £>orstetns&óttir, Suefjgrgötu 6 a. Keytjamt. J2^f9rct6sía Cimans er í £œfjargðtu 6 a. (Dpin bag,leq,a tl. 9—6 Síthi 2353 XV. árg. Reykjavík, 18. apríl 1931. 29. blað. Bænarskrá stjórnarandstæding' a í fyrrakvöld, eftir að stjórnar- andstæðingar i tvo daga árangurs- laust höfðu reynt að æsa borgara Rej'kjavíkur gegn ríkisstjórninni og þverskallast við að taka afleið- ingum þingrofsins, gripu þeir loks til hins siðasta örþrifaráðs, sem sé að bera fram við kom.ng þá fá- víslegu málaleitun, að hann tæki aftur heimild þá, sem rikisstjórn- inni hafði verið veitt til að skjóta máli sínu undir dóm þjóðarinnar. Hlutaðeigendum til verðugs lofs þykir rétt að birta skeyti þau sem konungi voru send í þessum til- gangi ásamt svari konungs, er hingað barst í gær. Skeyti jaf naðarmanna: „Til konungs. Vér undirritaðir fimm alþingis- menn, sem erum í Alþýðuflokknum, skorum á konung, sem samkvœmt stjórnarskránni er æðsta fram- kvæmdavald íslenzka ríkisins, að veita ráðuneyti Tryggva þórhallsson- ar lausn þegar i stað og skipa nýtt ráðuneyti í samráði við meiri hluta Alþingis og fresta framkvæmd þing- rofs, svo að unnt verði að ijúka af- greiðslu hauðsynjamála, svo sem lögum til að tryggja atvmnuskilyrði landsmanna, stjórnskipulagsbreyting- um og fjárlögum, en samkvæmt 18. grein stjórnarskrár konungsrikisins íslands, má eigi slíta þinginu fyr en fjarlög eru samþykkt. Oss er kunn- ugt um, að meiri hluti þingmanna, sem kjörnir voru af miklum meiri hluta kjósenda í landinu, eru í full- kominni andstöðu við núverandi stjórn, og er þingmeirihlutinn við því búinn, að benda nú þegar í stað á þingræðilega leið til myndunar nýs raðuneytis. nýs ráðuneytis". [Nöfn þingmanna jafnaðiirmanna- flokksins, 5 að tölu]. Skeyti íhaldsmanna: „Til konungs! Vér undirritaðir 17 alþingismenn í Sjálfstæðisflokki leyfum oss allra þegnsamlegast að vekja athygli Yðar Hátignar á því: að samkvæmt 18. grein stjórnar- skrár konungsríkisins íslands má eigi slíta Alþingi fyr en fjárlög eru samþykkt, að til þess að opið bréf Yðar Há- tígnar, útgefið 13. þ. m. um að Al- þingi það, er nú situr, skuli rofið, brjóti eigi á móti nefndu ákvæði stjómarskrárinnar, verður að skilja ákvæði þess um þingrofið svo, að það komi eigi til verkunar fyr en frá þeim degi, í fyrsta lagi, er fjárlaga- frumvarpið h.efir fengið endanlega afgreiðslu á þinginu, en slikur skiln- ingur er mögulegur af því, að hið opna bréf tilgreinir eigi, frá hvaða degi þingið sé rofið, að þessi flokkur telur þvi stjórn- skipulega nauðsyn að halda áfram störfum Alþingis, þar til afgreiðslu fjárlaga er lokið. Vill þvi þessi þingflokkur beiðast þess, að stjórn Yðar Hátignar gefi út opið bréf þess efnis, að skilja beri ákvæðið um þingrof í opnu bréfi 13. þ. m. þannig, að þingrofið verki frá þeim tíma, er afgreiðslu fjárlaga er lokið, eða frá því deginum fyrir kjördaginn. Mun Alþingi þá geta lok- ið nauðsynlegum störfum. En þar sem núverandi forsætis- ráðherra Tryggvi þórhallsson og ráðuneyti hans er í andstöðu við meiri hluta Alþingis, og auk þess hefir notað hið opna bréf Yðar Há- tignar til þess að láta Alþingi hætta störfum og með því farið í bága við stjórnarskrána og þingræðisreglur, mun nægileg samvinna milli þessa ráðuneytis og Alþingis ekki geta átt sér stað. Teljum vér oss því skylt að skýra Yðar Hátign fra því, til þess að vernda þingræðið og stjórnar- skrána, að þingmeirihluti er við því búinn að benda Yðar Hátign á þing- ræðislega leið til myndunar nýs ráðu- neytis. Afrit af þessu avarpi til Yðar Há- tignar höfum vér samtimis sent for- sætisráðherra Tryggva þórhallssyni. Alþingi, Reykjavík, 16. apr. 1931. [Nöfn íhaldsþingmannanna, 17 að tölu"]. Svar konungs: „Skeyti yðar meðtekið. Samþykki mitt var byggt á 20. grein stjórnar- skrárinnar. Ég bíð grenargerðar frá forsætisráðherra í dag. • Christian R". Það má með sanni segja, að framanrituð skeyti til konungs séu kórónan á ofstopa þann og fávizku, sem einkennt liefir alla framkomu stjórnarandstæðinga síðustu dagana. Dag eftir dag hafa þeir hóað saman æsingafnndum i því skyni að hræða ríkisstjórnina. Allir sæmilegir lögfræðingar i höfuðstaðnum eru sammála um það, að þingrofið sé í fyllsta sam- ræmi við stjórnarskrána. Erlend blöð, lögfræðingar og stjórnmála- menn, sem á málið hafa minnst, eru sömu skoðunar. En á sama tíma gerast þau undur, að 22 ís- lenzkir alþingismenn þverskallast við að hlýta stjórnarskrá lands- ins, og berja fram þá barnalegu staðhæfingu, að réttur þeirra sé meira virði en kjósendanna i land- inu, og það þó að þeir hafi sjálfir sérstaklega unnið eið að þvi að virða þessa sömu stjórnarskrá. Út af fyrir sig er það í mesta máta óviðfelldið, að svo nlegn deila skuli hafa verið vakin hér innanlands út af jafn einföldum atriðum og hinum umræddu á- kvæðum stjórnarskrárinnar. Hitt tekur þó út yfir, að slik deila skuli hafa verið flutt út yfir polhnn, og að svo margir löggjafar landsins skuli hafa gert sig bera að þvi frammi fyrir konungi landsins, að þekkja ekki stjórnarskrá síns eigin lands og algengustu venjur þingræðisins í heiminum. Á þvi er enginn vafi, að þetta frumhlaup þeirra stjórnarand- stæðinganna, hlýtur að vekja nokkurt umtal erlendis, og verða til þess að skapa miður hagstætt álit á þroska þingræðisins hér á íslandi. Eins og við mátti búast hefir konungur svarað á þá leið, sem einfáldast var og beinast la við. Hann hefir blátt áfram bent þess- um undarlegu mönnum á, að tilvitriun þeirra í 18 .gr. stjórnar- skrárhmar komi ekki málinu við, þvi að heimildin til þingrofsins sé veitt eftir öðru ákvæði, nefnilega 20. gr. stjórnarskrárinnar. Bænarskrá ihaldsmanna til kon- ungs um að „fresta" þingrofinu, sýnir það eitt, að þeir eru ekki bet- ur að sér í löghelguðum þingræð- isvenjum en stjórnarskránni sjálfri. Alþingi hefir oft áður ver- ið rofið, og æfinlega, að einu dæmi undanskildu, hefir það verið talið sjálfsagt, að þingrofið Rökræðurnar um þingroíið Jón Baldvinsson tekur tilboði Framsókn- arflokksins um að rökræða þingrofið í útvarpinu á morgun Jón Þorláksson rennur af hólmí Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær hefir miðstjórn Framsóknarflokksins ritað formönnum stjórnarandstöðuflokkanna og skorað á þá að rökræða þingrofið opinberliega í útvarpinu kl. 4—8 á morgun, ef samkomulag náist við stjórn útvarpsins, og lagt til að ræðunum yrði jafnframt útvarpað með gjallarhornum frá svölum Alþingishússins og annarsstaðar á landinu, þar sem við verður komið. Jón Baldvinsson og Jón Þorláksson hafa í dag báðir svarað áskorun þessari. Jón Baldvinsson tekur, fyrir hönd síns flokks, á móti tilboðinu, en Jón Þorláksson neitar! Neitun Jóns Þorlákssonar, ásamt ummælum Mbl. í dag, er full viðurkenning þess, ao foringjar íhaidsmanna kæra sig ekki um að ræða þeta mál annarsstaðar en á æsingafundum í Reykjavík. Þeir kæra sig ekki um, að öll þjóðin heyri. Málstaður slíkra manna dæmir sig sjálfur. Miðstjórn Framsóknarflokksins, sem í gær ritaði stjórn út- varpsins um þetta mái/ hefir nú óskað svars af hennar hálfu um það, hvort rökræður milli Framsóknarflokksins annarsvegar og Jafn- aðarmannaflokksins hinsvegar, verði leyfðar. Að sjálfsögðu veitir útvarpsstjórnin þetta umbeðna leyfi. Ann- að væri óhæfa. Gefst þá miklum hluta þjóðarinnar á að hlýða annað kvöld, hversu stjórnin og andstæðingar hennar^þeir er þora að láta til sín heyra, standa fyrir máli sínu. Síðasta hneykslí Eínars Arnérssonar Ihaldið hér í Reykjavík hefir þyrlað upp rakalausum blekking- um og fullyrðingum um það að þingrof ríkisstjórnarinnar sé stjórnarskrárbrot. Af öllum þeim aragrúa af lögfræðingum — mis- jafnlega heiðarlegum eins og gengur, — sem íháldið hefir í sin- um flokki og sinni þjónustu hefir það aðeins fengið einn þ. e. Einar Arnórsson, prófessor — til þess að halda þvi fram opinberlega, að þingrofið sé stjórnarskrárbrot. Þó't íhaldið hafi þannig getað fengið einn mann til að halda fram þessari f jarstæðu blekkingu, væri út af fyrir sig ekkert við þvi að segja — ef þessi maður væri ckki einmitt próf essor i lögum við íslenzka háskólann, og einmitt sá prófessorinn, sem gera verður þá kröfu til að hafi talsvert mikið meiri þekkingu á rikisrétti en framkvæmd hans öll i þessu máli hefir sýnt. Mönnum hefir nú reyndar ver- ið það kunnugt, að Einar Arnórs- son hefir stundað embætti sitt við gengi i gildi um leið og það var birt. Og í þetta eina sinn (1908) var sérstaklega tekið fram um leið og það var birt, að það kæmi ekki til framkvæmda fyrr en eft- ir ákveðinn tíma. En þennan smánarblett verður nú íslenzka þjóðin að þola, ofan á allt, sem á undan er gengið, að konungur landsins, sem er erlend- ur maður, skuli þurfa að benda stórum hluta þingmanna á, hvað standi i þeirra eigin stjórnarskrá, og að erlend blöð skuli nú f á tæki- færi til að hafa þessa niðurlæg- ingu íslenzkra löggjafa að gaman- málum. háskólann, seinustu árin a allt annan hátt en sæmandi er. — Hann hefir að vísu ritað nökkrar smábækur, sem taldar eru flestar hroðvirknislegar og ekki merki- leg einhliða þýðing á dönskum bókum um svipað efni, — enda tahð að sumar bækurnar séu meira sniðnar eftir þvi gjaldi, sem háskólinn hefir greitt prófesorn- um fyrir arkaf jöldann, en vísinda- legri nákvæmni. Það leikur ekki á tveim tung- um, að Einar Arnórsson hefir, minnsta kosti seinni árin, lagt meiri stund á það að afla sér f jár — en vísindalegrar þekking- ar í þeim námsgreinum, sem hann kennir við háskólann, Vanþekking Einars Arnórssonar og hirðuleysi hans i því, að afla sér viðunandi þekkingar í einni þeirri grein lögfræðinnar, er hann kennir við háskólann hefir nú komið fram svo eftirminnilega að slíkt mun lengi i minnum haft. Og maðurinn kórónar vitleysuna með því, að upplýsa það, að hann hafi kennt þetta við haskólann, ritað bók með þessari lögskýringu og vitað er að hann hefir tekið fyrir það peninga úr sjóðum há- skólans. En þetta endemi Einars Arn- órssonar verður lengur i minnum haft, en ýmislegt annað, svo sem málaferli hans við landið, mál- flutningur hans i þvi máli i Hæstarétti o. fl. — Ástæðan til þess er sú, að þetta siðasta en- demi hans er nú rætt i erlendum blöðum og allir blaðamenn, stjórnmálamenn og stjórnlaga- fræðingar, sem látið hafa til sín heyra um málið eru á einu máli um það, að 20. gr. stjórnarskrár- innar beri að skilja svo, að heim- ilt sé að rjúfa þing áður en f járlög eru samþykkt. Þeir benda á að greinin hafi ekki aðeins ætíð verið skilin þannig og skýrð af fræði- mönnum, heldur framkvæmd þannig af ýmsum ráðuneytum í mörg ár. — Einar Arnórsson hef- ir því ekki aðeins vanrækt að kynna sér hina fræðilegu skýr- ingu á þessu atriði stjórnarskrár- innar, heldur og gersamlega hvernig þessi ákvæði hafa verið framkvæmd, og hvernig þau hafa þróast í þeim þingræðislöndum, er búa við samhljóða ákvæði og mikla reynslu hafa að baki sér. Er þessi framkoma Einars Arn- órssonar íslenzka ríkinu til hinnar mestu háðungár, þvi þessa dagana er það auglýst í mörgum tugum víðlesinna erlendra blaða, okkur til varanlegrar smánar að þessi rikisréttarfræðingur okkar veit ekki, það, sem hver erlendur þing- maður og blaðamaður veit. — Er þetta ekki aðeins smán fyrir iand- ið, heldur og háskólann og alþingi íslendinga, því fljótfærni þessa manns og vnþekking hefir leitt mikinn hluta þingmanna út í það tiltæki að senda f rá sér plagg, sem lengi mun verða alveg einstætt i stjórnmálasögu þessarar þjóðar. Vonandi verður þetta plagg hvergi birt erlendis, því ef svo yrði mundi það verða til athlægis í hverju ein- asta þingræðislandi. Ýmsir telja að Einar Arnórsson prófessor — sem talinn hefir verið pólitískt dauður siðan 1915 — hafi með lögskýringu þessari gert til- raun til að kaupa sér aftur póli- tíska tilveru. Hitt má telja jafnvist, að þessi tilraun muni verða honum sjálf- um og flokki hans til jafnlitillar sæmdar og utanförin 1915, og aðr- ar slíkar tilraunir í þái átt. * Spurningar til ritetj. Morgunblaðsins. 1. Þið hafið það eftir Tímanum í dag, að skrif Einars Arnórssonar um þingrofið séu markleysa, af því að hann sé stjórnarandstæð- ingur. Hvar standa þessi ummæli i Tímanum, og hvernig hljóða þau? 2 Ég vil nota tækifærið til að gera upp við ykkur annan reikn- ing. Þið hafið þrástagast á þvi i Morgunblaðinu, að í Timanum hafi verið skýrt svo frá, að af ríkisláninu nýja, sem tekið var síðastl. haust, „færi hver ein- asti eyrir til laridbúnaðarins". Hvenær hefir þetta verið sagt í Tímanum, og hvernig hljóðar sú frásögn? Þegar þið hafið fengið hæfileg- an umhugsunarfrest til að svara þessum spurningum, mun ég tala við ykkur nánar. Gísli Guðmunðsson. Tvennir eru tímarnir. Áður bjóstu í Haga-húsj, hlúðir að gróðri á hverju vori. Nú ertu orðinn fjöru-Fúsi með fulla gúla af flialds-slori. Bóndi. -------o------- \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.