Tíminn - 21.04.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.04.1931, Blaðsíða 1
©jaíbferi oq, afgrciöslumaður íímans er 2\annr>cu3 fcorsteinsbóttir, €ccfjar5ötu 6 a; Kevfjaoíf. ÍT í m a n s er i £œf jargötu 6 a. (Dpin baglega fl. 9—6 Sími 2353 XV. árg. Reykjavík, 21. aprfl 1931. 31. blað. J Bylting ,erfingjanna' Kosningamar í vor snúast fyrst og fremst um eitt atriði: Á að taka af byggðum landsins hér um bil helmingmn af þingmönnum sínum til að þóknast þeim mönn- um í Reykjavík, sem sýna sig lík- lega til að koma á skrílræði í landinu? Eða á sveitin að halda sínum hlut, sínu atviimufrelsi, sinni menningu? Byltingu hefir hér átt að gera, og er gangur þess máls, sem hér segir: Þegar fór að líða á þingið í vetur tóku tveir fjandmenn, ól- afur Thors og Héðinn Valdimars7 son að verða óaðskiljanlegar sam- lokur í þinginu. Stundum var þriðji maður með þeim, Gunnar Sigurðsson á Selalæk, og var helzt að sjá, að hinir tveir yrðu oft á tíðum að búa að honum, eins og geymdi hann lífsanda þess bræð- ings sem Ólafur og Héðínn voru að skapa. Lengi vel vissu Framsóknar- menn ógerla hvaða undirmál voru hér á ferðinni, en smátt og smátt varð vart við nýtt líf í báðum flokkunum. Þingmenn verka- manna höfðu tíðum fundi með flokksstjórn sinni af utanþings- mönnum,ogdrógst öll flokksstjórn verkamanna og allur þingflokkur þeirra inn í samningamál Ólafs og Héðins En mismunandi var ánægjan hjá verkamannaleiðtog- unum, bæði þingmönnum og öðr- um. En þeim, sem hreyfðu mót- mælum var hótað brottrekstri úr flokknum og öðrum afarkostum, ef þeir ekki beygðu sig fyrir sam- komulaginu um byltinguna á kjör- dæmaskipuninni. Hjá íhaldsmönnum gekk allt betur. Þeir eru ekki að jafnaði vandir að meðulum. Ihaldið hafði gleypt Sig. Eggerz og lát- ist ganga inn á eitthvert frelsis- glamur til að þóknast honum. Þeir voru nú til með að ganga í bili inn á ýmislegt af kröfur sósíal- ista, svo sem að láta hrepps- ómaga hafa atkvæðisrétt, þó að leti væri valdandi bágindum þeirra. Þá voru íhaldsmenn til með að láta landið ábyrgjast 7 miljónir í virkjun Sogsins, þó að flokkur íhaldsmanna í bænum hefði árum saman, í umboði meirahlutans í bænum, gert allt til að hindra að Sogið yrði virkj- að, af því að virkjunin væri óþörf eða bænum um megn. En „erf- ingar" Thors Jensens vildu fá bandamenn til að þjóna hagsmun- um sínum. Fyrst innlimunarmenn íhaldsins höfðu verið gerðir að frelsisgösprurum til að fá at- kvæði Sig. Eggerz, þá var líka hægt að láta fjandmenn verka- manna veita flokki sósíalista nokkra faríseaþjónustu um stund, ef með því var hægt að gera verkamannaflokkinn að „deild" hjá hinum nýríkú, meðan verið var að liða sundur kjördæmaskip- un landsins. Að lokum gekk íhaldið að þriðju viðbótinni til að auka lið sitt. Gunnar á Selalæk var síð- asta herfangið, eftir að tökum hafði verið náð á forst.ðumanni olíuverzlunarinnar, Héðni Valdi- marssyni. Með þessum liðstyrk öllum þótti einsýnt að á einu ári mætti gerbylta allri kjördæma- skipun landsins, þannig að full- trúa-tala sveitanna minnkaði um helming. Hinir „nýríku'' höfðu gengið inn á hugsunarh^tí Sig. Eggerz, Héðins og Gunnars á Selalæk, nægilega mikið til að fullnægja þessum þrem stjórn- málamönnum, og fá fylgd þeirra. En undir niðri var íhaldið eins og áður fúst á að beygja sig fyrir öllu erlendu valdi og gegnsýrt af löngun til að lifa af svitadropum fátæklinganna. í þrem málum gerbreytti íhald- ið um skoðun til að lokka leiðtoga sósíalista til sín: 1. Sogsvirkjunin, ríkisábyrgð á 7 miljónum til fyrirtækis, sem íhaldið sjálft hafði árum saman barizt á móit. 2. Fjölgun þingmanna í Rvík úr 4 upp í 9. Socialistar báru það frv. fram í neðri deild. Megin- hluti íhaldsmanna hafði lýst sig andvígan þingmannafjölgun í Rvík, þar sem helmingur þing- manna er búsettur. En þessu lof- aði íhaldið að fylgja fram sum- part nú, en einkum á þingi 1932. 3. Breyting á stjómarskránni. Þannig að með einföldum lögum mætti gera 4—5 sýslur að einu kjördæmi. Móti þessu höfðu ná- lega allir þingmenn íhaldsins heitið kjósendum sínum út á landi að berjast. En nú var þeim skoðunum fleygt fyrir borð og leiðtogum socialista lofað að all- ur flokkurinn skyldi undirbúa þessa stórkostlegu byltingu í stj órnarfari landsins. ÖJl þessi mál áttu að ganga fram á þinginu í vetur. 1 efri deild voru íhaldsmenn og socia- listar 8, en Framsóknarmenn 6. I neðri deild voru socialistar og íhald 14, Framsóknarmenn 13 og Gunnar á Selalæk í kosninga- bandalagi við Framsókn og kos- inn aðallega af Framsóknarmönn- um í sveitakjördæmi. Ef hann stóð með málstað síns kjördæmis, og málstað þess flokks, sem hann var í .kosningabandalagi við, þá hlutu öll þessi þrjú mál að falla með jöfnum atkvæðum í neðri deild. Og þá hefði dottið, nú í vetur, botninn úr byltingarundir- búningi Ólafs Thors og Héðins Valdimarssonar. Af þessu, sem hér er sagt, er það skiljanlegt, að braskaralýð Reykjavíkur var jafn nauðsynlegt að fá Gunnar á Selalæk eins og socialistana. Meðan verið var að vánna hann til að yfirgefa mál- stað kjósenda sinna, urðu þeir Ólafur og Héðinn að sýna honum virðingaratlot, sem þeir myndu tæplega hafa látið þessum sam- eiginlega bekkjarbróður úr menntaskólanum í té, undir venjulegum kringurnstæðum. Ráðagerð erfingjanna var þessi: Fjölga þingmönnum Rvíkur nú og að ári upp í 9. Ábyrgjast Sog- ið og reyna að fá lán í sumar til þess eins og Alþ.bl. segir, að geta veitt 200 verkamönnum atvinnu í sumar. Og að lokum að undirbúa stjómarskrárbreytingu, sem gerði mögulegt að bræða margar sýslur í eitt kjördæmi með einföldum lögum. Síðan áttu íhaldsmenn og socíalistar að bjóða fram í öllum kjördæmum ,til að reyna að fella sem flesta af fulltrúum sveitanna. Á þinginu 1932 átti svo aðalbylt- ingin að gerast á kjördæmunum og lokaþáttur að gerast um þing- mannafjölgun í Reykjavík. Socía- listar sáu að þeir myndu tapa sætum nú í vor með þessu hátta- lagi, en „erfingjar" Thor Jensens töldu þeim trú um að vorið 1932 myndu hinir dauðu verkamanna- leiðtogar rísa aftur upp úr gröf- um sínum og í dýrlegum fagnaði skifta með sér og Thor Thors, Vaidimar hersi og öðrum þvílík- um dáindismönnum þeim 10 sveitakjördæmum, sem Alþ.bL sagði að .samkvæmt þessari ráða- gerð hefði átt að taka af bænd- um. „Erfingjamir" höfðu gengið frá samningum þessum bæði við leið- toga socialista og Gunnar á Sela- læk laust fyrir páska. En um leið og þeir voru fullgerðir, sýndu blöð „erfingjanna" hug sinn til bænda landsins. í Vísi var sagt að fram að þessu hefði verið dekrað við málstað bænda og sveitanna. En þegar Reykjavík hefði fengið 9 þingmenn skyldi verða á þessu breyting, og dekrið hætta. Á páskadagsmorgun kom svo út í Mbl. grein, sem almennt er eign- uð Ólafi Thors. 1 tilefni af því að mikill fjöldi af hinum beztu bændum úr nálega öllum hérað- um voru hér samankomnir á flokksþingi Framsóknar, lýsti Mbl. sveitamönnum landsins á þann veg, að aldrei hefir jafn- mikilli lítilsvirðingu um heila stétt verið komið fyrir í einni blaðagrein. En erfingjapólitíkin þóttist nú vera viss um sigurinn. Helmingur af umboði sveitakjör- dæmanna átti af þeim að takast. Landið áttti að þarflausu að eyða lánstrausti sínu fyrir hvert sveit- arfélag, sem vildi lána peninga. En áður en „erfingja"-sigurinn næði fram að ganga, sker Tr. Þórhallsson sundur samningavef- inn, og umboð þingmanna féllu til kjósenda. * Hrópandínn f eyðimörkinni! fhaldsmenn í Stúdeqtafélagi Reykjavíkur txúa ekki Einari Arnórssyni. Ekkert minnst á „stjórnarskrár- brot". íhaldið hefir fengið Einar Am- órsson, til þess að halda því fram í íhaldsblöðunum, að þingrof ríkisstjómarinnar sé stjómar- skrárbrot. Þetta hefir íhaJdið lát- ið lítilsiglda íhaldskjósendux sam- þykkja í kaupstöðum víða um landið. íhaldið er í talsvert stórum meirahluta í Stúdentafél. Reykja- víkur, og þess vegna var stjórn félagsins látin hóa saman fundi til þess að fá samþykktar álykt- anir til stuðnings íhaldsmálstaðn- um. í stjóm félagsins eru tómir íhaldsmenn og minnsta kosti tveir þeirra löglærðir. Fundinn sátu auk þeirra nokkr- ir lögfræðingar íhaldsmanna. Svo sem að líkum lætur voru það þessir menn, sem réðu því hvem- jg þær ályktanir voru orðaðar, Síðustu ireénir Útaf símskeyti því til miðstjómar íhaldsflokkains, awn birt var í fregnmiða seint í gærdag sendi forsætisráðherra þegar stmskeytí til konungsritara svohljóðanda: „Að gefnu tilefni óska ég fá að vita hvort nokkuð telst á skorta um greinargerð frá minni hendi almennt eða í einstökum atriðum". Forsætisráðherra. í morgun kl. 9i/2 tékk forsætisráðherra svohljóðanda »v^- skeyti: „Skil ekki hvað hefir gefið yður tilefni til skeytis yðar og veit ekki til að nokkuð teljist hafa skort á um greinargerð frá yðar hendi almennt eða í einstökum atriðum. Konungsiitiui". Um miðjan dag í gær sendi forsætisráðherra í símskeyti lausn- arbeiðni ráðherranna Einars Ámasonar og Jónasar Jónssonar, og til- Iögu um skipun nýs ráðherra. 1 morgun kl. 91/2 fékk ráðherrann svohljóðandi skeyti: Hans hátign féllst 20. apríl á Amalienborg á tillögu yðar um, að Einari Árnasyni fjármálaráðherra og Jónasi Jónssyni dóms^ og kirkjumálaráðherra sé þegar í stað veitt lausn frá embættum þeirra. Konungsritari". Hans hátign féllst 20. apríl á Amalienborg á tillögu yðar um að forstjóri Sambands íslenzkra samvinnnufélaga, Sigurður Kristinsson, sé skipaður atvinnu- og samgöngumálaráðherra og að yður sé falið að veita forstöðu þeim málum, er heyra undir dóms- og kirkjumála- ráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Konungsritari'-. sem bornar voru undir atkvæði á fundinum. Hversvegna var þá ekki borin fram eins og á öðrum íhaldsfundum ályktun þess efnis að stjórnin hefði brotið stjórnar- skrána? Hversvegna var ékki þessi fundur látinn styðja þann málstað, sem íhaldsblöðin og Ein- ar Amórsson hafa haldið fram seinustu dagana? Hversvegna sýndi Einar Am- órsson sig ekki á fundinum? Ástæðan til þess, að engin svona ályktun var borin upp, var sú, að vonlaust þótti að fá hana samþykkta, því flestir íhaldslög- fræðingarnir í félaginu og Ingi- mar Jónsson, skólastjóri, sem helzt hafði sig í framm af hálfu jafnaðarmanna, treystu sér ekki til að leggja nafn sitt í það að greiða henni atkvæði. Til þess að fá þó eitthvað sam- þykkt, orðuðu lögfræðingamir tillöguna nægilega óákveðið; í staðiim fyrir „stjórnarskrárbrot", sem hinir „óbreyttu liðsmenn" hafa verið látnir samþykkja, settu lögfræðingarnir að stjórnin hefði brotið „almennar þingræðisregl- ur". — Þetta loðna orðalag á víst að „bjarga skinninu'. En svo sem sjá má, er hér verið að sam- þykkja allt annað, en íhaldsblöðin hafa haldið fram síðustu dagana og íhaldsfundir úti um land hafa verið látnir samþykkja. 1 sannleika gat málstaður íhaldsins varla fengið eftirminni- legri ráðningu en hann fékk á þessum stúdentafundi. Jafnvel í öðm eins íhaldbæli og Stúdenta- félagi Reykjavíkur getur íhaldið — vegna þess að meðlimirmr eru dálítið upplýstir — ekki fengið það samþykkt, að stjórnin hafi framið stjórnarskrárbrot. Og af sömu ástæðum þóttu röksemda leiðslur Einars Amórssonar, sem taldar eru duga í almenna íhalds- kjósendur, ekki boðlegar á þess- um stað. ** Enn um þingslft - þingrof Eftir dr. Björn Þórðarson. Þótt engu hafi yerið hnekkt og ekkert hafi verið ofmælt í áliti því, er ég lét í ljós og bírt var 15. þ. m. hér í blaðinu, um skiln- ing 20. gr. stj.skr., þykir mér þó rétt að bæta nokkru við það, sem þar segir, sérstaklega vegna þess, að fyrir sérstök atvik urðu orð þau, er flutt voru eftir mér í út- varpinu 16. þ. m. um þeta na&S^ færri en ég hefði óskað. Eins og ég gat um í áiiti mínu var ákvæðið í 18. gr. stj.skr. um að þingi megi ekki slíta fyr en fjárlög eru samþykkt, sett nýtt í síðustu stjómarskrá. En þetta á- kvæði á sér þó forsögu, sem get- ur orðið til skilningsauka á sjálfu þessu ákvæði og um það, hvort það takmarkar þmgrofsheimild- ina í 20. gr. stjskr. Að vísu virðist hr. Einar Arn- órsson neita því í grein í Morg- unblaðinu 16. þ. m., að skýringar á þingrofsákvæðinu, sem eldri eru en frá 1920, geti komið til greina, en rétt er þó að athuga hvort þessu er nú í rauninni þannig varið. — Nefnt ákvæði 18. gr. stjskr. kom í stað ákvæðis í 3. gr. stjórn- skipunarlaga frá 1903, sem hJjóð- aði svo: „Án samþykkis konungg má þingið eigi setu eiga lengur en 8 vikur". Með þessu vai- þing- seturétturinn lengdur um 2 víkur frá því, sem hann áður var sam- kvæmt 5. gr. stjskr. 1874. Þessi ákvæði um rétt alþingis til setu voru ætíð skilin svo, að reglulegt Alþingi ætti heimtingu á að sitja þenna lögmælta tíma, og að því mætti eigi slíta fyrr en að honum Uðnum. Hinsvegar þótti það tvímælalaust, aS þetta takmarkaði ekM þrJxgrofsréttinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.