Tíminn - 02.05.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.05.1931, Blaðsíða 3
TÍMINN 113 15 krónur Járntunnur sem hingað til hafa kostað 35 krónur selj- um við nú á 15 krónur hér á staðnum. Þær eru galvanhúð- aðar utan og innan og rúma 400 lítra. Þá seljum við einnig tómar trétunnur undan víni á 10 kr og jafnvel minna ef margar eru keyptar í senn. Flutningskostnaður með skipum er 2 kr. á tunnu. r Afengisverzlun ríkisins Reykjavík Með atbeina þessa pólitíska kaupamanns virtist bandamönn- um takast hvorttveggja: 1. Að tryggja sér meirihluta, til þess að geta komið fram of- beldismálum gegn stjóminni. 2. Að tryggja sér minnihluta, til þess að geta flúið frá orðum sínum, gerðum sínum og allri minkun með einskonar afsökun límda á bakið. Og afsökunin var Gunnar á Selalæk. Hefir margur maður orðið um- talaður fyrir minna en það, að gera tvo stjómmálaflokka í land- inu að undri. Furðulegar mótsagnir. I framangreindum yfirlýsing- um, símskeytum og bréfaskrift- um uppreistarforsprakkanna kennir margra og sundurleitra grasa. Þykir hlýða að gefa nú að lokum stutt yfirlit um allar þær furðulegu mótsagnir, sem þar koma fram. Má af því yfirliti marka tvennt: Málstað banda- manna og giftusemi og vitsmuni þeirra, sem fyrir stóðu uppþct- inu og þóttust vera sérstaklega til þess kjörnir að taka við stjórn landsins nú þegar: 1. Einar Amórsson prófessor heldu r því fram í grein sinni í Mbl. 16. apríl, að samþykkt fjár- laga samkv. 18. gr. stjómar- skrárinnar sé ófrávíkjanlegt skil- yrði fyrir því, að þingrof samkv. 20. gr. megi fara fram. 1 svari sínu við fyrirspurn Tímans, sem birtist í Mbl. 18. apríl, játar hann, að ef fjárlög nái ekki samþykki, þá geti full- næging þessa (áður ófrávíkjan- lega) ákvæðis 18. gr. ekki verið skilyrði fyrir þingrofi. 2. Jón Baldvinsson og Jón Þorláksson lýsa því yfir við for- sætisráðherra þann 15. apríl, að þeir væru við því búnir að benda á mann, sem gæti myndað stjórn með löglegum þingmeirihluta að baki sér. í símskeyti Jafnaðarmanna til konungs 16. apríl, er lögð á- herzla á það, að „þingmeirihluti“ sé við því búinn, að benda nú þegar í stað á þingræðislega leið til myndunar nýs ráðuneytis. I símskeyti íhaldsmanna til konungs sama dag er lögð á- herzla á þessa sömu staðhæfingu fyrir konungi. En í lokaþætti uppreistarinnar lýsir Jón Þorláksson því yfir, að bandamenn gætu ekki haldið á- fram þingstörfum vegna þess að þá brysti löglegan þingmeirihluta þegar Gunnar Sigurðsson hafði neitað að taka þátt í þingfund- um! Voru foringjamir að gabba ráðaneyti Tryggva Þórhallssonar og konunginn? Eða voru þeir að tala óráð og ganga í svefni alla uppreistarvikuna ? 3. Þann 21. apríl rita forsprakk- ar Alþýðuflokksins samherjum sínum bréf*), þar sem þeir bjóð- ast til að mæta á þingfundum, hafa þingrof Tryggva Þórhalls- sonar og konungs að engu og halda áfram störfum þingsins. Skora þeir á samherjana til þingsetu og til þess að gera ,.nauðsynlegar“ ráðstafanir vegna neitunar konungs og fyrst og fremst að stofna lýðveldi. Nú gilda um samband íslands og Danmerkur sérstök lög sett og samþykkt af báðum aðilum með ákveðnum uppsagnarfresti og eru í lögunum sérstök ákvæði um, hversu skuli haga skilnaði ríkj- anna, þegar þar að kemur. Nú þykjast nokkrir umboðs- *) Áður hafði allt samningamakk bandamanna fai-ið fram með leynd. Nú, er ósigurinn blasti við, mun for- ingjunum hafa þótt ráðlegra að skjalfesta það sem á milli fór. Með „tilboðinu" um lýðveldi er snara lögð fyrir „sjálfstæðið" og þótti Al- þýðuforingjunum árangurinn góður, sbr. Alþ.bl. Brigzla nú hvorir öðrum um svik við sjálfstæði landsins! J. p. lausir menn geta með samþykki 22 manna hóps af fyrverandi þingmömium fellt úr gildi sam- bandslögin og stofnað lýðveldi án frekari vafninga. Það eitt skilyrði virtist þeim nauðsynlegt að höfða- tala þessara pólitisku skopleikara næði 22 eða 23! — Úr þessu mætti fara að vænta kynlegra samþykkta í félagi Heimdellinga og öðrum slíkum uppeldisstofn- unum bandamanna. 4. Sama dag, þaxm 21. apríl, lýsir Jón Þorláksson yfir því af svölum Alþingishússins, að flokk- ur íhaldsmanna hefði verið reiðu- búinn að taka boði jafnaðar- manna um að setja þing með þeim og hafa þingrofið að engu, ef hægt hefði verið að halda uppi „löglegum*' þingfundtnn, en til þess bristi fylgi Gunnars á Sela- læk. Tveimur dögmn síðar, þaxm 23. agríí birtist í Mbl. svargrein til Alþbl. er nefnist „Þingræðisbrot- ið og Alþbl.“. Það segir svo: Eftir að úrslitasvar konungs var komið, þar sem haldið vai* fast við þinginiið, var ekki til neins fyrir þingmeirahlutann, að setjast á þingbekkina og halda áfram þingstörfum. Með svari konungs var það öllum ljóst, að Alþingi var leyst upp — það var ekki lengur til*). Tveimur dögum eftir að Jón Þorláksson lýsir yfir því af svöl- um Alþingisliússins fyrir þúsund- mn manna, að hann sé við því búinn að hafa þingrofið að engu, staðhæfir aðalmálgagn hans að öllum — og væntanlega einnig honum — hafi þá þegar verið það ljóst, að Alþingi var ekki lengur til! Var Jón Þorláksson að tala óráð á baráttulokin, eða brast „heQa- vél“ hans gangfimi, til þess að varna því í tíma, að málgagn hans vitnaði svo greipilega gegn honum? 5. í símskeytum sínum til kon- ungs og í loka-yfirlýsingum sín- um lýstu þeir Jón Baldvinsson og Jón Þorl .yfir því fyrir hönd bandamanna að þeir væru við því búnir að halda áfram þingstörf- um og þóttust hafa ráð á „lög- legum“ þingmeirahluta. I lokin kom það í ljós, að þetta höfðu verið ómerkar staðhæfingar. „Þingmeirihlutinn“ svonefndi hafði aldrei verið til, eins og sýnt er hér að framan. Út af þessum yfirlýsingum rísa eftirfarandi spumingar: Hvenxig ihugsuðu þessir menn sér að halda „löglegt“ þing í trássi við ríkisstjórixina og kon- ung? Hver átti að staðfesta lög frá slíku þingi? Hvaða banki myndi hafa tekið gilda 7 miljóna ríkisábyrgðina samþykkta af slíku þingi? Þannig mætti lengi spyrja, því af svo furðulegri breytni for- sprakkanna rísa ískyggilegar ráð- gátur um gáfnafar og andlega heilbrigði þeixra manna, sem höfðu forustuna í pólitísku upp- þoti bandamanxxa dagana 14. til 21. apríl 1931. Greinarlok. Nú hefir hér að framan verið gefið yfirlit um sögu þingrofsins í samfelldri heild. Hafa atburðir verið raktir í röð eftir því, sem þeir hafa komið á daginn og meginatriði tengd með saman- burði og nauðsynlegum skýring- um. Verður nú hér látið staðar numið og lesendumir látnir um það, að skapa sér heildarskoðun um þessi tíðindi. Á það skal þó að lokum bent, að menn þeir, sem hafa hagað sér svo furðulega eins og atburð- ir þessir votta, þykjast nú vera til þess kjömir, að fara með æðstu ráð í þjóðfélaginu. Þeir óska nú eftir því, að þjóðin veiti þeim slíkt umboð þaim 12. júní næstkomandi. *) Leturbr. mín. J. þ. Þann dag verður úr því skorið, hvorum þjóðin trúir betur: Þeirri j stjórn og þeim þingflokki, sem ! áfrýjaði þegar í stað undir úr- | skurð kjósendanna þeim djúp- j tæku deilumálum, sem upp voru risin á Alþingi — eða þeim mönnum sem hugðust að setja þing í trássi við ríkisstjóm og konung og í fullri andstöðu við stjórnarskrá landsins, — sem hugðust að rjúfa sambandslögin með götusamþykkt nokkurra manna, — sem stóðu fyrir ó- spektum á götum Reykjavíkur kvöld eftir kvöld, — sem æstu lýðinn til þess að gera hróp að stjóm landsins, konungi og sendi- manni erlends ríkis og sem í stuttu máli sagt töluðu staðleys- ur og breyttu eins og óvitar í öllum athöfnum sínum byltinga- vikuna 14. til 21. apríl 1931. Þjóðin úrskurðar! ----o---- Jii 11 llL !3? | um Borgarfjörð og Húnaþing. Fétur Magnússon alþm. er í kosningaleiðangri um Húnaþing og Skagafjörð. Mun fullráðið, að hann verði í kjöri í Vestur-Húna- vatnssýslu af hálíu íhaldsmanna, með því að f lokkurinn þykist víst ekki geta verið þekktur fyr- ir að haía Levy í framboði eins og síoast, en Jóni Þorlákssyni, sem ýmsir hafa til nefnt, eru of minnisstæðar kosningabylturnar frá fyrri ái-um til þess, að hann þori að ixætta sér í kjördæmi, þar sem Framsóknarflokknum er sigurinn vis. í för með P. M. eru þrír stjómarandstæðingar, þeir Pétur Ottesen, Héðinn V7aldi- maisson og Jón á Reynistað. Áður en þeir félagai fóru norður, boðaði P. M. rundi á Akranesi og í Borgarnesi. Var fundur á Akranesi sunnud. 26. f. m. og í Borgarnesi daginn eftir. Á Akranesi mættu aí háiíu Franxsóknarflokksins Þórir Stein- þórsson bóndi á Litlu-Strönd í Mývatnssveit, sem verður frani- bjóðandi íloklvsins í kosningun- um, ennfremur Eysteinn Jónsson skattstjóri og Gísh Guðmundsson ritstjóri. Af hálfu kommúnista var mættur Gísh lndriðason í Rvík. Ræðutíma var skipt jafnt milli flokkaima. Fundinn munu hafa sótt um 300 manns þegar flest var. Stóð hann nál. 8 klukku- stmxdum. Mjög voru þeir félagar, Héðinn og íhaldsmennirnir, samrýmdir í umræðunum, og deildu hvorir- tveggja fast á Framsóknarflokk- inn. Þó var Pétur Magnússon tiltölulega gæfur á þessum fundi. Gjörði hann að umtalsefni get- sakir Mbl. um það, að stjórnin hefði rofið þingið th þess að taka sér einræðisvald eða til að leyna skjölum í stjórnarráðinu og kvaðst hvorugu trúa. En ýmsa íhaldsmenn, sem heima eiga á Akranesi, setti rauða, er þeir heyrðu sanxherja sinn bera til baka slúðursögur Mbl. á svo eft- irminnilegan hátt. Pétur Ottesen var sjálfum sér hkur á fundi þessum og hélt uppteknum hætti með hvalablást- ur í ræðustólnum. Á Alþingi er almennt hlegið að Pétri þegar ofsinn hleypur í hann og penna- sköftin hrjóta um endilangt sal- argólf. En íhaldsmenn á Akra- nesi hafa sennilega gleggra auga fyrir alvöru lífsins en því bros- lega í tilverunni. I 15 ár hafa þeir staðið í þeirri trú, að Otte- sen sé gáfaður maður, vel mann- aður og ötull til franxkvæmda fyrir hérað sitt! Síðara hluta fundarins, eftir að sjómenn voru famir á sjó, var íhaldið sýnilega í meirahluta. Þó fengu Fi’amsóknarmtmnirnir á- gætt hljóð. Ræður Þóris Stein- þórssonar vöktu mikla eftirtekt, enda er maðurinn glæsilega máli farinn og drengilegur með af- brigðum, svo sem .þeir frændur yfirleitt. Á fundinum í Borgarnesi mættu af hálfu Framsóknarmanna Bjarni Ásgeirsson fyrv. alþm., Hannes Jónsson dýralæknir og Gísli Guðmundsson ritstjóri. Af hálfu bandamannanna töluðu Pétur Magnússon, Héðinn Valdi- nxarsson, Pétur Ottesen og Torfi Hjartarson frambjóðandi íhalds- manna í Mýrasýslu, ennfremur fulltrúi konxmúnista. Stóð fund- urinn frá kl. 6 sd. til kl. 2 um nóttina með s tuttu hléi um kvöldið. Mættir voru kjósendur úr hér- aðinu báðu megin Hvítár og munu sumir hafa orðið frá að hverfa sökum húsþrengsla. Sam- úð fundarmanna var eindregtð með Framsókanrflokknum og hrakfarir íhaldsmannanna áber- andi. Pétur Magnússon var á þessum fundi stórum vanstilltari en á Akranesi, og þótti áheyr- endum orðbragð hans kátlegt og óvenjulegt. Fann hann þegar, meðan á framsöguræðunni stóð, rnegna andúð hjá áheyrendum, og þegar að því kom að hrósa lögspeki Einars Amórssonar kom upp nokkur kurr í öðrum enda salsins. Varð Pétri þá skapfátt í ræðustólnum og kallaði upp með nxiklum þjósti: „Svei aftan — þið sem íussið að því sem ég er að segja". Ráku þá flestir upp stór augu en Pétur varð undir- leitur. Óvægilegasta útreið fengu þeir Pétrarnir hjá Hannesi dýralækni. Fékk P. M. engu orði upp komið j því til andsvara öðru en því, að I Hannes væri búinn að sýna á- heyrendum, hvernig „vitlaus maður hegðaði sér“. Var það bent af tali manna eftir fundinn að virðing P. M. hafði lítt auk- izt við slíkan munnsöfnuð. Ræður Torfa Hjartarsonar í vöktu litla athygli og var fáu J svarað. Lét fundarstjóri, Jósef á j Svarfhóli, hann hafa 10 mínútur j fram yfir venjulegan ræðutíma og varði þá ráðstöfun með því, að i-æðutíminn skipti engu máli því að „þetta væri tómt snakk“! Er Jósef þó sanntrúaður íhalds- maður. Eftir fundinn urðu ýmsir til þess að óska Bjama til ham- ingju með andstæðinginn, enda mun kosningin Framsókn- arflokknum auðunnin. Var ræð- um Bjama vel tekið með afbrigð- um. Á báðum þessum fundum fékk Héðinn Valdimarsson daufar und- irtektir, og urðu íhaldsmenn helzt til þess að gjöra róm að máli hans. 1 Borgarnesi klöppuðu fyr- rr honum nokkrar hálfvaxnar stúlkur úr félagi „ungra íhalds- manna“, sem ekki þekktu ræðu- mennina, en héldu, að Héðinn væri íhaldsmaður! Á Hvammstanga var fundur á miðvikudag og á Blönduósi á föstudag. Þar mættu af hálfu Framsóknarflokksins Jón Jónsson alþm. í Stóradal og frambjóð- endur flokksins i Húnavatns- sýslu, þeir Hannes Jónsson á Hvammar nýjasta og ef til vill besta ljóða- bók skáldsina Einars Benedikts- sonai fæst hjá öllum bóksölum og kostar í bandi kr. 7,50, heft 5,50. Hvammstanga o g Guðmundur Ólafsson í Ási. Eftir fréttum að dæma, hafa möguleikar P. M. til að ná kosningu í V.-Hún. lítið vaxið á Hvammstanga, en um Ottesen fór eins og við mátti bú- ast í fjarlægu héraði, að för hans myndi verða meir til gam- ans en alvöru. Á öllum fundunum hafa þing- rofið og fjármálin verið aðal umræðuefnin, samhliða breyting- um á kjördæmaskipuninni. Hefir Iléðinn á hverjum fundi tekið um það það hátíðleg loforð af bandamönnunx sínum, að þeir nxuni á næsta þingi fylgja fram þeim breytingum á stjómar- skránni, sem með þarf til að eyðileggja núverandi kjördæma- skipun og færa meginþunga hina pólitíska valds úr sveitunum til kaupstaðanna. Þórarinn á Hjalta- bakka, sem sumir héldu, að myndi, af hagsýnisástæðum, tala varlega um kjördæmaskiunina, tók í því máli eindregið í streng- j inn með samherjum sínum Pétr- j unum og Héðni. ! Hvaðanæfa að, þar sem fundir að bandalag íhaldsins og jafnað- armanna gegn sveitunum veki megnasta óhug, og að bændur, sem áður hafa stutt íhaldsflokk- inn, láti svo um mælt, að nú muni þeir greiða frambjóðendum Framsóknarflokksins atkvæði, nái Fi’amsóknarflokkurinn ekki meira hluta, sé úti um áhrif sveita- fólksins á löggjöf þjóðarinnar héðan í frá. Óttast bændur að vonum, að fyrsta verk banda- mannanna, eftir að nýja kjör- dæmaskipunin yrði gengin í gíldi, myndi verða að afnema jarðræktarlögin, sem bröskurun- um í Reykjavík hefir staðið stuggur af um langt skeið, þó ekkihafi þeir látið á því bera af ótta við að missa kjörfylgi í sveitunum. Á morgun er fundur á Sauð- árkróki og á þriðjudag á Hofsósi. ----o----- Fundur á Skeggjastöðum. Sama daginn sem fundurinn stóð á Akranesi var einnig fund- ur á Skeggjastöðum í Flóa. Þann fund boðuðu þingmenn Árnes- inga. Fylgi Framsóknaiflokksins var þar yfirgnæfanda. Á þessum fundi var mættur Eiríkur Ein- arsson fyrv. útibússtjóri og lýsti framboði sínu. Ræðu þessa gamla Framsóknarmanns, sem nú er genginn á hönd íhaldinu, var af fundarmönnum tekið með nístandi þögn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.