Tíminn - 18.04.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.04.1931, Blaðsíða 2
96 TlMINN [rlend hlaflamiimæll in blnsroflfl Álit Staunings forsætisráðherra í DanmBrtu [ramsflkaarfélag Reykjavíknr heldur fund í Kaupþingssalnum klukkan 8i/2 í kvöld. Rætt verður um þingrofið og kosningarnar. Utanfólagsmenn, sem styðja Framsóknarflokkinn fá aðgang ef húsrúm leyfir. Félagsstjórnin Yiljið þér drekka gott öl, þá biðjið um einn Þór. tveir, og sem er langbezta ölið, sem hér er fáanlegt. Einn Þór (Pilsner) hlaut strax almenningslof fyrir hin óviðjafn- anlegu gæði og er víðfrægur fyr- ir hinn ekta ljúffenga ölkeim. — Einn Þór slekkur bezt allan þorsta. Bjór, þessi gamli íslenzki drykk- ur, er þegar orðinn landfrægur, enda líkist hann hvað mest ,,Gamla Carlsberg“ og „Miinche- ner-öli“, sem eru heimsfrægar öl- tegundir. Hin sívaxandi sala á Þórsöli er sönnun þess, hvað ágætt það er. ' — Þegar Ölgerðin Þór hóí starf- semi sína, var notaður einn bíll til þess að keyra út ölið til kaup- enda, en nú eru bílarnir orðnir hafa þeir báðir að eins undan með að fullnægja eftirspurninni. Vegna símskeyta, sem borist hafa til Khafnar um þingrofið og deilurnar hér, hefir danska blað- ið ,,'Social-Demokraten“ leitað upplýsinga og álits hjá Stauning forsætisráðhen-a. Svör forsætis- ráðherrans, sem birt eru í blað- inu, hljóða á þessa leið: „Ég var þessu rnáli ekkeit kunnugur, fyr en hin opinbei’a tilkynning um þingrofið' kom fram. Eins og kunnugt er, eru stjórn íslands og málefni innan- lands mér á engan hátt viðkom- andi. Aftur á móti hefi ég nú síðustu daga fengið frá sendiherr- anum í Reykjavík fregnir um þá hörðu deilu, sem risin er. Eftir því sem mér skilst, og sérfræð- ingar í ríkisrétti láta í ljós, er hér ekki um neitt stjórnarskrár- brot að ræða.2) Árásimar á kon- unginn eru með öllu órökstuddar. Konungurinn hefir, eftir því sem ég bezt veit, fengið símleiðis skýrslu um stjórnmálaástandið á- samt tillögum ráðuneytisins um þingrof og nýjar kosningar, og þær varð hann vitanlega að und- irrita. Ráðuneytið ber auðvitað hina pólitísku ábyrgð fyrir Al- þingi, og það er í ósamræmi við þingræðisvenjur að krefja kon- unginn til ábyrgðar. Ráðuneytið byggir afstöðu sína á fyrirliggj- andi yfirlýsingum um að meiri- hluti þingsins, jafnaðannenn og íhaldsmenn, myndu greiða at- kvæði með vantraustsyfirlýsingu, en þar að auki var upplýst, að þessir tveir flokkar gátu ekki í sameiningu myndað meirahluta- stjóra. Því var talið þýðingar- laust að halda þinginu áfram, en það ráð tekið að leita úrskurðar kjósendanna. Ég vil ekki skipta mér af þessu máli, það verður að vera undir áliti viðkomanda ráðu- neytis komið, hvað það á hverj- um tíma vill gjöra. í þessu til- felli virðist íslenzka ráðuneytið hafa valið sömu aðferð, sem Madsen-Mygdal1) beitti árið 1929, og sú aðferð var talin óað- finnanleg.2) Á frammálinu: „Jeg har ikke kendt noget til J) pað er að sumu levti fróðlegt að atliuga í þessu sambandi, að Mad- sen-Mygdal foringi bændaílokksins, rauf danska þingið 1929 einmitt af því, að fjárlögin höfðu verið felid i þinginu. Afgreiðslu þeirra var þann- ig ekki iokið. Og þó gilda sömu stjómarskrárákvæði um þetta efni í Danmörku og hér. 2) Leturbr. Tímans. Molar. Maður, sem var á gangi á götunni i gær heyrði á tal tveggja drengja. Annar þeirra var að segja hinum frá, að hann hefði stolist upp á pall- ana .í Alþingishúsinu og heyrt á l)ollaleggingar þeirra íhaldsmanna og jafnaðarmanna, og hefðu þeir verið mjög ásáttir um að aðalatriðið væri að „æsa vel upp lýðinn". Einn af kaupendum Alþýðublaðs- ins og -góður stuðningsmaður jafn- aðarmanna hingað til kom inn á af- greiðslu Alþýðublaðsins í gær. Ég kom til að segja upp blaðinu, — sagði hann —. Mér er nóg að sjá frumritið af greinunum ykkar — í Morgunblaðinu. Síðan Sigurður Eggerz og Jakob Möller laumuðust inn í íhaldið fyrir tveim árum, hafa engin pólitísk hamaskipti orðið hér á landi svo að orð sé á gjöranda, þangað til nú, að jafnaðarmannaforingjamir hafa hlaupið yfir í fylkingu íhaldsmanna, það lítur út fyrir, að þessi hama- skipti ætli að verða dýri íyrir Al- þýðublaðið. Eftir því sem heyrst hefir, streyma úrsagnir kaupenda til skri fstofu blaðsins, daglega hvaðanæfa að. Sagen, för den offentlige Meddel- else om Altingsoplösningen fore- laa. Jeg har som bekendt intet at göre med Islands Styrelse og indre Forhold. Derimod iiar jeg i de sidste Dage gennem Gesandten i Reykjavík erfaret om den op- staaede hæftige Strid. Saavidt jeg kan se, og som jeg hörer af Raadgivere i Stalsret, er der ikke sket noget Brud paa For- íatningen.2) Angrebene paa Is- lands Konge er absolut ubegrun- dede. Kongen har, saavidt jeg ved, faaet telegrafisk Under- retning om de politiske Forholds Udvikling samt Ministeriets Ind- stilling om Oplösning og nye Valg. At han maatte underskrive, er da en Selvfölge. Det politiske Ansvar overfor Altinget maa bæres af Ministeriet, og det er ganske i Strid med gældende parlamentarisk Praksis at lægge Ansvar paa Kongen. Ministeriet begrunder sin Holdning med Hen- visning til foreliggende Erklær- inger om, at Flertallet Social- demokrater og Konservative vilde stemme for en Mistillidsdagsor- den, men desuden var det oplyst, at disse to Partier ikke i Fæl- lesskab kunde tilvejebringe en Flertalsregering. Derfor ansaas det ufornödent at holde flere Möder, men at appellere til Vælg- erne. Jeg vil ikke blande mig i dette Forhold. Det maa afhænge af det siddende Ministeriums Skön, hvad man i enhver Situa- tion önsker at foretage. I det foreliggende Tilfælde synes det islandske Ministerium at liave fulgt en Fremgangsmaade, som ogsaa anvendtes af Madsen- Mvgdal i 1929, og den ansaas for uangribelig“.2) Stauning forsætisráðherra er, eins og kunnugt er, foringi jafn- aðarmannaflokksins í Danmörku. Ilefir hann vissulega með fram- angreindum ummælum, veitt flokksbræðrum sínum hér heima hæfilega ráðningu. Því miður virðast íslenzku jafnaðarmeimirn- ir hafa átt auðveldara með að veita viðtöku fjármunum frá þessum mikilsvii’ta samherja sín- um en pólitískri menntun En vel mætti álíta, að þeir góðu hei’rar bæru þá virðingu fyrir kunnasta jafnaðarmannaforingjanum á Norðurlöndum, að leiðbeiningar hans nú hefðu nokkur áhrif í þeiraa hóp, ef bandalag foringj- anna við íhaldið er ekki orðið þeim að varanlegu sálartjóni. Seinir að læra! Forvígismenn í félagi ungra í- haldsmanna (Heimidalli) höfðu i gærmorgun ráðagerðir stórar um að fjölmenna suður að ráðherra- bústað í gærkvöldi kl. 9 og syngja þar „íslendingabrag". En þegar til átti að laka og æfa skyldi liðið, kom það upp úr kaf- inu, að í þeim mikla mannsöfn- uði, sem íhaldið kallar „stærsta stjórnmálafélag á landinu“, var cnginn sem kunni kvæðið. Var þá það ráð tekið, að senda stóran hóp Heimdellinga upp á landsbókasafn, og skyldu þeir freista að læra ljóðið, og hafa lok- ið þvi í tæka tið. Sagt er að nemendurnir liafi ekkert „matarlilé“ fengið í allan gærdag, því að mikið þótti við úggja. En kvöldið leið og nóttin með, og aldrei komu Heimdellingar. Þeir höfðu orðið of seinir að læra! ----0----- Hringsnúningur Einars Arnórssonar Svar hans við fyiispurn Tímans. í Morgunblaðinu í dag gerir E. Á. mjög máttlausa/tiíraun til að sanna fyrri staðhæfingar sín- ar um þingrofið. „Vísindamaður- inn“ E. A. ætti að þekkja öll merkustu fræðirit um þessi efni, ef hann hefir rækt starf sitt, svo sem vera ber við háskólann. — Það kemur mönnum því dálítið ónotalega á óvart, að þessi „vís- indamaður“ skuli ekki vísa í fræðirit nokkurs stjórnlagafræð- ings máli sínu til stuðnings. Eini höfundurinn, sem vísindamaður- inn vitnar í, er alveg á gagn- stæðri skoðun við sjálfan hann. — Gengur svo öll grein E. A. í þá átt að snúa út úr nokkrum setn- ingum í þessu riti. — Þessa grein E. A. tekur vitan- lega enginn alvarlega. Hún ber vitni um fullkomin rökþrot. En grein þessa hefir Einar þó auð- sjáanlega ritað áður en hann svaraði fyrirspurn Tímans, þvi þar snýst hann gjörsamlega í hring og gegn ollu því, sem hann hefir áður haldið fram. Fyrirspuminni svarar E. A. þannig: „Um 1. Stjórnarskrárgjafinn gegn- ur að sjálfsögðu ú( frá þvl, að Al- þingi geri skyldu sína um afgreiðslu fjárlaga. Og hann bannar stjórninni að tálma þinginu að gera þá skyldu sína. En ef þingið skyldi fella fjár- lagafrumvarp, þú hefir stjómin gert skyldu sína um að veita þinginu kost á afgreiðslu fjarlaga, — en þann kost veitti stjórnin þinginu ekki nú — og þá þarf þingrof ekki að brjóta bág við 18. gr. stjskr., þótt það kynni að vera andstætt viðurkenndum þing- ræðisreglum. Um 2. Ef þing fellir fjárlög, þá get- ur verið um fleiri en eina leið að ræða: a. að sú stjórn, er meiri hluti þings hefir felt fjárlagafrumvarp fyrir, fái tafarlaust lausn og ný stjórn, mynd- uð á þingræðislega réttan hátt, taki við völdum, kveðji saman aukaþing og fái lijá því, svo skjótt, sem unnt er, afgreiðslu fjárlaga. þessi leið mundi venjulega vera skynsamlegust og bezt i anda þingræðisins. b. að þingrof faii fram og nýjar kosningar, og fyrir aukaþing, er kynni að koma saman á sama ári, verði lagt frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár. c. að gefin verði út bráðabrigða- fjárlög samkvæmt 23. gr. stjskr., og ei' það þó auðvitað fullkomið neyðar- úrræði“. Áður hefir E. A. haldið því fram að þingið mætti ekki rjúfa fyr en fjárlög væru samþykkt því skilja bæri ákvæðin í 20. gr. um þingrof þannig, að þau tak- markist og af þessum ákvæðum 18. gr.: „Þinginu má eigi slíta fyr en fjárlög eru samþykkt“. Nú heldur E. A. því fram, að þingið megi rjúfa þótt fjárlög hafi ekki verið samþykkt — hér er hann horfinn frá ákvæðinu í 18. gr. — og það muni vera nægi- legt „að veita þinginu kost á af- greiðslu fjárlaga“ þó þau séu felld. I svarinu gerir hann ráð fyrir að aukaþing afgreiði fjárlögin — en vitanlega þarf þá fyrst að rjúfa aðalþingið og það ætlast hann nú til að sé gert áður en fjárlög eru samþykkt. Ailt svar E. A. er sæmileg röksemdaleiðsla fyrir þann málstað, sem Tímiun hefir haldið fram í þessu máli, en E. A. hefir áður reynt að hrekja. — En þótt E. A. hafi þannig gjörsamlega hringsnúist í þessu máli, þá skal það munað, að hann hefir ekki gert það fyr en svo var að honum sorfið með rök- semdaleiðslum erlendra stjórn- málamanna og sérfræðinga, að það var gjörsamlega vonlaust að halda blekkingunni að fólki leng- ur. — Oft hefir E. A. verið seinhepp- inn fyrir heiður sjálfs sín og flokks síns og það hefir hann verið í þessu máli. - Lögskýring E. A. — sem sann- að er með vitnisburði sérfræðinga og játningu hans sjálfs að var rangfærsla ein og blekking — hefir íhaldið notað sem grundvöll og meginástæðu til þess að koma sér upp skrílher í bænum, sem æpt hefir að lands^ýjórninni bæði í blöðum og á götum bæjarins. Blindfullir menn hafa reikað um svalir sæluhúss íhaldsins, haldið æsingaræður yfir lýðnum og vitn- að í E. A. Sorpblöð íhaldsins hafa vitnað í E. A. Heimdellingar og annar lýður á götunni vitnar í E. A. — Á laugardagsmorgun vaknar svo allur þessi lýður — með timburmenn eftir gleðskapinn kvöldið áður. Morgunblaðið liggur á sænginni! E. A. svarar þar fyrirspurn Tímans og étur þar ofan í sig allt, sem hann hefir áð- ur haldið fram! * ----o---- Eru það peningarnir? I Mbl. í dag birtist eftirfarandi fyrirspurn: „Ilversu fer um laun þing- manna og starfsmanna, sem svo skyndilega voru reknir úr vinnu“ (þ. e. þegar þingið var rofið) ? Þetta — hversu fari um launin virðist vera lijartans mál Mbl. nú, ])egar allur gauragangurinn út af þingrofinu hefir réynzt árang- urslaus, og æsingamennirnir eru í þann veginn að leggja árar i bát. Ef Mbl. hefði bara sagt þetta fyrr, að ílialdsþingmönnunum félli svona illa að missa kaupið sitl ])á daga, sem eftir voru af þinginu, hefði sjálfsagt verið hægt að friða sálir ])eirra fyrr og spara þeim mikið erfiði. Þingmenn munu hafa um 17 kr. á dag i kaup. Ef þingið hefði stað- ið inánuði lengur myndu saman- lagðar „atvinnubætur“ þeirra 22 manna, sem mótmælt liafa þing- rofinu hafa numið nál. 1200 kr. Það má telja alveg víst, að Framsóknarmenn hér í bænum liefðu verið fúsir til að aura sam- an í þessa upphæð handa þing- mönnunum, ef það hefði nægt til þess að firra ráðherrana þeim ó- fögnuði, að hóað væri saman Lax- og silungsveiðitæki allskonar í mjög fjölbr. og ódýru úrvali. Silungastangir frá kr. 2,00. Laxastangir frá ltr. 20,00. Myndavélar, sjónaukar, filmur. — Lægst verð. — Sendum verðskrár þeim sem óska. Sportvöruhús Reykjavíkur (Einar Bjömsson) Reykjavík. Box 384. Fjölritun Tek að mér allskonar fjölritun, fljótt og vel af hendi leyst. Biðj- ið um tilboð. Pantanir afgreiddar hvert á land sem er. Bjarni Guðmundsson, Túni, Árnessýslu. við heimili þeirra æpandi ungling- inn að næturþeli til gð mótmæla „atvinnuleysinu“ á Alþingi. Bandamennirnir. Jón Þorláksson hefir í ræðum sínum undanfaraa daga komizt svo að orði: „Við, Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksmenn“. Einn af hin- um aumustu uppgjafabröskurum, Ólafur nokkur Davíðsson kennd- ur við Hafnarfjörð sagði blind- fullur í ræðu af svölum Varðar- hússins: „Við heimtum athafnir af foringjum okkar, hvort held- ur þetr eru Sjálfstæðis- eða Jafnaðarmenn!“ Má af þessu sjá hversu íhaldið sleikir sig upp við Alþýðuflokkinn í von um að geta haldið velli, þegar það nú kastar grímunni gagnvart al- menningi í hinum dreifðu byggð- um landsins. N. ----o----- Prentvilla. í grein ónafngreinds lögfræðings í blaðinu í fyrradag var prentvilla í fruimnálstexta ummæl- anna, sem liöfð eru eftir próf. Knud Berlin. I greininni stendur „Finans- kvittering" en á að vera Finans- bevilling. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Ásvallagötu 27. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.