Tíminn - 25.04.1931, Qupperneq 2

Tíminn - 25.04.1931, Qupperneq 2
104 TlMINN Kjarni málsins Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund í Sambandshúsinu mánudag' 27. þ. m. kl. 8V2 síðdegis. Eysteinn Jónsson skattstjóri hefur umræður um þingrofið og' kosningarnar. Þeir, aem æskja inngöngu í félagið á þessum fundi, eru beðnir að gefa sig fram á skrifstofu Tímans :i kvöld eða á mánudag. Félagsstjórnin. Seint á þinginu í vetur kom í lj ós; að tveir flokkai', sem jafnan hafa borizt á banaspjótum, höfðu gert með sér leynisamning um að gjöra algjörða byltingu á kjör- dæmaskipun landsins, og taka af sveitum landsins, eftir því sem blað annars flokksins hefir lýst yfir, hérumbil 10 þingsæti. Um nokkur undanfarin ár hefir Framsóknarflokkurinn beitt sér fyrir því að jafna metin í þjóð- lífinu, koma á margvíslegum framförum við atvinnurekstur í sveitinni, að sveitimar stæði yfir- leitt jafnt að vígi við þéttbýlið í allri atvinnubaráttunni. Þetta stai’f Framsóknarflokksins hefir borið mikinn árangur, hvort heldur sem litið er á samgöngur, húsabætur, ræktun, verzlun, skóla- og menningartæki eða að- gang að veltufé. Engum getur komið á óvart þó að þeim þingflokki, sem með mik- illi giftu hafði tekizt að þoka á- fram svo að um munaði málstað byggðanna, þætti bylting þessi ó- fýsilegur atburður. Því lakari var málstaður íhaldsmanna í þessu efni, þar sem þeir höfðu jafnan fram að þessu reynt að telja bændum trú um að íhaldið væri sveitunum velviljað og að kjördæmaskipunin væri í þeirra augum gott og heilbrigt fyrir- komulag. En nú bætti íhaldið gráu ofan á svart með því að ætla að svíkjast að kjósendum. Nú í vetur átti að heimila að brjóta niður hin sérstöku kjör- dæmi. Á næsta þingi átti svo að framkvæma byltinguna. Framsóknarflokkurinn vissi að það átti að taka helminginn af fulltrúavaldi byggðanna, og að þetta átti að framkvæma með undirhyggju og lævísi. Landsstjómin hafði eitt ráð og ekki nema eitt, til að vara alþjóð manna við þessu leynda samsæri. Þetta ún-æði var að leggja til að Alþingi yrði rofið þegar í stað. Þá féllu umboð þingmanna niður. Samsærið gegn kj ördæmaskipun- inni varð opinbert. Og byltingar- mennimir, socialistar íhald urðu að vinna tvennar kosningar áður en þeir gátu náð valdinu af hinum gömlu kjördæmum. En ef þing hefði ekki verið rofið, var aðeins um einar kosningar að ræða, þær í vor, og lítill tími frá þinglokum til kosninga, sem al- menningur gæti notið til að átta sig á málinu. Þingið er rofið vegna kjör- dæmamálsins. Kjósendur fá vald- ið í sínar hendur. Ef þeir vilja bræða heila landsfjórðunga í sama kjördæmi, þá geta þeir eng- an ásakað á eftir. Þá hafa bænd- ur landsins afhent sitt foma pólitíska vald til keppinauta sinna í þj óðfélaginu. En ef al- menningur vill vemda hin fomu kjördæmi, þá fellir hann nú í vor þá frambjóðendur, sem standa að byltingarstefnunni í þessu máli. Ihaldsmönnum kom þingrofið illa. Þeir óttast dóm kjósenda. Og þeir hafa á margan hátt sýnt, að þeim lízt ekki á þann dóm. Þeir hafa látið Einar Amórsson gera sig að glóp framan í löndum sín- um og þeim þjóðum, er til Is- lands þekkja, með því að halda því fram, að þingrof sé ekki lög- legt. Enginn erlendur eða inn- lendur fræðimaður hefir tekið undir mál hans. Og að lokum varð Mbl. að hverfa frá öllum stóryrðum sínum, og lýsa yfir að úr því þingið hefði verið rofið, þá væru umboðin fallin niður, og öll málfærsla E. A. og blaðsins orðin markleysa ein. Annað atferli íhaldsmanna sýndi málstað þeirra. Þeir æstu götulýð bæjarins til að fara kvöld oftir kvöld með ópi og illum lát> um um bæinn, fylkja liði hjá heimili forsætisráðherra eða hjá sendiherra Dana og leika þar byltingarskríl. Ef hér hefði verið góðui1 málstaður, myndu for- göngumennimir hafa treyst á rök og skynsamlegan málaflutn- ing. En hér var öðru nær. I stað laga og réttar vildu forgöngu- menn íhaldsins láta líta svo út, sem skrílræði ætti að ríkja á Is- landi. íhaldsmenn vissu, að það myndi komast upp, að þeir sátu á svikráðum við kjördæmaskipun landsins, og að þingrofið var vörn fyrir hið gamla þjóðskipu- lag. En þeir vissu, að þetta var vatn á myllu Framsóknar. Þess vegna reyndu þeir að þyrla upp ryki um það að stjómin hefði leyst upp þingið, til að fá að Mfa nokkrum vikum lengur. En þessari blekking hafa líka verið gerð góð skil. Forsætisráð- herra hafði lýst því yfir, er hann las upp boðskapinn um þingrofið, að stjórnin myndi skoða sig sem bráðabirgðarstjóm þar til þing gæti komið saman. En til að sýna að stjóminni gekk til þingrofsins áhugi fyrir því að verja kjör- dæmaskipunina, en ekki löngun ráðherranna til að framlengja líf sitt í stjómarráðinu um nokkrar vikur, þá ákváðu tveir af ráð- hermnum að segja af sér, og að í þeirra stað kæmi maður, sem annars ekki beitti sér í stjórn- málaátökunum. Með þessu hafði stjórnin brotið fyrsta varnagla byltingamannanna og um leið af- sannað allar árásir andstæðing- anna um að þingrofið væri fram- kvæmt til að skapa mönnum þeim sem þá voru í stjórn, sérstaka valdaaðstöðu. Þannig liggur fyrir kjami þing- rofsins. Það er nú sannað að full ástæða var til þingrofs, þar sem annars myndi hafa verið svikizt að þjóðinni með stórfelldar bylt- ingaaðgjörðir. Það er sannað, að þingrofið var í einu löglegt og nauðsynlegt til að verja rétt borgaranna í landinu. Það er sannað að stjómin sýndi í öllu málinu varfæmi og gætni, og af- vopnaði andstæðinga sína með því að framkvæma þingrofið til almenningsheilla, en sýna um leið, að ekkert var gjört fyrir hina venjulegu flokkshagsmuni. Á hinn bóginn hefir íhaldið kom- ið fram eins og siðlaus flokkur. Lögskýrandi flokksins hefir gjört sig að undri með lögvillum sín- um, sem flokkurinn kastaði í ruslakörfuna. Þingmenn flokks- ins hafa látizt vera þingmenn eftir að umboð þeirra voru falhn niður, og loks skriðið bak við Gunnar á Selalæk, til að reyna að dylja vesöld sína. Skríll flokks- ins hefir sýnt hvað hann á að þakka handleiðslu lærifeðra sinna, hinna nýríku. Og blöð flokksins hafa ekki frekar en endranær, brugðizt skyldu sinni, að vera sönn fyrirmynd af því lægsta og siðlausasta, sem ís- lenzka þjóðin á til. Þetta er kjami málsins. Með kosningunum í vor segir þjóðin álit sitt um framkomu byltingar- manna og málstað þeirra. J. J. ----o---- EFTIRKÖSTIN. Stundin ljúfa Mðin er en Mður seint úr minni; kaupa-Héðinn klórar sér kominn úr flatsænginni. ----o----- íhaldið í vandræðum með „8tjórnarskrárbrotið“. Frá foimanni Stúdentafélags Reykjavíkur hefir Tímanum bor- izt eftirfarandi „Lelðrétting. í 30. tölublaði Tímans er skýrt frá fundi, er haldinn var í Stúdentafé- lagi Reykjavíkur síðastliðinn sunnu- dag. Er þess getið að eftirtektarvert sé það, að 1 tillögum þeim, er sam- þykktar voru á fundinum sé hvergi minnst á stjórnarskrái’brot. Astæðan til þessa var sú, að ekki var álitið rétt að Stúdentafélag Reykjavíkur færi að kveða upp úr um þetta atriði, þar sem aðeins lítill hluti félagsmanna eru lögfræðingar. Samþykktir lögfræðilegs efnis áttu því naumast rétt á sér. Hitt atriðið, hvort um þingræðisbrot heíði verið að ræða, var annars eðlis. Úr því gátu allir skorið, enda lýstu fundar- menn áliti sínu eins greinilega og unnt var. Framangreind leiðrétting óskast birt í næsta tölublaði „Tímans11. Reykjavík 24. apríl 1031. F. h. Stúdentafélags Reykjavíkur. Einar B. Guðmundsson, p. t. formaður." Framanritaða „leiðréttingu“ birtir Tíminn með ánægju. Er gott að fá það einkennilega fyrir- brigði, sem skýrt var frá hér í blaðinu í sambandi við umrædd- an fund (þ. e. að í tillögunum var hvergi minnst á stjómar- skrárbrot) staðfest af formanni félagsins. En undarlegt: mætti það virðast, ef forvígismenn í- haldsins álíta flokksmenn sína, sem stúdentsmenntun hafa, mið- ur dómbæra um stjómarskrána en mannsöfnuð þann, sem greitt hefir atkvæði með götusamþykkt- unum hér í bænum og samskonar yfirlýsingum í kauptúnum úti um land. Ástæðan var líka öll önnur, nl. sú, að Einar Arnórsson var orðinn sér til opinberrai- minnk- unar, innan lands og utan, fyrh' „lögskýringu“ sína og, að lög- fræðingarnir í félaginu, þar á meðal formaður sjálfur, sem flutti tillöguna, vildu ekki leggja álit sitt í hættu fyrir flokkinn. — Tíminn vill ennfremur nota tækifærið til þess, að undirstrika fyrri staðhæfingu um, að blaðið telur að Stúdentafélag- Reykja- víkur hafi nú lengi undanfarið starfað- sem pólitískt flokksfélag- íhaldsmanna. Nægir í því sam- bandi að benda á það, að síðustu tvö árin og raunar lengur, hefir stjórn félagsins verið skipuð í- haldsmönnum eingöngu, enn- fremur að frjálslyndir stúdentar hafa séð sig knúða til að stofna annað félag og loks hina eftir- minnilegu tillögu fundarstjórans á sunnudaginn var um að birta fundarályktanirnar aðeins í Vísi og Morgunblaðinu! Væri félaginu stjómað ópóli- tískt, væri t. d. annað óhugsanda en að Tímanum, víðlesnasta blaði landsins, hefðu verið sendar til- lögurnar til birtingar. -----0----- Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund í Sambandshúsinu á mánudagskvöld, sbr. auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. Dómur er fyrir nokkru fallinn i meiðyrðamáli, sem Lárus .fónsson yfirlæknir á Kleppi höfðaði gegn rit- stjórum Morgunblaðsins. Voru uni- mæli blaðsins um Lárus dæmd dauð og ómerk, og ritstjórarnir dæmdir til að greiða málskostnað og sekt eða sæta einföldu fangelsi ella. Látinn er fyrir nokkru hér í Læn- um sr. Kjartan Helgason fyrv. pró- fastur í Hruna, hálfsjötugur að aidri, Sr. Kjartan var kunnur fyrir gáfur og lærdóm, m. a. prýðilega að sér 1 fommálum, og ástsæll af sóknarbórn- um og samstarfsmönnum. Árásirnar á vitavörð Reykjanessvitans. Ég hefi öðruhverju í vetur verið að rekast á greinar i blöðunum, er snerta vitavörðinn á Reykjonesi og starfsemi hans. Höfundar þessara greina hafa eklii látið nafns síns get- ið, en kallað sig ýmist „sjómaður", „gamall sjómaður" eða þá bara alls ekki neitt, ef mig minnir rétt. Allar hafa þessar greinar átt sam- merkt í því að vera samdar og hugs- aðar af lítilii greind og þekkingu, og eru einna líkastar smá-æfingum, til að búa sig undir að skrifa stjórn- málagreinar fyrir Morgunblaðið og verða með tímanum eftirtektarverð- ur „pólitíkus" í borgaralegri merk- ingu. þessum háttvirtu höfundum er lít- ill heiður skilinn fyrir sina vandlæt- ingastarfsemi, því ég veit t.kki bet- ur en að allt það sem þeir liafa sagt sé á litlum eða engum rökum byggt og eingöngu gert til að upphefja íyrvei'andi vitavörð Reykjanessvit- ans, Ólaf Sveinsson, á kostnað nú- verandi vitavarðar, Jóns Guðmunds- sonar. Iiöfundur þessarar greinar dvaldi á Reykjanesi í 5 mánuði á þessu ári eða frá 1. október til 28. febrúar, og get ég óhikað borið um það, að vitavörðurinn bar mikla umliyggju íyrir starfi sinu og hélt öllu í stakri röð og reglu. það væri vel farið ef allir starfsmenn ríkisins hefðu jafn ríka ábyrgðartilfinningu gagnvart starfi sínu og hann. Ég sé i Alþbl. 18. þ. m. 7 spurn- mgar, sem einhver sjómaður leggur fyrir vitamálastjóra og ríkisstjórn- ina. það er nú auðvitað ekki mitt að svara þessum spurningum, þar sem ég er livorki vitamálastjóri eða ríkis- stjórn, en sökum þess að þar er farið með tiihæfulausar getsakir i garð manns, sem gætii' mjög vel stöðu sinnar, þá iangar mig til að gefa háttvirtum sjómanni upplýsingar við þeim spurningum, er ég sé mér fært að svara. Fyrsta spurning sjómannsins er hvort það sé satt, að vitavöröurinn sé bilaður á sjón. Ég liygg að liann haíi alveg óbilaða sjón, að minnsta kosti varð ég aldrei annars var þann tíma sem ég var með honum. Um aðra spurningu sjómannsins um húsverk og barnapössun vita- vai’ðarins ,er það að segja, að það hlýtur að vera öllum mönnum leyfi- legt að hjálpa konu sinni og hlynna að börnum sínum, ef sá hinn sami vanrækir ekki sín skyldustörf þess- vegna, og veit ég að slíkt kom aldrei fyrir i vetur hjá vitaverðinum. Ilvað viðvíkur þriðju spurningunni þá er það að segja, að fyrstu 2 mán- uðina sem ég dvaldi þar syðra vökt- um við alltaf til skiptis á nóttunni. En sökum þess að vitamálastjóri bannaði að hafa upphitun í varð- klefanum, var ákveðið að leggja jarðsíma eða kapal úr vitanum og heim í húsið, var svo bjalla liöfð í sambandi og hringdi hún straks ef ólag komst á vitann. Um allt þetta getur herra sjómaður fengið að vita hjá landssímastjóra, þegar hann ósk- ar. þessum útbúnaði var þó aldrei treyst nema þegar mikið frost var, enda hefði vitamálastjóri mælt svo fyrir, að við þyrftum ekki að sitja uppi í vita þegar frost var mikið og jafn kalt í varðklefanum sem úti væri. í kafaldi og hríð vorum við alltaf á varðbergi að ekki festi snjó á rúð- um vitans. Ég get varla leynt því að mér finnst hálf kyndugt, eftir að vera búinn að gegna þessu starfi í 5 mánuði og hafa staðið i hríðum og byljum úti á pallinum hjá ljós- kerinu til að halda rúðunum hrein- um, þá heyri ég þessa bjánalegu spurningu: er honum (vitaverðinum) leyft að láta vitann vera gæzlulaus- an hvernig sem veður er? þarf aldrei að líta eftir rúðum vitans nú orðið? Mér er óskiljanlegt hvaðan sjómað- urinn hefir heimildir til að tala svo heimskulega. I fjórðu spurningu sinni minnist sjómaðurinn á það hve hættulegt það geti orðið að láta vitavörðinn vera einan á þessum afskekkta og hættu- lega stað, og nefnir hann sem dæmi upp á þann voða sem að honum geti steðjað, jarðskjálftana. Að sjálfsögðu geta komið jarðskjálítar á Reykja- nesi eins og þeir hafa komið þar áð- ur, en hitt tel ég jafnvel meiri hættu ef óvandaðir menn halda áfram þeim upptekna hætti að bera Iiann allskonar óhróðri og telja öðrum trú um að hann gæti ekki stöðu sinnar sem skyldi. En sökum fjar- stöðu sinnar á vitavörðurinn ekki hægt með að svara fyrir sig og hrekja rógburðinn. 1 finnntu spurningu sinni vill sjó- maðurinn fá að vita hvort það sé forsvaranlegt að vitavörðurinn fari í burtu frá vitanum og skilji hann eftir í gæzlu ómyndugs unglings. því er þar til að svara að á þeim tíma sem ég var hjá honum, fór hann að- eins tvisvar til Reykjavíkur og var þrjá daga í hvort skipti, getur það naumast taiist mikið aí heimilisföð- ur, sem sækir nauðsynjar sínar til borgarinnar. Ég hlýt auðvitað að viðurkenna að ég er ekki nema 20 ára gamali, en það er lítil sönnun fyrir því, að ég hefði gætt vitans betur þó ég hefði verið einu ári eldri. Hvað viðvíkur sjöttu og sjöundu spurningunum þá ætla ég ekki að leggja þar orð í belg, en samt held ég að fyrverandi vitavörður, Ólafur Sveinsson, hafi á ýmsum sviðum hagað sér ósæmilegar en núverandi vitavörður. Um það skal ég ekki deila við sjómanninn liver hafi verið burtrekstrarsök Ói. Sveinssonar, en ég held það sæmra fyrir menn yfir- leitt að skemta sér ekki við að bera út óhróðurssögur um menn, sem gæta vel stöðu sinnar, jafnvel þó eigi við meiri örðugleika aö etja á sínu eigin heimili en margur annar. það er því tillaga mín í þessu máli að allir „sjómenn" og „gamlir sjó- menn“ og aðrir nafnlausir greinar- höfundar hætti þeim ijóta ósið að rógbera vitavörðinn á Reykjanesi, þvi sennilega getur hann orðið þeim öllum til fyrirmyndar í trúrri þjón- ustu við ábyrgðarmikið starf. ASalsteinn Kristmuudsson. -----O----- Tiðaríarið (vikuna 19.—25. apríl). jiessa viku, sem nú er að líða, hefir verið því nær óslitin vorbiiða um allt land. þó hefir kólnað allmikið á Norður og Austurlandi í vikulokin með lítilsháttar snjóhreytingi og dumbungsveðri. En lítið hefir það náð til innsveitanna. Framan af vik- unni var loftþrýstingin mest um austanvert Atlanzhafið, en lægri yfir Gramlandi og myndaðist við það sunnanátt hér á landi og um allt miðbik Atlanzhafsins. í \ikulokin hefir lægðarsvæðið frá Grænlandi færst suðaustur eftir, fyrir sunnan ísland, og er nú komið til Bretlands- eyja. Er áttin því orðin austlæg og norðaustlæg hér um slóðir, en hefir lítið kólnað sunnanlands. — Jörð er nú alauð orðin um allt suður- og vesturland. Á Norður- og Austurlandi er hinsvegar föl á jörðu eða flekk- ótt af snjó. Á Hraunum í Fljótum er snjódýptin 15 cm. eða meira. — 1 Reykjavík varð hlýjast 12 st. en kaldast 2 st. Úrkoman, yfir vikuna samtals 5 mm. Á pórshöfn í Norður-þingeyjarsýslu ætlaði Jón Björnsson kaupmaður að láta samþykkja „mótmæli“ gcgn þingrofinu. En til þess fékkst enginn maður nema fundarboðandi einn, og „mótmælin" þar með úr sögunni, samkv. simfregn frá Kópaskeri. Verkamannafélagið á Sandi hefir sent stjóm Alþýðuflokksins mótmæli gegn framkomu flokksins í þingrofs- málinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.