Tíminn - 02.05.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.05.1931, Blaðsíða 2
112 TlMINN segja, að Einar Arnórsson stóð uppi aleinn meðal lögfræðinga, svo kunnugt sé, með álit sitt um hófuðatriði það, sem um var deilt. Þaxrn 15. apríl birtist í Tíman- um grein er nefnist „Þingslit — þingarof' eftir Bjöm Þórðarson lögmann í Reykjavík. Þar heldur hann fram gagnstæðum skilningi og færir margháttuð rök fyrir máli sínu. Lögfræðingar höfuðstaðarins eru langsamlega flestir samherj- ar Einars Amórssonar í stjórn- málaskoðunum. Ef þeir hefðu getað fallizt á skoðun hans, hefðu þeir haft tvöfalda hvöt, til þess að veita honum lið í þessu máli. En enginn þeirra lagði honum minnsta liðsyrði. Atburðir þessir vöktu mikla at- iiygli á Norðurlöndum, eigi sízt í Danmörku. Bárust brátt fréttir hingað heim um álit helztu stjóm- lagafræðinga Dana um afstöðu þingrofsins til ákvæða stjómar- skráinnar. Hnigu allar umsagnir þeirra á einn veg og gegn mál- stað Einars Amórssonar og sam- herja hans. Þann 17. apríl kom út í Tíman- um fyrirspurn til Einars Amórs- sonar. Var hann þar beðinn að gefa álit sitt um það atriði, hversu það mætti verða, að fram- kvæmd ákvæða 18. gr. um „sam- þykkf ‘ fjárlaga ætti að vera skil- jTði fyrir því, að þingrof samkv. 20. gr. mætti koma til fram- kvæmda, ef svo kynni að takast til, að þing fengist ekki til að samþykkja fjárlög. I svari sínu fellst Einar Am- órsson á það, að ef ekki næðist afgreiðsla fjárlaga þá gæti fram- kvæmd 18. gr. ekki orðið skilyrði fyrir þingrofi. — Hinsvegar veik hann rökum sínum inn á þá hlið- arbraut, að stjóminni hefði borið gkylda til þess „að gefa þinginu kost á“ að afgreiða fjárlög. Þing- rofið bryti því bág við þingræðis- venju. Með þessari einföldu spum- ingu var stjómlagafræðingurinn í raun réttri hrakinn yfir í bros- lega vamarafstöðu. Staðhæfing hans um að „samþykkt" fjár- laga samkv. 18. gr. væri ófrá- víkjanlegt (absolut) skilyrði fyr- ir þingrofi var niður fallinn og rökum hans snúið í nöldur um „brot á þingræðisvenjum“. Sam- kvæmt hinni glöggu greinargerð Bjöms lögmanns Þórðarsonar, áliti helztu stjómlagafræðinga í nágrannalöndunum og eigin rök- flótta Einars Amórssonar sam- kvæmt framansögðu, er það upp- lýst í máhnu: 1. Að við setningu 18. greinar stj ómarskrárinnar árið 1919 og 1920 „var sú hugsun hvergi orðuð“, að ákvæði hennar talc- markaði þingrofsréttinn samkv. 20. gr. 2. Að þegar svo kynni til að takast, að eigi væri u n n t að framkvæma ákvæði 18. gr. um „s a m þ y k k t“ f járlaga eru sjálffallin þau rök Einars Am- órssonar, að slík „samþykkt“ sé skilyrði fyrir þingrofi. Eftir að Einar Amórsson hafði þannig verið knúinn, til þess að vitna á móti sínum eigin rökum og að hann, mitt í stórri þvögu íhaldslögfræðinga, stóð al- einn hrópandi í röksemdaeyði- mörku íhaldsins, féll hann fljótt af baki, sem von var. Síðan hefir ekki heyxst til hans stunur eða hósti. Afleiðingamar af frum- hlaupi hans og rökvillum urðu hinsvegar alvarlegar fyrir heiður og málstað samherja hans og sæmd landsins út á við. En frumhlaup Einars Amórs- sonar og gersamlegur ósigur hans, mun dýpka þá þögn, sem um mörg undanfarin ár hefir ríkt yfir pólitískum moldum hans. Uppþotsforingjamir á rökstólum. Enda þótt „stjómlagafræðing- ur“ íhaldsins rynni brátt af hólmi fyrir ofurefli röksemdanna, verk- aði staðhæfing hans um stjóm- arskrárbrot eins og ölvun á for- ingja uppþotsins hina næstu daga. Daginn eftir þingrofið sett- ust oddvitar beggja flokkanna á rökstóla í Alþingishúsinu og sátu á ráðstefnum ýmist hverjir sér eða sameiginlega. — Á sameigin- legum fundi kl. 2 um daginn mætti fyrverandi forseti Sþ., Ás- geir Ásgeirsson, að beiðni for- sprakkanna. Var Ásgeiri „bent á“, að meiri hluti þingsins liti svo á, að þingrofið væri brot á stjómarskránni, þar sem ekki væri búið að samþykkja fjárlög samkv. 18. gr. Skoruðu forsprakk- amir á Ásgeir að halda þing- fundum áfram! Ásgeir Ásgeirsson svaraði á þá leið, að með þingrofinu teldi hann umboð þingmanna niður fallin og gæti hann ekki af þeirri ástæðu orðið við þessari áskomn. NI- 8V2 um kvöldið fóru þeir Jón Baldvinsson og Jón Þorláks- son heim til forsætisráðherra og báru fram kröfu þess efnis að hann segði af sér fyrir hönd ráðuneytis síns þegar í stað. Kváðust þeir við því búnir að benda á mann, sem gæti myndað stjóm með löglegum þingmeira- hluta að baki sér. Forsætisráð- herra kvaðst senda þeim svar sitt næsta dag kL 3—3i/2. Var svar hans á þá leið, að þar sem Alþingi hefði verið rof- ið samkvæmt tillögu sinni, þá litl hann svo á, að lausnarbeioni frá sinrn hálfu fyrir hönd ráðuneyt- isins væri í fullu ósamræmi við það og gæti hann ekki orðið við þeirri tillögu. Ráðuneytisbreyting. 1 greinargerð forsætisráðherra fyrir þingrofinu er látið um mælt meðal annars á þessa leið: „Skal það tekið fram, að frá þessum degi og til kosninganna lítur stjómin á aðstöðu sína sem stjórnar, sem starfar til bráða- birgða“. Þann 16. aprfl sendi stjórnin miðstj ómum andstöðuflokkanna beggja svohljóðandi tilkynningu: „Til viðbótar og áréttingar því, sem áður hefir verið tekið fram um það, að ríkisstjómin skoðar sig aðeins sem stjórn, er starfar tii bráðabirgða og þar eð því samfara verður um aðeins lítil af- greiðslustörf að ræða í ráðaneyt- inu munu ráðherramir Einar Ámason fjármálaráðherra og Jónas Jónsson dómsmálaráðherra beiðast lausnar frá embættum sínum. Einn af skrifstofustjórum stjómarráðsins komi inn í ráðu- neytið til bráðabirgða“. Nú tókust ekki samningar um það, að neinn af skrifstofustjór- unum tækju sæti í ráðuneytinu. Varð því að ráði, að forstj. Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, Sigurður Kristinsson tók að sér forstjóm atvinnumálaráðuneytis- ins, en forsætisráðherra gerðist dómsmála- og fjármálaráðherra. Bandamennimir snúa sér til konungs. Götuóspektir. Þegar kröfur hinna sameinuðu forsprakka uppþotsins í fyrsta lagi á hendur Ásgeiri Ásgeirssyni um að halda áfram þingfundum og í öðru lagi á hendur forsætis- ráðherra um að beiðast lausnar ekki báru árangur, gerðu for- sprakkarnir tvennt samtímis. Þeir sneru sér beint til konungs og þeir efndu að nýju til upp- þotsfunda, þar sem haldnar voru æsandi ræður um ágreiningsefnið. Héldu þeir og uppteknum hætti um ráðstefnur og tilkynntu jafn- an af svölum Alþingishússins hvað liði ráðabmggi þeirra og hugsanlegum fyrirætlunum. Til- kynntu þeir jafnan hvenær vænta mætti næstu tilkynningar. A5 vísu vom tilkynningar þessar oftastnær þess efnis, að ekkert liefði gerzt og að ekkert væri afráðið, en að f orsprakkamir væru að hugsa ráð sitt! Nægði þetta til þess, að forvitni manna um þessa furðulegu tilburði hélzt vakandi og þyrptist hvað eftir annað saman á götum bæjarins múgur og margmenni. Færðist stundum fullkominn skrílsbragur á framferði sumra manna, sem æstu unglinga, til þess að gera óp að einstökum mönnum. Heim- sótti þessi söfnuður einkum for- sætisráðherra, en jafnframt dómsmálaráðherra, fyrverandi for- seta sameinaðs þings og sendi- herra Dana. Var framkoma þessi gagnvart sendimanni erlends rík- is stórvítaverð. Stundum voru sjálfir höfuðforsprakkarnir orsók i þessum götuaðförum, en stund- um aðrir liðsmenn þeina af göt- unni. Yrði of langt mál að telja hér nöfn og greina frá einstökum atvikum þessarar uppþotssögu. Afstaða verkamanna. Þess ber að geta í höfuðfrá- sögu af þessum atburðum, að verkamemi í Reykjavík létu ekki æsast af foringjum sínum, heldur stóðu álengdar. Mun þeim haf'a þótt mjög orka tvímæhs um ráða- breytni foringja sinna og banda- lag þeii’ra við höfuðfjendur verk- lýðsfélaganna. Var mælt, og fór ekki dult, að foringjamir Jón Baldvinsson, Héðinn Valdemars- son 0g Sigurjón Ólafsson hefðu orðið að hlýða á beizkar athuga- semdir á verklýðsfundunum og að þeim hafi ekki orðið slíkt rauna- léttir í hinni ströngu og ófrjóvu baráttu þeirra við ríkisstjómina og konunginn! Skeytasendingar til konungs. Nú víkur sögunni aftur að við- skiptum bandamanna við konung og dregur þá jafnframt til leiks- loka i þessum pólitíska skopleik, sem tveir stjómmálaflokkar í landinu urðu samtaka um að halda uppi um meira en viku- tíma. Þann 16. apríl sátu forsprakk- amir enn á ráðstefnu í Alþingis- húsinu. Kl. 9 um kvöldið til- kynntu þeir af svölum hússins, að hvor flokkurinn fyrir sig hefði sent konungi símskeyti. Eru skeyti þessi birt í Tíir.anum 18. apríl. I skeyti jafnaðarmanna er skor- að á konung að veita ráðunej’ti Tyggva Þórhahssonar lausn og skipa nýtt ráðuneyti í samráði við meirahluta Alþingis*). Kon- ungi er bent á það, að með þing- rofinu hafi hann brotið 18. gr. stjórnarski’ái-innar. Áherzla er lögð á það að þingmeirihluti sé við því búinn að benda nú þegar í stað á þingræðislega leið tfl myndunar nýs ráðuneytis. I skeyti íhaldsmanna er bent á, að ekki megi samkv. 18. gr. stj ómarskrárinnar slíta þingi fyr en fjárlög eru samþykkt. — Lagt er til við konunginn að þingrofið verði ekki látið koma itil fram- kvæmda fyr en þinginu hafi gef- izt kostur á að samþykkja fjár- lögin og virðist þar hallast að síðustu málsskýringu hins flúna stjómlagafræðings Einars Am- órssonar. Lögð er áherzla á það, að þingmeirihluti sé við því bú- inn að benda á þingræðislega leið til myndunar nýs ráðunejhis. Eftir að þessi skeyti höfðu verið lesin upp af svölum Alþing- ishússins skýrði Jón Baldvinsson frá því, að hann hefði skýrt for- sætisráðherra frá efni og orðalagi skeytisins. Jón Þorláksson skýrði frá því, að sér hefði verið fahð, að afhenda forsætisráðherra eftir- rit af skeytinu. Mun þessi yfir- lýsing hafa verið gerð, til þess að mælast tfl fylgdar suður að bústað ráðherrans. Enda fylgdu honum þangað þær þúsundir manna, er voru saman komnar við AusturvöU. Lét hann mann- fjöldann hrópa húrra fyrir þing- ræðinu og Alþingi. Næsta dag, þann 17. aprfl, fengu flokkamir bráðabirgða- ’) Allar leturbr. mínar. J. þ. svarskeyti frá konungi, þar sem hann tekur það fram, að sam- þykki sitt til þingrofsins hafi ver- ið byggt á 20 gr. stjórnarskráv- innar. Þann 18. api-fl héldu íhalds- menn fund í Varðarhúsi, en Framsóknarmeim í Kaupþings- salnum. Leituðust óspektarfor- ingjar íhaldsins í Rvík við að hindra fundarhald Framsóknar- manna með ruddaskap og dóna- legum látum. Lá við ryskingum er fundarmenn héldu brott af fundinum um kvöldið. Þennan dag bámst ekki frekari skeyti frá konungi. Otvarpið og þingrofið. Þann 17. rítaði Jónas Jónsson ráðherra í umboði miðstjórnar Framsóknarflokksins miðstjómum andstöðuflokkanna bréf og bauð þeim að taka upp umræður í út- varpið um þingrofið, að því til- skyldu, að samkomulag næðist við stjóm útvarpsins. Jón Baldvins- son svaraði fjrir hönd síns flokks og kvaðst fús til að taka þátt í umræðunum. Jón Þorláksson færð ist undan og taldi sem ástæðu, að flokkur hans vænti þess, að brátt yrði haldið áfram umræðum á Alþingi og vænti þess þá jafn- framt, að þeim umræðum yrði útvarpað. Tjaldið fellur. Þann 20. apríl taka bandamenn- imir að ókyrrast að nýju og senda nú til konungs fyrirspum- arskeyti þess efnis, hvenær megi vænta íullnaðarsvars hans. Upp- lýstist það af svarskeyti konungs ritara og tilkynningu forsætis- ráðherra í sambandi við það skeyti, að fullnaðarsvar konungs drægist vegna þess, að forsætis- ráðherra hefði ekki sent endan- legai’ tillögur um ráðuneytisbreyt inguna. Voru þær tillögur sendar konungi milli kl. 3 og 4 þann dag. Næsta dag, þann 21., komu svarskeyti konungs til forsætis- ráðherra, þar sem hann féllst á tillögur hans um breytingai á ráðuneytinu. Jafnframt kom þá endanlegt svar til miðstjóma andstöðuflokkanna svohljóðanda: „Um leið og ég legg áherzlu á það, að Alþingi, samkvæmt ein- dreginm tillögu alls ráðuneytis- ins og á ábirgð þess, var rofið 13. apríl*) þessa árs „nú þegar“, skal hérmeð tjáð, að ég hefi ekki getað fallist á skilning andstöðu- flokkanna á ákvæðum stjómar- skrárinnar um þetta atriði“. Að fengnu fullnaðarsvari kon- ungs hófst hinn síðasti þáttur þessa skrípaleiks 0g sem með réttu verður talinn grátbrosleg- ur í sögu þingræðisins á Islandi. Foringjar bandamanna settust eim á ráðstefnu og um kvöldið kl. um 91/2 komu foringjamir fram á svalirnar til þess að gjöra síðustu játningar fyrir lýðnum. Var það hverjum manni ljóst, sem á hlýddu, að hvorirtveggja höfðu varið síðustu ráðstefnu til þess að „smíða“ sér afsakanir handa hinum vonsviknu fylgis- mönnum, sem höfðu verið narr- aðir ofan að Alþingishúsi dag eftir dag í heila viku í von um einhver stórtíðindi frá ráðstefn- um forsprakkanna. Jón Baldvinsson las upp bréf, sem Alþýðuflokkurinn hafði þá um daginn sent samherjum sín- um, svohljóðanda: „Stjórn Alþýðuflokksins hefir samþykkt að hafa þingrof Tryggva Þórhallssonar og kon- ungs að engu og halda áfram þingstörfum, ef til þess fæst nægilegur þingmeirihluti. Fyrir því biðjum vér yður að skýra oss frá því, hvort þing- menn flokks yðar eru reiðubún- ir til þess að mæta á þingfundi og til að halda áfram störfum þingsins og gera ósamt oss þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru ’) Bréí konungs var dags. þaun 13. apríl. J. þ. í því sambandi, vegna neitunar konungs, en fyrsta þeirra teljum vér stofnun lýðveldis“. Undir þetta bréf rita allir fyrv. þingmenn flokksins ásamt lands- kjömum þm., Jóni Baldvinssyni. Eftir að þessir vísu menn höfðu þannig boðið bandamönnum sín- um að setja þing, afgreiða lög og stofna lýðveldi með 22 mönn- um, flestum umboðslausum, þá kom Jón Þorláksson fram á sval- irnar til þess, að vitna fyrir hönd síns flokks. Lýsti hann yfir því, að flokkurinn hefði verið reiðu- búinn til þess að setja þing með Alþýðuílokksmönnum og hafa þingrofið að engu, ef hægt hefði verið að halda uppi löglegum þingfundum. En nú vildi svo tfl, að Gunnar Sigurðsson setti þing- flokknum stólinn fyrir dymar og skoraðist undan að sitja með þeim þingfundi. Væri nú ekki annars kostui-, en að taka upp baráttuna á kjördegi. Þannig neyddist Jón Þorláksson tfl þess að játa það í lokin, að allt gort flokkanna um ályktunar fært þing og stjómarmyndun, í kröfum þeii-ra á hendur forsætis- ráðherra og í skeytum tfl kon- ungs, hafði annað tveggja verið falsháttur eða óráðshjal eitt, mælt út í bláinn. Þegar þessir tveir hrjáðu for- ingjar snéru baki að áhorfendun- um við Austurvöll þennan minn- isstæða dag, féll tjaldið 1 síðasta þætti í skopleiknum. Á sumardagsmorguninn fyrsta vöknuðu íhaldsmenn úrillir eftir hið misheppnaða stríð. Létu þeir það verða fyrsta verk sitt, að senda konungi einskonar ávítun- arskeyti, sem þeir nefndu „mót- mæii“. Bfltist það í Mbl. laugar- daginn 25. apríl svohljóðanda: „Undirritaðir flokksmenn Sjálf- stæðisílokksins mótmælum harð- lega þingrofinu 14. þ. m. og höldum fast við þann skilning' vorn, að með því hafi verið framið þingræðisbrot og stjórn- arskrái'brot á ábyrgð ráðuneytis- ins. Teljum vér að skylt hefði verið að veita konungi, áður en hann undirritaði tillögu ráðu- neytisins um þingrofið, itækifæri, til að kynna sér skoðanir and- stöðuflokkanna og aðstöðu þeirra til nýrrai’ stjórnarmyndunar á þingræðislegum grundvelli“. Gunnars þáttur Sigurössonar. Eins og getið var hér að fram- an, hefir Gunnar Sigurðsson frá Selalæk verið utan flokka. Þegar bandamenn hófu ráðabrugg sitt, til þess að hnekkja áhrifavaldi sveitanna, virðast þeir hafa tryggt sér fylgi Gunnars. Eins og síðar kom í ljós, voru allar fyrirætlanir bandamanna um stj ómai’myndun „á þingræðisleg- um grundevlli“ og þinghald 1 trássi við þingrof byggðai’ á því, að Gunnar veitti þeim brautai- gengi. Og þegar Gunnar brást hrundu allar fyrirætlanimai- í rústir. Tveir menn hafa fyrir rás við- burðanna og eigin tflverknað komið sérstaklega upp á yfir- borðið í byltingasögu hinna hrjáðu samherja; annar í byrj- un, hinn í lokin. — Einar Arn- órsson átti í byrjun höfuðsök á því, hversu bandamenn gengu langt í uppþotsbrölti sínu, en hvarf fljótlega undir yfirborðið, er rök hans stóðust ekki og jafn- vel hans eigin samherjar hættu að leggja trúnað á lögskýringar hans. Gunnar Sigurðsson varð aftur á móti mest umtalaður maður í lokaþætti uppþotsins, þegar hann virðist hafa gert það í þægðar- skyni við samherjana, að bregða fæti fyrir ráðagerðir þeirra um „þinghald“ og veita þeim þannig á síðustu stundu tylliástæðu, til þess að éta ofan í sig allar full- yrðingar sínar um „þingræðis- legan meirihluta“ og veita þeim færi á að hverfa sem hljóða- minnst af vígvellinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.