Tíminn - 22.04.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.04.1931, Blaðsíða 2
102 TfSnNft Undirritaðir geta útvegað tilboð í fyrsta flokks silfurreíi, til undaneldis, frá 2 af stæratu refaræktarstöðvum Noregs. Ghetum útvegaðjverðlaunarefi, refi er færðir hafa verið í ættartölubækur (1., 2. og 3. verðlaun) og refi er engin verð- laun hafa féngið. Þó munum við mæla með að þeir er kynni að hafa áhuga á þessu tækju eingöngu-1. flokks undaneldis- refl, þareð það borgar sig best. Eftirlitið í Noregi er mjög strangt, jafnvel strangara en í nokkru öðru landi, og er því full trygging fyrÍT því að maður fái 1. flokks dýr. Allar nánari upplýsingar gefa. 1 Reidar Sörensen & Co. Símnefni: Argus Reykjavík Pósthólf 852 Skrípaleikurinn raikli Meirihluti og minnihluti „tryggður“ með sama atkyæðinu! Ounnar gaf, og Gunnar tók! Hestamannafélagið Fákur Kappreiðar Annan hvítasunnudag 25. maí 1931 verða kappreiðar háðar á skeiðvellinum við Elliðaár og hefjast kl. 2lji e. hád. Keppt verður í fjórum flokkum: 1. Stökk 350 m. sprettfæri verðlaun 200 — 100 — 50 og 25 kr. 2. - 300 m. — — 100 — 50 og 25 kr. 3. Skeið 250 m. — — 200 — 100 og 50 kr, 4. Eolahlaup 250 m. — — 50 — 30 og 20 kr. Flokksverðlaua á stökki 15 kr. Fyrir ný met á stökki og skeiði 50 kr. og í folahlaupi 25 kr. Hestar skulu tilkyntir Dan. Daníelssyni í stjr. (sími 306) eigi síðar en miðvikudag 20 maí. • Lokaæflng verður flmtudag 21. maí og skulu þá allir hestar innritaðir (NB sjá kappreiðarreglurnar). Sljórnin lirDin BrzDratima í Biskupstungum eign Svenn Poulsen er laus til ábúðar frá næstkomandi fardðgum. JSrðinni fylgja 3 kýr og 12 ar. Það skal teklð fram að hjáleigurnar fylgja ekki ábúðinnl. Semja ber við Eggert Claessen hrm. fyrir 15. maí n.k. er að ræða, sem eru rædd hvort í sinni grein stj.skr., ef taka mætti takmörkun á öðru hugtak- inu úr þeirri grein, sem um það ræðir og færa yfir á hitt hugtak- ið í hinni greininni. Dæmi þau, er hr. E. A. hefir tekið máli sínu til söxmunar í þessu efm, sanna ekki neitt, því að þar ræða fleiri en ein grein stj.skr. um sama hugtak, og heyra þess vegna saman. Hér hefir þá verið svai'að aðal- atriðunum í grein hr. E. A. ----o—■— Hvað er i húfl fyrlr bændur landslns? Hversvegna hafa svonefndir ,.leiðtogar“ alþýðunnar framið þá óheyrilegu glópsku og höfuð- skömm að ganga undir jarðarmen með höfuðóvini verkamanna og bænda ólafi Thors? Málið er ein- falt. Þeir vinna það til að eiga mál- stað alþýðunnar í bæjunum allan í hættu til þess að geta, í félagi við auðhyggjumenn Reykjavíkur, hnekkt stjórnmálaáhrifum bænda um alla framtíð. Samsæri þetta gegn sveitunum var byggt á þeim samningi milli þessara sameinuðu féndaflokka Framsóknar: 1. að fjölga skyldi þingmönnum Reykjavíkur upp í 9, þótt þeir síðar heyktust á málinu og ætl- uðu að sætta sig við 5 —4 bráð- ina. 2. Að ríkissjóður skyldi verða lát- inn taka á sig 7.000.000 kr. á- byrgð fyrir Reykjavík til Sogs- virkjunarinnar. 3. Að knýja skyldi fram, gegn vilja Framsóknar og bænda, víðtækar breytingar á stjórn- arskránni, til þess 4. að þessir flokkar gætu þegar á .næsla þingi gerbreytt allri kjördæmaskipun landsins og svipt héruð landsins fornum rétti, til þess að vera sérstök kjördæmi. — Kjördæmaskip- unarbreytingin átti að verða i því fólgin, að steypa héruðum landsins saman í stór kjördæmi þar sem cinstök núverandi kjördæmi hyrfu með öllu, þar sem framboð yrði algerlega í höndum flokkstjórnanna og þar sem stefnt yrði að þvi, að gera bændur gersamlega á- hrifalausa um stjórn landsins í allri framtíð, en afhenda valdið f j á r a f 1 a-bm-geisum Reykjavíkur og blindum verk- fallaforsprökkum og æsinga- mönnum kaupstaðanna. Hvað er þá í húfi fyrir bændur landsins? Hvorki meir.u né minna en það, að með. samsæri andstöðuflokk- anna er verið að svíkjast aftan að þeim,.til þess að hnekkja um alla framtíð fornum rétti héraðanna, til að. ráða um framboð og senda menn á þing eftir því sem meiri hluti manna í hverju héraði kýs. Þessvegna skal athygli bænda nú þegar vakin á eftirfarandi hættu: Rísi bændur landsins ekki gegn þessu tilræði samsærismannanna nú við næstu kosningar og hnekki því rækilega, mun þeim ekki gef- ast færi til þess síðar. -——o—— Ólafur Thors sagði é svölum Alþingishúsirut i fyrrakvöld, þegar hann talaði um næstu fyrirætlanir íhaldsmanna: „Ég gjöri ráð fyrir, að hinir gætn- ari og hyggnari menn í flokknum verði létnir ráða, ------en of éfl ætti að seoja mitt álit-------. Áheyrendur stungu saman nefjum: Loksins skilur þá Ólafur auminginn að hann er hvorki gætinn eða hygg- innl Eins og kunnugt er var síðasta Alþingi þannig skipað að í neðri deild áttu setu 13 Framsóknar- menn, 11 íhaldsmenn, 3 jafnaðar- menn og 1 utanflokksmaður Gunnar Sigurðsson, kenndur við Selalæk. — I efri deild áttu setu 6 Framsóknarmenn, 6 íhaldsmenn og 2 jafnaðarmenn. Þegar Héðinn og ólafur Thors gerðu leynisamningana um þá breytingu á stjómarskránni að eftir á — á næsta þingi — mátti með einföldum lögum gerbreyta allri kjördæmaskipun landsins og hrifsa í einni svipan af sveitum landsins allt að helmingi af þing- mönnum þeirra .— þá var ekki unnt að fullnægja þessum samn- ingi eða koma í framkvæmd nema þann veg, að fá Gunnar frá Sela- læk með sér; því ef Gunnar hefði ekki svikið kosningabandalag sitt við Framsókn og þar með málstað kjördæmis síns voru öll áform Héðins og Ólafs felld með jöfnum atkvæðum í neðri deild. Fóstbræð- umir Héðinn og Ólafur Thors, voru því búnir að „tryggja sér“ fylgi Gunnars frá Selalæk, án bans var allt ónýtt. Eftir að þing var rofið rituðu jafnaðarmenn og íhaldsmenn konungi bréf, sem frægt er orðið og báðu hann „allra þegnsamlegast“! að gefa sér þau umboð, er þjóðin. ein — þ. e. kjósendumir ■— geta aftur veitt. í bréfinu segjast þeir geta myndað stjóm og í blöðum beggja flokkanna er það hvað eftir ann- að tekið frarn, að þinginu vilji þeir láta halda áfram til- þess að láta samþykkja þar framangreind áhugamál Héðins og Ólafs Thors. En með þessu lýstu blöð beggja flokka yfir því, að þeir hefðu tryggt sér atkvæði Gunnars frá Selalæk. Af þessu er því sannað, að fóstbræðurnir höfðu „tryggt“ sér atkvæði Gunnars og það vai’ jafn tryggt eftir þingrofið seni fyrir það. — Andstöðuflokkarnir héldu því fram, að þingrofið væri brot á stjómarskránni. þingmenn hefðu því ekki misst umboð sín og þeir gætu því haldið . þingfundum áfram, þar sem þeir hefðu meiri- hluta —og það höfðu þeir, svo sem sýnt hefir verið Jiér að fram- an. Að hætta við að halda þing- fundunum áfram þrátt fyrir meirahlutann, var að sýna öllum almenningi, að andstöðuflokkar stjórnaiinar tryðu ekki sínum eigin blekkingum, því ef þeir trúa sjálfir því, sem þeir höfðu sagt almenningi og ætluðust til að hann tryði, hlutu þeir að halda þingfundum áfram. Éf foringjar stjórnarandstöðu- flokkanna hefðu viljað mæla af heilum hug, hefðu þeir í gær- kveldi átt að koma fram á svalir Alþingis og segja: „Góðir borgarar! Við höfum blekkt ykkur herfilega undan- fama daga. Við höfum haldið því fram, að þingrofið væri stjórnar- skrárbrot og við hefðum því enn- þá umboð okkar. En þetta var bara blekking, sem við aldrei trúðum sjálfir. Við vitum og höf- um alltaf vitað, að þingrofið er löglegt og við því umboðslausir. En við ætluðum aðeins að hræða forsætisráðherra með þessum ógn- unum. Og fyrst það tekst ékki, þá væri það vitanlega fjarstæða, að við umboðslausir menn, fær- um að halda hér Alþing, því það væri ekki frekar löglegt en ef einhverjir af ykkur liér á göt- unni þættust vera þingmenn og settu „Alþing“ í Fjalakettinum við Bröttugötu. — Góðir Reykvík- ingai'! Við biðjum ykkur innilega fyrirgefningar, og til þess að þetta heyksli verði ekki upp- götvað af okkar ti-yggustu fylgis- mönnurn, höfum við „tryggt“ okkur atkvæði Gunnars frá Sela- læk MÓTI OKKUR — þar með höfum við tryggt okkur MINNA HLUTA í neðri deild, og það ætlum við svo að nota sem átyllu þess nú að hætta við að halda þingfundum áfram“. Aldrei hefir annað eins steypi- regn af fyrirlitningu dunið yfir nokkum mann — eins og Jón Þorláksson, þegar hann tilkynnti af svölum Alþingishússins, að þingfundum yrði ekki haldið áfram af því að Gunnar Sigurðs- son frá Selalæk væri á móti því! — Sumir halda því fram að :. stjóniarandstöðuflokkarnir hafi aldrei haft Gunnar með sér, aldrei hafa raunverulegan meirahluta til þess að koma nokkru máli fram í þinginu og að allt skrafið um meirahluta, bæði í skeytum til konungs og í blöðum, hafi líka verið blekking. Báðir eru málstaðimir svo aumir, að tæpast verður munur fundinn. Veglrnir og Jarðræktarlögin Grasræktin og landbúnaðurinn virðist nú sem stendur vera óska- böm þessarar þjóðar, Þetta er nú allt gott og blessað, að minsta kosti þegar heilindi fylgja. En fyrir bóndann, sem ekki hefir veg heim til sín, er þetta stundum svipað skemmtilegri skáldsögu, gaman að lesa það og búið. Fyrir hann blandast gamanið beiskju raunveruleikans. Hann verður að flytja matinn, fóðurbætinn, grasfræið, tilbúna áburðinn, plóg- inn, herfið og dráttarvélina, á reiðing, ef rfcil vill að draga allt upp úr einhverri keldunni. Hið sama er að segja xneð timbur, jám, sement, sand, möl, ef hann langar til að koma upp heyhlöðu, haughúsi, eða nota sér hlunnindi Byggingai'- og landnámssjóðs. Þessi bóndi verður fyrst að koma vegi heim til sín. En sá þáttur jarðabótanna er enn elcki styrktur sem aðrar jarðabætur. Það virð- ist nú fyllilega óréttmætt, að til þess að geta notið velvilja þjóð- félagsins, vei’ði hann fyrst að gera jarðabætur, sem ekki njóta velvilja þess. Vegurinn ætti þó að geta verið fyrir eftirkomend- uma, ekki síður en túnasléttur, girðingar og byggingar, jafnvel þó úr steini séu. öll þessi mann- virki þurfa viðhald. Nú hafa mörg býli notið hlunn- inda þjóðfélagsins á þann veg, að vegur hefir vei'ið lagður við tún- fótinn eða bæjarvegginn, öxmur hafa veginn frá hendi náttúrunn- ar. Þriðju býlin hafa engan veg og ekki sjáanlegt að þau fái hann nema ábúendur byggi hann á eig- in reikning. Einmitt þessi breyti- lega aðstaða gerir það að verkum að akfærar brautir heim á býlin falla ekki undir annan kafla jarð- ræktarlaganna. Þær hafa ekki notið jafn einhuga velvildar og aðrar jarðabætur, enda flutninga- tækin breytzt það ört, að hug- sjónir mannanna gera lítið betur en fylgjast með. Fyrir um 20 ár- um taldi Bjöm Kristjánsson það fundið fé fyrir bændur, að draga að sér á hestum sínum. Nú er þetta að minnsta kosti 20 árum á eftir tímanum. Nú er hvert dags- verk dýrt, auk þess sem ekki er fleira fólk í sveitunum en það sem bundið er við dagleg störf. Þessar brautir mega helzt ekki vera lengur útundan, þær eru fyrsta skilyrðið til sæmilegrar af- komu í sveitunum. Býlin sem engan akfæran veg hafa heim til sín, eru það mörg, að þau mega ekki vera olnbogabörn, en þau hljóta að vex-ða alvarlega á eftix’. Eða með öðrum orðum, þau býli leggjast í eyði, og það er unnið fyrir gýg að styrkja jarðabætur á þeim jörðum, sem eru svo í sveit settar, að nota vei’ður reiðingshesta sem aðal flutninga- tæki. — Jafnvel þó nú þegar sé búið að gera á þeim miklar jarða- bætur, verða þau að hlíta dauða- dómi framtíðarixmar. Reiðings- hestarnír voru einu flutninga- tækin fyrir 30 árum síðan, en verða sennilega alls ekki notaðir til flutninga eftir 15 ár. Sjálfsagt væri, þar sem því yiSi viðkomið, að fleiri en eitt býli væri um sömu brautina, og þyrfti meiri hlutinn að geta skyldað minni hlutann til fram- lags að sínu leyti. Réttmætt væri að þeir, sem fengið hafa veginn við túnfótinn, hvort heldur frá þjóðfélaginu eða náttúrunni, fái engan styrk fyrir afleggjara heim til sín. Aftur á móti þeir, sem þurfa að gera langa braut, eiga fullan rétt til að fá út á hana alla. En það er trú mín, að þegar akfær vegur og sími er kominn á hvert býli, þá verði þeir eins margir, sem auglýsa eftir jörðum án árangurs, og þeir eru nú, sem auglýsa eftir kaupanda að jörð- um sínum, án árangurs. En sú regla vei’ður að konxast á eftur að jarðamatiði sé mat á verði jarðanna. Þegar um jarðabætur er að ræða, sem nýrri eru en gildandi mat, verður seljandi að láta meta þæi’. Sama gildir um kaupanda, ef um rýrnun er aö ræða. Narfastöðum 10. apiil 1931. Arnór Steinason. Ritstjóri: @í«li Guðmundason. Ásvallagötu 27. Sími 1.246.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.