Tíminn - 25.04.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.04.1931, Blaðsíða 3
TlMINN 105 Á víðayangi. Bílar stjórnarinnar og Mbl. Mbl. ásakar núverandi stjórn fyrir að hafa keypt bíla til að spara landinu fé við ferðir manna í opinberri þjónustu. Stjórnin hefir tvo mannflutningsbíla til al- mennra afnota, fyrir stjóm lands- íns, gesti landsins, fyrir opinbera starfsmenn, landlækni, biskup, starfsmenn Búnaðarfélagsins, yfirmenn varðskipanna, Háskól- ann o. s. frv. Ef þetta er óþörf ráðstöfun, hlýtur að vera óþarfi fyrir vegamálastjóra að hafa bíl fyrir sig einan, Gísla símstjóra handa sér og póstmeistara hinn þriðja. Geta mætti þess, að „erf- ingjar" Thors Jensens munu hafa 4—5 skemmtivagna handa sér einum. Og hver smáspekulant í Mbl.-herbúðunum reynir að hafa einkabíl. En landið allt má ekki hafa tvo bíla, að skoðun Mbl., vegna fjölmargra starfsmanna sinna og vinnubragða þeirra. F. Dýrtíðin í Reykjavík. Bæði íhaldsmenn og sósíahstar eru hræddir við vaxanda fylgi Framsóknarmanna hér í bænum. Margir Reykvíkingar láta sér nægja hvað þingáhrif snertir að hafa 22 þingmenn búsetta í bæn- um, með þeim beinu og óbeinu áhrifum sem það hefir. Þessir Reykvíkingar líta á hvað flokk- arnir hafa gert fyrir almenning. Þeir vita að stjórnin hefir látið rannsaka húsaleiguokrið hér í bænum, og lét flytja um það frv., sem gerði ráð fyrir að leiga gæti lækkað um V3 hér í bæn- um, með því að meta húsaleig- una eftir fasteignamati. Þá var það að tilhlutun Tr. Þ. forsætis- ráðhera að lán hefir fengist í verkamannabústaði. Þá er það að tilhlutun stjórnarinnar að stærsta neyzluvara bæjarbúa hefir lækk- að um helming eða meira, vegna fisksölu frá varðskipinu Þór. Að lokum er það vitað, að verzlun- arokrið í bænum verður aldrei lagað nema með samvinnufélags- skap, en hvorki með þeim 600 einkaverzlunum sem nú eru hér eða með bæjar- eða ríkisverzlun socialista. Undirbúningur er haf- inn í þessu verzlunarmáli bæjar- ins af Framsóknarmönnum og munu varla líða margir mánuðir áður en skilamenn bæjarins eiga kost á að verða þátttakendur í samvinnuverzlun. Kjörorð Framsóknarmanna er: Niður með dýrtíðina. Kjörorð MbLmanna er að auka dýrtíðina, skuldirnar og eyðsluna. Ef þeir ráða fer bærinn og landiðá eftir St. Th. og Sæmundi í Stykkis- hólmi. Bæjarbúi. Skrílræði. Leiðtogar íhaldsins, Jón Þorl., Ól. Thors, Sig. Eggerz og Jakob Möller, notuðu fyrstu vikuna eftir þingrofið til að gera tilraun með Reykjavík sem skrílbæ. Tæplega er hægt að hugsa sér meiri mun á tveimur hátíðum heldur en hinni virðulegu alþingishátíð, þar sem Framsóknarmenn höfðu að- alforustu með svo mikilli giftu, að hún varð þjóðinni til sóma í hvívetna, og svo á hinn bóginn trúlofunargildi íhaldsmanna og sumra af leiðtogum socialista. Daginn sem þingið var rofið, sagði einn af nánustu aðstand- endum Mbl. á þingi við Fram- sóknarþingmann búsettan í bæn- um, að hann vildi ráðleggja hon- um að flytja konu og börn úr bænum. Leiðtogar íhaldsins efndu orð sín, og söfnuðu liði sínu til ærsla og óláta, á götum bæjar- ins, við hús forsætisráðherra og hjá fulltrúa erlendrar þjóðar, og hrópuðu þar níð og ókvæðisorð í myrkrinu kvöld eftir kvöld. Að lokum var skríll íhaldsins orðinn svo viltur, að hann snerist móti sínum eigin leiðtogum, og þegar Jón Þorl. kom út á svalir þing- hússins með lokakvörtun sína um að hann gæti hvorki haldið áfram þingi né sett konginh af, sökum þess að Gunnar á Selalæk vildi ekki leyfa það, þá snerust götudrengir Jóns á móti honum, kölluðu upp til hans smekkyrði eins og „níðingur", „þú ert svín", „þú ert svikari" o. fl. af því tægi. Um einn af lagsbræðrum Jóns, sem talaði þá af svölunum bað skríll íhaldsins, að hann kæmi straks niður, svo að hann yrði þar færður úr fötum í á- kveðnum hegningartilgangi. Þingvallahátíðin sýnir þann blæ sem Framsókn vill setja á þjóðlífið. „Skrílvika" íhaldsins í Reykjavík sýnir hvernig um- horfs verður þegar hinir nýríku ráða leiðsögu. K. Um hvað er spurt? Ihaldið er fáort nú síðustu dag- ana um samningana, sem komnir voru á milli þess og jafnaðar- manna, um samsteypu kjördæm- anna. Jafnaðarmenn hafa aftur ekki dregið dulur'á, að það hafi verið þeirra aðaltakmark með samvinnu við Ólaf og Jón. Sveitakjördæmin áttu að hverfa. LandsUstar með tómum Reykvík- ingum áttu að koma í staðinn. Slíkir frambjóðendur þekktu mátulega mikið til sveitanna til þess hægt væri að hundsa allar kröfur þeirra, og nógu vel þarfir Reykjavíkur til þess að hægt væri að koma þeim fram. En rétt þegar þetta átti að komast fram, kom babb í bátinn. Ráðaneytið vildi vita hvort kjósendur hefðu kosið þá til þessa, þingmennina, er kosningu náði við síðustu kosningar, og skaut því til kjósenda kvað þeim sýndist um málið. Stjórnin, sem rauf þingið, spyr nú kjósendur í Skagafirði, hvort þeir vilji hætta að hafa sérstaka þingmenn, en kjósa á lista með öllum öðrum landsmönnum eins og jafnaðarmenn heimtuðu, eða á lista með öllum Norðlendingum eins og íhaldmenn voru búnir að bjóða til samkomulags. Hún spyr Barðstrendinga hins sama. Vilja þeir sleppa sínum þingmanni og kjósa nieð öllum Vestfirðingum eða öllum lands- mönnum um þá menn, sem broddunum í Reykjavík þóknast að setja á listana. Hún spyr Rangvellinga. Vilja þeir kjósa sína þingmenn eins og þeir hafa gert, eða vilja þeir láta búa þeim sameiginlega lista með öðrum í Sunnlendingafjórðungi, eða landsheildinni allri. Margir liggja stjórninni á hálsi fyrir að vera að spyrja kjósendur um þetta. Það átti að komast fram án þess að þeir væru spurð- ir. En hvað finnst kjósendum sjálfum? Atti ekki að spyrja þái? Höfðu þeir ekki úrskurðarvaldið ? Er ekki lýðræðið hjá þeim? Og voru það ekki þingmennirnir, sem komu sér saman um breytinguna, sem voru að brjóta rétt kjósenda? Kjósandi. Fimmta landvætturin. Svo segir í fornum skræðum, að Haraldur konungur blátönn ætlaði sér að ná yfirráðum yfir íslandi og sendi hann í þeim er- indum finn einn fjölkunnugan til landsins. Fór finnurinn í hvals- líki. En landvættirnar vörðu hon- um landgöngu, ein í fjórðungi hverjum, og varð finnurinn frá að hverfa. Til minningar um þennan atburð hafa myndir af hinum fjórum landvættum verið teknar upp í skjaldarmerM Islands. Hugkvæmir menn hafa nú stungið upp á því, að mynd Gunn- ars frá Selalæk verði eftir næstu kosningar upp tekin í skjaldar- merkið, meðal hinna fjögra land- vætta, og verði þannig á verðug- an hátt minnst þess manns, sem á tímum neyðarinnar hefir haldið örlagaþráðum þjóðarinnar í hendi sér, sem sjá má í þeirri blessuðu bók, Morgunblaðinu, um ókomnar aldir! Gestumblindi. Síðasti þáttur skrípaleiksíns Til bændai Dögum saman héldu forsprakk- ar stjórnarandstöðuflokkanna við æsingunum í höfuðstaðnum, með því að telja fólki trú um, að þeir myndu geta fengið konung til að trúa því, að hann hefði framið stjórnarskrárbrot með því að veita samþykki rtil þingrof sins. Al- menningi var talin trú um, að þeir ofstopafullu flokksforingjar, sem ekki vildu beygja sig fyrir algengustu þingræðisreglum, myndu fá aðstoð konungsvaldsins til þess að koma fram ofbeldis- verkinu mikla, gjörbyltingu í kjördæmaskipun landsins, áður en þjóðin fengi tíma til að átta sig á því, sem var að gjörast. Dögum saman var beðið eftir hinu langþráða skeyti frá kon- ungi, sem almenningi var sagt, að ætti að lyfta Ólafi Thors, Héðni Valdemarssyni og Jóni Þor- lákssyni upp í ráðherrastólana. Þriðjudaginn 21. þ. m. kom loksins hið endanlega svarskeyti konungs til stjórnarandstöðu- floki^anna, svohljóðanda: „Um leið og ég legg áherzhi á það, að Alþingi samkvæmt eiridregh'm til- lögu alls ráðuneytisins og á ábyrgð þess var rofið 13. apríl þe3Sö árs „nú þegar", skal yður hér með tjáð, að ég hefi ekki getað fallizt á skilning andstöðuflokkanna á ákvœðum stjórnarskrárinnar um þetta atriði. Christian R". Þegar skeytið var komið og ekki var lengur hægt að afsaka sig með því, að beðið væri eftir svari konungs, áttu forsprakkar æsinganna einskis annars kost en að binda þá þegar enda á ski'ípa- leikinn, þannig að þeim sjálfum yrði til svo lítillar vansæmdar sem unnt var. Snemma um kvöldið komu svo bandamennirnir saman í Alþingis- húsinu, og að þeim fundi loknum fór útför „byltingarinnar" fram á svölum þinghússins. Á fundi þessum hafði báðum flokkum heppnast að finna af- sakanir til bráðabirgða. Afsökun jafnaðarmanna var sú, að þeir yrðu að beygja sig í mál- inu, af því að ómögulegt væri að fá íhaldsflokkinn til að vera með í því að setja konunginn af og stofna lýðveldi! Afsökun íhaldsmamia var aftur á móti sú, að þeim væri ómögu- legt að halda þingfundum áfram, af því að Gunnar frá Selalæk fengist ekki til að taka þátt í þingstörf unum! Foringjarnir, Jón Baldvinsson og Jón Þorláksson, gáfu þessar yfirlýsingar fyrir hönd flokkanna. Slíkur Pílatusar-handaþvottur_ vakti eins og við mátti búast eigi I litla ókyrrð meðal áheyrendanna. Einkum kom gremja manna ber- lega í ljós, þegar J. Þ. kom að hinni dæmalausu skýringu sinni um afstöðu Gunnars frá Selalæk. Þegar „foringjarnir" höfðu lok- ið máli sínu, komu þeir fram á svalirnar hver af öðrum, Harald- ur Guðmundsson, Héðinn Valde- marsson, Jakob Möller og Ólafur Friðriksson og þvoðu hendur sín- ar. iSagði Héðinn að nú væri full- séð, að „ekkert þing yrði haldið fyr en eftir kosningar". Stóð ræða hans aðeins 3—4 mínútur. Þeir Jakob Möller og Ólafur Friðriks- son fengu lítið hljóð hjá áheyr- endum, og köfnuðu ræður þeirra að mestu í ópum og háiværum at- hugasemdum neðan af götunni. En aðalinntakið í ræðum þeirra var á þá leið, að stjórnar- andstöðuflokkurinn ætlaði í kosn- ingum að berjast til hins ítrasta gegn „bændavaldinu", sem þeir nefndu svo, og sjá svo um, að skattarnir sem Reykvíkingar greiddu rynnu ékki til vega, síma Látið ekki dragait aö panta slátturólar og aðrar hey- vinnuvélar. Valið er vandalaust því vór seljum bæði Herkúles og Deeving*vélar sem hafa reynst hver annari betur. Samband isl. sannrinnufél. og landbúnaðarframkvæmda í sveitunum. Eftir því, sem á leið gjörðust háværari athugasemdir áheyr- enda. Heimtuðu margir, að Gunn- ar á Selalæk og ólafur Thors kæmu fram á svalirnar. En af Gunnari fréttist það eitt, að hann hefði borgið sér út um bakdyr þinghússins, en Ólafur lét ekki sjá sig! Þannig lauk síðasta degi „bylt- ingarinnar", með hæfilegri niður- lægingu í hlutfalli við upphafið. Fyrirspnrn til formanns Stúdentafélags Reykjavíkur; Þér hafið í „leiðréttingu" yðar hér í blaðinu í dag latið svo um mælt, að á fundi í Stúdentafélagi Reykjavíkur hafi „samþykktir iögfræðilegs efnis natunast átt rétt á sér ... þar sem aðeins lítill hluti félagsmanna eru lögfræðing- ar". Eins og þér sjáið í Mbl. í dag hefir íhaldsflokkurinn allur (17 þingmenn) undirritað yfirlýsingu þess efnis, að þingrof ríkisstjórn- arinnar sé stjórnarskrárbrot. Nú mun mega fullyrða, að af meðlimum Stúdentafél. Reykjavík- ur sé meira en þriðjungur lög- fræðingar eða lögfræðinemar. Hinsvegar eru ekki nema fjórir af 17 þingmönnum íhaldsflokks- ins löglærðir menn. Af því að þér eruð sjálfur lög- fræðingur og hafið gjört þetta atriði opinberlega að umtalsefni, leyfir Tíminn sér að beina þeirri fyrirspurn til yðar, hvort þér getið ekki fallizt á, að „samþykkt- ir lögfræðilegs efnis" eins og sú sem hér ræðir um eigi „naumast rétt á sér" í þingflokki íhalds- manna, sem svona er skipaður. Væntanlegt svar yðar við fyr- irspurn þessari verður með ánægju birt í blaðinu. VíSavangshlaupið fór, að venju, fram á sumardaginn fyrsta. Keppend- ur voru 29, frá fjórum íþróttafélögum. Af þeim náðu 27 marki. Fj'rstur að marki varð Oddgeir Sveinsson (K. R.), og rann hann skeiðið á tli min. 44,2 sek. Nœstur var Jóhann Óiafs- son (Ármann); 13 mín. £4,4 sek. þriðji var Jóhann Jóhannesson Ofi fjórði Magnús Guðbjörnsson. Knatt spyrnufélag Reykjavíkur vann hlaup- ið og verklaunabikarinn í þriðja sinn. Alfa-I^al Mjólkursigti og sigtisbotnar (vattbotnav) eru ómissandi til þess að frara leiða hreina og heilnæma mjólk. Samband ísl. samvinnufélaga í Tf manum koma auglýsingar fyrir augu fleiri manna, en í nokkru ööru blaði landsins Sfefsit til stórræða Afreksverk „sjálfstæðismanna*'. Eins og kunnugt er héldu Framsóknarmenn fund í Kaup- þingssalnum s. 1. laugardags- kvöld. Þegar leið að þeim tíma að fundarmenn færu að koma, söfn- uðu „sjálfstæðishetjurnar" liði og munu hafa ætlað að verja dyrnar. Úr því varð þó ekkert er til kom. En allmikinn viðbúnað höfðu þeir haft og viðað að sér beinum, sem þeir höfðu lagt á tröppurnar. Skildu menn, sem að komu, ekki þennan vopnaburð þeirra gerla, en það var mælt að þeir „bæru beinin" á tröppunum — og þykir það góður fyrirboði þess er koma skal. — Annað stórræði þeirra sömu manna mun í minnum haft. Þegar Jón Þorláksson var búinn að flytja eina af „tilkynningum" sinum til „alls fólksins" af svölum Alþingishúsinu á mánud. stefndu foringjarnir liði sínu suður Tjarnargötu að bústað forsætis- ráðherra. Þar var staddur af til- viljun Ásgeir Ásgeirsson fyrv. forseti sameinaðs þings. Þegar þeir sáu það, sneru þeir liðinu suður í Laufás til þess að hrópa forseta niður, mun hafa þótt það vænlegt er enginn karlmaður var heima. 1 Laufási æptu þeri svo yfir börnum Ásgeirs og vinnu- kona, brutu eina kjallararúðu og „fóru hermannlega". Að því loknu héldu menn heim tóku á sig náð- ir og bundu sár sín. Mbl., sem auðvitað heldur mjög á lofti hreystiverkum sinna manna, ætti að skýra rækilega frá þessari eftirminnilegu Laufás- för. N. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.