Tíminn - 05.05.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.05.1931, Blaðsíða 2
120 TTMTNN Gunnarsholt í Rangárvallasýslu. Þar er nú aðalstöð sandgræðslustarfseminnar á íslandi. Fyrir fám árum var jörðin í eyði og uppblásin. íbúðarhúsið er 9,8X8,6 m. Þá er hlaða fyrir 800 hesta með 2 votheysgryfjum, fjós fyrir 20 kýr, haughús og safngryfjur. Á sandauðninni, sem var, fást nú um 2000 hestar af heyi. Til sandgræðslu í landmu hefir verið varið samtals 125 þús. kr. þrjú síðustu árin. Mjólkurbú ölfusinga Sveinsstaðir í Húnavatnssýslu. Stærð 8,75X10 m. Eldhús, borðstofa og 3 herbergi á aðalhæð, en 4 á lofti með baðstofusniði. I kjallara er geymsla, þvottahús, bað- herbergi og salerni. Félagsmál landbúnaðaríns Starfandi búnaðarfélög í land- inu voru 215 á árinu 1930 eða nákvæmlega 100 fleiri en 1923, Hreppabúnaðarfélög eru nú svo að segja í hverri sveit. Búnaðarfélag Islands fékk á ár- inu 250 þús. kr. styrk úr ríkis- sjóði til ýmiskonar starfsemi í þágu landbúnaðarins. Hefir styrk- ur þess farið vaxandi hin síðarí árín. Fé því, sem Búnaðarfélag- ið þannig fær til umráða, er var- ið sem hér segir: Til styrktar búnaðarsamböndum — tilraunastarfsemi í grasrækt — verkfærakaupa og tilrauna — j arðy rk j uf yrirtæk j a — búfjárræktarfélaga — búfjársýninga — fóðurtilrauna — starfsemi ráðunautanna — annarar búnaðarfræðslu — efnarannsókna Til laxaklaks og veiðirannsókna — utanfara í þágu landbúnað- arins. Félagið hefir nú í þjónustu sinni 6 ráðunauta. Tveir þeirra starfa að búfjárræktinni. Er ann- ar sauðfjár- og nautgriparæktar- ráðunautur en hinn sér um hrossa ræktina og fóðurbirgðafélögin. Að jarðræktinni starfa 4 ráðunaut- ar. Sér einn um túnræktina, ann- ar um garðyrkju, þriðji um áveit- ur og fjórði veitir leiðbeiningar um val verkfæra og stendur fyrir tilraunum með þau. Verkfæra- ráðunauturinn er að hálfu leyti starfsmaður við verkfæra- og á- burðarverzlun Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Er þá ótalinn sá félagsskapui' sem eigi minnst gagn hefir unn- ið bændastétt landsins nú um hálfa öld, en það eru samvinnu- félögin. I viðreisnarstarfi sveit- anna hin síðustu árin hafa þau innt af hendi ómetanlegt hlut- verk. Húsmæðraskólinn á Laugurn var byggt árin 1929—30 og tók til starfa i marzmánuði 1930. Það er eina mjólkurbúið á Norður- löndum og líklega víðar, þar sem vinnuaflið er hveraorka. öll byggingin er hituð frá hverunum, mjólkin gerilsneydd, mysuosturinn og matur allur soðinn við hverahita. Því verður framleiðsla mysuosts þar sérlega ódýr. Byggingin er 30X10 m. að grunnmáli. Búið getur tekið móti 3—4 þús. lítrum daglega og hefir haft nokkumveginn nóg að starfa. Rúmlega 100 bændur sendu þangað mjólk síðastl. ár. — I ófærð eiga snjóbílarnir að annast mjólkurflutninginn frá búunum yfir „fjall ið“ áleiðis til Reykjavíkur, en venjulegar bifreiðar taka við báðu megin. Fjós og hlaða bændaskólans á Hvanneyri. Þessi mikla sambygging var reist á árunum 1928—29. Húsið er að grunnmáli 50i/5X20 m. Grunnmál hlöðunnar er 46,30X9>80 m. Fjósið rúmar 85 gripi. Undir því er haughús og hlaðan niðurgrafin jafnt haughúsinu. Veggir eru úr steinsteypu, útveggir fjóssins tvöfaldir með tróðholi og tróð á lofti til kuldavarna, en í básgólfum er 5 cm. þykkt korklag. Sjálfvirk brynningarílát eru í fjósinu og mjaltavélar knúðar með rafmagni. Hey látið í hlöðu og flutt til með raforku og húsið allt raflýst. býla. Lán til endurbygginga greið ast að fullu (vextir og afborgan- ir) með 5% árlega af lánsupp- hæðinni á 42 árum, en kjör ný- býlalána eru nokkru vægari.Sam- anlög-ð lánaupphæð sjóðsins er sem hér segir: Árið 1929 kr. 356300 — 1930 ..............— 776200 — 1931 til 12. apríl — 92000 Samtals kr. 1224500 Húsin eru byggð úr steínsteypu flest með tvöföldum veggjum. I Búnaðarbankanum eru auk Bygginga- og landnámssjóðs Rækt unarsjóður, veðdeild, sparisjóðs- og rekstrarlánadeild. Lögin um Búnaðarbankann voru samþykkt á Alþingi 1929. Skclar Á síðasta kjörtímabili hefir mikið verið gert fyrir almenna menntun barna og æskufólks í landinu. Aldrei hafa áður verið reistar svo margai' vandaðar byggingar til að efla og bæta uppeldi í landinu. Framlög ríkis- sjóðs til barnaskóla utan kaup- staða hafa verið hækkuð um helming og hefir það ýtt undir byggingar og endurbætur á barnaskólum. I. HÚSMÆÐRASKÓLAR Á síðustu 4 árum hefir verið komið á fót fjórum kennslustofn- unum fyrir konur, sem vilja nema bústjórnarfræði. Er sinn skólinn í hverjum landsfjórðungi. Staðarfellsskólinn er risinn upp af gjöf Herdísar Benediktsen og Magnúsar Friðrikssonar og konu hans.Byrjað var aðnotahúsineins og Magnús Friðriksson skildi við staðinn. En í sumar sem leið var íbúðarhúsið stækkað, svo að nú getur skólinn tekið á móti 25 stúlkum í stað 15 áður. Húsmæðraskólinn á Laugiun stendur við hlið héraðsskólans og er hitaður með hveravatni. Þing- eyskar konur beittu sér fyrir stofnun hans og lögðu til ásamt sýslunni hálft stofnféð, en ríkis- sjóður hinn helminginn. Skólinn rúmar aðeins 15 nemendur; sýnir það þörfina fyrir slíka skóla, að hann fullnægir tæplega þörf þeirrar sýslu, sem byggði hann. Áriega hefir orðið að vísa tugum umsækjenda frá sökum rúmleysis, bæði þar og á Staðarfelli. Þó að skólinn á Laugum sé fremur lít- ill, er haim að öllum útbúnaði ein- hver hin prýðilegasta mennta- stofnun, sem til er hér á landi. Hallormsstaðaskóli var reistur á árunum 1929—1930 og tók tíl starfa í haust sem leið. Austfirð- ingar lögðu fram helming stofn- fjárins með samskotum og gjöf- um. Skólinn stendur á undurfögr- um stað í grasi grónu skógar- rjóðri, með útsýn yfir Lagarfljót, og inn í Fljótsdal að Snæfelli. Um 30 stúlkur geta stundað þar nám. Húsmæðrakennsla á Laugarvatni. Síðan Skálholtsskóli var fluttur burtu fyrir nálega hálfri annari öld hefir enginn skóli verið á Suðurláglendinu fyr en Laugar- vatnsskóli var reistur á árunum 1928—30. Skólinn er að vísu fyrst og fremst almennur skóli fyrir pilta og stúlkur yfir veturinn. En meðan ekki kemur upp verulegur húsmæðraskóli á Suðurlandi bæt- ir Laugarvatn úr brýnustu þörf- inni með húsmæðranámsskeiði í 6—8 vikur að vorinu til. Er hið fyrsta nú að byrja þessa dagana. Nemendur eru um 4(1. Miklu fleiri sóttu, heldur en unnt vai að taka á móti. Þar gefur að líta eldhús fyrir eitt hið stærsta heimili á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.